Er Justin Bieber með krabbamein?

Aðdáendur kanadísku poppstjörnunnar  Justin Bieber keppast nú við að raka á sér höfuðið til að sýna söngvaranum stuðning en fréttir herma að hann sé að berjast við krabbamein. Tilkynnt var um krabbameinið á samskiptasíðunni Twitter og stuttu seina fóru stelpur um allan heim að raka af sér hárið og birta myndir af sér tvíkrossaðar  #BaldForBieber.

Aðdáendurnir hefðu þó betur haldið hárinu því þetta var aðeins ljótur hrekkur illkvittinna hakkara sem stofnuðu Twitter aðgang til þess að koma þessum ljótu skilaboðum til aðdáenda Biebers.

Þetta er langt frá því að vera fyndið grín og er í raun illgjörn leið til að klekkja á góðhjörtuðum stuðningsmönnum Biebers sem vildu aðeins sína stjörnunni velvild og stuðning.

Bieber hefur ekki tjáð sig um hrekkinn en við búumst við því að hann eigi eftir að láta í sér heyra fyrr heldur en seinna.

 

thumb image

Vigdís Howser: „Verð kvíðin og hugsa um hluti of mikið“

Vigdís Howser er töffari, rappari, femínisti, aðgerðasinni, ljóðskáld, háskólanemi og fyrrum Reykjarvíkurdóttir. Hún hefur haldið fjölmarga ljóðaviðburði, rappað á hróarskeldu með Reykjarvíkurdætrum og barist fyrir jafnrétti á Austurvelli svo fátt sé nefnt. Við hjá Bleikt fengum að skyggnast aðeins í huga Vigdísar þegar hún svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum. Persónuleiki þinn í fimm orðum? Eftirtektasöm, stjórnsöm, Lesa meira

thumb image

Innblástur frá íslensku sveitalífi og lopapeysumynstur í nýjustu barnafatalínu Lindex

Í nýjustu línunni í barnadeild Lindex sést að hönnuðir Lindex fengu meðal annars innblástur frá íslensku sveitalífi. Íslenska lopapeysumynstrið er áberandi í línunni auk þess sem sjá má mjúka brúnleita jakka, sixpensara, axlabönd og fleira flott. Þetta er ótrúlega skemmtileg útfærsla þar sem mildir pastellitir og skemmtilegt prent gefur línunni ævintýralegt og rómantískt yfirbragð. Líkt Lesa meira

thumb image

2 fyrir 1 í bíó á Masterminds um helgina… Fyrstur kemur fyrstur fær!

Frumsýningarhelgi grínmyndarinnar Masterminds er að gengin í garð og í tilefni af því viljum við í samstarfi við Smárabíó bjóða lesendum okkar upp á tveir-fyrir-einn tilboð á allar sýningar myndarinnar um helgina. Masterminds er bæði sýnd í Smárabíói og Háskólabíói. Fylgdu leiðbeiningunum hér fyrir neðan til þess að virkja tilboðið. Fyrstur kemur fyrstur fær! Hvernig Lesa meira

thumb image

Barnið mitt vill ekki sofa! Hvað er til ráða?

Svefn er öllum manneskjum mikilvægur. Svefninn veitir hvíld og endurnýjaða orku fyrir nýjan dag. En svefninn hefur meiri þýðingu. Með draumum vinnur manneskjan úr þeim áreitum og áhrifum sem hún verður fyrir í lífinu. Eftir svefnlausa nótt er fólk þreytt, úrvinda og ergilegt en eftir góðan nætursvefn er manneskjan úthvíld og full orku. Því er Lesa meira

thumb image

Um tippamyndasendingar íslenskra karla

Ég er svona kona sem skrifa um kynlíf. Svona kyn-eitthvað kona. Sú nafnbót hlotnaðist mér fyrir hér um bil einum og hálfum áratug þegar stjörnukokkur spurði verðandi eiginmann minn (og nú fyrrverandi) hvernig það væri eiginlega að vera með konu sem væri „svona kyn-eitthvað“. Iðja mín vekur forvitni,  sérstaklega núna þegar ég er aftur orðin Lesa meira

thumb image

Kári Björn ljósmyndanemi í NY, gerði ljósmyndaverkefni með Bandaríska fanganum Otis sem sat í fangelsi í tæplega 40 ár

Kári Björn Þorleifsson er menntaður kokkur og starfaði sem slíkur áður en eiginkonan dró hann í ævintýraför til New York. Þar búa þau hjón núna og hafa gert síðastliðin ár. Kári Björn hefur lagt stund á ljósmyndun í Parsons School of Design í New York en hann hefur brennandi áhuga á ljósmyndun. Kári Björn hefur Lesa meira

thumb image

Hlutir bráðna – Dáleiðandi myndband!

Varst þú ein/n af þeim sem fiktaði með eldspýtur sem krakki? Ertu kannski ennþá týpan sem getur ekki látið bráðið kertavax í friði? Ef svo er gæti þetta myndband verið akkúrat það sem þú þarft í dag. Alls konar hlutir sem bráðna… í nærmynd! Njótið!