Helga æfir sig í að drottna: „Ég veit að leikurinn æsir hann kynferðislega“

Mér barst skemmtileg frásögn frá konu sem nýlega fór að prófa sig áfram í drottnandi hlutverki í kynlífinu. Við skulum kalla hana Helgu. Helga á eiginmann, en er í opnu sambandi og stundar kynlíf og rómantíska samveru með öðrum mönnum líka. Að öðru leyti er hún ósköp venjuleg þriggja barna móðir í Kópavogi – stundar líkamsrækt í World Class, og bakar pönnukökur á sunnudögum. Fyrir Helgu snýst drottnunin um að finna eigin styrk og minna um hið kynferðislega. Helga hefur talsverða reynslu af valdaskiptum í kynlífi, en hefur fram að þessu aðallega verið í undirgefnu hlutverki. Hér lýsir hún reynslu sinni:

Ég var búin að eiga samskipti við Jóhann í nokkrar vikur áður en ég lét verða af því að hitta hann við þessar ákveðnu kringumstæður. Við kynntumst eins og hvaða vinir sem er, fórum saman í hádegismat, bíltúra og fengum okkur vínglas niðri í bæ. Ég fann að ég gat treyst honum, og líka að hann dáði mig í drasl. Það skiptir mig miklu máli. Hann er séntilmaður af gamla skólanum – alls ekki groddalegur eða uppáþrengjandi. Hann er kurteisin uppmáluð og ég finn að hann tekur undir og virðir allar mínar uppástungur og óskir.

Myndin tengist greininni ekki beint

Hann hlýðir

Ég finn hvernig ég vex sem drottnandi kona við að fá að vera í þessum karakter styttri stundir í nærveru undirgefins manns. Ég nýt þess að vita að ég geti smellt fingrum, sent honum textaskilaboð og hann mundi að öllum líkindum hlýða mér án þess að krefjast neins annars. Mér dettur ekki í hug að hæðast að honum og hans þörfum – niðurlæging er ekki hluti af okkar sambandi. Ég kann vel við að finna fyrir drottnunareiginleikum mínum, og nýt þess að séntilmaður eins og Jóhann líti á mig sem gyðju og óski einskis heitar en að fá að gera mér til geðs.

Ég var búin að ákveða hvaða mörk ég vildi hafa gagnvart Jóhanni og gera honum ljóst að samband okkar mundi snúast um leik og vináttu. Kynferðislega yrði leikurinn algjörlega einhliða. Hann samþykkti það án athugasemda.

Hælaskór og svartur kjóll

Kvöldið sem ég þigg heimboð til hans geri ég ráð fyrir að stoppa stutt. Hann lætur mig vita að hann ætli að hafa gangstéttina tandurhreina og snjólausa þegar ég kem keyrandi upp að húsinu. Það gefur mér jafnframt til kynna að hann muni kunna að meta að ég komi á hælum. Ég ákveð strax að ég vilji klæðast fötum sem gefa mér sjálfstraust – fallegum svörtum kjól, uppáhaldssvörtu hælaskónum mínum og varirnar eldrauðar. Ég bið hann að taka á móti mér með vínglasi.

„Nú hlýðir þú góði minn!“

Þegar ég mæti er ég sallaróleg. Ég finn að ég er sterk, og styrkist enn frekar við vitneskjuna um að hann muni ekki efast um mig, hæðast að mér, eða reyna að tækla mig andlega. Hér má ég vera ráðandi, og á að vera Gyðjan.

Kynþokkafull þjónusta

Jóhann tekur vel á móti mér klæddur því sem ég bað hann um að klæðast. Vínglasið tilbúið á bakka. Ég veit að hann vill fá að hlýða og uppfylla óskir mínar, svo ég vanda mig við að vera passlega kræf. Ég bið um alls kyns þjónustu sem keisaraynjur eða drottningar fá frá þjónustudrengjum sínum. Eftir klukkutíma dvöl er ég uppgefin. Það tekur virkilega á andlega að dvelja í þessu ráðandi hlutverki. Eflaust tekur leikurinn á hann líka, en ég er þess fullviss að hann njóti þess í botn að fá að þjóna mér.

Þegar ég fer er hann búinn að fá að þjóna mér á algjörlega ókynferðislegan en þó kynþokkafullan hátt. Ég veit að leikurinn æsir hann kynferðislega, en ég skipti mér ekki af því hvernig hann fær útrás eftir að ég er farin. Fyrir mig snýst leikurinn um mitt vald og minn styrk. Ég er ákaflega sátt við þessa fyrstu leikreynslu okkar og hlakka til að þiggja heimboð aftur. Þá held ég jafnvel að ég taki með mér svipu eða spaða!


Greinin birtist fyrst á Kynlífspressunni

Feðgin bresta í söng á bílarúnti

Cole LaBrant er þekkt stjarna á Youtube og milljónir horfa á myndbönd hans á Cole&Say. En myndbandið sem hann tók upp með stjúpdóttur sinni, Everleigh fjögurra ára, sprengir krúttskalann í bílarúntmyndböndum. https://www.youtube.com/watch?v=Jmjuu_jGeg0   Lesa meira

Klæðir kisur eins og Taylor Swift

Jessica katta- og Taylor Swift aðdáandi sem búsett er í Oregon í Bandaríkjunum, tók sig til á dögunum og klæddi kettlingana sem hún er með í fóstri upp og vöktu myndirnar mikla athygli og aðdáun á Instagram. Jessica klæddi kettlingana í samsvarandi búninga og Swift klæðist í myndbandi lagsins Look What You Made Me Do. Jessica var að vonum hæstánægð með móttökurnar sem myndirnar fengu og skrifaði á Instagram: „Þetta er frábært. Ég er svo glöð og spennt og ég vona að Taylor sjái þessi krútt. Ég vona líka að kettlingarnir fái góð heimili til frambúðar. Þakka ykkur fyrir.“ Swift… Lesa meira

Íris skrifar um fæðingarþunglyndi – Engin glansmynd

Íris Bachmann er með bloggsíðuna irisbachmann.com. Nýlega skrifaði hún grein um eigin reynslu af fæðingarþunglyndi, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta. „Vinkona mín Karitas Harpa byrjaði með myllumerkið #enginglansmynd á síðustu dögum og það var það sem hvatti mig til þess að segja mína sögu,“ segir Íris. „Mig langaði að taka þàtt í þessari herferð hjá henni og hefur fólk almennt tekið þátt með að senda Karitas myndir með #enginglansmynd.“ Reynslu Írisar má lesa hér fyrir neðan og við hvetjum þá sem vilja taka þátt að nota myllumerkið og/eða senda Karitas myndir á netfangið karitasharpa@gmail.com. Einnig má senda Írisi… Lesa meira

12 ára búktalari vinnur America´s Got Talent

Hin 12 ára gamla Darci Lynne, búktalarinn sem heillaði bæði dómara og áhorfendur, vann tólftu seríu America´s Got Talent á miðvikudag. Sigurinn skilar henni 1 milljón dala í verðlaunafé og sýningum í Las Vegas. Í áheyrnarprufu hennar í júní síðastliðnum valdi einn dómara, Mel B., að ýta á gullhnappinn sem skilaði Lynne beint í úrslit þáttanna. https://www.youtube.com/watch?v=paIYpech9pY Og hér má sjá atriðið sem skilaði Lynne sigri. https://www.youtube.com/watch?v=8ropWor8aAM https://www.youtube.com/watch?v=uP4skab_zx4   Lesa meira

Meðlimir Right Said Fred taka upp blöndu af eigin lagi og lagi Taylor Swift

Taylor Swift gaf út fyrsta lag sitt, Look What You Made Me Do, af væntanlegri plötu þann 24. ágúst síðastliðinn. Lagið sló rækilega í gegn, en einhverjum fannst takturinn líkjast lagi Right Said Fred, I´m Too Sexy, frá árinu 1992. Sem er vissulega rétt því Swift notaði hluta af lagi þeirra í sínu og með tvíti þökkuðu meðlimir Right Said Fred henni fyrir að hafa endurskapað lag þeirra.   Meðlimir Right Said Fred hafa nú gefið út blöndu af lögunum. „Við vorum í stúdíóinu með nýjan trommara og bassaleikara og vorum bara að prófa nýjar hugmyndir og nýja takta,“ segir Fred… Lesa meira

