„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“
06.03.2013 Aðsendar greinar

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

Ritstjórn
29.8.2014

Sónarmyndin kom foreldrunum skemmtilega á óvart

sonar-cover

Sónarmyndatakan er alltaf skemmtilegur áfangi þegar beðið er eftir barni. Þá fá foreldrarnir að sjá örlítið í litla gullmolann sem býr þarna inni í bumbunni og allt verður aðeins raunverulegra fyrir vikið. Fyrr í mánuðinum sögðum við frá foreldrunum Önnu Maríu og Gunnari sem fengu ansi óvænta mynd úr þrívíddarsónar, en ófædd dóttir þeirra var...

Ritstjórn
29.8.2014

Óvenjuleg sjálfsmynd pars vekur reiði

sjálfsmynd

Margar sjálfsmyndir eru ótrúlega persónulegar og gefa góða innsýn í líf þess sem myndina tekur. Eitt par í Flórída í Bandaríkjunum vakti mikið umtal eftir að birta sjálfsmynd af sér í vikunni. Michelle Knight og Keith Hinson eru ótrúlega brosandi á myndinni sinni og virðast mjög hamingjusöm. Það sem gerir myndina einstaka að þau voru að...

Ritstjórn
29.8.2014

Britney Spears er á lausu

britney spears

Britney Spears og lögfræðingurinn David Lucado hafa endað samband sitt eftir eitt og hálft ár saman. Britney tilkynnti sambandsslitin á Twitter á einfaldan hátt og skrifaði: „Ahhh einhleypa lífið“ („Ahhhh the single life!“). Britney hefur ekkert gefið upp um ástæður þess að þau hættu saman en samkvæmt heimildarmanni E! var það vegna þess að David hélt framhjá...

Smári Pálmarsson
29.8.2014

Skapandi leiðir til að segja að þið eigið von á barni

cover

Það eru alltaf mikil gleðitíðindi þegar fólk á von á barni. Mörgum finnst fátt skemmtilegra en að tilkynna vinum og vandamönnum að brátt komi lítið kríli í heiminn. Sumir segja hlutina bara hreint út, aðrir reyna að láta það koma á óvart. Svo eru aðrir sem eru sko með hugmyndaflugið í lagi og segja frá því með...

Smári Pálmarsson
29.8.2014

Það sem þú munt þurfa að gúggla þegar þú útskrifast

cover

Gefum okkur það að þú sért búin/n að klára grunnskólann og framhaldsskólann, kannski ertu búin/n að næla þér í einhverja starfsreynslu en hún hefur ekkert með framtíðarstarfið þitt að gera. Þú valdir þér háskólanám og getur ómögulega verið viss um að þetta sé sú námsleið sem þú vilt að móti þína framtíð og fylgi þér alla þína...

Ritstjórn
29.8.2014

Justin Bieber og Selena Gomez saman á ný

bieber selena

Justin Biber og Selena Gomez eru byrjuð aftur saman ef marka má Instagram myndir þeirra. Parið hætti saman í lok ársins 2012 en byrjuðu svo að hittast aftur í einhvern tíma í janúar á þessu ári. Þau eru þekkt fyrir að vera reglulega „sundur & saman.“ Upp á síðkastið hafa þau sést nokkrum sinnum saman....

Ritstjórn
29.8.2014

Shakira á von á öðru barni

shakira

Söngkonan Shakira hefur staðfest við Spænska Cosmopolitan að hún á von á öðru barni með kærasta sínum, fótboltakappanum Gerard Pique. Parið á fyrir soninn Milan sem fæddist í janúar á síðasta ári. Þau kynntust þegar Shakira gerði HM lagið árið 2010, Waka Waka.     Shakira hefur áður talað opinskátt um að hún vilji stóra fjölskyldu....

Ritstjórn
29.8.2014

Fljótleg og frískandi húðhreinsun með hreinsivatni

Hreinsun

Eitt af því sem snyrti- og förðunarfræðingar taka endalaust fram er að við hreinsum húðina okkar kvölds og morgna. Eflaust erum við sem eigum það til að gleyma því stöku sinnum í meiri hluta. Húðhreinsun með hreinsi, andlitsvatni og jafnvel augnhreinsi líka getur tekið smá tíma sem gerir það að verkum að við leitum oft...

Thelma Dögg Guðmundsdóttir
28.8.2014

Góð húsráð sem virka gegn bólum

8-28-2014 6-34-37 PM

Bólur, bólur, bólur! Jú við könnumst nú flest við það einhvern tíman á lífsleiðinni að fá eina slíka. Það geta verið ýmislegir kvillar sem valda því og er þess vegna gott að hafa vissa hluti í huga um það hvernig skal meðhöndla bólur. Oftar en ekki getur undirstaða af bólum verið lítill svefn, lítil vatnsdrykkja,...

Smári Pálmarsson
28.8.2014

Þessi litli grís er það sætasta sem þú munt sjá í dag

piglet

Pínulítill grís hefur verið að gera allt viltaust undanfarið – og ekki þurfti mikið til. Vinsæll Vine-notandi og eigandi gríssins tók einfaldlega upp myndband af þeim litla þar sem hann hoppar í gegn um grasið og nánast beint í fangið á dolföllnum áhorfendum. Þetta bræddi að sjálfsögðu hjörtu allra sem báru myndbandið augum. Það er líka...

Ritstjórn
28.8.2014

Falleg augnablik Brad og Angelinu – Myndir

brangelina2

Eins og við sögðum frá í dag þá giftust Brad Pitt og Angelina Jolie um helgina. Parið hefur verið saman í níu ár og eiga sex börn. Mikið hefur verið fjallað um þau í slúðurblöðunum síðustu ár, þá sérstaklega þegar sambandið hófst. Brad var giftur Jennifer Aniston þegar hann kynntist Jolie þegar þau léku saman Mr....

Aðsendar greinar
28.8.2014

„Af hverju ætti ég að eiga erfitt með að fyrirgefa?“

ARE_100

Ég vil ganga minn veg: Ég hef hitt mikið af fólki sem hefur haft gríðarlega mikil áhrif á líf mitt. Sumir í því hlutverki að vera kennarar og aðrir ekki titlaðir kennarar en reynast mér hinsvegar miklir kennarar í lífinu. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hversu dásamlegt lífið er. Sumt af...

Ritstjórn
28.8.2014

Nýtt Friends atriði: Myndband

Friends forsíða2

Þetta er stundin sem allir sannir aðdáendur Friends hafa beðið eftir, að leikararnir komi saman á nýjan leik og haldi áfram þar sem frá var horfið. Í gær átti sér stað smá Friends endurfundir sem aðdáendur þáttanna glöddust mikið yfir:     Þær Jennifer Aniston, Courteney Cox og Lisa Kudrow saman í sjónvarpsþætti Jimmi Kimmel...

Ritstjórn
28.8.2014

Angelina Jolie og Brad Pitt eru gift

Angelina

Leikaraparið Angelina Jolie og Brad Pitt giftu sig á laugardaginn eftir níu ára samband. Þetta hefur fjölmiðlafulltrúi þeirra staðfest samkvæmt frétt á vef NBC News. Brúðkaupið var lítið og voru aðeins nánustu vinir og fjölskyldumeðlimir parsins á staðnum.     Brúðkaupið fór fram í Frakklandi og tóku börnin þeirra sex þátt í athöfninni. Talið er að...

Nafnlaust
28.8.2014

Játning: Vertu heiðarlegur

Myndir/Getty

Ég er orðin svo þreytt á að hitta stráka og þeir eru allir með tölu óheiðarlegir. Hvað er málið með það að geta ekki komið heiðarlega fram? Hér eru nokkur dæmi af karlmönnum sem ég hef hitt, þetta er frá árinu 2010 til dagsins í dag. Í byrjun árs 2010 kynntist ég strák, hann var...

Aðsendar greinar
28.8.2014

Ásgeir: Pasta og hrísgrjón geta leitt til dauða

184987846

Margir fitnesskeppendur og þeir sem ætla að taka sig á, borða mikið af hrísgrjónum nokkra mánuði fyrir mót. Það er vinsælt að búa til mikið í einu fyrir nokkra daga og geyma það í boxum á meðan erill dagsins rennur. En vissir þú að það getur verið skaðlegt að borða pasta eða hrísgrjón sem fyrst...