„Hef ekki fengið þunglyndis- eða kvíðakast síðan ég hætti að drekka áfengi“

Sædís Eir Benteinsdóttir sem berst við þunglyndi og kvíðaröskun segist hafa náð góðum tökum á sínum sjúkdómum. Hún fjallar hér um reynslu sína:

Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég: Allir geta orðið þunglyndir! Mig langaði aðeins að fjalla um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk upp sem þjáist af því sama eða aðra sem vilja vita meira.

Mér finnst fólk oft hafa neikvæða mynd af þunglyndis- og kvíðasjúklingum. Sérstaklega þó þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Sumt fólk hefur þá mynd af geðdeild að þar sé stjórnlaust fólk í spennitreygju – en það er alls ekki rétt.

Sædís Eir Beinteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)
Sædís Eir Benteinsdóttir (Mynd: Karólína Hrönn)

 

Ef þú ert haldin/n þunglyndi þarftu ekki að skammast þín – þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. Sumir líta á fólk með þunglyndi sem einhverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei, það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp við vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.

Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið, það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndi og það er eins og ég verði dofin.

Ég er mjög hress stelpa en þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á on takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga. Það er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mig langar ekkert til þess að fara út með vinum mínum. Ég treysti mér varla í vinnuna og kvíði öllu, hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.

Ég hef sleppt áfengi síðan 6. október 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni! Ég hef ekki farið í þunglyndis- né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við!

Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndinu og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á Dale Carnegie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði, kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég og smá mont hérna…ég hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst mest eiga skilið að fá þessa viðurkenningu.

 

Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu
Sædís með viðurkenninguna sem hún fékk á námskeiðinu

 

Þó það kosti kannski smá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott!

 

Hér eru einkenni þunglyndis:
 
    Depurð, vonleysi og hjálparleysi
 
    Tárast títt og auðveldlega
 
    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins
 
    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju
 
    Svefntruflanir og sofið mikið
 
    Minnkuð eða aukin matarlyst
 
    Vanmáttarkennd og sektarkennd
 
    Þreyta eða slen
 
    Kvíði eða pirringur
 
    Hæg hugsun
 
    Minni áhugi á kynlífi
 
    Ofurviðkvæmni
 
    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt
 
    Miklar líkamlegar umkvartanir
 
    Sjálfsvígshugsanir
 

 Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg. Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær „just the way you are“

thumb image

Áslaug: „Fyrir mér er förðun listsköpun“

Áslaug Ragnarsdóttir er 33 ára, tveggja barna móðir á Seltjarnarnesi. Hún er uppeldis- og menntunarfræðingur og hefur lagt stund á allskyns nám á háskólastigi, bæði hérlendis og erlendis. Fyrir rúmu ári fór hún í verulega sjálfskoðun og tók U-beygju frá þeirri stefnu sem hún hafði áður markað sér. Hún lærði förðun og fékk þar útrás Lesa meira

thumb image

Lærðu að lesa þvottaleiðbeiningarnar í eitt skipti fyrir öll

Þvottaleiðbeiningum fylgir fjöldinn allur af litlum táknum sem segja þér eitt og annað um ekki neitt. Má þetta fara í þvottavélina eða ekki? Hvað þýðir þessi þríhyrningur eiginlega? Þú þekkir þetta af eigin reynslu. Hér má sjá heiðarlega tilraun til að útskýra þessi tákn í eitt skipti fyrir öll.

thumb image

Fljótleg og falleg hárgreiðsla fyrir sítt hár: Myndband

Ef þú ert komin með leið á hefðbundinni fléttu og langar að prufa eitthvað nýtt er þessi hárgreiðsla alveg tilvalin. Í þessu myndbandi má sjá skref fyrir skref hvernig fléttan er gerð og útkoman er alveg æðisleg! Lots of mums say they find Plaiting/Braiding too difficult, especially on a school morning! So here’s a style Lesa meira

thumb image

Þetta eru eftirsóttustu nöfnin í stefnumótum og skyndikynnum

Svo virðist sem fólk laðist sérstaklega að ákveðnum nöfnum, allavega þegar það kemur að stefnumótum og skyndikynnum á netinu. Nýlega hafa verið tekin saman þau nöfn sem þykja mest aðlaðandi í nokkrum stórborgum í Evrópu og Bandaríkjunum. Tölfræðilega séð eru þeir sem heita eftirfarandi nöfnum líklegri til að fá stefnumót í gegnum netið eða þartilgerð Lesa meira

thumb image

Krúttlegu dýrin og fórnarlömb þeirra: Myndir

Dýrin eru oft á tíðum svo hrikalega krúttleg að við gleymum því að þetta eru grimmar skeppnur sem hugsa með hungruðum maganum. Það er í raun ekki meira sem segja þarf um þessa ofurkrúttlegu myndasyrpu frá teiknaranum Alex Solis, sem setur hér örlitla grimmd í sakleysið.   Allar myndir: Alex Solis

thumb image

Ekkert líffærakerfi skapar meiri fötlun en taugakerfið: Þín undirskrift skiptir máli

Mænuskaðastofnun Íslands, SEM samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, MS félagið, MND félag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Parkinsonfélagið óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar við beiðni þeirra til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, um að mæla fyrir því við fulltrúa aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að þær samþykki að bæta við nýju þróunarmarkmiði sem snýr að því að efla Lesa meira

thumb image

Nemendur gáfu skólastýru peninginn úr ferðasjóðnum upp í krabbameinsmeðferð: Myndband

Stundum er góðmennskan göfug, en stundum er hún svo sjálfsagt mál að enginn þarf að hugsa sig tvisvar um. Nemendur í útskriftarárgangi við menntaskóla í New Hampshire í Bandaríkjunum voru miður sín þegar skólastýran færði þeim fréttir af því að hún hefði greinst með krabbamein og væri á leið í meðferð. Viku síðar höfðu nemendurnir Lesa meira