Aðdáendur kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber keppast nú við að raka á sér höfuðið til að sýna söngvaranum stuðning en fréttir herma að hann sé að berjast við krabbamein. Tilkynnt var um krabbameinið á samskiptasíðunni Twitter og stuttu seina fóru stelpur um allan heim að raka af sér hárið og birta myndir af sér tvíkrossaðar #BaldForBieber.
Aðdáendurnir hefðu þó betur haldið hárinu því þetta var aðeins ljótur hrekkur illkvittinna hakkara sem stofnuðu Twitter aðgang til þess að koma þessum ljótu skilaboðum til aðdáenda Biebers.
Þetta er langt frá því að vera fyndið grín og er í raun illgjörn leið til að klekkja á góðhjörtuðum stuðningsmönnum Biebers sem vildu aðeins sína stjörnunni velvild og stuðning.
Bieber hefur ekki tjáð sig um hrekkinn en við búumst við því að hann eigi eftir að láta í sér heyra fyrr heldur en seinna.