„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)
Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu
Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

thumb image

Kelly Osbourne birti símanúmer meintrar hjákonu pabba síns

Stuttu eftir að tilkynnt hafði verið um skilnað Sharon og Ozzy Osbourne kviknuðu orðrómar um framhjáhald Ozzy. Aðspurð um skilnaðinn við söngvarann sagði Sharon meðal annars, „Ég er 63 ára og get ekki lifað svona lengur,“ en bætti við að „hann hefur gefið mér ótrúlegt líf og þrjú falleg börn og ég elska hann.“ Því Lesa meira

thumb image

Sverrir og Fjallabræður tóku tónhækkunaráskorun: „Það má ekki taka sig of alvarlega“

Söngvarinn Sverrir Bergmann og hluti Fjallabræðra tóku skemmtilegri áskorun á dögunum. Við höfum oft heyrt Sverri taka háar nótur en þetta toppar sennilega allt.  Þessi skemmtilega tónhækkunaráskorun var á vegum Netgíró og útkoman var alveg ótrúleg. „Textann fengum við sendan og ég bjó til lagið. Mér fannst þetta fyndið og skemmtilegt og ákvað að slá til,“ sagði Lesa meira

thumb image

Sara Silverman: Nauðsynlegt að setja lög um sjálfsfróun karla

Hvenær kviknar nýtt líf. Er það þegar sáðfruma mætir eggi eða nokkrum vikum síðar. Kannski miklu fyrr? Umræða um fóstureyðingar reynist oft flókin og stormasöm en þeir sem eru mótfallnir þeim kæra sig gjarnan kollótta um réttindi kvenna. Líkt og þær tapi yfirráðum yfir eigin líkama þegar sáðfruma mætir eggi, hvort sem það er viljandi, Lesa meira

thumb image

Helsti veikleiki Valdimars er leti: „Ég reyni að hreyfa mig allavega fjórum sinnum í viku“

Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár, Maraþonmaðurinn. Valdimar ákvað að breyta sínum lífsstíl eftir að hann dreymdi að hann væri dáinn, var það sparkið sem hann þurfti. Valdimar, sem er þrítugur, ætlar að taka á ofþyngd sinni, kæfisvefni og almennt versnandi heilsu. Í samtali við Bleikt segist hann hafa gert breytingar á mataræði Lesa meira

thumb image

Eldra fólk hlustar á Lemonade með Beyonce: Sjáðu viðbrögðin

Það er ekki alltaf sem eldri kynslóðin skilur áhugamál unga fólksins. Í gegnum aldirnar hafa hinir eldri iðulega sýnt tónlistarsmekk þeirra yngri lítin áhuga og jafnvel litið á tónlistina sem eintóman hávaða. Þetta á auðvitað ekki við alla og er í sjálfu sér ákveðin staðalímynd. En umsjónarmenn YouTube þáttarins Elders React fengu eldra fólk til að koma Lesa meira

thumb image

Þegar ævintýrin verða að raunveruleikanum: Disney prinsessur í móðurhlutverkinu

Hvað gerist eftir að Disney myndirnar klárast og stafirnir birtast á skjánum? Hvernig verður lífið hjá Disney prinsessunum eftir að draumar þeirra hafa ræst eða þær hafa fundið draumaprinsinn sinn. Listamaðurinn Isaiah Keith Stephens teiknaði nokkrar þekktar prinsessur sem mæður og var útkoman virkilega skemmtileg. Hann birti teikningar sínar á síðu Cosmopolitan í tilefni mæðradagsins og Lesa meira

thumb image

Besta dansatriði sem sést hefur í DWTS þáttunum – Sjáðu myndbandið!

Heyrnalausa fyrirsætan Nyle DiMarco átti stórkostlegt augnablik í nýjum þætti af Dancing With the Stars og fékk fullt hús stiga frá dómurunum. Carrie-Ann Inaba gekk svo langt að segja að þetta væri flottasti dansinn sem sést hefði í öllum 22 þáttaröðunum. Nyle vann raunveruleikaþættina Americas Next Top Model og hefur svo núna slegið í gegn í þessum vinsælu dansþáttum. Lesa meira

thumb image

10 heilsufarslegir kostir þess að drekka sítrónuvatn

Ef þú vilt vakna hressari á morgnanna mælum við með því að prófa sítrónu vatn – sem mörgum þykir betri kostur en kaffibolli. Volgt vatn með sítrónu er ómissandi hluti af heilbrigðri morgunrútínu og flestir sem hafa vanið sig á að drekka það geta ekki hugsað sér að snúa til baka. Á vefnum brightside.me er Lesa meira

thumb image

Snæfríður er sjónskert og þarf hjálp: „Síðan hvenær eru allir fatlaðir með eins þarfir?“

Snæfríður er hress og dugleg táningsstúlka sem leggur sig fram í námi og það hefur árangur hennar sannað. Hún þarf á smávægilegri aðstoð að halda, vegna þess að hún er með skerta sjón, en bæjarfélag hennar virðist ekki tilbúið til að veita þá aðstoð. Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar, hefur vakið athygli á málinu en tilraunir Lesa meira