Erfiðleikar við að fá kynferðislega fullnægingu: Hver gæti verið orsökin?

Eigi kona í erfiðleikum við að fá kynferðislega fullnægingu er það gjarnan sálræns eðlis, en auðvitað er alltaf rétt að útiloka að um líkamlegar orsakir sé að ræða með því að leita til kvensjúkdómalæknis. Oft tengist þessi vandi, eins og kynlífsvandi karla lélegu sjálfstrausti, meðvirkni, kvíða, litlum tengslum við eigið nautna- og tilfinningalíf og lélegri upplifun konunnar af sjálfri sér sem kynveru.

Hins vegar er einnig mjög algengt að kynferðisleg örvun sé ónóg. Bæði getur verið um að ræða of skamman tíma, vegna ofuráherslu parsins á samfarir og fullnægingu, en einnig vegna þess að maðurinn fær bráðasáðlát þannig að dregið er úr örvun í forleik til að reyna að draga úr hættunni á bráðasáðláti hjá honum. Þetta er að vísu alröng aðferð til þess, en engu að síður mjög algeng. Í langflestum tilvikum er tiltölulega auðvelt að aðstoða konur, sem eiga í þessum erfiðleikum, svo fremi sem fagmaðurinn kann til verka.

 

Mynd: Getty Images

Kynlífsvandamál eru alltaf samskiptavandamál. Þ.e. þessi vandamál koma þá og því aðeins í ljós að stofnað sé til kynlífs með öðrum aðila. Lifi einstaklingur engu kynlífi koma þessi vandamál ekki í ljós. Séu þau af sálrænum toga tengjast þau ætíð samskiptum parsins í kynlífi og í lífinu almennt. Það er því nauðsynlegt að parið leiti sér saman aðstoðar og taki saman þátt í meðferðinni. Yfirleitt má segja að meðferð taki ekki mjög langan tíma, en það er hins vegar mjög mikilvægur þáttur í meðferðinni að parið gefi sér þann tíma, sem nauðsynlegur er. Ef skortur er á tíma, getur meðferð dregist á langinn og getur þá farið að vinna gegn sjálfri sér.

Einstaklingar, sem eiga í kynlífsvanda, sem aðeins kemur öðru hvoru í ljós, af því að þeir eru ekki í föstu sambandi eru að þessu leytinu svolítið verr staddir. Hægt er að laga þennan vanda að vissu marki, en rekkjunautur er nauðsynlegur til að um raunverulegan „bata” geti verið að ræða.

______________________________________________________________________________________________________

Birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is

thumb image

Bára Beauty förðunarfræðingur: Getur ekki verið án sælgætis, kaffi, förðunarvara, pole fitness og hundsins síns

Bára Jónsdóttir, eða Bára Beauty eins og hún er þekkt, er eins og töframaður með förðunarbursta. Hún heldur uppi vinsælum snapchat aðgangi, ásamt Instagram aðgangi, Facebook síðu og YouTube rás. Vinsælasta myndbandið hennar er komið yfir 300 þúsund áhorf og í nýjasta myndbandinu sýnir hún geggjaða hrekkjavökuförðun. Hún stundar einnig pole fitness af kappi, á Lesa meira

thumb image

Silja Björk baráttukona skrifar pistil um líkamsvirðingu; „Ég er á móti þeirri hugmynd að hægt sé að keppa í fegurð“

Silja Björk er baráttukona, verðandi rithöfundur og kaffibarþjónn. Silja Björk  og hefur látið til sín taka í að opna umræðuna um geðsjúkdóma en hún stofnaði facebook hópinn Geðsjúk. Silja Björk er einnig upphafsmanneskjan að internet herferðinni #égerekkitabú en sú herferð vakti mikla athygli en samfélagsmiðlar loguðu og fjöldi fólks tók þátt og opnaði sig um Lesa meira

thumb image

Var lögð í einelti vegna húðlitar – Starfar nú sem fyrirsæta

Hin 19 ára gamla Khoudia Diop var lögð í einelti í æsku og strítt vegna þess að hún var með dökka húð. Í dag starfar hún fyrirsæta sem hlustar ekki á fordómafulla leiðindarpúka og hefur safnað að sér hundruð þúsundum aðdáenda á netinu. „Mér var mikið strítt í æsku útaf húðlitum mínum,“ segir hún í viðtali við Lesa meira

thumb image

Tinna Brá: Töffari sem æfir MMA og borðar í baði

Tinna Brá Baldvinsdóttir er 32 ára verslunareigandi úr Stykkishólmi. Hún rekur þrjár verslanir í Reykjavík sem heita Hrím. „Þar fyrir utan er ég svo mamma 9 ára snillings sem heitir Indriði Hrafn og kona Einars Arnar síðustu 16 árin,‟ segir Tinna. Við vitum líka að hún er algjör töffari, fáránlega smekkleg og æfir af krafti í Lesa meira

thumb image

Kvennafrí: Konur leggja niður vinnu kl.14.38 í dag

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 í dag, mánudaginn 24. október, og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX! Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir stýra fundinum á AUsturvelli. Kynslóðir kvenna ávarpa fundinn, Guðrún Ágústsdóttir einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM, Una Torfadóttir Lesa meira

thumb image

Hið fullkomna „nude“ naglalakk

Nude naglalakk passar við öll föt og við öll tilefni. Ég nota mikið af ljósum nude litum á neglurnar því mér finnst það stílhreint og fallegt og svo fæ ég síður leið á því dagsdaglega. Ég keypti á dögunum naglalakkið go go geisha úr nýju haustlínunni frá essie og að mínu mati er það hið Lesa meira

thumb image

Auður Alfa er ákveðin með athyglisbrest og brennandi áhuga á pólitík!

Auður Alfa Ólafsdóttir  er 27 ára stjórnmálahagfræðingur. Hún situr í fjórða sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Samfylkinguna, þannig að þessa dagana á kosningabaráttan hug hennar allan. Við fengum Auði til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Geturðu lýst persónuleika þínum í fimm orðum? Ákveðin, einlæg, uppátækjasöm,  hugrökk kona með athyglisbrest Hvað veitir þér innblástur? Lesa meira

thumb image

Sólveig Rós fræðslustýra samtakanna ’78 er „Súlufimidrottning og eilífðarstúdent sem er illa bitin af ferðalagabólunni“

Sólveig Rós er fræðslustýra  samtakanna ’78 en hún hefur starfað innan samtakanna í mörg ár. Hún sér um ungliðahreyfingu samtakanna ásamt fleirum og hefur verið virk í jafningjafræðari síðast liðin ár. Sólveig Rós er með mastersgráðu í stjórnmálafræði frá University of Victoria og er í mastersnámi í kynjafræðum í Háskóla Íslands. Við fengum Sólveigu Rós til að Lesa meira