Hafdís María: „Ég hef eytt mörgum árum í að hata allt við útlit mitt“

Í hvert skipti sem ég sest niður og ætla að skrifa blogg, þá eyði ég að minnsta kosti góðum 15 mínútum í það eitt að sitja fyrir framan tölvuskjáinn og reyni að finna eitthvað til að skrifa um.
Það eina sem ég fann að ég vildi deila í þetta skipti er smá saga um hvernig við lítum á okkur sjálf.
Sú hugmynd kom út frá því að fyrir nokkrum vikum lét mamma mín mig fá gamla mynd af mér, mynd sem var tekin í einu fjölskyldufríinu okkar til Spánar (minnir mig) fyrir einhverjum árum síðan.
Einnig kom þessi hugmynd út frá allri umræðunni sem hefur verið um geðheilbrigðikerfið á Íslandi nýlega, en það er samt pistill einn og sér fyrir annan tíma.

Í langan tíma og í nokkur skipti, sat ég og horfði á þessa mynd.
Það eru ekki til margar myndir í albúmum af mér frá því á unglingsárunum, ástæðan er einfaldlega sú að ég tók þær allar og skemmdi þær á einn eða annan hátt þegar ég var yngri. (Ég veit, það var ólýsanlega illa gert af mér, aðallega út af því að jafnvel þó ég vildi ekki eiga þessar myndir, þá gæti mögulega fjölskyldan mín viljað eiga þær.)
Ég hataði að láta taka myndir af mér, ég hataði að sjá myndir af mér.
Ég hataði hvernig ég leit út.

Ögra sjálfri sér

Það fyrsta sem mig langaði til að gera, eftir að mamma lét mig fá þessa mynd, var að skemma hana.
En í staðinn ákvað ég að setja hana upp á hillu þar sem ég myndi ekki rekast á hana aftur í einhvern tíma (einfaldlega út af því hversu gleymin ég er).
Svo nokkrum dögum seinna kom upp svona “memory” á facebook. Minning sem innihélt enn aðra mynd af mér frá tíma sem ég vil ekki eiga myndir frá.
Yfirleitt deili ég nú langflestum minningum sem koma upp á Facebook, því þær innihalda oftar en ekki eitthvað sem tengist dóttur minni.
En ég deildi þessari.
Til að ögra sjálfri mér aðeins.

Þetta hljómar kannski ekki eins og eitthvað sem gæti kallast afrek, sérstaklega ef þú þekkir ekki tilfinninguna að geta ekki horft í spegil.
En fyrir mér var þetta stórt, ég hef alltaf viljað fela hvernig ég var á þessum tíma, hvernig ég leit út og hvernig manneskja ég var almennt.

Ég ætla ekki að sitja hérna og skrifa einhvern sorgar pistil um hvernig mér leið á þessum tíma, ég ætla að deila þessari mynd sem poppaði upp á Facebook með ykkur og segja nokkra hluti um hana, if you don´t mind. Ég myndi deila með ykkur myndinni sem tekin var á Spáni en ég einfaldlega kann ekki að setja hana inn í tölvu, þar sem hún kom úr albúmi.

Fyrsta myndin er tekin sirka 2008 (ef ég man rétt).
Miðju myndin er síðan 2015.
Síðasta myndin er tekin á þessu ári.

Reynir að vera jákvæð gagnvart líkama símum eftir barnsburð

Það er stórt fyrir mig að deila þessari mynd á svona stórum vettvangi. Það er kannski ekki stórt fyrir alla, en ég kýs að gefa sjálfri mér smá klapp á bakið fyrir það.
Ég hef reynt að temja mér að vera jákvæð í hugsun þegar það kemur að líkama mínum og útliti eftir að ég eignaðist dóttur. Það gleður mig að segja frá því að það gengur betur en ég átti von á.
Ég hef eytt mörgum árum í að hata allt við útlit mitt, reynt að fela það eða dreifa athyglinni frá því.
Þess vegna eru það alltaf fyrstu viðbrögð mín, þegar ég rekst á svona gamlar myndir, að reyna að fela þær, skemma þær eða að minnsta kosti ekki deila þeim með neinum.
En hvernig get ég kennt dóttur minni að elska sinn eigin líkama ef ég held áfram einhverri hegðun, sama hversu lítil hún er, sem gefur það til kynna að ég skammist mín enþá á einhvern hátt ?
Ég get það ekki.
Það er mín skoðun.

Átröskun, áfengi og eiturlyf

Á þeim tíma sem fyrsta myndin fyrir ofan er tekin, þá var ég föst í átröskunnarhyldýpi, drakk allt of mikið,  var að taka fyrstu skrefin sem leyddu mig út í eiturlyfjaneyslu, skar mig og skaðaði á fleiri vegu. Það var ekki til einn einasti jákvæði hlutur við mig í mínum huga, hvorki í tengslum við líkamlega eða andlega hluti. Ég gat ekki farið út úr húsi án þess að mála mig (sem hefði verið allt í lagi ef ég hefði kunnað að mála mig almennilega !) og forðaðist spegla eins og ég gat. Nokkur áföll dundu á mér og ég hafði engin tól til að takast á við þau.

