Hagaðu þér eins og maður…

Ég hef áður fjallað um hvað það er að vera karlmaður og hvað einkenni hann. Þá komu fram einkenni á borð við heiðarleiki, auðmýkt, hugrekki og þrautseigja. Þetta eru vissulega allt saman góðir kostir fyrir karlmann að hafa og reyndar fyrir fólk almennt ef ég á að segja eins og er. Þessi einkenni eru heldur ekki beint hefðbundin fyrir það sem almennt vill kallast „karlmannlegt“, en það er líka ansi misjafnt hvað fólk lítur á sem karlmennsku og hvað ekki.

En hvenær er ætlast til af mönnum að haga sér eins og menn og undir hvaða kringumstæðum? Hvenær vilja konur menn sem sýna á sér mjúkar hliðar og hvenær vilja þær hreinlega að maður hagi sér í samræmi við klassísk ofurkarlmenni á borð við John Wayne og aðra í álíka kaliber. Þegar stórt er spurt…eru þó eitthvað um svör. Það ætti þó allavega að vera nokkuð ljóst að það koma stundir þar sem karlmaður á að haga sér eins og karlmaður. Það er ákveðið jafnvægi sem ber þó að hafa í huga í því samhengi, því ef maður gerir of mikið af því þá er maður í hættu á að vera álitinn ruddi, en á annað borð ef maður er of passívur gæti maður verið álitin mannleysa…og að mínu áliti fellur hvorugt sérlega vel í kramið hjá hinu kyninu.

Af þessum sökum tók ég mig til, fór aðeins að rýna í málefnið og spurðist fyrir í mínum nánasta vinahóp. Ég ætla hérna að deila með ykkur afrakstri þessarar „rannsóknar“ og reyna að varpa smá ljósi á í hvað aðstæðum menn eiga að haga sér eins og menn…

Hvað vinnuna varðar…

Hver hefur ekki heyrt talað um kynþokkafullar bissness konur sem klifra upp metorðastigann af hreint út sagt útsmognum kvenleika? Það er dæmi um einstakling sem notar það sem hún hefur sér í hag og er eitthvað sem við karlmenn ættum ekki að gleyma að gera. Fólk á að vera metið af verðleikum og karlmennska á réttum augnablikum er svo sannarlega verðleiki sem vert er að vera metinn af. Til að mynda færir það manni virðingu kollega sinna ef maður stendur fyrir sér og sínum hugmyndum.

Ákveðni á réttum augnablikum, án þess þó að vera ögrandi er mjög karlmannlegt. Maður sem er hverfull og lúffar of fljótt er til að mynda ekki einstaklingur sem er settur í hærri ábyrgðarstöðu. Þegar það kemur tími á launa- eða stöðu hækkun þá skaltu sækja hana heim af sjálfstrausti. Jafnvel þó þú fáir hana ekki þá sýnir þú ákveðið með frumkvæðinu einu saman. Sjálfstraust og fágun munu nefnilega koma þér langt á vinnumarkaðnum.

Hvað heimilið varðar…

Þegar eitthvað brotnar eða þarf að dytta að, ekki þá hringja beint í viðgerðarmann eða tengdapabba þinn sem vill svo til að er svo handlaginn. Það þykir karlmannlegt að geta lagað og dyttað að heimilinu. Karlvera sem kann eitthvað fyrir sér í hreiðurgerð þykir nefnilega sérdeilis góður kostur…þó það sé ekki nema að setja saman Ikea dót. Hér ber þó að varast að fara ekki hamförum, því ef um er að ræða verk sem er ekki á ykkar færi þá er líka mjög karlmannlegt að geta flett upp í gulu síðunum og fengið rétta manninn í verkið. Takið þátt í heimilishaldinu og sýnið það í verki að þið viljið líka búa á fallegu og hreinu heimili.

Hvað eldhúsið varðar…

Karlmenn og kjöt fara hönd í hönd. Jafnvel þó að karlmaður sé gjörsamlega vanhæfur þegar kemur að því að stíga inn í eldhúsið og elda matinn, þá finnst mér lágmark að hann kunni að meðhöndla kjöt. Þó það sé ekki nema að tileinka sér góða grilltækni eða að kunna að skera hátíðarsteikina ofan í svanga matargesti. Gott kjöt svíkur mann seint og fátt er eins karlmannlegt og kjöt.

