Guðrún Helga: „Sjálfsmyndin mín er í molum og ég bókstaflega hata sjálfa mig á hverjum einasta degi“

Smá vitundarvakning til samfélagsins, þið megið kalla mig athyglissjúka. Þið megið líka segja að ég er uppfull af sjálfsvorkunn. Fordæmið mig eins og þið viljið enda er samfélagið þekkt fyrir það. Við lifum í dag við þær aðstæður að við setjum okkur of háar kröfur. Ef ég hef ekki lokið allavega tveimur háskólagráðum, afrekað í þremur íþróttagreinum, alið upp þrjú börn og ofan á allt saman unnið 2-3 störf í einu þá er ég talin aumingi og letingi. Það er því ekki að furða að margir eru að glíma við andleg vandamál í dag og flestir þekkja því ekki fylgikvillana eða fara í hreina afneitun. Ég hef rætt við nokkra sem eru að kljást við andleg veikindi og allir eiga það sameiginlegt að það skilur þá enginn og því er ég sammála og langar mig að opna hugarfar almennings með þessum pistli.

Mynd/Getty

Ung að aldri er okkur kennt að orð særa meira heldur en barsmíðar og af hverju er þá ekki tekið andlegu veikindunum eins alvarlega. Ég var lengi að sætta mig við þær aðstæður að ég væri yfirhöfuð veik og ég þarf nánast daglega að minna mig á það. Ég þjáist af síþreytu allan liðlangan daginn, svona eins og þegar þú hefur einungis fengið þriggja klukkustunda svefn nema fyrir mig skiptir engu máli hvort ég nái fullkomnum svefni eða ekki. Samkvæmt sérfræðingum sem ég hef leitað mig aðstoðar hjá þá er það vegna þess að ég er að opna á áföll og þegar ég loksins næ svefn þá hvílist ég ekki vegna þess að mig dreymir áföllin aftur og aftur. Ég hef farið í margar blóðprufur og það finnst ekkert líkamlega að mér, ég er full hraust að því leyti.

Í dag ræð ég ekki við mikið meira en 50 prósent starf vegna veikindanna og suma daga á ég í mjög miklum erfiðleikum með að ná að vinna fjórar klukkustundir. Eflaust gera sumir óbeint ráð fyrir því að ég er að hafa það notalegt bara, vinn fjóra tíma og fer svo heim og nýt mér þessar aðstæður en það er þvert á móti. Þegar ég er meðal almennings þá reyni ég eins og ég get að fela líðan mína og set upp ákveðna grímu við það. Oftast heppnast það og almenningur sér ekki eða kýs að sjá ekki hvernig mér líður í alvöru.

Mynd/Getty

Fyrir mér fer minni orka í að setja upp að grímuna en að þurfa að fá vorkunn eða útskýra fyrir öðrum hvað er í gangi. Það sem almenningur sér svo ekki er þegar ég kem heim og hvað bíður mín þar. Oftast þá hef ég ekki orku í mikið meira annað en að leggjast upp í rúm og sofna. Nokkrum sinnum í viku þarf ég að takast á við köst sem ég hef enga stjórn á. Ég græt þangað til ég verð örmagna og tárin eiga sér engan aðdraganda. Ég verð ofsalega reið án þess að vita almennilega af hverju og ég verð einnig virkilega döpur án þess að vita af hverju. Svona eins og þegar þér líður þegar þú hefur misst einhvern nákominn. Ofan á þetta allt saman fæ ég svo ofsakvíðaköst sem ég ræð engan vegin við. Ég fæ daglega samviskubit yfir ómerkilegum hlutum og það er mjög stutt í þráðinn hjá mér og því er ég mikið pirruð, mér finnst allt vera mér að kenna og ég brýt mig daglega niður. Sjálfsmyndin mín er í molum og ég bókstaflega hata sjálfa mig á hverjum einasta degi.

Sérfræðingur gerði mér grein fyrir að þessi veikindi eru banvæn og vegna þess er ég undir ströngu eftirliti. Þegar ég var yngri þá bældi ég tilfinningar mínar niður í áfengisvímu. Í dag þori ég ekki að verða ölvuð vegna þess að ég treysti sjálfri mér alls ekki í því ástandi. Ég bý yfir miklu sjálfshatri og með því fylgja alvarlegar sjálfsvígshugleiðingar. Mér finnst ég vera byrði á samfélagið og sérstaklega á nánustu vini og ættingja. Ég hugsa oft að þau væru betur sett án mín og eiga þetta ekki skilið. Við ölvunaraðstæður þá verð ég kærulaus en fæ einnig kjarkinn við að skaða sjálfa mig. Einu sinni heppnaðist ein sjálfsvígstilraunin. Þegar ég heyri í fjölmiðlum af fólki sem hefur tekið sitt eigið líf við þessar aðstæður þá öfunda ég það, að þurfa ekki að berjast við þennan sjúkdóm lengur.

Ég hef lengi glímt við þessi veikindi og var ekki meðvituð um það fyrr en í dag. Ég hélt að líðan mín og hegðun væru eðlileg og hef ég verið að berjast á móti því heillengi. Ég bý einnig yfir fleiri röskunum sem ég á eftir að fá greiningu á en það er allt komið í ferli sem hefur tekið langan tíma. Á yngri árum þá vísvitandi skar ég sjálfa mig á stöðum á líkamanum sem var auðvelt að fela. Einungis til að finna fyrir sársaukanum og þá bældi ég niður neikvæðar tilfinningar sem ég réði ekki við en það var áður en ég komst í sjálft áfengið. Hreyfing og líkamsrækt er það eina sem blæs smá lífi í mig í dag. Við hreyfinguna þá verð ég andlega hlutlaus, gleymi öllum hugsunum og tilfinningum og finn fyrir líkamlegum sársauka sem bælir niður neikvæðu tilfinningarnar. Þess vegna stunda ég líkamsrækt mjög mikið.

Mynd/Getty

Ég er með marga sérfræðinga á bak við mig og bætast alltaf fleiri við. Það er erfitt að takast á við þetta en ég ætla mér að komast í gegnum þessa helför. Miðað við allt sem ég hef gengið í gegnum frá því ég var ung að aldri þá hefur taugakerfið þurft að búa til ákveðna brynju á tilfinningar mínar og útskýrir það meðal annars óvenjulega hegðun í fari mínu. Í dag er ég að berjast við að losa mig við þessa brynju og við það fer tilfinningaferlið mitt í ákveðið ástand. Ég til dæmis á það til að týna ákveðnum tilfinningum eins og að elska, finna fyrir hamingju og samúð. Ég geri einnig ekki greinarmun á tilfinningum. Ég skil til dæmis ekki muninn á því að vera hamingjusöm og vera í maníu en þegar ég fer í maníu ástand þá verð ég hættuleg sjálfri mér og öðrum. Ég á í raun mjög erfitt að finna fyrir tilfinningalegu jafnvægi. Ég er annað hvort svo leið og döpur að mér líður oftast eins og það er búið að rífa úr mér hjartað eða ég fer svo hátt upp í maníu að ég hef enga stjórn á sjálfri mér.

Það kýs engin að vera veikur og ég kaus þetta alls ekki. Ég er meðvituð um þetta allt saman en það að ganga í gegnum þetta tekur tíma, þolinmæði og stuðning. Margir í kringum vilja hjálpa mér en skilja kannski ekki að ég þarf að horfast í augu við þetta ein. Það að spyrja mig hvort ég hafi farið út að ganga hjálpar mér meðal annars alls ekki og að senda mér sjálfshjálpar hugleiðingar heldur ekki. Það er enginn einstaklingur eins og það tekst hver á þessi veikindi á sinn hátt en oftar en ekki er nóg bara að láta vita að þú ert til staðar fyrir einstaklinginn sem er veikur. <3

Höfundur greinar er Guðrún Helga en hún vildi ekki koma fram undir fullu nafni.

Foreigner í fyrsta sinn á Íslandi

Risasveitin Foreigner mun heimsækja Ísland í fyrsta sinn og taka tónleika í Laugardalshöll föstudagskvöldið 18. maí 2018. Foreigner þarf vart að kynna fyrir almenningi, en hljómsveitin hefur selt yfir 75 milljón platna í gegnum feril sinn sem nær yfir 40 ára tímabil, og fagnar þeim áfanga nú á tónleikaferðalagi um heiminn. Það má því búast við frábærri upplifun þegar sveitin tekur öll sín bestu lög í Laugardalshöll. Hljómsveitin hefur verið álitin ein vinsælasta rokkhljómsveit heims og mun koma beint frá The Royal Albert Hall í Bretlandi og ættu Íslendingar því að fá sveitina í toppformi í Laugardalshöllinni en sveitin hefur… Lesa meira

Kendall Jenner leikur í nýju myndbandi Fergie

Á föstudag gaf Fergie út plötuna Double Dutchess, sem er önnur stúdíóplata hennar, en í fyrra kom Dutchess út. Á fimmtudag kom út myndband við lagið Enchanté (Carine). Með Fergie í laginu syngur sonur hennar, Axl Jack sem er fjögurra ára og hann hljómar ekki aðeins dásamlega, heldur syngur hann bæði á ensku og frönsku. Kendall Jenner leikur síðan í myndbandinu og Fergie sjálf sést ekkert þar. https://www.youtube.com/watch?v=pMZAhWZxdGI   Lesa meira

Snyrtistofan á Garðatorgi stækkar við sig

Erna Gísla­dótt­ir eig­andi Snyrti­stof­unn­ar á Garðatorgi og annað starfsfólk stofunnar hélt partý í vikunni í til­efni af stækk­un stof­unn­ar. Aðstaðan fyrir viðskiptavini og starfsfólk hefur verið bætt og því hægt að láta dekra við sig í nýrri og endurbættri snyrtistofu. Boðið var upp á létt­ar veit­ing­ar, tilboð og kaupauka. Fjöldinn allur af góðum gestum mætti og fagnaði með Ernu og starfsfólki hennar.   Lesa meira

Feðgin bresta í söng á bílarúnti

Cole LaBrant er þekkt stjarna á Youtube og milljónir horfa á myndbönd hans á Cole&Say. En myndbandið sem hann tók upp með stjúpdóttur sinni, Everleigh fjögurra ára, sprengir krúttskalann í bílarúntmyndböndum. https://www.youtube.com/watch?v=Jmjuu_jGeg0   Lesa meira

Klæðir kisur eins og Taylor Swift

Jessica katta- og Taylor Swift aðdáandi sem búsett er í Oregon í Bandaríkjunum, tók sig til á dögunum og klæddi kettlingana sem hún er með í fóstri upp og vöktu myndirnar mikla athygli og aðdáun á Instagram. Jessica klæddi kettlingana í samsvarandi búninga og Swift klæðist í myndbandi lagsins Look What You Made Me Do. Jessica var að vonum hæstánægð með móttökurnar sem myndirnar fengu og skrifaði á Instagram: „Þetta er frábært. Ég er svo glöð og spennt og ég vona að Taylor sjái þessi krútt. Ég vona líka að kettlingarnir fái góð heimili til frambúðar. Þakka ykkur fyrir.“ Swift… Lesa meira

Íris skrifar um fæðingarþunglyndi – Engin glansmynd

Íris Bachmann er með bloggsíðuna irisbachmann.com. Nýlega skrifaði hún grein um eigin reynslu af fæðingarþunglyndi, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta. „Vinkona mín Karitas Harpa byrjaði með myllumerkið #enginglansmynd á síðustu dögum og það var það sem hvatti mig til þess að segja mína sögu,“ segir Íris. „Mig langaði að taka þàtt í þessari herferð hjá henni og hefur fólk almennt tekið þátt með að senda Karitas myndir með #enginglansmynd.“ Reynslu Írisar má lesa hér fyrir neðan og við hvetjum þá sem vilja taka þátt að nota myllumerkið og/eða senda Karitas myndir á netfangið karitasharpa@gmail.com. Einnig má senda Írisi… Lesa meira

12 ára búktalari vinnur America´s Got Talent

Hin 12 ára gamla Darci Lynne, búktalarinn sem heillaði bæði dómara og áhorfendur, vann tólftu seríu America´s Got Talent á miðvikudag. Sigurinn skilar henni 1 milljón dala í verðlaunafé og sýningum í Las Vegas. Í áheyrnarprufu hennar í júní síðastliðnum valdi einn dómara, Mel B., að ýta á gullhnappinn sem skilaði Lynne beint í úrslit þáttanna. https://www.youtube.com/watch?v=paIYpech9pY Og hér má sjá atriðið sem skilaði Lynne sigri. https://www.youtube.com/watch?v=8ropWor8aAM https://www.youtube.com/watch?v=uP4skab_zx4   Lesa meira

Meðlimir Right Said Fred taka upp blöndu af eigin lagi og lagi Taylor Swift

Taylor Swift gaf út fyrsta lag sitt, Look What You Made Me Do, af væntanlegri plötu þann 24. ágúst síðastliðinn. Lagið sló rækilega í gegn, en einhverjum fannst takturinn líkjast lagi Right Said Fred, I´m Too Sexy, frá árinu 1992. Sem er vissulega rétt því Swift notaði hluta af lagi þeirra í sínu og með tvíti þökkuðu meðlimir Right Said Fred henni fyrir að hafa endurskapað lag þeirra.   Meðlimir Right Said Fred hafa nú gefið út blöndu af lögunum. „Við vorum í stúdíóinu með nýjan trommara og bassaleikara og vorum bara að prófa nýjar hugmyndir og nýja takta,“ segir Fred… Lesa meira

Pennywise að dansa er mögulega það besta á netinu í dag

Kvikmyndin It eftir sögu Stephen King hefur slegið í gegn um allan heim og eru flestir á því að hér sé um góða hryllingsmynd að ræða. Í einu atriði myndarinnar má sjá trúðinn Pennywise dansa fyrir Beverly og nú hefur einhver húmoristinn útbúið aðgang á Twitter þar sem notendur hafa sett inn myndskeiðin í nýjum búningum. Einhvern veginn er trúðurinn ekki lengur hræðilegur.   https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907716659359690753 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/910974535209496576 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907750193738723329 Í júní síðastliðnum tvítaði Stephen King um að ef hann þyrfti að hlusta bara á eitt lag það sem eftir væri þá yrði það lag Mambo5 og auðvitað var því tvíti svarað núna með… Lesa meira

Ellý heldur sýningu, selur allt og flytur til Slóvakíu

Söngkonan Elínborg Halldórsdóttir, eða Ellý í Q4U eins og hún er best þekkt, hefur búið á Akranesi í 15 ár. Síðustu níu ár hefur hún búið í húsi að Skólabraut, þar sem hún var búin að hreiðra vel um sig og dætur sínar, en núna hyggst hún breyta um stefnu í lífinu og flytja til Slóvakíu. Lesa meira

Tveggja ára prófar snyrtivörulínu Rihönnu

Samia er aðeins tveggja ára, en þrátt fyrir það er hún með 114 þúsund fylgjendur á Instagram. í nýjasta myndbandinu prófar hún Fenty snyrtivörulínu Rihönnu og hefur það slegið í gegn sökum krúttheita, Rihanna sjálf hefur sagt að það myndbandið sé uppáhalds förðunarmyndbandið með snyrtivörulínu hennar. https://www.youtube.com/watch?v=cXe5Xrg_hCw   Rihanna póstaði myndbandinu meira að segja aftur á eigið Instagram. Samia á ekki langt að sækja áhugann á athyglinni, Instagram og fylgjendum (þó að hún viti kannski ekkert enn þá hvað neitt af þessu er), en móðir hennar, LaToya Forever gerði sitt eigið myndband fyrir sína 1,3 milljón fylgjendur. https://www.youtube.com/watch?v=VAyDE-It8zo Lesa meira