Beta Reynis – Lífsstíll snýst um venjur okkar og vana

„Að finna hjá sér kraftinn og löngunina að gera breytingar getur aðeins þýtt eitt. Eitthvað er að hrjá okkur eða við erum ekki sátt með þann lífsstíl sem við höfum tileinkað okkur,“ skrifar Beta Reynis B.Sc og MS í næringarfræði í pistli á Facebooksíðu sinni.

Pistill Betu, sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta, fer hér á eftir.

Hvað er lífsstíll?

Lífsstíll snýst um venjur okkar og vana, það sem við höfum tileinkað okkur í daglegu lífi. Hversu mikið við hreyfum okkur, hvernig kroppurinn okkar og ytra útlit kemur öðrum fyrir sjónir og hvernig við upplifum líkamann, erum við að berjast við ofþyngd eða er erfitt að halda þyngdinni í lágmarki, reykjum við eða drekkum, og hvað veljum við að borða. Af hverju erum við að mæla hluti eins og reykingar, drykkju, hreyfingu og mataræði? Tölurnar sem við sjáum birtar spá fyrir um framtíðina, ekki einungis hjá einstaklingum, heldur heilu þjóðunum eins og Íslendingum. Það hefur nefnilega komið í ljós að tíðni ýmissa sjúkdóma og dauðsfalla af völdum þeirra eykst með verri lífsstíl og þar eru þessir áhættuþættir efst í flokki. Reykingar, óhófleg drykkja, hreyfingarleysi og slæmar matarvenjur geta beinlínis skaðað heilsu okkar og komið okkur í gröfina óþarflega snemma.

Lífsgæði

Almenn lífsgæði má skilgreina sem aðgengi að helstu lífsnauðsynjum, svo sem næringu, húsaskjóli og tekjum. Við grunngæðin bætast svo atriði eins og samneyti við aðra, ánægjutilfinningar og vellíðan. Heilsutengd lífsgæði eru þau atriði sem tengjast beint heilsunni, takmörkunum hennar, upplifun á henni og því hvernig einstaklingnum finnst honum ganga að njóta lífsins miðað við heilsufarslegt ástand. Þetta snýst nefnilega ekki bara um að vera laus við sjúkdóma. Við gleymum okkur í daglegu amstri, rönkum svo við okkur og förum í átak – en við gleymum gjarnan heildarmyndinni og horfum á útlitið frekar en gæðin í lífinu og hvað þau eru mikilvæg.

Í fjallgöngu við Skálavík (Vestfjörðum) síðasta sumar með Ragnheiði Ólafsdóttur. „Þar sem drifkrafturinn kom mér í gönguna og nú reyni ég að hafa það sem vana með því að ganga á fjall í hverri viku. Markmiðið er að komast auðveldlega í dagsgöngu. Undirbúningurinn og að fara í göngu í hverri viku, verður að vana með tímanum.“

Geðheilbrigði

Lífið bíður upp á margbreytileika og andstæður eins og gleði og sorg. Við margvíslega upplifun í litrófi lífsins geta aðstæður valdið kvíða og áhyggjum sem eru eðlileg viðbrögð huga og líkama. Allir upplifa eðlilegar sveiflur í líðan en geðraskanir eru líka algengar og valda varalegri fötlun og ójöfnuði í heilbrigðismálum. Nær þriðjungur þeirra sem búa við varanlega örorku á Íslandi eru það vegna geðraskana. Það er algengasta ástæða örorku í okkar samfélagi og geðraskanir eru líka meðal fimm algengustu orsaka þess að fólk þarf að hverfa frá vinnu um skemmri tíma. Fimmtungur Íslendinga undir 60 ára aldri þjást af geðröskunum, og eykst hlutfallið með aldri, af þeim sem hafa náð 75 ára aldri eru 35% með greindar geðraskanir. Það er því mikilvægt að við horfum á geðheilbrigði í næringarráðgjöf og tökum það með inní dæmið ef gera á breytingar.

Sjálfsmat

Gott sjálfsmat er einn af þeim þáttum sem stuðla að jákvæðu geðheilbrigði. Sjálfsmynd og sjálfstraust manneskju hefur áhrif á námsgetu, atorkusemi, tilfinningaleg viðbrögð og félagsleg samskipti. Þeir sem hafa góða sjálfsmynd og sjálfstraust eru líklegri til að ná árangri í lífinu og þora að takast á við áskoranir. Þegar okkur líður vel erum við líka skemmtilegri félagsskapur og eigum auðveldara með að tengjast öðru fólki. Sjálfstraust hjálpar einstaklingum að trúa á eigin getu og bregðast við hegðunarbreytingum, til dæmis að auka hreyfingu eða bæta mataræði. Ef þú lítur í spegilinn og líkar vel við manneskjuna sem þú sérð eru miklu meiri líkur á að þig langi að gera eitthvað gott fyrir hana.

Heildræn næringarráðgjöf og jákvæð næringarfræði

Með heildrænni næringarfræði er hægt að setja saman og beita nýrri aðferð sem kallast jákvæð næringarfræði og felst í að virkja einstakling til ábyrgðar. Næring er nefnilega meira en bara það sem við veljum að borða. Heilbrigði okkar veltur á svo mörgu öðru og þess vegna er heildræn nálgun sem tekur tillit til allra ofangreindra þátta líkleg til árangurs.

Lífsstíll og lífsgæði er par sem er svo óskaplega mikilvægt til að ná árangri í lífinu. Það er árangur að líða vel og njóta góðrar heilsu. Allir geta unnið að því að efla heilsuna og tileinka sér jákvæðan lífsstíl – en áhuginn og drifkrafturinn þarf að vera til staðar. Við þurfum að mynda jafnvægi á milli líkamlegra þarfa, tilfinninga, félagslegrar, andlegrar og vitsmunalegrar heilsu. Að gera breytingar getur því verið sambland af lærdómi, núvitund, drifkrafti og hæfni til að taka skrefið. Mikilvægur þáttur í þessu ferli er aðgengi að jákvæðum og skiljanlegum upplýsingum. Við viljum fá upplýsingar sem við skiljum og eru auðveldar að fara eftir og þar með að tileinka sér sem vana.

Ráðgjöf Betu Reynis er staðsett í Sjúkraþjálfun Sporthússins, og stuðningur og samvinna við aðra fagaðila er aðgengileg. Beta beitir heildrænni og jákvæðri nálgun þar sem einstaklingurinn er virkjaður til ábyrgðar út frá sögu hans og ástandi. Saga einstaklingsins er mikilvæg, sömuleiðis ástæða þess að hann vill gera breytingar. Í sameiningu er unnið að þeirri lausn sem talin er geta skilað árangri til að bæta ástandið og leiða til betri heilsu og lífsgæða.

Með kveðju Beta Reynis

Beta Reynis býður upp á heildræna næringarráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki og er með síðu á Facebook.

Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta. Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi. Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið. Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá… Lesa meira

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið. UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna. Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið. Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út… Lesa meira

Einstakur Múmínbolli seldur á góðgerðaruppboði

Múmínbollinn með Míu litlu hefur verið hluti af bolla úrvali Arabia síðan árið 2008 þegar bollinn kom út. Hann hefur verið mjög vinsæll meðal safnara og aðdáenda Múmínálfana og verið í framleiðslu í nærri tíu ár. Áður en bollinn kom á markað voru nokkrar útgáfur búnar til í verksmiðju Arabia í Finnlandi.  Og á meðan á hönnun bollans stóð þá voru nokkrir litir prófaðir þar sem lokaútkoman sést ekki fyrr en búið er að hita bollann upp í ákveðið hitastig. „Framleiðsla á hverjum Múmínbolla tekur eitt og hálft til tvö ár. Litatónarnir í keramikinu eru alltaf mismunandi eftir samblandi lita… Lesa meira

Bára Halldórsdóttir spyr: „Er ég byrði og einskis virði?“

Bára Halldórsdóttir er móðir, eiginkona, aktívisti, öryrki. Hún er einnig meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Í einlægum pistli á tabu.is skrifar Bára um hvernig afstaða og mat annarra gerir það að verkum að henni finnst hún skipta sífellt minna máli í samfélaginu. Við gefum Báru orðið: Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég hef verið í mörgum hlutverkum gegnum tíðina. Byrjaði eins og aðrir í… Lesa meira

