Bambus býður þér í bragðgóða óvissuferð

Viltu fara út að borða á frábærum nýjum asískum veitingastað og fá helmingsafslátt að auki? Það hljómar sko sannarlega ekki illa, en 2fyrir1 eru einmitt að bjóða sérstakt kynningartilboð á Bambus.

Við í Bleikt fréttum af þessum spennandi stað og fórum út að borða. Staðurinn er bjartur og hlýlegur. Það er hátt til lofts og veggirnir eru fallega skreyttir. Móttökurnar voru afar hlýlegar og þægilegar og okkur leið strax vel í notalegu umhverfinu.

Við í Bleikt prófuðum ýmsa rétti og fannst allt mjög girnilegt og bragðgott. Í samtali við Þóru Steinarsdóttur, annan eiganda Bambus,  sagði hún til dæmis að ekkert frosið grænmeti er notað í réttina, heldur aðeins hágæða hráefni og það er notað á öllum stigum eldamennskunar. Þóra segir jafnframt að þau flytji sjálf inn allar kryddjurtir beint frá Asíu og útbúi kryddblöndurnar sjálf. Það fór heldur ekki framhjá okkur. Maturinn var virkilega ljúffengur og ekki er laust við að bragðlaukunum var boðið í skemmtilega óvissuferð.

Bambus er staðsettur á Borgartúni 16 og Kynningartilboðið gildir eftir klukkan 17 .00 alla daga, og gildir með útprentun af vefsíðunni 2fyrir1.

Bambus_bleikt
Veitingastaðurinn Bambus er staðsettur á Borgartúni 16

 

Staðurinn er hlýlegur og skreytingarnar á veggjunum virkilega töff
Staðurinn er hlýlegur og skreytingarnar á veggjunum virkilega töff

 

Við vorum sérstaklega hrifnar af þessum ljúffenga rétti sem samanstóð af nautalundum og grænmeti
Matreiðslumeistarar Bambus búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað á nokkrum af betri veitingastöðum og hótelum í Asíu

 

 

 

thumb image

Yndislegir hundar sem þykir fátt skemmtilegra en bílferðir: Myndir

Stundum þykir besta vini mannsins ekkert betra en að fara á rúntinn. Þegar vel viðrar og lífið leikur við mann stingur maður auðvitað hausnum út um gluggann og nýtur þess að láta vindinn blása framan í sig. Þetta vita allir lífsglaðir hundar. Hér eru nokkrar frábærar myndir af hundum sem njóta sín vel í bílferðum. Lesa meira

thumb image

Öðlaðist frægð í sænska Idolinu: Sjáðu Måns Zelmerlöw koma fram í fyrsta sinn

Sænski söngvarinn Mås Zelmerlöw vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann tryggði sér sigur í Júróvisjón í gærkvöldi. „Þetta var alveg ótrúlegt. Ég heyrði ekki þegar þau sögðu það fyrst. Eg hét að Rússland eða Ítalía myndu vinna.“ Måns var skiljanlega í skýjunum yfir sigrinum þegar blaðamenn ræddu við hann eftir keppnina. „Tilfinningarnar Lesa meira

thumb image

Þjóðin vildi Ítalíu: Sigruðu símakosninguna á Íslandi

Ítölsku sjarmatröllin höfnuðu í þriðja sæti í Júróvisjón, en lagið Grande Amore snerti hjörtu margra. Það er ljóst að lagið snerti hjörtu íslensku þjóðarinnar, enda hefur komið í ljós að Ítalir sigruðu símakosninguna hér á landi; þeir kolféllu hins vegar í mati dómnefndar. Þegar allt hafði verið talið saman fengu Ítölsku piltarnir 6 stig frá Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Einfaldur eftirréttur – Bláber og rjómi

Það þarf ekki alltaf að vera flókið að útbúa góðan eftirrétt og eru bláber, þeyttur rjómi og súkkulaðispænir hin fullkomna blanda af einum slíkum! Undanfarið hefur verið hægt að kaupa stórar öskjur af ótrúlega girnilegum og góðum bláberjum í Bónus og hafa þær ófáar ratað hingað í ísskápinn. Ég átti afgang af þeyttum rjóma frá Lesa meira

thumb image

Íslendingar æstir á Twitter – en meira að segja Russell Crowe horfði á Júróvisjón!

Íslendingar tístu eins og enginn væri morgundagurinn á meðan þeir fylgdust með Júróvisjónkeppninni í kvöld og ekki dró úr æsingnum þegar úrslitin voru ráðin! Keppnin hefur vakið athygli víða um heim og meira að segja leikarinn Russell Crowe fylgdist með í ár. Það er ef til vill ekki skrítið, þar sem þessi nýsjálenski leikari hefur búið Lesa meira

thumb image

Svíþjóð sigurvegarar Júróvisjón 2015!

Þá eru úrslit Júróvisjónkeppninnar árið 2015 ráðin og það er Svíþjóð sem bar sigur úr býtum. Baráttan var hörð í fyrstu, en þá sérstaklega á milli Rússlands, Svíþjóðar og Ítalíu. Í byrjun virtist sem Rússar myndu fara með sigur af hólmi og voru þeir með mikla forystu í fyrstu. Svíar tóku þó góðan sprett í lokinn Lesa meira

thumb image

Össur Skarphéðinsson: „Alþingi gæti margt af Júróvisjón lært til að komast inn í nútímann“

Íslendingar eru langflestir límdir við sjónvarpsskjáinn að fylgjast með Júróvisjón þessa stundina. Þar eru alþingismenn alls ekki undanskildir og svo virðist sem þeir mættu læra margt af þessari keppni. Össur Skarphéðinsson er að minnsta kosti þeirrar skoðunar, en hann birti nýlega færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann talar um þingið og Júróvisjón. Hér má lesa Lesa meira