Elka Long situr fyrir svörum: Hvatvís og athyglissjúk sex barna móðir og snappari

Elín Katrín Long Rúnarsdóttir er myndlistakona, hönnuður án réttinda, húsmóðir, dóttir, systir, vinkona og snappari. „Ég er alltaf kölluð Elka Long, sem er stytting sem sagt tveir fyrstu stafirnir úr báðum nöfnunum mínum. Ég á sex yndislega falleg og frábær börn.“

„Ég er búin að taka viðtöl við fullt af áhugaverðu fólki og panta viðtöl við enn fleiri, er að búa til poster, og að hanna og búa til kertastjaka, nag og snuddubönd. Ég er líka alltaf að finna leiðir til að auglýsa mig betur og koma mér og mínu á framfæri enda athyglissjúk með eindæmum. Ég hanna undir vörumerkinu Embrace of Elka og barnalínan verður undir því merki líka en ber nafnið MonsaMía.“

„Áhugamálin mín snúast að öllu sem tengist hönnun enda er ég hálfgerð hönnunarmella, mannrækt eins og hugleiðsla og fleira, snappið mitt og allt sem tengist samfélagsmiðlum, skriftir, ferðalög, líkamsrækt, myndlist, kvikmyndir og leiklist ( mig hefur alltaf dreymt um að verða leikkona) og svo verð ég að segja barnarækt þar sem ég á jú sex börn með fimm mönnum,“ segir Elka Long sem svarar spurningum Bleikt.

Persónuleiki þinn í fimm orðum? Ofvirk, hvatvís, gleymin, fyndin, lífsglöð

Hver er þinn helsti veikleiki? Það var einu sinni sagt við mig að veikleiki minn og kostur væru þeir sömu, en það er að ég er óvenjulega opin (eins og galopin bók), svo getur hvatvísi verið mér fjötur um fót og ég get rokið snöggt upp í skapi en það dettur samt næstum jafn fljótt niður.

Stíllinn þinn í fimm orðum? Kósý, ræktar, hettupeysu, náttföt og spari.

Hvernig eru þínar jólahefðir? Ég hef haldið vel í jólahefðir bernsku minnar enda átti ég alltaf sérlega hamingjusöm jól sem barn, Við til dæmis lesum á einn pakka í einu og bíðum á meðan viðkomandi opnar því það er svo gaman. Þetta getur samt tekið mjög langan tíma þegar við erum mörg eins og núna í ár þá ætlum við að vera hjá foreldrum mínum. Annars kom ég sjálf á nýrri hefð fyrir nokkrum árum en á aðfangadag þá býð ég öllum í fjölskyldunni heim til mín í Ris ala mandle og sá sem fær möndluna er krýndur möndlumeistarinn og fær farandbikar sem á er ritað möndlumeistarinn og viðkomandi fær svo að halda honum í ár. Þetta árið hefur hann verið hjá elstu dóttir minni og tengdasyni og verður forvitnilegt hver hlýtur titilinn í ár.

Hvað er best við jólin? Bara allt. Ég elska jólin. En svo ég nefni eitthvað þá elska ég að gefa gjafir. Ég er einstaklega gjafmild og hef alltaf verið og finnst erfitt að þegja yfir hvað er í þeim pökkum sem ég gef. Það er líka svo næs að geta verið í kósý með fjölskyldunni og sjá eftirvæntinguna og spennuna í andliti barnanna.

Ef þú ættir fimm milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir) Ég myndi kaupa mér jeppa, nýjan síma og bjóða fjölskyldunni til Orlando.

Twitter/Facebook/Snapchat/Instagram? Ég er mest á Snapchat og svo Instagram, en ég nota líka Facebook heilmikið en þetta Twitter er ekki alveg minn tebolli.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Wunderlift Serum og Wunderbrow en hvoru tveggja fæst á torutrix.is. síminn minn og hleðslutæki og svo er ég mjög háð bílnum mínum.

Hvað óttastu mest? Að missa ástvini mína og sérstaklega að lifa börnin mín, samt er ég sjálf líka miklu lífshræddari eftir að þau fæddust.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum? Það hefði verið svo smart að segja jólalög af því það eru að koma jól, en nei á mínum spilunarlista er aðallega íslenskt rapp og smá af ensku rappi, og svo nokkur lög með meistara Megas, Bubba, Die Antwoord, Patty Smith og The Cure.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”? Já svona duft nammi, Ég er með rosalega barnalegan smekk á sælgæti en svona duftpelar og Double Dip duft finnst mér æði, svo elska ég lyktina úr nýjum gúmmístígvélum.

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju? Pottþétt skunkur, en ég hef talað nokkrum sinnum um prumpulyktina og viðrekstrarvandamál á snappinu mínu svo já! Skunkur væri það eða kannski kamelljón þar sem ég breyti óvenju oft um útlit og hárgreiðslu.

Hvernig var fyrsti kossinn? Langþráður (enda búin að vera skotin í drengnum frá því í fyrsta bekk) en ekki eins og ég vildi hafa hann þar sem ég hafði ekki hugmynd um að það ætti að nota tunguna og fannst það hálf ógeðslegt. Ertu ekki annars örugglega að tala um langfyrsta kossinn??

Hver væri titill ævisögu þinnar? Hvað ætlaði ég aftur að segja; Saga um konu á hlaupum. Eða ógeðslega hvatvís og athyglissjúk margra barna móðir.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Ég er með brjálæðislega langa tungu og get rekið hana út út mér og brett upp á hana um leið, svo get ég sett fæturna yfir hvorn annan (svona jógastelling) og gengið á hnjánum á mér. Ég get líka sofnað alls staðar.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Ég tárast reglulega bara yfir hvað ég elska börnin mín mikið, en ég táraðist síðast yfir einhverjum þætti sem ég man ekki lengur hver var og grét síðast í jarðarför.

Fyrirmynd í lífinu? Svo margar, eins og til dæmis foreldrar mínir með suma hluti, ömmur mínar sem báðar eru látnar, en ég tók margt upp eftir þeim og hef mér til fyrirmyndar og svo sterkar konur sem gera það sem þær vilja og láta ekkert stoppa sig og þar eru þær nokkar í snappheimi.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Til dæmis söguna þegar ég átti að labba í skólann en vildi ekki labba ein og heimtaði að mamma fyndi einhvern til að vera samferða mér en hún sjálf var að undirbúa sig fyrir vinnuna. Ég kvaddi svo að lokum og mamma hélt að ég væri farin í skólann en þegar hún kom út þá sat ég í snjóskafli fyrir utan. Svo vorum við í sumarbústað með móðurfólkinu mínu eitt sinn og mér sinnaðist við frænkur mínar svo ég skrifaði með varalit á klósettpappír mjög svo dramatíska kveðju um að ég væri strokin að heiman og hlóp svo út og faldi mig. Það urðu allir dauðhræddir svo ég fékk vænan skammt af skömmum þegar ég loks gaf mig fram. Annars eiga þau endalausar sögur af mér frumburðinum þeirra.

Ertu með einhverja fobíu? Úff já, hata köngulær, mýs og eins er ég hrædd við fugla ef þeir eru of nálægt mér. Ég bilast líka þegar er strokið yfir hreint lín eins og til dæmis lök og föt, mottur úr svona efni og tausófasett.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að verða edrú.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Úff! Ég er auðvitað hvatvís og þess vegna er ég alltaf að lenda í neyðarlegum atvikum en mér fannst til dæmis svakalega neyðarlegt þegar ég var stödd í sjoppu og var ein þar inni með eina af dætrum mínum sem þá var fjögurra ára og hætt með bleyju fyrir löngu. Ég prumpaði þanning að ekkert heyrðist en lyktin var viðurstyggileg svo ég tók á það ráð að lyfta dóttur minni upp og þefa af rassinum hennar og sagði svo nógu andskoti hátt: „Æj, varstu að kúka? Mamma þarf að skipta um bleyju á þér.“ En þá heyrðist í stelpunni: „En mamma, ég er hætt með bleyju.“ Ég hefði viljað sökkva í jörðina á þessari stundu. Annars á ég ótal sögur um neyðarleg atvik svo það er spurning um að ævisagan myndi frekar bera titilinn: Neyðarleg uppákoma.

Með hverjum lífs eða liðnum myndir þú vilja verja einni kvöldstund? Báðar ömmur mínar voru æðislegar, en ég held að ég myndi vilja verja kvöldstund með ömmu minni henni Elínu og segja henni og sýna allt það góða sem ég er að gera í dag en ég var alls ekki á svona góðum stað í lífinu þegar hún féll frá. Eins myndi ég vilja hitta Bjarna barnsföður minn, en hann dó í bílslysi árið 2005 og mig langar svo sjúklega oft að spjalla við hann um börnin okkar, en ég á tvö elstu börnin mín með honum, síðan myndi ég taka lagið með honum í lok kvöldsins.

Hver er fyrsta endurminning þín? Það trúir því næstum enginn, en ég sat í gluggakistu á Hofsvallagötu 17, en þar áttu amma mín og afi heima og ég og mamma sem var bara 17 ára þegar hún átti mig, bjuggum þar fyrstu tíu mánuði ævi minnar. Ég sit þarna í gluggakistunni og er í köflóttum útvíðum buxum, mamma heldur í fótinn á mér svo ég detti ekki og er að benda mér á skrúðgöngu sem gengur þar framhjá. Ég var víst sex mánaða og þetta var á sumardaginn fyrsta.

Lífsmottó? Enginn draumur er of stór til að hann geti ekki orðið að veruleika. og svo hamingjan er heimafengin og verður ekki týnd í görðum annarra.

Hvar er hægt að fylgjast með þér? Aðallega á Snapchat, en ég er snappari með notendanafnið elkalong. Ég er líka á Instagram: elkalong.

Hvað er framundan hjá þér á nýja árinu?  Stækka og stækka á samfélagsmiðlum, hanna, mála, teikna og skrifa, gera allt tíu sinnum betur en á þessu ári, missa fullt af kílóum og vonandi flytja í draumahúsið.

Uppáhalds útvarpsmaður/stöð? Æj þessi er erfið en Ívar Guðmunds er frændi minn svo hann er næs, en ég hef gaman af 95Blö líka og svo elska ég Tvíhöfða.

Uppáhalds matur/drykkur? Ég á ekkert uppáhalds þannig séð en mér finnst sushi gott, svo geri ég geggjaðan pestókjúlla, eins finnst mér rétt eldaður lax og bara allur rétt eldaður fiskur. Ég get samt ekki sleppt að telja upp súrmat (þorramat) en pabbi kenndi mér að líka vel við þannig mat…. æj hvað get ég sagt? Ég er eiginlega bara alæta, en finnst bjúgu samt ógeð. Af drykkjum þá finnst mér Pepsi Max, Nocco, óáfengur Mohito, vatn og fjörmjólk.

Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit? Líka svo margir, en ég elska rapp og Erpur er í miklu uppáhaldi (Ég gaf syni mínum nafnið Erpur Ingi), MC Gauti, Herra Hnetusmjör, Bent og öll rapp elítan bara, svo er Nick Cave, The Cure, Die Antwoord, Ragga Gröndal, Bubbi og bara OMG!!! Ég er með svo geðklofinn tónlistarsmekk og pottþétt að gleyma einhverjum.

Uppáhalds kvikmynd/sjónvarpsþættir? Margar uppáhalds myndir eins og margar sem Tarantino kemur nálægt, elska flestar myndir sem Gary Oldman leikur í og svo elska ég myndina Juno sem kemur mér bara í gott skap. Allra allra uppáhalds sjónvarpsþættir eru Game of Thrones og ég get horft á þá aftur og aftur, ég er líka mega nörd hvað þá þætti varðar og á hund, pínulítinn tjúa sem heitir Tyrion Lannister Long. Ég á hálsmen með mynd af John Snow sem vinkonur mínar gáfu mér í afmælisgjöf, spil með myndum af öllum í G.O.T peysu og náttföt. Jebb ég er nörd!

Uppáhalds bók?  AA bókin.

Uppáhalds stjórnmálamaður?  Ég veit það ekki, mér finnst samt Kata Jak ógó töff, Þorgerður Katrín líka en þær eru ekkert uppáhalds samt endilega. Bara flottar í pontu, vel gefnar og koma vel fyrir sig orði.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? Já! Ég er að safna fylgjendum á Snap og Insta, og er yfirleitt ágæt þar og mjög óritskoðuð og „real“ ef þið fýlið það og þó þið fýlið það ekki þá vil ég ykkur öll sem fylgjendur í jólagjöf. Var einhver að tala um athyglissýki?

Fylgjast má með Elku Long á Snapchat og Instagram: elkalong.

 

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira