„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“
06.03.2013 Aðsendar greinar

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

Ritstjórn
01.10.2014

Hvort er verra að fæða barn eða fá spark í punginn?

fæðing

Lengi hafa konur og karlar grínast með það hvort það sé verra að fæða barn eða fá spark í punginn. Er þetta eitt af mörgu sem kynin deila um en ótrúlega erfitt er að svara þessu fyrir víst þar sem við getum ekki upplifað bæði. Hér er ein áhugaverð nálgun á þessa stóru spurningu og...

Ritstjórn
01.10.2014

Leyniverkefni Kim Kardashian

cara og kim

Kim Kardashian West er að vinna að einhverju ótrúlega leynilegu verkefni í augnablikinu. Með henni í þessu verkefni eru ofurfyrirsætan Cara Delevingne og stílistinn Katie Grand. Ekki er vitað meira um það hvað þær eru að gera en þetta gæti verið ný auglýsingaherferð eða myndataka fyrir bók eða tímarit. Kim og Cara eru báðar ómálaðar...

Linda Baldvinsdottir
01.10.2014

Hugleiðingar Lindu: Þar sem líf barna er einskis metið

Mynd/Getty

Ég ætla ekki að fjalla um stríðsátökin á Gasa svæðinu, eða réttara sagt, ætla ekki að taka afstöðu með neinum þar. Það eru aðrir sem það gera. Ég ætla hinsvegar að tala um það sem ég fæ ekki skilið í mannlegu eðli og taka sterka afstöðu til mannslífa… Ég sá mynd á netinu um daginn,...

Ritstjórn
01.10.2014

Ekki láta staðalmyndir rugla þig

29-9-2014 10-18-05

Bæði konur og karlar lenda í því að vera dæmd út frá útliti sínu, kyni, kynþætti eða kynhneigð. Fólk er sett í ákveðinn flokk bara vegna húðflúra, líkamsgata og háralits. Ljósmyndarinn vildi benda á þessar staðalýmindir sem hafa áhrif á það hvernig einstaklingar sjá aðra. Fólk hugsar ekki um árangur, persónuleika eða lífsstíl. Þess í...

Berglind gotteri.is
01.10.2014

Uppskrift: Kryddbrauð

kryddbrauð

Á dögum sem þessum er notalegt að vera inni, baka eitthvað gómsætt og horfa á rigninguna úti. Starfsdagar, fræðsludagar og vetrarfrí eru yfirvofandi og er einmitt einn slíkur í dag hér í Mosfellsbænum. Eldri dóttir mín er orðin ansi liðtæk í eldhúsinu og bakaði hún ásamt systur sinni kryddbrauð úr Disney bókinni sem var líka...

Ritstjórn
01.10.2014

Brúðarkjóll sem komst í Heimsmetabókina

453449329

Brúðarkjóll í Kína var að slá heimsmet og er nú lengsti brúðarkjóll í heimi en slóðinn á kjólnum er rúmir fjórir kílómetrar á lengd. Það var hópur í Chengdu í Kína sem gerði kjólinn og hann er 55 kíló á þyngd. Kostaði í kringum 800 þúsund að búa kjólinn til en það virðist allt hafa...

Ritstjórn
01.10.2014

6 hlutir sem þú vissir kannski ekki um Beyoncé plötuna

"On The Run Tour: Beyonce And Jay-Z" - Paris, France - September 12, 2014

Söngkonan Beyoncé gaf óvænt frá sér plötuna Beyoncé um miðja nótt þann 13.desember á síðasta ári. Kom platan öllum að óvörum en auðvitað voru aðdáendur söngkonunnar í skýjunum með þennnan óvænta glaðning. Með plötunni fylgdu myndbönd fyrir hvert einasta lag og þótti ótrúlegt að hún hafi verið gerð án þess að það kæmist í fjölmiðla....

Ritstjórn
01.10.2014

Vann 200 milljónir í lottói en býr enn heima hjá mömmu

lottó

Hana dreymdi um að eignast hvítan Range Rover en hefur ekki enn tekið bílpróf. Hún keypti sér nýtt hús en býr enn í tveggjaherbergja íbúð með móður sinni. Sólarferð með vinunum varð aldrei annað en umræðuefni. Draumarnir voru stórir og miklir þegar hún vann 200 milljónir í lottói á síðasta ári en lítið hefur gerst....

Ritstjórn
01.10.2014

Svona lítur Cara Delevingne út án þekktu augabrúnanna

cara

Eins og við höfum áður sagt frá eru fáar fyrirsætur með jafn frægar augabrúnir og Cara Delevingne. Í sýningu Givenchy á tískuvikunni í París mætti Cara á tískupallinn með aflitaðar augabrúnir. Búið var að setja hyljara yfir þær líka svo úr fjarska virtist hún alveg augabrúnalaus. Ljósar augabrúnir hafa verið áberandi á tískusýningum í smá tíma...

Ritstjórn
01.10.2014

Fegrunaróhöpp sem flestar kannast við

200277469-001

Að snyrta sig, plokka, greiða og farða getur tekið mikinn tíma. Það er að hluta til þess vegna sem við sleppum því ef við getum. Allar þær sem eru vanar að nota hárgreiðslutæki, förðunarvörur og plokkara hafa upplifað einhvers konar óhöpp eða væg slys við það.  Hér eru tíu algeng óhöpp sem margar stúlkur og...

Aðsendar greinar
30.9.2014

Að fæðast sem barn alka

166263579

„Við veljum okkur ekki fjölskyldu en við getum valið okkur vini.“ Einn dag í september árið 1994 fæddist ég. Ég á tvo eldri bræður og eina yngri systur. Við systkinin ólumst öll upp hjá foreldrum okkar á heimili okkar í Reykjavík. Ég hef aldrei talað um þetta við neina manneskju sem ég ætla að segja...

Ritstjórn
30.9.2014

Verstu viðbrögðin þegar einhver segir „Ég elska þig“

ást_cover

Ástin er yndisleg og allt í kring um okkur, en eins dásamleglegar tilfinningar og ástin leiðir af sér getur hún líka sært mann meira en nokkuð annað. Það er aldrei auðvelt að játa ást sína á einhverjum í fyrsta skipti – að segja „Ég elska þig“ og meina það svo innilega að hjartað þitt verður eins og postulín...

Ritstjórn
30.9.2014

Hversu oft er starað á brjóstin á þér á degi hverjum? Myndband

Mynd/Getty

Flestar konur kannast örugglega við að karlar og konur gjói stundum augunum á brjóstin eða jafnvel stari bara á þau. Margir karlar halda að konur taki ekki eftir þessu en það er alrangt hjá þeim, þær taka vel eftir þessu sama hversu laumulega er farið. Til að rannsaka hversu oft þetta gerist var kona fengin...

Aðsendar greinar
30.9.2014

Lítil hjörtu

133973972

Í dag sat ég á biðstofu og heyrði börn tala saman. Þau voru að skipuleggja afmæli fyrir bekkinn sinn. Mikið var spjallað og hugmyndum fleygt á milli. Þau ákveða að bjóða bekknum og hlakka mikið til, þó kemur allt í einu spurning frá öðru barninu. - Eigum við að bjóða Gunnu? Barnið setur upp fyrirlitningarsvip...

Ritstjórn
30.9.2014

Ungt fólk og krabbamein

30-9-2014 10-57-53

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, fagnar 15. afmælisári sínu og stendur að því tilefni fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Ungt fólk og krabbamein“.  Afmælismálþingið fer fram í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins á stofndegi Krafts, sjálfum afmælisdeginum, þann 1. október n.k. klukkan 13:00 – 17.00 Málþingið er öllum opið og er markmið...

Ritstjórn
30.9.2014

„Er ekki kominn tími á að breyta þessari tísku?“

sylvía briem

Bloggarinn Sylvía Dagmar Briem Friðjónsdóttir skrifaði í morgun eftirtektaverðan pistil á Femme um þá tísku stúlkna að verða eins mjóar og þær geta. Markmiðið er allaf að breyta sér og ná einhverju markmiði og þá verði þær hamingjusamar, en það er ekki svo. Flestar þessar stúlkur halda áfram að berjast við staðalmyndir, utanaðkomandi þrýsting, lélega...