Hrefna Líf situr fyrir svörum: Framhleypin og filterslaus mamma, kærasta, snappari, nemi og leigubílstjóri

Hrefna Líf Ólafsdóttir á mann sem hún kallar ,,Húshjálpina” og barn sem er að verða 1 árs og heitir Jökull Dreki, en er þó oftast kallaður bara Dreki. Hrefna Líf keyrir eigin leigubíl og stefnir á nám eftir áramót eftir að hafa verið í smá fæðingarorlofi.

„Ég segi smá fæðingarorlofi þar sem að fyrstu sex mánuðina var ég í námi, þannig ég tek þetta í annarri röð en margar mæður.“

„Ég var að læra dýralækningar á Spáni, ég fæddi svo frumburðinn í miðjum lokaprófum. Sem leiddi til þess að ég náði ekki að klára nægar einingar til að komast upp á næsta skólaár. Fluttum við því aftur heim til Íslands í lok sumars. Ég hef verið að vinna og eftir áramót stefni ég svo á að fara aftur í hagfræði í HÍ. Á ekki svo mikið eftir í því.“

„Áhugamálin mín eru hundarnir mínir, söngur, samfélagsmiðlar, svo finnst mér mjög gaman að klæða barnið mitt upp í sæt föt. Ætli það sé ekki nýjasta áhugamálið,“ segir Hrefna Líf, sem svarar spurningum Bleikt.

Persónuleiki þinn í fimm orðum? Hreinskilin, einlæg, brussa, jákvæð og metnaðarfull.

Hver er þinn helsti veikleiki? Ég er rooosalega aumingjagóð. Vil öllum of vel. Sem er algjörlega kostur nema þegar fólk spilar inn á það.

Stíllinn þinn í fimm orðum? Þægilegt, litríkt, glitrandi, vítt og var ég búin að segja þægilegt?

Hvernig eru þínar jólahefðir? Núna eru fyrstu jólin okkar saman sem fjölskylda. Ég til dæmis borða alltaf hangikjöt á aðfangadag. Við hjúin erum með mjög ólikar skoðanir hvað varðar jól og hefðir. Þannig að ég ætla reyna finna einhvern milliveg.

Hvað er best við jólin? Að vera í fríi. Ég hef alltaf unnið svo mikið þegar aðrir eru í fríi að núna ætla ég loksins að vera í fríi og njóta þess að vera með mínu fólki.

Ef þú ættir fimm milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir) Ég myndi ferðast enn meira um heiminn og kaupa mér svo fimm bolabíta.

Twitter/Facebook/Snapchat/Instagram? Ég bara get ekki Twitter, er búin að reyna. En það eru allir alltaf í fýlu þar. En ég er all in á öllum öðrum miðlum.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Flestir segja símann sinn….en hefur þú einhvern tímann farið í ferðalag og gleymt hleðslutækinu? Mjög mikilvægt að hafa þessa tvo hluti alltaf saman!

Hvað óttastu mest? Að missa þá sem að ég elska mest.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum? Jólalög.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”? Vanilluís með svona súkkilaðisósu sem að harðnar. Hlutföllin eru: 30% ís, 70% sósa.

Hver væri titill ævisögu þinnar? Fædd í fangelsi, alin upp á sambýli.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Ég get talað eins og Andrés önd og sungið eins og Cartman.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Þegar ég fór til Noregs fyrir mánuði síðan að sækja hundana mína. Ég hafði ekki séð þá í fjóra mánuði þar sem þeir voru að bíða eftir að komast að í einangrun hér á Íslandi.

Fyrirmynd í lífinu? Þetta er svo leiðandi spurning! Auðvitað ætti ég að segja mamma, en ég lít upp til svo margra. Fólk sem að berst fyrir sínum skoðunum, lætur ekkert stoppa sig og gefst aldrei upp. Mér finnst virkilega aðlaðandi þegar fólk vill komast langt í lífinu á eigin verðleikum og án þess að skemma fyrir öðrum á leið sinni þangað. Var þetta ekki annars spurningin?

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Þær eru nú nokkrar. Allar eiga þær það sameiginlegt að lýsa hversu framhleypin og filterslaus ég var. Ég spurði flesta hvað þeir væru með í laun.

Ertu með einhverja fobíu? Já ég fokking hata tær…ég get þær ekki!

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að fara sem skiptinemi þegar ég var 17 ára til Ekvador. Ég lærði nýtt tungumál og fór út fyrir þægindarammann.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var 14 ára gömul. Þá stalst ég á Glaumbar. Móðir mín frétti af því og sótti mig inn á skemmtistaðinn. Hún tilkynnti svo dyravörðunum að ég væri 14 ára gömul og að þeir ættu að muna andlitið mitt svo ég kæmist ekki aftur þar inn….svo rölti hún með mig yfir á Gaukinn og sagði það sama þar. Mig langaði að sökkva svo langt niður í jörðina á þessu mómenti!

Með hverjum lífs eða liðnum myndir þú vilja verja einni kvöldstund? Adele, ég held við myndum skemmta okkur vel saman!

Lífsmottó? Að sjá aldrei eftir þeim ákvörðunum sem ég tek.

Hvar er hægt að fylgjast með þér? Hvar ekki! Snapchat og Instagram er hægt að finna mig undir: hrefnalif, svo er ég með blogg: hrefnalif.com

Hvað er framundan hjá þér á nýja árinu? Svo margt! Mörg leyniverkefni framundan….just wait and see.

Uppáhalds útvarpsmaður/stöð? Ég hafði lúmskt gaman af FM95 Blö.

Uppáhalds matur/drykkur? Pasta carbonara og Jólaöl.

Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit ? Ég get ekki svona spurningar! Ég elska allt sem er með soul og rhythm and blues.

Uppáhalds kvikmynd/sjónvarpsþættir? Modern family.

Uppáhalds bók? Pollýanna

Uppáhalds stjórnmálamaður? Þeir eru allir svo miklir krúttkögglar upp til hópa. Ómögulegt að gera upp á milli.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? Ég mun koma fram í þættinum Snapparar á Stöð 2 næsta sunnudag, 10. desember.

Fylgjast má með Hrefnu Líf á Snapchat: hrefnalif, Instagram: hrefnalif og blogginu hrefnalif.com

Sprenghlægilegar myndir af misheppnuðum kaupum af netinu

Færst hefur í aukana að fólk panti sér vörur af netsíðum og láti senda þær heim að dyrum. Þegar pantað er af netinu er varan oft ódýrari, fólk þarf ekki að fara út úr húsi og úrvalið er oft meira. Þetta eru meðal þeirra kosta sem fólk sér við þessa þjónustu. Ókostirnir geta þó verið heldur verri og hafa margir lent í því að fá ekki vöruna sem þeir bjuggust við. Sem betur fer sjá flestir húmorinn við þær misheppnuðu pantanir sem þeim hafa borist og er því vel hægt að hlæja að þeim. Halda svo bara áfram að panta… Lesa meira

Klárir Íslenskir karlmenn sem eru á lausu

Um síðustu helgi tókum við saman klárar Íslenskar konur sem eru á lausu og er því nú komið að körlunum. Bleikt skoðaði nokkra klára Íslenska karlmenn sem vill svo til að séu á lausu. Valþór Örn Sverrisson Valþór, oftast kallaður Valli í 24 Iceland er eins og gefur til kynna eigandi úra verslunarinnar 24 Iceland. Valli leyfir fólki að fylgjast með leik og störfum á Snapchat og hefur þar vakið mikla lukku fyrir ýmiskonar glens. Logi Pedro Logi er einn af flottustu tónlistarmönnum landsins. Logi gefur bæði út sína eigin tónlist ásamt því að framleiða tónlist fyrir aðra söngvara. Pétur Örn Guðmundsson Pétur Örn, betur þekktur sem Pétur Jesú er… Lesa meira

