Dagbjört og félagar fengu nóg af sjoppufæði – Opnuðu matarvagn í Mývatnssveit

Þessa dagana er Dagbjört að hefja sumarævintýri. Hún er að koma sé vel fyrir í bleika hjólhýsinu sínu í Mývatnssveit og er ásamt því á fullu að selja vefjur, kökur og fleiri matvæli út um lúguna á matarvagninum sínum. Á milli þess slakar hún á í jarðböðunum og knúsar hundinn sinn. Bleikt hafði samband við Dagbjörtu og fékk að forvitnast aðeins um matarvagninn og sumarævintýrið.

Dagbjört Þórðardóttir í matarvagninum Balú.

Dagbjört og vinir hennar Bryndís Fanný og Finnur Hafliðason stofnuðu fyrirtækið Premia ehf síðasta haust með það að markmiði að reka matarvagn í Mývatnssveit sumarið 2017. Þau koma alls staðar af landinu, Dagbjört er úr Mosfellsbæ, Bryndís er úr Húnavatnssýslu og Finnur er frá Selfossi. Þau eru öll tiltölulega nýútskrifaðir ferðamálafræðingar frá Hólum í Hjaltadal og er Dagbjört sjálf í meistaranámi í verkefnastjórnun.

Bryndís, Dagbjört og Finnur.

„Áhugi okkar sameinast í því að gera góða hluti í ferðaþjónustu á Íslandi og tengja við lókalinn (local) á dreifbýlum landsins.“

Dagbjört segir að síðustu ár hefur Bryndís verið mikið að rúnta um landið á vöruflutningabílum og rútum. Hún er löngu komin með leið á hefðbundnu sjoppufæði og fannst ekki gott úrval af mat fyrir sig til að grípa með. Þá datt henni í hug að opna matarvagn í Mývatnssveit en hún var þar mikið undanfarin tvö sumur.

„Þannig er Bryndís, hún sér vandamál og hún bara leysir það,“ segir Dagbjört. Þau þrjú fóru af stað, hittu heimafólk og mættu alveg dásamlegu viðmóti frá upphafi að sögn Dagbjartar. Þau opnuðu Balú í Reykjahlíð þann 20. Maí.

„Okkur lá svo á að opna að við drifum vagninn norður áður en hægt var að merkja hann svo hann stendur hér núna skjannahvítur og ómerktur en við eigum von á merkingum á næstu vikum.“

Matarvagninn Balú.

Dagbjört sér um daglegan rekstur Balú og flutti í Reykjahlíð með sitt hjólhýsi og varðhundinn Evru Mjöll, sem er pínulítill Papillon hundur. Dagbjört segist vera til í lífið og finnst gaman að spjalla og kynnast nýju fólki.

„Ég kom hingað með það í huga að verða vinur allra sem ég hitti og ég er ekki frá því að það sé að takast. Það eru allir svo vinalegir hérna. Ég er hrikalega spennt fyrir þessu ævintýri og það er alveg æðislegt að vera hérna.“

Dagbjört hefur alltaf verið mikil útivistarmanneskja. „Ég hef gengið á ótal fjöll, tjaldað uppi á jökli, ég er í flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og er svona nettur jarðfræðinörð svo Mývatnssveitin er eins og draumaland fyrir mig.“ Hún bætir því við að Bryndís og Finnur eru alveg að deyja úr öfund því þeim langar að flytja í Reykjahlíð og hver viti nema þau komi næsta sumar.

„Finnur sér það alveg fyrir sér að geta ráfað hérna um í náttúrunni alla daga, hann er rauðhærður og passar vel inn í grænt og undurfagurt landslagið hérna þetta náttúrubarn okkar.“

Brot af því góðgæti sem er í boði hjá Dagbjörtu í Balú.

„Þetta er frekar nýtt fyrir mér en ég verð að viðurkenna að ég er alveg dottin í þetta, ég elska að stússast í vagninum mínum, taka á móti fólki og búa til góðan mat. Svo erum við alltaf að fá nýjar og nýjar hugmyndir um hvað við getum boðið upp á, gera nýjar útfærslur og þannig og núna erum við einmitt að fara að taka inn pulled pork og ég hlakka svo mikið til þegar fólk fer að smakka það því það er svo ótrúlega ljúffengt. Mín uppáhaldsvefja er karrý kjúlli en við skýrum allar vefjurnar okkar í höfuðið á vagninum okkar; balú,“

segir Dagbjört og bætir við að þau fá nokkur hráefni frá fólki í sveitinni: „Fáum reyktan silung hjá Steinu vinkonu okkar á næsta bæ og fáum hverabrauð frá Kollu vinkonu okkar héðan úr sveitinni.“

Balú vefja.

Bleikt fékk Dagbjörtu til að svara nokkrum skemmtilegum spurningum um allt og ekkert til að deila með lesendum. Hægt verður að fylgjast með ævintýri Dagbjartar á snapchat en hún er með aðganginn dagga_82.

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Tala, opin, dúer, hvatvís, hress

Hver er þinn helsti veikleiki?

Óstundvísi… tala gjarnan áður en ég hugsa…. fara frammúr mér eða sem sagt að taka út orku fyrirfram og liggja svo alveg sprungin næsta dag hehehe

Áttu þér mottó í lífinu?

Mitt mottó er að gera það sem gerir mig hamingjusama í lífinu og að nálgast aðra með vinalegu viðmóti og opnum huga

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Leggings, flatbotna, víður bolur, krullur

Hvað er best við veturinn?

Skíði, snjór, ófærð… ég á jebba svo það er lykilatriði að fá smá ófærð öðru hvoru

Hvern dreymir þig um að hitta?

Ég held mig dreymi hreinlega ekki um að hitta neinn sérstakan….

Uppáhaldsbók?

Ég á enga all time favorite bók en ég tók ár í jarðfræði fyrir nokkrum árum og bækurnar sem ég fékk þar þótti mér ofsa spennó.

Hver er þín fyrirmynd?

Foreldrar mínir. Þau eru einstök en mjög ólík og ég reyni að taka það besta frá þeim báðum.

Ef þú ættir þrár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir)

Ég mundi láta drauminn minn og tveggja vinkvenna minna um að fara til Balí rætast!! …. og/eða upgrate-a jeppann minn haha.

Twitter eða Facebook?

Facebook.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Internets!

Hvað óttastu mest?

Heilsubrest

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Sign of the times með Harry Styles er eiginlega bara á repeat þessa dagana J Harry sko…

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Æjj ég er sjúk í kók, kökur, ís og súkkulaði. Bannað að dæma.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Snap: dagga_82

Facebook:  Balú Wraps & Sweets

Instagram: balufoodcaravan  #ourownbalú

Hvað er framundan hjá þér í sumar?

Reka Balú Wraps & Sweets í Reykjahlíð í sumar og svo heldur námið í MPM áfram í haust ásamt ýmsum spennandi verkefnum okkar í Premia ehf og Balú.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu nýja verkefni í okkar lífi, honum Balú og við vonum að fólk kíki á okkur, smakki og segi okkur hver þeirra uppáhalds Balú er.

Hér getur þú fylgst með Balú á Facebook og Instagram.

Svona virkar Colorista frá L’Oréal – Myndband

Colorista hárvörulínan frá L’Oréal er loksins komin til landsins.  Colorista er stórglæsileg hárvörulína sem inniheldur allt frá permanent litum yfir í svokallaða washout liti sem skolast út eftir nokkra þvotta ásamt spreyjum og æðislegum pökkum til að gera dásamlegar balayage strípur eða tryllt ombré. Colorista Washout litirnir skolast úr hárinu eftir um það bil eina eða tvær vikur. Það eru 10 æðislegir litir í boði svo því er hægt að leika sér með liti án skuldbindingar. Ásamt Washout litunum kemur einnig í sölu svokallað Fader shampó sem hjálpar hárinu að losna við litinn fyrr sé þess óskað. Hvaða lit hefur… Lesa meira

Hvað er ofþjálfun – rákvöðvarof?

Ofþjálfun er sjúklegt ástand sem hvaða manneskja, sem stundar einhversskonar íþrótt, getur lent í. Hvort sem um er að ræða byrjanda eða afreksmann. Of mikið álag í langan tíma getur leitt til ofþjálfunar. Við ofþjálfun verður til svokallað rákvöðvarof (rhabdomyolysis), en það verður þegar rákóttir vöðvaþræðir beinagrindavöðva brotna niður vegna utanaðkomandi skaða eða þegar orkubirgðir ná ekki að anna eftirspurn í rákvöðvafrumu. Lesa meira

Notalegur thai núðluréttur

Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel! Lesa meira

Górillan Zola slær í gegn með rosalega danstakta – Ný „Flashdance“ stjarna fædd

Górillan Zola hefur gjörsamlega heillað netverja upp úr skónum og slegið í gegn vegna danshæfileika sinna. Myndband af Zola dansa og snúa sér í hringi í stórum vatnsbala hefur vakið mikla athygli. En það vantaði eitthvað, lagið „Maniac“ úr kvikmyndinni „Flashdance“ sem kom út árið 1983. Útkoman er stórkostleg þegar laginu er bætt við dans Zola. Síðan þá hafa verið sett hin ýmsu lög við þessa glæsilegu danstakta. Hér geturðu horft á upprunalega myndbandið. Lesa meira

Endurgerðu yndislega mynd 24 árum seinna: „Við þurfum fleiri svona myndir svo ungt fólk geti átt jákvæðar fyrirmyndir“

„Er þetta ekki bara eitthvað tímabil?“ er því miður spurning sem LGBTQ einstaklingar og pör fá oft að heyra. Það er ástæðan fyrir því að Nick Cardello og eiginmaður hans Kurt English ákváðu að sýna heiminum ást sína með fallegri og áhrifamikilli mynd. Nick og Kurt hafa verið saman í 25 ár. Í síðustu viku fóru þeir í jafnréttisgöngu í Washington D.C. og endurgerðu mynd sem þeir tóku í sömu göngu árið 1993. Nick og Kurt búa í Tampa, Flórída og hafa verið giftir síðan 2008. Þeir kynntust fyrst í „LGBTQ-vænni“ kirkju 1992. Ástæðan fyrir því að þeir ákváðu að… Lesa meira

Ingibjörg: Að vera „þessi“ mamma

Ég fór í veislu síðustu helgi. Gullfallega skírnarveislu hjá yndislegri vinkonu, sem reyndar breyttist svo í brúðkaup (Til hamingju aftur elsku elsku HJÓN!). Salurinn, veitingarnar, vinkona mín og fjölskyldan hennar – allt óaðfinnanlegt. Svo, ætla ég að mála mynd fyrir ykkur. Þið farið í veislu, þið setjist niður með kaffibollann ykkar og fylgist spennt með því sem er að gerast, reynið að heyra hvert orð sem sagt er, taka þátt í söngnum – vera með. En þið getið það ekki almennilega, því hinum megin í salnum eru lítil sæt krakkagerpi hlaupandi, færandi stóla og með læti algjörlega grunlaus um að… Lesa meira

Tískan á BET-verðlaunahátíðinni

BET-verðlaunahátíðin var haldin hátíðlega í gærkvöldi. BET eru árleg verðlaun afríska-amerískra listamanna og íþróttamanna í Bandaríkjunum. Veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði sjónvarps, kvikmynda, tónlistar og íþrótta. Leslie Jones var kynnir hátíðarinnar sem var haldin í Microsoft Theater í Los Angeles. Beyoncé og Bruno Mars voru valin bestu R&B og popp listamennirnir. Beyoncé fékk verðlaun fyrir lagið „Sorry.“ Migos var valin besti hópurinn. Serena Williams og Stephen Curry voru valin íþróttafólk ársins. Taraji P. Henson og Mahershala Ali voru valin bestu leikararnir Sjáðu alla vinningshafana hér. Eins og venjan er í Hollywood þá mættu stjörnurnar á rauða dregillinn… Lesa meira

Dóttir kallar mömmu sína „feita“ – Svar móður hennar hefur vakið mikla athygli

Þegar Allison Kimmey sagði börnunum sínum að það væri kominn tími til að fara upp úr sundlauginni varð dóttir hennar svo fúl að hún sagði við bróður sinn „mamma er feit.“ Allison ákvað að kenna þeim lexíu. Eftir að þau komu heim þá vildi Allison spjalla aðeins við börnin. „Sannleikurinn er sá að ég er ekki feit. Það ER enginn feitur. Það er ekki eitthvað sem þú ERT. En ég er MEÐ fitu. Við erum ÖLL með fitu. Hún verndar vöðvana og beinin okkar og gefur okkur orku,“ sagði Allison við börnin sín. Hún kenndi börnunum sínum að „feitur er… Lesa meira

Meira kynlíf bjargar ekki endilega sambandinu

Pör í leit að aukinni hamingju í sambandinu gætu þurft að leita annarra leiða en að stunda meira kynlíf að því er fram kemur í nýrri rannsókn Carnegie Mellon-háskólans í Bandaríkjunum. Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sálfræðinga skólans benda til að auknu kynlífi í samböndum fylgi ekki endilega meiri hamingja, heldur raunar þvert á móti. 64 pör á aldrinum 35 til 65 ára voru beðin um að taka þátt í rannsókninni til að skoða hvort kynlíf hefði afgerandi áhrif á sambandið og hamingju fólks yfir þriggja mánaða tímabil. Fjallað er um niðurstöðuna í breska blaðinu Telegraph. Kynlífið varð að kvöð Helmingur hópsins… Lesa meira

Vísindamenn finna G-blettinn í konum

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Ítalskir vísindamenn hafa nú sett fram nýja kenningu, þess eðlis að G-bletturinn frægi, sé alls ekki lítið, afmarkað svæði, heldur hafi sumar konur óvenju þykkan skeiðarvegg og séu þar af leiðandi færar um að fá svonefnda skeiðarfullnægingu. Við rannsókn sína ómskoðuðu vísindamennirnir lítinn hóp kvenna. Tæplega helmingurinn hafði upplifað skeiðarfullnægingu en hinar konurnar fengu einungis fullnægingu við örvun snípsins. Rannsóknin leiddi í ljós greinilegan mun á þykkt skeiðarveggsins að framanverðu, sem sagt þeim hluta sem liggur upp að þvagrásinni og snípnum. Í… Lesa meira

Ljósmyndari geymdi allt rusl í fjögur ár fyrir áhrifamikið verkefni

Árið 2011 ákvað ljósmyndarinn Antoine Repessé að hætta að henda öllu endurvinnanlegu rusli. Fjórum árum seinna hefur hann gert áhrifamikla ljósmyndaseríu sem hann kallar „#365 Unpacked.“ Serían lætur okkur hugsa um hlutverk okkar sem neytendur. Yfir þessi fjögur ár safnaði Antoine yfir 70 rúmmetrum af rusli, 1.600 mjólkurflöskum, 4.800 klósettrúllum og 800 kg af dagblöðum. Hann flokkaði ruslið fyrir myndirnar sem gerir þær enn átakanlegri. „Ákvörðunin að flokka ruslið gefur grafísk áhrif. Ég reyndi að gera fullkomna mynd sem kallar fram eitthvað truflandi,“ segir Antoine. „Ég vona að verkefnið mitt geti hvatt fram breytingar.“ Sjáðu myndirnar hans hér fyrir neðan. #1… Lesa meira