„Ég er þakklát fyrir að hafa barist á móti öllum þeim sem kölluðu mig aumingja“

Ég er menntskælingur sem finnur að það er eitthvað í hjarta mínu sem knýr mig til að gefa mér tíma til að setjast niður og skrifa. Í kjölfar límmiðaumræðu Þórunnar Antoníu og annarra byltinga er varða kynferðisofbeldi eykst umtalið í samfélaginu, sem ég tel vera gott. Það er þó eitt sem mér finnst vanta í umræðuna. Við erum flest sammála um að ábyrgðin liggur hjá geranda þegar um ofbeldi er að ræða. Hvort sem ofbeldið er kynferðislegt, fjárhagslegt, líkamlegt eða andlegt.

Það sem mér finnst vanta er hvatning og stuðningur við þolendur ofbeldis til að skila skömminni sem fylgir ofbeldi til síns heima. Við eigum öll auðvelt með að láta það út úr okkur að skömmin sé gerandans, en erum við að fylgja og fara eftir því sem við segjum?
Ég veit ekki hvar skal byrja en það sem mig langar að komist til skila er hvatning til þolenda um að standa með sjálfum sér. Ég varð fyrir ofbeldi. Ég veit að „ofbeldi“ er vítt hugtak og margt sem getur falist í því. Gerendurnir voru konur og karlar. Því er gömul vísa aldrei of oft kveðin um að bæði kyn beiti ofbeldi.

Að verða fyrir ofbeldi veldur því oft að þolandinn óttist um líf sitt. Kannski í kjölfarið kemur upp andleg vanlíðan og veikindi hjá viðkomandi. Ég hef verið þar.

Ég var beitt ofbeldi, margsinnis. Mér var ekki trúað, ég var sökuð um lygar. Ég var látin heyra það að með því að tala um ofbeldið væri ég að búa til drama og vesen, að það hefði verið allra hagur ef ég hefði bara haldið kjafti og þá gætu allir gleymt því sem gerðist. Það er ekki svo einfalt. Sárin eftir ofbeldið hefðu fengið að vaxa innra með mér eins og illgresi sem aldrei er reytt.

Ofbeldi hefur áhrif á manneskju sem fyrir því verður og vonandi þá sem beita því líka, þá til betrunar. Afleiðingarnar sem það hafði fyrir mig sem þolanda var áfallastreita, þunglyndi og kvíði. Svo langt gekk það að mig langaði að deyja. Ég laumaðist stundum og sótti mér hníf, merkti sjálfa mig þunglyndinu sem leikur sér stundum að mér eins og stengjabrúðu.

Ég fékk hjálp frá sálfræðingum. Að ganga til sálfræðings er ekki skömm. Þið hafið kannski heyrt „það eru allir hjá sálfræðingi nú til dags.“ Já. Og hvað með það? Það breytir ekki vanlíðaninni sem hvílir á mér og þér sem erum hjá sálfræðingi til að reyna að bæta okkur og rétta okkur af eftir lífsins ólgusjó. Ég er þakklát fyrir að hafa barist á móti öllum þeim sem kölluðu mig aumingja fyrir að hafa leitað mér hjálpar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið auðvelt, en það var gott. Þess virði. Jók sjálfstraust. Mig langar að segja Takk við þá sem hafa hjálpað mér og takk við sjálfa mig fyrir að hafa leitað mér hjálpar og hafa verið tilbúin til að vinna úr því.

Kæru þolendur, það er í lagi að vera ánægður með sjálfa/n sig eftir að hafa staðist raunir sínar.

Ég kærði eftir mitt stærsta áfall. Það eru einhver ár síðan. Ég hef beðið lengi eftir réttlæti. Þegar ég kærði fékk ég að heyra að ég hefði ekki nægar sannanir, að ég væri að ljúga, ég lét mig hafa það. Árum eftir mætingu niður á lögreglustöð er ég loksins að fá dóm í mínu máli. Það besta er að biðin er þess virði. Hún er þess virði vegna þess að ég veit í hjarta mínu hvað gerðist og hvað er rétt. Hún er þess virði af því að ég stend eftir sem sterkari manneskja en ég hélt að ég væri. Þess virði vegna þess að ég gerði mitt allra besta til að skila skömminni. Þess virði vegna þess að með kæru fékk ég að horfast í augu við sjálfa mig, að ég er ekki ofbeldið sem ég hef orðið fyrir.

Ég fékk að takast á við þá lágu sjálfsmynd sem ég bar og tækifæri til að efla hana þegar ég sá hvað ég gat. Þegar þú opnar þig um ofbeldi og/eða kærir vegna þess stendurðu alltaf uppi sem sigurvegari, því þú stóðst upp fyrir þér og svo mörgum öðrum, þú jafnvel kemur í veg fyrir að sá sem beitti þig ofbeldi haldi hegðun sinni áfram. Þess virði vegna þess að þú veist í hjarta þínu hvað skal gera.

Þegar þið hafið staðið upp fyrir réttlætinu, eigið þið skilið að gleðjast. Gleðjist jafnvel fyrirfram því þið vitið að þið hafið orku og afl til að standa með sjálfum ykkur.


Mig langar að einblína meira á það að þolendur séu ekki einir í því sem þeir eru að takast á við og mig langar að horfa á lausnir fyrir bæði þolendur og afbrotamenn. Sjá fólk rísa. Ég vil sjá samfélagið taka á ofbeldi í heild sinni með forvörnum og fræðslu um afleiðingar, Í stað þess að einstaklingurinn sé endlaust að hugsa um hvernig hægt sé að verja sig, (þó það sé gott ef það er hægt). Það er engin skömm í varnarleysinu. Það er skömm í því að nýta sér varnarleysi annarra.


Höfundur greinarinnar óskar nafnleyndar

Meghan Markle mun verja jólunum með Harry og Elísabetu drottningu

Formleg staðfesting hefur borist frá Kensingtonhöll um að Meghan Markle muni verja jólunum sem gestur Elísabetar drottningar í Sandringham, Norfolk, sveitaheimili drottningarinnar fyrir norðan London. Markle mun fara til kirkju ásamt Harry Bretaprinsi og öðrum fjölskyldumeðlimum konungsfjölskyldunnar á jóladag og taka þátt í jólamatnum og gjafaskiptum að kvöldi jóladags. Þessi tilkynning brýtur upp konunglega hefð því að þó að Markle og Harry séu trúlofuð þá eru þau ekki gift og hún því ekki orðinn meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Lesa meira

Stjörnumerkin: Hvaða merki mynda bestu vináttusamböndin?

Samkvæmt fræðum stjörnumerkjanna þá eiga sum merki betur saman en önnur og margoft hefur verið fjallað um hvaða merki eiga best saman þegar kemur að ástinni. En sama á við um vinasambönd, sum merki eiga betur saman þar en önnur. Það er líka mikilvægt að eiga gott samband við vini sína, þeir eru aðilar sem hlæja með manni, standa með manni þegar illa gengur og hlusta á mann tuða þegar illa gengur í ástarmálunum. Þetta eru stjörnumerkin sem eiga best saman sem vinir: Hrútur og Vatnsberi Þessi tvö merki saman eru frábær blanda. Merkin eru góð saman, Hrúturinn er heilinn… Lesa meira

Myndband: Barbara sýnir leikni sína í súludansi

Ungverska fyrirsætan Barbara Palvin sýnir leikni sína í súludansi í nýjasta myndbandi jóldagatals LOVE tímaritsins. Palvin var „nýliði ársins“ í sundfatablaði Sports Illustrated árið 2016, er einn af englum Victorias´s Secret. Hún kom einnig fram í dagatali LOVE í fyrra, þar sem hún stældi fræga senu Sharon Stone úr kvikmyndinni Basic Instinct. https://www.youtube.com/watch?v=r-8QAgvLgcY Lesa meira

Langir lokkar yngsta meðlims Beckhamfjölskyldunnar

Victoria Beckham deildi nýlega á Instagram mynd af eiginmanni hennar David Beckham og yngsta barni þeirra, dótturinni Harper, sem er sex ára. Á myndinni sést vel sítt og fallegt hár Harper, sem aldrei hefur farið í klippingu. Hjónin hafa verið gift síðan árið 1999 og eiga saman synina Brooklyn 18 ára, Romeo 15 ára og Cruz 12 ára, auk Harper. Lesa meira

Kardashian fjölskyldan – Nýtt púsl daglega í jólakortið fyrir 2017

Á jólum er það hefð hjá mörgum fjölskyldum að klæða sig í sitt fínasta púss og smella af jólamyndum og senda vinum og fjölskyldum jólakort. Kardashian fjölskyldan er þar engin undantekning og frá árinu 1987 þegar fyrsta myndatakan, hafa þau viðhaldið hefðinni að tveimur árum, 2014 og 2016, undanskildum. Kortin hafa verið eins fjölbreytt og þau eru mörg, sum eru einstaklega frábærlega hallærisleg í anda níunda áratugarins, en eftir að Kardashian fjölskyldan varð fræg á samfélagsmiðlum má segja að allt hafi verið gefið í botn og jólakortin rándýr og allir súberfínir og uppstrílaðir. Eftir pásu í fyrra þá er hefðin… Lesa meira

Biggi lögga „Ég mun líka gera allt í mínu valdi til að vernda dóttur mína frá þessu rótgróna samfélagsmeini sem kynferðislegt áreiti og ofbeldi er“

Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga, tók sér frí frá lögreglustarfinu fyrr á þessu ári og hóf störf sem flugþjónn hjá Icelandair. Í pistli sem hann skrifaði á Facebooksíðu sína í kvöld segir hann frá reynslu sinni í starfinu, sem enn í dag er nánast algjört kvennastarf og kemur inn á umræðuna um #METOO.   Eins og sumir vita þá ákvað ég að taka mér tímabundið frí frá löggunni fyrr á þessu ári og skella mér í flugfreyjuna. Ég fór sem sagt úr starfi sem hefur lengi verið mikið karlastarf og yfir í nánast algjört kvennastarf. Það var mjög áhugavert… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 12. desember – Gjöf frá Rubz Iceland

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 12. desember ætlum við að gefa tvö armbönd frá Rubz. Rubz armböndin eru dönsk hönnun, gerð úr stáli og náttúrulegu sílikoni, sem aðlagar sig og víkkar út með tímanum. Armböndin eru tímalaus og koma í einni stærð. Skoða má öll armböndin frá Rubz og fleiri tengdar vörur á glænýrri heimasíðu Rubz. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í… Lesa meira

Beyoncé óskar eftir lögbanni á bjór með hennar nafni

Beyoncé hefur lagt fram lögbannskröfu á hendur fyrirtækinu Lineup Brewing, fyrirtæki í Brooklyn sem setti á markað þýskan bjór með nafni söngkonunnar. Útlit dósarinnar líkist líka plötu hennar, Beyoncé, sem kom út árið 2013. Allt með ráðum gert til að selja vöruna út á nafn hennar. Bïeryoncé kom á markað 1. desember síðastliðinn og fékk góðar viðtökur, enda elska allir Beyoncé. Eigandi Lineup Brewing, Katarina Martinez, sagði vöruna ætlaða sem hrós. „Okkur finnst leitt að Beyoncé tók þessu ekki sem hrósi, en jæja, þetta var gaman meðan það entist.“ https://www.instagram.com/p/BcJS6CfHJTU/?taken-by=lineupbrewing Lesa meira

Stranger Things – Biðin er löng en verður þess virði

Ein vinsælasta þáttaröð ársins er önnur þáttaröð Stranger Things og þegar er búið að gefa grænt ljós á þá þriðju og fjórðu. Ljóst er þó að aðdáendur þurfa að bíða góða stund eftir þeirri næstu, en þriðja þáttaröð kemur ekki í sýningu fyrr en árið 2019. „Þetta pirrar aðdáendur okkar hvað það tekur langan tíma að gera hverja þáttaröð,“ segir David Harbour, sem leikur Hopper lögreglustjóra. Hann telur þó að sama hversu lög biðin verði, þá verði hún þess virði og Duffer bræður vinni eins hratt og þeir geti til að hún verði að veruleika. „Eins og allir góðir hlutir,… Lesa meira

Jólagjöfin fyrir þann sem á allt – Tebollar með móðgandi áletrun

Núna getur þú gefið gjöf (eða boðið gestum þínum upp á te/kaffi heima) og í leiðinni móðgað þá á fallegan máta. Miss Havisham hefur gefið út línu af tebollum sem eru hrein snilld og móðga gestina á fallegan, en um skemmtilegan hátt. „Hættu að tala,“ „Norn“ og „Þú dugar,“ eru dæmi um áletranir bollana. Það er þó rétt að hafa í huga að leggja bara slíka bolla á borð eða gefa að gjöf handa þeim sem kann að meta þennan bleksvarta húmor. Bollana má versla hér. Lesa meira

Föndraðu fyrir jólin: Bókamerki með dúskum

Hvað er skemmtilegra í desember en að föndra saman og búa til heimatilbúnar og persónulegar gjafir. Hvort sem það er fjölskyldan saman eða börnin að gera gjafir handa vinum og ættingjum eða þú að útbúa gjafir fyrir. Á vefsíðunni Hattifant.com er hægt að nálgast þessi skemmtilegu bókamerki, sem eru tilvalin gjöf með í jólapakkann, sérstaklega ef pakkinn inniheldur bók. Lítið mál er fyrir börnin að búa þau til með smá aðstoð. https://www.youtube.com/watch?v=f-93SvQejRU Lesa meira

Ævisaga á undan brúðkaupi

Konunglegi ævisöguritarinn Andrew Morton hefur tilkynnt að hann mun skrifa ævisögu Meghan Markle áður en hún gengur upp að altarinu að giftast harry Bretaprins næsta vor. Morton ritaði ævisögu Díöu prinsessu, Diana: Her True Story. „Spenntur að skrifa sögu Meghan Markle. Hún hefur mikla útgeislun. Konungleg stjarna sem mun hafa mikil áhrif á konunglegu fjölskylduna og heimin,“ skrifar Morton á Twitter. Bókin mun bera titilinn Meghan: A Hollywood Princess og koma út 19. Apríl 2018, um mánuði fyrir brúðkaupið. Morton segir Markle vera algjöra andstæðu þeirra feimnu, settlegu brúða sem fyrir hafa verið í konunglegu fjölskyldunni og lofar aðdáendum hennar… Lesa meira