Katrín missti hárið eftir að pabbi hennar framdi sjálfsvíg

Katrín Rut Jóhannsdóttir er 27 ára þriggja barna móðir úr Hafnarfirði. Foreldrar hennar fóru hvort sína leiðina þegar Katrín var einungis átta ára gömul. Við tók erfiður tími, heimilisaðstæður voru ekki upp á það besta og þá glímdi faðir hennar við áfengissýki sem hafði djúpstæð áhrif á hans nánustu. Þá breyttist líf mitt mikið, pabbi fór að drekka illa og ég upplifði margt sem ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum, segir Katrín í samtali við blaðamann. Mamma var mikið ein með okkur systkinin og stóð hún sig vel í móðurhlutverkinu. Ég var alltaf í sambandi við pabba… Lesa meira

Magnús Máni hefur misst 23 kíló: „Ég sagðist ætla að skila verkefninu þegar ég væri komin með six pack“

Magnús Máni Hafþórsson hefur tekið af sér 23 kíló á rúmlega fjórum mánuðum. Magnús hafði alltaf verið í fínu formi en vegna vanlíðan fór hann að borða mikið og bætti því hægt og rólega á sig allt þar til hann var orðin 113 kíló. Til þess að slá á vanlíðan og tilfinningar, át ég þær í burtu. En í raun át ég þær fastar á mig því líkamlegt form fór versnandi og með hugurinn fylgdi með, segir Magnús í einlægu viðtali við Bleikt. Magnús segir að þrátt fyrir að hann hafi orðið svona þungur þá hafi hann aldrei trúað því… Lesa meira

Átta ómetanleg húsráð frá Margréti

Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, deilir átta góðum húsráðum sem allir ættu að þekkja. 1. Allt gróft mjöl á að geyma í lokuðum ílátum því annars getur kviknað líf í því. Einnig ágætt að frysta. 2. Það á alltaf að hafa opinn glugga einhvers staðar í íbúðinni svo ekki myndist raki inn í henni. Passa að lofta vel út eftir baðferð eða sturtu. Einnig þarf að láta lofta undir rúllugardínur svo ekki myndist raki á gleri og hafa rifu á glugga. 3. Allar borðtuskur og diskaþurrkur þarf að sjóða. Súr lykt af tuskum myndast af því að þær eru… Lesa meira

Sprenghlægilegar sögur af hormónafullum óléttum íslenskum konum

Flestar konur sem gengið hafa með barn undir belti kannast við þá óstjórnlegu hormónaframleiðslu sem líkaminn setur af stað nánast um leið og pissað er á prófið. Hormónarnir gera það að verkum að konan verður virkilega tilfinninganæm á meðan á meðgöngunni stendur og oft í nokkra mánuði eftir á. Það eru því flestar mæður sem eiga skemmtilegar sögur af sjálfum sér frá því þær voru óléttar og réðu ekki við allar þær tilfinningar sem brutust um í brjósti þeirra. Bleikt hafði samband við mæður sem voru tilbúnar til þess að deila fyndnum og vandræðalegum atvikum sem þær lentu í þegar… Lesa meira

Saga Dröfn var fullkomin mamma: „Þetta getur nú ekki verið svo erfitt“

Áður en Saga Dröfn Haraldsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn var hún fullkomin mamma. Barnið hennar mátti aldrei vera með hor, það átti alltaf að fara að sofa á réttum tíma, borða einungis hollan mat og sjónvarpið átti að vera spari. Einnig skildi barnið hennar alltaf vera vel greidd um hárið, í flottum fötum, vel til fara og að sjálfsögðu áttu heimilið alltaf að vera hreint og fínt. Ég hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo erfitt, bara skipta á bleyjum þegar þess þarf, gefa henni að borða og leika við hana, segir Saga í færslu sinni á Mæður.com Kjarnafjölskyldan Ég… Lesa meira

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira