Elka Long situr fyrir svörum: Hvatvís og athyglissjúk sex barna móðir og snappari

Elín Katrín Long Rúnarsdóttir er myndlistakona, hönnuður án réttinda, húsmóðir, dóttir, systir, vinkona og snappari. „Ég er alltaf kölluð Elka Long, sem er stytting sem sagt tveir fyrstu stafirnir úr báðum nöfnunum mínum. Ég á sex yndislega falleg og frábær börn.“

„Ég er búin að taka viðtöl við fullt af áhugaverðu fólki og panta viðtöl við enn fleiri, er að búa til poster, og að hanna og búa til kertastjaka, nag og snuddubönd. Ég er líka alltaf að finna leiðir til að auglýsa mig betur og koma mér og mínu á framfæri enda athyglissjúk með eindæmum. Ég hanna undir vörumerkinu Embrace of Elka og barnalínan verður undir því merki líka en ber nafnið MonsaMía.“

„Áhugamálin mín snúast að öllu sem tengist hönnun enda er ég hálfgerð hönnunarmella, mannrækt eins og hugleiðsla og fleira, snappið mitt og allt sem tengist samfélagsmiðlum, skriftir, ferðalög, líkamsrækt, myndlist, kvikmyndir og leiklist ( mig hefur alltaf dreymt um að verða leikkona) og svo verð ég að segja barnarækt þar sem ég á jú sex börn með fimm mönnum,“ segir Elka Long sem svarar spurningum Bleikt.

Persónuleiki þinn í fimm orðum? Ofvirk, hvatvís, gleymin, fyndin, lífsglöð

Hver er þinn helsti veikleiki? Það var einu sinni sagt við mig að veikleiki minn og kostur væru þeir sömu, en það er að ég er óvenjulega opin (eins og galopin bók), svo getur hvatvísi verið mér fjötur um fót og ég get rokið snöggt upp í skapi en það dettur samt næstum jafn fljótt niður.

Stíllinn þinn í fimm orðum? Kósý, ræktar, hettupeysu, náttföt og spari.

Hvernig eru þínar jólahefðir? Ég hef haldið vel í jólahefðir bernsku minnar enda átti ég alltaf sérlega hamingjusöm jól sem barn, Við til dæmis lesum á einn pakka í einu og bíðum á meðan viðkomandi opnar því það er svo gaman. Þetta getur samt tekið mjög langan tíma þegar við erum mörg eins og núna í ár þá ætlum við að vera hjá foreldrum mínum. Annars kom ég sjálf á nýrri hefð fyrir nokkrum árum en á aðfangadag þá býð ég öllum í fjölskyldunni heim til mín í Ris ala mandle og sá sem fær möndluna er krýndur möndlumeistarinn og fær farandbikar sem á er ritað möndlumeistarinn og viðkomandi fær svo að halda honum í ár. Þetta árið hefur hann verið hjá elstu dóttir minni og tengdasyni og verður forvitnilegt hver hlýtur titilinn í ár.

Hvað er best við jólin? Bara allt. Ég elska jólin. En svo ég nefni eitthvað þá elska ég að gefa gjafir. Ég er einstaklega gjafmild og hef alltaf verið og finnst erfitt að þegja yfir hvað er í þeim pökkum sem ég gef. Það er líka svo næs að geta verið í kósý með fjölskyldunni og sjá eftirvæntinguna og spennuna í andliti barnanna.

Ef þú ættir fimm milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir) Ég myndi kaupa mér jeppa, nýjan síma og bjóða fjölskyldunni til Orlando.

Twitter/Facebook/Snapchat/Instagram? Ég er mest á Snapchat og svo Instagram, en ég nota líka Facebook heilmikið en þetta Twitter er ekki alveg minn tebolli.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Wunderlift Serum og Wunderbrow en hvoru tveggja fæst á torutrix.is. síminn minn og hleðslutæki og svo er ég mjög háð bílnum mínum.

Hvað óttastu mest? Að missa ástvini mína og sérstaklega að lifa börnin mín, samt er ég sjálf líka miklu lífshræddari eftir að þau fæddust.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum? Það hefði verið svo smart að segja jólalög af því það eru að koma jól, en nei á mínum spilunarlista er aðallega íslenskt rapp og smá af ensku rappi, og svo nokkur lög með meistara Megas, Bubba, Die Antwoord, Patty Smith og The Cure.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”? Já svona duft nammi, Ég er með rosalega barnalegan smekk á sælgæti en svona duftpelar og Double Dip duft finnst mér æði, svo elska ég lyktina úr nýjum gúmmístígvélum.