Pennywise að dansa er mögulega það besta á netinu í dag

Kvikmyndin It eftir sögu Stephen King hefur slegið í gegn um allan heim og eru flestir á því að hér sé um góða hryllingsmynd að ræða. Í einu atriði myndarinnar má sjá trúðinn Pennywise dansa fyrir Beverly og nú hefur einhver húmoristinn útbúið aðgang á Twitter þar sem notendur hafa sett inn myndskeiðin í nýjum búningum. Einhvern veginn er trúðurinn ekki lengur hræðilegur.   https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907716659359690753 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/910974535209496576 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907750193738723329 Í júní síðastliðnum tvítaði Stephen King um að ef hann þyrfti að hlusta bara á eitt lag það sem eftir væri þá yrði það lag Mambo5 og auðvitað var því tvíti svarað núna með… Lesa meira

Ellý heldur sýningu, selur allt og flytur til Slóvakíu

Söngkonan Elínborg Halldórsdóttir, eða Ellý í Q4U eins og hún er best þekkt, hefur búið á Akranesi í 15 ár. Síðustu níu ár hefur hún búið í húsi að Skólabraut, þar sem hún var búin að hreiðra vel um sig og dætur sínar, en núna hyggst hún breyta um stefnu í lífinu og flytja til Slóvakíu. Lesa meira

Tveggja ára prófar snyrtivörulínu Rihönnu

Samia er aðeins tveggja ára, en þrátt fyrir það er hún með 114 þúsund fylgjendur á Instagram. í nýjasta myndbandinu prófar hún Fenty snyrtivörulínu Rihönnu og hefur það slegið í gegn sökum krúttheita, Rihanna sjálf hefur sagt að það myndbandið sé uppáhalds förðunarmyndbandið með snyrtivörulínu hennar. https://www.youtube.com/watch?v=cXe5Xrg_hCw   Rihanna póstaði myndbandinu meira að segja aftur á eigið Instagram. Samia á ekki langt að sækja áhugann á athyglinni, Instagram og fylgjendum (þó að hún viti kannski ekkert enn þá hvað neitt af þessu er), en móðir hennar, LaToya Forever gerði sitt eigið myndband fyrir sína 1,3 milljón fylgjendur. https://www.youtube.com/watch?v=VAyDE-It8zo Lesa meira

Ágúst Borgþór með útgáfupartý Afleiðinga

Út er komið smásagnasafnið Afleiðingar eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni en fjalla gjarnan um þær stundir þegar mannfólkið þarf að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Á miðvikudag hélt hann útgáfupartý í Eymundsson Skólavörðustíg þar sem höfundur las upp úr bókinni og boðið var upp á veitingar. Lesa má nánar um bókina hér.     Lesa meira

Karen með myndlistarsýningu og opnunarpartý í Energia

Listakonan Karen Kjerúlf hefur opnað sýningu í Energia Smáralind. Í gær var opnunarpartý þar sem fjöldi góðra gesta, vinir og ættingjar Karenar þar á meðal, mættu.   Viðtal/innlit til Karenar má lesa hér. Sýningin verður opin út október á opnunartíma Smáralindar.       Lesa meira

Safnað fyrir útför Gunnars

„Elsku besti pabbi minn fyrst var það systir mín og dóttir þín sem fór frá okkur fyrir 3 mánuðum og núna þú. Ég veit ekkert hvernig mér á að líða , allt er í móðu og eg get ekki lýst því hversu sárt var að heyra í morgun að þú hafir fengið hjartaáfall í nótt. Þú besti vinur minn og besti pabbi í heimi.“ Þetta segir Sara Dís Gunnarsdóttir um föður sinn Gunnar Gunnarsson sem lést aðfaranótt 18. september. Lesa meira

„Fæðubótarefni geta hjálpað við að ná árangri“ – Rannveig setur saman startpakka

Nú er haustið komið og er það löngu orðin óskrifuð regla að þá sé tíminn til að huga að ræktinni. Nú byrjar átakið, námskeiðin að hefjast og allir taka matarræðið í gegn. Rannveig Hildur Guðmundsdóttir æfir allt árið og æfir að jafnaði fimm sinnum í viku. „Ég reyni að vera dugleg að æfa hvenær sem tími gefst til. Ég var alltaf mun skipulagðari með æfingatímana mína þegar ég var að keppa í módelfitness. Þá var ég að mæta um sex til tíu sinnum í viku. Ætli ég sé ekki að mæta um fimm skipti í viku núna. Það kemur nú… Lesa meira