Erfiðleikar við að fá kynferðislega fullnægingu: Hver gæti verið orsökin?

Eigi kona í erfiðleikum við að fá kynferðislega fullnægingu er það gjarnan sálræns eðlis, en auðvitað er alltaf rétt að útiloka að um líkamlegar orsakir sé að ræða með því að leita til kvensjúkdómalæknis. Oft tengist þessi vandi, eins og kynlífsvandi karla lélegu sjálfstrausti, meðvirkni, kvíða, litlum tengslum við eigið nautna- og tilfinningalíf og lélegri upplifun konunnar af sjálfri sér sem kynveru.

Hins vegar er einnig mjög algengt að kynferðisleg örvun sé ónóg. Bæði getur verið um að ræða of skamman tíma, vegna ofuráherslu parsins á samfarir og fullnægingu, en einnig vegna þess að maðurinn fær bráðasáðlát þannig að dregið er úr örvun í forleik til að reyna að draga úr hættunni á bráðasáðláti hjá honum. Þetta er að vísu alröng aðferð til þess, en engu að síður mjög algeng. Í langflestum tilvikum er tiltölulega auðvelt að aðstoða konur, sem eiga í þessum erfiðleikum, svo fremi sem fagmaðurinn kann til verka.

 

Mynd: Getty Images

Kynlífsvandamál eru alltaf samskiptavandamál. Þ.e. þessi vandamál koma þá og því aðeins í ljós að stofnað sé til kynlífs með öðrum aðila. Lifi einstaklingur engu kynlífi koma þessi vandamál ekki í ljós. Séu þau af sálrænum toga tengjast þau ætíð samskiptum parsins í kynlífi og í lífinu almennt. Það er því nauðsynlegt að parið leiti sér saman aðstoðar og taki saman þátt í meðferðinni. Yfirleitt má segja að meðferð taki ekki mjög langan tíma, en það er hins vegar mjög mikilvægur þáttur í meðferðinni að parið gefi sér þann tíma, sem nauðsynlegur er. Ef skortur er á tíma, getur meðferð dregist á langinn og getur þá farið að vinna gegn sjálfri sér.

Einstaklingar, sem eiga í kynlífsvanda, sem aðeins kemur öðru hvoru í ljós, af því að þeir eru ekki í föstu sambandi eru að þessu leytinu svolítið verr staddir. Hægt er að laga þennan vanda að vissu marki, en rekkjunautur er nauðsynlegur til að um raunverulegan „bata” geti verið að ræða.

______________________________________________________________________________________________________

Birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is

thumb image

Er Christiano Ronaldo betri utangarðsmaður en Marta María?

Marta María, fréttastjóri dægurmála á mbl.is, er oft á tíðum umdeild og vakti hörð viðbrögð á síðasta ári þegar hún birti myndband á Smartlandi þar sem Krist­ín Júlla Kristjáns­dótt­ir, gerv­a­hönnuður, breytti henni í „ógæfukonu“. „Gætir þú breytt svona fallegri konu eins og mér í ógæfukonu?“ spurði Marta María. Að förðun lokinni gekk hún um miðbæ Reykjavíkur þar Lesa meira

thumb image

Ástarsorg í Hollywood: Þessi stjörnupör hafa hætt saman á árinu

Það hefur verið mikið um sambandsslit í Hollywood undanfarið. Nýlega kom fram að stjörnuparið Gwen Stefani og Gavin Rossdale væru að skilja eftir 13 ára hjónaband. Margir eru enn í sárum eftir fréttir af skilnaði Ben Affleck og Jennifer Garner, sem höfðu verið gift frá árinu 2005. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Hér má sjá fjölda stjörnupara sem Lesa meira

thumb image

Svona er komið öðruvísi fram við karlkyns hjúkrunarfræðinga

Samfélagið hefur að stórum hluta fyrirfram myndaðar skoðanir á því hvað séu kvenlæg og karllæg störf. Launamunur kynjanna er aðeins brot af því sem konur þurfa að berjast fyrir á vinnumarkaði sem einkennist enn af fordómum og staðalímyndum um hlutverk kynjanna. Til að mynda eru töluvert fleiri konur sem starfa sem hjúkrunarfræðingar. Þá er ekki Lesa meira

thumb image

Mörg hundruð mættu í útför smábarns sem fannst látið í yfirgefinni íbúð

Mörg hundruð manns mættu í útför lítillar stúlku sem fannst látin í yfirgefinni íbúð. Fólkið mætti til að fagna lífi stúlkunnar og til að sýna henni og örlögum hennar samúð. Þetta er eitt af þeim augnablikum sem ylja  fólki um hjartaræturnar því það sýnir að fólki, að minnsta kosti sumum, er ekki sama um náungann.

thumb image

Svona verða kvikmyndastiklurnar til: Myndband

Kvikmyndastiklur eru til þess gerðar að heilla fólk á örfáum mínútum og draga það í kvikmyndahúsin. Að mörgu leyti gegnir stiklan mikilvægara hlutverki en kvikmyndin sjálf – allavega í huga framleiðenda. Þess vegna er mikið lagt í þessar stiklur og oft á tíðum reynast þær betri en kvikmyndirnar sem verið er að auglýsa. Hversu marga smelli Lesa meira

thumb image

Svona breytist líf þitt þegar þú verður móðir

Hvort sem þér líkar það eða ekki þá breytist margt þegar þú verður móðir. Það skiptir engu hvort þú sért útivinnandi, heimavinnandi, sinnir vinnunni að heiman eða hvort þú átt líka hund. Lífið breytist. Hér eru 16 atriði sem breytast að eilífu þegar þú verður móðir. Innihald handtöskunnar þinnar sýnir að þú ert undir ALLT Lesa meira

thumb image

50 ár af brúðarhárgreiðslum á tveimur mínútum

Það er ýmis konar undirbúningur sem fylgir brúðkaupinu. Það er ekki allt klappað og klárt þó að brúðurin hafi valið rétta kjólinn. Flestar vilja vanda valið þegar kemur að förðun – og auðvitað hárgreiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Rétt eins og brúðarkjólatískan breytist á milli áratuga, breytast brúðarhárgreiðslur líka. Hér má sjá myndband sem stílistinn Kayley Lesa meira

thumb image

Sama hvað „hann“ er stór muntu aldrei geta þetta: Myndband

Þetta myndband hefur vakið gríðarlega athygli. Enginn karlmaður getur keppt við þennan tignarlega tapír. Tapírinn hefur gríðarstóran lim en í myndbandinu má sjá hvar hann notar hann til að klóra sér í síðunni. Eitt er víst fyrir alla karlmenn – að sama hvað hann er stór muntu aldrei geta þetta.

thumb image

Göbbuð til að borða hundamat: Þótti smakkast nokkuð vel

Hópur fólks var fenginn til að smakka nokkra rétti sem bornir voru fram af færum kokki. Maturinn leit vel út og ilmurinn var öllum að skapi. Viðbrögðin við matnum voru misjöfn en flestum þótti hann bragðast nokkuð vel. Sumir voru jafnvel svo hrifnir að þeir sögðu þetta með því besta sem þau höfðu borðað. Síðan var þeim Lesa meira