„Ég er þakklát fyrir að hafa barist á móti öllum þeim sem kölluðu mig aumingja“

Ég er menntskælingur sem finnur að það er eitthvað í hjarta mínu sem knýr mig til að gefa mér tíma til að setjast niður og skrifa. Í kjölfar límmiðaumræðu Þórunnar Antoníu og annarra byltinga er varða kynferðisofbeldi eykst umtalið í samfélaginu, sem ég tel vera gott. Það er þó eitt sem mér finnst vanta í umræðuna. Við erum flest sammála um að ábyrgðin liggur hjá geranda þegar um ofbeldi er að ræða. Hvort sem ofbeldið er kynferðislegt, fjárhagslegt, líkamlegt eða andlegt.

Það sem mér finnst vanta er hvatning og stuðningur við þolendur ofbeldis til að skila skömminni sem fylgir ofbeldi til síns heima. Við eigum öll auðvelt með að láta það út úr okkur að skömmin sé gerandans, en erum við að fylgja og fara eftir því sem við segjum?
Ég veit ekki hvar skal byrja en það sem mig langar að komist til skila er hvatning til þolenda um að standa með sjálfum sér. Ég varð fyrir ofbeldi. Ég veit að „ofbeldi“ er vítt hugtak og margt sem getur falist í því. Gerendurnir voru konur og karlar. Því er gömul vísa aldrei of oft kveðin um að bæði kyn beiti ofbeldi.

Að verða fyrir ofbeldi veldur því oft að þolandinn óttist um líf sitt. Kannski í kjölfarið kemur upp andleg vanlíðan og veikindi hjá viðkomandi. Ég hef verið þar.

Ég var beitt ofbeldi, margsinnis. Mér var ekki trúað, ég var sökuð um lygar. Ég var látin heyra það að með því að tala um ofbeldið væri ég að búa til drama og vesen, að það hefði verið allra hagur ef ég hefði bara haldið kjafti og þá gætu allir gleymt því sem gerðist. Það er ekki svo einfalt. Sárin eftir ofbeldið hefðu fengið að vaxa innra með mér eins og illgresi sem aldrei er reytt.

Ofbeldi hefur áhrif á manneskju sem fyrir því verður og vonandi þá sem beita því líka, þá til betrunar. Afleiðingarnar sem það hafði fyrir mig sem þolanda var áfallastreita, þunglyndi og kvíði. Svo langt gekk það að mig langaði að deyja. Ég laumaðist stundum og sótti mér hníf, merkti sjálfa mig þunglyndinu sem leikur sér stundum að mér eins og stengjabrúðu.

Ég fékk hjálp frá sálfræðingum. Að ganga til sálfræðings er ekki skömm. Þið hafið kannski heyrt „það eru allir hjá sálfræðingi nú til dags.“ Já. Og hvað með það? Það breytir ekki vanlíðaninni sem hvílir á mér og þér sem erum hjá sálfræðingi til að reyna að bæta okkur og rétta okkur af eftir lífsins ólgusjó. Ég er þakklát fyrir að hafa barist á móti öllum þeim sem kölluðu mig aumingja fyrir að hafa leitað mér hjálpar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið auðvelt, en það var gott. Þess virði. Jók sjálfstraust. Mig langar að segja Takk við þá sem hafa hjálpað mér og takk við sjálfa mig fyrir að hafa leitað mér hjálpar og hafa verið tilbúin til að vinna úr því.

Kæru þolendur, það er í lagi að vera ánægður með sjálfa/n sig eftir að hafa staðist raunir sínar.

Ég kærði eftir mitt stærsta áfall. Það eru einhver ár síðan. Ég hef beðið lengi eftir réttlæti. Þegar ég kærði fékk ég að heyra að ég hefði ekki nægar sannanir, að ég væri að ljúga, ég lét mig hafa það. Árum eftir mætingu niður á lögreglustöð er ég loksins að fá dóm í mínu máli. Það besta er að biðin er þess virði. Hún er þess virði vegna þess að ég veit í hjarta mínu hvað gerðist og hvað er rétt. Hún er þess virði af því að ég stend eftir sem sterkari manneskja en ég hélt að ég væri. Þess virði vegna þess að ég gerði mitt allra besta til að skila skömminni. Þess virði vegna þess að með kæru fékk ég að horfast í augu við sjálfa mig, að ég er ekki ofbeldið sem ég hef orðið fyrir.

Ég fékk að takast á við þá lágu sjálfsmynd sem ég bar og tækifæri til að efla hana þegar ég sá hvað ég gat. Þegar þú opnar þig um ofbeldi og/eða kærir vegna þess stendurðu alltaf uppi sem sigurvegari, því þú stóðst upp fyrir þér og svo mörgum öðrum, þú jafnvel kemur í veg fyrir að sá sem beitti þig ofbeldi haldi hegðun sinni áfram. Þess virði vegna þess að þú veist í hjarta þínu hvað skal gera.

