„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)
Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu
Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

thumb image

Disney prinsessur endurgerðar… sem pylsur

Í gegnum tíðina höfum við fengið að sjá Disney prinsessur í ýmsum búningum – en þetta hlýtur að vera allra furðulegasta útfærslan á þessum vinsælu persónum. Anna Hezel og Gabriella Paiella hjá matarvefnum LuckyPeach eru meistararnir á bakvið prinsessupylsurnar. Þetta hlýtur að vera skotheld leið til að fá börnin til að borða matinn sinn. Aríel Lesa meira

thumb image

Suki Waterhouse setur kók í hárið á sér

Ef þig langar að prófa nýja og ódýra leið til þess að breyta hárinu á þér ættir þú hugsanlega að fylgja í fótspor fyrirsætunnar og leikkonunnar Suki Waterhouse. Segist hún ná frábærri útkomu ef hún hellir ákveðnu gosi í hárið á sér. „Ég hreinsa hárið á mér með kóki stundum,“ sagði Suki við US Weekly. Lesa meira

thumb image

Þetta skilja allar óvæmnar stelpur

Það eru ekki allar konur fyrir væmni og tal um tilfinningar. Ekki allar konur gráta yfir Notebook og fá tár í augun þegar einhver játar ást sína. Hér eru nokkur atriði sem þessar óvæmnu stelpur ættu að kannast við: Tilhugsunin um væmna rómantíska gamanmynd heillar ekki og þú grést ekki yfir Notebook Þú forðast ofur-tilfinningaríka Lesa meira

thumb image

„Algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um“

Verkir, órói, eirðarleysi, pirringur eða óstöðvandi hreyfiþörf. Kannast þú við eitthvað af þessum einkennum? Þá skalt þú lesa áfram!  Eirðarleysi í fótleggjum (e. Restless legs syndrome) hefur stundum verið kallað „algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um“ og er þeirri ábendingu beint bæði til almennings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega fyrst lýst Lesa meira

thumb image

„Fish gape“- Pósan sem hefur tekið við af „duck face“

Það hefur verið mjög vinsælt hjá stelpum að pósa með stút á munninum þegar teknar eru myndir. Þessi pósa fékk nafnið „duck face“ og var Kim Kardashian West ein af þeim sem var dugleg að nota hana. Núna er þó algengara að konur stilli sér upp með annarri pósu, svokallað“fish gape.“ Þessi pósa er ólík Lesa meira

thumb image

Matthew McConaughey gjörbreyttur í nýju hlutverki

Margir muna þá tíð þegar Matthew McConaughey var svokallaður hjartaknúsari og lék í kvikmyndum á borð við The Wedding Planner og Failure to Launch. En síðustu ár hefur hann skipað sér sess fjölhæfustu og hæfileikaríkustu leikurum Hollywood. Í kringum 2010 sagði hann skilið við rómantískar gamanmyndir og hóf leit að fjölbreyttari hlutverkum. Árið 2013 hlaut Lesa meira

thumb image

Húðflúr brúðhjóna minnir óneitanlega á íslenskt fyrirtæki

Fólk reynir sífellt oftar að fara ótroðnar slóðir og sýna frumlegheit þegar kemur að brúðkaupshefðum. Margir hafa leyft giftingahringjum að víkja fyrir fallegum húðflúrum – og hjónin Aleigh Shields og Jason Lee Denton eru þar engin undantekning. Til að fagna brúðkaupsheitunum lögðu þau hringana á hilluna og fengu sér falleg húðflúr. Aleigh deildi mynd af Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Hollar haframjölsbollur

Hver elskar ekki nýbakaðar brauðbollur? Hér er á ferðinni uppsrift að brauðbollum sem ég hreinlega elska. Þær  eru hollar og ótrúlega bragðgóðar og á mínu heimili er slegist um síðustu bolluna…..svo mikið kósý eitthvað! Hollar haframjölsbollur 2 dl haframjöl 1 ½ dl sólkjarnafræ 1 ½ dl hörfræ 6 dl vatn 5 dl súrmjólk 1 (11.8 Lesa meira