„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“
06.03.2013 Aðsendar greinar

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

Ritstjórn
22.7.2014

Fékk inngöngu í einn virtasta leiklistarskóla Bandaríkjanna:„Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi“

22-07-2014 23-22-25

Bríet Ósk Kristjánsdóttir hefur svo sannarlega tilefni til að fagna þessa dagana en hún fékk nýlega inngöngu inn í einn virtasta leiklistarskóla Bandaríkjanna, American Academy of Dramatic Arts sem staðsettur er í Los Angeles.  Margir af þekktustu leikurum heims hafa numið við skólann og má þar nefna Adrien Brody, Anne Hathaway, Paul Rudd, Danny Devito,...

Ritstjórn
22.7.2014

Munurinn á sambandi og skyndikynnum

shutterstock_59753182

Nú er sumar og rómantíkin liggur í loftinu. Sólin gerir andrúmsloftið aðeins léttara og tilfinningarnar eiga auðveldara með að koma fram. Allt þetta auðveldar okkur að kynnast hinu kyninu og förum við þá stundum fljótt í samband. Þegar við hittum nýjan einstakling er þó mikilvægt að átta sig á því hvenær hlutirnir eru alvarlegir og hvenær þeir...

Ritstjórn
22.7.2014

Þetta kannast yngsta systkinið við

siblings

Það getur haft sína kosti og galla að vera yngsta systkinið í hópnum og ef það vill svo til að þú tilheyrir flokki yngstu systkina ættir þú að kannast við sitt hvað af þessum lista:     1. Þú ert alltaf barnið í fjölskyldunni, þó það sé langt síðan þú varst barn.   2. Fólk...

Ritstjórn
22.7.2014

Óléttar stjörnur skarta bikiní á ströndinni

1374463126_britney-spears-560

Þó svo að konur séu óléttar þýðir það ekki að þær þurfi að halda sér inni allan daginn. Þýðir það ekki heldur að þær þurfi að vera kappklæddar þegar bumban fer að sýna sig.  Þetta sanna stjörnurnar en þær njóta lífsins óléttar  á ströndinni klæddar aðeins bikiníum. Þær hafa engu að síður aldrei verið flottari,...

Ritstjórn
22.7.2014

Hélt skrá yfir öll þau skipti sem hún neitaði honum um kynlíf

cover

Ýmis konar vandamál geta skapast í hjónabandinu og flestir eru á því máli að samskipti séu þar besta lausnin. Þá þarf auðvitað að hafa hugfast að þar er átt við um heilbrigð samskipti, sem sannarlega var skortur á í tilfelli ónefndra hjóna en vandamál þeirra hafa verið á allra vörum undanfarna daga.     26 ára gamalli...

Ritstjórn
22.7.2014

Magnað myndband um hugmyndir kynjanna

ruby-rose

Módelið og tónlistarkonan Ruby Rose hefur gefið út ótrúlegt myndband sem sýnir okkur að við getum litið út nákvæmlega eins og við viljum óháð kyni. Myndbandið sýnir unga stúlku breyta algjörlega um útlit. Ruby hefur notað myndbandið til þess að vekja athygli á samkynhneigð, tvíkynhneigð og transfólki. Myndbandið ber heitið Break Free og hefur vakið...

Kynning
22.7.2014

Viltu vinna mat og drykki fyrir hópinn þinn?

islenski barinn

Vinahópur, vinnuhópur eða saumaklúbburinn. Það skiptir ekki máli af hvaða tagi hópurinn er! Íslenski Barinn ætlar að bjóða allt að 8 manns að upplifa skemmtilega stemmingu með pylsupartý og ískaldan bjór við hæfi.  Pylsurnar eru ekki eins og þú hefur vanist heldur vantar í þær sjálfa pylsuna en í staðinn eru brauðin fyllt með spennandi hráefni líkt...

Ritstjórn
22.7.2014

Leyndarmál stjarnanna við að ljóma án farða

1400878694_vanessa-hudgens-560

Öll viljum við líta vel út hvort sem það er án farða eða með. Stundum getur verið erfitt að líta sem best út án farða en engar áhyggjur, stjörnunar vita hvað skal gera! Þær luma hér  á nokkrum leyndarmálum sem upplýsa okkur um það hvernig hægt er að ljóma án farða: Jamie King   „...

Ritstjórn
22.7.2014

Götulist sem fegrar umhverfið

street-art-interacts-with-nature-28

Götulistamenn mæta ósjaldan fordómum samfélagsins á listgrein þeirra, sem oftar en ekki er kölluð veggjakrot. Þó svo að viðurkenndir listamenn geti gert umhverfið fallegra með málningu eða spreybrúsa er það sjaldan að þeir fá frelsi til þess. En hvað er svona merkilegt við hvíta veggi? Er það ekki í listrænu eðli mannsins að „fylla í eyðurnar“? Hverjir eru það...

Ritstjórn
22.7.2014

Af hverju þú ættir ekki að nota eyrnapinna

Close-up of woman cleaning her ear with cotton bud

Þú hefur ef til vill heyrt það áður að þú ættir ekki að stinga eyrnapinna inn í eyrað til þess að hreinsa burtu eyrnamerg. Kannski hlustaðir þú ekki þegar þú heyrðir það fyrst. Kannski heyrðir þú það ekki nógu vel vegna þess að þú ert búinn að skaða heyrnina með því að þrýsta eyrnamerg í gríð...

Ritstjórn
21.7.2014

Fallegar farðanir sem kosta lítið  

21-07-2014 19-10-20

Þú þarft ekki að eiga heilan haug af förðunarvörum til þess að geta gert fallegar farðanir. Yfir sumartíman er vel við hæfi að prufa sig áfram í náttúrulegum förðunum sem þurfa minni fyrirhöfn. Gaman er að bæta við fallegum áberandi varalit og getur hann gert mikið fyrir einfalda förðun. Hér er samansafn af vörum sem gætu...

Ritstjórn
21.7.2014

Fall er fararheill – Myndir

fall-er-fararheill

Fall er fararheill gæti verið hið íslenska heiti á þessari ótrúlega fyndnu myndaseríu ljósmyndarans Sandro Giordano, en annars heitir hún í raun In Extremis (bodies with no regret). Á ljósmyndunum eru módel látin sitja fyrir í eins konar ævintýralegum hamförum, þar sem þau hafa ef til vill upplifað of mikið af því góða. Hér má sjá nokkrar myndir úr seríunni:...

Ritstjórn
21.7.2014

Hlaut heimsmet fyrir flestu Simpsons húðflúrin

cover

Nýsjálenskur piltur brást heldur illa við því þegar faðir hans bannaði honum að fylgjast með þáttunum vinsælu um Simpson fjölskylduna. Til þess að ná hefndum á pabba gamla ákvað hann að taka til sinna ráða og fékk sér Simpsons húðflúr. Í dag er Lee Weir orðinn 27 ára gamall og hefur hlotið heimsmet fyrir að skarta...

Smári Pálmarsson
21.7.2014

Ódauðlegar íslenskar auglýsingar

ódauðlegar íslenskar auglýsingar

Að horfa á myndband er góð skemmtun: Það er kannski erfitt að gera upp á milli bestu og verstu íslensku auglýsinganna. Fæstar standast þær tímans tönn og um það bil áratugi síðar eru þær oftast nær orðnar skelfilega hallærislegar… tja… eða kannski voru þær alltaf svona hallærislegar. Kannski er réttast að segja að eftirminnilegustu og...

Ritstjórn
21.7.2014

Stjörnurnar í regnbogans litum

21-07-2014 13-57-22

Af hverju að vera ljóshærð, dökkhærð eða rauðhærð þegar þú getur valið svo marga aðra liti framyfir það? Stjörnurnar eru þekktar fyrir að vera oft fyrstar með ný „trend“ þegar kemur að útliti og undanfarið hefur verið vinsælt að skarta öllum regnbogans litum þegar kemur að hári. Það er óhætt að segja að þær eru...

Ritstjórn
21.7.2014

Ef Disney prinsessur væru alvöru fólk

13

Það er oft gaman að velta því fyrir sér hvernig teiknimyndapersónur myndu líta út í raunveruleikanum og Disney prinsessur eru oft ofarlega í huga. Finnska listakonan og grafíski hönnuðurinn Jirka Väätäinen hefur nú fært okkur skrefinu nær því að sjá hvernig prinsessurnar gætu litið út ef þær væru raunverulegt fólk. Hér má sjá nokkrar frábærar myndir,...