Á þeim tíma sem miðju myndin er tekin var ég tiltölulega nýkomin úr hrikalega slæmu sambandi sem tætti allt sjálfstraust úr mér. Ég var dofin og tóm og algjörlega hætt að kunna að elska sjálfa mig. Þar af leiðandi átti ég mjög erfitt með að tengjast stelpunni minni á þessum tíma og var mjög augljóslega ekki búin að læra neitt um hvernig væri best að tækla heiminn sem einstæð mamma.

Byggja upp sjálfstraustið

Á þeim tíma sem síðasta myndin var tekin var ég búin að vera í mikilli sálfræðimeðferð til að fá loksins einhver verkfæri til þess að byggja mig upp. Ég fékk loksins allar mínar greiningar settar niður, svart á hvítu, eftir langt og ruglandi ferli í gegnum geðheilbrigðiskerfið. Ég hafði ekki snert eiturlyf í rúmlega 6 ár. Ég var búin með langan tíma af því að vera einstæð móðir og var búin að byggja upp sterkt og gott samband við dóttir mína. Ég var, í eitt af fáu skiptunum á ævinni, að ná að halda vinnu og standa mig vel í henni. Ég var farin að elska sjálfa mig meira og læra að kunna að meta allt sem ég er og allt sem ég hafði. Í dag er það ótrúlega sjaldgæft að ég máli mig og ef ég geri það þá er það eitthvað spes tilefni.

Ég hef enga góða línu eða setningu fulla af innblæstri til þess að enda þennan pistil á.
Ég get sagt það að þetta er maraþon, ekki spretthlaup.
Ég get sagt að þetta verður betra.
Ég get sagt að hjálpin er til staðar.
En það er í rauninni ekki málið.
Allar hugsanir sem tengjast öllum þessum slæmu hlutum eru enn til staðar hjá mér. Þær fara aldrei. Þú lærir að svara þeim, lærir að hætta að trúa þeim, lærir í raun að lifa með þær langt í bakgrunni.
Þetta er ævilangt ferli sem maður þarf að taka virkan þátt í til þess að halda því við.

Ferlið er erfitt,
en það getur virkað.

Hafdís María er bloggari á síðunni Öskubuska.is og snappar undir notandanafninu: nautn

Britney kemst enn í skólabúninginn

Britney Spears er í fantaformi og nýlega birti hún stutt myndband á Instagram. Þar sést að hún kemst enn í skólabúninginn sem hún klæddist í myndbandi lagsins ...Baby One More Time titillagi fyrstu plötu hennar sem kom út árið 1999. https://www.instagram.com/p/BaeyD7wFYQ8/ Lesa meira

Dagný Rut er hryllileg á Hrekkjavökunni

Dagný Rut Ólafsdóttir hefur tekið þátt í hrekkjavökunni síðan árið 2008. „Ég sá hrekkjavökuball auglýst hér heima,“ segir Dagný, en hún býr í Grindavík, „og ég bara: Úhhhh! ég verð að vera með!“ Dagný Rut sér yfirleitt um gervi og förðun sjálf en hefur stundum leitað aðstoðar annarra. „Fyrir þremur árum var ég búin að vera klukkutíma að græja mig, leit svo í spegil og hugsaði: „Þetta er ekkert skeirí, þreif allt framan úr mér og byrjaði upp á nýtt,“segir Dagný Rur. Í það skipti var hún hjúkkan með vafningana. Dagný Rut velur oftast að vera ljót og skeirí og… Lesa meira

Hún var kölluð drusla – Þær sýndu henni samstöðu

Stelpurnar í 10. bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ mættu í hlýrabolum í skólann síðastliðinn fimmtudag. Það gerðu þær til að sýna samstöðu eftir að þær urðu vitni af því að nokkrir strákar í bekknum þeirra kölluðu aðra stelpu druslu á netinu. Stelpur úr skólanum hafa lent í því að vera beðnar um að „klæða sig betur“ í tíma þegar þær hafa verið á bolnum, og í þau skipti af karlkyns kennara. Þær eru því orðnar þreyttar á því að líkamar þeirra, 15 ára stelpna, séu hlutgerðir og að þeim beri einhver „skylda“ til að hylja sig til að vera ekki… Lesa meira

„Nauðgarinn var kærastinn minn – Ég kallaði hann besta vin minn“

Sú hugsun að kynferðislegt ofbeldi og áreitni gerist bara í partýum, í bænum eða þar sem flestir eru undir áhrifum. Að maður hafi verið að biðja um það, hefði ekki átt að vera svona klædd og allt það kjaftæði. Mín reynsla er ekki þannig. Nauðgarinn var kærastinn minn. Ég kallaði hann besta vin minn. Við vorum 17 ára, saman í framhaldsskóla á sömu braut. Við lærðum saman fyrir jólaprófin og fljótlega fórum við að hittast. Allt gerist frekar hratt og það leið ekki mánuður þegar hann sagðist elska mig. Þetta var svo nýtt fyrir mér og spennandi, ég hafði aldrei… Lesa meira

Netkaup sem fóru úrskeiðis – 22 sprenghlægilegar myndir

Það getur verið ansi snúið að panta sér föt á netinu þar sem ekki er hægt að máta flíkina né vita hvort hún muni líta út nákvæmlega eins og myndirnar sýna til um. Einnig er algengt að fyrirsæturnar á myndunum séu mjög grannar og langar og því erfitt að sjá fyrir sér hvernig flíkin líti út á öðrum en konum með þann vöxt. Margir hafa lent í því að fá flíkur sem virðast ekki einu sinni vera þær sömu og á myndunum. Daily Feed tók saman lista yfir 22 flíkur sem konur pöntuðu sér með misgóðum árangri.   Lesa meira

Heillandi heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur

Heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund (1940-2017) var haldin síðastliðinn sunnudag á Menningarhátíð Seltjarnarness. Fjöldi ættingja og vina Jóhönnu auk annarra gesta mættu. Vera Illugadóttir, barnabarn Jóhönnu, var kynnir. Börn Jóhönnu, barnabörn og vinir komu einnig fram, en fram komu Ásgerður Halldórsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Embla Garpsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafn Jökulsson, Jökull Elísabetarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Styrmir Gunnarsson. Höfundaverk Jóhönnu eru óvenju fjölbreytt enda fór hún sjaldnast troðnar slóðir í lífi og starfi. Í dagskránni verður dregin upp mynd af margbrotinni konu sem með eldmóði sínum og samhug hafði djúp áhrif á þá sem henni kynntust. Daníel Helgason gítarleikari og… Lesa meira

Húsráð: Svona færðu strigaskóna hvíta aftur

Við könnumst mörg við þetta, hvítu strigaskórnir okkar eru hrikalega fallegir og hvítir þar til við erum búin að nota þá einu sinni. Þeir verða aldrei jafnhvítir aftur, alveg sama hvaða húsráð við höfum reynt. Twitternotandinn @sarahtraceyy virðist hins vegar hafa fundið ráð sem virkar og deildi hún fyrir og eftir mynd af hvítu Converse skónum sínum ásamt húsráðinu sem hún notaði. Twitternotendur hafa tekið vel í póstinn og hafa yfir 9000 líkað við póstinn og yfir 1300 deilt honum áfram.     I am a miracle worker pic.twitter.com/BeivqBtdrv — halloween queen (@sarahtraceyy) October 15, 2017 Og eftir að fjöldi notenda… Lesa meira

Guðrún Huld hannaði íslenska stafrófið með nýrri nálgun

Grafíski hönnuðurinn Guðrún Huld Gunnarsdóttir ákvað að taka nýja nálgun á íslenska stafrófið og selur það nú í tveimur stærðum sem eru heimilisprýði, hvort sem er í forstofunni, barnaherberginu eða annars staðar á heimilinu. „Mig langaði að einblína á það jákvæða og er að vinna með falleg og hlý orð í stað A fyrir Api,  Á fyrir Ás, B fyrir Banani og svo framvegis þá nota ég A fyrir Alúð, Á fyrir Ást, B fyrir Bjart,“ segir Guðrún Huld. Plakatið hefur lærdómsgildi fyrir yngri kynslóðina sem og eldri og fæst í tveimur stærðum, A3 og A4, á Facebooksíðu hennar. „Margir… Lesa meira

Þeir eru rauðhærðir og naktir til styrktar góðgerðarmálum

Í nýju dagatali fyrir árið 2018 er áherslan lögð á fáklædda rauðhærða karlmenn. Tilgangurin er bæði að stemma stigu við neikvæðu áliti fólks á rauðhærðum karlmönnum og að safna til góðgerðarmála, en ágóðinn rennur til góðgerðarsamtakana STAND UP. Markmið þeirra er að berjast gegn einelti hvarvetna, en þó með áherslu á LGBT samfélagið. https://www.instagram.com/p/BaUhAoeD7Au/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaZtgJJD90L/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaYj2IajKPs/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaXTCzdDTMr/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaWj1Pkjqtc/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaOEztFj4cx/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaKeVRCg7Jb/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaH03SWjBIF/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZ1-AAijVyT/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZzMqgiDc4k/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZyYZK8DFLv/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZwlIOpjmaN/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZi8mLnjzQf/?taken-by=redhot100   Lesa meira

Kiddakvöld haldið til styrktar börnum Kristjáns

Kiddakvöld verður haldið í kvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar. Kristján Björn Tryggvason var 36 ára eiginmaður og 3 barna faðir sem lèst 19. júlí siðastliðinn eftir langa baráttu við heilaæxli. Og þar sem Kiddi var mikill stuðmaður verður haldið heiðurskvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar í kvöld þar sem ágóðinn af miðasölu rennur óskiptur til barnanna hans. Meðal þeirra sem fram koma eru: Ari Eldjárn, Einar Ágúst og Sigga Kling. Einnig verður happdrætti og fleiri uppákomur. Húsið opnar klukkan 20 með fordrykk og lèttum veitingum Aðgöngumiði er á 2.000 kr. og 2.500 kr. með happdrættismiða. Einnig er hægt að kaupa auka happdrættismiðaá 1.000… Lesa meira