Erfiðleikar við að fá kynferðislega fullnægingu: Hver gæti verið orsökin?

Eigi kona í erfiðleikum við að fá kynferðislega fullnægingu er það gjarnan sálræns eðlis, en auðvitað er alltaf rétt að útiloka að um líkamlegar orsakir sé að ræða með því að leita til kvensjúkdómalæknis. Oft tengist þessi vandi, eins og kynlífsvandi karla lélegu sjálfstrausti, meðvirkni, kvíða, litlum tengslum við eigið nautna- og tilfinningalíf og lélegri upplifun konunnar af sjálfri sér sem kynveru.

Hins vegar er einnig mjög algengt að kynferðisleg örvun sé ónóg. Bæði getur verið um að ræða of skamman tíma, vegna ofuráherslu parsins á samfarir og fullnægingu, en einnig vegna þess að maðurinn fær bráðasáðlát þannig að dregið er úr örvun í forleik til að reyna að draga úr hættunni á bráðasáðláti hjá honum. Þetta er að vísu alröng aðferð til þess, en engu að síður mjög algeng. Í langflestum tilvikum er tiltölulega auðvelt að aðstoða konur, sem eiga í þessum erfiðleikum, svo fremi sem fagmaðurinn kann til verka.

 

Mynd: Getty Images

Kynlífsvandamál eru alltaf samskiptavandamál. Þ.e. þessi vandamál koma þá og því aðeins í ljós að stofnað sé til kynlífs með öðrum aðila. Lifi einstaklingur engu kynlífi koma þessi vandamál ekki í ljós. Séu þau af sálrænum toga tengjast þau ætíð samskiptum parsins í kynlífi og í lífinu almennt. Það er því nauðsynlegt að parið leiti sér saman aðstoðar og taki saman þátt í meðferðinni. Yfirleitt má segja að meðferð taki ekki mjög langan tíma, en það er hins vegar mjög mikilvægur þáttur í meðferðinni að parið gefi sér þann tíma, sem nauðsynlegur er. Ef skortur er á tíma, getur meðferð dregist á langinn og getur þá farið að vinna gegn sjálfri sér.

Einstaklingar, sem eiga í kynlífsvanda, sem aðeins kemur öðru hvoru í ljós, af því að þeir eru ekki í föstu sambandi eru að þessu leytinu svolítið verr staddir. Hægt er að laga þennan vanda að vissu marki, en rekkjunautur er nauðsynlegur til að um raunverulegan „bata” geti verið að ræða.

______________________________________________________________________________________________________

Birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is

thumb image

Sofia Vergara og Joe Manganiello birta myndir úr brúðkaupsferðinni

Leikkonan Sofia Vergara og Joe Manganiello festu ráð sitt í síðustu viku við fallega athöfn þar sem fjöldi vina og vandamanna voru viðstaddir. Bleikt birti myndir úr brúðkaupinu í kjölfarið. Nú eru hjónin hins vegar stödd í brúðkaupsferð þar sem þau sleikja sólina í hvítum sandi. Hjónin deildu myndum úr ferðalaginu á Twitter og Instagram Lesa meira

thumb image

Þess vegna ættir þú aldrei að vinna á hóteli

Sem betur fer eru ekki öll störf eins, en stundum virðist hótelstarfsfólk upplifa einum of mikið af því góða. Eftirfarandi eru sögur af Reddit þar sem fólks sem unnið hefur við ýmis hótelstörf segir frá skrýtnustu upplifunum sínum. Ef þetta er daglegt brauð í þessu starfi gæti maður alveg hugsað sér að vinna við eitthvað Lesa meira

thumb image

Jólakvíði og jólarómantík

Þegar þessar línur eru settar á blað er aðventan að ganga í garð og brátt styttist í jólin. Um stræti og torg eru allir á ferð og flugi með hugann við jóla undirbúninginn, það er verið að baka og kaupa og skreyta og gleðjast með vinum og vandamönnum og jólastemmningin margrómaða læðist að. En það Lesa meira

thumb image

Stormsveitir Star Wars í jólaskapi

Nú líður að frumsýningu nýjustu Star Wars kvikmyndarinnar og sumir eru spenntari en aðrir. Jólin eru líka að koma og margir komnir í jólaskap – það á sannarlega við um þessa stormsveitarmenn sem tóku til hendinni nýlega og settu upp jólatré með samstilltu átaki.                       Lesa meira

thumb image

5 mínútna karamellusósa sem allir geta gert

Um helgar er nánast undantekningarlaust ís á borðum á þessu heimili….já og kannski alveg oftar en um helgar. Heit sósa er dásamleg og er hægt að búa hana til úr ýmsu hráefni. Einfaldast er að bræða einhverja tegund af súkkulaði eða karamellum í bland við smá rjóma og gott að blanda saman einu og öðru Lesa meira

thumb image

Greip til örþrifaráða þegar hún hafnað honum á Tinder

Stundum þarf ekki nema eitt stefnumót til að sjá að tveir einstaklingar eiga ekki samleið. Þó það geti verið erfitt að hafna einhverjum er enginn ástæða til að draga það á langinn. Þetta hugsaði Lauren Crouch þegar hún neitaði manni sem hún hafði kynnst á Tinder um annað stefnumót. „Ég þoli ekki að senda svona skilaboð Lesa meira

thumb image

Rannsókn sýnir að konur með húðflúr hafa betra sjálfstraust

Hingað til hefur verið vitað og ritað um að húðflúr geta myndað tengingu milli fólks með svipuð áhugamál. Við vitum að þau geta verið valdeflandi og líka að húðflúr geta hjálpað fólki að ná aftur tengingu við líkama sinn. Ný rannsókn hefur nú sýnt fram á að húðflúr geta líka verið eflandi fyrir sjálfstraust. Rannsóknin Lesa meira

thumb image

Ræman: Falið leyndarmál með íslenska hönnun

Verslunin Ræman á Nýbýlavegi er ótrúlega falleg og þar er hægt að versla vandaða og flotta íslenska hönnun. Búðina reka hönnuðurnir sjálfir, Svava Grímsdóttir og Heiðrún Björk Jóhannsdóttir. Svava hannar fatnað undir merkinu Evuklæði en Heiðrún sem kölluð er Heiða hannar undir merkinu Ísafold design. Þær eru með verslunina og verkstæði sitt í sama húsnæðinu Lesa meira