Bambus býður þér í bragðgóða óvissuferð

Viltu fara út að borða á frábærum nýjum asískum veitingastað og fá helmingsafslátt að auki? Það hljómar sko sannarlega ekki illa, en 2fyrir1 eru einmitt að bjóða sérstakt kynningartilboð á Bambus.

Við í Bleikt fréttum af þessum spennandi stað og fórum út að borða. Staðurinn er bjartur og hlýlegur. Það er hátt til lofts og veggirnir eru fallega skreyttir. Móttökurnar voru afar hlýlegar og þægilegar og okkur leið strax vel í notalegu umhverfinu.

Við í Bleikt prófuðum ýmsa rétti og fannst allt mjög girnilegt og bragðgott. Í samtali við Þóru Steinarsdóttur, annan eiganda Bambus,  sagði hún til dæmis að ekkert frosið grænmeti er notað í réttina, heldur aðeins hágæða hráefni og það er notað á öllum stigum eldamennskunar. Þóra segir jafnframt að þau flytji sjálf inn allar kryddjurtir beint frá Asíu og útbúi kryddblöndurnar sjálf. Það fór heldur ekki framhjá okkur. Maturinn var virkilega ljúffengur og ekki er laust við að bragðlaukunum var boðið í skemmtilega óvissuferð.

Bambus er staðsettur á Borgartúni 16 og Kynningartilboðið gildir eftir klukkan 17 .00 alla daga, og gildir með útprentun af vefsíðunni 2fyrir1.

Bambus_bleikt
Veitingastaðurinn Bambus er staðsettur á Borgartúni 16

 

Staðurinn er hlýlegur og skreytingarnar á veggjunum virkilega töff
Staðurinn er hlýlegur og skreytingarnar á veggjunum virkilega töff

 

Við vorum sérstaklega hrifnar af þessum ljúffenga rétti sem samanstóð af nautalundum og grænmeti
Matreiðslumeistarar Bambus búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað á nokkrum af betri veitingastöðum og hótelum í Asíu

 

 

 

thumb image

Mundu að minniháttar góðverk geta margborgað sig

Örlítil góðverk og náungakærleikur kostar okkur lítið sem ekkert, en þau geta haft gríðarlega jákvæð áhrif á aðra og heiminn í kringum okkur. Þú veist aldrei nema þú sért rétta manneskjan, á réttum stað, á réttum tíma. Eftirfarandi tilkynning birtist í erlendu dagblaði: „Þakkir til mannsins sem lánaði mér 50 kr. á bílastæðinu við spítalann Lesa meira

thumb image

9 ára ofurfyrirsæta: Sögð fallegasta stúlka í heimi

Hin rússneska Kristina Pimenova er aðeins níu ára gömul en hefur þó unnið við fyrirsætustörf í sex ár. Hún er kölluð „fallegasta stúlka í heimi“ og er með meira en 315 þúsund fylgjendur á Instagram og 2,1 milljón Facebook aðdáendur. Á netinu eru myndir af henni í stuttum pilsum og segja gagnrýnendur að hún sé Lesa meira

thumb image

Frasar sem þú munt aldrei nokkurn tímann heyra foreldra segja

Það er erfitt að sjá um lítil kríli allan daginn. Það tekur sér enginn frí frá foreldrahlutverkinu – auðvitað ekki. Foreldrar elska þessi börn sín meira en nokkuð annað þrátt fyrir allt erfiðið. Þetta kostar þó svo mikinn tíma og orku að það er hreinlega ekkert eftir þegar smáfólkið er loksins komið í háttinn. Hér Lesa meira

thumb image

Flott naglatrend sem er ekkert á útleið

Hálfmánaneglur eru mjög áberandi í augnablikinu og virðist ekkert lát vera á vinsældum þessa skemmtilega trends. Naglalökk eru frábær til þess að klára heildarlúkkið og eru möguleikarnir í litavali nánast endalausir. Hálfmáninn virkar þannig að neðst við naglaböndin kemur lítill máni í öðrum lit en restin af nöglinni. Leiðbeiningar eru neðst í greininni svo þú Lesa meira

thumb image

Tanja Ýr keppti í píptesti og reipitogi í Ungfrú Heimur

Tanja Ýr Ástþórsdóttir keppir um þessar mundir fyrir Íslands hönd í keppninni Ungfrú Heimur sem fer fram í London. Tanja Ýr er 22 ára gömul og er nemandi í hugbúnaðarverkfræði. Stóri dagurinn verður 14.desember en hún flaug út 20.nóvember og stendur keppnin yfir í þrjár vikur. Tanja Ýr dvelur á Marriot Country Hall hótelinu og Lesa meira

thumb image

Setjum ekki börnin okkar í kassa þessi jól

Það er óhætt að segja að allt sé að verða vitlaust í Bandaríkjunum og Bretlandi, eins og tíðkast á þessum degi kaupæðisins; Black Friday. Mannfólkið fer eins og hafsjór í stormviðri á milli verslana og verslanamiðstöðva sem keppast við að gefa góð tilboð og selja sem mest. Það vantar heldur ekki dramatíkina í þetta: Það Lesa meira

thumb image

Safna jólagjöfum fyrir fólk með geðraskanir: „Það getur enginn gert allt en það geta allir gert eitthvað“

Sérstök áhersla lögð á gjafir fyrir karlmenn: Góðgerðafélagið „Gefðu gjöf sem yljar“ safnaði yfir 250 jólagjöfum í fyrra sem gefnar voru til fólks með geðraskanir sem dvaldi á geðdeildum eða sambýlum fyrir geðfatlaða yfir jólahátíðina. Stefnt er að því að safna allt að 400 gjöfum fyrir þessi jól. Dæmi eru um að fólk á geðdeild Lesa meira

thumb image

Aðventuskreytingar DIY

Nokkrir dagar í aðventuna og ég er búin að flakka um netið og sjá ykkur gera svo ofsalega fallegar og sniðugar aðventuskreytingar. Aðventukransar í dag geta verið eins misjafnir og þeir eru margir og fjölbreytileiki heimatilbúna kransa og skreytinga er dásamlegur. Ég er búin að skoða svo margar myndir af skreytingum undanfarið að ég er Lesa meira