Hagaðu þér eins og maður…

Ég hef áður fjallað um hvað það er að vera karlmaður og hvað einkenni hann. Þá komu fram einkenni á borð við heiðarleiki, auðmýkt, hugrekki og þrautseigja. Þetta eru vissulega allt saman góðir kostir fyrir karlmann að hafa og reyndar fyrir fólk almennt ef ég á að segja eins og er. Þessi einkenni eru heldur ekki beint hefðbundin fyrir það sem almennt vill kallast „karlmannlegt“, en það er líka ansi misjafnt hvað fólk lítur á sem karlmennsku og hvað ekki.

En hvenær er ætlast til af mönnum að haga sér eins og menn og undir hvaða kringumstæðum? Hvenær vilja konur menn sem sýna á sér mjúkar hliðar og hvenær vilja þær hreinlega að maður hagi sér í samræmi við klassísk ofurkarlmenni á borð við John Wayne og aðra í álíka kaliber. Þegar stórt er spurt…eru þó eitthvað um svör. Það ætti þó allavega að vera nokkuð ljóst að það koma stundir þar sem karlmaður á að haga sér eins og karlmaður. Það er ákveðið jafnvægi sem ber þó að hafa í huga í því samhengi, því ef maður gerir of mikið af því þá er maður í hættu á að vera álitinn ruddi, en á annað borð ef maður er of passívur gæti maður verið álitin mannleysa…og að mínu áliti fellur hvorugt sérlega vel í kramið hjá hinu kyninu.

Af þessum sökum tók ég mig til, fór aðeins að rýna í málefnið og spurðist fyrir í mínum nánasta vinahóp. Ég ætla hérna að deila með ykkur afrakstri þessarar „rannsóknar“ og reyna að varpa smá ljósi á í hvað aðstæðum menn eiga að haga sér eins og menn…

Hvað vinnuna varðar…

Hver hefur ekki heyrt talað um kynþokkafullar bissness konur sem klifra upp metorðastigann af hreint út sagt útsmognum kvenleika? Það er dæmi um einstakling sem notar það sem hún hefur sér í hag og er eitthvað sem við karlmenn ættum ekki að gleyma að gera. Fólk á að vera metið af verðleikum og karlmennska á réttum augnablikum er svo sannarlega verðleiki sem vert er að vera metinn af. Til að mynda færir það manni virðingu kollega sinna ef maður stendur fyrir sér og sínum hugmyndum.

Ákveðni á réttum augnablikum, án þess þó að vera ögrandi er mjög karlmannlegt. Maður sem er hverfull og lúffar of fljótt er til að mynda ekki einstaklingur sem er settur í hærri ábyrgðarstöðu. Þegar það kemur tími á launa- eða stöðu hækkun þá skaltu sækja hana heim af sjálfstrausti. Jafnvel þó þú fáir hana ekki þá sýnir þú ákveðið með frumkvæðinu einu saman. Sjálfstraust og fágun munu nefnilega koma þér langt á vinnumarkaðnum.

Hvað heimilið varðar…

Þegar eitthvað brotnar eða þarf að dytta að, ekki þá hringja beint í viðgerðarmann eða tengdapabba þinn sem vill svo til að er svo handlaginn. Það þykir karlmannlegt að geta lagað og dyttað að heimilinu. Karlvera sem kann eitthvað fyrir sér í hreiðurgerð þykir nefnilega sérdeilis góður kostur…þó það sé ekki nema að setja saman Ikea dót. Hér ber þó að varast að fara ekki hamförum, því ef um er að ræða verk sem er ekki á ykkar færi þá er líka mjög karlmannlegt að geta flett upp í gulu síðunum og fengið rétta manninn í verkið. Takið þátt í heimilishaldinu og sýnið það í verki að þið viljið líka búa á fallegu og hreinu heimili.

