„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)
Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu
Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

thumb image

Uppáhalds förðunarvörur Lindu Sjafnar

Mig langar að segja ykkur frá nokkrum af mínum uppáhalds förðunarvörum . Það er ekkert sem ég elska meira en að farða og prófa mig áfram í nýjum vörum. Ég hef  kynnst allskonar vörum og langar helst að skrifa um þær allar en ætla halda mér við þessar helstu. Þær sem ég nota mest og Lesa meira

thumb image

Sveinbjörg ekki sú eina sem #gerðiþaðekki – Íslendingar fara á kostum á Twitter

Íslendingar hafa líklega aldrei verið eins virkir á samfélagsmiðlinum Twitter og síðustu daga. Það byrjaði að sjálfsögðu með brjóstabyltingunni, undir kassamerkinu #FreeTheNipple, sem var hársbreidd frá því að setja samfélagið á hliðina. Eftir að Facebook lokaði á tímaritið Reykjavík Grapevine vegna geirvörtumynda varð kassamerkið #ástæðurtilaðhættaáfacebook nokkuð vinsælt og deildu menn þar ýmsum ástæðum fyrir því Lesa meira

thumb image

14 vikna fóstur klappar saman höndum í móðurkviði: Myndband

Síðustu helgi birtu verðandi foreldrar sónarmynd af ófæddu barni sínu. Það sem vakti athygli heimsbyggðarinnar (myndbandið hefur flogið um netheima síðan það birtist) er það að barnið sem er 14 vikna fóstur lítur út fyrir að vera að klappa saman höndum. Myndskeiðið sem birtist upphaflega efnisveitunni YouTube hefur vakið miklar deilur en skiptar skoðanir eru Lesa meira

thumb image

Kim sýnir hvernig hún skyggir á sér andlitið á Instagram

Kim Kardashian er fyrir löngu orðin heimsfræg fyrir það hvernig hún skyggir á sér andlitið. Í gær birti Kim mynd á Instagram síðu sinni þar sem hún sýnir aðdáendum sínum hvernig skyggingin lítur út áður en hún blandar henni alveg saman . Á myndinni sjást hvar línurnar á andlitinu mynda skugga sem hún svo dreifir Lesa meira

thumb image

Flækningshundar mættu óvænt í útför konu sem annaðist þá

Kona sem annaðist heimilislaus dýr allt sitt líf fékk óvæntan virðingarvott í útförinni sinni. Hluti af þeim dýrum sem hún annaðist mætti á útfararstofuna og fylgdi henni síðasta spölinn. Dýrakonan Margarita Suarez frá Merida í Mexíkó lést á heimili sínu um miðjan marsmánuð. Hópur flækingshunda og fugl mættu í útförina þar sem ættingjar og vinir Lesa meira

thumb image

Fyrirsæta „í yfirstærð“ ósátt við að vera skilgreind með þeim hætti

Það eru ekki allir sammála því hvernig skilgreina eigi líkamsvöxt fólks, þá sérstaklega kvenna sem starfa sem fyrirsætur. Aðrir spyrja sig hvers vegna þörf sé á þessum endalausu skilgreiningum. Kassamerkið #DropThePlus er farið að vekja athygli á samfélagsmiðlum þar sem fólk lýsir vanþóknun sinni á því að fyrirsætur séu skilgreindar „í yfirstærð“ eða „plus size.“ Lesa meira