Hafdís María: „Ég hef eytt mörgum árum í að hata allt við útlit mitt“

Í hvert skipti sem ég sest niður og ætla að skrifa blogg, þá eyði ég að minnsta kosti góðum 15 mínútum í það eitt að sitja fyrir framan tölvuskjáinn og reyni að finna eitthvað til að skrifa um.
Það eina sem ég fann að ég vildi deila í þetta skipti er smá saga um hvernig við lítum á okkur sjálf.
Sú hugmynd kom út frá því að fyrir nokkrum vikum lét mamma mín mig fá gamla mynd af mér, mynd sem var tekin í einu fjölskyldufríinu okkar til Spánar (minnir mig) fyrir einhverjum árum síðan.
Einnig kom þessi hugmynd út frá allri umræðunni sem hefur verið um geðheilbrigðikerfið á Íslandi nýlega, en það er samt pistill einn og sér fyrir annan tíma.

Í langan tíma og í nokkur skipti, sat ég og horfði á þessa mynd.
Það eru ekki til margar myndir í albúmum af mér frá því á unglingsárunum, ástæðan er einfaldlega sú að ég tók þær allar og skemmdi þær á einn eða annan hátt þegar ég var yngri. (Ég veit, það var ólýsanlega illa gert af mér, aðallega út af því að jafnvel þó ég vildi ekki eiga þessar myndir, þá gæti mögulega fjölskyldan mín viljað eiga þær.)
Ég hataði að láta taka myndir af mér, ég hataði að sjá myndir af mér.
Ég hataði hvernig ég leit út.

Ögra sjálfri sér

Það fyrsta sem mig langaði til að gera, eftir að mamma lét mig fá þessa mynd, var að skemma hana.
En í staðinn ákvað ég að setja hana upp á hillu þar sem ég myndi ekki rekast á hana aftur í einhvern tíma (einfaldlega út af því hversu gleymin ég er).
Svo nokkrum dögum seinna kom upp svona “memory” á facebook. Minning sem innihélt enn aðra mynd af mér frá tíma sem ég vil ekki eiga myndir frá.
Yfirleitt deili ég nú langflestum minningum sem koma upp á Facebook, því þær innihalda oftar en ekki eitthvað sem tengist dóttur minni.
En ég deildi þessari.
Til að ögra sjálfri mér aðeins.

Þetta hljómar kannski ekki eins og eitthvað sem gæti kallast afrek, sérstaklega ef þú þekkir ekki tilfinninguna að geta ekki horft í spegil.
En fyrir mér var þetta stórt, ég hef alltaf viljað fela hvernig ég var á þessum tíma, hvernig ég leit út og hvernig manneskja ég var almennt.

Ég ætla ekki að sitja hérna og skrifa einhvern sorgar pistil um hvernig mér leið á þessum tíma, ég ætla að deila þessari mynd sem poppaði upp á Facebook með ykkur og segja nokkra hluti um hana, if you don´t mind. Ég myndi deila með ykkur myndinni sem tekin var á Spáni en ég einfaldlega kann ekki að setja hana inn í tölvu, þar sem hún kom úr albúmi.

Fyrsta myndin er tekin sirka 2008 (ef ég man rétt).
Miðju myndin er síðan 2015.
Síðasta myndin er tekin á þessu ári.

Reynir að vera jákvæð gagnvart líkama símum eftir barnsburð

Það er stórt fyrir mig að deila þessari mynd á svona stórum vettvangi. Það er kannski ekki stórt fyrir alla, en ég kýs að gefa sjálfri mér smá klapp á bakið fyrir það.
Ég hef reynt að temja mér að vera jákvæð í hugsun þegar það kemur að líkama mínum og útliti eftir að ég eignaðist dóttur. Það gleður mig að segja frá því að það gengur betur en ég átti von á.
Ég hef eytt mörgum árum í að hata allt við útlit mitt, reynt að fela það eða dreifa athyglinni frá því.
Þess vegna eru það alltaf fyrstu viðbrögð mín, þegar ég rekst á svona gamlar myndir, að reyna að fela þær, skemma þær eða að minnsta kosti ekki deila þeim með neinum.
En hvernig get ég kennt dóttur minni að elska sinn eigin líkama ef ég held áfram einhverri hegðun, sama hversu lítil hún er, sem gefur það til kynna að ég skammist mín enþá á einhvern hátt ?
Ég get það ekki.
Það er mín skoðun.

Átröskun, áfengi og eiturlyf

Á þeim tíma sem fyrsta myndin fyrir ofan er tekin, þá var ég föst í átröskunnarhyldýpi, drakk allt of mikið,  var að taka fyrstu skrefin sem leyddu mig út í eiturlyfjaneyslu, skar mig og skaðaði á fleiri vegu. Það var ekki til einn einasti jákvæði hlutur við mig í mínum huga, hvorki í tengslum við líkamlega eða andlega hluti. Ég gat ekki farið út úr húsi án þess að mála mig (sem hefði verið allt í lagi ef ég hefði kunnað að mála mig almennilega !) og forðaðist spegla eins og ég gat. Nokkur áföll dundu á mér og ég hafði engin tól til að takast á við þau.

Á þeim tíma sem miðju myndin er tekin var ég tiltölulega nýkomin úr hrikalega slæmu sambandi sem tætti allt sjálfstraust úr mér. Ég var dofin og tóm og algjörlega hætt að kunna að elska sjálfa mig. Þar af leiðandi átti ég mjög erfitt með að tengjast stelpunni minni á þessum tíma og var mjög augljóslega ekki búin að læra neitt um hvernig væri best að tækla heiminn sem einstæð mamma.

Byggja upp sjálfstraustið

Á þeim tíma sem síðasta myndin var tekin var ég búin að vera í mikilli sálfræðimeðferð til að fá loksins einhver verkfæri til þess að byggja mig upp. Ég fékk loksins allar mínar greiningar settar niður, svart á hvítu, eftir langt og ruglandi ferli í gegnum geðheilbrigðiskerfið. Ég hafði ekki snert eiturlyf í rúmlega 6 ár. Ég var búin með langan tíma af því að vera einstæð móðir og var búin að byggja upp sterkt og gott samband við dóttir mína. Ég var, í eitt af fáu skiptunum á ævinni, að ná að halda vinnu og standa mig vel í henni. Ég var farin að elska sjálfa mig meira og læra að kunna að meta allt sem ég er og allt sem ég hafði. Í dag er það ótrúlega sjaldgæft að ég máli mig og ef ég geri það þá er það eitthvað spes tilefni.

Ég hef enga góða línu eða setningu fulla af innblæstri til þess að enda þennan pistil á.
Ég get sagt það að þetta er maraþon, ekki spretthlaup.
Ég get sagt að þetta verður betra.
Ég get sagt að hjálpin er til staðar.
En það er í rauninni ekki málið.
Allar hugsanir sem tengjast öllum þessum slæmu hlutum eru enn til staðar hjá mér. Þær fara aldrei. Þú lærir að svara þeim, lærir að hætta að trúa þeim, lærir í raun að lifa með þær langt í bakgrunni.
Þetta er ævilangt ferli sem maður þarf að taka virkan þátt í til þess að halda því við.

Ferlið er erfitt,
en það getur virkað.

Hafdís María er bloggari á síðunni Öskubuska.is og snappar undir notandanafninu: nautn

Stranger Things – Biðin er löng en verður þess virði

Ein vinsælasta þáttaröð ársins er önnur þáttaröð Stranger Things og þegar er búið að gefa grænt ljós á þá þriðju og fjórðu. Ljóst er þó að aðdáendur þurfa að bíða góða stund eftir þeirri næstu, en þriðja þáttaröð kemur ekki í sýningu fyrr en árið 2019. „Þetta pirrar aðdáendur okkar hvað það tekur langan tíma að gera hverja þáttaröð,“ segir David Harbour, sem leikur Hopper lögreglustjóra. Hann telur þó að sama hversu lög biðin verði, þá verði hún þess virði og Duffer bræður vinni eins hratt og þeir geti til að hún verði að veruleika. „Eins og allir góðir hlutir,… Lesa meira

Jólagjöfin fyrir þann sem á allt – Tebollar með móðgandi áletrun

Núna getur þú gefið gjöf (eða boðið gestum þínum upp á te/kaffi heima) og í leiðinni móðgað þá á fallegan máta. Miss Havisham hefur gefið út línu af tebollum sem eru hrein snilld og móðga gestina á fallegan, en um skemmtilegan hátt. „Hættu að tala,“ „Norn“ og „Þú dugar,“ eru dæmi um áletranir bollana. Það er þó rétt að hafa í huga að leggja bara slíka bolla á borð eða gefa að gjöf handa þeim sem kann að meta þennan bleksvarta húmor. Bollana má versla hér. Lesa meira

Föndraðu fyrir jólin: Bókamerki með dúskum

Hvað er skemmtilegra í desember en að föndra saman og búa til heimatilbúnar og persónulegar gjafir. Hvort sem það er fjölskyldan saman eða börnin að gera gjafir handa vinum og ættingjum eða þú að útbúa gjafir fyrir. Á vefsíðunni Hattifant.com er hægt að nálgast þessi skemmtilegu bókamerki, sem eru tilvalin gjöf með í jólapakkann, sérstaklega ef pakkinn inniheldur bók. Lítið mál er fyrir börnin að búa þau til með smá aðstoð. https://www.youtube.com/watch?v=f-93SvQejRU Lesa meira

Ævisaga á undan brúðkaupi

Konunglegi ævisöguritarinn Andrew Morton hefur tilkynnt að hann mun skrifa ævisögu Meghan Markle áður en hún gengur upp að altarinu að giftast harry Bretaprins næsta vor. Morton ritaði ævisögu Díöu prinsessu, Diana: Her True Story. „Spenntur að skrifa sögu Meghan Markle. Hún hefur mikla útgeislun. Konungleg stjarna sem mun hafa mikil áhrif á konunglegu fjölskylduna og heimin,“ skrifar Morton á Twitter. Bókin mun bera titilinn Meghan: A Hollywood Princess og koma út 19. Apríl 2018, um mánuði fyrir brúðkaupið. Morton segir Markle vera algjöra andstæðu þeirra feimnu, settlegu brúða sem fyrir hafa verið í konunglegu fjölskyldunni og lofar aðdáendum hennar… Lesa meira

Myndband: Sjáðu kitluna fyrir aðra seríu Jessica Jones

Marvel gaf um helgina út fyrstu kitluna fyrir aðra þáttaröð Jessicu Jones. Eins og sjá má geta aðdáendur farið að hlakka til, en þáttaröðin kemur á Netlix 8. mars 2018.   "Marvel's @JessicaJones" has unfinished business. Just don't get in her way. pic.twitter.com/nkHVmMNQRU— Marvel Entertainment (@Marvel) December 9, 2017 Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 11. desember – Gjöf frá Beint í mark

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 11. desember ætlum við að gefa tvö eintök af fótboltaspilinu Beint í mark, spilinu sem allir eru að tala um. Beint í mark er fótboltaspil sem allir geta spilað. Spurningunum er skipt upp í þrjá styrkleikaflokka og því eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir. Tæplega 3000 spurningar Í spilinu eru tæplega 3000 fótboltaspurningar úr öllum áttum. Um er að ræða… Lesa meira

Elka Long situr fyrir svörum: Hvatvís og athyglissjúk sex barna móðir og snappari

Elín Katrín Long Rúnarsdóttir er myndlistakona, hönnuður án réttinda, húsmóðir, dóttir, systir, vinkona og snappari. „Ég er alltaf kölluð Elka Long, sem er stytting sem sagt tveir fyrstu stafirnir úr báðum nöfnunum mínum. Ég á sex yndislega falleg og frábær börn.“ „Ég er búin að taka viðtöl við fullt af áhugaverðu fólki og panta viðtöl við enn fleiri, er að búa til poster, og að hanna og búa til kertastjaka, nag og snuddubönd. Ég er líka alltaf að finna leiðir til að auglýsa mig betur og koma mér og mínu á framfæri enda athyglissjúk með eindæmum. Ég hanna undir vörumerkinu… Lesa meira

Myndband: Notar „Faceswap“ til að líkja eftir söngvurum We Are The World

DJ Rhett heldur úti síðu á Facebook þar sem hann birtir reglulega myndbönd sem lífga upp á hversdaginn og gleðja. Í þeim leikur hann eftir fjölda þekktra einstaklinga á ýmsan máta, með því að nota filtera á Snapchat, gerist eftirherma eða annað. Í myndbandinu hér, sem er að vísu ekki nýtt af nálinni, notast hann við það „Faceswap live“ viðbótina og líkir eftir fjölda söngvara sem komu fram í laginu We Are The World frá árinu 1985. Hér má meðal annars sjá Stevie Wonder, Michael Jackson, Bruce Springsteen, Paul Simon, Diana Ross og Cindy Lauper. Einnig „skutlar“ hann með yngri… Lesa meira

Stjörnumerki: Hverjir eru eiginleikar þeirra?

Hverjir eru eiginleikar stjörnumerkjanna? Kannast þú við þig, maka, vini eða ættingja í þessari lýsingu á eiginleikum stjörnumerkjanna? Fiskarnir eru blíðir, fjölhæfir, fórnfúsir, hæfileikaríkir, klárir, listrænir, ljúfir, með sterkt ímyndunarafl, nærgætnir, óútreiknanlegir, skapandi, skilningsríkir, tilfinningaríkir, umburðarlyndir, viðkvæmir, vingjarnlegir, viðsýnir og þægilegir. Hrúturinn er athafnasamur, bráðþroska, duglegur, einlægur, fljótfær, framkvæmdaglaður, hreinskilinn, hvatvís, kappsfullur, kraftmikill, líflegur, orkumikill, sjálfstæður, skemmtilegur, stórtækur og uppátækjasamur. Nautið er áreiðanlegt, blítt, duglegt, framkvæmdaglatt, friðsamt, gæflynt,heimakært, hlédrægt, jarðbundið, með sterka einbeitingu, nautnabelgur, náttúrubarn, raunsætt, rólegt, skynsamt, trygglynt, varkárt, verndandi, vingjarnlegt og þrjóskt. Tvíburinn er bráðþroska í hugsun, félagslyndur, fjörugur, forvitinn, glaðlegur, glaðlyndur, hress, líflegur, málglaður, prakkari, skarpur, skemmtilegur… Lesa meira

Rihanna í sokkapari sem kostar yfir 100 þúsund krónur

Ert þú ein/n af þeim sem þolir ekki að fá mjúka pakka að gjöf, hvað þá ef pakkinn inniheldur sokkapar? Líklegt er að þú myndir þá breyta um skoðun ef pakkinn inniheldur sokkaparið sem Rihanna klæðist hér, því parið kostar 1340 dollara eða tæpar 140.000 kr. Um er að ræða hvíta sokka frá Gucci með kristöllum í og voru þeir fyrst sýndir á í Miami á tískusýningunni Resort fyrir árið 2018. https://www.instagram.com/p/BcXm-PFDKQm/ https://www.instagram.com/p/BcXgU6gDT3N/ Hver veit nema við munum fljótlega sjá Fenty sokkalínu frá Rihönnu, en Fenty snyrtivörulínan og Fenty Puma x Rihanna línan hafa þegar fengið frábærar viðtökur.     Lesa meira

Notendur Twitter lýsa árinu 2017 í fjórum orðum og það er ekki jákvætt

Það eru þrjár vikur eftir af árinu 2017 og fólk er þegar byrjað að taka saman yfirlit yfir það besta og versta sem árið færði okkur. Notendur Twitter eru þar engin undantekning en fjölmargir notendur hafa tekið sig til og dregið árið saman í aðeins fjórum orðum.   Is He Gone Yet? #2017In4Words pic.twitter.com/I0iTkVXQb1 — BrokenPromisedLand (@VoteAngryNow) November 18, 2017 Election of Ignorant Bully#2017In4Words pic.twitter.com/tHIG7zRRci — Jenius (@PersianCeltic) November 18, 2017 Too many terror acts 😔 #2017In4Words — Josh (@jaythashooter) November 18, 2017   Make Obama President Again! #2017In4Words pic.twitter.com/zbOWMjVdJU — Allyn Beake (@AllynBeake) November 18, 2017 #2017In4Words Your idol's… Lesa meira

Kæri jólasveinn: iPhone eða mandarína?

Nú eru jólasveinar á fullu að raða í pokann skógjöfum fyrir börnin og styttist í að þeir skelli pokanum á bakið og arki til byggða, einn af öðrum. Það er rétt að þeir lesi orð Davíðs Más Kristinssonar áður en þeir leggja í hann. Og ef að netsambandið til fjalla er eitthvað stirt, þá geta kannski foreldrar barnanna skilað þessu til þeirra. Jólin nálgast með öllu tilheyrandi og jólasveinarnir 13 verða bráðum reiðubúnir að koma til byggða með ýmislegt í pokum sínum fyrir að setja í alla þessa skó í gluggunum. Ef einhverjir af jólasveinunum eru í tölvufæri upp í… Lesa meira