„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi”

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)
Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu
Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are”

thumb image

Rihanna gengur til liðs við Kanye West og Paul McCartney

Rihanna gaf síðast út plötuna Unapologetic árið 2012 og hafa því margir beðið óþreyjufullir eftir nýju efni frá söngkonunni. Margir búast við því að söngkonan sendi frá sér plötu á árinu en nú hefur hún gefið út eitt splunkunýtt lag. pic.twitter.com/8EAjjf4yMy — Rihanna (@rihanna) January 25, 2015 Þar gengur hún til liðs við þá Kanye Lesa meira

thumb image

Brjóstagjöf nýbura: Kostir, áhrif og leiðbeiningar

Brjóstagjöf fyrstu vikurnar: Í þessu hraða samfélagi, sem við búum í, er tengslamyndun milli móður og barns, sem hefst strax við fæðingu, mjög mikilvæg. Brjóstagjöfin er ein sú besta gjöf, sem okkur hefur verið gefin og er óviðjafnanleg aðferð til samskipta milli móður og barns. Þegar litla barnið leggur höfuð sitt að brjósti móður sinnar og Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Einföld bláberja & oreo skyrkaka

Þessi uppskrift að skyrköku með bláberjum og oreo kexi. Uppskriftin hér fyrir neðan dugir fyrir fjóra til sex einstaklinga en það er lítið mál að stækka hana. Uppskrift:  1 peli rjómi 2 bláberja skyr.is oreo eftir smekk Aðferð:  1.  Rjóminn er þeyttur, og skyrinu bætt útí og hrært hægt í nokkrar sek 2. Oreo er Lesa meira

thumb image

Af hverju fær fólk exem?

Hvað er Exem ? Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Atopískt Exem er algengasta tegundin og er algengast hjá börnum. Orsök atopísks exems er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt (Atopic merkir að viðkomandi er viðkvæmur fyrir ofnæmisvökum). Talið er að þrír af hverjum tíu sem leita til Lesa meira

thumb image

Æskuvinir komu saman á ný í baráttu við krabbamein

Þau höfðu ekki talast við í tíu ár, en þegar hin 21 árs gamla Joanna Meadows komst að því að æskuvinur hennar hafði greinst með heilakrabbamein hafði hún samband við hann með það sama. Neil Vines starfaði sem einkaþjálfari þegar hann greindist með æxli í heila árið 2012. Síðan þá hefur hann gengist undir margar Lesa meira

thumb image

Axel Þór: „Jóga bjargaði lífi mínu“

Axel Þór Axelsson leið áður mjög illa bæði andlega og líkamlega. Hann var mjög neikvæður en færsla á Facebook átti eftir að breyta lífi hans til hins betra. Vinkona Axels setti inn stöðuupfærslu um jóganámskeiðið Ofurhetjurnar hjá Jónínu Björgu og ákvað hann að slá til og prófa. Er þetta ákvörðun sem hann sér ekki eftir Lesa meira

thumb image

Nýjasta tíska fyrir hugrakka karlmenn

Hekluð teppi hafa lengi verið vinsæl og þótt falleg viðbót í stofuna. Það er ekki amalegt að geta gripið í þau þegar maður vill hafa það sérstaklega kósí í sófanum. En af hverju ekki að hafa það kósí allan daginn og hvert sem þú ferð? Buxur og stuttbuxur búnar til úr gömlum hekluðum teppum er Lesa meira