„Ég var orðin að 13 ára gömlum frosnum ísklumpi sem var fastur í höndunum á 51 árs gömlum manni“

Ég veit ekki alveg hvað fékk mig til þess að skrifa þetta og vilja deila með öðrum. Kannski var það hefndin sem drífði mig áfram, reiðin eða óttinn. Sum ykkar munu segja þetta vera dramatískt,væmið, hefði getað verið verra eða það hafa margar aðrar konur lent í miklu verri hlutum og skrá mig svo í hóp athyglissjúkra unglinga en ég vona svo innilega að það eru einhverjir þarna sem lesa þetta og sýna skilning hjá þessari athyglissjúku unglingsstelpu.

Ég er fædd 2002 og að fara klára seinasta árið mitt í grunnskóla. Okey, nú hætta sumir að lesa vegna þess að ritari þessarar greinar er of ungur til þess að vert sé að eyða tímanum í. En ef ég segi strax að kennari í skólanum mínum hafi brotið á mér og að aðstoðarskólastjórinn minn hafi tekið mig á fund til að láta mig vita að það væri ljótt af mér að segja frá? Væri þá loksins eitthvað merkilegt til að lesa um? Gjörðu svo vel, lestu þá áfram.

Mynd/Getty Images – Myndin tengist greininni ekki beint.

Þetta gerðist árið 2016 þegar ég var í 8. bekk. Sögur fóru um elsta stigið að dönskukennarinn/smíðakennarinn hafi tekið framan á peysu hjá stelpu og sett penna, sem hann hélt á, inn á hana. Af hverju? Enginn veit. En telst það til einhvers áreitis? Já örugglega, hvaða ástæðu hefur kennari til þess að mega taka framan á boli hjá nemendum og henda hlutum inn á þá? Og til þess að bragðbæta þetta aðeins þá gerði hann þetta fyrir framan bekkinn. Hann var með a.m.k. fimm vitni en það var ekki tekið mark á neinu þeirra. Og að lokum var atburðinn orðinn að kjaftasögu sem fáir tóku eftir, þ. á m. ég, eða þangað til að ég fór í smíðaval.

Ég hafði sótt sérstaklega um að fá að skipta í valið og var búin með einn til tvo tíma. Kjaftasagan var að engu og ég fór til kennarans til að biðja um aðstoð. Hann fór með mér að bekknum mínum sem var u.þ.b. 3-4 metrum frá en tók svo allt í einu þéttingsföstu taki um mjaðmirnar á mér með báðum höndum og gekk þannig með mig áfram. Ég var í þröngum íþróttabuxum, í hlýrabol og gollu yfir. Hárin spruttu á gæsahúðinni minni og mér varð ískalt. Þessir 3-4 metrar urðu að hálfmaraþoni og ég var orðin að 13 ára gömlum frosnum ísklumpi sem var fastur í höndum á 51 árs gömlum manni. Hvað átti ég að gera? Ég gat ekki hreyft mig, heilinn var frosinn og adrenalínið hafði lamað hvern einasta stað á líkamanum, meira að segja svitakirtlarnir réðu ekki við sig og grétu sig í gegnum húðina mína. Við vorum að koma að bekknum þegar ég heyrði í vinkonu minni öskureiðri að skipa kennaranum að hjálpa sér. Hann sleppti eins og skot og ég fann fyrir þungum og hröðum hjartslættinum og svitaperlunum sem ég hélt að voru löngu frosnar á ískaldri húðinni minni. Ég gekk rakleiðis að bekknum mínum og hugsaði um hvort maður ætti nú að segja eða þegja. Aðstoðarskólastjórinn minn myndi aldrei trúa mér þar sem bekkjarfélagar mínir voru duglegir að kvarta út í þennan kennara, þetta væri bara lítil spunasaga til þess að losna við hann, svo á endanum ákvað ég að þegja.

Skóladagarnir liðu og mætti ég í alla tíma hjá þessum kennara, dönsku- og smíðatíma, með skömm um hvað aðrir myndu halda um mig, hvort ég væri bara drusla. Ég var byrjuð að dreyma ógeðslega drauma um þennan mann og vaknaði á nóttunni til að gá hvort ég var ekki örugglega örugg. Ég var byrjuð að sofa upp í hjá foreldrum mínum því ég var hrædd um það brytist einhver inn til mín til að snerta mig eða nauðga mér. Ég ákvað að tala við bestu vinkonu mína og var ótrúlega ánægð að vita að hún tók ekki eftir atburðinum, þrátt fyrir að hafa verið með mér í tímanum.

Mynd/Getty Images – Myndin tengist greininni ekki beint.

Loksins ákvað ég samt að segja frá. Ég var komin með svo mikið ógeð að þurfa að horfa á manninn á hverjum einasta degi vitandi að það væri aldrei neitt gert í þessu svo ég sagði frá þessu fyrir framan bekkinn minn í miðjum náttúrufræði tíma (Ekki halda að ég truflaði tímann, við vorum hvort eð að spjalla) og þá barst sagan út um skólann. Eldri krakkarnir voru byrjaðir að koma til mín til að vita hvernig ég hafði það og allt í einu vissu þetta allir. Ég talaði einnig við umsjónarkennarann minn og deginum eftir var mér vísað á fund með aðstoðarskólastjóranum. Þar talaði hann um að ég hafði enga sönnun fyrir þessu atviki, það hafi verið dónalegt og ljótt af mér að hafa sagt frá þessu og að ég hafi verið að skemma mannorðið hjá þessum manni. Já ég skrifaði þetta beint á Notes hjá mér til þess að muna þetta alveg. En það hafði engin áhrif. Ég var með vitni, hann lét eins og hann heyrði ekki að ég hafi nefnt það. Eftir þennan fund hafði ég það ekki einu sinni í mér að segja foreldrum mínum frá þessu, það er ljótt að segja frá, ekki satt? En fljótlega komust þau að því en ekkert var gert.

Fékk ég að fara í aðra stofu með öðrum kennara meðan dönskutíma stóð? Nei, aðstoðarskólastjórinn skipaði mér að hegða mér eins og „venjulegri manneskju” og mæta í tímana sem mér bar skyldu að mæta í. Gera ekki öll fórnarlömbin það annars? Pína sig í hafa gerandann sinn standa yfir sér meðan þau klára dönskuprófið sitt þegar þau gætu verið með annan kennara en samt í nákvæmlega sama efni?

En með þessari grein var ég ekki að leitast eftir vorkunn, athygli eða sýna hversu dramatísk ég get verið. Þetta eru tilfinningar, upplifun mín á skólasamfélaginu sem ég bý í og þöggunin sem margar stelpur hafa lent í. Þetta er nú orðið að stórum örum sem ég sé á hverjum degi. Þótt atburðurinn hafi ekki verið sá allra stærsti þá fannst mér samt hafa verið brotið á mér. Þöggunin, vantraustið og óvirðingin skilur eftir sig stærstu örin.

Höfundur greinar er íslensk stúlka sem óskar nafnleyndar.

Netkaup sem fóru úrskeiðis – 22 sprenghlægilegar myndir

Það getur verið ansi snúið að panta sér föt á netinu þar sem ekki er hægt að máta flíkina né vita hvort hún muni líta út nákvæmlega eins og myndirnar sýna til um. Einnig er algengt að fyrirsæturnar á myndunum séu mjög grannar og langar og því erfitt að sjá fyrir sér hvernig flíkin líti út á öðrum en konum með þann vöxt. Margir hafa lent í því að fá flíkur sem virðast ekki einu sinni vera þær sömu og á myndunum. Daily Feed tók saman lista yfir 22 flíkur sem konur pöntuðu sér með misgóðum árangri.   Lesa meira

Heillandi heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur

Heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund (1940-2017) var haldin síðastliðinn sunnudag á Menningarhátíð Seltjarnarness. Fjöldi ættingja og vina Jóhönnu auk annarra gesta mættu. Vera Illugadóttir, barnabarn Jóhönnu, var kynnir. Börn Jóhönnu, barnabörn og vinir komu einnig fram, en fram komu Ásgerður Halldórsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Embla Garpsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafn Jökulsson, Jökull Elísabetarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Styrmir Gunnarsson. Höfundaverk Jóhönnu eru óvenju fjölbreytt enda fór hún sjaldnast troðnar slóðir í lífi og starfi. Í dagskránni verður dregin upp mynd af margbrotinni konu sem með eldmóði sínum og samhug hafði djúp áhrif á þá sem henni kynntust. Daníel Helgason gítarleikari og… Lesa meira

Húsráð: Svona færðu strigaskóna hvíta aftur

Við könnumst mörg við þetta, hvítu strigaskórnir okkar eru hrikalega fallegir og hvítir þar til við erum búin að nota þá einu sinni. Þeir verða aldrei jafnhvítir aftur, alveg sama hvaða húsráð við höfum reynt. Twitternotandinn @sarahtraceyy virðist hins vegar hafa fundið ráð sem virkar og deildi hún fyrir og eftir mynd af hvítu Converse skónum sínum ásamt húsráðinu sem hún notaði. Twitternotendur hafa tekið vel í póstinn og hafa yfir 9000 líkað við póstinn og yfir 1300 deilt honum áfram.     I am a miracle worker pic.twitter.com/BeivqBtdrv — halloween queen (@sarahtraceyy) October 15, 2017 Og eftir að fjöldi notenda… Lesa meira

Guðrún Huld hannaði íslenska stafrófið með nýrri nálgun

Grafíski hönnuðurinn Guðrún Huld Gunnarsdóttir ákvað að taka nýja nálgun á íslenska stafrófið og selur það nú í tveimur stærðum sem eru heimilisprýði, hvort sem er í forstofunni, barnaherberginu eða annars staðar á heimilinu. „Mig langaði að einblína á það jákvæða og er að vinna með falleg og hlý orð í stað A fyrir Api,  Á fyrir Ás, B fyrir Banani og svo framvegis þá nota ég A fyrir Alúð, Á fyrir Ást, B fyrir Bjart,“ segir Guðrún Huld. Plakatið hefur lærdómsgildi fyrir yngri kynslóðina sem og eldri og fæst í tveimur stærðum, A3 og A4, á Facebooksíðu hennar. „Margir… Lesa meira

Þeir eru rauðhærðir og naktir til styrktar góðgerðarmálum

Í nýju dagatali fyrir árið 2018 er áherslan lögð á fáklædda rauðhærða karlmenn. Tilgangurin er bæði að stemma stigu við neikvæðu áliti fólks á rauðhærðum karlmönnum og að safna til góðgerðarmála, en ágóðinn rennur til góðgerðarsamtakana STAND UP. Markmið þeirra er að berjast gegn einelti hvarvetna, en þó með áherslu á LGBT samfélagið. https://www.instagram.com/p/BaUhAoeD7Au/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaZtgJJD90L/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaYj2IajKPs/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaXTCzdDTMr/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaWj1Pkjqtc/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaOEztFj4cx/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaKeVRCg7Jb/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaH03SWjBIF/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZ1-AAijVyT/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZzMqgiDc4k/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZyYZK8DFLv/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZwlIOpjmaN/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZi8mLnjzQf/?taken-by=redhot100   Lesa meira

Kiddakvöld haldið til styrktar börnum Kristjáns

Kiddakvöld verður haldið í kvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar. Kristján Björn Tryggvason var 36 ára eiginmaður og 3 barna faðir sem lèst 19. júlí siðastliðinn eftir langa baráttu við heilaæxli. Og þar sem Kiddi var mikill stuðmaður verður haldið heiðurskvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar í kvöld þar sem ágóðinn af miðasölu rennur óskiptur til barnanna hans. Meðal þeirra sem fram koma eru: Ari Eldjárn, Einar Ágúst og Sigga Kling. Einnig verður happdrætti og fleiri uppákomur. Húsið opnar klukkan 20 með fordrykk og lèttum veitingum Aðgöngumiði er á 2.000 kr. og 2.500 kr. með happdrættismiða. Einnig er hægt að kaupa auka happdrættismiðaá 1.000… Lesa meira

Bókasafnsfræðingar stæla Kardashian myndatöku

Það er kominn áratugur síðan Kardashian fjölskyldan kom fyrst á skjái heimsins (og síðan hafa þau verið alls staðar!) og til að fagna þeim áfanga sat fjölskyldan fyrir á forsíðu Hollywood Reporter. Nokkrir bókasafnsfræðingar sáu forsíðuna og ákváðu að gera eigin útgáfu. „Til að fagna áfanganum ákvað samfélagsmiðlafólkið okkar að taka algjörlega óæfða myndatöku,“ segir starfsfólk Invergargill borgarbóka- og skjalasafnsins í Nýja Sjálandi á Facebook síðu þess. Sex dögum seinna er pósturinn búinn að fá 11þúsund „like“ og Facebooksíða þeirra fengið fjöldann allan af athygli. Helstu vefmiðlar hafa sagt frá grínun og lesendur síðunnar hafa sitt að segja um hvor… Lesa meira

Signature opnar fyrstu conceptbúðina á Norðurlöndum

Þann 6. október síðastliðinn opnaði Signature, ein fallegasta húsgagna- og hönnunarvöruverslun landsins, í Askalind 2a í Kópavogi. Ný 1.000 fm verslun á tveimur hæðum sem býður upp á allt það nýjasta í evrópskri húsgagnahönnun, gjafavöru og hágæða útihúsgögnum. Signature húsgögn opnaði fyrst dyrnar árið 2003, þá staðsett í Bæjarlindinni, og varð um leið brautryðjandi í hágæða útihúsgögnum á Íslandi. Nú hefur verslunin stækkað margfalt með innkomu nýrra evrópskra vörumerkja. Húsgagnavörumerkin XOOON og Henders & Hazel eru með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu, og er verslunin í Askalindinni fyrsta concept-búðin á Norðurlöndunum. Áherslurnar eru frábreyttar hefðbundnum íslenskum húsgagnaverslunum. „Hér er… Lesa meira

Brúðguminn og gæjarnir stíga trylltan dans

Erla Ósk Guðmundsdóttir og Guðfinnur Magnússon giftu sig laugardaginn 14. október síðastliðinn, en parið hefur verið saman í nokkur ár. Guðfinnur ákvað að koma brúður sinni á óvart með dansi og fékk æskuvini sína í lið með sér. Þeir spiluðu fótbolta saman í Fjölni og eru allir góðir vinir. Strákarnir fóru í Kramhúsið þar sem að þeir nutu handleiðslu Sigríðar Ásgeirsdóttur og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér að neðan. „Við vorum öll í krúttkasti yfir þessum skemmtilega hópi,“ segir einn starfsmanna Kramhússins. Vinir brúðgumans heita Bergsveinn Ólafsson, Bjarni Gunn, Sveinn Aron Sveinsson, Henrý Guðmunds, Óli Hall, Jóhann Óli Þorbjörnsson,… Lesa meira

Kim Kardashian drakk brjóstamjólk systur sinnar

Kim Kardashian hefur viðurkennt að hún hefur drukkið brjóstamjólk Kourtney systur sinnar í þeim tilgangi að reyna að ráða niðurlögum psoriasis. Raunveruleikastjarnan hefur talað opinberlega um að hún glími við psoriasis, en hún talaði fyrst um það í viðtali árið 2010. Síðan hefur hún talað reglulega um hvaða aðferðum hún hefur beitt við að halda sjúkdómnum og einkennum hans niðri. Móðir hennar, Kris Jenner, er líka með sjúkdóminn. „Ég hef reynt hefðbundnar meðferðir, en ég er alltaf tilbúin til að reyna nýjar aðferðir,“ segir Kim. „Einu sinni drakk ég meira að segja brjóstamjólk Kourtney!“ Kim sagði einnig frá að hún… Lesa meira