Þegar þið hafið staðið upp fyrir réttlætinu, eigið þið skilið að gleðjast. Gleðjist jafnvel fyrirfram því þið vitið að þið hafið orku og afl til að standa með sjálfum ykkur.


Mig langar að einblína meira á það að þolendur séu ekki einir í því sem þeir eru að takast á við og mig langar að horfa á lausnir fyrir bæði þolendur og afbrotamenn. Sjá fólk rísa. Ég vil sjá samfélagið taka á ofbeldi í heild sinni með forvörnum og fræðslu um afleiðingar, Í stað þess að einstaklingurinn sé endlaust að hugsa um hvernig hægt sé að verja sig, (þó það sé gott ef það er hægt). Það er engin skömm í varnarleysinu. Það er skömm í því að nýta sér varnarleysi annarra.


Höfundur greinarinnar óskar nafnleyndar

Netkaup sem fóru úrskeiðis – 22 sprenghlægilegar myndir

Það getur verið ansi snúið að panta sér föt á netinu þar sem ekki er hægt að máta flíkina né vita hvort hún muni líta út nákvæmlega eins og myndirnar sýna til um. Einnig er algengt að fyrirsæturnar á myndunum séu mjög grannar og langar og því erfitt að sjá fyrir sér hvernig flíkin líti út á öðrum en konum með þann vöxt. Margir hafa lent í því að fá flíkur sem virðast ekki einu sinni vera þær sömu og á myndunum. Daily Feed tók saman lista yfir 22 flíkur sem konur pöntuðu sér með misgóðum árangri.   Lesa meira

Heillandi heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur

Heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund (1940-2017) var haldin síðastliðinn sunnudag á Menningarhátíð Seltjarnarness. Fjöldi ættingja og vina Jóhönnu auk annarra gesta mættu. Vera Illugadóttir, barnabarn Jóhönnu, var kynnir. Börn Jóhönnu, barnabörn og vinir komu einnig fram, en fram komu Ásgerður Halldórsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Embla Garpsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafn Jökulsson, Jökull Elísabetarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Styrmir Gunnarsson. Höfundaverk Jóhönnu eru óvenju fjölbreytt enda fór hún sjaldnast troðnar slóðir í lífi og starfi. Í dagskránni verður dregin upp mynd af margbrotinni konu sem með eldmóði sínum og samhug hafði djúp áhrif á þá sem henni kynntust. Daníel Helgason gítarleikari og… Lesa meira

Húsráð: Svona færðu strigaskóna hvíta aftur

Við könnumst mörg við þetta, hvítu strigaskórnir okkar eru hrikalega fallegir og hvítir þar til við erum búin að nota þá einu sinni. Þeir verða aldrei jafnhvítir aftur, alveg sama hvaða húsráð við höfum reynt. Twitternotandinn @sarahtraceyy virðist hins vegar hafa fundið ráð sem virkar og deildi hún fyrir og eftir mynd af hvítu Converse skónum sínum ásamt húsráðinu sem hún notaði. Twitternotendur hafa tekið vel í póstinn og hafa yfir 9000 líkað við póstinn og yfir 1300 deilt honum áfram.     I am a miracle worker pic.twitter.com/BeivqBtdrv — halloween queen (@sarahtraceyy) October 15, 2017 Og eftir að fjöldi notenda… Lesa meira

Guðrún Huld hannaði íslenska stafrófið með nýrri nálgun

Grafíski hönnuðurinn Guðrún Huld Gunnarsdóttir ákvað að taka nýja nálgun á íslenska stafrófið og selur það nú í tveimur stærðum sem eru heimilisprýði, hvort sem er í forstofunni, barnaherberginu eða annars staðar á heimilinu. „Mig langaði að einblína á það jákvæða og er að vinna með falleg og hlý orð í stað A fyrir Api,  Á fyrir Ás, B fyrir Banani og svo framvegis þá nota ég A fyrir Alúð, Á fyrir Ást, B fyrir Bjart,“ segir Guðrún Huld. Plakatið hefur lærdómsgildi fyrir yngri kynslóðina sem og eldri og fæst í tveimur stærðum, A3 og A4, á Facebooksíðu hennar. „Margir… Lesa meira

Þeir eru rauðhærðir og naktir til styrktar góðgerðarmálum

Í nýju dagatali fyrir árið 2018 er áherslan lögð á fáklædda rauðhærða karlmenn. Tilgangurin er bæði að stemma stigu við neikvæðu áliti fólks á rauðhærðum karlmönnum og að safna til góðgerðarmála, en ágóðinn rennur til góðgerðarsamtakana STAND UP. Markmið þeirra er að berjast gegn einelti hvarvetna, en þó með áherslu á LGBT samfélagið. https://www.instagram.com/p/BaUhAoeD7Au/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaZtgJJD90L/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaYj2IajKPs/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaXTCzdDTMr/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaWj1Pkjqtc/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaOEztFj4cx/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaKeVRCg7Jb/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaH03SWjBIF/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZ1-AAijVyT/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZzMqgiDc4k/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZyYZK8DFLv/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZwlIOpjmaN/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZi8mLnjzQf/?taken-by=redhot100   Lesa meira

Kiddakvöld haldið til styrktar börnum Kristjáns

Kiddakvöld verður haldið í kvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar. Kristján Björn Tryggvason var 36 ára eiginmaður og 3 barna faðir sem lèst 19. júlí siðastliðinn eftir langa baráttu við heilaæxli. Og þar sem Kiddi var mikill stuðmaður verður haldið heiðurskvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar í kvöld þar sem ágóðinn af miðasölu rennur óskiptur til barnanna hans. Meðal þeirra sem fram koma eru: Ari Eldjárn, Einar Ágúst og Sigga Kling. Einnig verður happdrætti og fleiri uppákomur. Húsið opnar klukkan 20 með fordrykk og lèttum veitingum Aðgöngumiði er á 2.000 kr. og 2.500 kr. með happdrættismiða. Einnig er hægt að kaupa auka happdrættismiðaá 1.000… Lesa meira

Bókasafnsfræðingar stæla Kardashian myndatöku

Það er kominn áratugur síðan Kardashian fjölskyldan kom fyrst á skjái heimsins (og síðan hafa þau verið alls staðar!) og til að fagna þeim áfanga sat fjölskyldan fyrir á forsíðu Hollywood Reporter. Nokkrir bókasafnsfræðingar sáu forsíðuna og ákváðu að gera eigin útgáfu. „Til að fagna áfanganum ákvað samfélagsmiðlafólkið okkar að taka algjörlega óæfða myndatöku,“ segir starfsfólk Invergargill borgarbóka- og skjalasafnsins í Nýja Sjálandi á Facebook síðu þess. Sex dögum seinna er pósturinn búinn að fá 11þúsund „like“ og Facebooksíða þeirra fengið fjöldann allan af athygli. Helstu vefmiðlar hafa sagt frá grínun og lesendur síðunnar hafa sitt að segja um hvor… Lesa meira

Signature opnar fyrstu conceptbúðina á Norðurlöndum

Þann 6. október síðastliðinn opnaði Signature, ein fallegasta húsgagna- og hönnunarvöruverslun landsins, í Askalind 2a í Kópavogi. Ný 1.000 fm verslun á tveimur hæðum sem býður upp á allt það nýjasta í evrópskri húsgagnahönnun, gjafavöru og hágæða útihúsgögnum. Signature húsgögn opnaði fyrst dyrnar árið 2003, þá staðsett í Bæjarlindinni, og varð um leið brautryðjandi í hágæða útihúsgögnum á Íslandi. Nú hefur verslunin stækkað margfalt með innkomu nýrra evrópskra vörumerkja. Húsgagnavörumerkin XOOON og Henders & Hazel eru með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu, og er verslunin í Askalindinni fyrsta concept-búðin á Norðurlöndunum. Áherslurnar eru frábreyttar hefðbundnum íslenskum húsgagnaverslunum. „Hér er… Lesa meira

Brúðguminn og gæjarnir stíga trylltan dans

Erla Ósk Guðmundsdóttir og Guðfinnur Magnússon giftu sig laugardaginn 14. október síðastliðinn, en parið hefur verið saman í nokkur ár. Guðfinnur ákvað að koma brúður sinni á óvart með dansi og fékk æskuvini sína í lið með sér. Þeir spiluðu fótbolta saman í Fjölni og eru allir góðir vinir. Strákarnir fóru í Kramhúsið þar sem að þeir nutu handleiðslu Sigríðar Ásgeirsdóttur og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér að neðan. „Við vorum öll í krúttkasti yfir þessum skemmtilega hópi,“ segir einn starfsmanna Kramhússins. Vinir brúðgumans heita Bergsveinn Ólafsson, Bjarni Gunn, Sveinn Aron Sveinsson, Henrý Guðmunds, Óli Hall, Jóhann Óli Þorbjörnsson,… Lesa meira

Kim Kardashian drakk brjóstamjólk systur sinnar

Kim Kardashian hefur viðurkennt að hún hefur drukkið brjóstamjólk Kourtney systur sinnar í þeim tilgangi að reyna að ráða niðurlögum psoriasis. Raunveruleikastjarnan hefur talað opinberlega um að hún glími við psoriasis, en hún talaði fyrst um það í viðtali árið 2010. Síðan hefur hún talað reglulega um hvaða aðferðum hún hefur beitt við að halda sjúkdómnum og einkennum hans niðri. Móðir hennar, Kris Jenner, er líka með sjúkdóminn. „Ég hef reynt hefðbundnar meðferðir, en ég er alltaf tilbúin til að reyna nýjar aðferðir,“ segir Kim. „Einu sinni drakk ég meira að segja brjóstamjólk Kourtney!“ Kim sagði einnig frá að hún… Lesa meira