„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)
Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu
Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

thumb image

Uppskrift: Klikkuð ostadýfa úr aðeins þremur hráefnum

Það þarf ekki að vera flókið að fá sér eitthvað alveg einstaklega gómsætt. Þessi bragðgóða ostadýfa er tilvalinn á laugardagskvöldi, hvort sem þú ætlir að sitja heima og horfa á sjónvarpið eða vera vinsælasta manneskjan í partýinu. Þú þarft ekki nema þrjú hráefni í þessa dýfu og það tekur enga stund að búa hana til. Lesa meira

thumb image

Nokkrar gildar ástæður til að „deita“ einhvern með húðflúr

Einu sinni voru húðflúr helst kennd við sjómenn, karla í mótorhjólaklúbbum og uppreisnarseggi. Það er löngu liðin tíð. Það þykir ekki tiltökumál að láta flúra sig þessa dagana en þegar litið er til aldamótakynslóðarinnar eru fjórir af hverjum tíu með húðflúr. Af þeim sem hafa látið flúra sig er helmingur með tvö eða fleiri. Hér Lesa meira

thumb image

Hversu mikill hipster ert þú?

Ef þú vilt vita fyrir víst hvort þú ert hipster eða ekki þá er þetta prófið fyrir þig. Ef þú vilt vita hversu mikill hipster þú ert í raun þá er þetta prófið fyrir þig. Eigum við ekki bara að segja, að sama hvernig fer, þá er þetta prófið fyrir þig. Gangi þér vel!

thumb image

Það sem flestir gagnrýna við eigin líkama er í raun fullkomlega eðlilegt

Flestir upplifa einhvers konar óánægju með sjálfa sig og eigin líkama á einhverjum tímapunkti. En léleg sjálfsmynd er viðvarandi vandamál sem allt of margar konur glíma við. Meira en helmingur þrettán ára stúlkna eru óánægðar með líkama sinn. Sú tala hækkar upp í tæp áttatíu prósent við sautján ára aldur. Markaðurinn þrífst að mörgu leyti Lesa meira

thumb image

Kim og Kanye rifust um litinn á kjólnum eins og allir aðrir

Ef þú hefur opnað tölvuna þína eitthvað síðustu tvo sólahringina hefur kjóllinn væntanlega ekki farið framhjá þér. Þessi umdeilda flík sem skipti heiminum í fylkingar hlaut „hashtaggið“ #TheDress og var heitasta umræðuefni gærdagsins um allan heiminn. Allir tókust á um hvort kjóllinn væri svartur og blár eða gylltur og hvítur á lit. Stjörnuparið Kim Kardashian Lesa meira

thumb image

Vakir þú frameftir? Sjö áhugaverðar staðreyndir um nátthrafna

Sumir vakna eldhressir á hverjum morgni á meðan aðrir vilja sofa út. Sumir fara snemma í háttinn á meðan aðrir vaka frameftir. Sumir eru svokallaðir morgunhanar en aðrir eru nátthrafnar. Ef þú ert á meðal þeirra síðarnefndu eru hér nokkrar staðreyndir sem gætu vel átt við þig.   Nátthrafnar eru meira skapandi en morgunhanar Það Lesa meira

thumb image

Brúðguminn fór með brúðkaupsheit fyrir þriggja ára stjúpdóttur sína: Ótrúlega hjartnæmt myndband

Á brúðkaupsdeginum sínum flutti NASCAR ökuþórinn Brian Scott brúðkaupsheit ekki aðeins  til einnar mikilvægustu konunnar í lífi sínu heldur tveggja. Þær eru brúðurin, Whitney Kay og þriggja ára dóttir hennar Brielle. Athöfnin fór fram á fallegum vetrardegi í smábænum McCall í Idaho fylki í Bandaríkjunum, í janúar 2014 Myndband úr athöfninni hafði legið í ár Lesa meira

thumb image

Another Creation, EYLAND, JÖR, MAGNEA, Scintilla og SIGGA MAIJA á Reykjavík Fashion Festival 2015

Miðasala er hafin á Reykjavík Fashion Festival sem fram fer í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi dagana 12.-15.mars næstkomandi. Sex íslenskir hönnuðir sýna á hátíðinni í ár. Þeir eru eftirfarandi: Another Creation, EYLAND, JÖR by Guðmundur Jörundsson, MAGNEA, Scintilla og SIGGA MAIJA. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Hörpu á eftirfarandi hér. Miðaverð er 11.990 Lesa meira