Bambus býður þér í bragðgóða óvissuferð

Viltu fara út að borða á frábærum nýjum asískum veitingastað og fá helmingsafslátt að auki? Það hljómar sko sannarlega ekki illa, en 2fyrir1 eru einmitt að bjóða sérstakt kynningartilboð á Bambus.

Við í Bleikt fréttum af þessum spennandi stað og fórum út að borða. Staðurinn er bjartur og hlýlegur. Það er hátt til lofts og veggirnir eru fallega skreyttir. Móttökurnar voru afar hlýlegar og þægilegar og okkur leið strax vel í notalegu umhverfinu.

Við í Bleikt prófuðum ýmsa rétti og fannst allt mjög girnilegt og bragðgott. Í samtali við Þóru Steinarsdóttur, annan eiganda Bambus,  sagði hún til dæmis að ekkert frosið grænmeti er notað í réttina, heldur aðeins hágæða hráefni og það er notað á öllum stigum eldamennskunar. Þóra segir jafnframt að þau flytji sjálf inn allar kryddjurtir beint frá Asíu og útbúi kryddblöndurnar sjálf. Það fór heldur ekki framhjá okkur. Maturinn var virkilega ljúffengur og ekki er laust við að bragðlaukunum var boðið í skemmtilega óvissuferð.

Bambus er staðsettur á Borgartúni 16 og Kynningartilboðið gildir eftir klukkan 17 .00 alla daga, og gildir með útprentun af vefsíðunni 2fyrir1.

Bambus_bleikt
Veitingastaðurinn Bambus er staðsettur á Borgartúni 16

 

Staðurinn er hlýlegur og skreytingarnar á veggjunum virkilega töff
Staðurinn er hlýlegur og skreytingarnar á veggjunum virkilega töff

 

Við vorum sérstaklega hrifnar af þessum ljúffenga rétti sem samanstóð af nautalundum og grænmeti
Matreiðslumeistarar Bambus búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað á nokkrum af betri veitingastöðum og hótelum í Asíu

 

 

 

thumb image

Draugaleg fígúra fótóbombaði brúðkaupsmyndina: Gæti þetta verið ófætt barn þeirra?

Eftir sjálfan brúðakupsdaginn eru það minningarnar og myndirnar frá deginum sem ilja hjónakornunum um hjartaræturnar. Eða þannig er það nú oftast…. Hér að neðan má sjá ljósmynd sem hinn nýgifti Reddit notandi Kevin Matthew Dennis setti á fyrrnefnda síðu í vikunni. Myndin er tekin nokkrum mínútum eftir að hann og Christiana Dennis gengu í heilagt Lesa meira

thumb image

YouTube tíu ára: Sjáðu fyrsta myndbandið sem birt var á síðunni

Sívinsæla vefsíðan YouTube fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir en hún var stofnuð af félögum sem allir voru fyrrum starfsmenn PayPal, árið 2005. Síðan þá hefur vefsíðan farið sívaxandi í vinsældum, en nú tilheyrir hún fyrirtækinu Google, sem keypti hana fyrir morð og milljón á sínum tíma. Fyrsta myndbandið sem birt var á YouTube Lesa meira

thumb image

Kínverjar banna nektardans í jarðarförum

Jarðarfarir eru mikilvæg kveðjustund fyrir vini og aðstandendur látinna. Yfirleitt er um að ræða lágstemmda og innilega samkomu. Í Kína hefur hins vegar tíðkast að ganga töluvert lengra til að kveðja þá látnu með látum. Þá hefur myndast hefð fyrir því meðal ákveðinna hópa að fá nektardansara til að leika listir sínar í jarðarförum. Þá Lesa meira

thumb image

Heiða Hannesar á Indlandi: „Viti menn, Heiða les orðin! Þetta hefur hún ekki getað hingað til.“

„Klukkan átta á morgnana eru flauturnar byrjaðar úti á götu og borgin komin á fullt. Við skötuhjúin dröttumst á fætur með tilheyrandi tannburstun, greiðum hár, sumir hafa nefnilega hár og aðrir eitthvað minna.“ Á þessum orðum hefst bloggpistill Snorra Hreiðarssonar, sambýlismanns Bjarnheiðar Hannesdóttur sem varð fyrir miklum heilaskaða eftir að hjarta hennar hætti að slá Lesa meira

thumb image

Er þetta besta brúðkaupsboðskort allra tíma?

Þegar þau ákváðu að gifta sig vildu Jon og Jess að fara óhefðbundna leið til að biðja vini og ættingja að taka daginn frá. Í stað þess að senda hefðbundið boðskort tóku þau upp magnað myndband. Myndbandinu hefur verið líkt við kvikmyndir í leikstjórn Wes Anderson, en sjón er sögu ríkari. Þetta fallega og frumlega Lesa meira

thumb image

Sérfræðingar staðfesta það sem allir óttuðust: IKEA eyðileggur ástarsambönd

Ef þú vilt vita hvort ástarsambandið standi á völtum fótum skulið þið gera ykkur ferð í IKEA. Sambandsráðgjafi og sálfræðingur sem starfar í Bandaríkjunum hefur nú staðfest að verslunin er uppspretta ótal rifrilda. Fjöldi hjóna og para sem leitað hafa til hans segjast iðulega lenda í heiftarlegum rifrildum þegar sænska húsgagnaverslunin kemur við sögu. „Þessi Lesa meira