„Ég er þakklát fyrir að hafa barist á móti öllum þeim sem kölluðu mig aumingja“

Ég er menntskælingur sem finnur að það er eitthvað í hjarta mínu sem knýr mig til að gefa mér tíma til að setjast niður og skrifa. Í kjölfar límmiðaumræðu Þórunnar Antoníu og annarra byltinga er varða kynferðisofbeldi eykst umtalið í samfélaginu, sem ég tel vera gott. Það er þó eitt sem mér finnst vanta í umræðuna. Við erum flest sammála um að ábyrgðin liggur hjá geranda þegar um ofbeldi er að ræða. Hvort sem ofbeldið er kynferðislegt, fjárhagslegt, líkamlegt eða andlegt.

Það sem mér finnst vanta er hvatning og stuðningur við þolendur ofbeldis til að skila skömminni sem fylgir ofbeldi til síns heima. Við eigum öll auðvelt með að láta það út úr okkur að skömmin sé gerandans, en erum við að fylgja og fara eftir því sem við segjum?
Ég veit ekki hvar skal byrja en það sem mig langar að komist til skila er hvatning til þolenda um að standa með sjálfum sér. Ég varð fyrir ofbeldi. Ég veit að „ofbeldi“ er vítt hugtak og margt sem getur falist í því. Gerendurnir voru konur og karlar. Því er gömul vísa aldrei of oft kveðin um að bæði kyn beiti ofbeldi.

Að verða fyrir ofbeldi veldur því oft að þolandinn óttist um líf sitt. Kannski í kjölfarið kemur upp andleg vanlíðan og veikindi hjá viðkomandi. Ég hef verið þar.

Ég var beitt ofbeldi, margsinnis. Mér var ekki trúað, ég var sökuð um lygar. Ég var látin heyra það að með því að tala um ofbeldið væri ég að búa til drama og vesen, að það hefði verið allra hagur ef ég hefði bara haldið kjafti og þá gætu allir gleymt því sem gerðist. Það er ekki svo einfalt. Sárin eftir ofbeldið hefðu fengið að vaxa innra með mér eins og illgresi sem aldrei er reytt.

Ofbeldi hefur áhrif á manneskju sem fyrir því verður og vonandi þá sem beita því líka, þá til betrunar. Afleiðingarnar sem það hafði fyrir mig sem þolanda var áfallastreita, þunglyndi og kvíði. Svo langt gekk það að mig langaði að deyja. Ég laumaðist stundum og sótti mér hníf, merkti sjálfa mig þunglyndinu sem leikur sér stundum að mér eins og stengjabrúðu.

Ég fékk hjálp frá sálfræðingum. Að ganga til sálfræðings er ekki skömm. Þið hafið kannski heyrt „það eru allir hjá sálfræðingi nú til dags.“ Já. Og hvað með það? Það breytir ekki vanlíðaninni sem hvílir á mér og þér sem erum hjá sálfræðingi til að reyna að bæta okkur og rétta okkur af eftir lífsins ólgusjó. Ég er þakklát fyrir að hafa barist á móti öllum þeim sem kölluðu mig aumingja fyrir að hafa leitað mér hjálpar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið auðvelt, en það var gott. Þess virði. Jók sjálfstraust. Mig langar að segja Takk við þá sem hafa hjálpað mér og takk við sjálfa mig fyrir að hafa leitað mér hjálpar og hafa verið tilbúin til að vinna úr því.

Kæru þolendur, það er í lagi að vera ánægður með sjálfa/n sig eftir að hafa staðist raunir sínar.

Ég kærði eftir mitt stærsta áfall. Það eru einhver ár síðan. Ég hef beðið lengi eftir réttlæti. Þegar ég kærði fékk ég að heyra að ég hefði ekki nægar sannanir, að ég væri að ljúga, ég lét mig hafa það. Árum eftir mætingu niður á lögreglustöð er ég loksins að fá dóm í mínu máli. Það besta er að biðin er þess virði. Hún er þess virði vegna þess að ég veit í hjarta mínu hvað gerðist og hvað er rétt. Hún er þess virði af því að ég stend eftir sem sterkari manneskja en ég hélt að ég væri. Þess virði vegna þess að ég gerði mitt allra besta til að skila skömminni. Þess virði vegna þess að með kæru fékk ég að horfast í augu við sjálfa mig, að ég er ekki ofbeldið sem ég hef orðið fyrir.

Ég fékk að takast á við þá lágu sjálfsmynd sem ég bar og tækifæri til að efla hana þegar ég sá hvað ég gat. Þegar þú opnar þig um ofbeldi og/eða kærir vegna þess stendurðu alltaf uppi sem sigurvegari, því þú stóðst upp fyrir þér og svo mörgum öðrum, þú jafnvel kemur í veg fyrir að sá sem beitti þig ofbeldi haldi hegðun sinni áfram. Þess virði vegna þess að þú veist í hjarta þínu hvað skal gera.

Þegar þið hafið staðið upp fyrir réttlætinu, eigið þið skilið að gleðjast. Gleðjist jafnvel fyrirfram því þið vitið að þið hafið orku og afl til að standa með sjálfum ykkur.


Mig langar að einblína meira á það að þolendur séu ekki einir í því sem þeir eru að takast á við og mig langar að horfa á lausnir fyrir bæði þolendur og afbrotamenn. Sjá fólk rísa. Ég vil sjá samfélagið taka á ofbeldi í heild sinni með forvörnum og fræðslu um afleiðingar, Í stað þess að einstaklingurinn sé endlaust að hugsa um hvernig hægt sé að verja sig, (þó það sé gott ef það er hægt). Það er engin skömm í varnarleysinu. Það er skömm í því að nýta sér varnarleysi annarra.


Höfundur greinarinnar óskar nafnleyndar

Saga Dröfn var fullkomin mamma: „Þetta getur nú ekki verið svo erfitt“

Áður en Saga Dröfn Haraldsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn var hún fullkomin mamma. Barnið hennar mátti aldrei vera með hor, það átti alltaf að fara að sofa á réttum tíma, borða einungis hollan mat og sjónvarpið átti að vera spari. Einnig skildi barnið hennar alltaf vera vel greidd um hárið, í flottum fötum, vel til fara og að sjálfsögðu áttu heimilið alltaf að vera hreint og fínt. Ég hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo erfitt, bara skipta á bleyjum þegar þess þarf, gefa henni að borða og leika við hana, segir Saga í færslu sinni á Mæður.com Kjarnafjölskyldan Ég… Lesa meira

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturta“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist. Ég hef misst fóstur í tvö skipti, þessi tvö skipti voru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim, segir Guðlaug í einlægri færslu sinni á Amare. Þetta er ekki auðvelt, þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið. Þetta er barnið mitt, litla… Lesa meira

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið. Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum… Lesa meira

Aldís rakst á gífurlegan verðmun á barnadóti milli verslana: „Þetta hlýtur að vera eitthvað djók!“

Aldís Björk Óskarsdóttir var stödd í barnaversluninni Ólavía og Oliver á dögunum þegar hún rakst fyrir tilviljun á barnadót sem kostaði tæplega átta þúsund krónur. Það sem kom Aldísi svo mikið á óvart var að einungis nokkrum vikum áður hafði hún keypt sömu vöruna á 2500 krónur í Hagkaup. Ég rakst bara á þetta fyrir algjöra tilviljun, ég var að skoða göngugrind fyrir litlu stelpuna mína í Ólavíu og Oliver og ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað djók! segir Aldís í viðtali við Bleikt.is Aldís ákvað í kjölfarið að gera sér ferð í Hagkaup til þess að athuga hvort… Lesa meira

13 bráðfyndnar gamanmyndir á Netflix

Það bíða líklega langflestir Íslendingar eftir því að sólin hækki á lofti og vetur konungur láti sig hverfa af landi brott, enda hefur veturinn verið sérstaklega þungur undanfarnar vikur. Það er þó eitt hægt að gera til þess að stytta biðina og það er að koma sér vel fyrir í sófanum með eitthvað gott að narta í og kveikja sér á skemmtilegri gamanmynd. Bleikt tók saman lista af skemmtilegum gamanmyndum sem allar eru í sýningu á Netflix: Hot Fuzz Nick Angel er ekta „ofurlögga“ sem er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að… Lesa meira

Breytir myndum af börnunum sínum í ævintýri

Fjögurra barna faðir vildi taka skemmtilegar og öðruvísi myndir af börnunum sínum og fór því að leika sér að því að breyta umhverfinu með myndvinnsluforriti. John Wilhelm býr í Sviss með konu sinni og fjórum börnum. Faðir Wilhelms var mikill áhugaljósmyndari en sjálfum þótti honum ljósmyndun ekkert sérstök þegar hann var yngri. Það var svo ekki fyrr en Wilhelm fór á námskeið í myndvinnsluforritun og þrívíddarhönnun sem áhuginn kveiknaði fyrir alvöru. Bored Panda greinir frá því að Wilhelm hafi ákveðið að taka myndir af börnunum sínum og vinna þær öðruvísi heldur en venjulega. Útkoman er virkilega skemmtileg og auðvelt er… Lesa meira

Íris tók ákvörðun um að vera einstæð: „Þarna stóð ég, ein, ólétt og með bullandi höfnunartilfinningu“

Mig langar til þess að koma fram og tala um málefni sem kannski margir kannast við. Málefnið er sú ákvörðun sem ég þurfti að taka. Hvort ég vildi halda fóstrinu vitandi það að ég myndi verða einstæð og þurfa að ganga í gegnum allt saman ein. Ég var stödd í London þar sem ég bjó þegar ég fékk þann skell í andlitið að þurfa að ákveða framtíð mína á nokkrum dögum. Það var svo langt frá því að vera auðvelt eins og þær vita sem hafa verið í þeim sporum að þurfa að ákveða hvað gera skal. Það þarf að taka þá ákvörðun, þá í… Lesa meira