„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“
06.03.2013 Aðsendar greinar

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

Kynning
19.9.2014

Bragðaðu á Baskalandi

IMG_17544_x_sh copy

Dagana 23. til 30. september er Baskavika á Tapas barnum. Í tilefni af því ætlar Tapas barinn að fá í heimsókn gestakokkinn Sergio Rodriguez Fernandez og hefur hann sett saman sérstaka 6 rétta sælkeraferð um Baskaland. Sergio er frá Bilbao og hefur meðal annars starfað á Guggenheim safninu með Martin Berasategui, einum besta matreiðslumanni Spánar....

Ritstjórn
18.9.2014

Matur sem eflir líkama og sál

matur-cover

Við leitum oft í mat þegar okkur líður illa. Sumir vilja næla sér í sveittan skyndibita þegar þynnka er annars vegar, sumir sækja í óhollustu þegar þeim líður illa og af einhverjum ástæðum trúum við því að þessi matur láti okkur líða betur. Nýleg rannsókn hefur þó sýnt fram á að þessi matur hefur raunverulega...

Ritstjórn
18.9.2014

Það sem fólk segir þegar það hittir fræga leikara

celebcover

Það hlítur að vera furðulegt að vera heimsfrægur leikari, þegar hálfur heimurinn kannast við andlitið þitt og þykist jafnvel þekkja þig en þú hefur ekki hugmynd um hver þau eru. Þú getur rétt ímyndað þér… Þar af leiðandi er ein skemmtilegasta spurningin sem hægt er að spyrja Hollywood stjörnurnar þessi: Hvað segja aðdáendur þegar þeir sjá þig á förnum...

Ritstjórn
18.9.2014

Geggjuð gips sem gera beinbrotið næstum því þess virði

18

Við skulum ekkert vera að skafa ofan af hlutunum – það er ömurlegt að brjóta bein og þurfa að vera í gipsi svo mánuðum skiptir. Það þýðir þó ekki að liggja og vorkenna sér endalaust, á endanum neyðist maður til að líta á björtuhliðarnar. Það sem er mjög skemmtilegt við gips – mögulega það eina sem er skemmtilegt...

Ritstjórn
18.9.2014

Stjörnurnar eru glæsilegar ófarðaðar

ófarðaðar

Það er svo ótrúlega gaman að skoða myndir af stjörnunum í sínu eigin umhverfi, án farðans, hárgreiðslunnar og flotta kjólsins á rauða dreglinum. Að sjá frægar konur ófarðaðar er frábær áminning á að þær eru ekkert svo ólíkar öllum öðrum konum. Stjörnurnar voru duglegar að birta myndir af sér án farða á Instagram í sumar....

Ritstjórn
18.9.2014

Það sem allar nýjar mæður vilja heyra – Myndband

mæður

Fyrsta afmæli barns er merkileg stund í lífi þess en það er líka mjög þýðingarmikið fyrir báða foreldrana. Fyrsta árið í lífi barns er ótrúlega viðburðarríkt en getur líka verið ótrúlega erfitt. Meðganga, fæðing, brjóstagjöf og fleira er eitthvað sem margar mæður ganga í gegnum og er þetta dásamlegur tími en líka erfiður tilfinningalega séð....

Ritstjórn
18.9.2014

Flass getur komið upp um krabbamein í börnum

augun

Þessari mynd þarf að deila: Norskur drengur hefði getað haldið sjóninni ef foreldrar hans hefðu vitað af einföldum hlut sem þau vita í dag. Þau hafa nú deilt reynslu sinni á Facebook og reyna að hjálpa öðrum foreldrum að átta sig á hvernig er hægt að þekkja augnsjúkdóma og illkynja krabbameinsæxli með hjálp ljósmynda. 12...

Ritstjórn
18.9.2014

Ófrísk kona fékk hríðir í kjölfar átaka við ræningja

Mynd/Getty

Það var í síðustu viku sem Kristen Thompson stóð fyrir utan matvöruverslun og raðaði innkaupapokum í bílinn. Þá réðst á hana maður, reif af henni töskuna reyndi að hlaupa á brott. Kristen, sem í ólátunum mundi ef til vill ekki að hún var komin níu mánuði á leið, hljóp á eftir óþokkanum. Maðurinn hrinti henni...

Kynning
18.9.2014

Hlýjar flíkur eru mest áberandi í skólafötunum í haust

topshop forsíða

Nú þegar september er farinn af stað er strax byrjað að kólna úti. Fyrir skólana í haust mælum við með hlýjum flíkum og flottum yfirhöfnum. Rifnar gallabuxur eru líka skyldukaup fyrir haustið enda eru þær ótrúlega flottar og eru margar stjörnurnar sem hafa sést í rifnum buxum upp á síðkastið.     Úlpur með loðkraga...

Aðsendar greinar
18.9.2014

Hrefna: „Ég ber ábyrgð á minni eigin hamingju“

hrefna forsíða

Af skilnuðum og framhjáhaldi: Skilnaður er tætandi tímabil. Maður lætur misfalleg orð fjúka í reiði, sárindum og kannski líka stundum smá eftirsjá. Það er einhvernvegin þannig, að báðir aðilar eru að missa mikið en manni finnst samt oft að sá sem bað um skilnaðinn hafi ekki rétt á því að líða illa. Þetta var jú, það...

Ritstjórn
18.9.2014

Nú þarf ekki að þræla við ofnaþrif lengur

bakaraofn

Snilldarráð til að þrífa ofna: Nú þarf fólk ekki lengur að strita, svitna, skrúbba og skrapa bakaraofnana til að gera þá hreina og ná allri fitunni og drullunni úr þeim. Norsk kona hefur fundið einfalda lausn á þessu sem gerir verkið leikandi létt og allt að því ánægjulegt. Ráðleggingar hennar hafa slegið í gegn í...

Ritstjórn
18.9.2014

Óraunhæfar væntingar sem við höfum til barnanna okkar

child

Foreldrahlutverkið er ótrúlega gefandi, en það er ekki auðvelt. Það er nógu erfitt að rækta sjálfan sig, hvað þá að ala upp einstakling. Við erum stundum dálítið kröfuhörð á börnin okkar og oftar en ekki ætlumst við allt of mikils af þeim. Við viljum að þau séu fullkomnari en við sjálf – en hér eru...

Ritstjórn
17.9.2014

Átaksmyndir: Ekki er allt sem sýnist

fyrir og eftir

Ástralski líkamsræktarþjálfarinn Mel V vakti gríðarlega mikla athygli með þessum myndum á síðasta ári. Þessi „fyrir og eftir“ breyting er alveg ótrúleg, enda eru myndirnar eru teknar með aðeins 15 mínútna millibili. Hún lét fylgja með leiðbeiningar um það hvernig best sé að taka svona átaksmyndir til að birta á samfélagsmiðlum. Mikið er um að...

Ritstjórn
17.9.2014

Eins og prinsessa á brúðkaupsdaginn

Celebrity Sightings In Los Angeles - June 09, 2014

Hönnuðurinn og bókahöfundurinn Lauren Conrad gifti sig á laugardaginn og voru í dag að birtast fyrstu myndirnar frá brúðkaupsdeginum. Lauren Conrad og William Tell giftu sig í „Pinterest fullkomnu“ brúðkaupi í Californiu. Þema brúðkaupsins var rustic-chic og voru þar falleg smáatriði eins og vintage vasaklútar og heimagerð eplakaka fyrir gesti. Lauren sem er þekktust fyrir hlutverk sitt...

Ritstjórn
17.9.2014

Tók stórkostlegar brúðkaupsmyndir á Íslandi

brúðkaup

Ljósmyndarinn Lauren Fair heimsótti Ísland á dögunum og varð hún alveg heilluð. Sagði hún landið okkar vera einn stórkostlegasti staður sem hún hafi komið á um ævina. Myndaði hér hjón sem höfðu stungið af til Íslands og gift sig og eru myndirnar æðislegar. Myndirnar eru teknar daginn eftir brúðkaupið og er brúðurin í ljósum brúðarkjól...

Ritstjórn
17.9.2014

Hætti að nota sjampó og hárið hefur aldrei verið betra

Mynd/Getty

Notar þú sjampó í hvert skipti sem þú þværð á þér hárið? Það er ýmislegt sem bendir til þess að við reiðum okkur um of á þessa hreinlætisvöru – sumir eru meira að segja þeirrar skoðunar að við eigum hreinlega aldrei að nota sjampó. Susan Elkin hætti að nota sjampó fyrir nokkrum árum og hún...