„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)
Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu
Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

thumb image

Jólakvíði og jólarómantík

Þegar þessar línur eru settar á blað er aðventan að ganga í garð og brátt styttist í jólin. Um stræti og torg eru allir á ferð og flugi með hugann við jóla undirbúninginn, það er verið að baka og kaupa og skreyta og gleðjast með vinum og vandamönnum og jólastemmningin margrómaða læðist að. En það Lesa meira

thumb image

Stormsveitir Star Wars í jólaskapi

Nú líður að frumsýningu nýjustu Star Wars kvikmyndarinnar og sumir eru spenntari en aðrir. Jólin eru líka að koma og margir komnir í jólaskap – það á sannarlega við um þessa stormsveitarmenn sem tóku til hendinni nýlega og settu upp jólatré með samstilltu átaki.                       Lesa meira

thumb image

5 mínútna karamellusósa sem allir geta gert

Um helgar er nánast undantekningarlaust ís á borðum á þessu heimili….já og kannski alveg oftar en um helgar. Heit sósa er dásamleg og er hægt að búa hana til úr ýmsu hráefni. Einfaldast er að bræða einhverja tegund af súkkulaði eða karamellum í bland við smá rjóma og gott að blanda saman einu og öðru Lesa meira

thumb image

Greip til örþrifaráða þegar hún hafnað honum á Tinder

Stundum þarf ekki nema eitt stefnumót til að sjá að tveir einstaklingar eiga ekki samleið. Þó það geti verið erfitt að hafna einhverjum er enginn ástæða til að draga það á langinn. Þetta hugsaði Lauren Crouch þegar hún neitaði manni sem hún hafði kynnst á Tinder um annað stefnumót. „Ég þoli ekki að senda svona skilaboð Lesa meira

thumb image

Rannsókn sýnir að konur með húðflúr hafa betra sjálfstraust

Hingað til hefur verið vitað og ritað um að húðflúr geta myndað tengingu milli fólks með svipuð áhugamál. Við vitum að þau geta verið valdeflandi og líka að húðflúr geta hjálpað fólki að ná aftur tengingu við líkama sinn. Ný rannsókn hefur nú sýnt fram á að húðflúr geta líka verið eflandi fyrir sjálfstraust. Rannsóknin Lesa meira

thumb image

Ræman: Falið leyndarmál með íslenska hönnun

Verslunin Ræman á Nýbýlavegi er ótrúlega falleg og þar er hægt að versla vandaða og flotta íslenska hönnun. Búðina reka hönnuðurnir sjálfir, Svava Grímsdóttir og Heiðrún Björk Jóhannsdóttir. Svava hannar fatnað undir merkinu Evuklæði en Heiðrún sem kölluð er Heiða hannar undir merkinu Ísafold design. Þær eru með verslunina og verkstæði sitt í sama húsnæðinu Lesa meira

thumb image

Fríða í Curvy hvetur konur til að prófa nýjungar

Nú eru jól og áramót framundan og ekki seinna vænna en að fara að huga að sparifötunum. Jólahátíðin er í uppáhaldi hjá mörgum enda sá tími sem mikið er um að vera og gaman að klæða sig upp fyrir jólahlaðborðin og hátíðina sjálfa. Þær konur, sem ekki eru í „réttu“ stærðinni gætu reyndar fundið það Lesa meira

thumb image

Júlía er í vanda: Fær hún fullnægingu eða ekki?

Þannig er að ég get ekki fengið fullnægingu. Ég á kærasta og hann er duglegur að fróa mér, eða reyna það. Fyrst er þetta voðalega gott, svo fæ ég einskonar kippi, og get ekki almennilega hamið þá, þannig að allt fer í að láta þá hætta. Svo hættir þetta í rauninni að vera svo gott Lesa meira

thumb image

Þessi kennari er til fyrirmyndar

Chris Ulmer er kennari í Keystone Academy í Flórída, þar sem hann kennir börnum með sérþarfir. Hann byrjaði á að nota fyrstu 10 mínúturnar á hverjum morgni til að hrósa hverjum og einum nemanda og gefa þeim fimmu. Áhrifin sem þetta hafði á nemendurna voru mögnuð. „Eftir tvær vikur byrjuðu nemendurinir að hrósa hver öðrum Lesa meira