Erfiðleikar við að fá kynferðislega fullnægingu: Hver gæti verið orsökin?

Eigi kona í erfiðleikum við að fá kynferðislega fullnægingu er það gjarnan sálræns eðlis, en auðvitað er alltaf rétt að útiloka að um líkamlegar orsakir sé að ræða með því að leita til kvensjúkdómalæknis. Oft tengist þessi vandi, eins og kynlífsvandi karla lélegu sjálfstrausti, meðvirkni, kvíða, litlum tengslum við eigið nautna- og tilfinningalíf og lélegri upplifun konunnar af sjálfri sér sem kynveru.

Hins vegar er einnig mjög algengt að kynferðisleg örvun sé ónóg. Bæði getur verið um að ræða of skamman tíma, vegna ofuráherslu parsins á samfarir og fullnægingu, en einnig vegna þess að maðurinn fær bráðasáðlát þannig að dregið er úr örvun í forleik til að reyna að draga úr hættunni á bráðasáðláti hjá honum. Þetta er að vísu alröng aðferð til þess, en engu að síður mjög algeng. Í langflestum tilvikum er tiltölulega auðvelt að aðstoða konur, sem eiga í þessum erfiðleikum, svo fremi sem fagmaðurinn kann til verka.

 

Mynd: Getty Images

Kynlífsvandamál eru alltaf samskiptavandamál. Þ.e. þessi vandamál koma þá og því aðeins í ljós að stofnað sé til kynlífs með öðrum aðila. Lifi einstaklingur engu kynlífi koma þessi vandamál ekki í ljós. Séu þau af sálrænum toga tengjast þau ætíð samskiptum parsins í kynlífi og í lífinu almennt. Það er því nauðsynlegt að parið leiti sér saman aðstoðar og taki saman þátt í meðferðinni. Yfirleitt má segja að meðferð taki ekki mjög langan tíma, en það er hins vegar mjög mikilvægur þáttur í meðferðinni að parið gefi sér þann tíma, sem nauðsynlegur er. Ef skortur er á tíma, getur meðferð dregist á langinn og getur þá farið að vinna gegn sjálfri sér.

Einstaklingar, sem eiga í kynlífsvanda, sem aðeins kemur öðru hvoru í ljós, af því að þeir eru ekki í föstu sambandi eru að þessu leytinu svolítið verr staddir. Hægt er að laga þennan vanda að vissu marki, en rekkjunautur er nauðsynlegur til að um raunverulegan „bata” geti verið að ræða.

______________________________________________________________________________________________________

Birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is

thumb image

Suki Waterhouse setur kók í hárið á sér

Ef þig langar að prófa nýja og ódýra leið til þess að breyta hárinu á þér ættir þú hugsanlega að fylgja í fótspor fyrirsætunnar og leikkonunnar Suki Waterhouse. Segist hún ná frábærri útkomu ef hún hellir ákveðnu gosi í hárið á sér. „Ég hreinsa hárið á mér með kóki stundum,“ sagði Suki við US Weekly. Lesa meira

thumb image

Þetta skilja allar óvæmnar stelpur

Það eru ekki allar konur fyrir væmni og tal um tilfinningar. Ekki allar konur gráta yfir Notebook og fá tár í augun þegar einhver játar ást sína. Hér eru nokkur atriði sem þessar óvæmnu stelpur ættu að kannast við: Tilhugsunin um væmna rómantíska gamanmynd heillar ekki og þú grést ekki yfir Notebook Þú forðast ofur-tilfinningaríka Lesa meira

thumb image

„Algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um“

Verkir, órói, eirðarleysi, pirringur eða óstöðvandi hreyfiþörf. Kannast þú við eitthvað af þessum einkennum? Þá skalt þú lesa áfram!  Eirðarleysi í fótleggjum (e. Restless legs syndrome) hefur stundum verið kallað „algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um“ og er þeirri ábendingu beint bæði til almennings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega fyrst lýst Lesa meira

thumb image

„Fish gape“- Pósan sem hefur tekið við af „duck face“

Það hefur verið mjög vinsælt hjá stelpum að pósa með stút á munninum þegar teknar eru myndir. Þessi pósa fékk nafnið „duck face“ og var Kim Kardashian West ein af þeim sem var dugleg að nota hana. Núna er þó algengara að konur stilli sér upp með annarri pósu, svokallað“fish gape.“ Þessi pósa er ólík Lesa meira

thumb image

Matthew McConaughey gjörbreyttur í nýju hlutverki

Margir muna þá tíð þegar Matthew McConaughey var svokallaður hjartaknúsari og lék í kvikmyndum á borð við The Wedding Planner og Failure to Launch. En síðustu ár hefur hann skipað sér sess fjölhæfustu og hæfileikaríkustu leikurum Hollywood. Í kringum 2010 sagði hann skilið við rómantískar gamanmyndir og hóf leit að fjölbreyttari hlutverkum. Árið 2013 hlaut Lesa meira

thumb image

Húðflúr brúðhjóna minnir óneitanlega á íslenskt fyrirtæki

Fólk reynir sífellt oftar að fara ótroðnar slóðir og sýna frumlegheit þegar kemur að brúðkaupshefðum. Margir hafa leyft giftingahringjum að víkja fyrir fallegum húðflúrum – og hjónin Aleigh Shields og Jason Lee Denton eru þar engin undantekning. Til að fagna brúðkaupsheitunum lögðu þau hringana á hilluna og fengu sér falleg húðflúr. Aleigh deildi mynd af Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Hollar haframjölsbollur

Hver elskar ekki nýbakaðar brauðbollur? Hér er á ferðinni uppsrift að brauðbollum sem ég hreinlega elska. Þær  eru hollar og ótrúlega bragðgóðar og á mínu heimili er slegist um síðustu bolluna…..svo mikið kósý eitthvað! Hollar haframjölsbollur 2 dl haframjöl 1 ½ dl sólkjarnafræ 1 ½ dl hörfræ 6 dl vatn 5 dl súrmjólk 1 (11.8 Lesa meira

thumb image

10 daga áskorun: Jógastaða dagsins

Jógastöðin Sólir stendur nú fyrir 10 daga jógaáskorun sem hófst í dag. Birt verða mynbönd daglega þar sem nýjar jógastöður eru kynntar til leiks. Á hverjum degi er sýnd ný staða og farið er í gegnum hana skref fyrir skref og ávinningurinn kynntur. Það eru jógagyðjurnar María Hólm og María Dalberg sem kenna stöðurnar en það Lesa meira