„Hafði tekist (með erfiði) að ná að halda mér í 48 kg og mér leið dúndurvel“ – Eva segir að Ágústa Eva eigi að vita betur

Ýmsir hafa stigið fram og tjáð sig um líkamsfordóma eftir að Vísir birti frétt um rimmu Manuelu Óskar Harðardóttur og Ágústu Evu Erlendsdóttur í kjölfar þess að sú fyrrnefnda birti sjálfsmynd af sér á Instagram og sú síðarnefnda sagði henni að fá sér að borða. Ýjaði Ágústa þar að því að Manuela væri mögulega í of litlum holdum en heilbrigt gæti talist.

Hér er myndin margumrædda:

Hefur sumum þótt Ágústa fara fram úr sér með athugasemdinni og benda á að grannt fólk verði fyrir líkamsfordómum ekki síður en þeir sem eru of feitir.

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu segir í samtali við Vísi: „Okkar afstaða í samtökum um líkamsvirðingu er sú að svona athugasemdir eigi aldrei rétt á sér. líkamsvirðing er fyrir alla, hvernig sem holdafar þeirra er.“

Fjölmargir aðrir hafa tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum í dag. Þeirra á meðal er Eva Rós G. Hauth, 28 ára tveggja barna móðir búsett í Svíþjóð. Hún er ein þeirra sem hefur barist við það fá unga aldri að halda líkamsþyngd. Í færslu sinni á facebook byrjar hún á að lýsa athugasemdum sem hún fékk á grunnskólaaldri vegna líkamsvaktar síns hvar sem er og hvenær sem hún var ekki kappklædd.

Eva Rós G. Hauth

„Hversvegna ertu svona mjó?“

„þú verður að borða meira“

„þú ert liggur við bara beinagrind“

„þú ert eins og tannstöngull“

„þú mátt nú alveg við þessu enda næstum að detta í sundur“

og síðast en ekki síst „þú ert eins og anorexíusjúklingur“

Eva Rós heldur áfram og lýsir líðaninni sem athugasemdirnar framkölluðu.

Þið getið rétt ímyndað ykkur vanlíðanina sem fylgir því svo að vera kannski 10 ára og skammast sín fyrir að vera í hlýrabol vegna þess að fólk mun kommenta á það hvað þú ert með mjóa handleggi.
Eða að vita eiginlega ekki hvernig þú átt að svara þegar fólk segir að þú þurfir að borða meira – þegar þú borðar bara ósköp venjulega.

Eva Rós segist alla tíð hafa borðað vel og haft nægan aðgang að mat.

Ég fór til dæmis aldrei svöng að sofa. Mér var aldrei meinaður aðgangur að mat vegna þess að það væri alveg að koma kvöldmatur. Ég borðaði þegar ég var svöng og ég var mjög hraustur krakki en það spurði auðvitað enginn að því… Ég held meira að segja að mamma hafi fengið að heyra það í óspurðum fréttum hvað við systur værum hrikalega mjóar… það má jú alveg segja við fólk að það sé horað. Börn eða fullorðnir.

Frásögn Evu Rósar heldur áfram árið 2009.

Ég var 161 cm á hæð og hafði tekist (með erfiði) að ná að halda mér í 48 kg og mér leið dúndurvel svona miðað við fyrri ár.
Ég verð ófrísk og ég æli af mér amk 3 kg. Ég hætti að fara á vigtina þegar ég sá 45 kg þar til ég var komin með sýnilega kúlu og nokkuð viss um að ég hefði þyngst.

Athugasemdir og tortryggni hélt áfram í kjölfar fæðingar dóttur hennar, en þá átti Eva Rós aftur erfitt með að halda þyngd.

„Ertu ekki örugglega að borða nóg?“

„þú verður að borða meira svo þú mjólkir vel“

„þú ert ennþá eins og beinagrind“

og það besta

„hvernig hafðiru pláss fyrir barn svona hrikalega horuð“
(við geymum auðvitað barnið í fitunni en ekki í leginu 😂)

Hún segir að áberandi margir í samfélaginu geri ráð fyrir að það sé val þeirra sem eru „of grannir“ að vera þannig – og heldur áfram í kaldhæðnum tón:

Hvaða 10 ára krakki vill ekki vera kallaður beinagrind og tannstöngull?

Hvaða nýbakaða móðir vill ekki vera sökuð um að borða of lítið til að mjólka – vegna þess hversu mittismjó hún er?

Það er auðvitað ekkert nema væll að tala um fordóma gagnvart „of“ grönnu fólki því allir vilja jú vera spurðir hvort þeir séu ekki að borða nóg, allir vilja vera kallaðir tannstönglar eða mjónur eða horrenglur, er það ekki?

Það er draumurinn að þurfa að vera alltaf meðvitaður um það að beinin sjást þar sem þau sjást ekki hjá öllum.

Að lokum segir Eva Rós:

Ef ég hefði verið sterkari karakter þegar ég var 10 ára eða 20 ára hefði ég viljað segja þessu fólki að troða bara sjálft í sig mat og hætta að uppnefna mig fyrir það sem ég ræð ekkert við.
Fullorðið fólk á að vita betur
Ágústa Eva á að vita betur…

Glódís tottar hann en fær ekki fullnægingu sjálf – „Samt finnst mér þetta ótrúlega fullnægjandi og heitt“

Kæra Ragnheiður Ég er ekki beint að leita ráða, er frekar bara forvitin og langar að heyra álit þitt. Þannig er mál með vexti að í rúmt ár hef ég átt „vin“. Við kynntumst á Tinder og eftir smá spjall og daður ákváðum við að hittast. Til að gera langa sögu stutta þá varð ekkert úr neinu þegar við hittumst, hann er mjög myndarlegur og sexý en vissi fullvel af því svo ég skellti í lás og vildi ekkert með hann hafa. Svo var ég stundum að sjá hann á djamminu en lét eins og ekkert væri. Seinna sendir hann… Lesa meira

María – „Hann lamdi mig bara nokkrum sinnum þegar ég var ólétt“

„Það er svo merkilegt að ég man ekki eftir einu einasta svefnherbergi sem við áttum.Við bjuggum saman á óteljandi stöðum, enda var mjög mikilvægt fyrir hann að slíta markvisst á öll tengsl þar sem ég var farin að festa rætur.“ Gloppur í minni eru algengar meðal einstaklinga sem hafa upplifað ofbeldi og tengist oft einhverju sem er hreinlega of erfitt að muna. Í tilfelli Maríu Hjálmtýsdóttur á gleymskan rætur í ofbeldissambandi sem varði að hennar sögn í 18 ár. María var 18 ára þegar sambandið hófst. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en hlaut íslenskan ríkisborgararétt eftir 5 ára búsetu… Lesa meira

Netverjar bregðast við nýjum „sokkasandölum“ frá Gucci

Twitter notendur eru að missa sig yfir nýjum skóm frá tískurisanum Gucci. Nordstrom tísti nýlega auglýsingu fyrir skóna og í kjölfarið brugðust netverjar við þessum svokölluðu „sokkasandölum.“ Viðbrögð eins og „BÍDDU. HVAÐ ER ÞETTA?“ og „omfg af hverju?“ voru mjög vinsæl og átti fólk yfir höfuð erfitt með að skilja þessa skó. The Gucci Sock Sandal: For the woman whose fluid protoplasm body must be poured into a semblance of human flesh.https://t.co/SLsuYfFyZS — Alexander Freed (@AlexanderMFreed) March 17, 2017 Ummmmm.......what? Is this serious? https://t.co/XlNJq1t3cj — Lindsey Phillips (@ElleTrain934) March 17, 2017 What is this nonsense? https://t.co/EoJF3ZXcft — Anders (@mccflute) March… Lesa meira

Óskar Freyr: „„Að svipta barn foreldri sínu er ofbeldi og illvirki gegn barninu“

„Í mörg ár... Allt of mörg ár hef ég skrifað um forsjár og umgengnismál og það ofbeldi sem á sér víða stað í þeim málum. Við erum komin aðeins á veg með þessi mál. Það er búin að vera umræða um að þetta er raunverulegt ofbeldi sem á sér stað. En nú ætla ég að nefna nýja stöðu. Sama ofbeldið, bara mun erfiðari staða.“ Svona hefst pistill Óskars Freys Péturssonar, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Óskar heldur áfram og segir okkur sögu af konu og manni sem fella hugi saman. „Konan er nýbúin að eignast barn og… Lesa meira

Bolir og blek fyrir eistun á þér

Desæna og Glacier Ink verða með viðburð á efri hæðinni á Sake barnum, Laugavegi 2 í Reykjavík, laugardaginn 25. mars kl. 14:00-23:00. Þar verða þau að hanna, flúra 18+ og prenta boli á staðnum. Einnig verður boðið upp á gervitattoo fyrir yngra fólkið eða þá sem vilja prufukeyra hugmyndina fyrst. Fólki er boðið að koma og kíkja til þeirra með hugmynd sem þau umbreyta síðan í grafík og útfæra á boli, sem húðflúr eða gervihúðflúr. Ágóðinn rennur til styrktar Mottumars, ekki er hægt að greiða með pening eða korti heldur leggur fólk beint inn á Mottumars reikninginn. Hér má sjá… Lesa meira

Glimmer, slagorð og pínulitlar töskur – Freyr Eyjólfs tekur okkur í kennslustund í tískustraumum

Glimmer, slagorð og pínulitlar töskur - þetta er meðal þess sem Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður segir að verði í tísku næsta vor en hann lætur tískuvikuna í París ekki fram hjá sér fara. Freyr er búsettur í Frakklandi og stundum má heyra hann flytja fréttir þaðan á Rás 2. Á mánudaginn kynnti hann fyrir hlustendum hvaða tískustraumar verða ríkjandi á árinu. Lestu meira: Götutískan á tískuvikunni í París Við fengum góðfúslegt leyfi hjá útvarpsmanninum/tískulögregluþjóninum til að birta þessa samantekt: Mér er ekkert mannlegt óviðkomandi. Ég fylgist grannt með tískuvikunni í París og tók saman 13 atriði fyrir vorið 2017. Konur! Þetta er… Lesa meira

Fæðingarsaga Andreu: „Til allra mæðra þarna úti, þið eruð hetjur“

Andrea Sólveigardóttir deilir hér fæðingarsögu sinni frá því að hún eignaðist dóttur sína sem er nú sjö mánaða gömul. Hún var á báðum áttum hvort hún ætti að deila henni en ákvað ríða á vaðið, hún sagði fyrst sögu sína á Króm.is og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hana. Fæðingarsaga Andreu Ég er búin að vera á báðum áttum um hvort ég ætti að deila fæðingasögunni minni. Í fyrsta lagi var ég ekki viss um hvort að einhver myndi hafa áhuga á að lesa hana og svo er þetta rosalega persónuleg upplifun og var ég ekki viss hvort ég væri tilbúin að… Lesa meira

Nýjustu fréttir af meðgöngu Beyoncé

Það styttist óðum í tvíbura Beyoncé og Jay Z og heimsbyggðin getur varla beðið. Þetta er önnur meðganga Beyoncé og tekur þessi meðganga meira á heldur en sú fyrri þegar hún gekk með Blue Ivy sem er orðin fimm ára. Heimildarmaður E!News segir að þó að Beyoncé „sé orkuminni þessa meðgöngu,“ þá sé hún ekki að láta það eyðileggja reynsluna. https://www.instagram.com/p/BRzJh3OAnBA/?taken-by=beyonce Hún elskar að vera ófrísk, segir heimildarmaðurinn. Söngkonan viðheldur heilsusamlegu mataræði en leyfir sér að svindla á því þegar hún vill. Hún leyfir sér að borða það sem hún vill og hefur ekki tekið þyngdaraukningunni sem neikvæðum hlut. Hún er örugg í… Lesa meira

Veikur gullfiskur gat ekki flotið þannig hann fékk lítinn „hjólastól“

Taylor Dean er 19 ára Youtube-ari sem býr til fræðslu- og dýramyndbönd. Hún deildi mynd af gullfisk í „hjólastól“ og netverjar eru að missa sig. Taylor fékk myndina senda frá vini sínum, Derek, sem vinnur í fiskabúð. Nýlega kom kúnni til Dereks með gullfisk sem var með sjúkdóm, swim bladder disease, sem gerir að verkum að hann getur ekki stjórnað flotkraftinum sínum. Bored Panda greinir frá þessu. Það virkaði ekki að breyta mataræðinu eða vatninu hjá fiskinum þannig Derek ákvað að ganga skrefinu lengra til að hjálpa litla gullfiskinum, hann bjó til einskonar „hjólastól“ fyrir hann. Færsla Taylor hefur gengið… Lesa meira

Emilía var ung brúður: „Fyrir mér er mun stærra skref að eignast barn með einhverjum heldur en hjónaband “

Emilía Björg Óskarsdóttir giftist manni drauma sinna, honum Pálma, sumarið 2007. Þau voru búin að vera saman í fjögur ár og vissu að þau ættu að vera saman að eilífu. Hún segir frá þessu í pistli á Króm.is. Emilía var alltaf búin að sjá fyrir sér að hún yrði ung brúður. Svo er ég líka mjög skipulögð og því var þetta allt saman í „réttri“ röð, segir Emilía og bætir við að það séu eflaust einhverjir ósammála um hver rétta röðin er en fyrir henni er röðin: að búa fyrst saman, svo gifta sig og svo koma börnin. Þegar Emilía… Lesa meira

Magnea hlakkar til að sjá öll litlu atriðin smella – RFF 2017

Magnea Einarsdóttir er fatahönnuðurinn á bak við merkið MAGNEA sem er eitt þeirra sem við fáum að sjá á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu næstu helgi. Magnea hefur vakið athygli fyrir nýstárlega efnishönnun og notkun á íslensku ullinni. Sýning Magneu er í Silfurbergi / Hörpu á föstudagskvöldið kl. 21. Eins og aðrir hönnuðir sem taka þátt í RFF þetta árið er Magnea sjúklega upptekin við að leggja lokahönd á sýninguna sína - við náðum þó að stoppa hana í nokkrar mínútur til að svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörðu svo vel Magnea! Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í… Lesa meira

Fólk er að missa sig yfir ofurkrúttlegum myndum frá ungbarna heilsuhæli

Eftir langan dag þá er stundum það eina sem mann vantar langt heitt bað og gott nudd, hvað þá ef þú ert ungbarn. Baby Spa Perth í Ástralíu býður upp á hágæða vatnsmeðferð og nudd aðeins fyrir ungbörn sem eru undir sex mánaða gömul. Heilsuhælið er meira að segja með þeirra eigin flotbúnað sem kallast „the Bubby.“ Myndir frá ungbarna heilsuhælinu eru að ganga um netið og fólk er að missa sig yfir krúttleikanum. Instagram síða heilsuhælsins er komin með yfir tólf þúsund fylgjendur. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. „The Bubby“ gerir að verkum að börnunum líður vel og eru… Lesa meira