Fíknin drap næstum Sunju: „Það líður ekki sá dagur sem ég er ekki skíthrædd við þennan sjúkdóm“

Ótti, kvíði, hræðsla, þunglyndi, lélegt sjálfsálit, lélegt sjálfstraust, félagsfælni, ofsareiði, mikil gremja, sjálfsmorðshugsanir, sjálfsmorðstilraunir, sjálfsvorkunn, meðvirkni á mjög háu stigi, föðurmissir og margir aðrir veikleikar og brestir meðal annars út frá miklu einelti (líkamlegu og andlegu), kynferðislegri misnotkun og ofbeldi (líkamlegu og andlegu) og mörgu öðru. Deyfði þessu eða sleppti öllu út í allskonar vímuefni í 17 ár. Drap mig næstum á endanum.

Ég er núna edrú og búin að vera það í 3 ár og tæpan mánuð þegar ég skrifa þennan pistil, eða síðan 26. júlí 2014. Hver dagur telur og ég hefði ekki getað það án AA samtakanna og stuðninginn bæði í samtökunum og utan þeirra (hef aldrei farið í meðferð). Þetta er lengsti edrú tími hjá mér af tveimur.

Brestirnir koma upp enn þá og sama með fíknina en ég geri mitt besta til að vinna mig úr því eins og ég lærði eins fljótt og ég get og reyni að koma mér eins fljótt og ég get úr aðstæðum ef ég finn að ég sé í hættu, en fíknin eru orðin mjög lítil og fer minnkandi núna.

Áður en ég varð edrú. Höfundur greinar: Sunja Gunnarsdóttir

Ég er orðin rólegri í skapinu en það getur poppað upp svona annarsslagið en samt ekki eins mikið og áður. Meðvirknin er enn þá en hún er ekki eins slæm og áður en samt enn þá slæm og er frekar mikið að naga mig að innan. Stundum hef ég kjarkinn til að tjá mig um hluti sem eru að angra mig frá öðrum og sem eru að hafa áhrif á mína bresti en stundum þegi ég líka og læt því miður hlutina naga mig að innan. Ég get stundum sagt nei, að sé ég ekki að treysta mér í eitthvað.

Ég á enn erfitt með að sjá mín eigin mistök og hluti sem hafa áhrif á aðra í kringum mig en ég sé þau ef mér er bent á þau og þá geri ég það sem þarf til að vinna úr þeim. En ef ég sé þau sjálf þá geri ég það sem þarf til að komast úr þeim óþægindum. Ef mistökin mín hafa áhrif á aðra að ástæðulausu þá biðst ég strax afsökunar og þá rólega bara til að létta af mér samviskubitið. Sama með brestina ef þeir koma upp og hafa áhrif á aðra af ástæðulausu. Áður gat ég það ekki nema undir áhrifum og þá með látum.

Ég er kannski ekki á góðum stað enn þá og er ekki enn orðin fullkomin með þessa edrúmennsku en ég er komin á betri stað samt en ég var. Ég hefði verið löngu fallin ef ég væri ein að þessu eða ekki kynnst þeirri hjálp sem ég sótti í í fyrstu.

Ég er búin að berjast við allskonar aðstæður sem hefðu geta leitt mig í fall eins og t.d. kynferðisleg áreitni, fjölskylduerjur, sambandsslit við fjölskyldumeðlimi, jafna mig eftir aðgerð vegna fyllerísmeiðsla og margt fleira. Þetta voru aðstæður sem ég hefði deyft með allskonar vímuefnum, en ég kaus að gera það ekki því það hefði leitt mig á mjög vondan stað eða jafnvel í gröfina. Þar sem ég er aðeins 32 ára, með engin börn né maka, enga almennilega menntun og margt fleira þá á ég allt of langan tíma eftir. Til að tækla svona aðstæður notaði ég það sem ég lærði í AA og leita líka til hjálpar og öryggi.

Samt á ég laaaangt í land og ég verð alltaf skíthrædd við þennan sjúkdóm á hverjum degi. Ég vonandi enda á því að eldast og deyja edrú. Alkóhólismi er alls ekki grín sjúkdómur að eiga við og hann er lúmskari og erfiðari en maður gerir sér grein fyrir. Að takast á við hluti og áföll edrú sem maður dílaði við undir áhrifum er ekki eins auðvelt og maður heldur. Ég geri mitt besta að taka bara einn dag í einu en á það til að gleyma því. Ég veit þó af því og geri mitt besta til að bakka aftur.

Ég í dag. Höfundur greinar: Sunja Gunnarsdóttir

Ég hef gert ýmsa hluti til að forðast fíkn og fall, þar á meðal að hætta að drekka drykki sem notaðir voru í blöndur eins og sprite og orkudrykki, farið eftir AA prógramminu, reynt að vera ekki með of mikið álag á mig. Því of mikið álag getur leitt til pirrings og pirringur getur leitt mig í fall. Ég hef samið ljóð og kvæði sem minna mig á þennan vonda heim, fundið mér áhugamál, farið út að labba með tónlist í eyrunum til að dreifa huganum og fleira. Ég hef líka eytt út myndum og myndböndum á Facebook, síma og tölvum sem minna mig á fylleríin hjá mér.

Eftir 6 mánuði edrú fór ég „all in“ í AA prógramminu í allavega eitt ár. Ég hætti að djamma, var mikið hjá vinum sem drekka nánast aldrei og þekkja til edrúmennskuþjónustaði AA samtökin, fór á allavega 5 fundi á viku og stundum fleiri. Ég fór stundum á tvo fundi yfir einn dag og á öðrum stöðum en heimadeildina mína, heyrði reglulega í AA félögum, las AA bækur og fleira sem fylgir því að halda sér edrú. Svo fór aðeins að dragast úr eins og með fundasókn og þjónustu, en hætti því samt aldrei alveg heldur meira fækkaði fundunum niður í 2-3. Ég hætti þjónustu og leyfði meiri nýliðum að komast inn í þann pakka, en ég hélt samt áfram að hafa samband við AA félaga.

Í dag er ég á þeim stað að ég get farið út á skemmtistaði svo lengi sem það er ekki of oft og þá meina ég hverja einustu helgi. Ég get verið innan um áfengi en ég hef eina reglu með það að gera og sú regla er þannig að ég held ekki á neinu áfengu og allra síst opnum ílátum með áfengi í. Ég get farið fyrir utan ríkið en ég verð í bílnum á meðan aðrir fara inn. Allt þetta get ég í dag svo lengi sem þetta er allt gert í hófi og ekki daglega eða hverja einustu helgi eins og ég gerði. Ég er meðvituð um þennan sjúkdóm og hvað hann gerir. Ég hef lært svo mikið á þessum rúmlega 3 árum sem hafa gjörsamlega breytt hugarástandinu hjá mér, hvernig ég get tæklað óþægilegar aðstæður og komist úr þeim. Þetta hefur sýnt mér hvernig ég get lifað heilbrigðu lífi án áfengis og án þess að búast við að lenda í gröfinni. Frekar byggt upp almennilega og góða framtíð og bætt upp þessi 17 ár sem fóru í algjört rugl. Ég sá þetta ekki þá, en ég sé þetta í dag að drekka sig í hel stjórnlaust er frekar mikið hættulegt. Að vera edrú og sjá aðra undir áhrifum og hvað þá stjórnlaus undir áhrifum ýtir svo miklu meira undir viljastyrkinn hjá mér að vilja vera edrú. Þegar aðrir horfa upp til manns, vilja vera edrú, kunna það ekki og þurfa hjálp ýtir einnig undir viljastyrkinn.

Í dag held ég áfram að fara á fundi og þá 2-3 í viku. Svo er ég nýfarin að taka að mér þjónustu í minni heimadeild aftur og les í AA bókinni, tala við AA fólk og sæki enn þá hjálp bara til að viðhalda edrúmennskunni því í dag skiptir hún mig ótrúlega miklu máli. Fyrir mig, fólkið í kringum mig og líka fólk sem þjáist af þessum stórhættulega sjúkdómi. Allt of margir hafa dáið af honum og ég er ekki tilbúin til þess og allra síst af þessum sjúkdómi.

Ég hélt að djamma og drekka, halda partý eða fara í partý hverja einustu helgi, jafnvel á virkum dögum, væri leið til að njóta lífsins og skemmta sér. En eftir að ég varð edrú og sé aðra feta í gömlu fótsporin mín þá sé ég að það er sko langt frá því að vera rétt.

Það að geta drukkið og haft stjórn á sjálfum sér, geta stoppað, geta haft stjórn á aðstæðum, haft vit á aðstæðum og geta bara gert hluti án þess að sé eitthvað vesen og jafnvel drukkið bara örfá skipti á ári eða bara SLEPPT ÞVÍ AÐ BYRJA AÐ DREKKA er eitthvað sem ég hefði vilja geta gert en það tókst ekki. Því tel ég mig vera alkóhólista sem er í dag óvirkur alkóhólisti

Hér er svo eitt af kvæðunum sem ég hef samið tengt þessu

Í 17 ár tók djöfullinn yfir.
Í 17 ár sá ég það ekki.
Í 17 ár var ég meðvirk honum.
Í 17 ár lifði ég í helvíti.

Áfengi, hvítt, grænt, gas, sveppir, pillur.
Allt lét mig liða vel.
Allt lét mig líka liða illa.
En það sá ég ekki.
Ég sá ekki vanlíðan fyrr en veggurinn varð reistur.

Ég lifði í ótta, kvíða, þunglyndi, reiði og meiru.
Brestirnir hræddu mig og aðra.
Ég rústaði sjálfri mér líkamlega.
Ég rústaði sjálfri mér andlega.
Líf mitt var nánast á enda.
Ég varð hrædd.
Ég varð stjórnlaus.

Veggurinn reis upp.
Ég bombaði á hann.
Ég leitaði hjálpar og byrjaði nýtt líf.
Er ég skrifa þetta þá er ég edrú.
1 ár, 1 mánuður og 14 dagar komnir.

Sé viljinn til staðar þá er þetta hægt.
Sé styrkurinn til staðar þá gengur þetta.
Sé tekin leiðsögn og henni farið eftir, þá sér maður að til er betra líf en neyslulíf og stöðug vanlíðan.

Maður snýr við blaðinu.
Maður sér það neikvæða og losar sig við það.
Maður sér það jákvæða og sýgur því í sig.
Maður hendir fortíðinni og sér framtíðina.
Maður lærir að stjórna brestunum.
Maður lærir að lifa í núinu.

Í dag hef ég öðlast nýtt líf.
Í dag horfi ég fram en ekki aftur.
Í dag er ég jákvæðari en ekki neikvæðari.
Í dag líður mér vel,
einnig öðrum í kringum mig.
Ég sé og finn að edrúlíf er betra en neyslulíf.

Ég er enn á lífi í dag og þakka ég vinum, fjölskyldu og AA fyrir það.
Þetta er hægt með vilja, styrk, leiðsögn og framkvæmdum
Eina klukkustund í einu
Einn dag í einu

Höfundur greinar: Sunja Gunnarsdóttir

Sigurður rekur íslenskan fjölmiðil í Noregi – Nýja Ísland

Sigurður Rúnarsson stóð uppi atvinnulaus árið 2013 eftir 15 ára starf í upplýsingatæknigeiranum. Hann leitaði að vinnu hér heima, sem tengdist námi hans og atvinnu, en þegar honum bauðst starf í Noregi ákvað hann að slá til og flutti út í janúar árið 2014, og starfar í dag sem forstöðumaður tölvurekstrar hjá reiknistofu samgönguráðuneytisins í Osló. „Ég er að upplagi mikill félagsmálamaður og hef starfað að þeim, var einn af stofnendum íbúasamtaka í Norðlingaholti og síðar varaformaður og formaður og þar ritstýrði ég vef samtakanna,“ segir Sigurður. „Þegar ég flutti til Noregs bauð ég fram starfskrafta mína í Íslendingafélaginu í… Lesa meira

Taylor Swift tilkynnir tónleikadaga í Bretlandi 2018

Taylor Swift hefur tilkynnt tónleikadaga hennar í Bretlandi fyrir árið 2018. Tónleikaferðalagið ber heitið Reputation líkt og nýútkomin plata hennar. Þrír tónleikar eru fyrirhugaðir, 8. júní í Manchester, 15. júní í Dublin og 22. júní á Wembley í London. Fyrsta lag plötunnar, Look What You Made Me Do, varð mest streymda lagið á 24 klukkustundum, eftir að textamyndband blaðsins náði 19 milljón áhorfum. Þegar opinbera myndbandið kom út náði það 43,2 milljón áhorfum á einum sólarhring. Miðar fara í sölu þann 1. desember næstkomandi. En þeir sem skrá sig á heimasíðu Swift fá tækifæri til að versla í forsölu sem… Lesa meira

Bára er þrefaldur fitnessmeistari eftir að hafa æft í fimm mánuði

Bára Jónsdóttir kom, sá og sigraði þegar hún keppti á bikarmótinu í fitness þann 18. nóvember síðastliðinn. Þar gerði Bára sem lítið fyrir og vann þrjá titla á mótinu og er hún fyrst kvenna til að ná þeim árangri. Árangur Báru er einnig afar athyglisverður í ljósi þess að hún var að keppa á sínu fyrsta fitnessmóti eftir að hafa æft íþróttina í aðeins fimm mánuði. Lesa meira

12 töfrandi áfangastaðir um jólin – Ísland efst á lista

Heimasíðan Simplemost tekur í nýlegri grein saman 12 staði víðsvegar um heim, staði sem eru töfrandi og góðir til að heimsækja um jólin, staði sem bjóða um á jólaskreytingar ásamt náttúrulegri fegurð. Og hvaða áfangastaður ætli lendi efst á listanum? Jú Reykjavík. Rennum stuttlega yfir hvaða 12 áfangastaðir ná á listann, en lesa má nánar um þá alla hér. 1) Reykjavík - Ísland Komdu um jólin og vertu fram yfir áramótin! Jólin á Íslandi eru einstaklega kósí, þegar fjölskyldur sameinast í matarboðum og skiptast á bókum að gjöf. Á gamlárskvöldi þá er venjan að sprengja flugelda. Báðir hátíðisdagarnar eru frábærir… Lesa meira

Var 50 klst. að gera Wonder Woman búning úr jógadýnu og límbandi

Rhylee Passfield, ástralskur förðunarfræðingur, notaði jógadýnu, límband og hugmyndaflugið til að endurgera búning Wonder Woman. „Ég byrjaði á því að vefja sjálfa mig í límband. Síðan klippti ég límbandið í snið, límdi á jógadýnu og límdi aftur saman.“ Næst útbjó hún brynjuna með límbyssu og gervinöglum. Skóna fann hún á næsta flóamarkaði og beltið, hlífar og höfuðbúnaður eru úr þunnum föndursvampti Búningurinn var ekki dýr, 30 dollarar eða um 3.000 kr., en það tók hins vegar um 50 klukkustundir að búa hann til. Brynjað var síðan bæði spreyjuð og handmáluð. Pilsið er gert úr vínyldúk sem límdur er á nærbuxur.… Lesa meira

Jólakósífatalína Beyoncé er komin í sölu

Queen B er nú búin að spila út nýjasta trompinu í fatalínu sinni, jólafatnaði sem er bæði kósí og flottur. Línan samanstendur af peysum, heilgöllum og jólaskrauti og er til sölu á vefsíðu hennar. https://www.facebook.com/beyonce/posts/10159784105765601   Lesa meira

Sjáðu stórglæsilegan giftingarhring Serenu

Fylgjendur Serenu Williams á Instagram fengu að sjá glæsilegan giftingarhring hennar þegar hún póstaði mynd í gær af dótturinni, Alexis Olympia, sem er næstum þriggja mánaða. Williams giftist Alexix Ohanian í ævintýralegu brúðkaupi þann 16. nóvember síðastliðinn í New Orleans í Louisiana. Dagurinn var sérstaklega valinn þar sem hann er afmælisdagur Anke móður Ohanian, en hún er fallin frá. https://www.instagram.com/p/BbzVaZungU7/ https://www.instagram.com/p/Bbuw10mH_Tg/ Lesa meira

Myndband: The Retro Mutants gefa út jólalag í 80’s stíl

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið heitir Finally It´s Christmas eða Loksins eru jól og var það samið á einum degi. https://www.youtube.com/watch?v=cGy2EkDmtso&feature=share Hljómsveitina skipa Bjarki Ómarsson, Viktor Sigursveinsson og Arnar Hólm og gaf sveitin út sína fyrstu plötu í júní síðastliðnum, „The Retro Mutants.“  Lesa meira

Íslenskt handverk í boði á Óslóarsvæðinu fram að jólum

Tvær íslenskar handverkskonur, Hrafnhildur Brynjarsdóttir og Elísabet Steingrímsdóttir, bjóða nú framleiðslu sína til sölu á mörkuðum í Jessheim í Noregi, en íslenskt handverk er víða í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu í Noregi fram að jólum. Hrafnhildur og Elísabet hanna, framleiða og selja vörur sínar. Hrafnhildur hefur verið að framleiða sína eigin jakka í yfir sex ár og selur víða á mörkuðum. En hún er ekki bara með jakka því hjá henni má einnig finna hálsklúta (buff) og höfuðhandklæði sem hún kallar handklæðaturban. Í samtali við vefsíðuna Nýja Ísland segir Hrafnhildur að hún njóti þess að selja vöru sína á mörkuðum en þar… Lesa meira

Þau kynntust í leikskóla og giftu sig 20 árum seinna

Matt Grodsky var þriggja ára þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að giftast bekkjarsystur sinni, Laura Scheel. 20 árum seinna stóð hann við þá yfirlýsingu. „Ég man ekki hvenær ég sá hana fyrst, en hún leyfði mér alltaf að elta sig um allt,“ segir Grodsky. „Ég var alltaf að reyna að ganga í augun á henni með því að fara með línur úr Lion King og svoleiðis.“ Þau voru í sama leikskóla í Phoenix í Arizona, en gengu síðan í sitt hvorn barnaskólann. Að lokum misstu þau sambandið við hvort annað. Þau hittust ekki aftur furr en þau… Lesa meira

Megan Markle mun vera trúlofuð og að flytja inn til Harry

Megan Markle lauk tökum í og yfirgaf þættina Suits í síðustu viku og til hennar sást í London á mánudag. Flutningamenn voru í íbúð hennar í Toronto Kanada nýlega og sögur herma að hún sé að flytja inn til prins Harry í Kensingtonhöll. „Þetta er ekki spurning um hvort hún flytur inn, heldur hvenær,“ sagði heimildamaður við People. US Weekly gengur skrefinu lengra og segir parið nú trúlofað og að undirbúa sumarbrúðkaup í lok júní á næsta ári og að Markle sé að flytja inn til Harry, sem fyrst. Opinber tilkynning um trúlofun mun væntanleg í janúar. „Það gefur henni… Lesa meira