Hvað eldhúsið varðar…

Karlmenn og kjöt fara hönd í hönd. Jafnvel þó að karlmaður sé gjörsamlega vanhæfur þegar kemur að því að stíga inn í eldhúsið og elda matinn, þá finnst mér lágmark að hann kunni að meðhöndla kjöt. Þó það sé ekki nema að tileinka sér góða grilltækni eða að kunna að skera hátíðarsteikina ofan í svanga matargesti. Gott kjöt svíkur mann seint og fátt er eins karlmannlegt og kjöt.

Hvað svefnherbergið varðar…

Að haga sér eins og karlmaður þegar kemur að svefnherberginu snýst ekki alfarið um það að vera við stjórn og sýna frumkvæði. Þó það virðist vera litið svo á að við sem karlmenn eigum að sýna frumkvæði þegar kemur að slíkum málum þá er það sem betur fer ekki algilt. Karlmenn eru líka kynverur og vilja alveg jafn mikið og konur að þeim sé sýndur kynferðislegur áhugi. Nei, að haga sér eins og maður þegar kemur að svefnherberginu snýst mun frekar um að sinna því sem við kemur ánægju rekjunautar þíns.

Alvöru karlmaður er öruggur þegar kemur að kynlífi, spyr óhræddur um langanir og væntingar og fer ekki í vörn þegar honum er leiðbeint. Það er ómögulegt að vita allt um hvað kemur konu til strax frá byrjun, það þarf að læra. Munið bara að það er enginn skömm í því að kunna ekki eitthvað sem þú hefur aldrei lært. Alvöru karlmaður lætur líka konu líða eins og hún sé örugg og finnist hún geta óhrædd sagt og gert hvað sem er án þess að einhver dómur falli. Það er bara eitt rangt við kynlíf og það er að stunda það ekki…allt annað er bara smekksatriði.

Hvað heilsu varðar…

Þegar ég bjó í Chile á sínum tíma var ég mikið að kynna mér náttúrulækningar. Ég kynntist þar hreint stórkostlegum manni sem tók mig í hálfgert læri, blessuð sé minning hans. Þessi síbrosandi maður kenndi mér margt sem við kemur heilsu. Eitt af því var það að hann taldi það skyldu hvers karlmanns að huga að heilsu konu sinnar. Brjóstakrabbamein er nefnilega algengasta krabbamein kvenna sagði hann og til þess að varna því sagðist hann sitja með konuna sína í kjöltunni snúandi bakinu í sig og svo færi hann með hendurnar undir handakrikur hennar og fram til að nudda á henni brjóstin. Með sólheimaglotti sagði hann mér að það væri prýðis leið, ekki bara til að hreinsa sogæðakerfið, heldur líka til að kydda upp á hjónabandið.

Karlmenn ég mana ykkur…

Margrét Erla Maack: „Þegar fréttin um Sölku fór á flug hlógum við mamma“

Skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack segir að um helming allra skipta sem hún komi fram feli í sér dónaskap eða kynferðislegt áreiti gesta. Í pistli sem hún birtir á Kjarnanum fjallar hún um ummæli Sölku Sólar sem vakið hafa mikla athygli þar sem hún ávarpaði ónefndan veislugest sem klipið hafði í rassinn á henni rétt áður en hún steig á svið. „Þegar fréttin um Sölku fór á flug hlógum við mamma,“ segir Margét. „Hvernig ætli það verði dílað við þetta? Ætli hún fái samskonar símtal og þú, Margrét mín?“ Margrét rifjar upp atvik sem hún hefur skrifað um áður en hún… Lesa meira

Óðurinn til hlaupanna – „Flæði í lífinu og endorfínvíman sanna“

Það er mín heitasta ósk að þessi grein nái að opna augu þín, kæri lesandi, fyrir þeim yndislegu tilfinningum sem útihlaup geta gefið þér. Já útihlaup, því ég vil þú sjáir fegurðina í náttúrunni og andir að þér súrefni eins og náttúran bjó það til. Útihlaup geta verið frelsandi, þau geta leyst þig úr viðjum hversdagsins og þau geta gefið þér sigra, jafnvel þótt þú farir bara stutt hverju sinni og hlaupir hægt. Þessir sigrar snúast um að þú bætir þig í tíma, hlaupir lengri vegalengd og að þú finnir vöðva myndast og komist í heilsuhraust form. En hvað er… Lesa meira

Limur í neðanjarðarlest veldur usla – Mundir þú setjast á hann?

Sæti í neðanjarðarlestum eru venjulega rennislétt og óspennandi - nokkuð sem fólk notast við og steinhættir svo að hugsa um þegar út úr lestinni er komið. Það á þó alls ekki við um þetta sæti sem yfirvöld í Mexíkóborg hafa komið fyrir í neðanjarðarlest, og er hluti af átaki gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Sætið er með brjóstkassa, geirvörtur, nafla og kynfæri karlmanns. Með því er ætlunin að vekja athygli á þeirri sorglegu staðreynd að 9 af hverjum 10 konum í Mexíkóborg hafa upplifað kynferðisofbeldi af einhverju tagi. Í myndbandi sem fylgir átakinu sjást farþegar í neðanjarðarlestinni upplifa sætið heldur… Lesa meira

Erna Kristín – Munum eftir að einblína á það góða

Erna Kristín, hertogynjan af Ernulandi, skrifar svo skemmtilega pistla - oft um litla fjöruga strákinn sinn hann Leon Bassa. Fyrir nokkru birti hún einstaklega krúttlegan pistil á Króm, þar sem hún bloggar líka, sem fjallar einmitt um Leon Bassa. Hann er tveggja ára og ofurhress, eins og kemur greinilega í ljós í greininni. Erna Kristín veitti okkur góðfúslegt leyfi til að endurbirta greinina hér á Bleikt: Leon Bassi litli kraftmikli og duglegi strákurinn okkar fer að nálgast tveggja ára aldurinn. Flestir foreldrar hafa fengið að kynnast svokölluðu „Terrible two” aldursskeiði sem börnin taka. Leon er einstaklega virkur strákur og hefur… Lesa meira

Ofureinfaldar hnetusmjörskaramellur

Við erum að tala um 3 hráefni! ÞRJÚ! Og nánast það eina sem maður þarf að gera er bara að kveikja á örbylgjuofninum. Gæti þetta verið mikið einfaldara? Ég ætla samt að vara ykkur við einu. Ef þið fílið ekki hnetusmjör þá eru þetta ekki karamellurnar fyrir ykkur. En, ef þið fílið ekki hnetusmjör eruð þið líklegast eitthvað minna að skoða hnetusmjörsmánuðinn minn, ekki satt? Og annað sem ég ætla að vara ykkur við – þessar mjúku karamellur, eða fudge, eru hættulega góðar! Ofureinfaldar hnetusmjörskaramellur Hráefni 1 dós sæt mjólk (sweetened condensed milk) 300g hvítt súkkulaði ½ bolli gott hnetusmjör… Lesa meira

Sigrún Jóns: „Ertu í alvörunni á lausu?“

Ég er búin að vera single síðan sumarið 2014, það er að detta í þrjú ár gott fólk. Á þessum þremur árum hefur ekki á einu augnabliki hellst yfir mig eða kitlað mig sú löngun að eiga kærasta. Ekki eitt sekúndubrot. Ekki þegar myrkur vetrar og lægðir lágu yfir landinu eins og mara, yfirdrátturinn minn var í sögulegu hámarki og Útsvar var það eina í sjónvarpinu. Ekki þegar sólin sleikti Austurvöll, gylltur bjórinn dansaði í glösunum og íslenska þjóðin söng í sameiningu og samhug „Ég er kominn heim“.Og ekki einu sinni þegar single vinkonurnar duttu ein af annarri úr partýgrúppunni… Lesa meira

Hjónin Aníta og Óttar – Með forsetanum í ungbarnasundi

Aníta Estíva og maðurinn hennar Óttar Már kynntust árið 2010. Þau voru bæði að vinna á hóteli og eftir að hafa þekkst í nokkra daga spyr Óttar hvort hún vilji koma með sér í „interrail“ um Evrópu. „Ég taldi hann galinn og sagði honum að það væri ekki séns að ég ætlaði með ókunnugum manni í interrail,“ segir Aníta. Óttar sagðist ætla að panta flugið um kvöldið klukkan tíu og rétt fyrir tíu hringir Aníta og segir honum að bóka tvo miða. Þetta var að sumri til og þau lögðu af stað í ferðalagið um haustið. „Við kynntumst í raun… Lesa meira

Ótrúlega fallegir kristallar – Getur þú giskað á úr hverju þeir eru?

Þegar litið er inn í þessi stórkostlegu egg dettur manni eiginlega ekki í hug úr hverju þau eru. Þau líta út eins og fallegu steinarnir sem við sjáum stundum á steinasöfnum (eða í náttúrunni ef við erum sjúklega hressar fjallageitur). En hér eru sko engir steinar á ferð! Það er eiginlega ótrúlegt að ytra byrðið sé úr súkkulaði og glitrandi kristallarnir innan í úr sykri... Samt er það nú svo! Alex Yeatts, tvítugur bakari, er snillingurinn á bak við þessa mögnuðu matarlist - því það verður eiginlega að kalla eggin LIST, svo fögur eru þau. Eggin voru verkefni Alex og… Lesa meira

Vantar þig eitthvað að lesa? Meðmæli vikunnar frá Kollu Bergþórs

Áhugaverður krimmi Speglabókin er læsilegur og áhugaverður krimmi eftir rúmenska rithöfundinn E.O. Chirovici. Árið 1987 er virtur sálfræðiprófessor myrtur og áratugum seinna er farið að kanna málið að nýju. Þarna eru óvæntar vendingar og persónur sem hafa ýmislegt að fela. Bók sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Átakanlegar frásagnir Í Hrakningum á heiðavegum er að finna frásagnir af hrakningum manna víðs vegar á landinu á ýmsum tímum. Frásagnirnar eru gríðarlega vel skrifaðar og sumar beinlínis magnaðar. Ekki er ólíklegt að einhverjir lesendur komist við. Skyldulesning fyrir alla þá sem unna þjóðlegum fróðleik. Leiftrandi frumleiki Sjón fékk nýlega Menningarverðlaun DV fyrir Ég… Lesa meira

Langbesta skúffukakan

Þessi skúffukaka sló rækilega í gegn í Bökunarmaraþoni Blaka – svo mikið að ég bakaði hana tvisvar. Það þurfa einfaldlega allir að eiga góða skúffukökuuppskrift og þessi svínvirkar í hvert einasta sinn! Þessi uppskrift passar í litla skúffu en ef þið viljið baka hana í stóra ofnskúffu þá mæli ég með að tvöfalda hana. Langbesta skúffukakan Hráefni Skúffukaka 2 bollar Kornax-hveiti 2 bollar sykur 1/4 tsk sjávarsalt til að skreyta 230 g smjör frá MS 4 msk kakó frá Kötlu 1 bolli sjóðandi heitt vatn 1/2 bolli súrmjólk frá MS 2 stór Nesbú-egg (þeytt) 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar frá Kötlu Krem 150 g mjúkt smjör frá MS 300 g flórsykur… Lesa meira

Hvolpar sem eru of krúttlegir til að vera raunverulegir

Ef það er eitthvað sem kemur manni alltaf í gott skap þá eru það hvolpar, hvað þá þegar hvolparnir eru svo krúttlegir að maður á erfitt með að átta sig á hvort þetta sé raunverulegur hvolpur eða bara bangsi. Hér eru nokkrir hvolpar sem eru svo ótrúlega krúttlegir að það er erfitt að trúa því að þeir séu til í alvörunni. Bored Panda tók saman. #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 Kíktu hér til að sjá fleiri hvolpamyndir. Lesa meira