Hvað svefnherbergið varðar…

Að haga sér eins og karlmaður þegar kemur að svefnherberginu snýst ekki alfarið um það að vera við stjórn og sýna frumkvæði. Þó það virðist vera litið svo á að við sem karlmenn eigum að sýna frumkvæði þegar kemur að slíkum málum þá er það sem betur fer ekki algilt. Karlmenn eru líka kynverur og vilja alveg jafn mikið og konur að þeim sé sýndur kynferðislegur áhugi. Nei, að haga sér eins og maður þegar kemur að svefnherberginu snýst mun frekar um að sinna því sem við kemur ánægju rekjunautar þíns.

Alvöru karlmaður er öruggur þegar kemur að kynlífi, spyr óhræddur um langanir og væntingar og fer ekki í vörn þegar honum er leiðbeint. Það er ómögulegt að vita allt um hvað kemur konu til strax frá byrjun, það þarf að læra. Munið bara að það er enginn skömm í því að kunna ekki eitthvað sem þú hefur aldrei lært. Alvöru karlmaður lætur líka konu líða eins og hún sé örugg og finnist hún geta óhrædd sagt og gert hvað sem er án þess að einhver dómur falli. Það er bara eitt rangt við kynlíf og það er að stunda það ekki…allt annað er bara smekksatriði.

Hvað heilsu varðar…

Þegar ég bjó í Chile á sínum tíma var ég mikið að kynna mér náttúrulækningar. Ég kynntist þar hreint stórkostlegum manni sem tók mig í hálfgert læri, blessuð sé minning hans. Þessi síbrosandi maður kenndi mér margt sem við kemur heilsu. Eitt af því var það að hann taldi það skyldu hvers karlmanns að huga að heilsu konu sinnar. Brjóstakrabbamein er nefnilega algengasta krabbamein kvenna sagði hann og til þess að varna því sagðist hann sitja með konuna sína í kjöltunni snúandi bakinu í sig og svo færi hann með hendurnar undir handakrikur hennar og fram til að nudda á henni brjóstin. Með sólheimaglotti sagði hann mér að það væri prýðis leið, ekki bara til að hreinsa sogæðakerfið, heldur líka til að kydda upp á hjónabandið.

Karlmenn ég mana ykkur…

Þraut: Stendur þú þig betur en ljóskan?

Sú mýta hefur lengi loðað við ljóskur að þær séu ekki alveg jafn gáfaðar og konur eru almennt. Fjöldi bóka, kvikmynda, sjónvarpsþátta og brandara eru til um þessa mýtu.  Ljóskurnar hafa samt bara gaman af þessu, því þær vita manna best að háralitur segir ekkert til um gáfnafar. En nú getur þú lesandi góður athugað hvort að þú sért klárari en ljóskan í neðangreindum brandara/prófi sem er eins konar Viltu vinna milljón í ljóskuútgáfunni. - Hve lengi varaði Hundrað ára stríðið? * 116 ár * 99 ár * 100 ár * 150 ár Blondínan segir: Pass. - Frá hvaða landi… Lesa meira

„Stórkostlegasta ævintýri lífs míns“ segir Joe Manganiello um Ísland

Það má vel vera að hann hafi heillað okkur á hvíta tjaldinu með heillandi brosi, magavöðvum og leikhæfileikum, en það var náttúra Íslands sem heillaði leikarann Joe Manganiello í nýlegri ferð hans hingað til lands í byrjun nóvember. „Ég elska náttúruna og það eru fáir staðir í veröldinni sem eru með jafnóspillta náttúru og Ísland. Hann og nokkrir vinir hans héldu hingað til lands og ljóst er af myndum að þeir fóru sannkallaða ævintýraferð um landið. KC Deane, atvinnuskíðamaður og fjallahjólreiðakappi sá um að skipuleggja ferðina og með í för var ljósmyndari DV, Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem tók allar myndir… Lesa meira

Fallegar fitnessdrottningar á bikarmóti

Bikarmótið í fitness fór fram síðustu helgi í Háskólabíói. 96 keppendur kepptu á stórglæsilegu móti. Konurnar kepptu í 12 flokkum og sigurvegari mótsins verður að teljast Bára Jónsdóttir, sem var að keppa í fyrsta sinn í módelfitness, en hún fór heim með þrenn verðlaun: hún byrjaði á að sigra byrj­enda­flokk­inn, síðan yfir 168 cm flokkinn og að lokum hún verðlaun sem sigurvegari yfir heildarkeppnina. Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki. Alda Ósk Hauksdóttir varð sigurvegari í olympíufitness. Bára Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness yfir 168 sm, Sunneva Torres í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í… Lesa meira

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis er ómetanlegt. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.     Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum… Lesa meira

Merkismenn í útgáfuboði Manns nýrra tíma

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út. Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.   Lesa meira

Þraut: Ert þú einn af fáum sem fær rétta niðurstöðu?

Meðfylgjandi þraut hefur vakið mikla athygli á Facebook á undanförnum dögum og sitt sýnist hverjum um hvert rétt svar er. Á myndinni má sjá hamborgara, bjór og vínflöskur, sem öll hafa sitt tölugildi og liggja fyrir ákveðnar upplýsingar sem eiga að hjálpa einstaklingum að finna hvert rétt svar er. En sitt sýnist hverjum um hvert rétta svarið er.  Ert þú með lausnina? Tjáðu þig hér að neðan. Lesa meira

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi. „Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“ Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft. „Þetta veldur… Lesa meira

Stælir fræga fólkið með hlutum sem hann á heima

Tom Lenk er best þekktur fyrir hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer, sem sýndir voru á árunum 1997 – 2003, en þar var hann í hlutverki Andrew Wells. Leikarinn er í dag 41 árs og núna vekur hann mikla athygli á Instagram þar sem hann líkir eftir stíl og myndum sem teknar eru af fræga fólkinu, fyrirsætum og tískusýningarmódelum. Wells notar hluti sem hann á heima hjá sér til að líkjast fyrirmyndinni sem best og úr verður bráðfyndin myndasería.   Lesa meira

Ljósmynd Finns vekur athygli á Daily Mail – Hesturinn tvífari Sia

Vefsíðan Dailymail í Bretlandi birti í byrjun nóvember hestamynd sem Finnur Andrésson áhugaljósmyndari tók og sagði hestinn líkjast mjög áströlsku söngkonunni Sia. Bæði væru með sömu hárgreiðsluna sem hyldi augu þeirra. Finnur er búsettur á Akranesi og tók myndirnar þar, segir að hesturinn skemmtilegi hafi svo sannarlega lífgað upp á daginn hjá honum. Hesturinn bæði ullaði og „hló“ svo sást í tennurnar þegar Finnur smellti af. „Íslenski hesturinn er með einstakan karakter,“ er haft eftir Finni á Dailymail. „Ég var á rúntinum með myndavélina á Akranesi að leita að dýrum til að mynda. Ég sá hestinn við veginn og byrjaði… Lesa meira

Björn Lúkas með silfur á heimsmeistaramóti í MMA

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson endaði með silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA, en hann keppti til úrslita núna fyrir stuttu í millivigt. Úrslitabardaginn var á móti svíanum Khaled Laallam. Björn Lúkas er búinn að klára fimm bardaga á sex dögum, fjóra bardagana sem hann vann vann hann í 1. lotu. Úrslitabardaginn fór hinsvegar í þrjár lotur. Björn Lúkas er 22 ára. Björn Lúkas sló út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Svíþjóð. Hann mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferð vann Björn Lúkas Fionn… Lesa meira

Inga Hlín hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards fyrir konur í viðskiptum

Verðlaunin eru veitt konum sem hafa skarað fram úr í viðskiptum eða sem stjórnendur í atvinnulífi um allan heim og voru nú veitt í 14 sinn. Inga Hlín hlaut gullverðlaun sem frumkvöðull ársins, silfurverðlaun sem stjórnandi ársins, og silfur sem kona ársins í flokki stjórnvalda og stofnanna fyrir störf sín hjá Íslandsstofu síðustu ár. „Ég er ótrúlega þakklát og glöð með þennan heiður en ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á þeim árangri sem við höfum náð með samtakamætti allra þeirra sem koma að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Undanfarin ár hafa fyrirtæki og hið opinbera… Lesa meira