Erfiðleikar við að fá kynferðislega fullnægingu: Hver gæti verið orsökin?

Eigi kona í erfiðleikum við að fá kynferðislega fullnægingu er það gjarnan sálræns eðlis, en auðvitað er alltaf rétt að útiloka að um líkamlegar orsakir sé að ræða með því að leita til kvensjúkdómalæknis. Oft tengist þessi vandi, eins og kynlífsvandi karla lélegu sjálfstrausti, meðvirkni, kvíða, litlum tengslum við eigið nautna- og tilfinningalíf og lélegri upplifun konunnar af sjálfri sér sem kynveru.

Hins vegar er einnig mjög algengt að kynferðisleg örvun sé ónóg. Bæði getur verið um að ræða of skamman tíma, vegna ofuráherslu parsins á samfarir og fullnægingu, en einnig vegna þess að maðurinn fær bráðasáðlát þannig að dregið er úr örvun í forleik til að reyna að draga úr hættunni á bráðasáðláti hjá honum. Þetta er að vísu alröng aðferð til þess, en engu að síður mjög algeng. Í langflestum tilvikum er tiltölulega auðvelt að aðstoða konur, sem eiga í þessum erfiðleikum, svo fremi sem fagmaðurinn kann til verka.

 

Mynd: Getty Images

Kynlífsvandamál eru alltaf samskiptavandamál. Þ.e. þessi vandamál koma þá og því aðeins í ljós að stofnað sé til kynlífs með öðrum aðila. Lifi einstaklingur engu kynlífi koma þessi vandamál ekki í ljós. Séu þau af sálrænum toga tengjast þau ætíð samskiptum parsins í kynlífi og í lífinu almennt. Það er því nauðsynlegt að parið leiti sér saman aðstoðar og taki saman þátt í meðferðinni. Yfirleitt má segja að meðferð taki ekki mjög langan tíma, en það er hins vegar mjög mikilvægur þáttur í meðferðinni að parið gefi sér þann tíma, sem nauðsynlegur er. Ef skortur er á tíma, getur meðferð dregist á langinn og getur þá farið að vinna gegn sjálfri sér.

Einstaklingar, sem eiga í kynlífsvanda, sem aðeins kemur öðru hvoru í ljós, af því að þeir eru ekki í föstu sambandi eru að þessu leytinu svolítið verr staddir. Hægt er að laga þennan vanda að vissu marki, en rekkjunautur er nauðsynlegur til að um raunverulegan „bata” geti verið að ræða.

______________________________________________________________________________________________________

Birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is

thumb image

Hættulegasta gönguleið heims opnar á ný – Myndir þú þora?

Þeir sem vilja bjóða hættunni byrginn geta nú gert sér ferð til Spánar þar sem Caminito del Rey – oft kölluð hættulegasta gönguleið heims – opnar á ný á næstu dögum. Gönguleiðin er hátt yfir Gualdalhorce ánni og var upprunalega byggð árið 1921. Í kringum aldamótin komu upp nokkur tilfelli þar sem göngugarpar létust á Lesa meira

thumb image

20 ástæður til að hætta á Facebook: Íslendingar hefja nýtt trend á Twitter

Vinsældir Facebook virðast fara dvínandi ef marka má nýjasta trendið á Twitter – samfélagsmiðlinum sem hefur aldrei verið eins vinsæll meðal Íslendinga og síðustu sólarhringa. Margir lýstu yfir reiði sinni þegar tímaritið Reykjavík Grapevine var bannað á Facebook sökum geirvörtumynda í gærkvöld. Þó Grapvine hafi fengið að snúa aftur eftir ritskoðun og áminningu eru margir mótfallnir þessari Lesa meira

thumb image

Þröstur: „Ég fæ pínulítið í hnén þegar ég sé falleg brjóst: Afsakið það -Áfram brjóst“

Afmælisdagurinn minn varð að brjóstadeginum mikla: Þar sem hinn alþjóðlegi íslenski brjóstadagur var haldinn hátíðlegur í gær og bar þar að auki á afmælisdaginn minn, að þessu sinni, þá skrifa ég þessar línur í von um að ég losi mig við miklar gangtruflanir í höfði mínu. Ég fékk greinar í höfuðið í gær, önnur var Lesa meira

thumb image

Greta Salóme: „Maður verður að stökkva á tækifærin“

Síðastliðið ár hefur tónlistarkonan Gréta Salóme upplifað ótrúleg ævintýri í skemmtiferðarskipinu Disney Magic þar sem hún er með sitt eigið „Show.“ Á milli sýninga semur hún tónlist og baðar sig í sólinni. Í gær frumflutti Greta Salóme nýtt lag sem hún segir algjöra gleðisprengju. Skemmtiferðaskipið sem Greta Salóme vinnur í er eitt það stærsta á Lesa meira

thumb image

Missti 90 prósent af húðinni eftir að hafa fengið ofnæmisviðbrögð

24 ára kona fékk sterk ofnæmisviðbrögð eftir að hafa tekið þunglyndislyf. Þetta varð til þess að hún missti 90 prósent af húðinni og varð næstum því blind. Konan hafði greinst með geðhvarfasýki og fékk í framhaldinu ávísað þunglyndislyfinu Lamotrigin. Mánuði eftir að konan, Khaliah Shaw, byrjaði að taka lyfið fékk hún útbrot í andlit. Þegar Lesa meira

thumb image

Dóttir mín Sara Mjöll: Öðruvísi reynslusaga

Ég held það líði varla sá dagur að ég kíki ekki á internetið og renni í gegnum hinar og þessar síður og les það sem kemur upp. Í hvert skipti sé ég reynslusögur aðallega um konur sem hafa náð ótrúlegum árangri í að létta sig, þeim er hrósað alls staðar frá, hvað þær eru duglegar Lesa meira

thumb image

Óhefðbundar og skemmtilegar trúlofunarmyndir hjá CrossFit pari

Þau stunda CrossFit af miklum krafti og þegar þau ákváðu að trúlofa sig voru þau ekki lengi að velja sér staðsetningu fyrir myndatökuna. Eftir að Joe kraup á kné og bað um hönd Iliönu stakk hún upp á því að þau myndu taka ljósmyndirnar í CrossFit salnum þar sem þau æfa bæði af fullum krafti. Lesa meira

thumb image

9 krúttlegar barnastjörnur: Svona líta þau út í dag -Myndir

Flest breytumst við frekar mikið í útliti fram á fullorðinsárin, líka barnastjörnur. Hér á eftir má sjá nokkrar myndir af stjörnum á borð við Haley Joel Osment, Justin Bieber og Taylor Momsen. Myndirnar sýna hvernig þau litu út á hápunki ferilsins samanborið við hvernig þau líta út í dag.

thumb image

Mynd dagsins: Nemendur Versló gefa feðraveldinu fingurinn – „Þetta er miklu stærra en ég bjóst við að þetta yrði“

Það er óhætt að segja að samstaða íslenskra kvenna hafi slegið einhver met í dag. Skólar um allt land hafa tekið þátt líkt og konur og karlar hvaðan af á landinu.  Byltingin sem segja má að Adda Smáradóttir hafi komið af stað hefur þegar vakið athygli heimspressunnar. Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands stóð meðal annars að FreeTheNipple Lesa meira