Hreinskilnar og sprenghlægilegar sögur af íslenskum krökkum: Annar hluti

Bleikt fékk á dögunum leyfi frá nokkrum mæðrum til þess að birta hreinskilnar og skemmtilegar sögur af börnunum þeirra. Í kjölfarið birtust enn þá fleiri skemmtilegar sögur og lá því beinast við að birta þær einnig.

Hér má því lesa fleiri dásamlega skemmtilegar sögur af íslenskum krökkum að gera það sem þau gera best:

Vera hreinskilin!

Sonur minn var að ræða við pabba sinn á Skype:

Pabbinn: Þú komst einu sinni til Svíþjóðar með mömmu og pabba en þá varstu bara í maganum a mömmu þinni!
Sonurinn: Já, þá sá ég ekki neitt og vissi bara ekkert hvert ég var að fara!

°

Einu sinni vorum við í Ikea og þar var maður í hjólastól. Fjögurra ára barnið mitt vindur sér upp að honum og spyr af hverju hann sé nú í hjólastól og útskýrir maðurinn að það sé vegna þess að hann getur ekki gengið. Barnið horfir þá á hann eins og hann sé alveg úti að aka og segir svo: Af hverju hleypurðu þá ekki?

°

Ég fór í bónus með dóttur mína sem var um 4 ára þá. Við vorum komin á kassann þegar hún þurfti að fara á klósettið. Hún vissi hvar klósettið var þannig að ég spurði hvort hún gæti farið sjálf og hún segist geta það. Það var mikill hávaði í kössunum þannig að ég hélt bara áfram að setja vörur á borðið. Þegar ég er búin að borga og er að setja vörurnar í poka heyrist í kallkerfinu: Viðskiptavinir takið eftir, Halldóra, Halldóra, dóttir þín er búin á klósettinu. Þá hafði greyið barnið setið og gólað „búin“ og ég heyrði auðvitað ekkert en einhver kona sem gekk fram hjá lét starfsfólkið vita.

°

Við mæðgur bjuggum hjá foreldrum mínum og amman fer í sturtu og er að græja sig. Krakkinn gólar: Mamma komdu, komdu og bendir svo á ömmu sína, af hverju er hún með gras þarna á pjöllunni?

°

Ég sleppti því einu sinni að raka vinkonuna í smá tíma og dóttir mín var voða forvitin í sturtu þegar hún sá þessa brodda og spurði mig út og suður um þá. Nokkrum dögum seinna kemur besti vinur pabba í smábæinn okkar. sama dag FÆR pabbi minn botnlangakast þannig að pabbi bað mig um að bjóða vini sínum út að borða á sinn kostnað svo hann væri nú ekki aðgerðarlaus þarna. Þegar við komum á veitingastaðinn spyr þjónninn: Get ég eitthvað aðstoðað ykkur? Dóttir mín segir þá mjög hátt: Ert þú með svona brún hár á pjöllunni eins og hún mamma mín?

°

Dóttir mín: Ég hlakka svo til þegar við pössum aftur í sófann okkar.
Ég: Ha?
Hún: Já við pössum ekki í hann núna því þú ert með svo stóran maga.

°

Við dóttir mín á leiðinni á bekkjarskemmtun.
Hún: Mamma, ertu ekki fegin að hafa farið í bleiku kápunni?
Ég: Af hverju?
Hún: Þá sér enginn hvað þú ert feit.

°

Sama dóttir nokkrum dögum síðar: Ég hlakka svo til þegar ég get knúsað þig aftur og svo knúsar hún mig með miklum leikrænum tilburðum, ég næ ekkert utan um þig núna.

°

Dóttur minni langaði í Dominos pizzu og ég segi að það sé ekki í boði. Hún verður fúl og segir að þegar hún verði stór ætli hún bara að borða Dominos og ekkert annað. Eldri systir hennar segir að það væri sko ekki gott né hollt því þá yrði hún bara feit. Þá spyr hún mjög alvarlega: Jafn feit og mamma?

°

Við fjölskyldan fórum í sund og það var komið að mér að taka 3 ára soninn með í klefa. Við erum að sturta okkur og græja okkur út í laug þegar ég sé krakkann standa berrassaðan við útganginn út í laug. Ég stóð allsber í sturtunni og horfði á hann bænar augum og sagði: Neeeei ekki fara! Hleypur ekki krakka ormurinn á harðaspretti út að laug og ég á pjöllunni og túttunum með bikiníið í fanginu á eftir drengnum. Ég rétt náði að grípa í hárið á honum áður en hann komst að lauginni. Þegar við komum til baka inn í klefa stóðu þar fullt af konum með vorkunnar svip.

°

Strákurinn minn var að koma úr baði og var endalaust að toga í typpið á sér svo ég sagði: Ekki toga í typpið þú togar það bara af.
Hann: Ég má toga
Ég: Nei
Hann: Mátt þú toga typpið mitt?
Ég: Nei ég má það ekki
Hann: Máttu toga typpið þitt?
Ég: Nei mamma er ekki með typpi
Hann verður mjög alvarlegur og spyr: Togaðirðu það af?

°

Við dóttir mín sitjum saman Í heita pottinum þegar hún hallar sér að mér og hvíslar: Mamma þessi maður er rosalega ljótur.
Ég: Usss maður segir ekki svona.
Hún: Já en mamma hann er það!

°

Sonur minn datt og slasaði sig og ég fór með hann upp á bráðamóttöku í Fossvoginum. Á biðstofunni var eldri kona í hjólastól og ég leit af barninu í 2 mínútur til þess að tala við konuna í afgreiðslunni. Þá heyri ég fyrir aftan mig: Nei nei elsku vinur, ég þarf líka að bíða hér! Ég sneri mér við var þá krakkaormurinn ekki farinn af stað út með konuna!

°

Ég og vinkona mín vorum í vefnaðarvöruverslun og þá 2 ára gömul dóttir mín var með okkur. Hún var að leika sér í barnahorninu og við skiptumst á að kíkja á hana. Allt í einu hrópar vinkona mín: Uuuu hún kúkaði á gólfið! Þá hafði hún bara gyrt niðrum sig og kúkað á gólfið. Eina skiptið sem ég hef verið ánægð með harðlífi!

°

Við mæðgur vorum að keyra þegar hún var 4 ára.
Dóttir: Mamma hvað er þessi að gera?
Ég: Ég veit ekki.
Dóttir: Ókey hvað er þarna?
Ég: Ég veit það ekki.
Dóttir: Hvað ætli sé í þessum húsum?
Ég: Ég veit það ekki alveg.
Dóttir: Nei, þú veist ekki mikið ég spyr bara pabba.

°

Yngsta mín misskildi alla texta en hún var svo þrjósk að hún var föst á því að sitt svari væri rétt. Þannig söng hún mörg lög vitlaust eins og til dæmis: Höfuð, herðatré og tær, í stað höfuð, herðar, hné og tær. En það besta var samt fingralagið en hún söng þumalfingur hvar ert þú, vísifingur og svo koll af kolli þar til koma að litli fingri en þá söng hún alltaf: Vitlisingur, vitlisingur hvar ert þú.

°

Dóttir mín sagði alltaf þegar ég var að fara með bænirnar með henni: Getum við núna farið með bænina um vorið? Ha segi ég, hvaða bæn er nú það ? Þá segir hún: Æj þú veist þarna, það er vor þú sem ert á himnum!

Katrín missti hárið eftir að pabbi hennar framdi sjálfsvíg

Katrín Rut Jóhannsdóttir er 27 ára þriggja barna móðir úr Hafnarfirði. Foreldrar hennar fóru hvort sína leiðina þegar Katrín var einungis átta ára gömul. Við tók erfiður tími, heimilisaðstæður voru ekki upp á það besta og þá glímdi faðir hennar við áfengissýki sem hafði djúpstæð áhrif á hans nánustu. Þá breyttist líf mitt mikið, pabbi fór að drekka illa og ég upplifði margt sem ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum, segir Katrín í samtali við blaðamann. Mamma var mikið ein með okkur systkinin og stóð hún sig vel í móðurhlutverkinu. Ég var alltaf í sambandi við pabba… Lesa meira

Magnús Máni hefur misst 23 kíló: „Ég sagðist ætla að skila verkefninu þegar ég væri komin með six pack“

Magnús Máni Hafþórsson hefur tekið af sér 23 kíló á rúmlega fjórum mánuðum. Magnús hafði alltaf verið í fínu formi en vegna vanlíðan fór hann að borða mikið og bætti því hægt og rólega á sig allt þar til hann var orðin 113 kíló. Til þess að slá á vanlíðan og tilfinningar, át ég þær í burtu. En í raun át ég þær fastar á mig því líkamlegt form fór versnandi og með hugurinn fylgdi með, segir Magnús í einlægu viðtali við Bleikt. Magnús segir að þrátt fyrir að hann hafi orðið svona þungur þá hafi hann aldrei trúað því… Lesa meira

Átta ómetanleg húsráð frá Margréti

Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, deilir átta góðum húsráðum sem allir ættu að þekkja. 1. Allt gróft mjöl á að geyma í lokuðum ílátum því annars getur kviknað líf í því. Einnig ágætt að frysta. 2. Það á alltaf að hafa opinn glugga einhvers staðar í íbúðinni svo ekki myndist raki inn í henni. Passa að lofta vel út eftir baðferð eða sturtu. Einnig þarf að láta lofta undir rúllugardínur svo ekki myndist raki á gleri og hafa rifu á glugga. 3. Allar borðtuskur og diskaþurrkur þarf að sjóða. Súr lykt af tuskum myndast af því að þær eru… Lesa meira

Sprenghlægilegar sögur af hormónafullum óléttum íslenskum konum

Flestar konur sem gengið hafa með barn undir belti kannast við þá óstjórnlegu hormónaframleiðslu sem líkaminn setur af stað nánast um leið og pissað er á prófið. Hormónarnir gera það að verkum að konan verður virkilega tilfinninganæm á meðan á meðgöngunni stendur og oft í nokkra mánuði eftir á. Það eru því flestar mæður sem eiga skemmtilegar sögur af sjálfum sér frá því þær voru óléttar og réðu ekki við allar þær tilfinningar sem brutust um í brjósti þeirra. Bleikt hafði samband við mæður sem voru tilbúnar til þess að deila fyndnum og vandræðalegum atvikum sem þær lentu í þegar… Lesa meira

Saga Dröfn var fullkomin mamma: „Þetta getur nú ekki verið svo erfitt“

Áður en Saga Dröfn Haraldsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn var hún fullkomin mamma. Barnið hennar mátti aldrei vera með hor, það átti alltaf að fara að sofa á réttum tíma, borða einungis hollan mat og sjónvarpið átti að vera spari. Einnig skildi barnið hennar alltaf vera vel greidd um hárið, í flottum fötum, vel til fara og að sjálfsögðu áttu heimilið alltaf að vera hreint og fínt. Ég hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo erfitt, bara skipta á bleyjum þegar þess þarf, gefa henni að borða og leika við hana, segir Saga í færslu sinni á Mæður.com Kjarnafjölskyldan Ég… Lesa meira

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturta“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist. Ég hef misst fóstur í tvö skipti, þessi tvö skipti voru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim, segir Guðlaug í einlægri færslu sinni á Amare. Þetta er ekki auðvelt, þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið. Þetta er barnið mitt, litla… Lesa meira

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið. Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum… Lesa meira