Hagaðu þér eins og maður…

Ég hef áður fjallað um hvað það er að vera karlmaður og hvað einkenni hann. Þá komu fram einkenni á borð við heiðarleiki, auðmýkt, hugrekki og þrautseigja. Þetta eru vissulega allt saman góðir kostir fyrir karlmann að hafa og reyndar fyrir fólk almennt ef ég á að segja eins og er. Þessi einkenni eru heldur ekki beint hefðbundin fyrir það sem almennt vill kallast „karlmannlegt“, en það er líka ansi misjafnt hvað fólk lítur á sem karlmennsku og hvað ekki.

En hvenær er ætlast til af mönnum að haga sér eins og menn og undir hvaða kringumstæðum? Hvenær vilja konur menn sem sýna á sér mjúkar hliðar og hvenær vilja þær hreinlega að maður hagi sér í samræmi við klassísk ofurkarlmenni á borð við John Wayne og aðra í álíka kaliber. Þegar stórt er spurt…eru þó eitthvað um svör. Það ætti þó allavega að vera nokkuð ljóst að það koma stundir þar sem karlmaður á að haga sér eins og karlmaður. Það er ákveðið jafnvægi sem ber þó að hafa í huga í því samhengi, því ef maður gerir of mikið af því þá er maður í hættu á að vera álitinn ruddi, en á annað borð ef maður er of passívur gæti maður verið álitin mannleysa…og að mínu áliti fellur hvorugt sérlega vel í kramið hjá hinu kyninu.

Af þessum sökum tók ég mig til, fór aðeins að rýna í málefnið og spurðist fyrir í mínum nánasta vinahóp. Ég ætla hérna að deila með ykkur afrakstri þessarar „rannsóknar“ og reyna að varpa smá ljósi á í hvað aðstæðum menn eiga að haga sér eins og menn…

Hvað vinnuna varðar…

Hver hefur ekki heyrt talað um kynþokkafullar bissness konur sem klifra upp metorðastigann af hreint út sagt útsmognum kvenleika? Það er dæmi um einstakling sem notar það sem hún hefur sér í hag og er eitthvað sem við karlmenn ættum ekki að gleyma að gera. Fólk á að vera metið af verðleikum og karlmennska á réttum augnablikum er svo sannarlega verðleiki sem vert er að vera metinn af. Til að mynda færir það manni virðingu kollega sinna ef maður stendur fyrir sér og sínum hugmyndum.

Ákveðni á réttum augnablikum, án þess þó að vera ögrandi er mjög karlmannlegt. Maður sem er hverfull og lúffar of fljótt er til að mynda ekki einstaklingur sem er settur í hærri ábyrgðarstöðu. Þegar það kemur tími á launa- eða stöðu hækkun þá skaltu sækja hana heim af sjálfstrausti. Jafnvel þó þú fáir hana ekki þá sýnir þú ákveðið með frumkvæðinu einu saman. Sjálfstraust og fágun munu nefnilega koma þér langt á vinnumarkaðnum.

Hvað heimilið varðar…

Þegar eitthvað brotnar eða þarf að dytta að, ekki þá hringja beint í viðgerðarmann eða tengdapabba þinn sem vill svo til að er svo handlaginn. Það þykir karlmannlegt að geta lagað og dyttað að heimilinu. Karlvera sem kann eitthvað fyrir sér í hreiðurgerð þykir nefnilega sérdeilis góður kostur…þó það sé ekki nema að setja saman Ikea dót. Hér ber þó að varast að fara ekki hamförum, því ef um er að ræða verk sem er ekki á ykkar færi þá er líka mjög karlmannlegt að geta flett upp í gulu síðunum og fengið rétta manninn í verkið. Takið þátt í heimilishaldinu og sýnið það í verki að þið viljið líka búa á fallegu og hreinu heimili.

Hvað eldhúsið varðar…

Karlmenn og kjöt fara hönd í hönd. Jafnvel þó að karlmaður sé gjörsamlega vanhæfur þegar kemur að því að stíga inn í eldhúsið og elda matinn, þá finnst mér lágmark að hann kunni að meðhöndla kjöt. Þó það sé ekki nema að tileinka sér góða grilltækni eða að kunna að skera hátíðarsteikina ofan í svanga matargesti. Gott kjöt svíkur mann seint og fátt er eins karlmannlegt og kjöt.

Hvað svefnherbergið varðar…

Að haga sér eins og karlmaður þegar kemur að svefnherberginu snýst ekki alfarið um það að vera við stjórn og sýna frumkvæði. Þó það virðist vera litið svo á að við sem karlmenn eigum að sýna frumkvæði þegar kemur að slíkum málum þá er það sem betur fer ekki algilt. Karlmenn eru líka kynverur og vilja alveg jafn mikið og konur að þeim sé sýndur kynferðislegur áhugi. Nei, að haga sér eins og maður þegar kemur að svefnherberginu snýst mun frekar um að sinna því sem við kemur ánægju rekjunautar þíns.

Alvöru karlmaður er öruggur þegar kemur að kynlífi, spyr óhræddur um langanir og væntingar og fer ekki í vörn þegar honum er leiðbeint. Það er ómögulegt að vita allt um hvað kemur konu til strax frá byrjun, það þarf að læra. Munið bara að það er enginn skömm í því að kunna ekki eitthvað sem þú hefur aldrei lært. Alvöru karlmaður lætur líka konu líða eins og hún sé örugg og finnist hún geta óhrædd sagt og gert hvað sem er án þess að einhver dómur falli. Það er bara eitt rangt við kynlíf og það er að stunda það ekki…allt annað er bara smekksatriði.

Hvað heilsu varðar…

Þegar ég bjó í Chile á sínum tíma var ég mikið að kynna mér náttúrulækningar. Ég kynntist þar hreint stórkostlegum manni sem tók mig í hálfgert læri, blessuð sé minning hans. Þessi síbrosandi maður kenndi mér margt sem við kemur heilsu. Eitt af því var það að hann taldi það skyldu hvers karlmanns að huga að heilsu konu sinnar. Brjóstakrabbamein er nefnilega algengasta krabbamein kvenna sagði hann og til þess að varna því sagðist hann sitja með konuna sína í kjöltunni snúandi bakinu í sig og svo færi hann með hendurnar undir handakrikur hennar og fram til að nudda á henni brjóstin. Með sólheimaglotti sagði hann mér að það væri prýðis leið, ekki bara til að hreinsa sogæðakerfið, heldur líka til að kydda upp á hjónabandið.

Karlmenn ég mana ykkur…

Guðrún Helga: „Sjálfsmyndin mín er í molum og ég bókstaflega hata sjálfa mig á hverjum einasta degi“

Smá vitundarvakning til samfélagsins, þið megið kalla mig athyglissjúka. Þið megið líka segja að ég er uppfull af sjálfsvorkunn. Fordæmið mig eins og þið viljið enda er samfélagið þekkt fyrir það. Við lifum í dag við þær aðstæður að við setjum okkur of háar kröfur. Ef ég hef ekki lokið allavega tveimur háskólagráðum, afrekað í þremur íþróttagreinum, alið upp þrjú börn og ofan á allt saman unnið 2-3 störf í einu þá er ég talin aumingi og letingi. Það er því ekki að furða að margir eru að glíma við andleg vandamál í dag og flestir þekkja því ekki fylgikvillana… Lesa meira

Lónið hverfur á þremur dögum

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Merzbacher lónið í Tien Shan fjöllunum í Kirgistan myndast úr leysingavatni. Á hverju sumri hverfur vatnið á innan við þremur sólarhringum. Vísindamenn fýsir að komast að raun um hvað veldur. Á sama tíma ár hvert myndast furðulegt fyrirbæri á landamærum Kirgistan, Kasakstan og Kína en um er að ræða Merzbacher lónið sem myndast úr leysingavatni frá jökli sem kallast Inylchek. Þegar lónið nær hámarki sínu tæmist það skyndilega og meira en 250 rúmmetrar vatns streyma úr því á örfáum dögum. Vatnið rennur… Lesa meira

Sjáðu bestu myndirnar frá ljósmyndaverðlaunum iPhone 2017

Það þarf ekki endilega flotta og dýra myndavél til að ná góðum myndum. Það var nýlega tilkynnt 2017 iPhone ljósmyndaverðlaunin og myndirnar eru ótrúlegar. Ljósmyndarar frá yfir 140 löndum tóku þátt í keppninni og kepptu í mismunandi flokkum eins og portrett, abstrakt og lífsstíll. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. #1 Dina Alfasi frá Ísrael, 1.sæti, Fólk   #2 Branda O Se frá Írlandi, 1.sæti, Ljósmyndari ársins   #3 Joshua Sarinana frá Bandaríkjunum, 2.sæti, Ferðalög   #4 Sebastiano Tomado frá New York, "Grand prize winner," Ljósmyndari ársins #5 Dongrui Yu frá Kína, 2.sæti, Dýr   #6 Magali Chesnel frá Frakklandi, 1.sæti, Tré   #7 Gabriel Ribeiro frá Brasilíu, 1.sæti, Portrett   #8 Szymon Felkel frá Póllandi, 1.sæti, Börn   #9 Barry Mayes frá Bretlandi, 3.sæti, Börn   #10 Smetanina Julia frá Rússlandi, 2.sæti, Blóm   #11 Yeow-kwang Yeo frá Singapúr, 2.sæti, Ljósmyndari ársins   #12 Maria K. Pianu frá Ítalíu, 3.sæti, „The America I Know“   #13 Varvara Vislenko frá Rússlandi, 2.sæti, Börn… Lesa meira

Par gifti sig á Taco Bell – Brúðkaupsmyndirnar koma á óvart

Þegar maður hugsar um brúðkaup þá leitar hugurinn ekki beint til Taco Bell. Margir eiga líklega erfitt með að ímynda sér að standa á móti maka sínum og játa ást sína fyrir framan ástvini á skyndibitastað. Það var hins vegar veruleikinn hjá pari sem gifti sig þann 25. júní á Taco Bell stað í Las Vegas. Brúðkaupsmyndirnar koma á óvart! Yfir 150 pör tóku þátt í Taco Bell „Love and Tacos“ keppninni. Verðlaunin voru ferð til Las Vegas þar sem sigurvegarar giftu sig á skyndibitastað Taco Bell. Dan Ryckert og Bianca Monda unnu keppnina og voru fyrsta parið til að gifta sig á Taco Bell. Brúðhjónin eru bæði rosalegir Taco Bell aðdáendur. „[Taco Bell] var reyndar eitt af fyrstu samræðunum sem við áttum saman.… Lesa meira

Tíu ára drengur hefur fundið upp snilldar tæki til að koma í veg fyrir að börn deyi í heitum bílum

Síðan 1998 hafa í kringum 712 börn dáið vegna hitaslags í Bandaríkjunum eftir að hafa verið skilin eftir í bifreiðum í miklum hita. Það þarf ekki meira en fimmtán mínútur í funheitum bíl til þess að barn hljóti lífshættulegan nýrna- eða heilaskaða af völdum hitans. Flest börn sem deyja eftir hitaslag í bíl eru undir tveggja ára aldri. Gæludýr geta einnig dáið á sama máta. Í mörgum fylkjum Bandaríkjanna er ólöglegt að skilja börn eftir í bílum. Hér má sjá forvarnarmyndband sem Northview sýsla í Missouri styrkti. Tíu ára drengur frá Texas hefur fundið upp tæki sem vonandi gerir þessi… Lesa meira

Þær kusu dauðann

Frægð og frami færa ekki ætíð lífsfyllingu. Hér er fjallað um nokkrar þekktar leikkonur sem lífið virtist blasa við en þær lifðu óhamingjusömu lífi og fyrirfóru sér. Dauði þeirra rataði í heimspressuna og aðdáendur þeirra syrgðu. Sjálfsmorð, slys eða morð? Við setjum Marilyn Monroe á listann en þó með smá fyrirvara. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles í ágústmánuði 1962, 36 ára gömul. Hún hafði tekið inn stóran skammt af töflum. Talið var langlíklegast að hún hefði framið sjálfsmorð. Einhverjir telja þó að stjarnan hafi ekki ætlað að fyrirfara sér heldur tekið í slysni of stóran skammt… Lesa meira

Ferðast til framandi pláneta í nýjum íslenskum tölvuleik

Á mánudaginn gaf íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Rosamosi út glænýjan tölvuleik fyrir snjalltæki. Leikurinn heitir Mussila Planets og er sá fjórði í Mussila leikjaseríunni þar sem músíkölsk skrímsli af ýmsum gerðum halda uppi taktinum á samnefndri ævintýraeyju. Markmið leiksins er a leysa þrautir sem gera notendum kleift að þekkja nótur, takt, hljóðfæri og þjálfa tóneyrað í skapandi leik. Lesa meira

Faðir klæðir sig og dóttur sína í búninga og tekur stórskemmtilegar myndir – Aðeins of krúttlegt

Hin níu mánaða gamla Zoe þarf ekki að sannfæra pabba sinn, Sholom Ber Solomon, um að klæðast búningum og leika. Sholom klæðir sig og dóttur sína reglulega í alls konar búninga og tekur stórskemmtilegar myndir sem hafa slegið í gegn á netinu. Hvort sem þau eru klædd sem ballerínur eða Zoe bókstaflega sem fata af kjúkling þá slá þau öll met í krúttleigheitum. „Ég ætla mér að taka myndir með henni eins lengi og hún leyfir mér,“ sagði Sholom við Daily Mail. Sjáðu þessar frábæru myndir hér fyrir neðan. Lesa meira

Börn voru spurð hvernig þau eru öðruvísi – Fallegt myndband

Þetta gæti verið með því krúttlegasta sem þú horfir á í dag, jafnvel í vikunni. Í nýlegri auglýsingu fyrir barnastöð BBC, Cbeebies, var spurt nokkur vinapör hvernig þau eru frábrugðin hvort öðru. Svörin þeirra sýna það svo sannarlega að börn sjá heiminn öðruvísi en fullorðnir. Auglýsingin hefur vakið mikla athygli og hafa yfir 29 milljón manns horft á myndbandið. Lesa meira

Eminem er kominn með dökkt hár og skegg – Hvar er hinn raunverulegi Slim Shady?!

Rapparinn Eminem hefur eiginlega alltaf litið eins út. Hugsaðu um það, hefur Eminem einhvern tíman ekki litið út eins og Eminem? Hinn raunverulegi Slim Shady er þekktur fyrir ljósa stutta hárið sitt og vel rakaða andlit. Hann hefur þó verið með dökkt hár áður en alltaf vel rakaðar mjúkar kinnar, enda auðvelt að gleyma því að hann er kominn á fimmtugsaldur. Í síðustu viku mætti Eminem á frumsýningu The Defiant Ones með dökkt hár og dökkt skegg. Hann lítur að sjálfsögðu stórglæsilega út en það er bara eitthvað svo skrýtið að sjá hann með skegg. Eminem deildi mynd af sér með… Lesa meira

Svona virkar Colorista frá L’Oréal – Myndband

Colorista hárvörulínan frá L’Oréal er loksins komin til landsins.  Colorista er stórglæsileg hárvörulína sem inniheldur allt frá permanent litum yfir í svokallaða washout liti sem skolast út eftir nokkra þvotta ásamt spreyjum og æðislegum pökkum til að gera dásamlegar balayage strípur eða tryllt ombré. Colorista Washout litirnir skolast úr hárinu eftir um það bil eina eða tvær vikur. Það eru 10 æðislegir litir í boði svo því er hægt að leika sér með liti án skuldbindingar. Ásamt Washout litunum kemur einnig í sölu svokallað Fader shampó sem hjálpar hárinu að losna við litinn fyrr sé þess óskað. Hvaða lit hefur… Lesa meira