Erfiðleikar við að fá kynferðislega fullnægingu: Hver gæti verið orsökin?

Eigi kona í erfiðleikum við að fá kynferðislega fullnægingu er það gjarnan sálræns eðlis, en auðvitað er alltaf rétt að útiloka að um líkamlegar orsakir sé að ræða með því að leita til kvensjúkdómalæknis. Oft tengist þessi vandi, eins og kynlífsvandi karla lélegu sjálfstrausti, meðvirkni, kvíða, litlum tengslum við eigið nautna- og tilfinningalíf og lélegri upplifun konunnar af sjálfri sér sem kynveru.

Hins vegar er einnig mjög algengt að kynferðisleg örvun sé ónóg. Bæði getur verið um að ræða of skamman tíma, vegna ofuráherslu parsins á samfarir og fullnægingu, en einnig vegna þess að maðurinn fær bráðasáðlát þannig að dregið er úr örvun í forleik til að reyna að draga úr hættunni á bráðasáðláti hjá honum. Þetta er að vísu alröng aðferð til þess, en engu að síður mjög algeng. Í langflestum tilvikum er tiltölulega auðvelt að aðstoða konur, sem eiga í þessum erfiðleikum, svo fremi sem fagmaðurinn kann til verka.

 

Mynd: Getty Images

Kynlífsvandamál eru alltaf samskiptavandamál. Þ.e. þessi vandamál koma þá og því aðeins í ljós að stofnað sé til kynlífs með öðrum aðila. Lifi einstaklingur engu kynlífi koma þessi vandamál ekki í ljós. Séu þau af sálrænum toga tengjast þau ætíð samskiptum parsins í kynlífi og í lífinu almennt. Það er því nauðsynlegt að parið leiti sér saman aðstoðar og taki saman þátt í meðferðinni. Yfirleitt má segja að meðferð taki ekki mjög langan tíma, en það er hins vegar mjög mikilvægur þáttur í meðferðinni að parið gefi sér þann tíma, sem nauðsynlegur er. Ef skortur er á tíma, getur meðferð dregist á langinn og getur þá farið að vinna gegn sjálfri sér.

Einstaklingar, sem eiga í kynlífsvanda, sem aðeins kemur öðru hvoru í ljós, af því að þeir eru ekki í föstu sambandi eru að þessu leytinu svolítið verr staddir. Hægt er að laga þennan vanda að vissu marki, en rekkjunautur er nauðsynlegur til að um raunverulegan „bata” geti verið að ræða.

______________________________________________________________________________________________________

Birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is

thumb image

Ragga svarar: Er hægt að fá kynsjúkdóm við munngælur?

Ragga. Ég hef heyrt að það sé hægt að fá kynsjúkdóm í háls við munngælur,  getur maður fengið kynsjúkdóm við það eða er einhver vörn fyrir stráka sem veita munngælur? En ef stelpur stunda munngælur? Kveðja, P   Kæri P Jú það er rétt að hægt er að smitast af kynsjúkdómum við munngælur, bæði við Lesa meira

thumb image

Jólasveinninn lærði táknmál til að tala við heyrnarlausa stúlku

Sadie Adam er sex ára heyrnarlaus stúlka sem yfirleitt þarf að hafa túlk með sér. Sadie kann táknmál sem er því miður ekki algeng kunnátta meðal þeirra sem ekki eru heyrnarlausir eða aðstandendur heyrnarlausra. Það kom henni því skemmtilega á óvart þegar hún fékk að hitta jólasveininn í heimabæ sínum einn daginn og hann skildi Lesa meira

thumb image

Náðu lúkkinu: Glamúr hátíðarförðun

Glys og glamúr er eitthvað sem er svo sannarlega leyfilegt þegar kemur að hátíðarförðunum og þá sérstaklega á gamlárskvöldi. Hér sýnir Ásdís Gunnarsdóttir okkur einfalda glamúrförðun sem kemur skemmtilega út og er fullkomnuð með hjálp augnhára frá Tanya Burr. Ásdís blandar hér saman púður og kremuðum augnskugga og útkoman er virkilega flott. Ásdís byrjar á Lesa meira

thumb image

Professional-sjampó eða búðar-sjampó?

Margir spá í þessu en eru samt ekki mikið að velta sér upp úr því, prófa sig ekki áfram né fræðast um muninn á pro sjampói og sjampói út úr búð. Sjampó er bara sjampó og ég ætla ekki að láta plata mig í að borga 2.000 kr meira fyrir eitthvað merki þegar ég get fengið Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Mömmukökur

Eldri dóttir mín var hörð á því að við myndum prófa að gera mömmukökur þetta árið og held ég að ég hafi ekki smakkað mömmukökur síðan á Vallarbrautinni hjá mömmu hennar Berglindar vinkonu þegar ég var lítil. Við skoðuðum ýmsar uppskriftir og enduðum á að breyta og bæta þar til við vorum komnar með okkar Lesa meira

thumb image

25 staðreyndir sem þú vissir ekki um Simpson-fjölskylduna

Simpson-fjölskyldan fagnar nú 25 ára afmæli en fyrsti þátturinn for í loftið í desember árið 1989. Ótrúlegar vinsældir þáttanna hjá öllum aldurshópum hafa gert það að verkum að þeir eru nær óstöðvandi. Á þessum árum hafa komið út 26 seríur. Að því tilefni eru hér 25 staðreyndir sem þú vissir líklega ekki um þættina. 1. Lesa meira

thumb image

Listi ungar stelpu yfir uppáhalds kvenhetjur sínar gefur okkur von

Það margsannar sig að lestur er eitt það mikilvægasta sem við lærum og máttur bóka á sér nær engin takmörk. Þegar Mía, Bandarísk stúlka, sýndi frænda sínum stílabókina sína heillaðist hann ekkert lítið. Þar var að finna lista yfir uppáhalds kvenhetjur hennar og allt það sem þær hafa kennt henni. Hann birti mynd af listanum Lesa meira

thumb image

Real Techniques burstarnir eru komnir aftur

Real Techniques unnendur geti tekið gleði sína á ný, því aukasending af burstum og gjafasettum náðist inn fyrir jól og var að koma í verslanir. Burstarnir hafa gjörsamlega slegið í gegn hér á landi sem varð til þess að þeir seldust upp. Nú eru þeir komnir aftur í verslanir og svo þeir verða eflaust í Lesa meira

thumb image

Shiloh Jolie-Pitt mætti í jakkafötum á rauða dregilinn

Shiloh Jolie-Pitt, átta ára gömul dóttir Angelinu Jolie og Brad Pitt, tók sig aldeilis vel út á rauðadreglinum við frumsýningu myndarinnar Unbroken. Það er Angelina Jolie sem leikstýrði myndinni og mætti fjölskyldan á sýninguna fyrir hennar hönd. Leikstýran sjálf var hins vegar lasin. Shiloh valdi að klæðast jakkafötum, enda er hún lítið gefin fyrir staðalímyndir eða Lesa meira