Guðrún Helga: „Sjálfsmyndin mín er í molum og ég bókstaflega hata sjálfa mig á hverjum einasta degi“

Smá vitundarvakning til samfélagsins, þið megið kalla mig athyglissjúka. Þið megið líka segja að ég er uppfull af sjálfsvorkunn. Fordæmið mig eins og þið viljið enda er samfélagið þekkt fyrir það. Við lifum í dag við þær aðstæður að við setjum okkur of háar kröfur. Ef ég hef ekki lokið allavega tveimur háskólagráðum, afrekað í þremur íþróttagreinum, alið upp þrjú börn og ofan á allt saman unnið 2-3 störf í einu þá er ég talin aumingi og letingi. Það er því ekki að furða að margir eru að glíma við andleg vandamál í dag og flestir þekkja því ekki fylgikvillana eða fara í hreina afneitun. Ég hef rætt við nokkra sem eru að kljást við andleg veikindi og allir eiga það sameiginlegt að það skilur þá enginn og því er ég sammála og langar mig að opna hugarfar almennings með þessum pistli.

Mynd/Getty

Ung að aldri er okkur kennt að orð særa meira heldur en barsmíðar og af hverju er þá ekki tekið andlegu veikindunum eins alvarlega. Ég var lengi að sætta mig við þær aðstæður að ég væri yfirhöfuð veik og ég þarf nánast daglega að minna mig á það. Ég þjáist af síþreytu allan liðlangan daginn, svona eins og þegar þú hefur einungis fengið þriggja klukkustunda svefn nema fyrir mig skiptir engu máli hvort ég nái fullkomnum svefni eða ekki. Samkvæmt sérfræðingum sem ég hef leitað mig aðstoðar hjá þá er það vegna þess að ég er að opna á áföll og þegar ég loksins næ svefn þá hvílist ég ekki vegna þess að mig dreymir áföllin aftur og aftur. Ég hef farið í margar blóðprufur og það finnst ekkert líkamlega að mér, ég er full hraust að því leyti.

Í dag ræð ég ekki við mikið meira en 50 prósent starf vegna veikindanna og suma daga á ég í mjög miklum erfiðleikum með að ná að vinna fjórar klukkustundir. Eflaust gera sumir óbeint ráð fyrir því að ég er að hafa það notalegt bara, vinn fjóra tíma og fer svo heim og nýt mér þessar aðstæður en það er þvert á móti. Þegar ég er meðal almennings þá reyni ég eins og ég get að fela líðan mína og set upp ákveðna grímu við það. Oftast heppnast það og almenningur sér ekki eða kýs að sjá ekki hvernig mér líður í alvöru.

Mynd/Getty

Fyrir mér fer minni orka í að setja upp að grímuna en að þurfa að fá vorkunn eða útskýra fyrir öðrum hvað er í gangi. Það sem almenningur sér svo ekki er þegar ég kem heim og hvað bíður mín þar. Oftast þá hef ég ekki orku í mikið meira annað en að leggjast upp í rúm og sofna. Nokkrum sinnum í viku þarf ég að takast á við köst sem ég hef enga stjórn á. Ég græt þangað til ég verð örmagna og tárin eiga sér engan aðdraganda. Ég verð ofsalega reið án þess að vita almennilega af hverju og ég verð einnig virkilega döpur án þess að vita af hverju. Svona eins og þegar þér líður þegar þú hefur misst einhvern nákominn. Ofan á þetta allt saman fæ ég svo ofsakvíðaköst sem ég ræð engan vegin við. Ég fæ daglega samviskubit yfir ómerkilegum hlutum og það er mjög stutt í þráðinn hjá mér og því er ég mikið pirruð, mér finnst allt vera mér að kenna og ég brýt mig daglega niður. Sjálfsmyndin mín er í molum og ég bókstaflega hata sjálfa mig á hverjum einasta degi.

Sérfræðingur gerði mér grein fyrir að þessi veikindi eru banvæn og vegna þess er ég undir ströngu eftirliti. Þegar ég var yngri þá bældi ég tilfinningar mínar niður í áfengisvímu. Í dag þori ég ekki að verða ölvuð vegna þess að ég treysti sjálfri mér alls ekki í því ástandi. Ég bý yfir miklu sjálfshatri og með því fylgja alvarlegar sjálfsvígshugleiðingar. Mér finnst ég vera byrði á samfélagið og sérstaklega á nánustu vini og ættingja. Ég hugsa oft að þau væru betur sett án mín og eiga þetta ekki skilið. Við ölvunaraðstæður þá verð ég kærulaus en fæ einnig kjarkinn við að skaða sjálfa mig. Einu sinni heppnaðist ein sjálfsvígstilraunin. Þegar ég heyri í fjölmiðlum af fólki sem hefur tekið sitt eigið líf við þessar aðstæður þá öfunda ég það, að þurfa ekki að berjast við þennan sjúkdóm lengur.

Ég hef lengi glímt við þessi veikindi og var ekki meðvituð um það fyrr en í dag. Ég hélt að líðan mín og hegðun væru eðlileg og hef ég verið að berjast á móti því heillengi. Ég bý einnig yfir fleiri röskunum sem ég á eftir að fá greiningu á en það er allt komið í ferli sem hefur tekið langan tíma. Á yngri árum þá vísvitandi skar ég sjálfa mig á stöðum á líkamanum sem var auðvelt að fela. Einungis til að finna fyrir sársaukanum og þá bældi ég niður neikvæðar tilfinningar sem ég réði ekki við en það var áður en ég komst í sjálft áfengið. Hreyfing og líkamsrækt er það eina sem blæs smá lífi í mig í dag. Við hreyfinguna þá verð ég andlega hlutlaus, gleymi öllum hugsunum og tilfinningum og finn fyrir líkamlegum sársauka sem bælir niður neikvæðu tilfinningarnar. Þess vegna stunda ég líkamsrækt mjög mikið.

Mynd/Getty

Ég er með marga sérfræðinga á bak við mig og bætast alltaf fleiri við. Það er erfitt að takast á við þetta en ég ætla mér að komast í gegnum þessa helför. Miðað við allt sem ég hef gengið í gegnum frá því ég var ung að aldri þá hefur taugakerfið þurft að búa til ákveðna brynju á tilfinningar mínar og útskýrir það meðal annars óvenjulega hegðun í fari mínu. Í dag er ég að berjast við að losa mig við þessa brynju og við það fer tilfinningaferlið mitt í ákveðið ástand. Ég til dæmis á það til að týna ákveðnum tilfinningum eins og að elska, finna fyrir hamingju og samúð. Ég geri einnig ekki greinarmun á tilfinningum. Ég skil til dæmis ekki muninn á því að vera hamingjusöm og vera í maníu en þegar ég fer í maníu ástand þá verð ég hættuleg sjálfri mér og öðrum. Ég á í raun mjög erfitt að finna fyrir tilfinningalegu jafnvægi. Ég er annað hvort svo leið og döpur að mér líður oftast eins og það er búið að rífa úr mér hjartað eða ég fer svo hátt upp í maníu að ég hef enga stjórn á sjálfri mér.

Það kýs engin að vera veikur og ég kaus þetta alls ekki. Ég er meðvituð um þetta allt saman en það að ganga í gegnum þetta tekur tíma, þolinmæði og stuðning. Margir í kringum vilja hjálpa mér en skilja kannski ekki að ég þarf að horfast í augu við þetta ein. Það að spyrja mig hvort ég hafi farið út að ganga hjálpar mér meðal annars alls ekki og að senda mér sjálfshjálpar hugleiðingar heldur ekki. Það er enginn einstaklingur eins og það tekst hver á þessi veikindi á sinn hátt en oftar en ekki er nóg bara að láta vita að þú ert til staðar fyrir einstaklinginn sem er veikur. <3

Höfundur greinar er Guðrún Helga en hún vildi ekki koma fram undir fullu nafni.

Var 50 klst. að gera Wonder Woman búning úr jógadýnu og límbandi

Rhylee Passfield, ástralskur förðunarfræðingur, notaði jógadýnu, límband og hugmyndaflugið til að endurgera búning Wonder Woman. „Ég byrjaði á því að vefja sjálfa mig í límband. Síðan klippti ég límbandið í snið, límdi á jógadýnu og límdi aftur saman.“ Næst útbjó hún brynjuna með límbyssu og gervinöglum. Skóna fann hún á næsta flóamarkaði og beltið, hlífar og höfuðbúnaður eru úr þunnum föndursvampti Búningurinn var ekki dýr, 30 dollarar eða um 3.000 kr., en það tók hins vegar um 50 klukkustundir að búa hann til. Brynjað var síðan bæði spreyjuð og handmáluð. Pilsið er gert úr vínyldúk sem límdur er á nærbuxur.… Lesa meira

Jólakósífatalína Beyoncé er komin í sölu

Queen B er nú búin að spila út nýjasta trompinu í fatalínu sinni, jólafatnaði sem er bæði kósí og flottur. Línan samanstendur af peysum, heilgöllum og jólaskrauti og er til sölu á vefsíðu hennar. https://www.facebook.com/beyonce/posts/10159784105765601   Lesa meira

Sjáðu stórglæsilegan giftingarhring Serenu

Fylgjendur Serenu Williams á Instagram fengu að sjá glæsilegan giftingarhring hennar þegar hún póstaði mynd í gær af dótturinni, Alexis Olympia, sem er næstum þriggja mánaða. Williams giftist Alexix Ohanian í ævintýralegu brúðkaupi þann 16. nóvember síðastliðinn í New Orleans í Louisiana. Dagurinn var sérstaklega valinn þar sem hann er afmælisdagur Anke móður Ohanian, en hún er fallin frá. https://www.instagram.com/p/BbzVaZungU7/ https://www.instagram.com/p/Bbuw10mH_Tg/ Lesa meira

Myndband: The Retro Mutants gefa út jólalag í 80’s stíl

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið heitir Finally It´s Christmas eða Loksins eru jól og var það samið á einum degi. https://www.youtube.com/watch?v=cGy2EkDmtso&feature=share Hljómsveitina skipa Bjarki Ómarsson, Viktor Sigursveinsson og Arnar Hólm og gaf sveitin út sína fyrstu plötu í júní síðastliðnum, „The Retro Mutants.“  Lesa meira

Íslenskt handverk í boði á Óslóarsvæðinu fram að jólum

Tvær íslenskar handverkskonur, Hrafnhildur Brynjarsdóttir og Elísabet Steingrímsdóttir, bjóða nú framleiðslu sína til sölu á mörkuðum í Jessheim í Noregi, en íslenskt handverk er víða í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu í Noregi fram að jólum. Hrafnhildur og Elísabet hanna, framleiða og selja vörur sínar. Hrafnhildur hefur verið að framleiða sína eigin jakka í yfir sex ár og selur víða á mörkuðum. En hún er ekki bara með jakka því hjá henni má einnig finna hálsklúta (buff) og höfuðhandklæði sem hún kallar handklæðaturban. Í samtali við vefsíðuna Nýja Ísland segir Hrafnhildur að hún njóti þess að selja vöru sína á mörkuðum en þar… Lesa meira

Þau kynntust í leikskóla og giftu sig 20 árum seinna

Matt Grodsky var þriggja ára þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að giftast bekkjarsystur sinni, Laura Scheel. 20 árum seinna stóð hann við þá yfirlýsingu. „Ég man ekki hvenær ég sá hana fyrst, en hún leyfði mér alltaf að elta sig um allt,“ segir Grodsky. „Ég var alltaf að reyna að ganga í augun á henni með því að fara með línur úr Lion King og svoleiðis.“ Þau voru í sama leikskóla í Phoenix í Arizona, en gengu síðan í sitt hvorn barnaskólann. Að lokum misstu þau sambandið við hvort annað. Þau hittust ekki aftur furr en þau… Lesa meira

Megan Markle mun vera trúlofuð og að flytja inn til Harry

Megan Markle lauk tökum í og yfirgaf þættina Suits í síðustu viku og til hennar sást í London á mánudag. Flutningamenn voru í íbúð hennar í Toronto Kanada nýlega og sögur herma að hún sé að flytja inn til prins Harry í Kensingtonhöll. „Þetta er ekki spurning um hvort hún flytur inn, heldur hvenær,“ sagði heimildamaður við People. US Weekly gengur skrefinu lengra og segir parið nú trúlofað og að undirbúa sumarbrúðkaup í lok júní á næsta ári og að Markle sé að flytja inn til Harry, sem fyrst. Opinber tilkynning um trúlofun mun væntanleg í janúar. „Það gefur henni… Lesa meira

Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta. Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi. Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið. Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá… Lesa meira

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið. UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna. Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið. Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út… Lesa meira

Einstakur Múmínbolli seldur á góðgerðaruppboði

Múmínbollinn með Míu litlu hefur verið hluti af bolla úrvali Arabia síðan árið 2008 þegar bollinn kom út. Hann hefur verið mjög vinsæll meðal safnara og aðdáenda Múmínálfana og verið í framleiðslu í nærri tíu ár. Áður en bollinn kom á markað voru nokkrar útgáfur búnar til í verksmiðju Arabia í Finnlandi.  Og á meðan á hönnun bollans stóð þá voru nokkrir litir prófaðir þar sem lokaútkoman sést ekki fyrr en búið er að hita bollann upp í ákveðið hitastig. „Framleiðsla á hverjum Múmínbolla tekur eitt og hálft til tvö ár. Litatónarnir í keramikinu eru alltaf mismunandi eftir samblandi lita… Lesa meira

Bára Halldórsdóttir spyr: „Er ég byrði og einskis virði?“

Bára Halldórsdóttir er móðir, eiginkona, aktívisti, öryrki. Hún er einnig meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Í einlægum pistli á tabu.is skrifar Bára um hvernig afstaða og mat annarra gerir það að verkum að henni finnst hún skipta sífellt minna máli í samfélaginu. Við gefum Báru orðið: Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég hef verið í mörgum hlutverkum gegnum tíðina. Byrjaði eins og aðrir í… Lesa meira

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira