„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)
Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu
Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

thumb image

Komum í veg fyrir bruna af völdum kerta

Í desember eykst notkun kerta.  Flestir kertabrunar verða á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og á nýársdag eða þá daga sem við erum heima í faðmi fjölskyldunnar.  Í flestum tilfellum um að ræða minni háttar bruna þar sem enginn slasast og lítið fjárhagsleg tjón verður.  Það er þó mikilvægt að hafa í huga að lítið þarf til Lesa meira

thumb image

Elsa slær út Barbie þessi jól

Það er í fyrsta sinn í rúman áratug sem Barbie er ekki efst á óskalistum stúlkna fyrir jólin. Nú er það Elsa sem situr á toppinum og horfir niður á fyrrum drottningu jólagjafanna. Þrátt fyrir að ár sé liðið frá því að Disney myndin Frosinn kom á markað hafa vinsældirnar ekkert dvínað enda lög og leikföng Lesa meira

thumb image

Föndurgerð – kertastjaki á streng

Ég bjó til kertastjaka í kvöld, er lengi búin að horfa á String kertastjakann og ákvað að láta á það reyna hvort ég gæti búið til þannig. Ég keypti trékúlurnar í föndurbúð og mér til mikillar ánægju var hægt að kaupa trékúlur með kertastatív líka, keypti svo málningu (en auðvitað má hann líka vera ómálaður), leðurólar Lesa meira

thumb image

Love Actually: Órómantísk mynd með furðulegan boðskap?

Love Actually eins og þú hefur sennilega aldrei séð hana áður: Margir hafa horft á vinsælu jólamyndina Love Actually og sumir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. En af hverju er þessi mynd svona vinsæl? Myndin er auglýst sem rómantísk jólamynd sem var markaðssett sérstaklega fyrir konur. En þegar söguþráðurinn er skoðaður nánar Lesa meira

thumb image

Ástarbréf frá fjögurra ára dreng vekur athygli

„Bara ef fullorðnir gætu tjáð sig svona vel,“ skrifaði móðir fjögurra ára drengs þegar hún birti mynd af ástarbréfi sem hann hafði samið. Bennet litli vildi senda Baily bréf en hann er skotin í henni og þau eru saman í leikskóla og hafa þekkst í tvö ár. Hefur drengurinn augljóslega náð að finna út úr því Lesa meira

thumb image

Þegar dæturnar sjá um að farða mömmur sínar

Það er ekki alltaf auðvelt að farða sig. Þú þarft að vanda til verks. Þetta er ekki meðfæddur hæfileiki. En það er dálítið merkilegt sem gerist þegar þú færir verkefni, sem við fáumst við á hverjum degi, í hendur barna. Útkoman er langt frá því að vera hefðbundin. Kannski er hún langt frá því að Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Rocky Road konfekt

Hér er á ferðinni einföld, fljótleg og bragðgóð uppskrift sem ég hvet allt til þess að skella í fyrir jólin! Þessi uppskrift frá mér birtist í jólablaði Fréttatímans  og á eftir að birtast víðar fyrir hátíðarnar svo ég mæli með að skella henni fljótlega á innkaupalistann og vera fyrst að bjóða uppá þessa yndislega góðu Lesa meira

thumb image

Slakaðu á! Það er enginn með allt á hreinu

Það fylgir því gríðarleg streita að reyna að koma undir sig fótunum í þessu lífi. Við könnumst öll við það. Hvort sem þú liggur andvaka klukkan hálf fjögur um nótt eða brotnar niður í miðri matvöruverslun því þú getur ekki ákveðið hvað á að vera í matinn – né heldur hvert líf þitt stefnir – Lesa meira

thumb image

Framhjáhaldssögur: Svona frétti ég af viðhaldinu

Þeir sem hafa upplifað framhjáhald vita hvað það er hræðilegt að frétta af því að makinn hafi verið ótrúr. Þó að þig hafi grunað eitthvað þá er þetta alltaf jafn sárt, sama hvernig það gerist. Reddit notendur deildu reynslusögum sínum af því hvernig þeir fréttu af því að þeirra maki væri að halda framhjá þeim, Lesa meira