Eva Ruza situr fyrir svörum: Frækinn flækjufótur sem elskar allt sem glitrar

Eva Ruza, mamma, eiginkona, og allskonar multitasker er nýkomin úr dásamlegri ferð til Miami með hennar heittelskaða þar sem hún sá um að vera aðstoðarbílstjóri með GPS-ið.

„Við erum heppin að hafa komist óhult milli staða eftir mjög skrautlegar leiðbeiningar aðstoðarbílstjórans. Ég held samt að ég hafi náð að útskrifast en það tók verulega á andlegu hlið sjálfs bílstjórans,“ segir Eva.

„Ég stunda líkamsrækt nánast alla virka daga vikunnar. Annars vegar læt ég pína mig áfram í Bootcamp eða læt Yesmine Olsen vinkonu mína um pyntingarnar. Það er eins gott að vera með harðstjóra yfir manni svo maður svindli ekki,“ segir Eva sem svarar spurningum Bleikt.

Persónuleiki þinn í fimm orðum?  Klunni, mamma segir alltaf að ég hafi fæðst í of stórum og löngum líkama. Glöð, ég er yfirleitt alltaf glöð og svo er ég oooooooofboðslega væmin pía. Dúlla mundi ég halda líka. Svona að eigin mati. Hvolpaaugu og svona….Góð, ég er ferlega góð pía.

Hver er þinn helsti veikleiki? Er svo hryllilega gleymin að það getur stundum verið óþægilegt. Man nánast allt sem ég þarf að muna í sambandi við börnin, og verkefnin sem ég sinni, en ef mamma biður mig um eitthvað að þá gleymi ég því um leið og ég sný baki í hana. Ég gleymi líka alltaf að hringja tilbaka í fólk. Það er agalegt. Ég held að ég eigi ennþá vini út af dúllufaktornum. Ekki af því ég hringi alltaf tilbaka. Debbý systir getur alveg orðið brjáluð á mér út af símamálinu mikla.

Stíllinn þinn í fimm orðum? Kósí, þægilegur, litrikur, glitrandi. Ég gjörsamlega eeeeelska allt sem glitrar. Kom heim frá Miami með þrjú pör af skóm sem gubba glitri og pallíettum og boli, jakka og peysur sem glitra líka eins og stjörnur. Hef oft hugsað að ég hljóti að vera fjarskyld frænka Páls Óskars.

Hvernig eru þínar jólahefðir? Aðfangadagskvöld er heilagt kvöld í faðmi mömmu og pabba og systra minna. Viðhengin sem fylgja okkur systrum og afrakstur ástar okkar (börnin, hljómar samt spes að skrifa þetta, hahaha) hópumst öll til mömmu og pabba og eyðum þar kvöldinu, skvaldrandi og hlæjandi mjög hátt .

Á jóladag höfum við Siggi svo búið til okkar eigin hefð. En þá er morgunmatur framreiddur sem er eins og á einhverju kóngahóteli. Skonsur, croissant. beyglur, egg og beikon, ávextir, rjómi, sýróp… ég slæ um mig á jóladagsmorgun get ég sagt þér. Börnin okkar tvö fá svo sitt hvorn pakkann þennan morgun, svona til að trappa þau rólega niður eftir pakkaflóð kvöldsins á undan og við sitjum á náttfötunum frameftir degi, borðum og njótum.

Hvað er best við jólin? Það allra besta við jólin er þegar ég kem heim frá vinnu á aðfangadag um kl. 14 , vitandi að jólatörn þessa árs er búin í blómabúðinni og framundan er hlý og notaleg stund með uppáhaldsfólkinu mínu. Mér væri sama þó ég fengi enga pakka og banana að borða, bara ef ég hef fólkið mitt. Það er það eina sem skiptir máli og ég er er þakklát hver einustu jól að eiga alla hjá mér ennþá.

Ef þú ættir fimm milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir) Ég mundi yfirgefa skerið með mann og börn og fara í frí á einhvern hlýjan stað með hvítri strönd í þrjá mánuði. Svo ferlega mikill lúxus að vinna hjá mömmu og pabba sjáðu til. Ætli ég myndi ekki kippa settinu með svona til að mýkja þau yfir þessu þriggja mánaða fríi mínu.

Twitter/Facebook/Snapchat/Instagram? Facebook, Snap og Insta. Er búin að reyna að gerast Twitter notandi en ég átta mig ekki ennþá á þeim miðli. Maður getur víst ekki verið góður í öllu.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Giftingarhringsins og litla símagerpisins míns. Það er óþolandi svar að segja að maður geti ekki án símans verið en það er staðreynd.

Hvað óttastu mest? Að missa einhvern sem ég elska.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum? Akkúrat núna er félagi minn Michael Bublé á repeat með jólalistann sinn Christmas (Deluxe Special Edition) á Spotify. Hann er svo ferlega notalegur alltaf. Ég skil bara ekki af hverju hann hefur aldrei verið fenginn til Íslands að spila.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”? Sterkan brjóstsykur sem er stútfullur af pipar. Þvílík vonbrigði sem það getur verið að bíta í einn slíkan og uppgötva að hann inniheldur ekki pipar.

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju? Ég hef í raun ekkert val. Ætli ég væri ekki gíraffi. Svona sætur dúllu gíraffi með löng augnhár.

Hvernig var fyrsti kossinn? Hann innihélt of mikið af tungu mótkyssarans. Svo mikill metnaður var í drengnum að sveifla tungunni sinni upp í mig að ég kafnaði næstum. Ástin kviknaði ekki eftir þennan koss eitt sumarkvöld á Spáni. Drengurinn var frá Frakklandi, þannig að hann hefur verið nýbúinn að lesa quotið um franska kossa og ákveðið að splæsa einum í mig.

Hver væri titill ævisögu þinnar? Flækjufóturinn frækni.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Blessuð vertu. Ég flagga öllu sem ég á.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Ég sat í flugvél á leið yfir hafið til Miami fyrir stuttu og eyddi tímanum í að taka This is Us maraþon. Gjörsamlega geggjaðir þættir en guð minn einasti. Ég þurfti mjög oft að slökkva á tölvunni til að ná hemil á tilfinningum mínum. Tárin troðfylltu augun mjög reglulega og ég velti því fyrir mér hvað freyjur þessa flugs hafi haldið um mig.

Fyrirmynd í lífinu? Mamma og pabbi er hið klassíska svar og það kemur svo innilega frá hjartanu. Svo er það vinkona mín hún Ellen DeGeneres sem ég dáist að alla daga.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Þegar ég hljóp á harðaspretti beint á ljósastaur og eyðilagði nýju gleraugun mín. Mamma vorkenndi mér ekki neitt og hafði meiri áhyggjur af gleraugunum sem voru orðin eins og sundgleraugu utan um hausinn á mér. Ég datt líka í Tjörnina einu sinni og tók strætó heim því mér fannst það svo vandræðalegt að hafa dottið í hana. Enginn gleymir þeirri sögu.

Ertu með einhverja fobíu? Mýs….ég hata mýs af öllu hjarta.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að hafa aldrei bragðað áfengi eða aðra vímugjafa. Eitt af því sem ég er stoltust af í lífinu fyrir utan börnin mín tvö.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Nja kannski ekki neyðarlegast en það flokkast klárlega undir þennan lið. En ég sá um að koma fólki í gírinn í Kvennahlaupinu í sumar og hrundi svo fagmannlega niður í miðri upphitun en spratt upp eins og það hefði elding bitið mig í rassinn og lét eins og ekkert hefði gerst. Fólk saup hveljur svo hátt að það glumdi í. Ég get sko sagt ykkur það að ég dó smá inní mér við þetta fall en ég hélt kúlinu allan tímann og í lok dags voru hnén á mér fagurblágræn og gul. Nýju buxurnar sluppu hinsvegar sem var það sem skipti höfuðmáli.

Með hverjum lífs eða liðnum myndir þú vilja verja einni kvöldstund?  Ég væri til í eitt gott kvöld með Ellen Degeneres og Bruno Mars. Draumur sem ég vona að muni rætast. Ætli ég geti borgað þeim 5 milljónirnar fyrir að eyða kvöldi með mér og sleppa 3 mánaða reisunni????

Lífsmottó? Vera glöð og vera þakklát.

Hvar er hægt að fylgjast með þér? Það er alltaf bullandi keyrsla inni á snappinu mínu: evaruza og einnig dúndra ég vel völdum myndum úr lífinu inn á instagrammið mitt: evaruza.

Ég herja á flesta þá samfélagsmiðla sem eru í boði og held einnig úti Facebook likesíðu. Ooooooog svo sé ég um að færa fólki Hollywood fréttir inni á Króm.is þar sem ég blogga eins og vindurinn.

Hvað er framundan hjá þér á nýja árinu? Nýja árið virðist ætla að verða viðburðaríkt hjá mér og það er margt mjög spennandi að fara að gerast hjá mér og ég hlakka mikið til. Síðustu vikur hafa farið í að bóka mig í hin ýmsu skemmtilegu verkefni bæði innanlands og utan.

Uppáhalds útvarpsmaður/stöð? Vinir mínir, Svali og Svavar eru mínir uppáhalds útvarpsmenn og vil ég leggja fram formlega kvörtun yfir þeirri ákvörðun Svala að yfirgefa landið og eyðileggja morgunþáttinn minn sem ég hef skemmt mér svo mikið yfir.

Uppáhalds matur/drykkur? Pizza er lífið og Cockta, ávaxtakók sem rifjar upp æskuminningar sem ég á frá Króatíu, hinu landinu mínu.

Uppáhalds tónlistarmaður? Bruno Mars er my all time favorite og þeir sem fylgjast með mér vita að það er ENGINN sem tekur hans stað.

Uppáhalds kvikmynd/sjónvarpsþættir? Þessari spurningu svara ég allstaðar eins, en Notebook er mín allra uppáhalds bíómynd og ég vona að myndin verði endurgerð með Ryan Gosling aftur í aðalhlutverki, og að hann vilji bara fá mig sem mótleikkonu. Svo er ég mikill aðdáandi Kardashian mæðgnanna og fylgist grannt með öllu sem þær gera.

Uppáhalds bók? Me before you, P.S. I love you… ef bókin er væmin og lætur mann helst hágrenja þá fellur hún automatískt í flokk uppáhalds bóka minn.

Uppáhalds stjórnmálamaður? Dagur B. En höldum því til haga að ég hef núll áhuga á pólitík. Finnst hann bara vera svo ferlega vel hærður og virkar svo almennilegur gaur.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? Held að ég hafi romsað öllu frá mér sem ég ætlaði.

Stattu sólarmegin í lífinu! Þá verður þetta allt saman í lagi.

Hægt er að fylgjast með Evu á Facebook, Instagram og Snapchat: evaruza. Einnig bloggar hún á Króm.is.

 

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira