Fíknin drap næstum Sunju: „Það líður ekki sá dagur sem ég er ekki skíthrædd við þennan sjúkdóm“

Ótti, kvíði, hræðsla, þunglyndi, lélegt sjálfsálit, lélegt sjálfstraust, félagsfælni, ofsareiði, mikil gremja, sjálfsmorðshugsanir, sjálfsmorðstilraunir, sjálfsvorkunn, meðvirkni á mjög háu stigi, föðurmissir og margir aðrir veikleikar og brestir meðal annars út frá miklu einelti (líkamlegu og andlegu), kynferðislegri misnotkun og ofbeldi (líkamlegu og andlegu) og mörgu öðru. Deyfði þessu eða sleppti öllu út í allskonar vímuefni í 17 ár. Drap mig næstum á endanum.

Ég er núna edrú og búin að vera það í 3 ár og tæpan mánuð þegar ég skrifa þennan pistil, eða síðan 26. júlí 2014. Hver dagur telur og ég hefði ekki getað það án AA samtakanna og stuðninginn bæði í samtökunum og utan þeirra (hef aldrei farið í meðferð). Þetta er lengsti edrú tími hjá mér af tveimur.

Brestirnir koma upp enn þá og sama með fíknina en ég geri mitt besta til að vinna mig úr því eins og ég lærði eins fljótt og ég get og reyni að koma mér eins fljótt og ég get úr aðstæðum ef ég finn að ég sé í hættu, en fíknin eru orðin mjög lítil og fer minnkandi núna.

Áður en ég varð edrú. Höfundur greinar: Sunja Gunnarsdóttir

Ég er orðin rólegri í skapinu en það getur poppað upp svona annarsslagið en samt ekki eins mikið og áður. Meðvirknin er enn þá en hún er ekki eins slæm og áður en samt enn þá slæm og er frekar mikið að naga mig að innan. Stundum hef ég kjarkinn til að tjá mig um hluti sem eru að angra mig frá öðrum og sem eru að hafa áhrif á mína bresti en stundum þegi ég líka og læt því miður hlutina naga mig að innan. Ég get stundum sagt nei, að sé ég ekki að treysta mér í eitthvað.

Ég á enn erfitt með að sjá mín eigin mistök og hluti sem hafa áhrif á aðra í kringum mig en ég sé þau ef mér er bent á þau og þá geri ég það sem þarf til að vinna úr þeim. En ef ég sé þau sjálf þá geri ég það sem þarf til að komast úr þeim óþægindum. Ef mistökin mín hafa áhrif á aðra að ástæðulausu þá biðst ég strax afsökunar og þá rólega bara til að létta af mér samviskubitið. Sama með brestina ef þeir koma upp og hafa áhrif á aðra af ástæðulausu. Áður gat ég það ekki nema undir áhrifum og þá með látum.

Ég er kannski ekki á góðum stað enn þá og er ekki enn orðin fullkomin með þessa edrúmennsku en ég er komin á betri stað samt en ég var. Ég hefði verið löngu fallin ef ég væri ein að þessu eða ekki kynnst þeirri hjálp sem ég sótti í í fyrstu.

Ég er búin að berjast við allskonar aðstæður sem hefðu geta leitt mig í fall eins og t.d. kynferðisleg áreitni, fjölskylduerjur, sambandsslit við fjölskyldumeðlimi, jafna mig eftir aðgerð vegna fyllerísmeiðsla og margt fleira. Þetta voru aðstæður sem ég hefði deyft með allskonar vímuefnum, en ég kaus að gera það ekki því það hefði leitt mig á mjög vondan stað eða jafnvel í gröfina. Þar sem ég er aðeins 32 ára, með engin börn né maka, enga almennilega menntun og margt fleira þá á ég allt of langan tíma eftir. Til að tækla svona aðstæður notaði ég það sem ég lærði í AA og leita líka til hjálpar og öryggi.

Samt á ég laaaangt í land og ég verð alltaf skíthrædd við þennan sjúkdóm á hverjum degi. Ég vonandi enda á því að eldast og deyja edrú. Alkóhólismi er alls ekki grín sjúkdómur að eiga við og hann er lúmskari og erfiðari en maður gerir sér grein fyrir. Að takast á við hluti og áföll edrú sem maður dílaði við undir áhrifum er ekki eins auðvelt og maður heldur. Ég geri mitt besta að taka bara einn dag í einu en á það til að gleyma því. Ég veit þó af því og geri mitt besta til að bakka aftur.

Ég í dag. Höfundur greinar: Sunja Gunnarsdóttir

Ég hef gert ýmsa hluti til að forðast fíkn og fall, þar á meðal að hætta að drekka drykki sem notaðir voru í blöndur eins og sprite og orkudrykki, farið eftir AA prógramminu, reynt að vera ekki með of mikið álag á mig. Því of mikið álag getur leitt til pirrings og pirringur getur leitt mig í fall. Ég hef samið ljóð og kvæði sem minna mig á þennan vonda heim, fundið mér áhugamál, farið út að labba með tónlist í eyrunum til að dreifa huganum og fleira. Ég hef líka eytt út myndum og myndböndum á Facebook, síma og tölvum sem minna mig á fylleríin hjá mér.

Eftir 6 mánuði edrú fór ég „all in“ í AA prógramminu í allavega eitt ár. Ég hætti að djamma, var mikið hjá vinum sem drekka nánast aldrei og þekkja til edrúmennskuþjónustaði AA samtökin, fór á allavega 5 fundi á viku og stundum fleiri. Ég fór stundum á tvo fundi yfir einn dag og á öðrum stöðum en heimadeildina mína, heyrði reglulega í AA félögum, las AA bækur og fleira sem fylgir því að halda sér edrú. Svo fór aðeins að dragast úr eins og með fundasókn og þjónustu, en hætti því samt aldrei alveg heldur meira fækkaði fundunum niður í 2-3. Ég hætti þjónustu og leyfði meiri nýliðum að komast inn í þann pakka, en ég hélt samt áfram að hafa samband við AA félaga.

Í dag er ég á þeim stað að ég get farið út á skemmtistaði svo lengi sem það er ekki of oft og þá meina ég hverja einustu helgi. Ég get verið innan um áfengi en ég hef eina reglu með það að gera og sú regla er þannig að ég held ekki á neinu áfengu og allra síst opnum ílátum með áfengi í. Ég get farið fyrir utan ríkið en ég verð í bílnum á meðan aðrir fara inn. Allt þetta get ég í dag svo lengi sem þetta er allt gert í hófi og ekki daglega eða hverja einustu helgi eins og ég gerði. Ég er meðvituð um þennan sjúkdóm og hvað hann gerir. Ég hef lært svo mikið á þessum rúmlega 3 árum sem hafa gjörsamlega breytt hugarástandinu hjá mér, hvernig ég get tæklað óþægilegar aðstæður og komist úr þeim. Þetta hefur sýnt mér hvernig ég get lifað heilbrigðu lífi án áfengis og án þess að búast við að lenda í gröfinni. Frekar byggt upp almennilega og góða framtíð og bætt upp þessi 17 ár sem fóru í algjört rugl. Ég sá þetta ekki þá, en ég sé þetta í dag að drekka sig í hel stjórnlaust er frekar mikið hættulegt. Að vera edrú og sjá aðra undir áhrifum og hvað þá stjórnlaus undir áhrifum ýtir svo miklu meira undir viljastyrkinn hjá mér að vilja vera edrú. Þegar aðrir horfa upp til manns, vilja vera edrú, kunna það ekki og þurfa hjálp ýtir einnig undir viljastyrkinn.

Í dag held ég áfram að fara á fundi og þá 2-3 í viku. Svo er ég nýfarin að taka að mér þjónustu í minni heimadeild aftur og les í AA bókinni, tala við AA fólk og sæki enn þá hjálp bara til að viðhalda edrúmennskunni því í dag skiptir hún mig ótrúlega miklu máli. Fyrir mig, fólkið í kringum mig og líka fólk sem þjáist af þessum stórhættulega sjúkdómi. Allt of margir hafa dáið af honum og ég er ekki tilbúin til þess og allra síst af þessum sjúkdómi.

Ég hélt að djamma og drekka, halda partý eða fara í partý hverja einustu helgi, jafnvel á virkum dögum, væri leið til að njóta lífsins og skemmta sér. En eftir að ég varð edrú og sé aðra feta í gömlu fótsporin mín þá sé ég að það er sko langt frá því að vera rétt.

Það að geta drukkið og haft stjórn á sjálfum sér, geta stoppað, geta haft stjórn á aðstæðum, haft vit á aðstæðum og geta bara gert hluti án þess að sé eitthvað vesen og jafnvel drukkið bara örfá skipti á ári eða bara SLEPPT ÞVÍ AÐ BYRJA AÐ DREKKA er eitthvað sem ég hefði vilja geta gert en það tókst ekki. Því tel ég mig vera alkóhólista sem er í dag óvirkur alkóhólisti

Hér er svo eitt af kvæðunum sem ég hef samið tengt þessu

Í 17 ár tók djöfullinn yfir.
Í 17 ár sá ég það ekki.
Í 17 ár var ég meðvirk honum.
Í 17 ár lifði ég í helvíti.

Áfengi, hvítt, grænt, gas, sveppir, pillur.
Allt lét mig liða vel.
Allt lét mig líka liða illa.
En það sá ég ekki.
Ég sá ekki vanlíðan fyrr en veggurinn varð reistur.

Ég lifði í ótta, kvíða, þunglyndi, reiði og meiru.
Brestirnir hræddu mig og aðra.
Ég rústaði sjálfri mér líkamlega.
Ég rústaði sjálfri mér andlega.
Líf mitt var nánast á enda.
Ég varð hrædd.
Ég varð stjórnlaus.

Veggurinn reis upp.
Ég bombaði á hann.
Ég leitaði hjálpar og byrjaði nýtt líf.
Er ég skrifa þetta þá er ég edrú.
1 ár, 1 mánuður og 14 dagar komnir.

Sé viljinn til staðar þá er þetta hægt.
Sé styrkurinn til staðar þá gengur þetta.
Sé tekin leiðsögn og henni farið eftir, þá sér maður að til er betra líf en neyslulíf og stöðug vanlíðan.

Maður snýr við blaðinu.
Maður sér það neikvæða og losar sig við það.
Maður sér það jákvæða og sýgur því í sig.
Maður hendir fortíðinni og sér framtíðina.
Maður lærir að stjórna brestunum.
Maður lærir að lifa í núinu.

Í dag hef ég öðlast nýtt líf.
Í dag horfi ég fram en ekki aftur.
Í dag er ég jákvæðari en ekki neikvæðari.
Í dag líður mér vel,
einnig öðrum í kringum mig.
Ég sé og finn að edrúlíf er betra en neyslulíf.

Ég er enn á lífi í dag og þakka ég vinum, fjölskyldu og AA fyrir það.
Þetta er hægt með vilja, styrk, leiðsögn og framkvæmdum
Eina klukkustund í einu
Einn dag í einu

Höfundur greinar: Sunja Gunnarsdóttir

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira