Erfiðleikar við að fá kynferðislega fullnægingu: Hver gæti verið orsökin?

Eigi kona í erfiðleikum við að fá kynferðislega fullnægingu er það gjarnan sálræns eðlis, en auðvitað er alltaf rétt að útiloka að um líkamlegar orsakir sé að ræða með því að leita til kvensjúkdómalæknis. Oft tengist þessi vandi, eins og kynlífsvandi karla lélegu sjálfstrausti, meðvirkni, kvíða, litlum tengslum við eigið nautna- og tilfinningalíf og lélegri upplifun konunnar af sjálfri sér sem kynveru.

Hins vegar er einnig mjög algengt að kynferðisleg örvun sé ónóg. Bæði getur verið um að ræða of skamman tíma, vegna ofuráherslu parsins á samfarir og fullnægingu, en einnig vegna þess að maðurinn fær bráðasáðlát þannig að dregið er úr örvun í forleik til að reyna að draga úr hættunni á bráðasáðláti hjá honum. Þetta er að vísu alröng aðferð til þess, en engu að síður mjög algeng. Í langflestum tilvikum er tiltölulega auðvelt að aðstoða konur, sem eiga í þessum erfiðleikum, svo fremi sem fagmaðurinn kann til verka.

 

Mynd: Getty Images

Kynlífsvandamál eru alltaf samskiptavandamál. Þ.e. þessi vandamál koma þá og því aðeins í ljós að stofnað sé til kynlífs með öðrum aðila. Lifi einstaklingur engu kynlífi koma þessi vandamál ekki í ljós. Séu þau af sálrænum toga tengjast þau ætíð samskiptum parsins í kynlífi og í lífinu almennt. Það er því nauðsynlegt að parið leiti sér saman aðstoðar og taki saman þátt í meðferðinni. Yfirleitt má segja að meðferð taki ekki mjög langan tíma, en það er hins vegar mjög mikilvægur þáttur í meðferðinni að parið gefi sér þann tíma, sem nauðsynlegur er. Ef skortur er á tíma, getur meðferð dregist á langinn og getur þá farið að vinna gegn sjálfri sér.

Einstaklingar, sem eiga í kynlífsvanda, sem aðeins kemur öðru hvoru í ljós, af því að þeir eru ekki í föstu sambandi eru að þessu leytinu svolítið verr staddir. Hægt er að laga þennan vanda að vissu marki, en rekkjunautur er nauðsynlegur til að um raunverulegan „bata” geti verið að ræða.

______________________________________________________________________________________________________

Birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is

thumb image

30 atriði sem þú ættir vita um móðurhlutverkið

Móðurhlutverkið er eitt mest krefjandi starf sem fyrir finnst. Því fylgja langar vaktir, misflókin viðfangsefni en gríðarlega mikil ást sem gerir þetta þó allt þess virði. Hér á eftir má sjá ráðleggingar til mæðra frá fjórum reyndum mömmum. Þar kennir ýmissa grasa og er óhætt að segja að þetta séu atriði sem allar mæður, og Lesa meira

thumb image

Lilja, Jóhanna og Guðjón hafa öll barist við matarfíkn:,,Þetta snýst um að borða allt sem til er“

,,Líkaminn er farinn að titra vegna þess að ég er búin að innbyrða of mikinn sykur.  Þá kemur ógeðstilfinningin. Hvað er ég búin að gera sjálfri mér? Ég get aldrei borðað bara lítið í einu. Ég var staðráðin í að borða ,,bara lítið” nammi þennan laugardaginn og hef þess í stað gjörsamega yfirsykrað líkamann af Lesa meira

thumb image

Yndisleg myndasería: Fékk eldri pör til að kyssast

Oft er líkt og að fjölmiðlar vilji eingöngu einblína á unga og fallega elskendur á meðan þeir eldri gleymast. En hvað er hins vegar fallegra heldur en tímalaus ást sem hefur varið í meira en 50 ár? Ljósmyndarinn Lauren Fleishman bjó til eftirminnilega ljósmyndaseríu sem kallast einfaldlega ,,Elskendurnir“ og fékk til liðs við sig eldri Lesa meira

thumb image

9 leiðir til að komast yfir ástarsorg

Þeir sem upplifað hafa ástarsorg vita hversu erfitt það er. Sársaukinn nístir inn að beini og þú ert fullviss um að þú eigir aldrei eftir að upplifa glaðan dag á ný. Hins vegar er nauðsynlegt að horfast í augu við erfiðleikana til að komast heill út úr ferlinu og orðið þannig ný og betri manneskja. Lesa meira

thumb image

Ertu að lifa því lífi sem þú vilt?

Við eigum oft auðvelt með að týna sjálfum okkur í hraða nútímans og höfum ef til vill enga hugmynd um hver við erum og hvað við viljum og hvert við erum að stefna. Þá hjálpar ekki til að oftast er nóg af fólki í kringum okkur sem er tilbúið að segja okkur hvað sé best Lesa meira

thumb image

Myndahillur lífga upp á heimilið: 15 frábærar hugmyndir

Það er ýmislegt hægt að gera við Ribba myndahillurnar frá IKEA sem prýða fjölmörg heimili. Fyrir utan það hvað þær kosta lítið og eru einfaldar í uppsetningu þá er hægt að skreyta þær á ýmsa vegu. Við leituðum í smiðju Pinterest til að miðla áfram nokkrum stórgóðum hugmyndum. Meðal annars má sjá hvernig 15 fagurkerar Lesa meira

thumb image

Minions bollakökur fyrir barnaafmælið

Það var hún Inga snillinga kökuskreytingarvinkona mín sem útbjó þessar bollakökur á dögunum fyrir afmæli sonar síns. Ég fékk að sjálfsögðu að smella af þeim mynd til að fá að setja hingað inn fyrir áhugasama. Um er að ræða súkkulaðibollakökur og smá lag af smjörkremi sett ofaná áður en hafist er handa með sykurmassann (getið Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Klikkuð ostadýfa úr aðeins þremur hráefnum

Það þarf ekki að vera flókið að fá sér eitthvað alveg einstaklega gómsætt. Þessi bragðgóða ostadýfa er tilvalinn á laugardagskvöldi, hvort sem þú ætlir að sitja heima og horfa á sjónvarpið eða vera vinsælasta manneskjan í partýinu. Þú þarft ekki nema þrjú hráefni í þessa dýfu og það tekur enga stund að búa hana til. Lesa meira