Er Justin Bieber með krabbamein?

Aðdáendur kanadísku poppstjörnunnar  Justin Bieber keppast nú við að raka á sér höfuðið til að sýna söngvaranum stuðning en fréttir herma að hann sé að berjast við krabbamein. Tilkynnt var um krabbameinið á samskiptasíðunni Twitter og stuttu seina fóru stelpur um allan heim að raka af sér hárið og birta myndir af sér tvíkrossaðar  #BaldForBieber.

Aðdáendurnir hefðu þó betur haldið hárinu því þetta var aðeins ljótur hrekkur illkvittinna hakkara sem stofnuðu Twitter aðgang til þess að koma þessum ljótu skilaboðum til aðdáenda Biebers.

Þetta er langt frá því að vera fyndið grín og er í raun illgjörn leið til að klekkja á góðhjörtuðum stuðningsmönnum Biebers sem vildu aðeins sína stjörnunni velvild og stuðning.

Bieber hefur ekki tjáð sig um hrekkinn en við búumst við því að hann eigi eftir að láta í sér heyra fyrr heldur en seinna.

 

thumb image

Fyndnar, furðulegar, og hræðilegar lygar sem foreldrar hafa sagt börnunum sínum

Sumir ljúga stöku sinnum að börnunum sínum. Stundum til að vernda þau, stundum til að stýra hegðun þeirra, stundum af einstakri leti. Ástæðurnar eru endalausar og misgóðar. Bored Panda birti nýlega samantekt á ýmsum fyndum, furðulegum, og stundum hræðilegum lygum sem foreldrar hafa sagt börnunum sínum. Hér eru nokkur dæmi:

thumb image

12 vandamál sem fólk með þykkt hár kannast við

Að vera með þykkt og mikið hár getur haft sína kosti og galla. Yfirleitt er það gleðiefni en á sama tíma tekur drjúgan tíma að greiða úr því flækjurnar og stundum lætur það bara alls ekki að stjórn. Í myndbandinu hér að neðan má sjá 12 vandamálum útlistað, sem allir með þykkt, sítt, hár kannast Lesa meira

thumb image

Þetta gerist þegar þeir sem þekkja þig best meta velgengni þína

Þegar kemur að því að meta eigin velgengi og mistök í lífinu er enginn sem gagnrýnir okkur jafn harkalega og við sjálf. Með því að spyrja ástvini út í það hvernig þau meta velgengni okkar í lífinu er útkoman því, yfirleitt, mun jákvæðari. Myndbandinu sem birtist hér að neðan er ætlað að endurskilgreina hugtakið, velgengni. En samkvæmt Lesa meira

thumb image

Töfralausnin er fundin: Er þetta sniðugasta eldhúsáhald í heimi

  Eitt eigum við flest sameiginlegt en það er að þykja afspyrnu leiðinlegt að skera grænmeti. Fyrir utan tímann (og slysahættuna) þá hafa fæstir tileinkað sér tæknina sem við sjáum í matreiðsluþáttum þar sem kokkurinn nánast spænir upp það sem hann er að skera. Í myndbandinu sem birtist hér að neðan má sjá öll vandamál Lesa meira

thumb image

Sorgmæddur 10 mánaða bókaormur: Stórkostlegt myndband

Þessi yndislegi 10 mánaða gamli drengur er algjör bókaormur. Það sést á því að í hvert skipti sem foreldrar hans eru búin með söguna sem þau voru að lesa fyrir hann byrjar litli maðurinn að hágráta.   Myndbandið hefur farið eins og eldur í sínu um samfélags- og netmiðla síðastliðinn sólarhring og ekki að ástæðulausu. Lesa meira

thumb image

Sex myndir sem varpa ljósi á skelfilega neyð flóttafólks

Myndirnar sex sem birtar eru í þessari frétt sýna glögglega þá skelfilegu neyð sem flóttafólk frá Sýrlandi glímir við á leið sinni til Evrópu. Myndirnar eru frá Þýskalandi, Makedóníu og grísku eyjunni Kos. Gríðarlegur fjöldi flóttafólks frá Sýrlandi reynir daglega að komast yfir Miðjarðarhafið, í leit að hæli í löndum Evrópusambandsins.  

thumb image

Sigurlaug: „Þau vita lítið annað en að dóttir þeirra byrjar í lyfjameðferð á morgun“

„Þau vita lítið annað en að fimm vikna dóttir þeirra byrjar í lyfjameðferð á morgun.“ Þetta segir Sigurlaug Jóna Jakobsdóttir, föðursystir Ólavíu Margrétar, sem fæddist þann 30. júlí síðastliðinn eftir 37 vikna meðgöngu. Ólavía fæddist með krabbamein í öðru auganu. Hún hefur því ásamt foreldrum sínum, Guðlaugu Erlu Björgvinsdóttur, 19 ára og Óla Baldri Jakobbsyni, 22 Lesa meira

thumb image

Natalie fann barnsföður sinn: Endalokin ekki jafn gleðileg og áhorfendur óskuðu

Fréttin af hinni ófrísku, Natalie Amyot, frá Frakklandi sem leitaði barnsföður síns á Youtube, eftir einnar nætur gaman í Ástralíu, fór eins og eldur í sinu um samfélags, og netmiðla í gær. Nú hefur komið í ljós að saga Natalie var uppspuni frá rótum en Youtube myndbandið var hluti af markaðsátaki ferðaþjónustufyrirtækis á áströlsku eyjunni Lesa meira