Erfiðleikar við að fá kynferðislega fullnægingu: Hver gæti verið orsökin?

Eigi kona í erfiðleikum við að fá kynferðislega fullnægingu er það gjarnan sálræns eðlis, en auðvitað er alltaf rétt að útiloka að um líkamlegar orsakir sé að ræða með því að leita til kvensjúkdómalæknis. Oft tengist þessi vandi, eins og kynlífsvandi karla lélegu sjálfstrausti, meðvirkni, kvíða, litlum tengslum við eigið nautna- og tilfinningalíf og lélegri upplifun konunnar af sjálfri sér sem kynveru.

Hins vegar er einnig mjög algengt að kynferðisleg örvun sé ónóg. Bæði getur verið um að ræða of skamman tíma, vegna ofuráherslu parsins á samfarir og fullnægingu, en einnig vegna þess að maðurinn fær bráðasáðlát þannig að dregið er úr örvun í forleik til að reyna að draga úr hættunni á bráðasáðláti hjá honum. Þetta er að vísu alröng aðferð til þess, en engu að síður mjög algeng. Í langflestum tilvikum er tiltölulega auðvelt að aðstoða konur, sem eiga í þessum erfiðleikum, svo fremi sem fagmaðurinn kann til verka.

 

Mynd: Getty Images

Kynlífsvandamál eru alltaf samskiptavandamál. Þ.e. þessi vandamál koma þá og því aðeins í ljós að stofnað sé til kynlífs með öðrum aðila. Lifi einstaklingur engu kynlífi koma þessi vandamál ekki í ljós. Séu þau af sálrænum toga tengjast þau ætíð samskiptum parsins í kynlífi og í lífinu almennt. Það er því nauðsynlegt að parið leiti sér saman aðstoðar og taki saman þátt í meðferðinni. Yfirleitt má segja að meðferð taki ekki mjög langan tíma, en það er hins vegar mjög mikilvægur þáttur í meðferðinni að parið gefi sér þann tíma, sem nauðsynlegur er. Ef skortur er á tíma, getur meðferð dregist á langinn og getur þá farið að vinna gegn sjálfri sér.

Einstaklingar, sem eiga í kynlífsvanda, sem aðeins kemur öðru hvoru í ljós, af því að þeir eru ekki í föstu sambandi eru að þessu leytinu svolítið verr staddir. Hægt er að laga þennan vanda að vissu marki, en rekkjunautur er nauðsynlegur til að um raunverulegan „bata” geti verið að ræða.

______________________________________________________________________________________________________

Birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is

thumb image

Vinningshafar í jólaleiknum

Vannst þú ramma eða jólakort í leiknum okkar? Lestu áfram til þess að komast að því… Í kvöld var dregið í jólaleiknum sem við vorum með um helgina í samstarfi við Prentagram. Tveir heppnir lesendur voru dregnir út að þessu sinni og voru vinningarnir ekki af verri endanum. Katla Lovísa Gunnarsdóttir vann ramma að eigin vali Lesa meira

thumb image

Nokkur vel reynd ráð til að viðhalda ástinni

Það er erfitt að skilgreina ástina, hvað það er sem veldur því að tveir einstaklingar verða ástfangnir og ákveða að helga líf sitt hvort öðru. En kjarni ástarinnar er einmitt þessi, að elska einhvern það mikið að þú viljir leggja allt líf þitt í hans eða hennar hendur. Og þegar tveir einstaklingar bera þannig tilfinningar Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Þykk og bragðmikil tómat- og basilsúpa

Ég gerði þessa súpu nýlega en uppskriftin er alveg ótrúlega góð.  Súpan er mjög þykk, holl og matarmikil. Uppskriftin sem ég gef ykkur er  fyrir tvo en auðvelt að stækka hana. Það tekur rúman klukkutíma að gera hana. Hráefni: 2 dósir saxaðir tómatar 1/2 dós létt kókosmjólk miðstærð af lauk ein rauð paprika 1/3 bolli söxuð Lesa meira

thumb image

Tuttugu hlutir sem þú getur verið handtekinn fyrir í útlöndum

Lög og reglur eru mismunandi á milli landa og þegar maður ferðast heimshornanna á milli er oft erfitt að vita hvort maður er að gera rétt eða rangt. Hér eru nokkrir sérkennilegir hlutir sem þú getur verið handtekin/n, eða fengið sekt fyrir í ýmsum löndum. Í Ástralíu: Í Viktoríufylki í Ástralíu getur þú fengið þunga Lesa meira

thumb image

Heimatilbúið: Jóladagatöl fyrir börn og fullorðna

Jóladagatöl þurfa ekki að vera full af súkkulaði. Hægt er að föndra skemmtileg dagatöl heima hjá sér og setja í þau eitthvað að eigin vali. Sumir velja að setja lítil leikföng, jólaskraut, sælgæti eða aðra litla pakka í dagatalið og verður útkoman oft mun persónulegri og fallegri. Bjórdagatöl hafa einnig notið mikilla vinsælda hér á Lesa meira

thumb image

Einhverfum átta ára syni Láru var ráðlagt að sleppa samræmdu prófunum: „Þau eru talin of heimsk“

Fæ sting fyrir brjóstið: Hjálpi mér! Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir,  – staðfesting á fordómum og skilningsleysi  þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður  á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega Lesa meira

thumb image

Góðar ástæður fyrir því að verða sjálfstæðari

Það er frábært að láta mömmu og pabba sjá um sig en á einhverjum tímapunkti kemur að því að einstaklingar þurfa að byrja að hugsa um sig sjálfir. Sjálfstæði getur verið ótrúlega gott ef fólk hefur þroskast nóg til þess að standa á eigin fótum. Það er ótrúlega gott að verða fullorðinn og sjálfstæður einstaklingur Lesa meira

thumb image

Gjörbreytt Taylor Swift – Augabrúnirnar breyta miklu

Taylor Swift er mjög ólík sjálfri sér á forsíðu tímaritsins Wonderland. Mesta breytingin er förðunin hennar, en Taylor er oftast með rauðar varir og vel blásið hár. Í myndatökunni fyrir Wonderland var valið meira náttúrulegt og „dewy“ lúkk fyrir hana, blautt hár, nude varir, sólarpúður og þykkar og dökkar augabrúnir eins og Cara Delevingne. Þetta Lesa meira