Dagbjört og félagar fengu nóg af sjoppufæði – Opnuðu matarvagn í Mývatnssveit

Þessa dagana er Dagbjört að hefja sumarævintýri. Hún er að koma sé vel fyrir í bleika hjólhýsinu sínu í Mývatnssveit og er ásamt því á fullu að selja vefjur, kökur og fleiri matvæli út um lúguna á matarvagninum sínum. Á milli þess slakar hún á í jarðböðunum og knúsar hundinn sinn. Bleikt hafði samband við Dagbjörtu og fékk að forvitnast aðeins um matarvagninn og sumarævintýrið.

Dagbjört Þórðardóttir í matarvagninum Balú.

Dagbjört og vinir hennar Bryndís Fanný og Finnur Hafliðason stofnuðu fyrirtækið Premia ehf síðasta haust með það að markmiði að reka matarvagn í Mývatnssveit sumarið 2017. Þau koma alls staðar af landinu, Dagbjört er úr Mosfellsbæ, Bryndís er úr Húnavatnssýslu og Finnur er frá Selfossi. Þau eru öll tiltölulega nýútskrifaðir ferðamálafræðingar frá Hólum í Hjaltadal og er Dagbjört sjálf í meistaranámi í verkefnastjórnun.

Bryndís, Dagbjört og Finnur.

„Áhugi okkar sameinast í því að gera góða hluti í ferðaþjónustu á Íslandi og tengja við lókalinn (local) á dreifbýlum landsins.“

Dagbjört segir að síðustu ár hefur Bryndís verið mikið að rúnta um landið á vöruflutningabílum og rútum. Hún er löngu komin með leið á hefðbundnu sjoppufæði og fannst ekki gott úrval af mat fyrir sig til að grípa með. Þá datt henni í hug að opna matarvagn í Mývatnssveit en hún var þar mikið undanfarin tvö sumur.

„Þannig er Bryndís, hún sér vandamál og hún bara leysir það,“ segir Dagbjört. Þau þrjú fóru af stað, hittu heimafólk og mættu alveg dásamlegu viðmóti frá upphafi að sögn Dagbjartar. Þau opnuðu Balú í Reykjahlíð þann 20. Maí.

„Okkur lá svo á að opna að við drifum vagninn norður áður en hægt var að merkja hann svo hann stendur hér núna skjannahvítur og ómerktur en við eigum von á merkingum á næstu vikum.“

Matarvagninn Balú.

Dagbjört sér um daglegan rekstur Balú og flutti í Reykjahlíð með sitt hjólhýsi og varðhundinn Evru Mjöll, sem er pínulítill Papillon hundur. Dagbjört segist vera til í lífið og finnst gaman að spjalla og kynnast nýju fólki.

„Ég kom hingað með það í huga að verða vinur allra sem ég hitti og ég er ekki frá því að það sé að takast. Það eru allir svo vinalegir hérna. Ég er hrikalega spennt fyrir þessu ævintýri og það er alveg æðislegt að vera hérna.“

Dagbjört hefur alltaf verið mikil útivistarmanneskja. „Ég hef gengið á ótal fjöll, tjaldað uppi á jökli, ég er í flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og er svona nettur jarðfræðinörð svo Mývatnssveitin er eins og draumaland fyrir mig.“ Hún bætir því við að Bryndís og Finnur eru alveg að deyja úr öfund því þeim langar að flytja í Reykjahlíð og hver viti nema þau komi næsta sumar.

„Finnur sér það alveg fyrir sér að geta ráfað hérna um í náttúrunni alla daga, hann er rauðhærður og passar vel inn í grænt og undurfagurt landslagið hérna þetta náttúrubarn okkar.“

Brot af því góðgæti sem er í boði hjá Dagbjörtu í Balú.

„Þetta er frekar nýtt fyrir mér en ég verð að viðurkenna að ég er alveg dottin í þetta, ég elska að stússast í vagninum mínum, taka á móti fólki og búa til góðan mat. Svo erum við alltaf að fá nýjar og nýjar hugmyndir um hvað við getum boðið upp á, gera nýjar útfærslur og þannig og núna erum við einmitt að fara að taka inn pulled pork og ég hlakka svo mikið til þegar fólk fer að smakka það því það er svo ótrúlega ljúffengt. Mín uppáhaldsvefja er karrý kjúlli en við skýrum allar vefjurnar okkar í höfuðið á vagninum okkar; balú,“

segir Dagbjört og bætir við að þau fá nokkur hráefni frá fólki í sveitinni: „Fáum reyktan silung hjá Steinu vinkonu okkar á næsta bæ og fáum hverabrauð frá Kollu vinkonu okkar héðan úr sveitinni.“

Balú vefja.

Bleikt fékk Dagbjörtu til að svara nokkrum skemmtilegum spurningum um allt og ekkert til að deila með lesendum. Hægt verður að fylgjast með ævintýri Dagbjartar á snapchat en hún er með aðganginn dagga_82.

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Tala, opin, dúer, hvatvís, hress

Hver er þinn helsti veikleiki?

Óstundvísi… tala gjarnan áður en ég hugsa…. fara frammúr mér eða sem sagt að taka út orku fyrirfram og liggja svo alveg sprungin næsta dag hehehe

Áttu þér mottó í lífinu?

Mitt mottó er að gera það sem gerir mig hamingjusama í lífinu og að nálgast aðra með vinalegu viðmóti og opnum huga

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Leggings, flatbotna, víður bolur, krullur

Hvað er best við veturinn?

Skíði, snjór, ófærð… ég á jebba svo það er lykilatriði að fá smá ófærð öðru hvoru

Hvern dreymir þig um að hitta?

Ég held mig dreymi hreinlega ekki um að hitta neinn sérstakan….

Uppáhaldsbók?

Ég á enga all time favorite bók en ég tók ár í jarðfræði fyrir nokkrum árum og bækurnar sem ég fékk þar þótti mér ofsa spennó.

Hver er þín fyrirmynd?

Foreldrar mínir. Þau eru einstök en mjög ólík og ég reyni að taka það besta frá þeim báðum.

Ef þú ættir þrár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir)

Ég mundi láta drauminn minn og tveggja vinkvenna minna um að fara til Balí rætast!! …. og/eða upgrate-a jeppann minn haha.

Twitter eða Facebook?

Facebook.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Internets!

Hvað óttastu mest?

Heilsubrest

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Sign of the times með Harry Styles er eiginlega bara á repeat þessa dagana J Harry sko…

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Æjj ég er sjúk í kók, kökur, ís og súkkulaði. Bannað að dæma.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Snap: dagga_82

Facebook:  Balú Wraps & Sweets

Instagram: balufoodcaravan  #ourownbalú

Hvað er framundan hjá þér í sumar?

Reka Balú Wraps & Sweets í Reykjahlíð í sumar og svo heldur námið í MPM áfram í haust ásamt ýmsum spennandi verkefnum okkar í Premia ehf og Balú.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu nýja verkefni í okkar lífi, honum Balú og við vonum að fólk kíki á okkur, smakki og segi okkur hver þeirra uppáhalds Balú er.

Hér getur þú fylgst með Balú á Facebook og Instagram.

Bróðir hennar er fyrirsæta – Hún lætur barnungan son sinn stæla hann

Aristotle Polites er fyrirsæta í New York og þrátt fyrir að vera einstaklega myndarlegur og efnilegur í fyrirsætubransanum, þá á hann nú í harðri samkeppni......við barnungan frænda sinn.   Eins og þú sérð þá er 18 mánaða frændi hans einstaklega krúttlegur og er farinn að stæla pósur frænda síns, með góðri aðstoð Katima Behn móður sinnar (sem er eldri systir Aristotle) og það er alveg spurning hvor er betri fyrirsæta. Þetta byrjaði allt þegar hún gat ekki fengið son sinn til að vera í köflóttu hnepptu skyrtunni hans. „Þegar hann var kominn í skyrtuna óhneppta með magann úti þá skellihló… Lesa meira

Sendiherrahjónin Edda og Pálmi trylltu fullan sal af áhorfendum

Risaeðlurnar, lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn föstudag. Uppselt var á sýninguna og beið fjöldi prúðbúinna gesta spenntur eftir verkinu, enda hafa fyrri verk Ragnars hlotið einróma lof bæði áhorfenda og gagnrýnenda.  Gullregn og Óskasteinar hlutu báðar fjölda tilnefninga til Grímunnar og Grímuverðlaun. Ragnar Bragason leikstýrir og skrifar handrit, Halfdan Pedersen er leikmyndahönnuður, tónlist er í höndum Mugison og í helstu hlutverkum eru Edda Björgvinsdóttir, Pálmi Gestsson, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Hallgrímur Ólafsson og María Thelma Smáradóttir. Viðtal við Ragnar um tilurð verksins: https://www.youtube.com/watch?v=Rty9CGdGKJc Sýningunni var vel tekið af frumsýningargestum. https://www.instagram.com/p/BafXrqwBsa4/?igref=ogexp   Lesa meira

Peningasería Odee til sýnis á Reyðarfirði – Frekari hugmyndir í vinnslu

Állistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig, hefur ávallt í nógu að snúast. Ritstjóri Bleikt var á ferðinni fyrir austan síðastliðna helgi og hitti á Odee þar sem hann var að hengja upp sýningu á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sómasetrinu á Reyðarfirði. Serían sem um ræðir er Peningaserían, en serían hefur vakið mikla athygli eftir að Odee frumsýndi hana á Ljósanótt í Keflavík árið 2016. Einnig fengu nokkrar vel valdar aðrar myndir að fylgja með. Odee lék á alls oddi og sagði ritstjóra frá næstu verkefnum sem eru í vinnslu og eru enn sem komið er bara… Lesa meira

Jafnréttishús býður upp á sundnámskeið fyrir innflytjendur og hælisleitendur

Sund er allra meina bót Við Íslendingar teljum það sjálfsagðan hlut að skella okkur í sund öðru hvoru allan ársins hring. Á góðvirðisdögum flykkjumst við í sundlaugarnar til að synda, flatmaga í sólinni, slaka á í heitu pottunum meðan börnin renna sér í rennibrautunum. Þvílíkur unaður svo ekki sé meira sagt. Þegar ég var yngri og ekki alveg synd setti mamma mig neðst á rennibrautina sem var ekki stór og sagði mér að hoppa niður. Þótt ég væri með stóran hringkút um mig, handakúta á báðum höndum og sundgleraugu sem tóku hálft andlitið, sem ekki nokkur maður myndi sjá sig… Lesa meira

Jake Gyllenhaal er besti pabbi í heimi

Leikarinn Jake Gyllenhaal er nýjasta andlit Eternity rakspíra Calvin Klein. Ásamt honum leika fyrirsætan Liya Kebode og hin fjögurra ára gamla Leila í auglýsingunni. Í auglýsingunni, sem er svarthvít, leikur Gyllenhaal umhyggjusaman föður og eiginmann, en Cary Fukunaga leikstýrir. https://www.youtube.com/watch?time_continue=6&v=aEcbuccnjLc   Lesa meira

„Ég gafst upp og leyfði honum að sofa hjá mér, eða réttara sagt, nauðga mér“

Ég var ekki nema 14 ára þegar ég eignaðist fyrsta kærastann minn, mér fannst þetta allt voða spennandi en alveg svakalega stressandi líka. Það má segja að þáverandi vinkona mín hafi ýtt mér að honum, hann var nefnilega frændi hennar og hún vildi endilega að við yrðum saman. Hann bjó fyrir sunnan og ég fyrir norðan svo við hittumst auðvitað ekki oft. En það var sennilega, ef mig minnir rétt, í annað eða þriðja skiptið sem við hittumst þegar hann byrjaði á að snerta mig á allskonar stöðum sem mér fannst óþægilegt og fljótlega fór hann að fara inn á… Lesa meira

Ísrétturinn Surtur & Pretzel í boði hjá Skúbb

Ísrétturinn Surtur & Pretzel frá Skúbb er fáanlegur næstu daga á meðan birgðir endast.  Eingöngu er hægt að nálgast hann í ísbúð Skúbb á Laugarásvegi 1, Reykjavík. „Okkur langaði að nota bjór í ís hjá okkur og settum okkur í samband við Borg Brugghús sem er þekkt fyrir bragðmikla bjóra og að leggja upp úr þessu samhengi bjórs og matar.  Eftir gott spjall var ákveðið að nota bjórinn Surtur Nr. 47 sem er bragðmikill 10% Imperial Stout bruggaður með sérmöluðu kaffi frá Te & Kaffi.  Með þessu passaði svo vel að nota pretzel og karmellu sem við gerum sjálfir og… Lesa meira

Britney kemst enn í skólabúninginn

Britney Spears er í fantaformi og nýlega birti hún stutt myndband á Instagram. Þar sést að hún kemst enn í skólabúninginn sem hún klæddist í myndbandi lagsins ...Baby One More Time titillagi fyrstu plötu hennar sem kom út árið 1999. https://www.instagram.com/p/BaeyD7wFYQ8/ Lesa meira

Dagný Rut er hryllileg á Hrekkjavökunni

Dagný Rut Ólafsdóttir hefur tekið þátt í hrekkjavökunni síðan árið 2008. „Ég sá hrekkjavökuball auglýst hér heima,“ segir Dagný, en hún býr í Grindavík, „og ég bara: Úhhhh! ég verð að vera með!“ Dagný Rut sér yfirleitt um gervi og förðun sjálf en hefur stundum leitað aðstoðar annarra. „Fyrir þremur árum var ég búin að vera klukkutíma að græja mig, leit svo í spegil og hugsaði: „Þetta er ekkert skeirí, þreif allt framan úr mér og byrjaði upp á nýtt,“segir Dagný Rur. Í það skipti var hún hjúkkan með vafningana. Dagný Rut velur oftast að vera ljót og skeirí og… Lesa meira

Hún var kölluð drusla – Þær sýndu henni samstöðu

Stelpurnar í 10. bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ mættu í hlýrabolum í skólann síðastliðinn fimmtudag. Það gerðu þær til að sýna samstöðu eftir að þær urðu vitni af því að nokkrir strákar í bekknum þeirra kölluðu aðra stelpu druslu á netinu. Stelpur úr skólanum hafa lent í því að vera beðnar um að „klæða sig betur“ í tíma þegar þær hafa verið á bolnum, og í þau skipti af karlkyns kennara. Þær eru því orðnar þreyttar á því að líkamar þeirra, 15 ára stelpna, séu hlutgerðir og að þeim beri einhver „skylda“ til að hylja sig til að vera ekki… Lesa meira

„Nauðgarinn var kærastinn minn – Ég kallaði hann besta vin minn“

Sú hugsun að kynferðislegt ofbeldi og áreitni gerist bara í partýum, í bænum eða þar sem flestir eru undir áhrifum. Að maður hafi verið að biðja um það, hefði ekki átt að vera svona klædd og allt það kjaftæði. Mín reynsla er ekki þannig. Nauðgarinn var kærastinn minn. Ég kallaði hann besta vin minn. Við vorum 17 ára, saman í framhaldsskóla á sömu braut. Við lærðum saman fyrir jólaprófin og fljótlega fórum við að hittast. Allt gerist frekar hratt og það leið ekki mánuður þegar hann sagðist elska mig. Þetta var svo nýtt fyrir mér og spennandi, ég hafði aldrei… Lesa meira