Biggi lögga „Ég mun líka gera allt í mínu valdi til að vernda dóttur mína frá þessu rótgróna samfélagsmeini sem kynferðislegt áreiti og ofbeldi er“

Mynd: Sigtryggur Ari/DV

Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga, tók sér frí frá lögreglustarfinu fyrr á þessu ári og hóf störf sem flugþjónn hjá Icelandair. Í pistli sem hann skrifaði á Facebooksíðu sína í kvöld segir hann frá reynslu sinni í starfinu, sem enn í dag er nánast algjört kvennastarf og kemur inn á umræðuna um #METOO.

 

Eins og sumir vita þá ákvað ég að taka mér tímabundið frí frá löggunni fyrr á þessu ári og skella mér í flugfreyjuna. Ég fór sem sagt úr starfi sem hefur lengi verið mikið karlastarf og yfir í nánast algjört kvennastarf. Það var mjög áhugavert á margan hátt. Sérstaklega fyrir nýútskrifaðan nútímafræðinginn sem hefur það áhugamál að kryfja samfélagið út frá ýmsum hliðum.

Í gær voru birtar frásagnir margra þessarra fyrrum starfsfélaga minna í fluginu. Mig langar því aðeins til að grípa boltann á lofti. Ég tel umræðuna mikilvæga, sérstaklega þar sem þetta er gífurlega vaxandi starfsstétt auk þess sem að skekkja á einum stað smitast auðveldlega út í allt samfélagið.

Starfsumhverfið býr til farveg fyrir kynferðislega áreitni

Ég hafði áður heyrt ýmsar svona sögur þannig að þetta kom mér því miður ekki á óvart. Þó svo að ég vilji trúa að þessir hlutir séu á réttri leið þá býr þetta starfsumhverfi til mjög frjóan jarðveg fyrir kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að hættan á slíku eykst þar sem mikill stöðumunur er innan fyrirtækja eða stofnanna og í flugi hefur sá munur alla tíð verið mjög mikill og skýr. Þar hafa karlmenn verið í miklum meirihluta inni í flugstjórnarklefanum eins og kóngar í hásætum sínum þar sem þeir ráða ríkjum í TF-konungsríki sínu í öðru réttinda- og launaumhverfi en konurnar afturí. Ekki nóg með það heldur eru gerðar miklar og nákvæmar kröfur um útlit kvennanna þar sem kynvitundin er gjörsamlega öskruð inn í starfsumhverfið. Sama hvort okkur líkar það betur eða verr þá eru þetta allt ákveðin hættumerki.

Þetta umhverfi breytist að einhverju marki með sífellt fleiri konum sem taka sér sæti frammí, eins og er sem betur fer þróunin. Það er samt ekki nóg. Það þarf ákveðna hugarfarsbreytingu og hugsanlega endurskoðun á öllu starfsumhverfi flugáhafna sem og bætt kjör og réttindi flugfreyja. Það er líka nauðsynlegt að fá fleiri karlmenn í flugfreyjustarfið. Það hefur oft verið talað um nauðsyn þess að fá fleiri konur í þessi svokölluðu karlastörf, en það er ekki minna nauðsynlegt fyrir jafnréttisbaráttuna að fá fleiri karlmenn í kvennastörfin. Það á ekki bara við um flugfreyjuna, heldur líka störf eins og kennarann, hjúkrunarfræðinginn og fleira.

Fann aldrei fyrir áreitni

Þessir sex mánuðir sem ég starfaði við þetta voru frábærir og upplifun mín jákvæð. Ég fann aldrei fyrir neinni kynferðislegri áreitni eða óæskilegri hegðun í minn garð af hendi samstarfskvenna, sem voru í algjörum meirihluta þeirra sem ég vann með. Það eina sem ég upplifði og sá var gífurleg fagmennska á öllum sviðum frá hverri einustu þeirra. Ég leyfi mér því miður að efast um að það sama hefði verið upp á teningnum ef kynjahlutföllin þarna hefðu verið á hinn veginn. Því miður kæru kynbræður, svona er þetta bara. Við eigum margt ólært. Kannski hefur sagan kennt konum mikilvægi virðingar og þess að meta einstaklinginn að verðleikum. Rétt eins og sagan virðist hafa kennt okkur körlunum hversu langt við getum komist á líkamlegum yfirburðum. Það er kominn tími til að skrifa nýja sögu. Penninn er í okkar höndum.

Ég vil taka það fram að flugmennirnir sem ég flaug með voru líka algjörir fagmenn, bæði karlarnir og konurnar, og ég varð sjálfur ekki vitni að neinni óæskilegri hegðun af þeirra hendi í garð hins kynsins. Það finnast hins vegar svartir sauðir víða eins og frásagnirnar sanna og þeir skemma fyrir allri hjörðinni. Við megum því ekki rækta jarðveginn fyrir þá sauði. Það er of mikið í húfi.

Sem faðir dóttur minnar lít ég á það sem eitt af mínum stærstu hlutverkum í lífinu að búa henni umhverfi þar sem hún er virt og metin að eigin verðleikum. Ég mun líka gera allt í mínu valdi til að vernda hana frá þessu rótgróna samfélagsmeini sem kynferðislegt áreiti og ofbeldi er. Bara að skrifa þessa síðustu setningu veldur ólgu í maganum á mér. Það er eins gott að enginn vogi sér.

Við berum öll saman ábyrgðina á því að byggja upp það samfélag sem við viljum búa börnunum okkar. Síðustu daga hafa verið tekin mikilvæg skref í áttina að réttlátara og öruggara samfélagi. Vandinn er samt margþættur og úrlausnarefnin mörg. Við skulum því nota ferðina sem við erum komin á núna og halda förinni áfram í sömu átt. Það græða allir á því. Bæði við sjálf, þau sem standa okkur næst, sem og komandi kynslóðir.

Eins og sumir vita þá ákvað ég að taka mér tímabundið frí frá löggunni fyrr á þessu ári og skella mér í flugfreyjuna. Ég…

Posted by Birgir Örn Guðjónsson on 12. desember 2017

Hreinskilnar og sprenghlægilegar sögur af íslenskum krökkum

Að eiga barn getur verið mjög krefjandi verkefni. Þau þurfa umsjón allan sólarhringinn, líka þegar þú ert sofandi. Þau elska mat, bara ekki þann sem þú eldar fyrir þau. Þeim finnst nauðsynlegt að segja þér frá öllu því sem gerðist í leikskólanum/skólanum í smáatriðum, einmitt þegar þú situr á klósettinu. Þau eru virkilega léleg í feluleik, nema þegar kemur að því að fela fjarstýringarnar eða húslyklana og þau eru sérstaklega hreinskilin og forvitin, aðallega þegar þau eiga alls ekki að vera það. Þrátt fyrir að börnin geti átt sínar krefjandi stundir er foreldrahlutverkið þó það yndislegasta sem til er og ef ekki… Lesa meira

Fjölbreyttir og litríkir kjólar á SAG

Einungis örfáir dagar eru síðan að konurnar í Hollywood sameinuðust um að mæta allar í svörtum klæðnaði á Golden Globes verðlauna hátíðina til þess að sýna samstöðu gegn kynferðisafbrotum. Í gærkvöldi var hinsvegar mikið um litadýrð þegar SAG verðlaunin voru tilkynnt og má með sanni segja að fegurð og þokki hafi verið áberandi meðal kvennana.     Lesa meira

Ebba hefur alla sína tíð verið í megrun: „Að vera feitur var ógeð“

Ebba Sig hefur alla sína tíð verið í megrun, ekki vegna þess að móðir hennar hvatti hana til þess heldur einungis vegna þess að hún sá aldrei neinar konur í sjónvarpi, kvikmyndum eða tímaritum sem ekki voru grannar. Allir sem ég þekkti voru að reyna að grennast af því að markmiðið var að vera grannur. Að vera feitur var ógeð. Segir Ebba í einlægum pistli á Facebook. Ebba segist hafa prófað alla megrunarkúrana í bókinni nema að sauma saman á sér munninn til þess að geta ekki borðað. Einu sinni missti ég 30 kíló og fólk kom fram við mig eins og ég… Lesa meira

Ellen Pompeo fékk alltaf minna borgað en Patrick Dempsey í Grey‘s Anatomy

Það er ástæða af hverju Grey‘s Anatomy er einn vinsælasti þáttur sem sýndur hefur verið í sjónvarpi og stendur ennþá sterkur eftir 13 ár á skjánum. Fyrir þá sem ekki þekkja fjalla þeir um líf og störf lækna og læknanema á sjúkrahúsi í Seattle, Ellen Pompeo fer með aðalhlutverkið, Dr. Meredith Grey í þáttunum. Í viðtali við Hollywood Reporter ræddi Pompeo um erfiðleikana bak við myndavélina, þá helst baráttuna fyrir því fá jafn mikið borgað og karlkyns aðalleikarar, þá sérstaklega Patrick Dempsey sem lék McDreamy. „Þegar Patrick yfirgaf þættina árið 2015 þá opnaðist allt í samningaviðræðunum,“ segir Pompeo. Hún segir… Lesa meira

Guðlaug fékk ofsakvíðakast í fæðingu: „Ég öskraði og grátbað um að ég yrði svæfð“

Guðlaug Sif átti virkilega erfiða meðgöngu vegna fíkniefnaneyslu barnsföðurs og áttu hún því erfitt með að vera spennt fyrir fæðingunni og tengdist syni sínum ekki á meðan á meðgöngu stóð. Guðlaug fékk mikið fæðingarþunglyndi eftir að hún átti strákinn sinn en bæði hún ásamt barnsföður hennar höfðu verið í mikilli neyslu þegar Guðlaug varð ólétt. Þegar Guðlaug áttaði sig á því að hún gengi með barn hætti hún neyslu á öllum efnum og hefur haldið sér edrú síðan. Barnsfaðir hennar gerði því miður ekki hið sama og fór því gríðarleg orka frá Guðlaugu í barnsföður hennar alla meðgönguna. Bleikt.is greindi frá því á… Lesa meira

Barnsfaðir og unnusti Mörtu situr í fangelsi: „Það er mikil bið í afplánun og ég skil ekki afhverju það er verið að halda honum lengur inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir“

Marta Þórudóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 28. nóvember á síðasta ári sem kom í heimin með bráðakeisara eftir langt gangsetningarferli. Sonur Mörtu var skírður Stefán Þór og hefur Marta verið í sambúð með föður hans síðan árið 2014. Barnsfaðir hennar, Örn Stefánsson hefur þó einungis hitt son sinn fjórum sinnum síðan hann fæddist þar sem hann situr í fangelsi að afplána dóma sem hann hefur fengið. Við kynntumst í byrjun ágúst 2014 og höfum eiginlega verið saman síðan þá, en þá vorum við bæði í neyslu og límdumst við hvort annað. Við vorum bæði í harðri neyslu fyrsta árið… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

Auður Elín: „Ef þú kannast við það að vera komin með símann í hendurnar nokkrum mínútum eftir að þú lagðir hann frá þér þá er þetta fíkn“

Auður Elín Sigurðardóttir ákvað að skoða daglega símanotkun sína og kanna hversu miklum tíma hún var að eyða með skjáinn fyrir framan andlitið og fékk áfall þegar hún sá niðurstöðurnar. Vildi ekki vera þræll símans Einn daginn var ég þrjá klukkutíma á Facebook, eyddi fimm og hálfum klukkutímum í símanum sjálfum og opnaði kíkti á hann 97 sinnum yfir daginn. Eftir þetta ákvað ég að nú væri komið nóg, ég ætlaði ekki að vera þræll símans míns og allra samfélagsmiðlana, segir Auður í færslu á Belle.is Auður segir að hamingjuna sé ekki að finna á Facebook en þó sé alltaf gaman að kíkja inn á miðilinn.… Lesa meira

Gerður hjá Blush.is ræðir um kynlífstæki, erfið sambandsslit og ástarlífið: „Við getum allavegana sagt að ég sé ekki að leitast eftir því að kynnast neinum“

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var einungis tuttugu og eins árs gömul. Gerður réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda hefur hún alltaf verið ævintýragjörn og dreymin, en þegar kom að vali á fyrirtækjarekstri ákvað hún að stofna kynlífstækjaverslun. Blush.is, kynlífstækjaverslun Gerðar, er nú orðin sjö ára gömul og á þeim stutta tíma sem liðið hefur síðan fyrirtækið varð til hefur mikið breyst hvað varðandi viðhorf Íslendinga til kynlífs. Umræðan hefur aldrei verið opnari og ekki er lengur feimnismál að ganga inn í kynlífstækjaverslun og kaupa tæki.… Lesa meira

Aníta Kröyer upplifði kvalarfulla brjóstagjöf: „Ég var öll út í sárum og hægri geirvartan klofnaði hálf í sundur“

Aníta Kröyer var með dóttur sína, Ronju Líf, á brjósti í rúmlega sex mánuði. Af fjórum af þessum sex mánuðum kvaldist Aníta af miklum sársauka, vanlíðan og síendurteknum stíflum og sýkingum. Þegar ég gekk með Ronju Líf las ég mér lítið sem ekkert til um brjóstagjöf. Ástæðan var sú að ég hélt að þetta væri ekkert mál og að eina vesenið sem gæti mögulega fylgt þessu væri of lítil mjólk og þegar tennurnar kæmu, segir Aníta í einlægri færslu á síðunni Narnia.is Aníta átti þó eftir að komast að því að brjóstagjöf getur verið allt annað en dans á rósum og kom það… Lesa meira

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix. En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd. Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti. Before We Go Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans. Before We Go gerist öll á einni… Lesa meira

Átt þú sanna og skemmtilega sögu af kynlífsævintýri? Eða viltu hlusta á slíkar?

Á morgun er einstakur viðburður í boði á Gauknum, SMUT SLAM. Um er að ræða viðburð sem hefur ferðast um allan heim og verður nú á Íslandi í fyrsta sinn. Þemað er fyrsta reynslan. Sannar og skemmtilegar sögur af kynlífsævintýrum. Gestum er boðið að skrá sig til leiks og deila sinni fyrstu kynlífsreynslu á fimm mínútum undir styrkri handleiðslu Cameryn Moore, sem er kynlífsfræðingur og kynlífs aktívisti, verðlaunað leikskáld/leikkona og fyrrum símavændisdama. Fimm gestastjörnudómarar, þau Atli Demantur, Bylgja Babýlon, Gerður Arinbjarnardóttir, Hugleikur Dagsson og Jonathan Duffy, munu einnig deila sinni sögu. Ef þú vilt ekki deila þinni sögu, ekkert mál,… Lesa meira