Dagbjört og félagar fengu nóg af sjoppufæði – Opnuðu matarvagn í Mývatnssveit

Þessa dagana er Dagbjört að hefja sumarævintýri. Hún er að koma sé vel fyrir í bleika hjólhýsinu sínu í Mývatnssveit og er ásamt því á fullu að selja vefjur, kökur og fleiri matvæli út um lúguna á matarvagninum sínum. Á milli þess slakar hún á í jarðböðunum og knúsar hundinn sinn. Bleikt hafði samband við Dagbjörtu og fékk að forvitnast aðeins um matarvagninn og sumarævintýrið.

Dagbjört Þórðardóttir í matarvagninum Balú.

Dagbjört og vinir hennar Bryndís Fanný og Finnur Hafliðason stofnuðu fyrirtækið Premia ehf síðasta haust með það að markmiði að reka matarvagn í Mývatnssveit sumarið 2017. Þau koma alls staðar af landinu, Dagbjört er úr Mosfellsbæ, Bryndís er úr Húnavatnssýslu og Finnur er frá Selfossi. Þau eru öll tiltölulega nýútskrifaðir ferðamálafræðingar frá Hólum í Hjaltadal og er Dagbjört sjálf í meistaranámi í verkefnastjórnun.

Bryndís, Dagbjört og Finnur.

„Áhugi okkar sameinast í því að gera góða hluti í ferðaþjónustu á Íslandi og tengja við lókalinn (local) á dreifbýlum landsins.“

Dagbjört segir að síðustu ár hefur Bryndís verið mikið að rúnta um landið á vöruflutningabílum og rútum. Hún er löngu komin með leið á hefðbundnu sjoppufæði og fannst ekki gott úrval af mat fyrir sig til að grípa með. Þá datt henni í hug að opna matarvagn í Mývatnssveit en hún var þar mikið undanfarin tvö sumur.

„Þannig er Bryndís, hún sér vandamál og hún bara leysir það,“ segir Dagbjört. Þau þrjú fóru af stað, hittu heimafólk og mættu alveg dásamlegu viðmóti frá upphafi að sögn Dagbjartar. Þau opnuðu Balú í Reykjahlíð þann 20. Maí.

„Okkur lá svo á að opna að við drifum vagninn norður áður en hægt var að merkja hann svo hann stendur hér núna skjannahvítur og ómerktur en við eigum von á merkingum á næstu vikum.“

Matarvagninn Balú.

Dagbjört sér um daglegan rekstur Balú og flutti í Reykjahlíð með sitt hjólhýsi og varðhundinn Evru Mjöll, sem er pínulítill Papillon hundur. Dagbjört segist vera til í lífið og finnst gaman að spjalla og kynnast nýju fólki.

„Ég kom hingað með það í huga að verða vinur allra sem ég hitti og ég er ekki frá því að það sé að takast. Það eru allir svo vinalegir hérna. Ég er hrikalega spennt fyrir þessu ævintýri og það er alveg æðislegt að vera hérna.“

Dagbjört hefur alltaf verið mikil útivistarmanneskja. „Ég hef gengið á ótal fjöll, tjaldað uppi á jökli, ég er í flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og er svona nettur jarðfræðinörð svo Mývatnssveitin er eins og draumaland fyrir mig.“ Hún bætir því við að Bryndís og Finnur eru alveg að deyja úr öfund því þeim langar að flytja í Reykjahlíð og hver viti nema þau komi næsta sumar.

„Finnur sér það alveg fyrir sér að geta ráfað hérna um í náttúrunni alla daga, hann er rauðhærður og passar vel inn í grænt og undurfagurt landslagið hérna þetta náttúrubarn okkar.“

Brot af því góðgæti sem er í boði hjá Dagbjörtu í Balú.

„Þetta er frekar nýtt fyrir mér en ég verð að viðurkenna að ég er alveg dottin í þetta, ég elska að stússast í vagninum mínum, taka á móti fólki og búa til góðan mat. Svo erum við alltaf að fá nýjar og nýjar hugmyndir um hvað við getum boðið upp á, gera nýjar útfærslur og þannig og núna erum við einmitt að fara að taka inn pulled pork og ég hlakka svo mikið til þegar fólk fer að smakka það því það er svo ótrúlega ljúffengt. Mín uppáhaldsvefja er karrý kjúlli en við skýrum allar vefjurnar okkar í höfuðið á vagninum okkar; balú,“

segir Dagbjört og bætir við að þau fá nokkur hráefni frá fólki í sveitinni: „Fáum reyktan silung hjá Steinu vinkonu okkar á næsta bæ og fáum hverabrauð frá Kollu vinkonu okkar héðan úr sveitinni.“

Balú vefja.

Bleikt fékk Dagbjörtu til að svara nokkrum skemmtilegum spurningum um allt og ekkert til að deila með lesendum. Hægt verður að fylgjast með ævintýri Dagbjartar á snapchat en hún er með aðganginn dagga_82.

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Tala, opin, dúer, hvatvís, hress

Hver er þinn helsti veikleiki?

Óstundvísi… tala gjarnan áður en ég hugsa…. fara frammúr mér eða sem sagt að taka út orku fyrirfram og liggja svo alveg sprungin næsta dag hehehe

Áttu þér mottó í lífinu?

Mitt mottó er að gera það sem gerir mig hamingjusama í lífinu og að nálgast aðra með vinalegu viðmóti og opnum huga

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Leggings, flatbotna, víður bolur, krullur

Hvað er best við veturinn?

Skíði, snjór, ófærð… ég á jebba svo það er lykilatriði að fá smá ófærð öðru hvoru

Hvern dreymir þig um að hitta?

Ég held mig dreymi hreinlega ekki um að hitta neinn sérstakan….

Uppáhaldsbók?

Ég á enga all time favorite bók en ég tók ár í jarðfræði fyrir nokkrum árum og bækurnar sem ég fékk þar þótti mér ofsa spennó.

Hver er þín fyrirmynd?

Foreldrar mínir. Þau eru einstök en mjög ólík og ég reyni að taka það besta frá þeim báðum.

Ef þú ættir þrár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir)

Ég mundi láta drauminn minn og tveggja vinkvenna minna um að fara til Balí rætast!! …. og/eða upgrate-a jeppann minn haha.

Twitter eða Facebook?

Facebook.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Internets!

Hvað óttastu mest?

Heilsubrest

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Sign of the times með Harry Styles er eiginlega bara á repeat þessa dagana J Harry sko…

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Æjj ég er sjúk í kók, kökur, ís og súkkulaði. Bannað að dæma.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Snap: dagga_82

Facebook:  Balú Wraps & Sweets

Instagram: balufoodcaravan  #ourownbalú

Hvað er framundan hjá þér í sumar?

Reka Balú Wraps & Sweets í Reykjahlíð í sumar og svo heldur námið í MPM áfram í haust ásamt ýmsum spennandi verkefnum okkar í Premia ehf og Balú.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu nýja verkefni í okkar lífi, honum Balú og við vonum að fólk kíki á okkur, smakki og segi okkur hver þeirra uppáhalds Balú er.

Hér getur þú fylgst með Balú á Facebook og Instagram.

Guðlaug fékk ofsakvíðakast í fæðingu: „Ég öskraði og grátbað um að ég yrði svæfð“

Guðlaug Sif átti virkilega erfiða meðgöngu vegna fíkniefnaneyslu barnsföðurs og áttu hún því erfitt með að vera spennt fyrir fæðingunni og tengdist syni sínum ekki á meðan á meðgöngu stóð. Guðlaug fékk mikið fæðingarþunglyndi eftir að hún átti strákinn sinn en bæði hún ásamt barnsföður hennar höfðu verið í mikilli neyslu þegar Guðlaug varð ólétt. Þegar Guðlaug áttaði sig á því að hún gengi með barn hætti hún neyslu á öllum efnum og hefur haldið sér edrú síðan. Barnsfaðir hennar gerði því miður ekki hið sama og fór því gríðarleg orka frá Guðlaugu í barnsföður hennar alla meðgönguna. Bleikt.is greindi frá því á… Lesa meira

Barnsfaðir og unnusti Mörtu situr í fangelsi: „Það er mikil bið í afplánun og ég skil ekki afhverju það er verið að halda honum lengur inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir“

Marta Þórudóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 28. nóvember á síðasta ári sem kom í heimin með bráðakeisara eftir langt gangsetningarferli. Sonur Mörtu var skírður Stefán Þór og hefur Marta verið í sambúð með föður hans síðan árið 2014. Barnsfaðir hennar, Örn Stefánsson hefur þó einungis hitt son sinn fjórum sinnum síðan hann fæddist þar sem hann situr í fangelsi að afplána dóma sem hann hefur fengið. Við kynntumst í byrjun ágúst 2014 og höfum eiginlega verið saman síðan þá, en þá vorum við bæði í neyslu og límdumst við hvort annað. Við vorum bæði í harðri neyslu fyrsta árið… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

Auður Elín: „Ef þú kannast við það að vera komin með símann í hendurnar nokkrum mínútum eftir að þú lagðir hann frá þér þá er þetta fíkn“

Auður Elín Sigurðardóttir ákvað að skoða daglega símanotkun sína og kanna hversu miklum tíma hún var að eyða með skjáinn fyrir framan andlitið og fékk áfall þegar hún sá niðurstöðurnar. Vildi ekki vera þræll símans Einn daginn var ég þrjá klukkutíma á Facebook, eyddi fimm og hálfum klukkutímum í símanum sjálfum og opnaði kíkti á hann 97 sinnum yfir daginn. Eftir þetta ákvað ég að nú væri komið nóg, ég ætlaði ekki að vera þræll símans míns og allra samfélagsmiðlana, segir Auður í færslu á Belle.is Auður segir að hamingjuna sé ekki að finna á Facebook en þó sé alltaf gaman að kíkja inn á miðilinn.… Lesa meira

Gerður hjá Blush.is ræðir um kynlífstæki, erfið sambandsslit og ástarlífið: „Við getum allavegana sagt að ég sé ekki að leitast eftir því að kynnast neinum“

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var einungis tuttugu og eins árs gömul. Gerður réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda hefur hún alltaf verið ævintýragjörn og dreymin, en þegar kom að vali á fyrirtækjarekstri ákvað hún að stofna kynlífstækjaverslun. Blush.is, kynlífstækjaverslun Gerðar, er nú orðin sjö ára gömul og á þeim stutta tíma sem liðið hefur síðan fyrirtækið varð til hefur mikið breyst hvað varðandi viðhorf Íslendinga til kynlífs. Umræðan hefur aldrei verið opnari og ekki er lengur feimnismál að ganga inn í kynlífstækjaverslun og kaupa tæki.… Lesa meira

Aníta Kröyer upplifði kvalarfulla brjóstagjöf: „Ég var öll út í sárum og hægri geirvartan klofnaði hálf í sundur“

Aníta Kröyer var með dóttur sína, Ronju Líf, á brjósti í rúmlega sex mánuði. Af fjórum af þessum sex mánuðum kvaldist Aníta af miklum sársauka, vanlíðan og síendurteknum stíflum og sýkingum. Þegar ég gekk með Ronju Líf las ég mér lítið sem ekkert til um brjóstagjöf. Ástæðan var sú að ég hélt að þetta væri ekkert mál og að eina vesenið sem gæti mögulega fylgt þessu væri of lítil mjólk og þegar tennurnar kæmu, segir Aníta í einlægri færslu á síðunni Narnia.is Aníta átti þó eftir að komast að því að brjóstagjöf getur verið allt annað en dans á rósum og kom það… Lesa meira

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix. En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd. Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti. Before We Go Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans. Before We Go gerist öll á einni… Lesa meira

Átt þú sanna og skemmtilega sögu af kynlífsævintýri? Eða viltu hlusta á slíkar?

Á morgun er einstakur viðburður í boði á Gauknum, SMUT SLAM. Um er að ræða viðburð sem hefur ferðast um allan heim og verður nú á Íslandi í fyrsta sinn. Þemað er fyrsta reynslan. Sannar og skemmtilegar sögur af kynlífsævintýrum. Gestum er boðið að skrá sig til leiks og deila sinni fyrstu kynlífsreynslu á fimm mínútum undir styrkri handleiðslu Cameryn Moore, sem er kynlífsfræðingur og kynlífs aktívisti, verðlaunað leikskáld/leikkona og fyrrum símavændisdama. Fimm gestastjörnudómarar, þau Atli Demantur, Bylgja Babýlon, Gerður Arinbjarnardóttir, Hugleikur Dagsson og Jonathan Duffy, munu einnig deila sinni sögu. Ef þú vilt ekki deila þinni sögu, ekkert mál,… Lesa meira

Fríða B: „Við vitum aldrei hvenær við erum að halda upp á afmælið okkar í síðasta sinn“

Jæja, það hlaut að koma að því. Fertug. já, ég verð fertug núna seinna í mánuðinum. Og í fyrsta sinn á ævinni er ég að upplifa það að mér finnst ég vera að eldast. Já, í fyrsta sinn, finnst mér erfitt að eiga afmæli. Ég veit ekki hversvegna, en það kom eitthvað yfir mig þegar ég fór að hugsa þetta og að ég verði fertug. Fjörtíu ára. Komin á fimmtugsaldurinn. Miðaldra. En hvað er svosem aldur? Segja árin allt? Nei, það held ég ekki. Ég er á þeirri skoðun að það sem mótar okkur sem manneskju, eru ekki hversu mörg… Lesa meira

Guðlaug Sif: „Mér fannst leiðinlegt að líf mitt snerist um kúkableyjur, brjóstagjöf og svefn. Ég var bara mjög veik á geði“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir greindist með alvarlegt fæðingarþunglyndi eftir að hún átti drenginn sinn en hún hafði átt virkilega erfiða meðgöngu og var illa stödd andlega vegna áfengis og fíkniefnaneyslu barnsföðurs síns. Hann var svo veikur vegna fíkniefna og áfengis að ég gat eiginlega ekkert hugsað um mína heilsu þar sem allar mínar áhyggjur og orka fóru í að pæla í því að gera aðstæðurnar sem bestar fyrir hann. Ég var svo gríðarlega meðvirk og ég trúði því alltaf þegar hann sagðist ætla að verða edrú en svo fóru feluleikirnir af stað, segir Guðlaug Sif í einlægri færslu á Amare.is Eftir að Guðlaug átti strákinn sinn… Lesa meira

Kaia Gerber hannar tískulínu í samstarfi við Karl Lagerfeld

Í hörðum heimi tískubransans þá er ljóst að fyrirsætur þurfa að gera eitthvað sérstakt til að skara fram úr fjöldanum. Að hanna tískulínu í samstarfi við þekktan hönnuð telst klárlega eitt af því. Kaia Gerber hefur tilkynnt að hún er að hanna línu í samstarfi við engan annan en Karl Lagerfeld. Fyrirsætan kom fram í fyrsta sinn á tískusýningarpöllunum síðastliðið haust og vakti bæði athygli og aðdáun. Fatalína hennar mun koma í verslanir í september næstkomandi. Hin 16 ára gamla Kaia hefur þegar komið fram í tveimur tískusýningum fyrir Chanel og opnaði hún þá fyrri, sem þykir mikill heiður fyrir… Lesa meira

Myndband: Frábær aðferð til að passa förðunina þegar þú borðar

Hefurðu lent í því að vera búin að farða þig óaðfinnanlega, fara síðan út að borða og/eða drekka og eiga þá í vandræðum og jafnvel eyðileggja förðunina sem þú hafðir mikið fyrir? Engar áhyggjur, daman í myndbandinu kennir þér frábæra aðferð til að nærast og á sama tíma halda förðuninni fullkominni! https://www.facebook.com/RussianFashionblogger/videos/1899915476703926/   Lesa meira