Eva Ruza er væmin skellibjalla sem elskar að standa upp á sviði

Eva Ruza ætti að vera flestum íslendingum kunn en hún lifir og hrærist í samfélagsmiðlabransa landsins. Eva hefur margoft verið kynnir á hinum ýmsu viðburðum og er nú á fullu í undirbúningi fyrir Miss Universe Iceland þar sem hún mun valsa um sviðið sem kynnir og stefnir hún á að reyta af sér brandarana. Áhugamál Evu eru fyrst og fremst fjölskyldan en það sem henni þykir lang skemmtilegast að gera er að standa á sviði og láta gamminn geysa ásamt því að fylgjast með öllu því sem gerist í Hollywood.

Eva er einnig bloggari á síðunni Króm.is og heldur úti opnu Snapchati. Hún er gift tvíburamamma sem starfar með móður sinni í Ísblóm, blómabúð sem er í eigu þeirra mæðra. Það má því segja að hún hafi í nægu að snúast en við hjá Bleikt fengum Evu til þess að svara fyrir okkur nokkrum laufléttum spurningum:

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Hahaha, Skellibjalla ætti eiginlega að vera orðið í fyrsta öðru og þriðja sæti.

Brussa…sumir vilja meina (allir) að ég sé brussa. Mjög spes og ákveðinn skellur á tignarlegu 180 cm gyðjuna sem ég er.

Góð og ógeðslega væmin. Svo væmin að hann Siggi minn getur alveg ranghvolft augunum framan í mig þegar ég tjái honum ást mína.

Glaðværð er stór partur af persónuleika mínum og ég á erfitt með að þykjast vera eitthvað annað en ég er. What you see is what you get. Það þarf mikið til að stuða mig, og í raun eru einu skiptin sem einhver sér mig pirraða eða brjálaða þegar ég er svöng. Þá er ég alveg snar. Annars bara ferleg dúlla.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Gleymska. Er svo agalega gleymin að það er hálfvandræðalegt. En málið er að ég gleymi bara litlu hlutunum sem ég á að muna. Ég bæti upp gleymskuna með hrikalega krúttlegu brosi og hvolpaaugum. Ég man t.d. ekkert sem mamma biður mig um að muna. Ég kenni uppeldinu um. Held að þessi galli sé alfarið mömmu og pabba að kenna. Er ekki búin að hugsa á hvaða  hátt ég get kennt þeim um samt.

Áttu þér mottó í lífinu?

Já veistu, mér finnst bara lang best að smæla framan í heiminn. Það hefur reynst mér best. Það er langbest að troða bara sól í hjarta og vaða svo um bæinn með smælið límt á fésið. Ég lofa, þið verðið gangandi sólargeislar sem allir taka eftir. Er þetta ekki annars mottó? 😉

 

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Vá er svo fegin að þessi spurning kom, því ég er geðveikt mikil fassjón görl.

Ég mundi segja að stíllinn minn sé kósí, litaglaður, smá rómó, þægilegur – fellur það orð kannski undir kósí? og glitrandi…ég eeeeeeelska allt sem glitrar.

Hvað er best við haustið?

Haustið er vanalega tími sem mér finnst alltaf notalegur. Þá verð ég ennþá meira væmin en vanalega og kveiki á kertum útum allt, elska að standa í eldhúsinu og elda góðan kvöldmat, (sem ég nenni ekki að gera á sumrin því þá er ég svo bissí að hanga úti í sólbaði eins lengi og sólin hangir uppi. ) Og fara í kósí stóru mjúku peysurnar mínar. Haustin eru kósí. Reyndar finnst mér allar árstíðirnar hafa sinn sjarma, en ég er sumartýpan og vildi óska að það væri bara alltaf sumar.

Hvern dreymir þig um að hitta?

Halló Bruno Mars…. ég hitti hann reyndar í apríl a tónleikunum hans í London. Eða þú fattar, sá hann…. Er ekki viss um að hann viti af tilvist minni á þessari jörð en kannski einn daginn mun ég standa fyrir framan hann, líta niður og horfa beint í augun hans. Hann er náttúrulega svo smávaxinn þessi elska.. Og ég eins og gíraffi.

Og Ellen DeGeneres. Bruno og Ellen væru geggjað kombó í kósí dinner. Bruno gæti sungið fyrir okkur Ellen um Versace kjólinn og við Ellen sagt brandara til skiptis.

Uppáhaldsbók?

Me before you. Halló horgrenj. Ferlega vel skrifuð bók sem skilur mann eftir með grátbólgin augu, kökk og ekka. Elska svoleiðis bækur. Væmna týpan í mér sjáiði til 🙂

Hver er þín fyrirmynd?

Ég hef svarað þessari spurningu áður og svara henni alltaf eins. Mamma og pabbi eru  mínar fyrirmyndir. Það er enginn betri en þau. Og svo er það hún elsku Ellen DeGeneres sem ég hef dáðst af síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið.

Ef þú ættir þrjár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það?

Pakka nokkrum nauðsynjum í tösku, kaupa miða fyrir alla fjölskylduna á eitthvað sjúkt hótel í Karíbahafinu og þar myndum við vera og ferðast þangað til allir peningarnir væru bara búnir.

Twitter eða Facebook?

Facebook allan daginn….reyndar hef ég gaman af twitter umræðum um hin merka sjónvarpsþátt um Piparsveina og meyjar í USA.( Bachelor/ette) Finnst ferlega gaman að renna yfir tvítin sem fylgja eftir hvern þátt sem fer í loftið þarna úti.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Giftingarhringurinn minn er sá hlutur á mér sem ég tek aldrei af mér og mun aldrei taka af…. Og svo verð ég að svara hreinskilningslega og segja síminn. Síminn er litla fyrirtækið mitt sem heldur flestu af því sem ég vasast í gangandi.

Hvað óttastu mest?

Að missa einhvern sem ég elska.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Ég er mesti píkupoppari sem Ísland hefur alið. Ég held heiðri hina ýmsu strákabanda, eins og Backstreet Boys og 5ive á lofti, ásamt því að blasta Bruno Mars , sem er mitt uppáhald, við öll tækifæri. Jennifer Lopes, Ricky Martin, Ed Sheeran, Charlie Puth og hinni ýmsu latino tónlist. Og mér finnst gaman að segja frá því að ég var sú fyrsta á Íslandi sem byrjaði að spila Despacito (ég sverða..eða ok held því fram allavega). Ég heyrði það fyrst daginn eftir að það var gefið út og blastaði það í botni þangað til útvarpsstöðvar landsins tóku við sér og áttuðu sig á þessum hittara.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Ég eeeeeelska sterka brjóstsykra. OG súkkulaði…og ís…og. Ok næsta spurning. Gæti haldið áfram.

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju?

Sko ég mundi gjarnan vilja vera litríkur fugl í einhverjum fallegum regnskógi. Gæti bara flogið þangað sem ég vildi. Er með myndina Rio í huga núna. Vil bara vera fugl ef ég má vera fugl í þeirri bíómynd. Annars er mér oft líkt við strút. Pabba finnst það fyndinn djókur.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er mjög virk á hinum ýmsu samfélgasmiðlum og legg mikinn metnað í það sem ég geri þar og þá helst skemmtanagildið.

Snappið mitt er : evaruza og ég lít á það sem litla sjónvarpsstöð og það eina sem ég vil er að fólk hlæji þegar það horfir. Reyndar hef ég verið að henda í viðbjóðsleg hryllingsstory undanfarið þar sem ég er aðeins að vasast í kringum Halloween Horror Show tónleikana 28. Október. Þau story hafa hrætt fólk illilega en ég hinsvegar skemmt mér konunglega.

Systir mín hún Tinna, er sérleg aðstoðarkona mín á snappinu þegar ég vil hafa þetta almennilegt, og sá hún t.d um förðunina á skrímslinu. Því hún Tinna mín er ein sú besta í svona skrímslaförðun  á landinu. No joke. Hugmyndarflug hennar er endalaust . Ég hef mikinn metnað á snappinu og lít á það sem litla skemmtirás með hressasta fólki landsins sem áhorfendur.

Instagram: evaruza – Ég held að þegar fólk rennir yfir instagrammið mitt sér það persónuleikann minn skýna í gegn sem ég er ánægð með og er nákvæmlega eins og ég vil hafa það.

Einnig er ég með ansi hressilega facebook like síðu : www.facebook.com/evaruzam þar sem ég birti efni sem ég er að ,,framleiða“ á snappinu og pósta þar inn einungist skemmtiefni fyrir fólk. Ég á orðið geggjað safn af myndböndum sem ég hef gert bæði á snappinu mínu og ekki á snappinu.

Hvað er framundan hjá þér í vetur?

Það er alltaf mikið um að vera. Alltaf þegar ég held að það sé að róast hjá mér, þá dettur eitthvað upp í hendurnar á mér, sem ég elska. En framundan hjá mér er undirbúningur fyrir Miss Universe Iceland keppnina, en kynnirinn í þeirri keppni gegnir stóru hlutverki líkt og úti í Bandaríkjunum þannig að ég er bara á fullu að græja mig og undirbúa fyrir það. Svo í október ætla ég að henda mér í skrímslabúning og vasast í kringum Halloween Horror Show tónleikana. Guð má svo vita hvað bíður mín næst, en það verður pottþétt eitthvað geggjað!

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Verið bara glöð kids og hlæjið eitthvað smá á hverjum degi. Eina sem blívar og eina vitið í þessu lífi!

Var 50 klst. að gera Wonder Woman búning úr jógadýnu og límbandi

Rhylee Passfield, ástralskur förðunarfræðingur, notaði jógadýnu, límband og hugmyndaflugið til að endurgera búning Wonder Woman. „Ég byrjaði á því að vefja sjálfa mig í límband. Síðan klippti ég límbandið í snið, límdi á jógadýnu og límdi aftur saman.“ Næst útbjó hún brynjuna með límbyssu og gervinöglum. Skóna fann hún á næsta flóamarkaði og beltið, hlífar og höfuðbúnaður eru úr þunnum föndursvampti Búningurinn var ekki dýr, 30 dollarar eða um 3.000 kr., en það tók hins vegar um 50 klukkustundir að búa hann til. Brynjað var síðan bæði spreyjuð og handmáluð. Pilsið er gert úr vínyldúk sem límdur er á nærbuxur.… Lesa meira

Jólakósífatalína Beyoncé er komin í sölu

Queen B er nú búin að spila út nýjasta trompinu í fatalínu sinni, jólafatnaði sem er bæði kósí og flottur. Línan samanstendur af peysum, heilgöllum og jólaskrauti og er til sölu á vefsíðu hennar. https://www.facebook.com/beyonce/posts/10159784105765601   Lesa meira

Sjáðu stórglæsilegan giftingarhring Serenu

Fylgjendur Serenu Williams á Instagram fengu að sjá glæsilegan giftingarhring hennar þegar hún póstaði mynd í gær af dótturinni, Alexis Olympia, sem er næstum þriggja mánaða. Williams giftist Alexix Ohanian í ævintýralegu brúðkaupi þann 16. nóvember síðastliðinn í New Orleans í Louisiana. Dagurinn var sérstaklega valinn þar sem hann er afmælisdagur Anke móður Ohanian, en hún er fallin frá. https://www.instagram.com/p/BbzVaZungU7/ https://www.instagram.com/p/Bbuw10mH_Tg/ Lesa meira

Myndband: The Retro Mutants gefa út jólalag í 80’s stíl

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið heitir Finally It´s Christmas eða Loksins eru jól og var það samið á einum degi. https://www.youtube.com/watch?v=cGy2EkDmtso&feature=share Hljómsveitina skipa Bjarki Ómarsson, Viktor Sigursveinsson og Arnar Hólm og gaf sveitin út sína fyrstu plötu í júní síðastliðnum, „The Retro Mutants.“  Lesa meira

Íslenskt handverk í boði á Óslóarsvæðinu fram að jólum

Tvær íslenskar handverkskonur, Hrafnhildur Brynjarsdóttir og Elísabet Steingrímsdóttir, bjóða nú framleiðslu sína til sölu á mörkuðum í Jessheim í Noregi, en íslenskt handverk er víða í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu í Noregi fram að jólum. Hrafnhildur og Elísabet hanna, framleiða og selja vörur sínar. Hrafnhildur hefur verið að framleiða sína eigin jakka í yfir sex ár og selur víða á mörkuðum. En hún er ekki bara með jakka því hjá henni má einnig finna hálsklúta (buff) og höfuðhandklæði sem hún kallar handklæðaturban. Í samtali við vefsíðuna Nýja Ísland segir Hrafnhildur að hún njóti þess að selja vöru sína á mörkuðum en þar… Lesa meira

Þau kynntust í leikskóla og giftu sig 20 árum seinna

Matt Grodsky var þriggja ára þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að giftast bekkjarsystur sinni, Laura Scheel. 20 árum seinna stóð hann við þá yfirlýsingu. „Ég man ekki hvenær ég sá hana fyrst, en hún leyfði mér alltaf að elta sig um allt,“ segir Grodsky. „Ég var alltaf að reyna að ganga í augun á henni með því að fara með línur úr Lion King og svoleiðis.“ Þau voru í sama leikskóla í Phoenix í Arizona, en gengu síðan í sitt hvorn barnaskólann. Að lokum misstu þau sambandið við hvort annað. Þau hittust ekki aftur furr en þau… Lesa meira

Megan Markle mun vera trúlofuð og að flytja inn til Harry

Megan Markle lauk tökum í og yfirgaf þættina Suits í síðustu viku og til hennar sást í London á mánudag. Flutningamenn voru í íbúð hennar í Toronto Kanada nýlega og sögur herma að hún sé að flytja inn til prins Harry í Kensingtonhöll. „Þetta er ekki spurning um hvort hún flytur inn, heldur hvenær,“ sagði heimildamaður við People. US Weekly gengur skrefinu lengra og segir parið nú trúlofað og að undirbúa sumarbrúðkaup í lok júní á næsta ári og að Markle sé að flytja inn til Harry, sem fyrst. Opinber tilkynning um trúlofun mun væntanleg í janúar. „Það gefur henni… Lesa meira

Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta. Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi. Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið. Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá… Lesa meira

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið. UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna. Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið. Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út… Lesa meira

Einstakur Múmínbolli seldur á góðgerðaruppboði

Múmínbollinn með Míu litlu hefur verið hluti af bolla úrvali Arabia síðan árið 2008 þegar bollinn kom út. Hann hefur verið mjög vinsæll meðal safnara og aðdáenda Múmínálfana og verið í framleiðslu í nærri tíu ár. Áður en bollinn kom á markað voru nokkrar útgáfur búnar til í verksmiðju Arabia í Finnlandi.  Og á meðan á hönnun bollans stóð þá voru nokkrir litir prófaðir þar sem lokaútkoman sést ekki fyrr en búið er að hita bollann upp í ákveðið hitastig. „Framleiðsla á hverjum Múmínbolla tekur eitt og hálft til tvö ár. Litatónarnir í keramikinu eru alltaf mismunandi eftir samblandi lita… Lesa meira

Bára Halldórsdóttir spyr: „Er ég byrði og einskis virði?“

Bára Halldórsdóttir er móðir, eiginkona, aktívisti, öryrki. Hún er einnig meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Í einlægum pistli á tabu.is skrifar Bára um hvernig afstaða og mat annarra gerir það að verkum að henni finnst hún skipta sífellt minna máli í samfélaginu. Við gefum Báru orðið: Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég hef verið í mörgum hlutverkum gegnum tíðina. Byrjaði eins og aðrir í… Lesa meira

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira