Erfiðleikar við að fá kynferðislega fullnægingu: Hver gæti verið orsökin?

Eigi kona í erfiðleikum við að fá kynferðislega fullnægingu er það gjarnan sálræns eðlis, en auðvitað er alltaf rétt að útiloka að um líkamlegar orsakir sé að ræða með því að leita til kvensjúkdómalæknis. Oft tengist þessi vandi, eins og kynlífsvandi karla lélegu sjálfstrausti, meðvirkni, kvíða, litlum tengslum við eigið nautna- og tilfinningalíf og lélegri upplifun konunnar af sjálfri sér sem kynveru.

Hins vegar er einnig mjög algengt að kynferðisleg örvun sé ónóg. Bæði getur verið um að ræða of skamman tíma, vegna ofuráherslu parsins á samfarir og fullnægingu, en einnig vegna þess að maðurinn fær bráðasáðlát þannig að dregið er úr örvun í forleik til að reyna að draga úr hættunni á bráðasáðláti hjá honum. Þetta er að vísu alröng aðferð til þess, en engu að síður mjög algeng. Í langflestum tilvikum er tiltölulega auðvelt að aðstoða konur, sem eiga í þessum erfiðleikum, svo fremi sem fagmaðurinn kann til verka.

 

Mynd: Getty Images

Kynlífsvandamál eru alltaf samskiptavandamál. Þ.e. þessi vandamál koma þá og því aðeins í ljós að stofnað sé til kynlífs með öðrum aðila. Lifi einstaklingur engu kynlífi koma þessi vandamál ekki í ljós. Séu þau af sálrænum toga tengjast þau ætíð samskiptum parsins í kynlífi og í lífinu almennt. Það er því nauðsynlegt að parið leiti sér saman aðstoðar og taki saman þátt í meðferðinni. Yfirleitt má segja að meðferð taki ekki mjög langan tíma, en það er hins vegar mjög mikilvægur þáttur í meðferðinni að parið gefi sér þann tíma, sem nauðsynlegur er. Ef skortur er á tíma, getur meðferð dregist á langinn og getur þá farið að vinna gegn sjálfri sér.

Einstaklingar, sem eiga í kynlífsvanda, sem aðeins kemur öðru hvoru í ljós, af því að þeir eru ekki í föstu sambandi eru að þessu leytinu svolítið verr staddir. Hægt er að laga þennan vanda að vissu marki, en rekkjunautur er nauðsynlegur til að um raunverulegan „bata” geti verið að ræða.

______________________________________________________________________________________________________

Birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is

thumb image

Hárstjörnur á leið til landsins um helgina: „Stórkostleg sýning“

Bpro mun halda stærstu hársýningu sinnar tegundir hér á Íslandi á laugardaginn. Eitt frægasta hárteymi í heimi mun sýna allt það flottasta í hári og fyrirsæturnar verða allar farðaðar með vörum frá L‘Oréal. „Stjörnurnar frá Toni&Guy Artistic Team eru að koma á frónið, bpro vann æðstu verðlaun hjá label.m sem dreifingaraðili ársins 2015. Því senda þeir Lesa meira

thumb image

Stjörnurnar lesa Sorry með dramatískum hætti – Myndband

Vanity Fair gerði þetta stórskemmtilega myndband með 29 stjörnum að lesa upp textann við Justin Bieber lagið Sorry. Vinsældir þessa lags virðist ekki hafa nein takmörk en lagið komst á topp lagalista um allan heim og hefur það verið skoðað 814.346.900 sinnum á Youtube. Meira en 800 milljón sinnum!!! Þetta myndband er virkilega skemmtileg útgáfa sem Lesa meira

thumb image

Skipuleggja mótmæli gegn Beyoncé: Sökuð um hatursorðræðu og rasisma

Það er auðvelt að rugga bátnum í þeim ólgusjó sem Bandaríkin eru og nú hefur hávær hópur safnast saman til að mótmæla Beyoncé og sniðganga tónlist hennar. Myllumerkið #BoycottBeyonce fór í notkun skömmu eftir að hún frumsýndi myndband sitt við lagið Formation, en raunveruleg reiði greip um sig meðal ákveðinna aðila eftir að hún flutti Lesa meira

thumb image

Lay Low orðin mamma: „Tókst að fela það í gengum alla meðgönguna“

Söngkonan Lovísa Elísabet, betur þekkt sem Lay Low, hefur eignast sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni Agnesi Ernu. Litla krílið hlaut nafnið Fróði Stefán og kom í heiminn fyrir þremur mánuðum síðan. „Það vissi enginn nema vinir mínir og fjölskylda að ég væri ólétt og mér tókst að fela það í gengum alla meðgönguna,“ segir Lesa meira

thumb image

Smábarn hittir tvíburabróður pabba síns og botnar ekki í neinu: Myndband

Heimurinn er dálítið skrýtinn þegar maður er bara pínulítill og hinn 16 mánaða gamli Reed skilur hreinlega ekki hvað er á seyði þegar hann kemur auga á tvíburabróður pabba síns. Pabbi drengsins, Stephen Ratpojanakul, deildi þessu dásamlega myndbandi á Facebook á dögunum, en bróðir hans Michael hafði boðist til að passa. Reed fer til skiptis Lesa meira

thumb image

Kanye West valdi loksins nafn á næstu plötu

Rapparinn Kanye West tilkynnti í janúar að næsta plata hans myndi hafa titilinn Swish en breytti svo fljótlega í Waves. Í gær birti hans svo lokalagalista plötunnar á Twitter en platan mun hafa nafnið The Life of Pablo. Í gær var Kanye með hlustunarpartý í New York fyrir sína nánustu. Kim Kardashian sást fara um Lesa meira

thumb image

6 ástæður fyrir því að iPhone 6 er glataður sími

Hann kann að vera meðal vinsælustu snjallsíma á markaðnum í dag en iPhone sex er ekkert svo merkilegur. Hér má sjá nokkur dæmi um það hversu lítið síminn þolir í raun og veru. Skárra væri að fá sér bara múrstein. Hann þolir ekki nokkur hamarshögg Hann ræður ekki við slípirokk Hann er ekki skotheldur Hann Lesa meira

thumb image

Fæddi tvíbura með ólíkan húðlit: „Get ekki verslað í matinn án þess að einhver veiti okkur athygli“

Þegar hún eignaðist tvíbura á síðasta ári trúði hún varla sínum eigin augum. Hannah Yarker er ljós á hörund en eiginmaður hennar, Kyle Armstrong, er af blönduðum kynþætti og með dekkri húð. Í gríni höfðu vinir þeirra spurt hvort þau héldu að annað barnið yrði dökkt á hörund en hitt ljóst. Hjónin hlógu enda væri Lesa meira

thumb image

Hefur ferðast um heiminn með foreldrum sínum frá fæðingu

Börn eru engin fyrirstaða og ævintýrin verða enn að veruleika hjá þeim sem þora. Þetta sönnuðu foreldrarnir Karen Edwards og Shaun Bayes þegar þau ákváðu að ferðast um heiminn með nýfædda dóttur sína. Þegar Esmé var aðeins tíu vikna gömul pökkuðu þau öllum nauðsynlegum farangri í einn bakpoka og lögðu af stað til Asíu, Ástralíu Lesa meira