„Ég þurfti að passa í mjaðmalausu Diesel gallabuxurnar án þess að eitt gramm af hliðarspiki sæist“

Svo virðist sem að ég hafi fæðst með glasið hálf tómt. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf gagnrýnt allt varðandi sjálfa mig og átt mjög erfitt með að sjá það jákvæða í fari mínu. Ég var aldrei með flottustu augun, fallegasta hárið eða í flottustu fötunum. Ég teiknaði aldrei flottustu myndina í myndmennt, né hafði fallegustu rithöndina í bekknum. Ég kunni ekki að syngja og danshæfileikar mínir voru alltaf slakari en annarra. Eins og ég sagði, ég fæddist með glasið hálf tómt…

Eða hvað? Getur verið að ég hafi bara fæðst með fullt glas og að samfélagið hafi sagt mér að glasið sé hálf tómt?

"skrytinn

Getur það verið að þegar ég var ung stelpa þá hafi draumar mínir verið stórir og framtíðin björt?

Getur verið að foreldrar mínir hafi hvatt mig áfram í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, kennt mér að vera sigurvegari og huggað mig þegar ég var það ekki. Útskýrt fyrir mér að æfingin skapar meistarann og maður eigi ekki að gefast upp þó á móti blási?

14087458_10210207461533162_1957156467_o

 

Hvernig getur þá verið að ég þessi duglega, fullkomlega heilbrigða og sæta stelpa hafi byrjað að efast svona mikið um sjálfa sig?

Unglingsárin tóku mikið á. Þau tóku ekki bara mikið á aumingja foreldra mína sem þó mætti titla sem hetjur fyrir að hafa þraukað mig í gegnum þessi dimmu ár, heldur einnig sjálfa mig. Þessa ungu stelpu með stóru draumana.

Ég þurfti jú að passa í mjaðmalausu Diesel gallabuxurnar án þess að eitt gram af hliðarspiki sæist, plokka af mér allar augabrúnirnar nema þessa örfínu litlu línu sem mátti sjást. Ég var í stanslausri megrun, borðaði óhóflega mikið af gúrku og óhóflega lítið af öðrum mat.

Ég varð að hafa strípur í hárinu, eiga dýrasta CD spilarann og nýjasta All Saints diskinn. Ég þurfti líka að kunna öll lögin utan að. Ég þurfti að hafa prófað að reykja og vera alltaf til í smók ef mér var boðin einn. Ég varð líka að eiga nýjustu línuna úr Sautján ef ég ætlaði að vera maður með mönnum (eða þið vitið, stelpa með stelpum..).

Nú svo má ekki gleyma því að ég þurfti að hafa farið í sleik við hinn eða þennan og svo þurftu að minnsta kosti 3 strákar að vera skotnir í mér.

Það mátti engan aumann blett sjá á manni og Guð forði þeim sem fór að gráta í skólanum. Þaðan var ekki aftur snúið til vinsældar.

Það er ótrúlega skrítið að hugsa til baka og muna ekki eftir neinum hrósum. Ég man eftir hverri einustu gagnrýnisrödd sem sló mig utanundir líkt og blaut tuska.

Ég veit samt alveg að mér var hrósað. Mér var hrósað af foreldrum mínum, systkini mín litu upp til mín og vinir hrósuðu mér. Jafnvel ókunnugir. Ég veit alveg að mér var sagt að ég væri sæt og að ég ætti svo flott föt. Ég bara tók ekki mark á þessum hrósum því einhverra hluta vegna voru gagnrýnisraddirnar hærri.

Einhvern vegin situr það í mér þegar ég var gagnrýnd. Mér var sagt að ég ætti sko ekki að gerast söngkona. Ég væri með allt of mikið af fæðingarblettum (eins og það væri eitthvað thing?). Mér var sagt að ég væri of hvít. Svo var ég orðin allt of brún eftir óhóflega notkun ljósabekkja. Adidas skórnir mínir voru of hvítir. Svo ég rispaði þá. Þá voru þeir of notaðir. Það var alveg sama hvað ég gerði. Einhvern vegin var alltaf einhver sem fannst hann knúin til þess að segja mér hvað væri að.

Í dag er ég fullorðin (eða svo er mér sagt). Ég er tveggja barna móðir. Ég á gullfallegan ungan son sem er fullkominn. Hann er fallegur, duglegur og klár. Ég á líka fullkomna litla stelpu. Hún er líka falleg, dugleg og klár.

Ég hlakka til að hvetja þau áfram í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur. Ég ætla að fagna hverjum sigri með þeim og taka á móti öllum þeim tárum sem fylgja ósigrum. Ég ætla að útskýra fyrir þeim að æfingin skapi meistarann og að þau eigi ekki að gefast upp þó á móti blási!

Þrátt fyrir að vera orðin fullorðin (eins og menn vilja meina) þá er ég enn þann dag í dag að gagnrýna sjálfa mig. Ég er ekki enn komin með flottustu augun eða fallegasta hárið. Ég er ekki með mjóustu lærin eða sléttasta magann. Ég er aldrei nógu dugleg í ræktinni, ég skrifa aldrei nógu góð blogg og ég er ekki ennþá orðin cool (cool var á tíma næntís flottasta orðið svo give me a break).

Ég er þó að læra. Ég er að læra að elska sjálfa mig. Vera stolt af sjálfri mér. Hrósa sjálfri mér og sjá að hey, ég er nú alveg ágæt þrátt fyrir allt. Stundum meira að segja frábær!
Um daginn rakst ég á pistil á Facebook þar sem faðir hafði sagt dóttur sinni sem var að byrja í menntaskóla að kreista allt tannkremið úr túbunni á disk. Þegar hún hafði lokið við það bað hann hana að setja það aftur inn í túbuna á sama hátt og það hafði verið í áður. Að sjálfsögðu gat hún það ekki og sagði faðir hennar þá að þetta væri mikilvægasta lexían. Þegar orðin sem við höfum að geyma eru komin út úr okkur, þá tökum við þau ekki til baka.

1.jpg

 

Við höfum val um það að tala fallega, hrósa og upphefja hvert annað eða gagnrýna, baktala og draga fólk niður.

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.

Ég ætla að kenna mínum börnum að tala fallega, hrósa og hjálpa náunganum. Ég ætla að kenna þeim það með því að gera það sjálf.

Ég ætla ekki bara að tala fallega hrósa og upphefja náungann. Heldur ætla ég líka að tala fallega um, hrósa og upphefja sjálfa mig og kenna þeim að gera hið sama.

Meðlimir Right Said Fred taka upp blöndu af eigin lagi og lagi Taylor Swift

Taylor Swift gaf út fyrsta lag sitt, Look What You Made Me Do, af væntanlegri plötu þann 24. ágúst síðastliðinn. Lagið sló rækilega í gegn, en einhverjum fannst takturinn líkjast lagi Right Said Fred, I´m Too Sexy, frá árinu 1992. Sem er vissulega rétt því Swift notaði hluta af lagi þeirra í sínu og með tvíti þökkuðu meðlimir Right Said Fred henni fyrir að hafa endurskapað lag þeirra.   Meðlimir Right Said Fred hafa nú gefið út blöndu af lögunum. „Við vorum í stúdíóinu með nýjan trommara og bassaleikara og vorum bara að prófa nýjar hugmyndir og nýja takta,“ segir Fred… Lesa meira

Pennywise að dansa er mögulega það besta á netinu í dag

Kvikmyndin It eftir sögu Stephen King hefur slegið í gegn um allan heim og eru flestir á því að hér sé um góða hryllingsmynd að ræða. Í einu atriði myndarinnar má sjá trúðinn Pennywise dansa fyrir Beverly og nú hefur einhver húmoristinn útbúið aðgang á Twitter þar sem notendur hafa sett inn myndskeiðin í nýjum búningum. Einhvern veginn er trúðurinn ekki lengur hræðilegur.   https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907716659359690753 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/910974535209496576 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907750193738723329 Í júní síðastliðnum tvítaði Stephen King um að ef hann þyrfti að hlusta bara á eitt lag það sem eftir væri þá yrði það lag Mambo5 og auðvitað var því tvíti svarað núna með… Lesa meira

Ellý heldur sýningu, selur allt og flytur til Slóvakíu

Söngkonan Elínborg Halldórsdóttir, eða Ellý í Q4U eins og hún er best þekkt, hefur búið á Akranesi í 15 ár. Síðustu níu ár hefur hún búið í húsi að Skólabraut, þar sem hún var búin að hreiðra vel um sig og dætur sínar, en núna hyggst hún breyta um stefnu í lífinu og flytja til Slóvakíu. Lesa meira

Tveggja ára prófar snyrtivörulínu Rihönnu

Samia er aðeins tveggja ára, en þrátt fyrir það er hún með 114 þúsund fylgjendur á Instagram. í nýjasta myndbandinu prófar hún Fenty snyrtivörulínu Rihönnu og hefur það slegið í gegn sökum krúttheita, Rihanna sjálf hefur sagt að það myndbandið sé uppáhalds förðunarmyndbandið með snyrtivörulínu hennar. https://www.youtube.com/watch?v=cXe5Xrg_hCw   Rihanna póstaði myndbandinu meira að segja aftur á eigið Instagram. Samia á ekki langt að sækja áhugann á athyglinni, Instagram og fylgjendum (þó að hún viti kannski ekkert enn þá hvað neitt af þessu er), en móðir hennar, LaToya Forever gerði sitt eigið myndband fyrir sína 1,3 milljón fylgjendur. https://www.youtube.com/watch?v=VAyDE-It8zo Lesa meira

Ágúst Borgþór með útgáfupartý Afleiðinga

Út er komið smásagnasafnið Afleiðingar eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni en fjalla gjarnan um þær stundir þegar mannfólkið þarf að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Á miðvikudag hélt hann útgáfupartý í Eymundsson Skólavörðustíg þar sem höfundur las upp úr bókinni og boðið var upp á veitingar. Lesa má nánar um bókina hér.     Lesa meira

Karen með myndlistarsýningu og opnunarpartý í Energia

Listakonan Karen Kjerúlf hefur opnað sýningu í Energia Smáralind. Í gær var opnunarpartý þar sem fjöldi góðra gesta, vinir og ættingjar Karenar þar á meðal, mættu.   Viðtal/innlit til Karenar má lesa hér. Sýningin verður opin út október á opnunartíma Smáralindar.       Lesa meira

Safnað fyrir útför Gunnars

„Elsku besti pabbi minn fyrst var það systir mín og dóttir þín sem fór frá okkur fyrir 3 mánuðum og núna þú. Ég veit ekkert hvernig mér á að líða , allt er í móðu og eg get ekki lýst því hversu sárt var að heyra í morgun að þú hafir fengið hjartaáfall í nótt. Þú besti vinur minn og besti pabbi í heimi.“ Þetta segir Sara Dís Gunnarsdóttir um föður sinn Gunnar Gunnarsson sem lést aðfaranótt 18. september. Lesa meira

„Fæðubótarefni geta hjálpað við að ná árangri“ – Rannveig setur saman startpakka

Nú er haustið komið og er það löngu orðin óskrifuð regla að þá sé tíminn til að huga að ræktinni. Nú byrjar átakið, námskeiðin að hefjast og allir taka matarræðið í gegn. Rannveig Hildur Guðmundsdóttir æfir allt árið og æfir að jafnaði fimm sinnum í viku. „Ég reyni að vera dugleg að æfa hvenær sem tími gefst til. Ég var alltaf mun skipulagðari með æfingatímana mína þegar ég var að keppa í módelfitness. Þá var ég að mæta um sex til tíu sinnum í viku. Ætli ég sé ekki að mæta um fimm skipti í viku núna. Það kemur nú… Lesa meira

Heimasíða Reykjavík Fashion Festival etur kappi við heimasíðu breska Vogue

Heimasíða Reykjavík Fashion Festival (RFF) keppir til úrslita sem besta evrópska heimasíðan á móti heimasíðu breska Vogue. Kosningin er opin til 5. október næstkomandi. „Þegar ég tók við RFF haustið 2016 þá fórum  í „rebranding“ í samstarfi við hönnunarfyrirtækið Serious Business. Við fórum í stefnumótun og ákváðum að taka græna stefnu í takt við tímann,“ segir Kolfinna Von Arnardóttir framkvæmdastjóri RFF. Serious Business er staðsett í Munchen í Þýskalandi. „Þetta er skemmtilegt og hugmyndaríkt teymi, fimm einstaklingar frá mismunandi löndum sem vinna saman. Þau vildu nota vefsíðuna sem sitt besta verkfæri til að ná náttúruímyndinni og miðla henni áfram. Við… Lesa meira

Spennubækur Angelu Marsons – við gefum þrjár bækur

Bækur Angelu Marsons um lögreglufulltrúann Kim Stone hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi sem og erlendis. Þrjár bækur eru komnar út á íslensku: fyrsta bókin var Þögult óp, þá kom Ljótur leikur og nú er þriðja bókin, Týndu stúlkurnar komin út. Drápa gefur bækur Marsons út á Íslandi og hefur þegar samið um að halda áfram að gefa þær út. Þannig mun fjórða bókin, Play Dead, fara í þýðingu nú í haust og koma út í byrjun árs 2018. Í samstarfi við Drápu gefur Bleikt einum heppnum vinningshafa bækurnar þrjár sem komnar eru út á íslensku. Það sem þú þarft að… Lesa meira

Lísbet Freyja 10 ára – Besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Ástralíu

Canberra stuttmyndahátíðin fór fram í 22. sinn 10. – 17. september síðastliðinn í Canberra í Ástralíu. Á meðal mynda sem kepptu var mynd Ragnars Snorrasonar, Engir draugar eða No Ghosts og uppskar myndin tvenn verðlaun á hátíðinni. Magnús Atli Magnússon fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku og Lísbet Freyja Ýmisdóttir var valin besta leikkonan. Verður það að teljast frábær árangur, því Lísbet Freyja er aðeins 10 ára og keppti við leikkonur bæði eldri að árum og reyndari í leiklistinni. Rut 8 ára mætir með föður sínum í afmælisveislu. Hin börnin biðja hana um að vera með í feluleik. Rut fer hinsvegar í… Lesa meira

Komdu í Kringluna í dag og styrktu Pieta Ísland

Góðgerðardagurinn AF ÖLLU HJARTA fer fram í Kringlunni í dag Á hverju ári standa rekstraraðilar í Kringlunni fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Af öllu hjarta“ en þá taka verslanir og veitingastaðir hússins sig saman og gefa 5% af veltu dagsins til góðgerðarmálefnis. Í ár er málefnið Pieta samtökin og verður dagurinn helgaður málefninu með uppákomum, glæsilegum tilboðum og kynningum. Pieta samtökin safna fyrir meðferðarhúsi, húsi sem bjargar mannslífum. Söfnunarfé sem safnast í Kringlunni mun fjármagna meðferðir sem boðið verður upp á til stuðnings þeim sem eru í sjálfsvígshættu. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Pieta, bjóða fjölda verslana glæsileg tilboð. Opið verður… Lesa meira