Erna Kristín: Búlemía er ógeðsleg, en ég er þakklát fyrir að hún bankaði uppá á réttum tíma í lífi mínu

Erna Kristín hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum bæði fyrir listaverkin sem hún teiknar sem og persónulegar færslur sem hún skrifar reglulega og birtir á Króm.is

Erna vill opna á umræðu erfiðra viðfangsefna og deilir hún því reynslu sinni á ýmsummálefnum. Nýlega ákvað Erna að ræða opinberlega baráttu sína við búlemíu á miðlinum Snapchat undir notendanafninu ernuland og skrifaði í kjölfarið færslu sem hún barðist við sjálfa sig um hvort hún ætti að birta.

Við gefum Ernu orðið:

Ég ræddi fyrir svolitlu síðan um búlemíu á Snappinu mínu. Það sem kom mér allra helst á óvart var að mínir nánustu höfðu ekki hugmynd um þetta, ég var viss um að ég hafi rætt þetta við að minnsta kosti einhverja þeirra. Ég man meira að segja sum samtölin, en þau kannast að vísu ekkert við þau.
Jæja, ég hef alltaf skammast mín hvað varðar búlemíuna, greinilega það mikil skömm að ég hef aðeins hugsað um að segja mínum nánustu frá ástandinu en ekki gert það nema í huganum. Ég ræddi þetta á snappinu og ætla gera það hérna núna, ég get greinilega ekki átt þetta bara fyrir sjálfan mig.
Eða kannski er ég bara orðin ógeðslega þreytt á því hvernig samfélagið vill hafa mig, hvernig samfélagið hefur matað aðra á því hvernig fallegur líkami lítur út eða hvernig samfélagið hefur matað mig og þig á því að við verðum ekki hamingjusöm fyrr en við verðum mjó.

Titillinn á pistlinum mínum gæti hljómað undarlega

Búlemía er ógeðsleg, en ég er þakklát fyrir að hún bankaði upp á á réttum tíma í lífi mínu

Hvað meina ég með því ? Var ég svona agalega glöð að kynnast þessum viðbjóði og þeirri angist sem búlemía er? Nei ekki beint.

En fyrst hún þurfti endilega að láta sjá sig þá verð ég bara að reyna líta á björtu hliðarnar og þakka fyrir tímasetninguna.

Ég hef aldrei litið á líkama minn sem fallegan, eða kannski einhvern tímann, en ekki svo ég muni.

Ég var það ung þegar ég var farin að telja mig feita, þrátt fyrir að hafa aldrei verið feit, en minningarnar eru þó ekki í takt við það.

Ég taldi mig feita og hef nánast alltaf gert, þvílík tímasóun á góðum tíma segi ég nú bara, ég gat ekki einusinni farið í sund nema ég fastaði að minnsta kosti þremur dögum fyrir eða skalf á leiðinni ofan í, stundum hætti ég jafnvel við og fór heim.
Það komu stundir sem ég pældi ekki mikið í þessu og var örugg í eigin skinni en þeir tímar eru ekki margir, og meira eins og fjarlægur draumur sem ég þrái, og er loksins að upplifa aftur eftir mjög svo langa bið!

Ranghugmyndir og blekking

Búlemían bankaði svo almennilega upp á í kringum 18 ára aldurinn. Hún kom og fór, eins óboðin og hún var.
Eina ástæðan fyrir því hversu lítið vannæringin sást á mér var trúlega vegna þess að ég hafði æft fótbolta allt mitt líf og því með þennan ágæta vöðvamassa utan á mér sem blekkti ástandið virkilega vel.

En sá sem var mér næstur á þessum tíma, sambýlismaður minn sem ég er svo þakklát fyrir á hverjum degi. Þetta fór ekki framhjá honum.
Hann sá hvernig ég gat ekki vaknað á morgnana, hvernig ég svaf tímunum saman og hvernig ranghugmyndirnar mögnuðust í hausnum á mér þegar lengra leið á.
Ég opnaði mig við hann um þetta, sagðist hafa tök á þessu og væri hætt að æla og dugleg að borða. Ekkert betra en að bæta samviskubiti ofan á þetta allt og fara á bak við manninn sem þú elskar því þú hefur enga stjórn á því sem er að gerast. Ég hélt áfram, tíðahringurinn var farinn að ruglast það mikið að ég var á stöðugum blettablæðingum, og svo eru miklar líkur á því að ég hafi ælt getnaðarvarnarpillunni sem ég var á og því orðið ólétt.
Á þessum tíma æfði ég tvisvar á dag, borðaði lítið sem ekkert og ef ég fór í ofát sem gerist reglulega sem er í takt við átröskunarsjúkdóminn, þá fór sú næring beinustu leið ofan í klósettið.

Mynd/Úr einkasafni

Á myndinni hér að ofan taldi ég mig vera feita. Ég myndi segja núna þegar ég horfi á þessa mynd að ég lít út fyrir að vera bara í mjög góðu formi, stabíl og hamingjusöm, ég er langt frá því að líta út fyrir að vera á áhættustað eða illa haldin átröskun.
En þarna eru ekkert nema ranghugmyndir og mjög brotin líkamsímynd sem ræður ferðinni og smá vottur af vöðvaleyfum frá því í fótboltanum.

Búlemía og meðganga

Búlemían var orðin sem verst rétt áður en ég vissi af óléttunni, það má segja að óléttan hafi náð að rétta mig af. Ég get ekki einu sinni hugsað til þess á hvaða stað ég væri í dag ef fallegi dregurinn minn hefði ekki komið til mín. Ég vissi ekki af þunguninni fyrr en ég var gengin þrjá mánuði, og þakka fyrir að litli ofurgrallarinn minn hafi náð að halda sér þarna þrátt fyrir litla sem enga næringu og stífa þjálfum tvisvará dag.

Ég bætti á mig um 30 kg á meðgöngunni, ég þráði mat og ég elskaði að borða hann. Ég fann svo mikið frelsi að það má segja að ég hafi misst mig aðeins. Ég grét úr gleði þegar sjötta brauðsneiðin með smjöri, osti og sultu fór ofan í mig. Það kannski sýnir hversu illa haldin ég var í átröskunarfangelsinu.

Mynd/Úr einkasafni

Eftir að Leon Bassi kom í heiminn sátu 10 kg eftir, sem eru enn og ég elska þau.
Ég elskaði þau sko alls ekki fyrst, ég var ein af þeim sem fékk aldrei að heyra:

Bíddu vó varst þú ekki að eignast barn?

eða

Vá hvað þú varst fljót að grennast aftur eftir meðgönguna

Ég var svo sannarlega ekki sú sem passaði í fötin sín eftir þessa veislu. Ég var aftur á móti sú sem fékk að heyra þessar setningar:

Hvaða hvaða þetta kemur allt

eða

Jú þú lítur mjög vel út, hitt kemur svo bara

Hitt hvað? Að vera mjó aftur?

Er það atriðið sem allir eru að bíða eftir? Verð ég þá samþykkt í samfélaginu?

Núna þremur árum seinna þori ég loksins að hreyfa mig eitthvað af viti og vanda mataræðið, en fyrir þann tíma var ég of hrædd að fara af stað í ræktinni og mataræði, því ég óttaðist staðinn sem biði mín.
Ég hef tekið síðustu þrjú ár í að læra að elska sjálfa mig og líkama minn.

Ég get ekki sagt að ég sé komin á nákvæmlega þann stað sem ég vil vera á, en ég er þó komin þangað að ég treysti mér til þess að fara í ræktina, styrkja mig, stinna mig og létta án þess að vilja alltaf meira og meira og meira.
Því ég get lofað ykkur því, það mun ekki skipta neinu máli hversu mörg kíló þið missið, ef þið elskið ekki ykkur sjálf og líkama ykkar áður, þá verður það aldrei nóg!

Ég er þakklát fyrir þann samfélagsmiðlaheim sem ég hef byggt mér upp og öll þau tækifæri sem ég hef fengið í gegnum samfélagsmiðla. Fylgjendahópurinn minn á Snapchat og Instagram er yndislegur og það er ekkert æðislegra en að fá viðbrögð og vita raunverulega þegar maður gerir gagn með því að deila erfiðum reynslusögum áfram.

Einnig er ég þakklát fyrir króm.is þar sem maður getur miðlað mikilvægum sögum áfram á enn stærri hóp, og vona ég innilega að það hjálpi öðrum og sýni ykkur sem haldið að þið séuð ein, að þið eruð aldrei ein.

Opinberun og þakklæti

Ég hef kosið að vera opin, það hjálpar bæði mér og öðrum að komast í gegnum erfiðar tilfinningar og því get ég ekki séð neitt nema jákvæðni hvað það varðar. Takk þið sem fylgið mér á Snapchat og öðrum miðlum, og takk þið öll sem tókuð ykkur tíma til að lesa þessa langloku. Samfélagsmiðlar eru ekki eintómar auglýsingar og glansmyndir, það er hægt að nota samfélagsmiðla á svo margan hátt og það er akkúrat einsog ég vil hafa það á mínum miðlum!

Mynd/Úr einkasafni

Hér er ég í dag, þessi mynd var tekin í morgun. Fyrir meðgöngu hefði ég litið á þennan líkama á mjög neikvæðan hátt. En í dag elska ég líkamann minn, nákvæmlega eins og hann er núna og það er ástæðan fyrir því að ég þori að hreyfa mig til að fá meiri orku, þori að létta mig ef ég vil það því ég treysti því að þurfa ekki stöðugt að leitast eftir samþykki frá samfélaginu hvernig ég á að líta út og hvernig líkaminn minn á að vera til að teljast fallegur og flottur.
Allir líkamar eru fallegir, þeir bera okkur uppi, hjálpa okkur að sinna lífinu og þeir koma í allskonar formum. Það á enginn að segja okkur hvernig tegund af líkömum eru fallegastir, því þeir eru allir fallegir á sinn einstaka hátt.
Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, minnum okkur á að við erum falleg og með fallegan líkama akkúrat eins og hann er akkurat núna, lærum að elska okkur strax í dag!

Hægt er að fylgjast með Ernu bæði á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: Ernuland

Pistillinn birtist upphaflega á Króm.is

Ótrúlegur árangur – Par missti 175 kíló saman á einu ári

Par sem var í mikilli ofþyngd höfðu miklar áhyggjur af því að geta ekki eignast barn saman og tóku því ákvörðun um að létta sig saman. Lexi og Danny eyddu meiri tíma í að borða óhollan mat heldur en að hreyfa sig og heildarþyngd þeirra var orðin rúm 350 kíló. Parið setti sér nýjársheiti um að léttast saman og fóru að borða hollt og hreyfa sig. Árangur þeirra er ótrúlegur en þau misstu samtals 175 kíló á rúmlega einu ári. https://youtu.be/Hx9IKBiUPco Lesa meira

Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Elma Sól Long er tveggja barna móðir sem stundar leikskólaliðanám ásamt því að starfa sem slíkur. Elma lifir í dag hamingjusömu lífi með sambýlismanni sínum og barnsföður ásamt strákunum þeirra tveimur. En saga Elmu hefur ekki alltaf verið jafn björt og hún er nú. Náinn aðstandandi Elmu beitti hana ítrekað hrottalegu ofbeldi í æsku og æ síðan hefur Elma þurft að glíma við skugga fortíðarinnar. Hún settist niður með blaðamanni Bleikt og rifjaði upp erfiða atburði úr æsku sinni. „Það héldu margir að ég væri almennt mjög glaður krakki, ég var fljót að læra hluti og leit út fyrir að vera hamingjusöm.… Lesa meira

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Sunna Rós Baxter vaknaði vonsvikin og þunglynd á hverjum einasta morgni í mörg ár. Beið hún þess að hver dagur myndi klárast til þess eins að geta farið að sofa. Einn örlagaríkan dag í desember árið 2014 lenti Sunna í hræðilegu atviki sem varð til þess að breyta hugsun hennar til frambúðar. Ég átti mér stóra drauma, ég vildi verða eitthvað, skipta máli, framkvæma alla mína drauma. En dagarnir liðu og árin líka. Ég var enn fátæk og þunglynd en ég sagði sjálfri mér að einn daginn myndi þetta allt breytast, segir Sunna í einlægri færslu á bloggsíðu sinni. Nennti ekki að setja bakið… Lesa meira

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Dóttir Jónu Margrétar Hauksdóttur varð fyrir slæmu einelti á dögunum í gegnum smáforritið musical.ly. Biður Jóna því alla foreldra um að vera vel vakandi fyrir því hvað börnin þeirra séu að gera í símunum. Smáforritið musical.ly er samfélag þar sem fólk getur komið saman og deilt stuttum myndböndum. Þar er hægt að bæta við myndum og tónlist við myndböndin og hægt er að deila þeim með öllum þeim sem nota smáforritið. Ef börnin ykkar eru með þetta app þá langar mig að biðja ykkur foreldrana um að vera mjög vakandi yfir því hvað þau eru að gera þarna inná. Dóttir… Lesa meira

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Móðir ungrar stúlku skrifaði á dögunum varúðarpóst fyrir foreldra sem hefur nú gengið manna á milli. Foreldrar stúlkunnar enduðu með hana á spítala eftir að hafa keypt það sem þau töldu vera saklaust förðunarsett fyrir hana. Ég skrifa þetta bréf vegna þess að mér finnst mikilvægt að minna foreldra á að fara varlega með þá hluti sem við leyfum börnunum okkar að leika sér með, skrifar Tony Kyle Cravens í færslu á Facebook. Þessi reynsla hefur opnað augu okkar fyrir því að skoða efnisinnihald í þeim barnavörum sem við kaupum hér eftir. Fyrir nokkrum dögum keyptum við förðunarsett handa Lydiu, við héldum að það væri án allra eiturefna… Lesa meira

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Þegar Inga Lára Magnúsdóttir var nýbyrjuð að keyra leigubíl ítrekaði faðir hennar við hana að hún ætti alltaf að líta aftur í bílinn þegar fólk færi út til þess að ganga úr skugga um að það hefði ekki gleymt neinu. Ég var þessa fyrstu daga mína svo upptekin að rata að ég átti það til að gleyma að kíkja aftur í, segir Inga Lára í færslu á Facebook. Ég tók upp par í miðbænum og keyrði þau í Kópavoginn. Ég heyrði að þau voru greinilega að kynnast en spáði ekki meira í því. Þegar ég stöðva bílinn borgar stelpan og hurðin lokast. Inga… Lesa meira

Sprenghlægilegt myndband – Kona missir sig í Fish Spa

Að fara í fótsnyrtingu reglulega getur verið virkilega notalegt og jafnvel nauðsynlegt fyrir suma. Flestum finnst huggulegt að fá að sitja í stólnum á meðan verið er að dekra við þá. Fyrir ekkert rosalega löngu síðan komst í tísku svokallað Fish Spa. Fish Spa er fótsnyrtingar aðferð þar sem viðskiptavinurinn stingur fótunum ofan í fiskabúr hjá sérstakri fiskitegund sem sækist í að borða dauða húð viðkomandi og hreinsa þannig fæturna vel. Fyrir suma hljómar þessi aðferð áhugaverð og spennandi, en fyrir aðra hljómar hún kjánalega, skringilega eða jafnvel hryllilega. Myndband af konu sem fór í Fish Spa meðferð á dögunum… Lesa meira

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira