Erna Kristín: Búlemía er ógeðsleg, en ég er þakklát fyrir að hún bankaði uppá á réttum tíma í lífi mínu

Erna Kristín hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum bæði fyrir listaverkin sem hún teiknar sem og persónulegar færslur sem hún skrifar reglulega og birtir á Króm.is

Erna vill opna á umræðu erfiðra viðfangsefna og deilir hún því reynslu sinni á ýmsummálefnum. Nýlega ákvað Erna að ræða opinberlega baráttu sína við búlemíu á miðlinum Snapchat undir notendanafninu ernuland og skrifaði í kjölfarið færslu sem hún barðist við sjálfa sig um hvort hún ætti að birta.

Við gefum Ernu orðið:

Ég ræddi fyrir svolitlu síðan um búlemíu á Snappinu mínu. Það sem kom mér allra helst á óvart var að mínir nánustu höfðu ekki hugmynd um þetta, ég var viss um að ég hafi rætt þetta við að minnsta kosti einhverja þeirra. Ég man meira að segja sum samtölin, en þau kannast að vísu ekkert við þau.
Jæja, ég hef alltaf skammast mín hvað varðar búlemíuna, greinilega það mikil skömm að ég hef aðeins hugsað um að segja mínum nánustu frá ástandinu en ekki gert það nema í huganum. Ég ræddi þetta á snappinu og ætla gera það hérna núna, ég get greinilega ekki átt þetta bara fyrir sjálfan mig.
Eða kannski er ég bara orðin ógeðslega þreytt á því hvernig samfélagið vill hafa mig, hvernig samfélagið hefur matað aðra á því hvernig fallegur líkami lítur út eða hvernig samfélagið hefur matað mig og þig á því að við verðum ekki hamingjusöm fyrr en við verðum mjó.

Titillinn á pistlinum mínum gæti hljómað undarlega

Búlemía er ógeðsleg, en ég er þakklát fyrir að hún bankaði upp á á réttum tíma í lífi mínu

Hvað meina ég með því ? Var ég svona agalega glöð að kynnast þessum viðbjóði og þeirri angist sem búlemía er? Nei ekki beint.

En fyrst hún þurfti endilega að láta sjá sig þá verð ég bara að reyna líta á björtu hliðarnar og þakka fyrir tímasetninguna.

Ég hef aldrei litið á líkama minn sem fallegan, eða kannski einhvern tímann, en ekki svo ég muni.

Ég var það ung þegar ég var farin að telja mig feita, þrátt fyrir að hafa aldrei verið feit, en minningarnar eru þó ekki í takt við það.

Ég taldi mig feita og hef nánast alltaf gert, þvílík tímasóun á góðum tíma segi ég nú bara, ég gat ekki einusinni farið í sund nema ég fastaði að minnsta kosti þremur dögum fyrir eða skalf á leiðinni ofan í, stundum hætti ég jafnvel við og fór heim.
Það komu stundir sem ég pældi ekki mikið í þessu og var örugg í eigin skinni en þeir tímar eru ekki margir, og meira eins og fjarlægur draumur sem ég þrái, og er loksins að upplifa aftur eftir mjög svo langa bið!

Ranghugmyndir og blekking

Búlemían bankaði svo almennilega upp á í kringum 18 ára aldurinn. Hún kom og fór, eins óboðin og hún var.
Eina ástæðan fyrir því hversu lítið vannæringin sást á mér var trúlega vegna þess að ég hafði æft fótbolta allt mitt líf og því með þennan ágæta vöðvamassa utan á mér sem blekkti ástandið virkilega vel.

En sá sem var mér næstur á þessum tíma, sambýlismaður minn sem ég er svo þakklát fyrir á hverjum degi. Þetta fór ekki framhjá honum.
Hann sá hvernig ég gat ekki vaknað á morgnana, hvernig ég svaf tímunum saman og hvernig ranghugmyndirnar mögnuðust í hausnum á mér þegar lengra leið á.
Ég opnaði mig við hann um þetta, sagðist hafa tök á þessu og væri hætt að æla og dugleg að borða. Ekkert betra en að bæta samviskubiti ofan á þetta allt og fara á bak við manninn sem þú elskar því þú hefur enga stjórn á því sem er að gerast. Ég hélt áfram, tíðahringurinn var farinn að ruglast það mikið að ég var á stöðugum blettablæðingum, og svo eru miklar líkur á því að ég hafi ælt getnaðarvarnarpillunni sem ég var á og því orðið ólétt.
Á þessum tíma æfði ég tvisvar á dag, borðaði lítið sem ekkert og ef ég fór í ofát sem gerist reglulega sem er í takt við átröskunarsjúkdóminn, þá fór sú næring beinustu leið ofan í klósettið.

Mynd/Úr einkasafni

Á myndinni hér að ofan taldi ég mig vera feita. Ég myndi segja núna þegar ég horfi á þessa mynd að ég lít út fyrir að vera bara í mjög góðu formi, stabíl og hamingjusöm, ég er langt frá því að líta út fyrir að vera á áhættustað eða illa haldin átröskun.
En þarna eru ekkert nema ranghugmyndir og mjög brotin líkamsímynd sem ræður ferðinni og smá vottur af vöðvaleyfum frá því í fótboltanum.

Búlemía og meðganga

Búlemían var orðin sem verst rétt áður en ég vissi af óléttunni, það má segja að óléttan hafi náð að rétta mig af. Ég get ekki einu sinni hugsað til þess á hvaða stað ég væri í dag ef fallegi dregurinn minn hefði ekki komið til mín. Ég vissi ekki af þunguninni fyrr en ég var gengin þrjá mánuði, og þakka fyrir að litli ofurgrallarinn minn hafi náð að halda sér þarna þrátt fyrir litla sem enga næringu og stífa þjálfum tvisvará dag.

Ég bætti á mig um 30 kg á meðgöngunni, ég þráði mat og ég elskaði að borða hann. Ég fann svo mikið frelsi að það má segja að ég hafi misst mig aðeins. Ég grét úr gleði þegar sjötta brauðsneiðin með smjöri, osti og sultu fór ofan í mig. Það kannski sýnir hversu illa haldin ég var í átröskunarfangelsinu.

Mynd/Úr einkasafni

Eftir að Leon Bassi kom í heiminn sátu 10 kg eftir, sem eru enn og ég elska þau.
Ég elskaði þau sko alls ekki fyrst, ég var ein af þeim sem fékk aldrei að heyra:

Bíddu vó varst þú ekki að eignast barn?

eða

Vá hvað þú varst fljót að grennast aftur eftir meðgönguna

Ég var svo sannarlega ekki sú sem passaði í fötin sín eftir þessa veislu. Ég var aftur á móti sú sem fékk að heyra þessar setningar:

Hvaða hvaða þetta kemur allt

eða

Jú þú lítur mjög vel út, hitt kemur svo bara

Hitt hvað? Að vera mjó aftur?

Er það atriðið sem allir eru að bíða eftir? Verð ég þá samþykkt í samfélaginu?

Núna þremur árum seinna þori ég loksins að hreyfa mig eitthvað af viti og vanda mataræðið, en fyrir þann tíma var ég of hrædd að fara af stað í ræktinni og mataræði, því ég óttaðist staðinn sem biði mín.
Ég hef tekið síðustu þrjú ár í að læra að elska sjálfa mig og líkama minn.

Ég get ekki sagt að ég sé komin á nákvæmlega þann stað sem ég vil vera á, en ég er þó komin þangað að ég treysti mér til þess að fara í ræktina, styrkja mig, stinna mig og létta án þess að vilja alltaf meira og meira og meira.
Því ég get lofað ykkur því, það mun ekki skipta neinu máli hversu mörg kíló þið missið, ef þið elskið ekki ykkur sjálf og líkama ykkar áður, þá verður það aldrei nóg!

Ég er þakklát fyrir þann samfélagsmiðlaheim sem ég hef byggt mér upp og öll þau tækifæri sem ég hef fengið í gegnum samfélagsmiðla. Fylgjendahópurinn minn á Snapchat og Instagram er yndislegur og það er ekkert æðislegra en að fá viðbrögð og vita raunverulega þegar maður gerir gagn með því að deila erfiðum reynslusögum áfram.

Einnig er ég þakklát fyrir króm.is þar sem maður getur miðlað mikilvægum sögum áfram á enn stærri hóp, og vona ég innilega að það hjálpi öðrum og sýni ykkur sem haldið að þið séuð ein, að þið eruð aldrei ein.

Opinberun og þakklæti

Ég hef kosið að vera opin, það hjálpar bæði mér og öðrum að komast í gegnum erfiðar tilfinningar og því get ég ekki séð neitt nema jákvæðni hvað það varðar. Takk þið sem fylgið mér á Snapchat og öðrum miðlum, og takk þið öll sem tókuð ykkur tíma til að lesa þessa langloku. Samfélagsmiðlar eru ekki eintómar auglýsingar og glansmyndir, það er hægt að nota samfélagsmiðla á svo margan hátt og það er akkúrat einsog ég vil hafa það á mínum miðlum!

Mynd/Úr einkasafni

Hér er ég í dag, þessi mynd var tekin í morgun. Fyrir meðgöngu hefði ég litið á þennan líkama á mjög neikvæðan hátt. En í dag elska ég líkamann minn, nákvæmlega eins og hann er núna og það er ástæðan fyrir því að ég þori að hreyfa mig til að fá meiri orku, þori að létta mig ef ég vil það því ég treysti því að þurfa ekki stöðugt að leitast eftir samþykki frá samfélaginu hvernig ég á að líta út og hvernig líkaminn minn á að vera til að teljast fallegur og flottur.
Allir líkamar eru fallegir, þeir bera okkur uppi, hjálpa okkur að sinna lífinu og þeir koma í allskonar formum. Það á enginn að segja okkur hvernig tegund af líkömum eru fallegastir, því þeir eru allir fallegir á sinn einstaka hátt.
Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, minnum okkur á að við erum falleg og með fallegan líkama akkúrat eins og hann er akkurat núna, lærum að elska okkur strax í dag!

Hægt er að fylgjast með Ernu bæði á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: Ernuland

Pistillinn birtist upphaflega á Króm.is

Jóladagatal Bleikt 14. desember – Gjöf frá Regalo

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 14. desember ætlum við að gefa vörur frá Regalo fagmönnum. Í pakkanum er vörur frá Maria Nila fyrir konur og Bed Head fyrir karlmenn. Það er því snilld að skrifa athugasemd og tagga síðan makann, kærustuna/kærastann, dótturina/soninn eða vinkonuna/vininn sem njóta á með. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Líka við Regalo á… Lesa meira

Edda og Soffía: Hárið leikur í höndum þeirra

Vinkonurnar Edda Sigrún Jónsdóttir og Soffía Sól Andrésdóttir eru fæddar árið 2003 og sameiginlegt áhugamál þeirra er hár og hárgreiðslur. Það sem byrjaði sem greiðslur í hár vinkvenna hefur undið upp á sig og í dag eru þær með ICEHAIRSTYLES á Instagram, komnar í samstarf við Modus í Smáralind og vinkonur og ættingjar biðja þær um að sjá um hárgreiðslur fyrir jólin, fermingar og aðrar veislur. „Þetta byrjaði þannig að við vorum að greiða og gera greiðslur í hár vinkvenna okkar í sama bekk,“ segir Edda. „Síðan ákváðum við að útbúa síðu á Instagram og pósta myndum af greiðslunum þar… Lesa meira

Ragga nagli grisjaði fataskápinn og gaf til þeirra sem á þurfa að halda

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Fyrir tveimur dögum tók hún til í fataskápnum og gaf til þeirra sem hafa ekkert milli handanna. Naglinn tók jólahreingerningu í fataskápunum og losaði út spjarir af sjálfri sér og spúsanum. Fyllti heila ferðatösku af allskonar og flutti landflutningum. Gallabuxur, spariklæði, blússur, skyrtur, pils, strigaskór. Naglinn vildi endilega koma fötunum beint í brúk. Beint til þeirra sem hefðu lítið sem ekkert handa á milli. Að fötin væru ekki seld í sjoppu eða á uppboði heldur notuð af fólki í neyð. Naglinn hafði því samband við Semu Erlu Serdar sem er með Solaris - hjálparsamtök… Lesa meira

Komdu með í spinning til styrktar Barnaspítala Hringsins

Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari ætla í kvöld að hjóla til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ætlunin er að kaupa PlayStation tölvur sem þeir þar þurfa að dvelja geta stytt sér stundir með. Spítalann vantar afþreyingu fyrir börnin og þótti þeim sniðugt að færa börnunum þessa litlu jólagjöf fyrir jólin. Það eru enn nokkur pláss laus með vinunum og hinum sem eru búin að skrá og framlög eru frjáls. Tveir 40 mínútna tímra eru í boði, kl. 19.30 og kl. 20.20. Skráning á www.wc.is.   Lesa meira

Einar Ágúst tendrar minningar með sínu fyrsta jólalagi

Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson var að gefa út sitt fyrsta jólalag, Tendrum minningar. Lagið er eftir Bjarna Halldór Kristjánsson eða Halla frænda Einars Ágústs, gítarleikara úr hljómsveitinni SúEllen og textinn eftir Tómas Örn Kristinsson sem meðal annars á texta með Upplyftingu.  Lagið er nú þegar farið að heyrast á öldum ljósvakans eins og Bylgjunni og Rás 2.  „Lagið er mitt fyrsta jólalag þannig séð.  Mitt fyrsta jólasóló að minnnsta kosti,“ segir Einar Ágúst. „Ég hef áður sungið meðal annars Handa þér með Gunnari Ólasyni fóstbróður mínum úr Skítamóral, Jól eftir jól með Gogga Mega úr Latabæ og eitt jólalag með… Lesa meira

Úrval 30 þúsund ljósmynda leikskólabarna komin út í bók

Skemmtileg og áhugaverð bók Hálfdans Pedersen kemur út í dag, ljósmyndabókinn FIMM, en í henni er úrval ljósmynda etir fimm ára gömul leikskólabörn. Árið 2006 dreifði Hálfdan Pedersen hundruðum einnota ljósmyndavéla til fimm ára leikskólabarna í öllum bæjar- og sveitarfélögum á Íslandi. Viðfangsefni myndanna var undir börnunum sjálfum komið. Afraksturinn varð yfir 30 þúsund ljósmyndir. Sjónarhorn barnanna er listrænt en laust við tilgerð og veitir ómetanlega innsýn í raunveruleika fimm ára aldamóta barna á Íslandi. 11 árum seinna er verkefninu lokið og bókin orðin að veruleika. Bókin verður fáanleg frá 14. desember á KEX hostel, í verslunum Geysis, í Bókabúð… Lesa meira

Brad Pitt og Jennifer Lawrence eru ekki að deita (því miður)

Sögusagnir fóru á kreik fyrr í vikunni að Brad Pitt hefði fundið draumakonuna og það væri engin önnur en Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence. En þessi ástarsaga sem hljómaði of góð til að vera sönn, er líklega bara akkúrat það, kjaftasaga. Heimildarmaður Dailymail, sem er nákominn Pitt, segir að enginn fótur sé fyrir því að þau séu að „deita.“ Lawrence, sem er 28 ára gömul, skildi í síðasta mánuði við leikstjórann Darren Aronofsky, 48 ára, eftir árs samband. Pitt, 54 ára, skildi við Angelinu Jolie í september 2016 og hefur lítið spurst til hans og kvennamála hans síðan. Samkvæmt heimildum mun Pitt… Lesa meira

Gefum til góðs: Keyptu malt í Smáralind í dag og styrktu Barnaspítala Hringsins

Í dag fimmtudag getur þú mætt í Smáralind, greitt frjálst framlag fyrir Malt flöskuna og styrkt þannig Barnaspítala Hringsins. Maltið hefur sterka tengingu við spítalann,  en í verkfallinu mikla árið 1955 var undanþága veitt á framleiðslu þess til að tryggja að spítalar og aðrar heilbrigðisstofnanir fengju maltöl fyrir sjúklinga sína. það eru starfsmenn Ölgerðarinnar sem munu standa vaktina frá kl. 16-22 í Smáralind í dag og biðja fólk um frjáls framlög fyrir flöskuna. Lesa meira

Þekkir þú Guðmund? – Hann þekkir þig

Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist Guðmundur þekkja viðkomandi. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: Já, Björk, hún er nú góð stelpa. Vinnufélagi: Guðmundur, þekkir þú Björk? Guðmundur: Já, hún er mjög fín. Vinnufélagi: Djöfuls kjaftæði Guðmundur. Við erum kominir með nóg af þessu. Þú þykist þekkja alla. Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig. Nokkrum dögum síðar í vinnunni: Vinnufélagi: Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á… Lesa meira

Myndband: Blaz Roca hvetur fótboltalandsliðið til að taka afsteypur af draslinu

Blaz Roca, eða Erpur Eyvindarson liggur sjaldan á skoðunum sínum og er með eindæmum skemmtilegur. Nú skorar hann á íslenska fótboltaliðið og sú áskorun felst ekki í að skora mörk. „Það er kannski kominn tími til að menn leggi sönnunargögnin á borðið og jafnvel láti taka afsteypu af draslinu á sér,“ segir Blaz Roca og skorar á íslenska fótboltalandsliðið að taka afsteypur af getnaðarlimum leikmanna til að stilla upp á Íslenska reðursafninu. „Það er komið að landsliðinu í fótbolta að taka afsteypu af draslinu á sér og setja í kassa“ „Hérna er handboltalandsliðið búið að gera það og standa sig… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 13. desember – Gjöf frá Gunnarsbörn

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 13. desember ætlum við að gefa 2 myndir frá Gunnarsbörn. Myndin heitir Huginn eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur og önnur er með svörtum bakgrunni og hin fjólubláum bakgrunni („ultra violet“) sem var valinn litur ársins 2018 hjá Pantone. Myndin er unnin með blandaðri tækni og prentuð á 300gr 'Munken Kristall' pappír.  Þær koma í takmörkuðu upplagi, 100 eintök koma af hverri stærð, merkt af listamanninum. Á heimasíðu… Lesa meira

Meghan Markle mun verja jólunum með Harry og Elísabetu drottningu

Formleg staðfesting hefur borist frá Kensingtonhöll um að Meghan Markle muni verja jólunum sem gestur Elísabetar drottningar í Sandringham, Norfolk, sveitaheimili drottningarinnar fyrir norðan London. Markle mun fara til kirkju ásamt Harry Bretaprinsi og öðrum fjölskyldumeðlimum konungsfjölskyldunnar á jóladag og taka þátt í jólamatnum og gjafaskiptum að kvöldi jóladags. Þessi tilkynning brýtur upp konunglega hefð því að þó að Markle og Harry séu trúlofuð þá eru þau ekki gift og hún því ekki orðinn meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Lesa meira