„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)
Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu
Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

thumb image

Sumarhártískan í ár: Klippingar, litir og greiðslur

Sumarhártískan er virkilega skemmtileg í ár og er hún að taka smá u-beygju frá því sem hefur verið í vetur. Hlýrri tónar, styttur og hreyfing, bæði í lit og klippingu eru að koma sterkt inn. Grái tónninn er að detta aðeins út og vilja stelpur mýkri tóna eins og hunang, ferskju eða beisaða tóna. Allt Lesa meira

thumb image

Hvað eru æðaslit og hvernig losnar maður við þau?

Litlar, þunnar bláæðar liggja nálægt yfirborði húðar. Þær tengjast bláæðakerfi líkamans en eru ekki nauðsynlegur hluti þess. Æðaslit eða háræðaslit (e. spider veins eða telangiectasias) felur ekki í sér að æðarnar slitni eins og nafnið kann að gefa til kynna heldur myndast það þegar þessar æðar víkka út þannig að þær verða sjáanlegar. Æðaslit getur Lesa meira

thumb image

Kristbjörg spáir Íslandi sigri á eftir: „Ég hélt í alvöru að ég væri að fá taugaáfall á síðasta leik“

Ég heyrði í Kristbjörgu Jónasdóttur unnustu Arons Einars fyrirliða í dag en þá var hún í flottri stemningu á „Fan Zone“ svæðinu í Nice umkringd bláum treyjum. Í bakgrunn heyrði ég íslensku stuðningsmennina syngja og er fólk augljóslega byrjað að hita upp fyrir leikinn á eftir. 🇮🇸 A photo posted by 🌟Kris J🌟 (@krisjfitness) on Lesa meira

thumb image

Jón Jónsson gerði myndband til heiðurs Hannesi: „Ferill þessa drengs er magnaður“

Markmaðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur staðið eins og klettur í marki okkar Íslendinga á Evrópumótinu í Frakklandi. Vinir Hannesar og fjölskylda eru að springa úr stolti yfir honum (eins og við öll reyndar) enda hefur þetta verið draumur hans frá því hann var barn. Söngvarinn Jón Jónsson setti gæsahúðarmyndband á netið í dag Hannesi til heiðurs Lesa meira

thumb image

Stjörnuspá Bleikt fyrir vikuna

STÖÐUGLEIKI:  Landinn er sterkur í stofninn. Hann sveiflast ekki með tilfinningum, heldur sínu innra jafnvægi í öllum aðstæðum. Allt hefur sinn tilgang og í öllu sem gerist er einhver ávinningur fólginn.   Knús Spakmæli vikunnar: FEGURÐ Með innra auga skilningsins sérðu fegurð hverrar sálar og töfra augnabliksins. Með opnum huga og hjarta skynjarðu fullkomleika alls sem er. Lesa meira

thumb image

Beyoncé og Kendrick Lamar voru stórkostleg á BET verðlaununum

Opnunaratriði BET verðlaunanna kom mörgum á óvart en ekki hafði verið tilkynnt hver myndi opna kvöldið.  Beyoncé var mætt óvænt og söng lag sitt Freedom af plötunni Lemonade, umkringd dönsurum í sundlaug. Upp úr gólfinu kom svo Kendrick Lamar en hann er á plötunni Lemonade. Textinn er þýðingarmikill og passaði atriðið í sundlauginni með öll Lesa meira

thumb image

Chloë Grace Mor­etz vildi láta minnka rassinn og stækka brjóstin

Chloë Grace Moretz er vinsæl leikkona, femínisti og talskona jákvæðrar líkamsmyndar stúlkna. En Chloë var alls ekki alltaf svona sjálfsörugg og munaði litlu að hún færi í fjölda lýtaaðgerða vegna fegurðarstaðla og pressunnar í Hollywood.  „Þegar ég var 16 ára vildi ég fara í brjóstastækkun,“ sagði Chloë í viðtali við tímaritið ELLE. „Ég vildi láta fjarlægja Lesa meira

thumb image

Með brúnkukremi geta allir orðið sólbrúnir

Brúnkukrem eru ekki bara fyrir sólarlitla vetrardaga. Það er líka tilvalið að bera það á sig á sumrin þegar við erum oftar berleggjaðar í pilsum og kjólum og oftar í ermalausum flíkum. Sumar vilja fá aukna brúnku á meðan aðrar verða ekki brúnar í sól og vilja þess vegna nota brúnkukrem. Það fer betur með húðina að Lesa meira

thumb image

Sólrún Lilja: „Fyrst varð ég bálreið og tók þetta inn á mig“

Sólrún Lilja Diego er 25 ára mömmubloggari á síðunni Mamie.is en þar skrifa nokkrar ungar mæður um móðurhlutverkið og allt sem því fylgir. Þær eru einnig með vinsælt Snapchat þar sem þúsundir fylgjast með þeim í hverri viku, þar af stór hluti aðrar mæður. Ég hitti Sólrúnu og ræddi við hana um bloggheiminn, gagnrýnina, heimilisþrif, Lesa meira