Er Justin Bieber með krabbamein?

Aðdáendur kanadísku poppstjörnunnar  Justin Bieber keppast nú við að raka á sér höfuðið til að sýna söngvaranum stuðning en fréttir herma að hann sé að berjast við krabbamein. Tilkynnt var um krabbameinið á samskiptasíðunni Twitter og stuttu seina fóru stelpur um allan heim að raka af sér hárið og birta myndir af sér tvíkrossaðar  #BaldForBieber.

Aðdáendurnir hefðu þó betur haldið hárinu því þetta var aðeins ljótur hrekkur illkvittinna hakkara sem stofnuðu Twitter aðgang til þess að koma þessum ljótu skilaboðum til aðdáenda Biebers.

Þetta er langt frá því að vera fyndið grín og er í raun illgjörn leið til að klekkja á góðhjörtuðum stuðningsmönnum Biebers sem vildu aðeins sína stjörnunni velvild og stuðning.

Bieber hefur ekki tjáð sig um hrekkinn en við búumst við því að hann eigi eftir að láta í sér heyra fyrr heldur en seinna.

 

thumb image

Er þetta eðlilegt árið 2016?

Umdeildar reglur hafa verið settar á baðströndum í Frakklandi sem banna múslimskum konum að ganga í svokölluðu „búrkiní“ – sundfatnaði sem hylur mestallan líkamann. Síðan reglurnar voru teknar í gildi hafa margir mótmælt harðlega. Fjöldi kvenna sem aðhyllast ekki íslamstrú hafa brugðist við með því að mæta sjálfar í búrkiní á ströndina. Margir eru í Lesa meira

thumb image

Ber eru náttúrulegur hollustugjafi – Allir í berjamó!

Berjasprettan í ár virðist almennt vera góð og er  víða farið að sjást til fólks í berjamó að tína aðalbláber, bláber og krækiber. Ber eru náttúrulegur hollustugjafi og því full ástæða til að hvetja fólk til að tína ber og nýta sér þau, bæði til að borða beint og í matargerð. Ekki skaðar að með Lesa meira

thumb image

Matur sem skemmist aldrei

Áður en við gæðum okkur á hinum ýmsu matvælum kíkjum við á dagsetninguna og könnum hvort varan sé nokkuð útrunnin. Það er hins vegar ekki alltaf að marka dagsetninguna, líkt og fjallað er um í annarri grein, og þá getur borgað sig að nota augu og nef til að meta stöðuna. Svo má ekki gleyma Lesa meira

thumb image

Sökkvandi sundkappi: Ryan Lochte yfirgefinn af styrktaraðilum eftir skandalinn í Ríó

Ryan Lochte fór heim af Ólympíuleikunum í Ríó með skottið á milli lappanna, eftir að hafa unnið ein gullverðlaun, en tapað trausti og virðingu stuðningsmanna og styrktaraðila. Sundfataframleiðandinn Speedo tilkynnti á mánudag að þeir myndu rifta langtímasamningi sínum við sundkappann. Fleiri fyrirtæki fylgdu því fordæmi, svo sem Ralph Lauren, Syneron-Candela og Airweave. Lochte hefur mestar Lesa meira

thumb image

Ása Lind hefur reynt í sex ár að verða ófrísk: „Búin að byrgja þetta inni alltof lengi“

„Ég hafði alltaf séð fyrir mér að ég myndi opna mig um þetta þegar ég væri orðin ólétt eða búin að eignast barn. En núna eru komin næstum því sex ár síðan við hættum á getnaðarvörnum og ekkert barn komið,“ skrifar förðunarbloggarinn Ása Lind Elíasdóttir í einlægum pistli á heimasíðu sinni. Hún segir að ófrjósemi eigi Lesa meira

thumb image

Rannveig Jónína: Útlitsdýrkunarheilkennið

Útlitsdýrkun: Samfélagið í hnotskurn. Þú ert ekki maður með mönnum nema að lúkka eða svo segja þeir. Gagnrýnisraddirnar eru alls staðar, komdu þér í form, misstu svona mörg kíló fyrir jólin, í kjólinn fyrir jólin og ég veit ekki hvað og hvað. Nú er ég nýkomin heim frá Krít þar sem ég átti yndislega tíu daga Lesa meira

thumb image

Dóttir bað um hjálp við að byggja völundarhús fyrir hamsturinn – Mamma tók það alla leið

Eitt af því skemmtilega við að eiga hamstur er að sjá þá klifra, klöngrast og skríða í gegnum þrautabrautir. Margir hamstravinir hafa því skemmt sér við að útbúa völundarhús handa þeim. Þegar ung stúlka í Japan bað mömmu sína um aðstoð bjóst hún ekki við því að stuttu síðar yrði hamsturinn heimsfrægur. Mamma hennar tók Lesa meira