Dagbjört og félagar fengu nóg af sjoppufæði – Opnuðu matarvagn í Mývatnssveit

Þessa dagana er Dagbjört að hefja sumarævintýri. Hún er að koma sé vel fyrir í bleika hjólhýsinu sínu í Mývatnssveit og er ásamt því á fullu að selja vefjur, kökur og fleiri matvæli út um lúguna á matarvagninum sínum. Á milli þess slakar hún á í jarðböðunum og knúsar hundinn sinn. Bleikt hafði samband við Dagbjörtu og fékk að forvitnast aðeins um matarvagninn og sumarævintýrið.

Dagbjört Þórðardóttir í matarvagninum Balú.

Dagbjört og vinir hennar Bryndís Fanný og Finnur Hafliðason stofnuðu fyrirtækið Premia ehf síðasta haust með það að markmiði að reka matarvagn í Mývatnssveit sumarið 2017. Þau koma alls staðar af landinu, Dagbjört er úr Mosfellsbæ, Bryndís er úr Húnavatnssýslu og Finnur er frá Selfossi. Þau eru öll tiltölulega nýútskrifaðir ferðamálafræðingar frá Hólum í Hjaltadal og er Dagbjört sjálf í meistaranámi í verkefnastjórnun.

Bryndís, Dagbjört og Finnur.

„Áhugi okkar sameinast í því að gera góða hluti í ferðaþjónustu á Íslandi og tengja við lókalinn (local) á dreifbýlum landsins.“

Dagbjört segir að síðustu ár hefur Bryndís verið mikið að rúnta um landið á vöruflutningabílum og rútum. Hún er löngu komin með leið á hefðbundnu sjoppufæði og fannst ekki gott úrval af mat fyrir sig til að grípa með. Þá datt henni í hug að opna matarvagn í Mývatnssveit en hún var þar mikið undanfarin tvö sumur.

„Þannig er Bryndís, hún sér vandamál og hún bara leysir það,“ segir Dagbjört. Þau þrjú fóru af stað, hittu heimafólk og mættu alveg dásamlegu viðmóti frá upphafi að sögn Dagbjartar. Þau opnuðu Balú í Reykjahlíð þann 20. Maí.

„Okkur lá svo á að opna að við drifum vagninn norður áður en hægt var að merkja hann svo hann stendur hér núna skjannahvítur og ómerktur en við eigum von á merkingum á næstu vikum.“

Matarvagninn Balú.

Dagbjört sér um daglegan rekstur Balú og flutti í Reykjahlíð með sitt hjólhýsi og varðhundinn Evru Mjöll, sem er pínulítill Papillon hundur. Dagbjört segist vera til í lífið og finnst gaman að spjalla og kynnast nýju fólki.

„Ég kom hingað með það í huga að verða vinur allra sem ég hitti og ég er ekki frá því að það sé að takast. Það eru allir svo vinalegir hérna. Ég er hrikalega spennt fyrir þessu ævintýri og það er alveg æðislegt að vera hérna.“

Dagbjört hefur alltaf verið mikil útivistarmanneskja. „Ég hef gengið á ótal fjöll, tjaldað uppi á jökli, ég er í flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og er svona nettur jarðfræðinörð svo Mývatnssveitin er eins og draumaland fyrir mig.“ Hún bætir því við að Bryndís og Finnur eru alveg að deyja úr öfund því þeim langar að flytja í Reykjahlíð og hver viti nema þau komi næsta sumar.

„Finnur sér það alveg fyrir sér að geta ráfað hérna um í náttúrunni alla daga, hann er rauðhærður og passar vel inn í grænt og undurfagurt landslagið hérna þetta náttúrubarn okkar.“

Brot af því góðgæti sem er í boði hjá Dagbjörtu í Balú.

„Þetta er frekar nýtt fyrir mér en ég verð að viðurkenna að ég er alveg dottin í þetta, ég elska að stússast í vagninum mínum, taka á móti fólki og búa til góðan mat. Svo erum við alltaf að fá nýjar og nýjar hugmyndir um hvað við getum boðið upp á, gera nýjar útfærslur og þannig og núna erum við einmitt að fara að taka inn pulled pork og ég hlakka svo mikið til þegar fólk fer að smakka það því það er svo ótrúlega ljúffengt. Mín uppáhaldsvefja er karrý kjúlli en við skýrum allar vefjurnar okkar í höfuðið á vagninum okkar; balú,“

segir Dagbjört og bætir við að þau fá nokkur hráefni frá fólki í sveitinni: „Fáum reyktan silung hjá Steinu vinkonu okkar á næsta bæ og fáum hverabrauð frá Kollu vinkonu okkar héðan úr sveitinni.“

Balú vefja.

Bleikt fékk Dagbjörtu til að svara nokkrum skemmtilegum spurningum um allt og ekkert til að deila með lesendum. Hægt verður að fylgjast með ævintýri Dagbjartar á snapchat en hún er með aðganginn dagga_82.

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Tala, opin, dúer, hvatvís, hress

Hver er þinn helsti veikleiki?

Óstundvísi… tala gjarnan áður en ég hugsa…. fara frammúr mér eða sem sagt að taka út orku fyrirfram og liggja svo alveg sprungin næsta dag hehehe

Áttu þér mottó í lífinu?

Mitt mottó er að gera það sem gerir mig hamingjusama í lífinu og að nálgast aðra með vinalegu viðmóti og opnum huga

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Leggings, flatbotna, víður bolur, krullur

Hvað er best við veturinn?

Skíði, snjór, ófærð… ég á jebba svo það er lykilatriði að fá smá ófærð öðru hvoru

Hvern dreymir þig um að hitta?

Ég held mig dreymi hreinlega ekki um að hitta neinn sérstakan….

Uppáhaldsbók?

Ég á enga all time favorite bók en ég tók ár í jarðfræði fyrir nokkrum árum og bækurnar sem ég fékk þar þótti mér ofsa spennó.

Hver er þín fyrirmynd?

Foreldrar mínir. Þau eru einstök en mjög ólík og ég reyni að taka það besta frá þeim báðum.

Ef þú ættir þrár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir)

Ég mundi láta drauminn minn og tveggja vinkvenna minna um að fara til Balí rætast!! …. og/eða upgrate-a jeppann minn haha.

Twitter eða Facebook?

Facebook.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Internets!

Hvað óttastu mest?

Heilsubrest

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Sign of the times með Harry Styles er eiginlega bara á repeat þessa dagana J Harry sko…

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Æjj ég er sjúk í kók, kökur, ís og súkkulaði. Bannað að dæma.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Snap: dagga_82

Facebook:  Balú Wraps & Sweets

Instagram: balufoodcaravan  #ourownbalú

Hvað er framundan hjá þér í sumar?

Reka Balú Wraps & Sweets í Reykjahlíð í sumar og svo heldur námið í MPM áfram í haust ásamt ýmsum spennandi verkefnum okkar í Premia ehf og Balú.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu nýja verkefni í okkar lífi, honum Balú og við vonum að fólk kíki á okkur, smakki og segi okkur hver þeirra uppáhalds Balú er.

Hér getur þú fylgst með Balú á Facebook og Instagram.

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira