Erfiðleikar við að fá kynferðislega fullnægingu: Hver gæti verið orsökin?

Eigi kona í erfiðleikum við að fá kynferðislega fullnægingu er það gjarnan sálræns eðlis, en auðvitað er alltaf rétt að útiloka að um líkamlegar orsakir sé að ræða með því að leita til kvensjúkdómalæknis. Oft tengist þessi vandi, eins og kynlífsvandi karla lélegu sjálfstrausti, meðvirkni, kvíða, litlum tengslum við eigið nautna- og tilfinningalíf og lélegri upplifun konunnar af sjálfri sér sem kynveru.

Hins vegar er einnig mjög algengt að kynferðisleg örvun sé ónóg. Bæði getur verið um að ræða of skamman tíma, vegna ofuráherslu parsins á samfarir og fullnægingu, en einnig vegna þess að maðurinn fær bráðasáðlát þannig að dregið er úr örvun í forleik til að reyna að draga úr hættunni á bráðasáðláti hjá honum. Þetta er að vísu alröng aðferð til þess, en engu að síður mjög algeng. Í langflestum tilvikum er tiltölulega auðvelt að aðstoða konur, sem eiga í þessum erfiðleikum, svo fremi sem fagmaðurinn kann til verka.

 

Mynd: Getty Images

Kynlífsvandamál eru alltaf samskiptavandamál. Þ.e. þessi vandamál koma þá og því aðeins í ljós að stofnað sé til kynlífs með öðrum aðila. Lifi einstaklingur engu kynlífi koma þessi vandamál ekki í ljós. Séu þau af sálrænum toga tengjast þau ætíð samskiptum parsins í kynlífi og í lífinu almennt. Það er því nauðsynlegt að parið leiti sér saman aðstoðar og taki saman þátt í meðferðinni. Yfirleitt má segja að meðferð taki ekki mjög langan tíma, en það er hins vegar mjög mikilvægur þáttur í meðferðinni að parið gefi sér þann tíma, sem nauðsynlegur er. Ef skortur er á tíma, getur meðferð dregist á langinn og getur þá farið að vinna gegn sjálfri sér.

Einstaklingar, sem eiga í kynlífsvanda, sem aðeins kemur öðru hvoru í ljós, af því að þeir eru ekki í föstu sambandi eru að þessu leytinu svolítið verr staddir. Hægt er að laga þennan vanda að vissu marki, en rekkjunautur er nauðsynlegur til að um raunverulegan „bata” geti verið að ræða.

______________________________________________________________________________________________________

Birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is

thumb image

Snjallræði frá Röggu: „Besti kúrinn er sá sem þú veist ekki að þú ert á“

Matarskammtar fara sífellt stækkandi, snakkpokinn eða kexpakkinn er iðulega merktur texta á borð við „25% meira“ og allt er svo hagstætt og sniðugt. Þetta veldur því að við borðum oft mun meira en við þurfum. „Til dæmis hefur lítill frönskuskammtur stækkað úr 70 grömmum upp í 200 grömm,“ segir Ragga Nagli, heilsusálfræðingur, á Facebook síðu Lesa meira

thumb image

Stjörnurnar sem urðu foreldrar á táningsaldri

Fólk eignast börn á misjöfnum aldri, sumir byrja ungir en aðrir bíða lengur með barneignirnar. Sum krílin eru plönuð á meðan önnur eru óvæntir gleðigjafar. Þessar stjörnur eiga það sameiginlegt að hafa allar eignast sitt fyrsta barn fyrir tvítugt. Fantasia Barrino American Idol söngkonan Fantasia Barrino eignaðist dóttur sína Zion þegar hún var 17 ára gömul. Lesa meira

thumb image

Innlit á heimili mesta Barbie-aðdáanda heims

Azusa Sakamoto féll fyrir Barbie þegar hún var 15 ára gömul og keypti sitt fyrsta Barbie-nestisbox. Í dag er hún 34 ára og á líklega heimsins stærsta safn af Barbie-varningi. Heimili hennar í Los Angeles er undirlagt af vörumerkinu og hefur hún eytt yfir 70 þúsund bandaríkjadölum, eða rúmlega átta milljónum króna, í þetta áhugamál Lesa meira

thumb image

Er þetta eðlilegt árið 2016?

Umdeildar reglur hafa verið settar á baðströndum í Frakklandi sem banna múslimskum konum að ganga í svokölluðu „búrkiní“ – sundfatnaði sem hylur mestallan líkamann. Síðan reglurnar voru teknar í gildi hafa margir mótmælt harðlega. Fjöldi kvenna sem aðhyllast ekki íslamstrú hafa brugðist við með því að mæta sjálfar í búrkiní á ströndina. Margir eru í Lesa meira

thumb image

Ber eru náttúrulegur hollustugjafi – Allir í berjamó!

Berjasprettan í ár virðist almennt vera góð og er  víða farið að sjást til fólks í berjamó að tína aðalbláber, bláber og krækiber. Ber eru náttúrulegur hollustugjafi og því full ástæða til að hvetja fólk til að tína ber og nýta sér þau, bæði til að borða beint og í matargerð. Ekki skaðar að með Lesa meira

thumb image

Matur sem skemmist aldrei

Áður en við gæðum okkur á hinum ýmsu matvælum kíkjum við á dagsetninguna og könnum hvort varan sé nokkuð útrunnin. Það er hins vegar ekki alltaf að marka dagsetninguna, líkt og fjallað er um í annarri grein, og þá getur borgað sig að nota augu og nef til að meta stöðuna. Svo má ekki gleyma Lesa meira