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju? Pottþétt skunkur, en ég hef talað nokkrum sinnum um prumpulyktina og viðrekstrarvandamál á snappinu mínu svo já! Skunkur væri það eða kannski kamelljón þar sem ég breyti óvenju oft um útlit og hárgreiðslu.

Hvernig var fyrsti kossinn? Langþráður (enda búin að vera skotin í drengnum frá því í fyrsta bekk) en ekki eins og ég vildi hafa hann þar sem ég hafði ekki hugmynd um að það ætti að nota tunguna og fannst það hálf ógeðslegt. Ertu ekki annars örugglega að tala um langfyrsta kossinn??

Hver væri titill ævisögu þinnar? Hvað ætlaði ég aftur að segja; Saga um konu á hlaupum. Eða ógeðslega hvatvís og athyglissjúk margra barna móðir.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Ég er með brjálæðislega langa tungu og get rekið hana út út mér og brett upp á hana um leið, svo get ég sett fæturna yfir hvorn annan (svona jógastelling) og gengið á hnjánum á mér. Ég get líka sofnað alls staðar.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Ég tárast reglulega bara yfir hvað ég elska börnin mín mikið, en ég táraðist síðast yfir einhverjum þætti sem ég man ekki lengur hver var og grét síðast í jarðarför.

Fyrirmynd í lífinu? Svo margar, eins og til dæmis foreldrar mínir með suma hluti, ömmur mínar sem báðar eru látnar, en ég tók margt upp eftir þeim og hef mér til fyrirmyndar og svo sterkar konur sem gera það sem þær vilja og láta ekkert stoppa sig og þar eru þær nokkar í snappheimi.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Til dæmis söguna þegar ég átti að labba í skólann en vildi ekki labba ein og heimtaði að mamma fyndi einhvern til að vera samferða mér en hún sjálf var að undirbúa sig fyrir vinnuna. Ég kvaddi svo að lokum og mamma hélt að ég væri farin í skólann en þegar hún kom út þá sat ég í snjóskafli fyrir utan. Svo vorum við í sumarbústað með móðurfólkinu mínu eitt sinn og mér sinnaðist við frænkur mínar svo ég skrifaði með varalit á klósettpappír mjög svo dramatíska kveðju um að ég væri strokin að heiman og hlóp svo út og faldi mig. Það urðu allir dauðhræddir svo ég fékk vænan skammt af skömmum þegar ég loks gaf mig fram. Annars eiga þau endalausar sögur af mér frumburðinum þeirra.

Ertu með einhverja fobíu? Úff já, hata köngulær, mýs og eins er ég hrædd við fugla ef þeir eru of nálægt mér. Ég bilast líka þegar er strokið yfir hreint lín eins og til dæmis lök og föt, mottur úr svona efni og tausófasett.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að verða edrú.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Úff! Ég er auðvitað hvatvís og þess vegna er ég alltaf að lenda í neyðarlegum atvikum en mér fannst til dæmis svakalega neyðarlegt þegar ég var stödd í sjoppu og var ein þar inni með eina af dætrum mínum sem þá var fjögurra ára og hætt með bleyju fyrir löngu. Ég prumpaði þanning að ekkert heyrðist en lyktin var viðurstyggileg svo ég tók á það ráð að lyfta dóttur minni upp og þefa af rassinum hennar og sagði svo nógu andskoti hátt: „Æj, varstu að kúka? Mamma þarf að skipta um bleyju á þér.“ En þá heyrðist í stelpunni: „En mamma, ég er hætt með bleyju.“ Ég hefði viljað sökkva í jörðina á þessari stundu. Annars á ég ótal sögur um neyðarleg atvik svo það er spurning um að ævisagan myndi frekar bera titilinn: Neyðarleg uppákoma.

Með hverjum lífs eða liðnum myndir þú vilja verja einni kvöldstund? Báðar ömmur mínar voru æðislegar, en ég held að ég myndi vilja verja kvöldstund með ömmu minni henni Elínu og segja henni og sýna allt það góða sem ég er að gera í dag en ég var alls ekki á svona góðum stað í lífinu þegar hún féll frá. Eins myndi ég vilja hitta Bjarna barnsföður minn, en hann dó í bílslysi árið 2005 og mig langar svo sjúklega oft að spjalla við hann um börnin okkar, en ég á tvö elstu börnin mín með honum, síðan myndi ég taka lagið með honum í lok kvöldsins.

Hver er fyrsta endurminning þín? Það trúir því næstum enginn, en ég sat í gluggakistu á Hofsvallagötu 17, en þar áttu amma mín og afi heima og ég og mamma sem var bara 17 ára þegar hún átti mig, bjuggum þar fyrstu tíu mánuði ævi minnar. Ég sit þarna í gluggakistunni og er í köflóttum útvíðum buxum, mamma heldur í fótinn á mér svo ég detti ekki og er að benda mér á skrúðgöngu sem gengur þar framhjá. Ég var víst sex mánaða og þetta var á sumardaginn fyrsta.

Lífsmottó? Enginn draumur er of stór til að hann geti ekki orðið að veruleika. og svo hamingjan er heimafengin og verður ekki týnd í görðum annarra.

Hvar er hægt að fylgjast með þér? Aðallega á Snapchat, en ég er snappari með notendanafnið elkalong. Ég er líka á Instagram: elkalong.

Hvað er framundan hjá þér á nýja árinu?  Stækka og stækka á samfélagsmiðlum, hanna, mála, teikna og skrifa, gera allt tíu sinnum betur en á þessu ári, missa fullt af kílóum og vonandi flytja í draumahúsið.

Uppáhalds útvarpsmaður/stöð? Æj þessi er erfið en Ívar Guðmunds er frændi minn svo hann er næs, en ég hef gaman af 95Blö líka og svo elska ég Tvíhöfða.

Uppáhalds matur/drykkur? Ég á ekkert uppáhalds þannig séð en mér finnst sushi gott, svo geri ég geggjaðan pestókjúlla, eins finnst mér rétt eldaður lax og bara allur rétt eldaður fiskur. Ég get samt ekki sleppt að telja upp súrmat (þorramat) en pabbi kenndi mér að líka vel við þannig mat…. æj hvað get ég sagt? Ég er eiginlega bara alæta, en finnst bjúgu samt ógeð. Af drykkjum þá finnst mér Pepsi Max, Nocco, óáfengur Mohito, vatn og fjörmjólk.

Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit? Líka svo margir, en ég elska rapp og Erpur er í miklu uppáhaldi (Ég gaf syni mínum nafnið Erpur Ingi), MC Gauti, Herra Hnetusmjör, Bent og öll rapp elítan bara, svo er Nick Cave, The Cure, Die Antwoord, Ragga Gröndal, Bubbi og bara OMG!!! Ég er með svo geðklofinn tónlistarsmekk og pottþétt að gleyma einhverjum.

Uppáhalds kvikmynd/sjónvarpsþættir? Margar uppáhalds myndir eins og margar sem Tarantino kemur nálægt, elska flestar myndir sem Gary Oldman leikur í og svo elska ég myndina Juno sem kemur mér bara í gott skap. Allra allra uppáhalds sjónvarpsþættir eru Game of Thrones og ég get horft á þá aftur og aftur, ég er líka mega nörd hvað þá þætti varðar og á hund, pínulítinn tjúa sem heitir Tyrion Lannister Long. Ég á hálsmen með mynd af John Snow sem vinkonur mínar gáfu mér í afmælisgjöf, spil með myndum af öllum í G.O.T peysu og náttföt. Jebb ég er nörd!

Uppáhalds bók?  AA bókin.

Uppáhalds stjórnmálamaður?  Ég veit það ekki, mér finnst samt Kata Jak ógó töff, Þorgerður Katrín líka en þær eru ekkert uppáhalds samt endilega. Bara flottar í pontu, vel gefnar og koma vel fyrir sig orði.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? Já! Ég er að safna fylgjendum á Snap og Insta, og er yfirleitt ágæt þar og mjög óritskoðuð og „real“ ef þið fýlið það og þó þið fýlið það ekki þá vil ég ykkur öll sem fylgjendur í jólagjöf. Var einhver að tala um athyglissýki?

Fylgjast má með Elku Long á Snapchat og Instagram: elkalong.

 

Hreinskilnar og sprenghlægilegar sögur af íslenskum krökkum

Að eiga barn getur verið mjög krefjandi verkefni. Þau þurfa umsjón allan sólarhringinn, líka þegar þú ert sofandi. Þau elska mat, bara ekki þann sem þú eldar fyrir þau. Þeim finnst nauðsynlegt að segja þér frá öllu því sem gerðist í leikskólanum/skólanum í smáatriðum, einmitt þegar þú situr á klósettinu. Þau eru virkilega léleg í feluleik, nema þegar kemur að því að fela fjarstýringarnar eða húslyklana og þau eru sérstaklega hreinskilin og forvitin, aðallega þegar þau eiga alls ekki að vera það. Þrátt fyrir að börnin geti átt sínar krefjandi stundir er foreldrahlutverkið þó það yndislegasta sem til er og ef ekki… Lesa meira

Fjölbreyttir og litríkir kjólar á SAG

Einungis örfáir dagar eru síðan að konurnar í Hollywood sameinuðust um að mæta allar í svörtum klæðnaði á Golden Globes verðlauna hátíðina til þess að sýna samstöðu gegn kynferðisafbrotum. Í gærkvöldi var hinsvegar mikið um litadýrð þegar SAG verðlaunin voru tilkynnt og má með sanni segja að fegurð og þokki hafi verið áberandi meðal kvennana.     Lesa meira

Ebba hefur alla sína tíð verið í megrun: „Að vera feitur var ógeð“

Ebba Sig hefur alla sína tíð verið í megrun, ekki vegna þess að móðir hennar hvatti hana til þess heldur einungis vegna þess að hún sá aldrei neinar konur í sjónvarpi, kvikmyndum eða tímaritum sem ekki voru grannar. Allir sem ég þekkti voru að reyna að grennast af því að markmiðið var að vera grannur. Að vera feitur var ógeð. Segir Ebba í einlægum pistli á Facebook. Ebba segist hafa prófað alla megrunarkúrana í bókinni nema að sauma saman á sér munninn til þess að geta ekki borðað. Einu sinni missti ég 30 kíló og fólk kom fram við mig eins og ég… Lesa meira

Ellen Pompeo fékk alltaf minna borgað en Patrick Dempsey í Grey‘s Anatomy

Það er ástæða af hverju Grey‘s Anatomy er einn vinsælasti þáttur sem sýndur hefur verið í sjónvarpi og stendur ennþá sterkur eftir 13 ár á skjánum. Fyrir þá sem ekki þekkja fjalla þeir um líf og störf lækna og læknanema á sjúkrahúsi í Seattle, Ellen Pompeo fer með aðalhlutverkið, Dr. Meredith Grey í þáttunum. Í viðtali við Hollywood Reporter ræddi Pompeo um erfiðleikana bak við myndavélina, þá helst baráttuna fyrir því fá jafn mikið borgað og karlkyns aðalleikarar, þá sérstaklega Patrick Dempsey sem lék McDreamy. „Þegar Patrick yfirgaf þættina árið 2015 þá opnaðist allt í samningaviðræðunum,“ segir Pompeo. Hún segir… Lesa meira

Guðlaug fékk ofsakvíðakast í fæðingu: „Ég öskraði og grátbað um að ég yrði svæfð“

Guðlaug Sif átti virkilega erfiða meðgöngu vegna fíkniefnaneyslu barnsföðurs og áttu hún því erfitt með að vera spennt fyrir fæðingunni og tengdist syni sínum ekki á meðan á meðgöngu stóð. Guðlaug fékk mikið fæðingarþunglyndi eftir að hún átti strákinn sinn en bæði hún ásamt barnsföður hennar höfðu verið í mikilli neyslu þegar Guðlaug varð ólétt. Þegar Guðlaug áttaði sig á því að hún gengi með barn hætti hún neyslu á öllum efnum og hefur haldið sér edrú síðan. Barnsfaðir hennar gerði því miður ekki hið sama og fór því gríðarleg orka frá Guðlaugu í barnsföður hennar alla meðgönguna. Bleikt.is greindi frá því á… Lesa meira

Barnsfaðir og unnusti Mörtu situr í fangelsi: „Það er mikil bið í afplánun og ég skil ekki afhverju það er verið að halda honum lengur inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir“

Marta Þórudóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 28. nóvember á síðasta ári sem kom í heimin með bráðakeisara eftir langt gangsetningarferli. Sonur Mörtu var skírður Stefán Þór og hefur Marta verið í sambúð með föður hans síðan árið 2014. Barnsfaðir hennar, Örn Stefánsson hefur þó einungis hitt son sinn fjórum sinnum síðan hann fæddist þar sem hann situr í fangelsi að afplána dóma sem hann hefur fengið. Við kynntumst í byrjun ágúst 2014 og höfum eiginlega verið saman síðan þá, en þá vorum við bæði í neyslu og límdumst við hvort annað. Við vorum bæði í harðri neyslu fyrsta árið… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

Auður Elín: „Ef þú kannast við það að vera komin með símann í hendurnar nokkrum mínútum eftir að þú lagðir hann frá þér þá er þetta fíkn“

Auður Elín Sigurðardóttir ákvað að skoða daglega símanotkun sína og kanna hversu miklum tíma hún var að eyða með skjáinn fyrir framan andlitið og fékk áfall þegar hún sá niðurstöðurnar. Vildi ekki vera þræll símans Einn daginn var ég þrjá klukkutíma á Facebook, eyddi fimm og hálfum klukkutímum í símanum sjálfum og opnaði kíkti á hann 97 sinnum yfir daginn. Eftir þetta ákvað ég að nú væri komið nóg, ég ætlaði ekki að vera þræll símans míns og allra samfélagsmiðlana, segir Auður í færslu á Belle.is Auður segir að hamingjuna sé ekki að finna á Facebook en þó sé alltaf gaman að kíkja inn á miðilinn.… Lesa meira

Gerður hjá Blush.is ræðir um kynlífstæki, erfið sambandsslit og ástarlífið: „Við getum allavegana sagt að ég sé ekki að leitast eftir því að kynnast neinum“

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var einungis tuttugu og eins árs gömul. Gerður réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda hefur hún alltaf verið ævintýragjörn og dreymin, en þegar kom að vali á fyrirtækjarekstri ákvað hún að stofna kynlífstækjaverslun. Blush.is, kynlífstækjaverslun Gerðar, er nú orðin sjö ára gömul og á þeim stutta tíma sem liðið hefur síðan fyrirtækið varð til hefur mikið breyst hvað varðandi viðhorf Íslendinga til kynlífs. Umræðan hefur aldrei verið opnari og ekki er lengur feimnismál að ganga inn í kynlífstækjaverslun og kaupa tæki.… Lesa meira

Aníta Kröyer upplifði kvalarfulla brjóstagjöf: „Ég var öll út í sárum og hægri geirvartan klofnaði hálf í sundur“

Aníta Kröyer var með dóttur sína, Ronju Líf, á brjósti í rúmlega sex mánuði. Af fjórum af þessum sex mánuðum kvaldist Aníta af miklum sársauka, vanlíðan og síendurteknum stíflum og sýkingum. Þegar ég gekk með Ronju Líf las ég mér lítið sem ekkert til um brjóstagjöf. Ástæðan var sú að ég hélt að þetta væri ekkert mál og að eina vesenið sem gæti mögulega fylgt þessu væri of lítil mjólk og þegar tennurnar kæmu, segir Aníta í einlægri færslu á síðunni Narnia.is Aníta átti þó eftir að komast að því að brjóstagjöf getur verið allt annað en dans á rósum og kom það… Lesa meira

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix. En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd. Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti. Before We Go Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans. Before We Go gerist öll á einni… Lesa meira

Átt þú sanna og skemmtilega sögu af kynlífsævintýri? Eða viltu hlusta á slíkar?

Á morgun er einstakur viðburður í boði á Gauknum, SMUT SLAM. Um er að ræða viðburð sem hefur ferðast um allan heim og verður nú á Íslandi í fyrsta sinn. Þemað er fyrsta reynslan. Sannar og skemmtilegar sögur af kynlífsævintýrum. Gestum er boðið að skrá sig til leiks og deila sinni fyrstu kynlífsreynslu á fimm mínútum undir styrkri handleiðslu Cameryn Moore, sem er kynlífsfræðingur og kynlífs aktívisti, verðlaunað leikskáld/leikkona og fyrrum símavændisdama. Fimm gestastjörnudómarar, þau Atli Demantur, Bylgja Babýlon, Gerður Arinbjarnardóttir, Hugleikur Dagsson og Jonathan Duffy, munu einnig deila sinni sögu. Ef þú vilt ekki deila þinni sögu, ekkert mál,… Lesa meira