„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)
Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu
Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

thumb image

Uppskrift: Snickers kaka Símstöðvarinnar

Ég var á Akureyri í síðasta mánuði í skólanum og þangað er alltaf gaman að koma. Maður fer í pínu „útlandafíling“, fer út að borða og hefur það kósý. Þrátt fyrir að hafa setið yfir bókunum nánast alla þessa ferð gáfum við Máney vinkona okkur tíma til að fara í hádegismat saman á leiðinni útá Lesa meira

thumb image

Níu algeng eldhúsmistök

Það er eiginlega alveg sama hvort þú sért nýgræðlingur í eldhúsinu eða þaulvanur sælkeri og matreiðslumeistari (heimavið). Það er næstum því óhjákvæmilegt að gera mistök í matreiðslunni af og til. Meira að segja flottustu meistarakokkarnir klúðra stundum í eldhúsinu. Oftar en ekki gerist það þegar við erum að flýta okkur, erum dulítið löt eða einfaldlega Lesa meira

thumb image

Draugaleg fígúra fótóbombaði brúðkaupsmyndina: Gæti þetta verið ófætt barn þeirra?

Eftir sjálfan brúðakupsdaginn eru það minningarnar og myndirnar frá deginum sem ilja hjónakornunum um hjartaræturnar. Eða þannig er það nú oftast…. Hér að neðan má sjá ljósmynd sem hinn nýgifti Reddit notandi Kevin Matthew Dennis setti á fyrrnefnda síðu í vikunni. Myndin er tekin nokkrum mínútum eftir að hann og Christiana Dennis gengu í heilagt Lesa meira

thumb image

YouTube tíu ára: Sjáðu fyrsta myndbandið sem birt var á síðunni

Sívinsæla vefsíðan YouTube fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir en hún var stofnuð af félögum sem allir voru fyrrum starfsmenn PayPal, árið 2005. Síðan þá hefur vefsíðan farið sívaxandi í vinsældum, en nú tilheyrir hún fyrirtækinu Google, sem keypti hana fyrir morð og milljón á sínum tíma. Fyrsta myndbandið sem birt var á YouTube Lesa meira

thumb image

Kínverjar banna nektardans í jarðarförum

Jarðarfarir eru mikilvæg kveðjustund fyrir vini og aðstandendur látinna. Yfirleitt er um að ræða lágstemmda og innilega samkomu. Í Kína hefur hins vegar tíðkast að ganga töluvert lengra til að kveðja þá látnu með látum. Þá hefur myndast hefð fyrir því meðal ákveðinna hópa að fá nektardansara til að leika listir sínar í jarðarförum. Þá Lesa meira

thumb image

Heiða Hannesar á Indlandi: „Viti menn, Heiða les orðin! Þetta hefur hún ekki getað hingað til.“

„Klukkan átta á morgnana eru flauturnar byrjaðar úti á götu og borgin komin á fullt. Við skötuhjúin dröttumst á fætur með tilheyrandi tannburstun, greiðum hár, sumir hafa nefnilega hár og aðrir eitthvað minna.“ Á þessum orðum hefst bloggpistill Snorra Hreiðarssonar, sambýlismanns Bjarnheiðar Hannesdóttur sem varð fyrir miklum heilaskaða eftir að hjarta hennar hætti að slá Lesa meira

thumb image

Er þetta besta brúðkaupsboðskort allra tíma?

Þegar þau ákváðu að gifta sig vildu Jon og Jess að fara óhefðbundna leið til að biðja vini og ættingja að taka daginn frá. Í stað þess að senda hefðbundið boðskort tóku þau upp magnað myndband. Myndbandinu hefur verið líkt við kvikmyndir í leikstjórn Wes Anderson, en sjón er sögu ríkari. Þetta fallega og frumlega Lesa meira