Erfiðleikar við að fá kynferðislega fullnægingu: Hver gæti verið orsökin?

Eigi kona í erfiðleikum við að fá kynferðislega fullnægingu er það gjarnan sálræns eðlis, en auðvitað er alltaf rétt að útiloka að um líkamlegar orsakir sé að ræða með því að leita til kvensjúkdómalæknis. Oft tengist þessi vandi, eins og kynlífsvandi karla lélegu sjálfstrausti, meðvirkni, kvíða, litlum tengslum við eigið nautna- og tilfinningalíf og lélegri upplifun konunnar af sjálfri sér sem kynveru.

Hins vegar er einnig mjög algengt að kynferðisleg örvun sé ónóg. Bæði getur verið um að ræða of skamman tíma, vegna ofuráherslu parsins á samfarir og fullnægingu, en einnig vegna þess að maðurinn fær bráðasáðlát þannig að dregið er úr örvun í forleik til að reyna að draga úr hættunni á bráðasáðláti hjá honum. Þetta er að vísu alröng aðferð til þess, en engu að síður mjög algeng. Í langflestum tilvikum er tiltölulega auðvelt að aðstoða konur, sem eiga í þessum erfiðleikum, svo fremi sem fagmaðurinn kann til verka.

 

Mynd: Getty Images

Kynlífsvandamál eru alltaf samskiptavandamál. Þ.e. þessi vandamál koma þá og því aðeins í ljós að stofnað sé til kynlífs með öðrum aðila. Lifi einstaklingur engu kynlífi koma þessi vandamál ekki í ljós. Séu þau af sálrænum toga tengjast þau ætíð samskiptum parsins í kynlífi og í lífinu almennt. Það er því nauðsynlegt að parið leiti sér saman aðstoðar og taki saman þátt í meðferðinni. Yfirleitt má segja að meðferð taki ekki mjög langan tíma, en það er hins vegar mjög mikilvægur þáttur í meðferðinni að parið gefi sér þann tíma, sem nauðsynlegur er. Ef skortur er á tíma, getur meðferð dregist á langinn og getur þá farið að vinna gegn sjálfri sér.

Einstaklingar, sem eiga í kynlífsvanda, sem aðeins kemur öðru hvoru í ljós, af því að þeir eru ekki í föstu sambandi eru að þessu leytinu svolítið verr staddir. Hægt er að laga þennan vanda að vissu marki, en rekkjunautur er nauðsynlegur til að um raunverulegan „bata” geti verið að ræða.

______________________________________________________________________________________________________

Birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is

thumb image

Gríðarleg spenna í Bretlandi: Fær litla prinsessan nafn í dag?

Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins eru búin að ákveða nafn á dóttur sína. Þau ætla ekki að tilkynna það opinberlega fyrr en þau hafa sagt drottningunni nafnið, í eigin persónu. Þetta segir heimildamaður úr innsta hring konungsfjölskyldunnar. Hann segir að Kate og William ætli að gera sér ferð til drottningarinnar í dag og Lesa meira

thumb image

Hvað borðar þú í morgunmat?

Stundum getur verið erfitt að átta sig á því hvað er best að borða í morgunmat. Kannast ekki allir við að fara út í daginn fullvissir um að  hafa borðað  hollan og góðan morgunmat en vera svo að sálast úr hungri klukkutíma fyrir hádegismat? Ástæðan liggur oftast í því hvað við erum að gera áður Lesa meira

thumb image

Einfalt ráð til hamingjuríks og langs ástarsambands: 2-2-2 reglan

Hvað er besta ráðið sem þú hefur fengið þegar kemur að því að láta ástarsambönd endast og vera hamingjusöm? Flestir hafa eflaust fengið mörg mismunandi ráð um þetta atriði. Í nýlegri umræðu á Reddit kom einn notandinn fram með ráð sem hann kallar 2-2-2 regluna sem hann segir að hafi reynst honum og eiginkonu hans Lesa meira

thumb image

Stórkostleg frammistaða 12 ára stúlku: Stjarna er fædd!

Það eru ómögulegt að lýsa því í orðum hversu stórkostlegur flutningur þessarar 12 ára stúlku á Whitney Houston ballöðunni, I Have Nothing, er. Í ljósi þess að Maia Gough er aðeins 12 ára má sjá á svipbrigðum dómaranna, í bresku útgáfu raunveruleikaþáttarins Britain Got Talent, að þau hafa ekki mikla trú á því að hún geti Lesa meira

thumb image

Litríkar Marengskökur

Það þarf ekki að vera flókið til að vera bragðgott og líta stórkostlega út. Hér að neðan má sjá uppskrift af litríkum marengskökum sem myndu sóma sér vel við hvaða tilefni sem er. Það eina sem til þarf er að hafa við höndina skothelda marengs uppskrift og matarliti í  þínum uppáhaldslitum. Það sem skiptir öllu Lesa meira

thumb image

Eru ávextir hollir eða ekki?

„Borðaðu meira af ávöxtum og grænmeti…  Ef ég ætti tíkall fyrir hvert skipti sem ég heyri þessi fleygu orð, þá væri ég orðinn ríkur maður,“ segir heilsubloggarinn Kristján Már í pistli sínum um ávexti, sem birtur er hér með góðfúslegu leyfi hans. Allir vita að ávextir eru hollir … þeir eru “heilsufæða.” Þeir koma úr plönturíkinu… eru náttúrulegir Lesa meira