„Ég var orðin að 13 ára gömlum frosnum ísklumpi sem var fastur í höndunum á 51 árs gömlum manni“

Ég veit ekki alveg hvað fékk mig til þess að skrifa þetta og vilja deila með öðrum. Kannski var það hefndin sem drífði mig áfram, reiðin eða óttinn. Sum ykkar munu segja þetta vera dramatískt,væmið, hefði getað verið verra eða það hafa margar aðrar konur lent í miklu verri hlutum og skrá mig svo í hóp athyglissjúkra unglinga en ég vona svo innilega að það eru einhverjir þarna sem lesa þetta og sýna skilning hjá þessari athyglissjúku unglingsstelpu.

Ég er fædd 2002 og að fara klára seinasta árið mitt í grunnskóla. Okey, nú hætta sumir að lesa vegna þess að ritari þessarar greinar er of ungur til þess að vert sé að eyða tímanum í. En ef ég segi strax að kennari í skólanum mínum hafi brotið á mér og að aðstoðarskólastjórinn minn hafi tekið mig á fund til að láta mig vita að það væri ljótt af mér að segja frá? Væri þá loksins eitthvað merkilegt til að lesa um? Gjörðu svo vel, lestu þá áfram.

Mynd/Getty Images – Myndin tengist greininni ekki beint.

Þetta gerðist árið 2016 þegar ég var í 8. bekk. Sögur fóru um elsta stigið að dönskukennarinn/smíðakennarinn hafi tekið framan á peysu hjá stelpu og sett penna, sem hann hélt á, inn á hana. Af hverju? Enginn veit. En telst það til einhvers áreitis? Já örugglega, hvaða ástæðu hefur kennari til þess að mega taka framan á boli hjá nemendum og henda hlutum inn á þá? Og til þess að bragðbæta þetta aðeins þá gerði hann þetta fyrir framan bekkinn. Hann var með a.m.k. fimm vitni en það var ekki tekið mark á neinu þeirra. Og að lokum var atburðinn orðinn að kjaftasögu sem fáir tóku eftir, þ. á m. ég, eða þangað til að ég fór í smíðaval.

Ég hafði sótt sérstaklega um að fá að skipta í valið og var búin með einn til tvo tíma. Kjaftasagan var að engu og ég fór til kennarans til að biðja um aðstoð. Hann fór með mér að bekknum mínum sem var u.þ.b. 3-4 metrum frá en tók svo allt í einu þéttingsföstu taki um mjaðmirnar á mér með báðum höndum og gekk þannig með mig áfram. Ég var í þröngum íþróttabuxum, í hlýrabol og gollu yfir. Hárin spruttu á gæsahúðinni minni og mér varð ískalt. Þessir 3-4 metrar urðu að hálfmaraþoni og ég var orðin að 13 ára gömlum frosnum ísklumpi sem var fastur í höndum á 51 árs gömlum manni. Hvað átti ég að gera? Ég gat ekki hreyft mig, heilinn var frosinn og adrenalínið hafði lamað hvern einasta stað á líkamanum, meira að segja svitakirtlarnir réðu ekki við sig og grétu sig í gegnum húðina mína. Við vorum að koma að bekknum þegar ég heyrði í vinkonu minni öskureiðri að skipa kennaranum að hjálpa sér. Hann sleppti eins og skot og ég fann fyrir þungum og hröðum hjartslættinum og svitaperlunum sem ég hélt að voru löngu frosnar á ískaldri húðinni minni. Ég gekk rakleiðis að bekknum mínum og hugsaði um hvort maður ætti nú að segja eða þegja. Aðstoðarskólastjórinn minn myndi aldrei trúa mér þar sem bekkjarfélagar mínir voru duglegir að kvarta út í þennan kennara, þetta væri bara lítil spunasaga til þess að losna við hann, svo á endanum ákvað ég að þegja.

Skóladagarnir liðu og mætti ég í alla tíma hjá þessum kennara, dönsku- og smíðatíma, með skömm um hvað aðrir myndu halda um mig, hvort ég væri bara drusla. Ég var byrjuð að dreyma ógeðslega drauma um þennan mann og vaknaði á nóttunni til að gá hvort ég var ekki örugglega örugg. Ég var byrjuð að sofa upp í hjá foreldrum mínum því ég var hrædd um það brytist einhver inn til mín til að snerta mig eða nauðga mér. Ég ákvað að tala við bestu vinkonu mína og var ótrúlega ánægð að vita að hún tók ekki eftir atburðinum, þrátt fyrir að hafa verið með mér í tímanum.

Mynd/Getty Images – Myndin tengist greininni ekki beint.

Loksins ákvað ég samt að segja frá. Ég var komin með svo mikið ógeð að þurfa að horfa á manninn á hverjum einasta degi vitandi að það væri aldrei neitt gert í þessu svo ég sagði frá þessu fyrir framan bekkinn minn í miðjum náttúrufræði tíma (Ekki halda að ég truflaði tímann, við vorum hvort eð að spjalla) og þá barst sagan út um skólann. Eldri krakkarnir voru byrjaðir að koma til mín til að vita hvernig ég hafði það og allt í einu vissu þetta allir. Ég talaði einnig við umsjónarkennarann minn og deginum eftir var mér vísað á fund með aðstoðarskólastjóranum. Þar talaði hann um að ég hafði enga sönnun fyrir þessu atviki, það hafi verið dónalegt og ljótt af mér að hafa sagt frá þessu og að ég hafi verið að skemma mannorðið hjá þessum manni. Já ég skrifaði þetta beint á Notes hjá mér til þess að muna þetta alveg. En það hafði engin áhrif. Ég var með vitni, hann lét eins og hann heyrði ekki að ég hafi nefnt það. Eftir þennan fund hafði ég það ekki einu sinni í mér að segja foreldrum mínum frá þessu, það er ljótt að segja frá, ekki satt? En fljótlega komust þau að því en ekkert var gert.

Fékk ég að fara í aðra stofu með öðrum kennara meðan dönskutíma stóð? Nei, aðstoðarskólastjórinn skipaði mér að hegða mér eins og „venjulegri manneskju” og mæta í tímana sem mér bar skyldu að mæta í. Gera ekki öll fórnarlömbin það annars? Pína sig í hafa gerandann sinn standa yfir sér meðan þau klára dönskuprófið sitt þegar þau gætu verið með annan kennara en samt í nákvæmlega sama efni?

En með þessari grein var ég ekki að leitast eftir vorkunn, athygli eða sýna hversu dramatísk ég get verið. Þetta eru tilfinningar, upplifun mín á skólasamfélaginu sem ég bý í og þöggunin sem margar stelpur hafa lent í. Þetta er nú orðið að stórum örum sem ég sé á hverjum degi. Þótt atburðurinn hafi ekki verið sá allra stærsti þá fannst mér samt hafa verið brotið á mér. Þöggunin, vantraustið og óvirðingin skilur eftir sig stærstu örin.

Höfundur greinar er íslensk stúlka sem óskar nafnleyndar.

Blautur koss frá ferfætlingum getur haft alvarlegar afleiðingar

Eflaust hafa flestir hundavinir lent í því að fjórfættu vinirnir sleiki þá í framan. Sumir hafa jafnvel ekkert á móti því enda er það í flestum tilvikum skaðlaust. Það er að segja þangað til að það er ekki skaðlaust. Bakteríur í skolti hunda eru allt öðruvísi en þær sem eru í munnum mannfólksins. Sama gildir um önnur gæludýr, eins og ketti, en óneitanlega eru hundar líklegri til þess nota tunguna frjálslega. Dæmi eru um dauðsföll barna og gamalmenna af sökum alvarlegra sýkinga sem rekja má til hunda og annarra gæludýra. Nef og tunga hunda fer víða Hundar eru í eðli… Lesa meira

Sjáðu fyrsta myndbrotið úr „Road Trip Reunion: Return To the Jersey Shore“

Það eru komin fimm ár síðan framleiðslu Jersey Shore raunveruleikaþáttana lauk. Þættirnir voru sýndir á MTV á árunum 2009-2012. Bleikt fjallaði fyrr í vikunni um væntanlegt „reunion“ og hvernig stjörnurnar líta út núna. Nicole „Snooki“ Polizzi, Mike „The Situation“ Sorrentino, Sammi „Sweetheart“ Giancola, Jenni „JWoww“ Faley og Paul „Pauly D“ DelVecchio hafa komið saman fyrir svokallaðan „reunion“ þátt E!News sem heitir Road Trip Reunion: Return To the Jersey Shore. Þátturinn verður sýndur þann 20. ágúst næstkomandi. Við fáum að sjá smá brot úr þættinum en þar ræða þau um fyrri „hook-ups“ eins og þegar JWoww og Pauly D sváfu saman.… Lesa meira

Nýtt lag og tónlistarmyndband frá Miley Cyrus – Plata væntanleg 29. september

Söngkonan Miley Cyrus var að gefa út nýtt lag og tónlistarmyndband við. Lagið heitir "Younger Now." Lagið virkar eins og endurspeglun á feril hennar. Í laginu talar hún um breytingu, að breyting sé eitthvað sem þú getur alltaf treyst á. En hún hefur bæði verið að breyta ímynd sinni og tónlistarstíl upp á síðkastið. Þetta er þriðja lagið sem hún gefur út af nýju plötunni sinni, en hún hefur gefið út "Malibu" og "Inspired."  Platan heitir það sama og nýjasta lagið: „Younger Now.“ Þessi plata, eða það sem við höfum fengið að sjá af henni, er ólík fyrri plötum Miley eins… Lesa meira

Snapchat stjarnan Patrekur Jaime spennir bogann hátt inn í framtíðina

Á dögunum mælti ég mér mót við eina af skærustu Snapchat og samfélagsmiðlastjörnum Íslands. Ég er nokkuð viss um að allir sem hafa gaman af því að fylgjast með snöppurum, og þá sér í lagi yngri kynslóðin, hafi heyrt um hann. Ég er forvitin að eðlisfari og hlaut það sjálfsagt í vöggugjöf, svo forvitnin rak mig áfram að heyra meira um þennan hreinskilna, duglega og drífandi dreng. Nafn hans er Patrekur Jaime og ég sá hann fyrst á hinseginleikasnappinu. Við mæltum okkur mót inn á N1 á Ártúnshöfða þar sem mig langaði svo mikið að fá mér boost og bauð… Lesa meira

Lindex opnar 400 m² verslun í miðbæ Selfoss

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja 400 fermetra verslun í miðbæ Selfoss næsta sumar verði deiliskipulag samþykkt. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Sigtúns Þróunarfélags og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. Gera má ráð fyrir að um 6-8 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina á Selfossi. Verslunin verður staðsett í húsum byggðum skv. útliti Edinborgarhússins sem var áður í Hafnarstræti í… Lesa meira

Þetta eru keppendurnir í Ungfrú Ísland í ár

Það styttist óðum í keppniskvöld Ungfrú Ísland en það verður haldið í Hörpu þann 26. ágúst næstkomandi. Stúlkurnar sem taka þátt í ár eru á aldrinum 18 til 24 ára. Nú stendur yfir vefkosning þar sem er kosið um „Miss Peoples Choice Iceland 2017.“ Kosningin fer fram með því að ýta á "like" á myndunum hér að neðan og hægt verður að taka þátt fram að krýningu. Lesa meira

Sjáðu hvernig Disney karakterar litu út ef þeir væru trans

Listrænn stjórnandi frá New York setti inn færslu á Bored Panda undir notendanafninu Trans Disney. Færslan er hreint út sagt frábær en í henni deilir notandinn myndum af þekktum Disney karakterum. „Eins og margir aðrir þá ólst ég upp við að horfa á Disney myndir. Ég elska þær og mun alltaf gera það á meðan þær fjalla um ást, frelsi og breytingu (e. transformation),“ skrifar Trans Disney í færslunni. Notandinn bætir því við að þegar hann var að vaxa úr grasi tók hann eftir að það vantaði mjög mikilvægan flokk af fólki í myndirnar: Trans fólk. „Fólk sem skilur það best af öllum meininguna á bak við ást, frelsi og breytingu og leitina að því.… Lesa meira

