Eva Ruza er væmin skellibjalla sem elskar að standa upp á sviði

Eva Ruza ætti að vera flestum íslendingum kunn en hún lifir og hrærist í samfélagsmiðlabransa landsins. Eva hefur margoft verið kynnir á hinum ýmsu viðburðum og er nú á fullu í undirbúningi fyrir Miss Universe Iceland þar sem hún mun valsa um sviðið sem kynnir og stefnir hún á að reyta af sér brandarana. Áhugamál Evu eru fyrst og fremst fjölskyldan en það sem henni þykir lang skemmtilegast að gera er að standa á sviði og láta gamminn geysa ásamt því að fylgjast með öllu því sem gerist í Hollywood.

Eva er einnig bloggari á síðunni Króm.is og heldur úti opnu Snapchati. Hún er gift tvíburamamma sem starfar með móður sinni í Ísblóm, blómabúð sem er í eigu þeirra mæðra. Það má því segja að hún hafi í nægu að snúast en við hjá Bleikt fengum Evu til þess að svara fyrir okkur nokkrum laufléttum spurningum:

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Hahaha, Skellibjalla ætti eiginlega að vera orðið í fyrsta öðru og þriðja sæti.

Brussa…sumir vilja meina (allir) að ég sé brussa. Mjög spes og ákveðinn skellur á tignarlegu 180 cm gyðjuna sem ég er.

Góð og ógeðslega væmin. Svo væmin að hann Siggi minn getur alveg ranghvolft augunum framan í mig þegar ég tjái honum ást mína.

Glaðværð er stór partur af persónuleika mínum og ég á erfitt með að þykjast vera eitthvað annað en ég er. What you see is what you get. Það þarf mikið til að stuða mig, og í raun eru einu skiptin sem einhver sér mig pirraða eða brjálaða þegar ég er svöng. Þá er ég alveg snar. Annars bara ferleg dúlla.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Gleymska. Er svo agalega gleymin að það er hálfvandræðalegt. En málið er að ég gleymi bara litlu hlutunum sem ég á að muna. Ég bæti upp gleymskuna með hrikalega krúttlegu brosi og hvolpaaugum. Ég man t.d. ekkert sem mamma biður mig um að muna. Ég kenni uppeldinu um. Held að þessi galli sé alfarið mömmu og pabba að kenna. Er ekki búin að hugsa á hvaða  hátt ég get kennt þeim um samt.

Áttu þér mottó í lífinu?

Já veistu, mér finnst bara lang best að smæla framan í heiminn. Það hefur reynst mér best. Það er langbest að troða bara sól í hjarta og vaða svo um bæinn með smælið límt á fésið. Ég lofa, þið verðið gangandi sólargeislar sem allir taka eftir. Er þetta ekki annars mottó? 😉

 

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Vá er svo fegin að þessi spurning kom, því ég er geðveikt mikil fassjón görl.

Ég mundi segja að stíllinn minn sé kósí, litaglaður, smá rómó, þægilegur – fellur það orð kannski undir kósí? og glitrandi…ég eeeeeeelska allt sem glitrar.

Hvað er best við haustið?

Haustið er vanalega tími sem mér finnst alltaf notalegur. Þá verð ég ennþá meira væmin en vanalega og kveiki á kertum útum allt, elska að standa í eldhúsinu og elda góðan kvöldmat, (sem ég nenni ekki að gera á sumrin því þá er ég svo bissí að hanga úti í sólbaði eins lengi og sólin hangir uppi. ) Og fara í kósí stóru mjúku peysurnar mínar. Haustin eru kósí. Reyndar finnst mér allar árstíðirnar hafa sinn sjarma, en ég er sumartýpan og vildi óska að það væri bara alltaf sumar.

Hvern dreymir þig um að hitta?

Halló Bruno Mars…. ég hitti hann reyndar í apríl a tónleikunum hans í London. Eða þú fattar, sá hann…. Er ekki viss um að hann viti af tilvist minni á þessari jörð en kannski einn daginn mun ég standa fyrir framan hann, líta niður og horfa beint í augun hans. Hann er náttúrulega svo smávaxinn þessi elska.. Og ég eins og gíraffi.

Og Ellen DeGeneres. Bruno og Ellen væru geggjað kombó í kósí dinner. Bruno gæti sungið fyrir okkur Ellen um Versace kjólinn og við Ellen sagt brandara til skiptis.

Uppáhaldsbók?

Me before you. Halló horgrenj. Ferlega vel skrifuð bók sem skilur mann eftir með grátbólgin augu, kökk og ekka. Elska svoleiðis bækur. Væmna týpan í mér sjáiði til 🙂

Hver er þín fyrirmynd?

Ég hef svarað þessari spurningu áður og svara henni alltaf eins. Mamma og pabbi eru  mínar fyrirmyndir. Það er enginn betri en þau. Og svo er það hún elsku Ellen DeGeneres sem ég hef dáðst af síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið.

Ef þú ættir þrjár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það?

Pakka nokkrum nauðsynjum í tösku, kaupa miða fyrir alla fjölskylduna á eitthvað sjúkt hótel í Karíbahafinu og þar myndum við vera og ferðast þangað til allir peningarnir væru bara búnir.

Twitter eða Facebook?

Facebook allan daginn….reyndar hef ég gaman af twitter umræðum um hin merka sjónvarpsþátt um Piparsveina og meyjar í USA.( Bachelor/ette) Finnst ferlega gaman að renna yfir tvítin sem fylgja eftir hvern þátt sem fer í loftið þarna úti.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Giftingarhringurinn minn er sá hlutur á mér sem ég tek aldrei af mér og mun aldrei taka af…. Og svo verð ég að svara hreinskilningslega og segja síminn. Síminn er litla fyrirtækið mitt sem heldur flestu af því sem ég vasast í gangandi.

Hvað óttastu mest?

Að missa einhvern sem ég elska.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Ég er mesti píkupoppari sem Ísland hefur alið. Ég held heiðri hina ýmsu strákabanda, eins og Backstreet Boys og 5ive á lofti, ásamt því að blasta Bruno Mars , sem er mitt uppáhald, við öll tækifæri. Jennifer Lopes, Ricky Martin, Ed Sheeran, Charlie Puth og hinni ýmsu latino tónlist. Og mér finnst gaman að segja frá því að ég var sú fyrsta á Íslandi sem byrjaði að spila Despacito (ég sverða..eða ok held því fram allavega). Ég heyrði það fyrst daginn eftir að það var gefið út og blastaði það í botni þangað til útvarpsstöðvar landsins tóku við sér og áttuðu sig á þessum hittara.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Ég eeeeeelska sterka brjóstsykra. OG súkkulaði…og ís…og. Ok næsta spurning. Gæti haldið áfram.

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju?

Sko ég mundi gjarnan vilja vera litríkur fugl í einhverjum fallegum regnskógi. Gæti bara flogið þangað sem ég vildi. Er með myndina Rio í huga núna. Vil bara vera fugl ef ég má vera fugl í þeirri bíómynd. Annars er mér oft líkt við strút. Pabba finnst það fyndinn djókur.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er mjög virk á hinum ýmsu samfélgasmiðlum og legg mikinn metnað í það sem ég geri þar og þá helst skemmtanagildið.

Snappið mitt er : evaruza og ég lít á það sem litla sjónvarpsstöð og það eina sem ég vil er að fólk hlæji þegar það horfir. Reyndar hef ég verið að henda í viðbjóðsleg hryllingsstory undanfarið þar sem ég er aðeins að vasast í kringum Halloween Horror Show tónleikana 28. Október. Þau story hafa hrætt fólk illilega en ég hinsvegar skemmt mér konunglega.

Systir mín hún Tinna, er sérleg aðstoðarkona mín á snappinu þegar ég vil hafa þetta almennilegt, og sá hún t.d um förðunina á skrímslinu. Því hún Tinna mín er ein sú besta í svona skrímslaförðun  á landinu. No joke. Hugmyndarflug hennar er endalaust . Ég hef mikinn metnað á snappinu og lít á það sem litla skemmtirás með hressasta fólki landsins sem áhorfendur.

Instagram: evaruza – Ég held að þegar fólk rennir yfir instagrammið mitt sér það persónuleikann minn skýna í gegn sem ég er ánægð með og er nákvæmlega eins og ég vil hafa það.

Einnig er ég með ansi hressilega facebook like síðu : www.facebook.com/evaruzam þar sem ég birti efni sem ég er að ,,framleiða“ á snappinu og pósta þar inn einungist skemmtiefni fyrir fólk. Ég á orðið geggjað safn af myndböndum sem ég hef gert bæði á snappinu mínu og ekki á snappinu.

Hvað er framundan hjá þér í vetur?

Það er alltaf mikið um að vera. Alltaf þegar ég held að það sé að róast hjá mér, þá dettur eitthvað upp í hendurnar á mér, sem ég elska. En framundan hjá mér er undirbúningur fyrir Miss Universe Iceland keppnina, en kynnirinn í þeirri keppni gegnir stóru hlutverki líkt og úti í Bandaríkjunum þannig að ég er bara á fullu að græja mig og undirbúa fyrir það. Svo í október ætla ég að henda mér í skrímslabúning og vasast í kringum Halloween Horror Show tónleikana. Guð má svo vita hvað bíður mín næst, en það verður pottþétt eitthvað geggjað!

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Verið bara glöð kids og hlæjið eitthvað smá á hverjum degi. Eina sem blívar og eina vitið í þessu lífi!

Guðlaug fékk ofsakvíðakast í fæðingu: „Ég öskraði og grátbað um að ég yrði svæfð“

Guðlaug Sif átti virkilega erfiða meðgöngu vegna fíkniefnaneyslu barnsföðurs og áttu hún því erfitt með að vera spennt fyrir fæðingunni og tengdist syni sínum ekki á meðan á meðgöngu stóð. Guðlaug fékk mikið fæðingarþunglyndi eftir að hún átti strákinn sinn en bæði hún ásamt barnsföður hennar höfðu verið í mikilli neyslu þegar Guðlaug varð ólétt. Þegar Guðlaug áttaði sig á því að hún gengi með barn hætti hún neyslu á öllum efnum og hefur haldið sér edrú síðan. Barnsfaðir hennar gerði því miður ekki hið sama og fór því gríðarleg orka frá Guðlaugu í barnsföður hennar alla meðgönguna. Bleikt.is greindi frá því á… Lesa meira

Barnsfaðir og unnusti Mörtu situr í fangelsi: „Það er mikil bið í afplánun og ég skil ekki afhverju það er verið að halda honum lengur inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir“

Marta Þórudóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 28. nóvember á síðasta ári sem kom í heimin með bráðakeisara eftir langt gangsetningarferli. Sonur Mörtu var skírður Stefán Þór og hefur Marta verið í sambúð með föður hans síðan árið 2014. Barnsfaðir hennar, Örn Stefánsson hefur þó einungis hitt son sinn fjórum sinnum síðan hann fæddist þar sem hann situr í fangelsi að afplána dóma sem hann hefur fengið. Við kynntumst í byrjun ágúst 2014 og höfum eiginlega verið saman síðan þá, en þá vorum við bæði í neyslu og límdumst við hvort annað. Við vorum bæði í harðri neyslu fyrsta árið… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

Auður Elín: „Ef þú kannast við það að vera komin með símann í hendurnar nokkrum mínútum eftir að þú lagðir hann frá þér þá er þetta fíkn“

Auður Elín Sigurðardóttir ákvað að skoða daglega símanotkun sína og kanna hversu miklum tíma hún var að eyða með skjáinn fyrir framan andlitið og fékk áfall þegar hún sá niðurstöðurnar. Vildi ekki vera þræll símans Einn daginn var ég þrjá klukkutíma á Facebook, eyddi fimm og hálfum klukkutímum í símanum sjálfum og opnaði kíkti á hann 97 sinnum yfir daginn. Eftir þetta ákvað ég að nú væri komið nóg, ég ætlaði ekki að vera þræll símans míns og allra samfélagsmiðlana, segir Auður í færslu á Belle.is Auður segir að hamingjuna sé ekki að finna á Facebook en þó sé alltaf gaman að kíkja inn á miðilinn.… Lesa meira

Gerður hjá Blush.is ræðir um kynlífstæki, erfið sambandsslit og ástarlífið: „Við getum allavegana sagt að ég sé ekki að leitast eftir því að kynnast neinum“

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var einungis tuttugu og eins árs gömul. Gerður réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda hefur hún alltaf verið ævintýragjörn og dreymin, en þegar kom að vali á fyrirtækjarekstri ákvað hún að stofna kynlífstækjaverslun. Blush.is, kynlífstækjaverslun Gerðar, er nú orðin sjö ára gömul og á þeim stutta tíma sem liðið hefur síðan fyrirtækið varð til hefur mikið breyst hvað varðandi viðhorf Íslendinga til kynlífs. Umræðan hefur aldrei verið opnari og ekki er lengur feimnismál að ganga inn í kynlífstækjaverslun og kaupa tæki.… Lesa meira

Aníta Kröyer upplifði kvalarfulla brjóstagjöf: „Ég var öll út í sárum og hægri geirvartan klofnaði hálf í sundur“

Aníta Kröyer var með dóttur sína, Ronju Líf, á brjósti í rúmlega sex mánuði. Af fjórum af þessum sex mánuðum kvaldist Aníta af miklum sársauka, vanlíðan og síendurteknum stíflum og sýkingum. Þegar ég gekk með Ronju Líf las ég mér lítið sem ekkert til um brjóstagjöf. Ástæðan var sú að ég hélt að þetta væri ekkert mál og að eina vesenið sem gæti mögulega fylgt þessu væri of lítil mjólk og þegar tennurnar kæmu, segir Aníta í einlægri færslu á síðunni Narnia.is Aníta átti þó eftir að komast að því að brjóstagjöf getur verið allt annað en dans á rósum og kom það… Lesa meira

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix. En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd. Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti. Before We Go Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans. Before We Go gerist öll á einni… Lesa meira

Átt þú sanna og skemmtilega sögu af kynlífsævintýri? Eða viltu hlusta á slíkar?

Á morgun er einstakur viðburður í boði á Gauknum, SMUT SLAM. Um er að ræða viðburð sem hefur ferðast um allan heim og verður nú á Íslandi í fyrsta sinn. Þemað er fyrsta reynslan. Sannar og skemmtilegar sögur af kynlífsævintýrum. Gestum er boðið að skrá sig til leiks og deila sinni fyrstu kynlífsreynslu á fimm mínútum undir styrkri handleiðslu Cameryn Moore, sem er kynlífsfræðingur og kynlífs aktívisti, verðlaunað leikskáld/leikkona og fyrrum símavændisdama. Fimm gestastjörnudómarar, þau Atli Demantur, Bylgja Babýlon, Gerður Arinbjarnardóttir, Hugleikur Dagsson og Jonathan Duffy, munu einnig deila sinni sögu. Ef þú vilt ekki deila þinni sögu, ekkert mál,… Lesa meira

Fríða B: „Við vitum aldrei hvenær við erum að halda upp á afmælið okkar í síðasta sinn“

Jæja, það hlaut að koma að því. Fertug. já, ég verð fertug núna seinna í mánuðinum. Og í fyrsta sinn á ævinni er ég að upplifa það að mér finnst ég vera að eldast. Já, í fyrsta sinn, finnst mér erfitt að eiga afmæli. Ég veit ekki hversvegna, en það kom eitthvað yfir mig þegar ég fór að hugsa þetta og að ég verði fertug. Fjörtíu ára. Komin á fimmtugsaldurinn. Miðaldra. En hvað er svosem aldur? Segja árin allt? Nei, það held ég ekki. Ég er á þeirri skoðun að það sem mótar okkur sem manneskju, eru ekki hversu mörg… Lesa meira

Guðlaug Sif: „Mér fannst leiðinlegt að líf mitt snerist um kúkableyjur, brjóstagjöf og svefn. Ég var bara mjög veik á geði“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir greindist með alvarlegt fæðingarþunglyndi eftir að hún átti drenginn sinn en hún hafði átt virkilega erfiða meðgöngu og var illa stödd andlega vegna áfengis og fíkniefnaneyslu barnsföðurs síns. Hann var svo veikur vegna fíkniefna og áfengis að ég gat eiginlega ekkert hugsað um mína heilsu þar sem allar mínar áhyggjur og orka fóru í að pæla í því að gera aðstæðurnar sem bestar fyrir hann. Ég var svo gríðarlega meðvirk og ég trúði því alltaf þegar hann sagðist ætla að verða edrú en svo fóru feluleikirnir af stað, segir Guðlaug Sif í einlægri færslu á Amare.is Eftir að Guðlaug átti strákinn sinn… Lesa meira

Kaia Gerber hannar tískulínu í samstarfi við Karl Lagerfeld

Í hörðum heimi tískubransans þá er ljóst að fyrirsætur þurfa að gera eitthvað sérstakt til að skara fram úr fjöldanum. Að hanna tískulínu í samstarfi við þekktan hönnuð telst klárlega eitt af því. Kaia Gerber hefur tilkynnt að hún er að hanna línu í samstarfi við engan annan en Karl Lagerfeld. Fyrirsætan kom fram í fyrsta sinn á tískusýningarpöllunum síðastliðið haust og vakti bæði athygli og aðdáun. Fatalína hennar mun koma í verslanir í september næstkomandi. Hin 16 ára gamla Kaia hefur þegar komið fram í tveimur tískusýningum fyrir Chanel og opnaði hún þá fyrri, sem þykir mikill heiður fyrir… Lesa meira

Myndband: Frábær aðferð til að passa förðunina þegar þú borðar

Hefurðu lent í því að vera búin að farða þig óaðfinnanlega, fara síðan út að borða og/eða drekka og eiga þá í vandræðum og jafnvel eyðileggja förðunina sem þú hafðir mikið fyrir? Engar áhyggjur, daman í myndbandinu kennir þér frábæra aðferð til að nærast og á sama tíma halda förðuninni fullkominni! https://www.facebook.com/RussianFashionblogger/videos/1899915476703926/   Lesa meira