Eva Ruza er væmin skellibjalla sem elskar að standa upp á sviði

Eva Ruza ætti að vera flestum íslendingum kunn en hún lifir og hrærist í samfélagsmiðlabransa landsins. Eva hefur margoft verið kynnir á hinum ýmsu viðburðum og er nú á fullu í undirbúningi fyrir Miss Universe Iceland þar sem hún mun valsa um sviðið sem kynnir og stefnir hún á að reyta af sér brandarana. Áhugamál Evu eru fyrst og fremst fjölskyldan en það sem henni þykir lang skemmtilegast að gera er að standa á sviði og láta gamminn geysa ásamt því að fylgjast með öllu því sem gerist í Hollywood.

Eva er einnig bloggari á síðunni Króm.is og heldur úti opnu Snapchati. Hún er gift tvíburamamma sem starfar með móður sinni í Ísblóm, blómabúð sem er í eigu þeirra mæðra. Það má því segja að hún hafi í nægu að snúast en við hjá Bleikt fengum Evu til þess að svara fyrir okkur nokkrum laufléttum spurningum:

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Hahaha, Skellibjalla ætti eiginlega að vera orðið í fyrsta öðru og þriðja sæti.

Brussa…sumir vilja meina (allir) að ég sé brussa. Mjög spes og ákveðinn skellur á tignarlegu 180 cm gyðjuna sem ég er.

Góð og ógeðslega væmin. Svo væmin að hann Siggi minn getur alveg ranghvolft augunum framan í mig þegar ég tjái honum ást mína.

Glaðværð er stór partur af persónuleika mínum og ég á erfitt með að þykjast vera eitthvað annað en ég er. What you see is what you get. Það þarf mikið til að stuða mig, og í raun eru einu skiptin sem einhver sér mig pirraða eða brjálaða þegar ég er svöng. Þá er ég alveg snar. Annars bara ferleg dúlla.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Gleymska. Er svo agalega gleymin að það er hálfvandræðalegt. En málið er að ég gleymi bara litlu hlutunum sem ég á að muna. Ég bæti upp gleymskuna með hrikalega krúttlegu brosi og hvolpaaugum. Ég man t.d. ekkert sem mamma biður mig um að muna. Ég kenni uppeldinu um. Held að þessi galli sé alfarið mömmu og pabba að kenna. Er ekki búin að hugsa á hvaða  hátt ég get kennt þeim um samt.

Áttu þér mottó í lífinu?

Já veistu, mér finnst bara lang best að smæla framan í heiminn. Það hefur reynst mér best. Það er langbest að troða bara sól í hjarta og vaða svo um bæinn með smælið límt á fésið. Ég lofa, þið verðið gangandi sólargeislar sem allir taka eftir. Er þetta ekki annars mottó? 😉

 

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Vá er svo fegin að þessi spurning kom, því ég er geðveikt mikil fassjón görl.

Ég mundi segja að stíllinn minn sé kósí, litaglaður, smá rómó, þægilegur – fellur það orð kannski undir kósí? og glitrandi…ég eeeeeeelska allt sem glitrar.

Hvað er best við haustið?

Haustið er vanalega tími sem mér finnst alltaf notalegur. Þá verð ég ennþá meira væmin en vanalega og kveiki á kertum útum allt, elska að standa í eldhúsinu og elda góðan kvöldmat, (sem ég nenni ekki að gera á sumrin því þá er ég svo bissí að hanga úti í sólbaði eins lengi og sólin hangir uppi. ) Og fara í kósí stóru mjúku peysurnar mínar. Haustin eru kósí. Reyndar finnst mér allar árstíðirnar hafa sinn sjarma, en ég er sumartýpan og vildi óska að það væri bara alltaf sumar.

Hvern dreymir þig um að hitta?

Halló Bruno Mars…. ég hitti hann reyndar í apríl a tónleikunum hans í London. Eða þú fattar, sá hann…. Er ekki viss um að hann viti af tilvist minni á þessari jörð en kannski einn daginn mun ég standa fyrir framan hann, líta niður og horfa beint í augun hans. Hann er náttúrulega svo smávaxinn þessi elska.. Og ég eins og gíraffi.

Og Ellen DeGeneres. Bruno og Ellen væru geggjað kombó í kósí dinner. Bruno gæti sungið fyrir okkur Ellen um Versace kjólinn og við Ellen sagt brandara til skiptis.

Uppáhaldsbók?

Me before you. Halló horgrenj. Ferlega vel skrifuð bók sem skilur mann eftir með grátbólgin augu, kökk og ekka. Elska svoleiðis bækur. Væmna týpan í mér sjáiði til 🙂

Hver er þín fyrirmynd?

Ég hef svarað þessari spurningu áður og svara henni alltaf eins. Mamma og pabbi eru  mínar fyrirmyndir. Það er enginn betri en þau. Og svo er það hún elsku Ellen DeGeneres sem ég hef dáðst af síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið.

Ef þú ættir þrjár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það?

Pakka nokkrum nauðsynjum í tösku, kaupa miða fyrir alla fjölskylduna á eitthvað sjúkt hótel í Karíbahafinu og þar myndum við vera og ferðast þangað til allir peningarnir væru bara búnir.

Twitter eða Facebook?

Facebook allan daginn….reyndar hef ég gaman af twitter umræðum um hin merka sjónvarpsþátt um Piparsveina og meyjar í USA.( Bachelor/ette) Finnst ferlega gaman að renna yfir tvítin sem fylgja eftir hvern þátt sem fer í loftið þarna úti.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Giftingarhringurinn minn er sá hlutur á mér sem ég tek aldrei af mér og mun aldrei taka af…. Og svo verð ég að svara hreinskilningslega og segja síminn. Síminn er litla fyrirtækið mitt sem heldur flestu af því sem ég vasast í gangandi.

Hvað óttastu mest?

Að missa einhvern sem ég elska.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Ég er mesti píkupoppari sem Ísland hefur alið. Ég held heiðri hina ýmsu strákabanda, eins og Backstreet Boys og 5ive á lofti, ásamt því að blasta Bruno Mars , sem er mitt uppáhald, við öll tækifæri. Jennifer Lopes, Ricky Martin, Ed Sheeran, Charlie Puth og hinni ýmsu latino tónlist. Og mér finnst gaman að segja frá því að ég var sú fyrsta á Íslandi sem byrjaði að spila Despacito (ég sverða..eða ok held því fram allavega). Ég heyrði það fyrst daginn eftir að það var gefið út og blastaði það í botni þangað til útvarpsstöðvar landsins tóku við sér og áttuðu sig á þessum hittara.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Ég eeeeeelska sterka brjóstsykra. OG súkkulaði…og ís…og. Ok næsta spurning. Gæti haldið áfram.

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju?

Sko ég mundi gjarnan vilja vera litríkur fugl í einhverjum fallegum regnskógi. Gæti bara flogið þangað sem ég vildi. Er með myndina Rio í huga núna. Vil bara vera fugl ef ég má vera fugl í þeirri bíómynd. Annars er mér oft líkt við strút. Pabba finnst það fyndinn djókur.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er mjög virk á hinum ýmsu samfélgasmiðlum og legg mikinn metnað í það sem ég geri þar og þá helst skemmtanagildið.

Snappið mitt er : evaruza og ég lít á það sem litla sjónvarpsstöð og það eina sem ég vil er að fólk hlæji þegar það horfir. Reyndar hef ég verið að henda í viðbjóðsleg hryllingsstory undanfarið þar sem ég er aðeins að vasast í kringum Halloween Horror Show tónleikana 28. Október. Þau story hafa hrætt fólk illilega en ég hinsvegar skemmt mér konunglega.

Systir mín hún Tinna, er sérleg aðstoðarkona mín á snappinu þegar ég vil hafa þetta almennilegt, og sá hún t.d um förðunina á skrímslinu. Því hún Tinna mín er ein sú besta í svona skrímslaförðun  á landinu. No joke. Hugmyndarflug hennar er endalaust . Ég hef mikinn metnað á snappinu og lít á það sem litla skemmtirás með hressasta fólki landsins sem áhorfendur.

Instagram: evaruza – Ég held að þegar fólk rennir yfir instagrammið mitt sér það persónuleikann minn skýna í gegn sem ég er ánægð með og er nákvæmlega eins og ég vil hafa það.

Einnig er ég með ansi hressilega facebook like síðu : www.facebook.com/evaruzam þar sem ég birti efni sem ég er að ,,framleiða“ á snappinu og pósta þar inn einungist skemmtiefni fyrir fólk. Ég á orðið geggjað safn af myndböndum sem ég hef gert bæði á snappinu mínu og ekki á snappinu.

Hvað er framundan hjá þér í vetur?

Það er alltaf mikið um að vera. Alltaf þegar ég held að það sé að róast hjá mér, þá dettur eitthvað upp í hendurnar á mér, sem ég elska. En framundan hjá mér er undirbúningur fyrir Miss Universe Iceland keppnina, en kynnirinn í þeirri keppni gegnir stóru hlutverki líkt og úti í Bandaríkjunum þannig að ég er bara á fullu að græja mig og undirbúa fyrir það. Svo í október ætla ég að henda mér í skrímslabúning og vasast í kringum Halloween Horror Show tónleikana. Guð má svo vita hvað bíður mín næst, en það verður pottþétt eitthvað geggjað!

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Verið bara glöð kids og hlæjið eitthvað smá á hverjum degi. Eina sem blívar og eina vitið í þessu lífi!

Ótrúlegur árangur – Par missti 175 kíló saman á einu ári

Par sem var í mikilli ofþyngd höfðu miklar áhyggjur af því að geta ekki eignast barn saman og tóku því ákvörðun um að létta sig saman. Lexi og Danny eyddu meiri tíma í að borða óhollan mat heldur en að hreyfa sig og heildarþyngd þeirra var orðin rúm 350 kíló. Parið setti sér nýjársheiti um að léttast saman og fóru að borða hollt og hreyfa sig. Árangur þeirra er ótrúlegur en þau misstu samtals 175 kíló á rúmlega einu ári. https://youtu.be/Hx9IKBiUPco Lesa meira

Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Elma Sól Long er tveggja barna móðir sem stundar leikskólaliðanám ásamt því að starfa sem slíkur. Elma lifir í dag hamingjusömu lífi með sambýlismanni sínum og barnsföður ásamt strákunum þeirra tveimur. En saga Elmu hefur ekki alltaf verið jafn björt og hún er nú. Náinn aðstandandi Elmu beitti hana ítrekað hrottalegu ofbeldi í æsku og æ síðan hefur Elma þurft að glíma við skugga fortíðarinnar. Hún settist niður með blaðamanni Bleikt og rifjaði upp erfiða atburði úr æsku sinni. „Það héldu margir að ég væri almennt mjög glaður krakki, ég var fljót að læra hluti og leit út fyrir að vera hamingjusöm.… Lesa meira

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Sunna Rós Baxter vaknaði vonsvikin og þunglynd á hverjum einasta morgni í mörg ár. Beið hún þess að hver dagur myndi klárast til þess eins að geta farið að sofa. Einn örlagaríkan dag í desember árið 2014 lenti Sunna í hræðilegu atviki sem varð til þess að breyta hugsun hennar til frambúðar. Ég átti mér stóra drauma, ég vildi verða eitthvað, skipta máli, framkvæma alla mína drauma. En dagarnir liðu og árin líka. Ég var enn fátæk og þunglynd en ég sagði sjálfri mér að einn daginn myndi þetta allt breytast, segir Sunna í einlægri færslu á bloggsíðu sinni. Nennti ekki að setja bakið… Lesa meira

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Dóttir Jónu Margrétar Hauksdóttur varð fyrir slæmu einelti á dögunum í gegnum smáforritið musical.ly. Biður Jóna því alla foreldra um að vera vel vakandi fyrir því hvað börnin þeirra séu að gera í símunum. Smáforritið musical.ly er samfélag þar sem fólk getur komið saman og deilt stuttum myndböndum. Þar er hægt að bæta við myndum og tónlist við myndböndin og hægt er að deila þeim með öllum þeim sem nota smáforritið. Ef börnin ykkar eru með þetta app þá langar mig að biðja ykkur foreldrana um að vera mjög vakandi yfir því hvað þau eru að gera þarna inná. Dóttir… Lesa meira

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Móðir ungrar stúlku skrifaði á dögunum varúðarpóst fyrir foreldra sem hefur nú gengið manna á milli. Foreldrar stúlkunnar enduðu með hana á spítala eftir að hafa keypt það sem þau töldu vera saklaust förðunarsett fyrir hana. Ég skrifa þetta bréf vegna þess að mér finnst mikilvægt að minna foreldra á að fara varlega með þá hluti sem við leyfum börnunum okkar að leika sér með, skrifar Tony Kyle Cravens í færslu á Facebook. Þessi reynsla hefur opnað augu okkar fyrir því að skoða efnisinnihald í þeim barnavörum sem við kaupum hér eftir. Fyrir nokkrum dögum keyptum við förðunarsett handa Lydiu, við héldum að það væri án allra eiturefna… Lesa meira

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Þegar Inga Lára Magnúsdóttir var nýbyrjuð að keyra leigubíl ítrekaði faðir hennar við hana að hún ætti alltaf að líta aftur í bílinn þegar fólk færi út til þess að ganga úr skugga um að það hefði ekki gleymt neinu. Ég var þessa fyrstu daga mína svo upptekin að rata að ég átti það til að gleyma að kíkja aftur í, segir Inga Lára í færslu á Facebook. Ég tók upp par í miðbænum og keyrði þau í Kópavoginn. Ég heyrði að þau voru greinilega að kynnast en spáði ekki meira í því. Þegar ég stöðva bílinn borgar stelpan og hurðin lokast. Inga… Lesa meira

Sprenghlægilegt myndband – Kona missir sig í Fish Spa

Að fara í fótsnyrtingu reglulega getur verið virkilega notalegt og jafnvel nauðsynlegt fyrir suma. Flestum finnst huggulegt að fá að sitja í stólnum á meðan verið er að dekra við þá. Fyrir ekkert rosalega löngu síðan komst í tísku svokallað Fish Spa. Fish Spa er fótsnyrtingar aðferð þar sem viðskiptavinurinn stingur fótunum ofan í fiskabúr hjá sérstakri fiskitegund sem sækist í að borða dauða húð viðkomandi og hreinsa þannig fæturna vel. Fyrir suma hljómar þessi aðferð áhugaverð og spennandi, en fyrir aðra hljómar hún kjánalega, skringilega eða jafnvel hryllilega. Myndband af konu sem fór í Fish Spa meðferð á dögunum… Lesa meira

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira