Gigt í fótum – Nokkrar reglur

Þó svo að gigt geti verið mjög hamlandi fyrir fólk, þá er hægt að bæta líðan allra gigtveikra. Þessar upplýsingar hér eru ætlaðar til þess að sýna fólki hvernig á að lina verki í fótum og halda getunni til göngu og hreyfingar, þrátt fyrir gigt.

Að búa við breytingar

Fólk sem er með gigt finnur óhjákvæmilega fyrir því hvernig líkaminn breytist, og oftast til hins verra. Enn sem komið er hefur engin lækning fundist, en það er hægt að reyna að hafa stjórn á gigtinni svo að gigtin taki ekki stjórnina af þér.

Hægt er að fyrirbyggja vandamál með hjálp sérfræðinga, fræðslu og með því að hugsa vel um sjálfan sig og þannig bæta líf nær allra þeirra sem þjást af gigt.

Mynd/Doktor.is

Bólgur í liðum

Til þess að skilja betur hvernig hægt er að lifa og starfa með gigt, er nauðsynlegt að vita nokkur grunnatriði. Gigt er af yfir 100 mismunandi tegundum sem allar hafa, á einhvern hátt, áhrif á einn eða fleiri liði í líkamanum. Liður er þar sem tvö bein koma saman og hreyfing getur átt sér stað. Gigt þýðir bólgur í liðum, eða vandamál í liðum.

Gigt og fætur

Vissir þú að í fætinum eru 26 bein og 29 liðamót? Þetta gerir fótinn móttækilegri fyrir gigtarvandamálum og getur valdið miklum verkjum í fótum og erfiðleikum með hreyfingu. Góð meðferð á fótum getur breytt lífi fólks og ætti að samanstanda af daglegri fóthirðu, mataræði, líkamsrækt, og réttu skótaui sem passar fætinum.

Léttu þér lífið

Að gera það besta úr hlutunum er markmiðið. Hugsaðu vel um sjálfa(n) þig. Markmiðið með meðferðaráætlun er að minnka bólgur í liðum, minnka verki og stífleika, og gera þér auðveldara með að lifa venjulegu lífi.

Meðferðaráætlun

Meðferðaráætlunin ætti að vera sniðin að þínum þörfum skv. læknisráði. Áætlunin ætti að taka mið af því

  • hversu slæma gigt þú hefur,
  • hve lengi þú hefur verið með gigt,
  • í hvaða liðum gigtin er,
  • hver einkennin eru og hvaða aðra sjúkdóma þú hefur,
  • lyfjatöku, aldri, starfi og hvað þú gerir á hverjum degi.

Rétt meðferð strax í upphafi getur haft áhrif á liðskemmdir og fyrirbyggt vandamál seinna meir.

Ekki gefast upp

Þú nærð bestum árangri úr meðferðinni ef þú ert samviskusöm/samur og gerir æfingarnar alltaf, líka þegar þér líður vel. Vonleysi og þunglyndi haldast oft í hendur við gigtina, og því er mikilvægt að halda jákvæðu viðhorfi.

Mataræði getur skipt máli

Enn sem komið er hefur engin lækning fundist með sérstöku mataræði, en það eru samt margar ástæður fyrir því að borða rétt. Það getur minnkað roðamyndun, þér líður betur og þú hefur meiri orku. Að vera of þungur leggur auðvitað meira álag á liðina og því er rétt að reyna að létta sig til að minnka álagið. Það er því skynsamlegt að fara eftir fæðuþríhyrningnum, minnka fituneyslu, en borða mikið af flóknum kolvetnum, ávöxtum og grænmeti.

Lyfjataka er einstaklingbundin

Lyf geta verið mikilvægur þáttur í meðferðinni. Þau minnka verki og slá á bólgur þegar þess þarf. Engir tveir eru eins og er best að læknirinn og sjúklingurinn vinni saman til að finna út hvað virkar best. Það er mikilvægt að tala við læknana vegna þess að þú sjálf(ur) getur best dæmt um hvað hentar þér og hvaða aukaverkanir þú hefur.

Líkamsrækt hefur þrenns konar virkni

Regluleg líkamsrækt er mjög mikilvæg því hún hjálpar til við að halda liðleikanum í liðunum. Líkamsrækt styrkir líka vöðvahópana í kringum liðina og þeir verða því stöðugri. Með reglulegri líkamsrækt bætir þú líka úthaldið og almennan styrk. Spurðu lækninn þinn hvaða æfingar séu bestar fyrir þig.

Gakktu til betra lífs

Að ganga er góð aðferð til þess að styrkja hjartað, lungun, beinin og vöðvana. Ganga hjálpar þér að slaka á, stjórna þyngdinni og almennt að láta þér líða vel. Að ganga er tiltölulega auðvelt og ódýrt og þú getur gert það hvar sem er. Flestir sem eru með gigt geta gengið sér til heilsubótar. Að sjálfsögðu ættu allir að vera í skóm sem passa rétt og eru gerðir til þess að veita réttan stuðning, vörn og þægindi. Hægt er að fá úrval af skóm sem eru sérstaklega góðir fyrir gigtveika.

Láttu þér líða vel

Að vera með gigt getur framkallað ýmsar flóknar tilfinningar sem fólki hættir til að loka á. Það er mikilvægt að láta aðra vita hvernig þér líður og hvernig þeir geta hjálpað. Heiðarleiki gagnvart sjálfum sér og öðrum getur byggt vináttusambönd sem auka vellíðan þína.

Ekki loka þig af

Það getur verið mjög gagnlegt að tala við einhvern sem er í svipaðri aðstöðu og þú, til dæmis að vera í félagasamtökum fyrir gigtveika. Þeim sem deila tilfinningum sínum og taka stjórn á aðstæðum sínum gengur betur.

Þitt er valið, þú ákveður

Enginn þekkir betur líðan þína en þú sjálfur. Þess vegna ættirðu að reyna að finna hvað hentar þér best. Settu þér markmið. Kannski miðar þér hægt áfram, en þú veist hvað hjálpar þér. Mundu að fólk sem heldur áfram getur gert ótrúlega hluti.

Reglur um fætur

1. Skoðið fæturna oft. Þeir halda þér gangandi.
2. Athugið tærnar og á milli tánna hvort þar séu blöðrur, skurðir eða skrámur.
3. Skoðið hvort einhver roði er á tám, iljum eða jörkum. Notið lítinn spegil til hjálpar.
4. Þvoið fæturna á hverjum degi og þurrkið vel, einkum á milli tánna.
5. Notið ekki kemísk efni til að hreinsa burt sigg og líkþorn.
6. Forðist að skera eða kroppa í sigg eða líkþorn.
7. Klippið neglur beint.
8. Notið rétta stærð af sokkum.
9. Forðist að nota sokka með teygju sem heldur of þétt að leggnum.
10. Ef þú ert með gigt, þá getur staða beinanna í fætinum breyst. Þú getur því þurft að skipta um eða breyta oft um skófatnað.
11. Skórnir ættu að vera mátaðir með sérfræðingi og ættu að vera þægilegir strax. Ekki treysta á að þeir víkki með notkun.
12. Mikilvægt er að skór passi vel. Stærð og lögun skónna skiptir máli. Skórnir ættu að vera nógu breiðir og djúpir til að forðast pressu á tærnar, og hælkappinn ætti að falla vel að hælnum á þér.
13. Ef þú getur ekki fundið þægilega skó, leitaðu ráða hjá stoðtækjafræðingi eða talaðu við lækni.
14. Ef fóturinn á þér snýst inn, eða skórnir slitna ójafnt, láttu lækni líta á fæturna. Greining gæti einnig verið leið að góðri lausn.
15. Ekki fara í langa göngutúra ef þig verkjar í fæturna.
16. Ef þú ert með óeðlilega verki í fótunum 1-2 klukkutímum eftir göngu, þá hefurðu sennilega ofgert þér. Sestu niður og hvíldu fæturna.
17. Reyndu að losa þig við aukakílóin svo fæturnir þurfi ekki að bera þau.
18. Ef þú tekur eftir því að ökklarnir á þér halla inn á við þegar þú gengur, þarftu sennilega á sérsmíðuðum innleggjum að halda. Leitaðu til læknis eða til stoðtækjafræðings – við leitumst við að leysa allra vanda.
19. Ef tærnar leggjast yfir hverja aðra, eða þér finnst þú vera að ganga á glerbrotum, láttu lækninn þinn vita af því eða farðu til stoðtækjafræðings.
20. Þægilegustu skórnir eru ekki endilega þeir nýtískulegustu. Þó eru til vel gerðir og flottir skór sem láta fæturna líta vel út og líða vel. Til er úrval af skóm sem eru sérstaklega góðir fyrir gigtveika.
21. Talaðu reglulega við læknana þína og stoðtækjafræðing.

Þýðing: Gunnhildur Hinriksdóttir, B.S. Íþróttafræði

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira

Hvenær má barnið hætta með sessu?

Ég á þrjú börn sem ég vil allt það besta fyrir og þar með talið er öryggi þeirra í umferðinni. ~Þau nota hjálma þegar þau fara út að hjóla. ~Ég fór með þau heim af fæðingardeildinni í ungbarnabílstól (reyndar hefði mér ekki verið hleypt heim með þau öðruvísi). ~Þegar þau voru vaxin upp úr ungbarnabílstólnum, þá fóru þau í bílstól við hæfi með 5 punkta belti í. ~Og þegar þau voru vaxin upp úr honum, þá fóru þauu í sessu með baki. Það eru allir sammála um að þetta sé það öruggasta fyrir börnin okkar. En svo kemur stóra spurningin,… Lesa meira

Girnilegt kjúklingasalat frá Tinnu Freys

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat. Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega 😉 Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur. Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta… Lesa meira

Bollakökur með rjómaostakremi að hætti Hrönn Bjarna

Hrönn Bjarnadóttir viðburðastjóri, bloggari og snappari (hronnbjarna) finnst fátt skemmtilegra en að baka og skreyta. Á dögunum bakaði Hrönn Red Velvet bollakökur með rjómaostakremi og fyrir fermingarmyndartöku og gaf hún Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að deila uppskriftinni með lesendum: Red velvet bollakökur með rjómaostakremi: Kökurnar 2,5 bolli hveiti 2 bollar sykur 1 msk kakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 2 egg 1,5 bolli matarolía 1 bolli súrmjólk 1 msk edik 1 tsk vanilludropar rauður gel matarlitur Hitið ofninn í 175°. Blandið þurrefnum saman og leggi til hliðar. Blandið vel saman eggjum, matarolíu, súrmjólk, edik og vanilludropum og hrærið… Lesa meira

Kolbrún er heyrnarlaus með langveikt barn: „Hún bar ekki veikindin utan á sér og það var ekki hlustað á mig“

Þegar Kolbrún Völkudóttir var einungis tveggja ára gömul fékk hún svæsna heilahimnubólgu og var vart hugað líf. Fljótlega eftir að Kolbrún komst á bataveg og heilsa hennar varð betri kom í ljós að hún hafði alveg misst heyrnina. Í dag, mörgum árum síðar, er Kolbrún einstæð tveggja barna móðir sem lítur björtum augum á lífið og segir heyrnarleysið ekki há sér. Ég man ekki eftir mér heyrandi og ég þekki ekkert annað en að vera heyrnarlaus. Auðvitað koma inn margar hindranir en mér finnst það ekkert mál, ég geri bara allt sem ég vil og finnst þetta frábært, segir Kolbrún… Lesa meira

Þórunn og börnin hennar þrjú tóku upp ofurhetjumynd

Þórunn Vignisdóttir á þrjú börn á aldrinum 4-7 ára sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að ofurhetjum. Strákarnir hennar tveir Úlfur og Bjartur leika sér daginn út og inn í hinum ýmsu ofurhetjuleikjum og skiptast á hlutverkum á meðan stelpan hennar, Saga, á erfitt með að finna ofurhetjur sem hún samsamar sig við. Hún hefur því tekið upp á því að búa til sínar eigin ofurhetjur sem hún blandar saman úr þeim ofurhetjum sem hafa verið stelpuvæddar. Strákarnir hafa þúsund sinnum fleiri valkosti og geta þess vegna valið sér eina ofurhetju fyrir hvern dag án þess að tæma… Lesa meira

Fór úr því að vera með hamlandi stoðkerfisvandamál í að mæta á æfingu sex sinnum í viku

Þegar Jóhanna Þorvaldsdóttir gekk með börnin sín varð hún virkilega slæm af grindargliðnun. Það slæm að hún lá rúmliggjandi á seinni hluta meðgöngunnar. Eftir meðgönguna var Jóhanna lengi mjög slæm í líkamanum og taldi læknirinn upphaflega að grindargliðnun væri um að kenna. Seinna kom í ljós að um var að ræða mjög slæmt tilfelli af vefjagigt. Ég gat lítið sem ekkert gengið og var skökk og skæld vegna verkja. Við þetta bættist svo slæm slitgigt og í kjölfarið fann ég fyrir töluverðu þunglyndi og kvíða. Ég fór að þyngjast mikið og leið virkilega illa, segir Jóhanna í viðtali við Bleikt.is… Lesa meira

Talan á vigtinni segir ekki allt – Þessar konur hafa ekki misst eitt kíló

Talan á vigtinni segir ekki allt. Hættu að einblína á kílófjölda og einbeittu þér frekar að því að lifa heilsusamlegum og hamingjusömum lífsstíl. Þessar konur hér að neðan eru í baráttu við vigtina. PopSugar greinir frá. Þær hafa deilt myndum á Instagram undir myllumerkinu #ScrewTheScale til að vekja athygli á að talan á vigtinni er einmitt bara tala og það eigi ekki að gefa henni þetta vald sem hún hefur. Á myndunum sem þær deila má sjá fyrir og eftir myndir, en þær hafa ekki misst eitt einasta kíló milli mynda. Hins vegar hafa þær breytt lífsstíl sínum, borða hollt… Lesa meira