Bríet Kristjánsdóttir leikkona í aðalhlutverki í Los Angeles: „Ég fékk hlutverkið og flaug beint á settið hjá Youtube“

Bríet Kristjánsdóttir er íslensk leikkona sem býr og starfar úti í London. Bríet hefur bæði leikið fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir en nýjasta hlutverk hennar var tekið upp í Los Angeles.

Ég fékk símtal frá leikstjóra þáttanna sem bað mig að koma í prufu, ég var stödd í Kaupmannahöfn á þeim tíma svo allt áheyrnarprufu ferlið fór fram í gegnum upptökur og Skype. Á endanum fékk ég hlutverkið og flaug beint til LA á settið hjá YouTube,

segir Bríet í viðtali við Bleikt.is

Bríet í hlutverki Astrid í Life as a Mermaid

Mikla ástríðu fyrir kvennréttindum

Þættirnir sem Bríet er að leika í núna heitir Life as a Mermaid og eru fjölskylduþættir sem fjalla um hafmeyju sem býr á landi. Hafmeyjan gengur í gegnum allskyns áskoranir og berst við fordóma vegna þess að hún er öðruvísi. Íslenska illmennið Astrid (Bríet) reynir að ræna hafmeyjunni til þess að selja hana og græða peninga.

Ég hef líka aðeins tekið að mér skrif og framleiðslu. Ég skrifaði meðal annars, framleiddi og lék í einleik um kvenréttindi og svo framleiddi ég stuttmynd/viðtalsþátt um hlutverk kvenna í Hollywood og hvernig það er að breytast. En kvenréttindi eru augljóslega annað málefni sem ég hef mikla ástríðu fyrir.

Kynntist framleiðandanum á frumsýningu

Bríet kynntist einum af framleiðanda og leikstjóra þáttanna Life as a Mermaid á frumsýningu sem þær voru saman á.

Okkur kom vel saman og komumst við að því að við áttum margt sameiginlegt, ég pældi nú ekkert í því frekar þangað til mörgum mánuðum seinna þegar ég fékk símtal frá henni.

Á frumsýningu

Bríet er sterk, ævintýragjörn kona sem lætur ekkert stöðva sig í að ná markmiðum sínum. Segist hún vera með sterka réttlætiskennd og ekki hika við að vera rödd fyrir raddlausa. Bríet hefur verið að leika síðan hún man eftir sér.

Við vinkonurnar vorum rosalega skapandi þegar við vorum litlar og alltaf að taka upp sjónvarpsþætti og stuttmyndir. Svo voru það skólaleikritin og öll leikrit sem ég gat komist í þangað til það tók við að fara að gera þetta að atvinnu. Ég held að það sé ekkert annað sem ég gæti verið að gera í lífinu. En því að vera leikkona fylgir líka ábyrgð, að senda rétt skilaboð til þeirra sem fylgjast með manni og að standa fyrir réttu hlutunum. Þar sem ég er með sterkar skoðanir og mikla réttlætiskennd er það mikilvægt fyrir mig líka að halda því sem hluta af vinnunni minni.

Lék aðalhlutverkið í Delirium

Bríet hefur leikið í allskonar kvikmyndum, stuttmyndum, leikritum og þáttum.

Frá tökum á auglýsingu

Nýverið lék ég í annari seríu af Corrupt Crimes sem verður birt á Netflix og Sky. Aðrir þættir sem ég ef verið að leika í eru It Takes A Killer, Mysteries of the Unexplained, Girl on Girl og fleiri. Einnig lék ég aðalhlutverkið í myndinni Delirium sem var birt á Women in Horror kvikmyndahátíðinni. Aðrar myndir sem ég hef leikið í eru ECO og auðvitað Life as a Mermaid kvikmyndin og fleiri.

Bríet er fædd og uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur en hún hefur þó allt sitt líf  verið á töluverðu flakki enda mjög ævintýragjörn.

Ég flutti ein til Spánar þegar ég var sautján ára og síðan þá hef ég alltaf verið frekar mikið á flakki. Leiklistin er líka alþjóðlegt tungumál og oft eru ferðalög hluti af vinnunni sem er algjör draumur.

Úr myndinni ECO eftir ForLove Productions

Stefnir hátt í lífinu

Bríet stefnir hátt í lífinu og hefur fulla trú á því að allt muni ganga vel.

Ég trúi því að allt sé hægt ef nægur vilji er fyrir hendi. Ég stefni mjög hátt og hlakka mikið til framtíðarinnar.

Bríeti líkar vel að búa í London og segir hún borgina mikla listaborg.

Hér er mikil listmenning og spennandi hlutir að gerast þar sem sjónvarpsþættir eru að verða stærri og stærri markaður hér í London. Fólkið hér er skemmtilegt og fjölbreytt og menningin í raun ekkert svo ólík íslenskri sem er ágætt.

Mynd eftir Sunnu Gautadóttur

Bransinn er að breytast vegna tilkomu samfélagsmiðla

Þættirnir Life as a Mermaid eru sýndir á sérstakri Youtube rás og segir Bríet að bransinn sé að breytast mikið eftir að samfélagsmiðlarnir komu.

Þetta er orðið mjög algengt. Allur bransinn er að breytast rosalega mikið eftir að Youtube og Musical.ly og fleiri platformar urðu svona stórir. Sérstaklega þegar kemur að ungu fólki eins og aðal áhorfendahóp þáttanna, þau eru orðin svo rosalega virk á netinu. Núna eru margar af stærstu stjörnunum í Hollywood svokallaðar „Youtube stjörnur eða Instragram stjörnur“. Það er mjög áhugavert að fylgjast með þessari þróun og spennandi að sjá hvert þetta leiðir. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vera partur af þessu öllu.

Frá dýraathvarfi í Californiu

Mikill dýravinur

Bríet er mikill dýravinur og segir hún það mikla ástríðu í lífi sínu að hjálpa þeim dýrum sem minna mega sín eða er farið illa með.

Það eru líka skilaboð sem ég reyni að miðla til þeirra sem fylgjast með mér. Ég vinn oft sjálfboðavinnu með dýrum og reyni að heimsækja eins mörg dýraathvort of ég get á þeim stöðum sem ég heimsæki. Þannig reyni ég á jákvæðan hátt að draga athygli að því hvað það er gott og gefandi að hjálpa dýrum.

Bríet hefur einnig starfað sem fyrirsæta

Hægt er að fylgjast með henni Bríet á Instagram: briekristiansen

Einnig er hún skráð á IMDB fyrir áhugasama: Briekristiansen

Brie Kristiansen er sem sagt nafnið sem ég geng undir erlendis, en það er alveg ómögulegt að kenna fólki að bera fram Bríet Kristjánsdóttir,

segir þessi duglega og jákvæða kona að lokum.

Eitrun varð Kambi að bana: „Hann var eftirlitslaus í kannski tíu til fimmtán mínútur“

Fjóla Kim Björnsdóttir og fjölskylda voru að njóta lífsins í sumarbústað í síðustu viku. Kambur, hundurinn þeirra, var með í för og fékk hann að ganga laus í kringum lóðina stutta stund sem átti eftir að verða fjölskyldunni dýrkeypt og skelfileg reynsla. „Fimmtudagurinn í síðustu viku er síðasti dagurinn sem hann var líkur sjálfum sér. Á föstudagsmorgni vildi hann ekki morgunmatinn sinn sem er mjög óvenjulegt. Síðan byrjaði hann að kasta upp,“ segir Fjóla í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Eftirlitslaus í örskamma stund Kambur var virkilega geðgóður og hlýðinn hundur sem fékk reglulega að ganga laus með eigendum… Lesa meira

Ótrúlegur árangur – Par missti 175 kíló saman á einu ári

Par sem var í mikilli ofþyngd höfðu miklar áhyggjur af því að geta ekki eignast barn saman og tóku því ákvörðun um að létta sig saman. Lexi og Danny eyddu meiri tíma í að borða óhollan mat heldur en að hreyfa sig og heildarþyngd þeirra var orðin rúm 350 kíló. Parið setti sér nýjársheiti um að léttast saman og fóru að borða hollt og hreyfa sig. Árangur þeirra er ótrúlegur en þau misstu samtals 175 kíló á rúmlega einu ári. https://youtu.be/Hx9IKBiUPco Lesa meira

Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Elma Sól Long er tveggja barna móðir sem stundar leikskólaliðanám ásamt því að starfa sem slíkur. Elma lifir í dag hamingjusömu lífi með sambýlismanni sínum og barnsföður ásamt strákunum þeirra tveimur. En saga Elmu hefur ekki alltaf verið jafn björt og hún er nú. Náinn aðstandandi Elmu beitti hana ítrekað hrottalegu ofbeldi í æsku og æ síðan hefur Elma þurft að glíma við skugga fortíðarinnar. Hún settist niður með blaðamanni Bleikt og rifjaði upp erfiða atburði úr æsku sinni. „Það héldu margir að ég væri almennt mjög glaður krakki, ég var fljót að læra hluti og leit út fyrir að vera hamingjusöm.… Lesa meira

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Sunna Rós Baxter vaknaði vonsvikin og þunglynd á hverjum einasta morgni í mörg ár. Beið hún þess að hver dagur myndi klárast til þess eins að geta farið að sofa. Einn örlagaríkan dag í desember árið 2014 lenti Sunna í hræðilegu atviki sem varð til þess að breyta hugsun hennar til frambúðar. Ég átti mér stóra drauma, ég vildi verða eitthvað, skipta máli, framkvæma alla mína drauma. En dagarnir liðu og árin líka. Ég var enn fátæk og þunglynd en ég sagði sjálfri mér að einn daginn myndi þetta allt breytast, segir Sunna í einlægri færslu á bloggsíðu sinni. Nennti ekki að setja bakið… Lesa meira

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Dóttir Jónu Margrétar Hauksdóttur varð fyrir slæmu einelti á dögunum í gegnum smáforritið musical.ly. Biður Jóna því alla foreldra um að vera vel vakandi fyrir því hvað börnin þeirra séu að gera í símunum. Smáforritið musical.ly er samfélag þar sem fólk getur komið saman og deilt stuttum myndböndum. Þar er hægt að bæta við myndum og tónlist við myndböndin og hægt er að deila þeim með öllum þeim sem nota smáforritið. Ef börnin ykkar eru með þetta app þá langar mig að biðja ykkur foreldrana um að vera mjög vakandi yfir því hvað þau eru að gera þarna inná. Dóttir… Lesa meira

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Móðir ungrar stúlku skrifaði á dögunum varúðarpóst fyrir foreldra sem hefur nú gengið manna á milli. Foreldrar stúlkunnar enduðu með hana á spítala eftir að hafa keypt það sem þau töldu vera saklaust förðunarsett fyrir hana. Ég skrifa þetta bréf vegna þess að mér finnst mikilvægt að minna foreldra á að fara varlega með þá hluti sem við leyfum börnunum okkar að leika sér með, skrifar Tony Kyle Cravens í færslu á Facebook. Þessi reynsla hefur opnað augu okkar fyrir því að skoða efnisinnihald í þeim barnavörum sem við kaupum hér eftir. Fyrir nokkrum dögum keyptum við förðunarsett handa Lydiu, við héldum að það væri án allra eiturefna… Lesa meira

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Þegar Inga Lára Magnúsdóttir var nýbyrjuð að keyra leigubíl ítrekaði faðir hennar við hana að hún ætti alltaf að líta aftur í bílinn þegar fólk færi út til þess að ganga úr skugga um að það hefði ekki gleymt neinu. Ég var þessa fyrstu daga mína svo upptekin að rata að ég átti það til að gleyma að kíkja aftur í, segir Inga Lára í færslu á Facebook. Ég tók upp par í miðbænum og keyrði þau í Kópavoginn. Ég heyrði að þau voru greinilega að kynnast en spáði ekki meira í því. Þegar ég stöðva bílinn borgar stelpan og hurðin lokast. Inga… Lesa meira

Sprenghlægilegt myndband – Kona missir sig í Fish Spa

Að fara í fótsnyrtingu reglulega getur verið virkilega notalegt og jafnvel nauðsynlegt fyrir suma. Flestum finnst huggulegt að fá að sitja í stólnum á meðan verið er að dekra við þá. Fyrir ekkert rosalega löngu síðan komst í tísku svokallað Fish Spa. Fish Spa er fótsnyrtingar aðferð þar sem viðskiptavinurinn stingur fótunum ofan í fiskabúr hjá sérstakri fiskitegund sem sækist í að borða dauða húð viðkomandi og hreinsa þannig fæturna vel. Fyrir suma hljómar þessi aðferð áhugaverð og spennandi, en fyrir aðra hljómar hún kjánalega, skringilega eða jafnvel hryllilega. Myndband af konu sem fór í Fish Spa meðferð á dögunum… Lesa meira

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira