„Fyrir nokkrum árum gekk ég í gegnum endalausar sjálfsvígshugleiðingar“ – 13 Reasons Why varð kveikja að frásögn

Undanfarnar vikur hafa verið miklar umræður um þáttaröðina 13 Reasons Why. Fyrir ykkur sem ekki hafið séð þættina eða lesið bókina fjalla þeir um unglingsstúlku að nafni Hannah Baker sem fremur sjálfsvíg en skilur eftir sig upptökur á spólu. Í þeim upptökum gefur hún þrettán ástæður fyrir sjalfsvígi sínu, tengdar þrettán aðilum sem áttu þar í hlut.

Hannah Baker úr þáttunum 13 Reasons Why

Drengur að nafni Clay er meðal þeirra sem fær upptökurnar og gerast þættirnir í kringum hann. Þættirnir sýna mismunandi hliðar mismunandi aðila í sömu aðstæðum. Þeir sýna hvað „litlir hlutir” geta þýtt mikið fyrir suma. Ég er samt alls ekki að segja að það sem Hannah gekk í gegnum sé lítið! Alls ekki, en margir sjá það sem svo og þess vegna skrifa ég þessa grein í dag.


„Fyrir nokkrum árum gekk ég í gegnum endalausar sjálfsvígshugleiðingar. Ég var með lítið sem ekkert sjálfstraust, átti mjög fáa vini, fannst ég hafa enga hæfileika, fannst ég tilgangslaus, fannst ég ljót – fann mér fáar ástæður fyrir eigin tilveru.

Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að drepa mig. Ég var búin að skrifa sjálfsvígsmiðann. Ég bara gat ekki horft í augun á mömmu minni, ömmu minni, pabba mínum, vitandi að á morgun fengju þau versta símtal sem þau myndu nokkurn tíma fá. Ég bara gat það ekki. Og hérna er ég í dag.

Sjáið til, ég ætlaði að taka það skýrt fram í sjálfsvígsmiðanum að það var ein manneskja sem átti risastóran hlut í ákvörðun minni. Ég var meira en tilbúin til að eyðileggja líf hennar þar sem hún eyðilagði mitt. Hún gerði mér samt ekkert sérstakt. Það voru þessir endalausu „litlu” hlutir; bjóða mér ekki í afmælið sitt, segjast vera upptekin þegar ég spurði eftir henni (sá hana svo úti á skólalóð með krökkunum), vera vinkona mín einn daginn og líta svo ekki við mér þann næsta, taka þessar fáu vinkonur sem ég átti af mér, og svo endalaust fleira. Ég, með mitt litla sjálfstraust, sá nógu margar ástæður til að dvelja ekki hérna lengur.

Ég hef ekki deilt þessu með mörgum, ég kýs líka ekki að gera það því ég reyni að dvelja eins lítið í fortíðinni og ég get, þó það reynist fremur erfitt. En, að ganga um ganga skólans, að skrolla í gegnum internetið, að sitja fyrir aftan fólk í strætó, og hlusta á fólk endalaust vera að tala um þessa þætti og hvað Hannah var „dramatísk” virkilega kveikir í mér!

Fólk hefur búið til svokölluð memes á netinu til að gera grín að því hvað Hannah var dramatísk, hvernig hún kenndi öðrum um sjálfsvíg sitt, hvað hún vildi mikla athygli. Ég segi bara nei!

Gerið það, elsku fólk, reynið að setja ykkur í spor annarra. Að mínu mati er boðskapur þáttanna að sýna hvað hlutir geta haft mismikil áhrif á fólk, ekki túlka það sem svo að ein stúlka sé dramatísk, nei, reyndur frekar að sjá hvernig hlutirnir hafa önnur áhrif á hana.


Ég gat ekki klárað þættina, ég var farin að gráta mig í svefn yfir þeim því ég tengdi svo mikið við Hönnuh og gat ekki hætta að hugsa um það sem gæti hafa orðið. Ég fór að finna til mun dýpri haturs gagnvart gamla skólanum mínum og þessari einu manneskju sem hafði verstu áhrifin á mig. Á meðan hlusta ég á ykkur gera grín að þáttunum því þið hafið ekki gengið í gegnum þetta og teljið þetta vera óraunverulegt.

Nei, elskurnar mínar.

  • Bekkjarsystirin sem situr hlæjandi hjá vinahópnum sínum dreymdi um að fremja sjálfsvíg til að koma sér úr prísund lífsins.
  • Strákurinn sem hélt partýið á föstudaginn er að ganga í gegnum sjálfsvígshugleiðingat því honum var nauðgað fyrir nokkrum mánuðum.
  • Frænka þín er að ganga í gegnum þetta því hún er með djúpt þunglyndi.

Þetta er svo nálægt okkur. Við vitum það bara ekki fyrr en það er orðið alltof, alltof seint.

Það sem Hannah gekk í gegnum var ekki lítið, hún var ekki dramatísk, hún var ekki bara að kenna öðrum um, hún var ekki athyglissjúk. Hún var ekki vond! Hún átti erfitt og fann ekki festu í lífinu, eins og svo margir í kringum þig…
Ég vona að þessi grein hafi aðeins víkkað sjónarhorn þitt. Ég vona að þessi grein hafi sýnt þér að þú ert ekki ein/n að ganga í gegnum þetta og að einhver skilji þig.

Ég vona að þú passir hvað þú segir og gerir


Höfundur greinar óskar nafnleyndar

Ristaðar möndlur með hvítu súkkulaði og lakkrísdufti

Ég bragðaði um daginn trylltar möndlur með lakkrísdufti sem ég hreinlega gat ekki lagt frá mér fyrr en þær voru búnar. Mig langaði að kanna hvort ég gæti ekki bara gert svona sjálf og fór að prufa mig áfram. Til að gera langa sögu stutta að þá er þessi uppskrift með möndlum, hvítu súkkulaði og lakkrísdufti alveg frábær. Ristaðar möndlur með súkkulaði og lakkrísdufti 200 g möndlur 200 g hvítt súkkulaði 1/2 msk kakó 1/2 msk lakkrísduft, t.d. frá Johan Bulow Ristið möndlurnar í 180°c heitum ofni í um 10 mínútur. Takið úr ofninum og kælið. Blandið kakó og lakkrísdufti… Lesa meira

Quesadillas með nautahakki og bræddum osti

Einfaldur kvöldmatur eins og hann gerist bestur með þessari mexíkósku quesadillas uppskrift.  Þó uppskriftin sé einföld kemur bragðið skemmtilega á óvart. Njótið vel! Quesadillas með nautahakki og bræddum osti 500 g nautahakk 1/2 bolli refried baunir 1 dós (4oz) græn chilli 1/2 tsk oregano 1/2 tsk cumin (ekki kúmen) 2 tsk chiliduft 1/2 tsk salt 4 tortillur smjör 2 bollar rifinn ostur Steikið nautahakk á pönnu við meðalhita þar til það er ekki lengur bleikt. Hellið allri fitu af. Bætið baunum, chilí og kryddum saman viði. Steikið í um 3 mínútur í viðbót. Takið af pönnunni. Smyrjið tortillu með smjöri… Lesa meira

Einn af þessum hlutum er ekki eins og hinir – Annar hluti

Hér kemur annar hluti af „Einn af þessum hlutum er ekki eins og hinir“ þar sem, eins og nafnið gefur til kynna, einn hlutur á myndinni er ekki eins og hinir hlutirnir! Athugaðu hvort þú sérð hvaða hlutur sker sig úr á myndunum hér fyrir neðan. Bored Panda tók saman. Sjá einnig: Einn af þessum hlutum er ekki eins og hinir - Fyrsti hluti #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 #20 Lesa meira

„Ég er þakklát fyrir að hafa barist á móti öllum þeim sem kölluðu mig aumingja“

Ég er menntskælingur sem finnur að það er eitthvað í hjarta mínu sem knýr mig til að gefa mér tíma til að setjast niður og skrifa. Í kjölfar límmiðaumræðu Þórunnar Antoníu og annarra byltinga er varða kynferðisofbeldi eykst umtalið í samfélaginu, sem ég tel vera gott. Það er þó eitt sem mér finnst vanta í umræðuna. Við erum flest sammála um að ábyrgðin liggur hjá geranda þegar um ofbeldi er að ræða. Hvort sem ofbeldið er kynferðislegt, fjárhagslegt, líkamlegt eða andlegt. Það sem mér finnst vanta er hvatning og stuðningur við þolendur ofbeldis til að skila skömminni sem fylgir ofbeldi til síns… Lesa meira

Hann hefur sofið með fleiri stjörnum en nokkur annar

Average Rob hefur sofið með fleiri stjörnum en nokkur annar! Eða svona næstum því. Rob notar Photoshop til að setja sig sofandi inn á myndir með stjörnum eins og Taylor Swift, Barack Obama og Eminem. Hann hefur svo sannarlega látið drauminn rætast. #1 Þreyttur í lestinni með Barack Obama #2 Örugglega gott að kúra á öxlinni á David Beckham #3 Eminem góður við hann #4 Sofandi með North og Kanye West #5 Margot Robbie hress umvafin hvolpaást, og þessum sofandi gaur #6 Mila Kunis teiknaði á hann meðan hann var sofandi #7 Belgian Red Devils #8 Ryan Reynolds með pósurnar… Lesa meira

Hún sagði vinkonu frá kynferðislegri áreitni – „Áður en ég vissi af var hún farin að ausa yfir mig skömmum“

Femíníska vefritið Knuz birti í dag magnaða grein sem fjallar um þolendaskömm. Greinina ritar kona sem kýs að njóta nafnleyndar - en þar segir hún frá hörðum viðbrögðum vinkonu sinnar sem hún trúði fyrir atviki sem olli henni mikilli vanlíðan og snerist um grófa kynferðislega áreitni sameiginlegs vinar þeirra. Við fengum góðfúslegt leyfi ritstjórna knúzsins til að birta þessa mikilvægu grein: Ég hef ákveðið að skrifa um þolendaskömm, atvik sem ég lenti sjálf í og hvað gerðist þegar ég loksins þorði að segja vinkonu minni frá þessu. Eftir að hafa upplifað harkaleg viðbrögð vinkonu minnar, þá sá ég að ég… Lesa meira

„Geimverujóga“ er nýtt trend á Instagram – Frekar óhugnanlegt

Ef það sem hræðir þig mest við jóga er að prumpa óvart þegar þú ert að skipta um erfiðar stellingar þá hefur þú ekki séð geimverujóga. Harðkjarna jógafólk getur gert ýmislegt við líkamann sinn sem er frekar óhugnanlegt. Upphaflega kallast þessi tegund af jóga „Nauli,“ en hefur verið kallað „Alien Yoga“ samkvæmt Independent. Þessi aldagamla jóga hreyfing, sem er nú vinsælt trend á Instagram, snýst í grunninn um að anda alveg út áður en þú „einangrar kviðinn“ og sýgur hann svo undir rifbeinin. Þegar þú sérð hreyfinguna þá áttu eftir að átta þig á af hverju þetta er kallað geimverujóga. https://www.instagram.com/p/BSb6nMkDLnY/… Lesa meira

Þrjár unglingsstelpur skipa hljómsveitina MíóTríó sem var að gefa út skemmtilegan sumarsmell – Myndband

Þrjár stelpur á aldrinum þrettán til fimmtán ára skipa hljómsveitina MíóTríó frá Hveragerði. Þær eru Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Hrafnhildur Birna Hallgrímsdóttir. MíóTríó var að gefa frá sér myndband við eldhressan og skemmtilegan sumarsmell. Ef þetta kemur þér ekki í sumarskap þá veit ég ekki hvað gerir það! Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Það verður spennandi að sjá hvað kemur næst frá þessum ótrúlega hæfileikaríku stelpum! Hér getur þú fylgst með MíóTríó á Facebook. Lesa meira

Fíflasíróp Jóns Yngva – Frábært á pönnukökurnar!

Bókin Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta kom út á dögunum. Bókinni lýsir höfundurinn, Jón Yngvi Jóhannsson, sem matreiðslubók fyrir ráðvillta foreldra, vanafasta heimiliskokka, fátæka námsmenn og alla aðra sem ættu að borða meira grænmeti. Jón Yngvi heldur úti skemmtilegri facebook síðu sem tengist bókinni - en þar birtir hann reglulega uppskriftir og góð ráð sem hefðu getað ratað í bókina en gerðu það ekki. Þar á meðal er þessi frábæra uppskrift að fíflasírópi sem hann var svo huggulegur að leyfa okkur að birta hér fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel og gleðilegt sumar! Vegna fjölda (ja, að minnsta kosti tveggja)… Lesa meira

Scott Disick og Bella Thorne kela í sólinni í Frakklandi: „Hann fór klárlega með henni til að pirra Kourtney“

Scott Disick barnsfaðir og fyrrverandi kærasti Kourtney Kardashian sást eiga notalegar stundir með raunveruleikastjörnunni og leikkonunni Bellu Thorne. Þau fóru saman til Frakklands vegna Cannes kvikmyndahátíðinnar og sást til þeirra hafa gaman í sólinni á miðvikudaginn. Þau voru við sundlaugina að hlusta á tónlist, kyssast og fá sér vín. „Þau voru að hlæja og skemmta sér,“ sagði heimildarmaður E! News. „Þau eyddu öllum deginum að kúra saman og reyna við hvort annað. Þau kysstust nokkrum sinnum og á einum tímapunkti lá Bella ofan á Scott og hann strauk henni um hárið. Þegar Scott fékk FaceTime símtal þá var Bella að… Lesa meira