„Fyrir nokkrum árum gekk ég í gegnum endalausar sjálfsvígshugleiðingar“ – 13 Reasons Why varð kveikja að frásögn

Undanfarnar vikur hafa verið miklar umræður um þáttaröðina 13 Reasons Why. Fyrir ykkur sem ekki hafið séð þættina eða lesið bókina fjalla þeir um unglingsstúlku að nafni Hannah Baker sem fremur sjálfsvíg en skilur eftir sig upptökur á spólu. Í þeim upptökum gefur hún þrettán ástæður fyrir sjalfsvígi sínu, tengdar þrettán aðilum sem áttu þar í hlut.

Hannah Baker úr þáttunum 13 Reasons Why

Drengur að nafni Clay er meðal þeirra sem fær upptökurnar og gerast þættirnir í kringum hann. Þættirnir sýna mismunandi hliðar mismunandi aðila í sömu aðstæðum. Þeir sýna hvað „litlir hlutir” geta þýtt mikið fyrir suma. Ég er samt alls ekki að segja að það sem Hannah gekk í gegnum sé lítið! Alls ekki, en margir sjá það sem svo og þess vegna skrifa ég þessa grein í dag.


„Fyrir nokkrum árum gekk ég í gegnum endalausar sjálfsvígshugleiðingar. Ég var með lítið sem ekkert sjálfstraust, átti mjög fáa vini, fannst ég hafa enga hæfileika, fannst ég tilgangslaus, fannst ég ljót – fann mér fáar ástæður fyrir eigin tilveru.

Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að drepa mig. Ég var búin að skrifa sjálfsvígsmiðann. Ég bara gat ekki horft í augun á mömmu minni, ömmu minni, pabba mínum, vitandi að á morgun fengju þau versta símtal sem þau myndu nokkurn tíma fá. Ég bara gat það ekki. Og hérna er ég í dag.

Sjáið til, ég ætlaði að taka það skýrt fram í sjálfsvígsmiðanum að það var ein manneskja sem átti risastóran hlut í ákvörðun minni. Ég var meira en tilbúin til að eyðileggja líf hennar þar sem hún eyðilagði mitt. Hún gerði mér samt ekkert sérstakt. Það voru þessir endalausu „litlu” hlutir; bjóða mér ekki í afmælið sitt, segjast vera upptekin þegar ég spurði eftir henni (sá hana svo úti á skólalóð með krökkunum), vera vinkona mín einn daginn og líta svo ekki við mér þann næsta, taka þessar fáu vinkonur sem ég átti af mér, og svo endalaust fleira. Ég, með mitt litla sjálfstraust, sá nógu margar ástæður til að dvelja ekki hérna lengur.

Ég hef ekki deilt þessu með mörgum, ég kýs líka ekki að gera það því ég reyni að dvelja eins lítið í fortíðinni og ég get, þó það reynist fremur erfitt. En, að ganga um ganga skólans, að skrolla í gegnum internetið, að sitja fyrir aftan fólk í strætó, og hlusta á fólk endalaust vera að tala um þessa þætti og hvað Hannah var „dramatísk” virkilega kveikir í mér!

Fólk hefur búið til svokölluð memes á netinu til að gera grín að því hvað Hannah var dramatísk, hvernig hún kenndi öðrum um sjálfsvíg sitt, hvað hún vildi mikla athygli. Ég segi bara nei!

Gerið það, elsku fólk, reynið að setja ykkur í spor annarra. Að mínu mati er boðskapur þáttanna að sýna hvað hlutir geta haft mismikil áhrif á fólk, ekki túlka það sem svo að ein stúlka sé dramatísk, nei, reyndur frekar að sjá hvernig hlutirnir hafa önnur áhrif á hana.


Ég gat ekki klárað þættina, ég var farin að gráta mig í svefn yfir þeim því ég tengdi svo mikið við Hönnuh og gat ekki hætta að hugsa um það sem gæti hafa orðið. Ég fór að finna til mun dýpri haturs gagnvart gamla skólanum mínum og þessari einu manneskju sem hafði verstu áhrifin á mig. Á meðan hlusta ég á ykkur gera grín að þáttunum því þið hafið ekki gengið í gegnum þetta og teljið þetta vera óraunverulegt.

Nei, elskurnar mínar.

  • Bekkjarsystirin sem situr hlæjandi hjá vinahópnum sínum dreymdi um að fremja sjálfsvíg til að koma sér úr prísund lífsins.
  • Strákurinn sem hélt partýið á föstudaginn er að ganga í gegnum sjálfsvígshugleiðingat því honum var nauðgað fyrir nokkrum mánuðum.
  • Frænka þín er að ganga í gegnum þetta því hún er með djúpt þunglyndi.

Þetta er svo nálægt okkur. Við vitum það bara ekki fyrr en það er orðið alltof, alltof seint.

Það sem Hannah gekk í gegnum var ekki lítið, hún var ekki dramatísk, hún var ekki bara að kenna öðrum um, hún var ekki athyglissjúk. Hún var ekki vond! Hún átti erfitt og fann ekki festu í lífinu, eins og svo margir í kringum þig…
Ég vona að þessi grein hafi aðeins víkkað sjónarhorn þitt. Ég vona að þessi grein hafi sýnt þér að þú ert ekki ein/n að ganga í gegnum þetta og að einhver skilji þig.

Ég vona að þú passir hvað þú segir og gerir


Höfundur greinar óskar nafnleyndar

Foreigner í fyrsta sinn á Íslandi

Risasveitin Foreigner mun heimsækja Ísland í fyrsta sinn og taka tónleika í Laugardalshöll föstudagskvöldið 18. maí 2018. Foreigner þarf vart að kynna fyrir almenningi, en hljómsveitin hefur selt yfir 75 milljón platna í gegnum feril sinn sem nær yfir 40 ára tímabil, og fagnar þeim áfanga nú á tónleikaferðalagi um heiminn. Það má því búast við frábærri upplifun þegar sveitin tekur öll sín bestu lög í Laugardalshöll. Hljómsveitin hefur verið álitin ein vinsælasta rokkhljómsveit heims og mun koma beint frá The Royal Albert Hall í Bretlandi og ættu Íslendingar því að fá sveitina í toppformi í Laugardalshöllinni en sveitin hefur… Lesa meira

Kendall Jenner leikur í nýju myndbandi Fergie

Á föstudag gaf Fergie út plötuna Double Dutchess, sem er önnur stúdíóplata hennar, en í fyrra kom Dutchess út. Á fimmtudag kom út myndband við lagið Enchanté (Carine). Með Fergie í laginu syngur sonur hennar, Axl Jack sem er fjögurra ára og hann hljómar ekki aðeins dásamlega, heldur syngur hann bæði á ensku og frönsku. Kendall Jenner leikur síðan í myndbandinu og Fergie sjálf sést ekkert þar. https://www.youtube.com/watch?v=pMZAhWZxdGI   Lesa meira

Snyrtistofan á Garðatorgi stækkar við sig

Erna Gísla­dótt­ir eig­andi Snyrti­stof­unn­ar á Garðatorgi og annað starfsfólk stofunnar hélt partý í vikunni í til­efni af stækk­un stof­unn­ar. Aðstaðan fyrir viðskiptavini og starfsfólk hefur verið bætt og því hægt að láta dekra við sig í nýrri og endurbættri snyrtistofu. Boðið var upp á létt­ar veit­ing­ar, tilboð og kaupauka. Fjöldinn allur af góðum gestum mætti og fagnaði með Ernu og starfsfólki hennar.   Lesa meira

Feðgin bresta í söng á bílarúnti

Cole LaBrant er þekkt stjarna á Youtube og milljónir horfa á myndbönd hans á Cole&Say. En myndbandið sem hann tók upp með stjúpdóttur sinni, Everleigh fjögurra ára, sprengir krúttskalann í bílarúntmyndböndum. https://www.youtube.com/watch?v=Jmjuu_jGeg0   Lesa meira

Klæðir kisur eins og Taylor Swift

Jessica katta- og Taylor Swift aðdáandi sem búsett er í Oregon í Bandaríkjunum, tók sig til á dögunum og klæddi kettlingana sem hún er með í fóstri upp og vöktu myndirnar mikla athygli og aðdáun á Instagram. Jessica klæddi kettlingana í samsvarandi búninga og Swift klæðist í myndbandi lagsins Look What You Made Me Do. Jessica var að vonum hæstánægð með móttökurnar sem myndirnar fengu og skrifaði á Instagram: „Þetta er frábært. Ég er svo glöð og spennt og ég vona að Taylor sjái þessi krútt. Ég vona líka að kettlingarnir fái góð heimili til frambúðar. Þakka ykkur fyrir.“ Swift… Lesa meira

Íris skrifar um fæðingarþunglyndi – Engin glansmynd

Íris Bachmann er með bloggsíðuna irisbachmann.com. Nýlega skrifaði hún grein um eigin reynslu af fæðingarþunglyndi, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta. „Vinkona mín Karitas Harpa byrjaði með myllumerkið #enginglansmynd á síðustu dögum og það var það sem hvatti mig til þess að segja mína sögu,“ segir Íris. „Mig langaði að taka þàtt í þessari herferð hjá henni og hefur fólk almennt tekið þátt með að senda Karitas myndir með #enginglansmynd.“ Reynslu Írisar má lesa hér fyrir neðan og við hvetjum þá sem vilja taka þátt að nota myllumerkið og/eða senda Karitas myndir á netfangið karitasharpa@gmail.com. Einnig má senda Írisi… Lesa meira

12 ára búktalari vinnur America´s Got Talent

Hin 12 ára gamla Darci Lynne, búktalarinn sem heillaði bæði dómara og áhorfendur, vann tólftu seríu America´s Got Talent á miðvikudag. Sigurinn skilar henni 1 milljón dala í verðlaunafé og sýningum í Las Vegas. Í áheyrnarprufu hennar í júní síðastliðnum valdi einn dómara, Mel B., að ýta á gullhnappinn sem skilaði Lynne beint í úrslit þáttanna. https://www.youtube.com/watch?v=paIYpech9pY Og hér má sjá atriðið sem skilaði Lynne sigri. https://www.youtube.com/watch?v=8ropWor8aAM https://www.youtube.com/watch?v=uP4skab_zx4   Lesa meira

Meðlimir Right Said Fred taka upp blöndu af eigin lagi og lagi Taylor Swift

Taylor Swift gaf út fyrsta lag sitt, Look What You Made Me Do, af væntanlegri plötu þann 24. ágúst síðastliðinn. Lagið sló rækilega í gegn, en einhverjum fannst takturinn líkjast lagi Right Said Fred, I´m Too Sexy, frá árinu 1992. Sem er vissulega rétt því Swift notaði hluta af lagi þeirra í sínu og með tvíti þökkuðu meðlimir Right Said Fred henni fyrir að hafa endurskapað lag þeirra.   Meðlimir Right Said Fred hafa nú gefið út blöndu af lögunum. „Við vorum í stúdíóinu með nýjan trommara og bassaleikara og vorum bara að prófa nýjar hugmyndir og nýja takta,“ segir Fred… Lesa meira

Pennywise að dansa er mögulega það besta á netinu í dag

Kvikmyndin It eftir sögu Stephen King hefur slegið í gegn um allan heim og eru flestir á því að hér sé um góða hryllingsmynd að ræða. Í einu atriði myndarinnar má sjá trúðinn Pennywise dansa fyrir Beverly og nú hefur einhver húmoristinn útbúið aðgang á Twitter þar sem notendur hafa sett inn myndskeiðin í nýjum búningum. Einhvern veginn er trúðurinn ekki lengur hræðilegur.   https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907716659359690753 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/910974535209496576 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907750193738723329 Í júní síðastliðnum tvítaði Stephen King um að ef hann þyrfti að hlusta bara á eitt lag það sem eftir væri þá yrði það lag Mambo5 og auðvitað var því tvíti svarað núna með… Lesa meira

Ellý heldur sýningu, selur allt og flytur til Slóvakíu

Söngkonan Elínborg Halldórsdóttir, eða Ellý í Q4U eins og hún er best þekkt, hefur búið á Akranesi í 15 ár. Síðustu níu ár hefur hún búið í húsi að Skólabraut, þar sem hún var búin að hreiðra vel um sig og dætur sínar, en núna hyggst hún breyta um stefnu í lífinu og flytja til Slóvakíu. Lesa meira

Tveggja ára prófar snyrtivörulínu Rihönnu

Samia er aðeins tveggja ára, en þrátt fyrir það er hún með 114 þúsund fylgjendur á Instagram. í nýjasta myndbandinu prófar hún Fenty snyrtivörulínu Rihönnu og hefur það slegið í gegn sökum krúttheita, Rihanna sjálf hefur sagt að það myndbandið sé uppáhalds förðunarmyndbandið með snyrtivörulínu hennar. https://www.youtube.com/watch?v=cXe5Xrg_hCw   Rihanna póstaði myndbandinu meira að segja aftur á eigið Instagram. Samia á ekki langt að sækja áhugann á athyglinni, Instagram og fylgjendum (þó að hún viti kannski ekkert enn þá hvað neitt af þessu er), en móðir hennar, LaToya Forever gerði sitt eigið myndband fyrir sína 1,3 milljón fylgjendur. https://www.youtube.com/watch?v=VAyDE-It8zo Lesa meira