Fíknin drap næstum Sunju: „Það líður ekki sá dagur sem ég er ekki skíthrædd við þennan sjúkdóm“

Ótti, kvíði, hræðsla, þunglyndi, lélegt sjálfsálit, lélegt sjálfstraust, félagsfælni, ofsareiði, mikil gremja, sjálfsmorðshugsanir, sjálfsmorðstilraunir, sjálfsvorkunn, meðvirkni á mjög háu stigi, föðurmissir og margir aðrir veikleikar og brestir meðal annars út frá miklu einelti (líkamlegu og andlegu), kynferðislegri misnotkun og ofbeldi (líkamlegu og andlegu) og mörgu öðru. Deyfði þessu eða sleppti öllu út í allskonar vímuefni í 17 ár. Drap mig næstum á endanum.

Ég er núna edrú og búin að vera það í 3 ár og tæpan mánuð þegar ég skrifa þennan pistil, eða síðan 26. júlí 2014. Hver dagur telur og ég hefði ekki getað það án AA samtakanna og stuðninginn bæði í samtökunum og utan þeirra (hef aldrei farið í meðferð). Þetta er lengsti edrú tími hjá mér af tveimur.

Brestirnir koma upp enn þá og sama með fíknina en ég geri mitt besta til að vinna mig úr því eins og ég lærði eins fljótt og ég get og reyni að koma mér eins fljótt og ég get úr aðstæðum ef ég finn að ég sé í hættu, en fíknin eru orðin mjög lítil og fer minnkandi núna.

Áður en ég varð edrú. Höfundur greinar: Sunja Gunnarsdóttir

Ég er orðin rólegri í skapinu en það getur poppað upp svona annarsslagið en samt ekki eins mikið og áður. Meðvirknin er enn þá en hún er ekki eins slæm og áður en samt enn þá slæm og er frekar mikið að naga mig að innan. Stundum hef ég kjarkinn til að tjá mig um hluti sem eru að angra mig frá öðrum og sem eru að hafa áhrif á mína bresti en stundum þegi ég líka og læt því miður hlutina naga mig að innan. Ég get stundum sagt nei, að sé ég ekki að treysta mér í eitthvað.

Ég á enn erfitt með að sjá mín eigin mistök og hluti sem hafa áhrif á aðra í kringum mig en ég sé þau ef mér er bent á þau og þá geri ég það sem þarf til að vinna úr þeim. En ef ég sé þau sjálf þá geri ég það sem þarf til að komast úr þeim óþægindum. Ef mistökin mín hafa áhrif á aðra að ástæðulausu þá biðst ég strax afsökunar og þá rólega bara til að létta af mér samviskubitið. Sama með brestina ef þeir koma upp og hafa áhrif á aðra af ástæðulausu. Áður gat ég það ekki nema undir áhrifum og þá með látum.

Ég er kannski ekki á góðum stað enn þá og er ekki enn orðin fullkomin með þessa edrúmennsku en ég er komin á betri stað samt en ég var. Ég hefði verið löngu fallin ef ég væri ein að þessu eða ekki kynnst þeirri hjálp sem ég sótti í í fyrstu.

Ég er búin að berjast við allskonar aðstæður sem hefðu geta leitt mig í fall eins og t.d. kynferðisleg áreitni, fjölskylduerjur, sambandsslit við fjölskyldumeðlimi, jafna mig eftir aðgerð vegna fyllerísmeiðsla og margt fleira. Þetta voru aðstæður sem ég hefði deyft með allskonar vímuefnum, en ég kaus að gera það ekki því það hefði leitt mig á mjög vondan stað eða jafnvel í gröfina. Þar sem ég er aðeins 32 ára, með engin börn né maka, enga almennilega menntun og margt fleira þá á ég allt of langan tíma eftir. Til að tækla svona aðstæður notaði ég það sem ég lærði í AA og leita líka til hjálpar og öryggi.

Samt á ég laaaangt í land og ég verð alltaf skíthrædd við þennan sjúkdóm á hverjum degi. Ég vonandi enda á því að eldast og deyja edrú. Alkóhólismi er alls ekki grín sjúkdómur að eiga við og hann er lúmskari og erfiðari en maður gerir sér grein fyrir. Að takast á við hluti og áföll edrú sem maður dílaði við undir áhrifum er ekki eins auðvelt og maður heldur. Ég geri mitt besta að taka bara einn dag í einu en á það til að gleyma því. Ég veit þó af því og geri mitt besta til að bakka aftur.

Ég í dag. Höfundur greinar: Sunja Gunnarsdóttir

Ég hef gert ýmsa hluti til að forðast fíkn og fall, þar á meðal að hætta að drekka drykki sem notaðir voru í blöndur eins og sprite og orkudrykki, farið eftir AA prógramminu, reynt að vera ekki með of mikið álag á mig. Því of mikið álag getur leitt til pirrings og pirringur getur leitt mig í fall. Ég hef samið ljóð og kvæði sem minna mig á þennan vonda heim, fundið mér áhugamál, farið út að labba með tónlist í eyrunum til að dreifa huganum og fleira. Ég hef líka eytt út myndum og myndböndum á Facebook, síma og tölvum sem minna mig á fylleríin hjá mér.

Eftir 6 mánuði edrú fór ég „all in“ í AA prógramminu í allavega eitt ár. Ég hætti að djamma, var mikið hjá vinum sem drekka nánast aldrei og þekkja til edrúmennskuþjónustaði AA samtökin, fór á allavega 5 fundi á viku og stundum fleiri. Ég fór stundum á tvo fundi yfir einn dag og á öðrum stöðum en heimadeildina mína, heyrði reglulega í AA félögum, las AA bækur og fleira sem fylgir því að halda sér edrú. Svo fór aðeins að dragast úr eins og með fundasókn og þjónustu, en hætti því samt aldrei alveg heldur meira fækkaði fundunum niður í 2-3. Ég hætti þjónustu og leyfði meiri nýliðum að komast inn í þann pakka, en ég hélt samt áfram að hafa samband við AA félaga.

Í dag er ég á þeim stað að ég get farið út á skemmtistaði svo lengi sem það er ekki of oft og þá meina ég hverja einustu helgi. Ég get verið innan um áfengi en ég hef eina reglu með það að gera og sú regla er þannig að ég held ekki á neinu áfengu og allra síst opnum ílátum með áfengi í. Ég get farið fyrir utan ríkið en ég verð í bílnum á meðan aðrir fara inn. Allt þetta get ég í dag svo lengi sem þetta er allt gert í hófi og ekki daglega eða hverja einustu helgi eins og ég gerði. Ég er meðvituð um þennan sjúkdóm og hvað hann gerir. Ég hef lært svo mikið á þessum rúmlega 3 árum sem hafa gjörsamlega breytt hugarástandinu hjá mér, hvernig ég get tæklað óþægilegar aðstæður og komist úr þeim. Þetta hefur sýnt mér hvernig ég get lifað heilbrigðu lífi án áfengis og án þess að búast við að lenda í gröfinni. Frekar byggt upp almennilega og góða framtíð og bætt upp þessi 17 ár sem fóru í algjört rugl. Ég sá þetta ekki þá, en ég sé þetta í dag að drekka sig í hel stjórnlaust er frekar mikið hættulegt. Að vera edrú og sjá aðra undir áhrifum og hvað þá stjórnlaus undir áhrifum ýtir svo miklu meira undir viljastyrkinn hjá mér að vilja vera edrú. Þegar aðrir horfa upp til manns, vilja vera edrú, kunna það ekki og þurfa hjálp ýtir einnig undir viljastyrkinn.

Í dag held ég áfram að fara á fundi og þá 2-3 í viku. Svo er ég nýfarin að taka að mér þjónustu í minni heimadeild aftur og les í AA bókinni, tala við AA fólk og sæki enn þá hjálp bara til að viðhalda edrúmennskunni því í dag skiptir hún mig ótrúlega miklu máli. Fyrir mig, fólkið í kringum mig og líka fólk sem þjáist af þessum stórhættulega sjúkdómi. Allt of margir hafa dáið af honum og ég er ekki tilbúin til þess og allra síst af þessum sjúkdómi.

Ég hélt að djamma og drekka, halda partý eða fara í partý hverja einustu helgi, jafnvel á virkum dögum, væri leið til að njóta lífsins og skemmta sér. En eftir að ég varð edrú og sé aðra feta í gömlu fótsporin mín þá sé ég að það er sko langt frá því að vera rétt.

Það að geta drukkið og haft stjórn á sjálfum sér, geta stoppað, geta haft stjórn á aðstæðum, haft vit á aðstæðum og geta bara gert hluti án þess að sé eitthvað vesen og jafnvel drukkið bara örfá skipti á ári eða bara SLEPPT ÞVÍ AÐ BYRJA AÐ DREKKA er eitthvað sem ég hefði vilja geta gert en það tókst ekki. Því tel ég mig vera alkóhólista sem er í dag óvirkur alkóhólisti

Hér er svo eitt af kvæðunum sem ég hef samið tengt þessu

Í 17 ár tók djöfullinn yfir.
Í 17 ár sá ég það ekki.
Í 17 ár var ég meðvirk honum.
Í 17 ár lifði ég í helvíti.

Áfengi, hvítt, grænt, gas, sveppir, pillur.
Allt lét mig liða vel.
Allt lét mig líka liða illa.
En það sá ég ekki.
Ég sá ekki vanlíðan fyrr en veggurinn varð reistur.

Ég lifði í ótta, kvíða, þunglyndi, reiði og meiru.
Brestirnir hræddu mig og aðra.
Ég rústaði sjálfri mér líkamlega.
Ég rústaði sjálfri mér andlega.
Líf mitt var nánast á enda.
Ég varð hrædd.
Ég varð stjórnlaus.

Veggurinn reis upp.
Ég bombaði á hann.
Ég leitaði hjálpar og byrjaði nýtt líf.
Er ég skrifa þetta þá er ég edrú.
1 ár, 1 mánuður og 14 dagar komnir.

Sé viljinn til staðar þá er þetta hægt.
Sé styrkurinn til staðar þá gengur þetta.
Sé tekin leiðsögn og henni farið eftir, þá sér maður að til er betra líf en neyslulíf og stöðug vanlíðan.

Maður snýr við blaðinu.
Maður sér það neikvæða og losar sig við það.
Maður sér það jákvæða og sýgur því í sig.
Maður hendir fortíðinni og sér framtíðina.
Maður lærir að stjórna brestunum.
Maður lærir að lifa í núinu.

Í dag hef ég öðlast nýtt líf.
Í dag horfi ég fram en ekki aftur.
Í dag er ég jákvæðari en ekki neikvæðari.
Í dag líður mér vel,
einnig öðrum í kringum mig.
Ég sé og finn að edrúlíf er betra en neyslulíf.

Ég er enn á lífi í dag og þakka ég vinum, fjölskyldu og AA fyrir það.
Þetta er hægt með vilja, styrk, leiðsögn og framkvæmdum
Eina klukkustund í einu
Einn dag í einu

Höfundur greinar: Sunja Gunnarsdóttir

Saga Dröfn var fullkomin mamma: „Þetta getur nú ekki verið svo erfitt“

Áður en Saga Dröfn Haraldsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn var hún fullkomin mamma. Barnið hennar mátti aldrei vera með hor, það átti alltaf að fara að sofa á réttum tíma, borða einungis hollan mat og sjónvarpið átti að vera spari. Einnig skildi barnið hennar alltaf vera vel greidd um hárið, í flottum fötum, vel til fara og að sjálfsögðu áttu heimilið alltaf að vera hreint og fínt. Ég hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo erfitt, bara skipta á bleyjum þegar þess þarf, gefa henni að borða og leika við hana, segir Saga í færslu sinni á Mæður.com Kjarnafjölskyldan Ég… Lesa meira

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturta“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist. Ég hef misst fóstur í tvö skipti, þessi tvö skipti voru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim, segir Guðlaug í einlægri færslu sinni á Amare. Þetta er ekki auðvelt, þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið. Þetta er barnið mitt, litla… Lesa meira

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið. Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum… Lesa meira

Aldís rakst á gífurlegan verðmun á barnadóti milli verslana: „Þetta hlýtur að vera eitthvað djók!“

Aldís Björk Óskarsdóttir var stödd í barnaversluninni Ólavía og Oliver á dögunum þegar hún rakst fyrir tilviljun á barnadót sem kostaði tæplega átta þúsund krónur. Það sem kom Aldísi svo mikið á óvart var að einungis nokkrum vikum áður hafði hún keypt sömu vöruna á 2500 krónur í Hagkaup. Ég rakst bara á þetta fyrir algjöra tilviljun, ég var að skoða göngugrind fyrir litlu stelpuna mína í Ólavíu og Oliver og ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað djók! segir Aldís í viðtali við Bleikt.is Aldís ákvað í kjölfarið að gera sér ferð í Hagkaup til þess að athuga hvort… Lesa meira

13 bráðfyndnar gamanmyndir á Netflix

Það bíða líklega langflestir Íslendingar eftir því að sólin hækki á lofti og vetur konungur láti sig hverfa af landi brott, enda hefur veturinn verið sérstaklega þungur undanfarnar vikur. Það er þó eitt hægt að gera til þess að stytta biðina og það er að koma sér vel fyrir í sófanum með eitthvað gott að narta í og kveikja sér á skemmtilegri gamanmynd. Bleikt tók saman lista af skemmtilegum gamanmyndum sem allar eru í sýningu á Netflix: Hot Fuzz Nick Angel er ekta „ofurlögga“ sem er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að… Lesa meira

Breytir myndum af börnunum sínum í ævintýri

Fjögurra barna faðir vildi taka skemmtilegar og öðruvísi myndir af börnunum sínum og fór því að leika sér að því að breyta umhverfinu með myndvinnsluforriti. John Wilhelm býr í Sviss með konu sinni og fjórum börnum. Faðir Wilhelms var mikill áhugaljósmyndari en sjálfum þótti honum ljósmyndun ekkert sérstök þegar hann var yngri. Það var svo ekki fyrr en Wilhelm fór á námskeið í myndvinnsluforritun og þrívíddarhönnun sem áhuginn kveiknaði fyrir alvöru. Bored Panda greinir frá því að Wilhelm hafi ákveðið að taka myndir af börnunum sínum og vinna þær öðruvísi heldur en venjulega. Útkoman er virkilega skemmtileg og auðvelt er… Lesa meira

Íris tók ákvörðun um að vera einstæð: „Þarna stóð ég, ein, ólétt og með bullandi höfnunartilfinningu“

Mig langar til þess að koma fram og tala um málefni sem kannski margir kannast við. Málefnið er sú ákvörðun sem ég þurfti að taka. Hvort ég vildi halda fóstrinu vitandi það að ég myndi verða einstæð og þurfa að ganga í gegnum allt saman ein. Ég var stödd í London þar sem ég bjó þegar ég fékk þann skell í andlitið að þurfa að ákveða framtíð mína á nokkrum dögum. Það var svo langt frá því að vera auðvelt eins og þær vita sem hafa verið í þeim sporum að þurfa að ákveða hvað gera skal. Það þarf að taka þá ákvörðun, þá í… Lesa meira