„Ég var orðin að 13 ára gömlum frosnum ísklumpi sem var fastur í höndunum á 51 árs gömlum manni“

Ég veit ekki alveg hvað fékk mig til þess að skrifa þetta og vilja deila með öðrum. Kannski var það hefndin sem drífði mig áfram, reiðin eða óttinn. Sum ykkar munu segja þetta vera dramatískt,væmið, hefði getað verið verra eða það hafa margar aðrar konur lent í miklu verri hlutum og skrá mig svo í hóp athyglissjúkra unglinga en ég vona svo innilega að það eru einhverjir þarna sem lesa þetta og sýna skilning hjá þessari athyglissjúku unglingsstelpu.

Ég er fædd 2002 og að fara klára seinasta árið mitt í grunnskóla. Okey, nú hætta sumir að lesa vegna þess að ritari þessarar greinar er of ungur til þess að vert sé að eyða tímanum í. En ef ég segi strax að kennari í skólanum mínum hafi brotið á mér og að aðstoðarskólastjórinn minn hafi tekið mig á fund til að láta mig vita að það væri ljótt af mér að segja frá? Væri þá loksins eitthvað merkilegt til að lesa um? Gjörðu svo vel, lestu þá áfram.

Mynd/Getty Images – Myndin tengist greininni ekki beint.

Þetta gerðist árið 2016 þegar ég var í 8. bekk. Sögur fóru um elsta stigið að dönskukennarinn/smíðakennarinn hafi tekið framan á peysu hjá stelpu og sett penna, sem hann hélt á, inn á hana. Af hverju? Enginn veit. En telst það til einhvers áreitis? Já örugglega, hvaða ástæðu hefur kennari til þess að mega taka framan á boli hjá nemendum og henda hlutum inn á þá? Og til þess að bragðbæta þetta aðeins þá gerði hann þetta fyrir framan bekkinn. Hann var með a.m.k. fimm vitni en það var ekki tekið mark á neinu þeirra. Og að lokum var atburðinn orðinn að kjaftasögu sem fáir tóku eftir, þ. á m. ég, eða þangað til að ég fór í smíðaval.

Ég hafði sótt sérstaklega um að fá að skipta í valið og var búin með einn til tvo tíma. Kjaftasagan var að engu og ég fór til kennarans til að biðja um aðstoð. Hann fór með mér að bekknum mínum sem var u.þ.b. 3-4 metrum frá en tók svo allt í einu þéttingsföstu taki um mjaðmirnar á mér með báðum höndum og gekk þannig með mig áfram. Ég var í þröngum íþróttabuxum, í hlýrabol og gollu yfir. Hárin spruttu á gæsahúðinni minni og mér varð ískalt. Þessir 3-4 metrar urðu að hálfmaraþoni og ég var orðin að 13 ára gömlum frosnum ísklumpi sem var fastur í höndum á 51 árs gömlum manni. Hvað átti ég að gera? Ég gat ekki hreyft mig, heilinn var frosinn og adrenalínið hafði lamað hvern einasta stað á líkamanum, meira að segja svitakirtlarnir réðu ekki við sig og grétu sig í gegnum húðina mína. Við vorum að koma að bekknum þegar ég heyrði í vinkonu minni öskureiðri að skipa kennaranum að hjálpa sér. Hann sleppti eins og skot og ég fann fyrir þungum og hröðum hjartslættinum og svitaperlunum sem ég hélt að voru löngu frosnar á ískaldri húðinni minni. Ég gekk rakleiðis að bekknum mínum og hugsaði um hvort maður ætti nú að segja eða þegja. Aðstoðarskólastjórinn minn myndi aldrei trúa mér þar sem bekkjarfélagar mínir voru duglegir að kvarta út í þennan kennara, þetta væri bara lítil spunasaga til þess að losna við hann, svo á endanum ákvað ég að þegja.

Skóladagarnir liðu og mætti ég í alla tíma hjá þessum kennara, dönsku- og smíðatíma, með skömm um hvað aðrir myndu halda um mig, hvort ég væri bara drusla. Ég var byrjuð að dreyma ógeðslega drauma um þennan mann og vaknaði á nóttunni til að gá hvort ég var ekki örugglega örugg. Ég var byrjuð að sofa upp í hjá foreldrum mínum því ég var hrædd um það brytist einhver inn til mín til að snerta mig eða nauðga mér. Ég ákvað að tala við bestu vinkonu mína og var ótrúlega ánægð að vita að hún tók ekki eftir atburðinum, þrátt fyrir að hafa verið með mér í tímanum.

Mynd/Getty Images – Myndin tengist greininni ekki beint.

Loksins ákvað ég samt að segja frá. Ég var komin með svo mikið ógeð að þurfa að horfa á manninn á hverjum einasta degi vitandi að það væri aldrei neitt gert í þessu svo ég sagði frá þessu fyrir framan bekkinn minn í miðjum náttúrufræði tíma (Ekki halda að ég truflaði tímann, við vorum hvort eð að spjalla) og þá barst sagan út um skólann. Eldri krakkarnir voru byrjaðir að koma til mín til að vita hvernig ég hafði það og allt í einu vissu þetta allir. Ég talaði einnig við umsjónarkennarann minn og deginum eftir var mér vísað á fund með aðstoðarskólastjóranum. Þar talaði hann um að ég hafði enga sönnun fyrir þessu atviki, það hafi verið dónalegt og ljótt af mér að hafa sagt frá þessu og að ég hafi verið að skemma mannorðið hjá þessum manni. Já ég skrifaði þetta beint á Notes hjá mér til þess að muna þetta alveg. En það hafði engin áhrif. Ég var með vitni, hann lét eins og hann heyrði ekki að ég hafi nefnt það. Eftir þennan fund hafði ég það ekki einu sinni í mér að segja foreldrum mínum frá þessu, það er ljótt að segja frá, ekki satt? En fljótlega komust þau að því en ekkert var gert.

Fékk ég að fara í aðra stofu með öðrum kennara meðan dönskutíma stóð? Nei, aðstoðarskólastjórinn skipaði mér að hegða mér eins og „venjulegri manneskju” og mæta í tímana sem mér bar skyldu að mæta í. Gera ekki öll fórnarlömbin það annars? Pína sig í hafa gerandann sinn standa yfir sér meðan þau klára dönskuprófið sitt þegar þau gætu verið með annan kennara en samt í nákvæmlega sama efni?

En með þessari grein var ég ekki að leitast eftir vorkunn, athygli eða sýna hversu dramatísk ég get verið. Þetta eru tilfinningar, upplifun mín á skólasamfélaginu sem ég bý í og þöggunin sem margar stelpur hafa lent í. Þetta er nú orðið að stórum örum sem ég sé á hverjum degi. Þótt atburðurinn hafi ekki verið sá allra stærsti þá fannst mér samt hafa verið brotið á mér. Þöggunin, vantraustið og óvirðingin skilur eftir sig stærstu örin.

Höfundur greinar er íslensk stúlka sem óskar nafnleyndar.

Saga Dröfn var fullkomin mamma: „Þetta getur nú ekki verið svo erfitt“

Áður en Saga Dröfn Haraldsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn var hún fullkomin mamma. Barnið hennar mátti aldrei vera með hor, það átti alltaf að fara að sofa á réttum tíma, borða einungis hollan mat og sjónvarpið átti að vera spari. Einnig skildi barnið hennar alltaf vera vel greidd um hárið, í flottum fötum, vel til fara og að sjálfsögðu áttu heimilið alltaf að vera hreint og fínt. Ég hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo erfitt, bara skipta á bleyjum þegar þess þarf, gefa henni að borða og leika við hana, segir Saga í færslu sinni á Mæður.com Kjarnafjölskyldan Ég… Lesa meira

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturta“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist. Ég hef misst fóstur í tvö skipti, þessi tvö skipti voru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim, segir Guðlaug í einlægri færslu sinni á Amare. Þetta er ekki auðvelt, þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið. Þetta er barnið mitt, litla… Lesa meira

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið. Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum… Lesa meira

Aldís rakst á gífurlegan verðmun á barnadóti milli verslana: „Þetta hlýtur að vera eitthvað djók!“

Aldís Björk Óskarsdóttir var stödd í barnaversluninni Ólavía og Oliver á dögunum þegar hún rakst fyrir tilviljun á barnadót sem kostaði tæplega átta þúsund krónur. Það sem kom Aldísi svo mikið á óvart var að einungis nokkrum vikum áður hafði hún keypt sömu vöruna á 2500 krónur í Hagkaup. Ég rakst bara á þetta fyrir algjöra tilviljun, ég var að skoða göngugrind fyrir litlu stelpuna mína í Ólavíu og Oliver og ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað djók! segir Aldís í viðtali við Bleikt.is Aldís ákvað í kjölfarið að gera sér ferð í Hagkaup til þess að athuga hvort… Lesa meira

13 bráðfyndnar gamanmyndir á Netflix

Það bíða líklega langflestir Íslendingar eftir því að sólin hækki á lofti og vetur konungur láti sig hverfa af landi brott, enda hefur veturinn verið sérstaklega þungur undanfarnar vikur. Það er þó eitt hægt að gera til þess að stytta biðina og það er að koma sér vel fyrir í sófanum með eitthvað gott að narta í og kveikja sér á skemmtilegri gamanmynd. Bleikt tók saman lista af skemmtilegum gamanmyndum sem allar eru í sýningu á Netflix: Hot Fuzz Nick Angel er ekta „ofurlögga“ sem er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að… Lesa meira

Breytir myndum af börnunum sínum í ævintýri

Fjögurra barna faðir vildi taka skemmtilegar og öðruvísi myndir af börnunum sínum og fór því að leika sér að því að breyta umhverfinu með myndvinnsluforriti. John Wilhelm býr í Sviss með konu sinni og fjórum börnum. Faðir Wilhelms var mikill áhugaljósmyndari en sjálfum þótti honum ljósmyndun ekkert sérstök þegar hann var yngri. Það var svo ekki fyrr en Wilhelm fór á námskeið í myndvinnsluforritun og þrívíddarhönnun sem áhuginn kveiknaði fyrir alvöru. Bored Panda greinir frá því að Wilhelm hafi ákveðið að taka myndir af börnunum sínum og vinna þær öðruvísi heldur en venjulega. Útkoman er virkilega skemmtileg og auðvelt er… Lesa meira

Íris tók ákvörðun um að vera einstæð: „Þarna stóð ég, ein, ólétt og með bullandi höfnunartilfinningu“

Mig langar til þess að koma fram og tala um málefni sem kannski margir kannast við. Málefnið er sú ákvörðun sem ég þurfti að taka. Hvort ég vildi halda fóstrinu vitandi það að ég myndi verða einstæð og þurfa að ganga í gegnum allt saman ein. Ég var stödd í London þar sem ég bjó þegar ég fékk þann skell í andlitið að þurfa að ákveða framtíð mína á nokkrum dögum. Það var svo langt frá því að vera auðvelt eins og þær vita sem hafa verið í þeim sporum að þurfa að ákveða hvað gera skal. Það þarf að taka þá ákvörðun, þá í… Lesa meira