Rebekka Sif frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við hressan sumarsmell

Tónlistarkonan Rebekka Sif frumsýndi nú á dögunum myndband við lagið Wondering sem er titillag fyrstu plötu hennar sem kemur út 17. ágúst næstkomandi. Lagið Wondering er hress sumarsmellur sem fjallar um skondin samskipti milli tveggja ástvina. Á plötunni eru ellefu fjölbreytt frumsamin lög sem spanna allt frá indie poppi til rokktónlistar. Í tilefni útkomu fyrstu plötunnar mun Rebekka Sif halda útgáfutónleika á Rosenberg kl. 21:30 þann 17. ágúst næstkomandi. Þar mun hún koma fram með hljómsveit sem er skipuð Aron Andra Magnússyni á gítar, Sindra Snæ Thorlacius á bassa, Daniel Alexander Cathcart-Jones á hljómborð og Kristófer Nökkva Sigurðssyni á trommur.… Lesa meira

Tilfinningarnar eru skynsamlegar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Þarftu að taka mikilvæga ákvörðun? Vertu þá ekkert að leiða hugann of mikið að því. Ýmsar taugasjúkdóma- og sálfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningarnar ná oft yfirhöndinni yfir skynseminni þegar taka þarf flóknar ákvarðanir. Líkamlegar tilfinningar okkar hafa nefnilega yfir að ráða ómeðvitaðri þekkingu um fyrri reynslu og eru færar um að vinna úr miklu meiri upplýsingum en meðvitundin. Dag einn, árið 1982, kom sjúklingur nokkur inn á skrifstofu hins þekkta bandaríska taugasérfræðings Antonio Damasio. Maður þessi gengur undir heitinu Elliot meðal… Lesa meira

Chris Brown tjáir sig í fyrsta skipti um kvöldið sem hann réðst á Rihönnu

Átta ár eru liðin frá því að Chris Brown réðst á stórsöngkonuna Rihönnu en þau voru þá í sambandi. Líkamsárásin átti sér stað þegar parið var á leiðinni úr fyrirpartý fyrir Grammy verðlaunin. Fréttir af árásinni voru á allra vörum á sínum tíma og ljósmyndir sem voru teknar af lögreglunni voru seldar til slúðurmiðla. Chris Brown hefur nú tjáð sig um atvikið í fyrsta skipti en hann gerir það í nýju heimildarmyndinni sinni Chris Brown: Welcome to My Life. Rihanna tjáði sig fyrst opinberlega um málið í ágúst 2012 í spjall þætti Opruh Winfrey. Chris segir að vandamál í sambandinu… Lesa meira

Sjötta þætti sjöundu seríu Game of Thrones lekið á netið

Sjötti þáttur sjöundu seríu Game of Thrones lekur á netið Óheppni bandaríska kapalrisans HBO virðist engan endi ætla að taka. Hakkarar hafa herjað á fyrirtækið að undanförnu og lekið handritum, þáttum og ýmsu öðru sem þeir hafa komist yfir með árásum á tölvukerfi fyrirtækisins. Nú hefur sjötta þætti sjöundu seríu eins vinsælasta sjónvarpsþáttar heims, Game of Thrones, verið leikið á netið en í þetta skiptið var ekki við hakkara að sakast heldur neyðarleg mistök HBO á Spáni. Lesa meira

Tíðni krabbameins myndi lækka um allt að 40 prósent ef fólk tæki upp heilbrigðari lífshætti

Hægt væri að útrýma um helming alls krabbameins ef fólk myndi velja sér heilbrigðari lífsstíl. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við læknadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunum. „Ef fólk myndi hætta að reykja, halda sér hraustu og það fengi sér ekki fleiri en einn eða tvo áfenga drykki á dag myndi tíðni krabbameins snarminnka,“ segir vísindamaður við Harvard háskóla. Læknar hafa lengi sagt að óheilbrigður lífsstíll muni auka líkur á krabbameini verulega síðar á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókninni er aðeins ein af hverjum fimm konum og einn af hverjum fjórum mönnum sem fylgja þessu ráði. Rúmlega 136.000 bandaríkjamenn tóku þátt í… Lesa meira