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira

Húsráð: Þú þarft aldrei að skafa bílrúðurnar aftur

Það er fátt jafn skemmtilegt á íssköldum morgni en að standa úti og hamast við að skafa bílrúðurnar. Ken Weathers, fréttamaður á KATE ABC fréttastöðinni í Knoxville Tennessee lumar þó á góðu húsráði. Þú þarft aldrei að skafa bílrúðurnar aftur. https://www.youtube.com/watch?v=TrcDxVM_gbU Lesa meira

Myndband: Channing Tatum sýnir danshæfileikana í nýju myndbandi Pink

Í gær kom út myndband við lag Pink, Beautiful Trauma, þar sem hún leikur húsmóður frá sjötta áratugnum. Í hlutverki eiginmannsins er Channing Tatum og eru þau hjónin, Ginger og Fred Hart, þreytt og óhamingjusöm. Myndbandið er litríkt og skemmtilegt og sýnir vel danshæfileika bæði Tatum og Pink. https://www.youtube.com/watch?time_continue=283&v=EBt_88nxG4c Lesa meira

Chrissy Teigen tilkynnir óléttuna á skemmtilegan hátt

Fyrirsætan, þáttastjórnandinn og gleðisprengjan Chrissy Teigen á von á sínu öðru barni. Fyrir á hún dótturina Luna, 19 mánaða, með eiginmanninum, söngvaranum John Legend. Og það var verðandi stóra systir sem fékk að tilkynna fylgjendum mömmu sinnar á Instagram um meðgönguna. https://www.instagram.com/p/BbxZhF5l2gn/ Hjónin hafa verið einlæg og opin með baráttuna þeirra við ófrjósemi og vilja til að eignast fleiri börn og því eru þetta sannkallaðar gleðifregnir. Lesa meira

Þraut: Stendur þú þig betur en ljóskan?

Sú mýta hefur lengi loðað við ljóskur að þær séu ekki alveg jafn gáfaðar og konur eru almennt. Fjöldi bóka, kvikmynda, sjónvarpsþátta og brandara eru til um þessa mýtu.  Ljóskurnar hafa samt bara gaman af þessu, því þær vita manna best að háralitur segir ekkert til um gáfnafar. En nú getur þú lesandi góður athugað hvort að þú sért klárari en ljóskan í neðangreindum brandara/prófi sem er eins konar Viltu vinna milljón í ljóskuútgáfunni. - Hve lengi varaði Hundrað ára stríðið? * 116 ár * 99 ár * 100 ár * 150 ár Blondínan segir: Pass. - Frá hvaða landi… Lesa meira

„Stórkostlegasta ævintýri lífs míns“ segir Joe Manganiello um Ísland

Það má vel vera að hann hafi heillað okkur á hvíta tjaldinu með heillandi brosi, magavöðvum og leikhæfileikum, en það var náttúra Íslands sem heillaði leikarann Joe Manganiello í nýlegri ferð hans hingað til lands í byrjun nóvember. „Ég elska náttúruna og það eru fáir staðir í veröldinni sem eru með jafnóspillta náttúru og Ísland. Hann og nokkrir vinir hans héldu hingað til lands og ljóst er af myndum að þeir fóru sannkallaða ævintýraferð um landið. KC Deane, atvinnuskíðamaður og fjallahjólreiðakappi sá um að skipuleggja ferðina og með í för var ljósmyndari DV, Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem tók allar myndir… Lesa meira

Fallegar fitnessdrottningar á bikarmóti

Bikarmótið í fitness fór fram síðustu helgi í Háskólabíói. 96 keppendur kepptu á stórglæsilegu móti. Konurnar kepptu í 12 flokkum og sigurvegari mótsins verður að teljast Bára Jónsdóttir, sem var að keppa í fyrsta sinn í módelfitness, en hún fór heim með þrenn verðlaun: hún byrjaði á að sigra byrj­enda­flokk­inn, síðan yfir 168 cm flokkinn og að lokum hún verðlaun sem sigurvegari yfir heildarkeppnina. Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki. Alda Ósk Hauksdóttir varð sigurvegari í olympíufitness. Bára Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness yfir 168 sm, Sunneva Torres í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í… Lesa meira

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis er ómetanlegt. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.     Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum… Lesa meira