„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)
Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu
Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

thumb image

Vinningshafar í jólaleiknum

Vannst þú ramma eða jólakort í leiknum okkar? Lestu áfram til þess að komast að því… Í kvöld var dregið í jólaleiknum sem við vorum með um helgina í samstarfi við Prentagram. Tveir heppnir lesendur voru dregnir út að þessu sinni og voru vinningarnir ekki af verri endanum. Katla Lovísa Gunnarsdóttir vann ramma að eigin vali Lesa meira

thumb image

Nokkur vel reynd ráð til að viðhalda ástinni

Það er erfitt að skilgreina ástina, hvað það er sem veldur því að tveir einstaklingar verða ástfangnir og ákveða að helga líf sitt hvort öðru. En kjarni ástarinnar er einmitt þessi, að elska einhvern það mikið að þú viljir leggja allt líf þitt í hans eða hennar hendur. Og þegar tveir einstaklingar bera þannig tilfinningar Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Þykk og bragðmikil tómat- og basilsúpa

Ég gerði þessa súpu nýlega en uppskriftin er alveg ótrúlega góð.  Súpan er mjög þykk, holl og matarmikil. Uppskriftin sem ég gef ykkur er  fyrir tvo en auðvelt að stækka hana. Það tekur rúman klukkutíma að gera hana. Hráefni: 2 dósir saxaðir tómatar 1/2 dós létt kókosmjólk miðstærð af lauk ein rauð paprika 1/3 bolli söxuð Lesa meira

thumb image

Tuttugu hlutir sem þú getur verið handtekinn fyrir í útlöndum

Lög og reglur eru mismunandi á milli landa og þegar maður ferðast heimshornanna á milli er oft erfitt að vita hvort maður er að gera rétt eða rangt. Hér eru nokkrir sérkennilegir hlutir sem þú getur verið handtekin/n, eða fengið sekt fyrir í ýmsum löndum. Í Ástralíu: Í Viktoríufylki í Ástralíu getur þú fengið þunga Lesa meira

thumb image

Heimatilbúið: Jóladagatöl fyrir börn og fullorðna

Jóladagatöl þurfa ekki að vera full af súkkulaði. Hægt er að föndra skemmtileg dagatöl heima hjá sér og setja í þau eitthvað að eigin vali. Sumir velja að setja lítil leikföng, jólaskraut, sælgæti eða aðra litla pakka í dagatalið og verður útkoman oft mun persónulegri og fallegri. Bjórdagatöl hafa einnig notið mikilla vinsælda hér á Lesa meira

thumb image

Einhverfum átta ára syni Láru var ráðlagt að sleppa samræmdu prófunum: „Þau eru talin of heimsk“

Fæ sting fyrir brjóstið: Hjálpi mér! Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir,  – staðfesting á fordómum og skilningsleysi  þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður  á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega Lesa meira

thumb image

Góðar ástæður fyrir því að verða sjálfstæðari

Það er frábært að láta mömmu og pabba sjá um sig en á einhverjum tímapunkti kemur að því að einstaklingar þurfa að byrja að hugsa um sig sjálfir. Sjálfstæði getur verið ótrúlega gott ef fólk hefur þroskast nóg til þess að standa á eigin fótum. Það er ótrúlega gott að verða fullorðinn og sjálfstæður einstaklingur Lesa meira

thumb image

Gjörbreytt Taylor Swift – Augabrúnirnar breyta miklu

Taylor Swift er mjög ólík sjálfri sér á forsíðu tímaritsins Wonderland. Mesta breytingin er förðunin hennar, en Taylor er oftast með rauðar varir og vel blásið hár. Í myndatökunni fyrir Wonderland var valið meira náttúrulegt og „dewy“ lúkk fyrir hana, blautt hár, nude varir, sólarpúður og þykkar og dökkar augabrúnir eins og Cara Delevingne. Þetta Lesa meira