Hressleikarnir – 3,5 milljónir söfnuðust fyrir Steinvöru og dætur

Steinvör Þorleifsdóttir og dætur hennar tvær, Kristín Jóna og Þórhildur.

Linda Björk Hilmarsdóttir rekur heilsuræktarstöðina Hress í Hafnarfirði og hefur gert í tuttugu og fimm ár. Einn hápunktur í starfsemi Hress eru Hressleikar, sem haldnir eru fyrstu helgina í nóvember og voru haldnir í ár í tíunda sinn. Markmiðið með þeim er að safna fé handa fjölskyldu í Hafnarfirði sem gengur í gegnum erfiðleika.

Starfsfólk Hress.

Í ár var safnað fyrir Steinvöru Þorleifsdóttur og dætur hennar tvær, Kristínu Jónu og Þórhildi. Eiginmaður hennar, Kristjón Jónsson, lést úr sjaldgæfu krabbameini í fyrra og hún sjálf greindist með ólæknandi krabbamein fyrr á þessu ári. Steinvör var í viðtali í Morgunblaðinu helgina sem Hressleikarnir fóru fram.

„Kveikjan að Hressleikunum var sú að okkur langaði til að gera eitthvað jákvætt og skemmtilegt þegar nýbúið var að blessa Ísland. Allir voru svo daprir og leiðir og í raun í sjokki, bæði viðskiptavinir og starfsfólk Hress, sem ákvað að tala ekki um kreppuna að fyrra bragði. Okkur langaði jafnframt að takast á við einhverja áskorun og í kjölfarið voru fyrstu Hressleikarnir haldnir. Þeir tókust svo vel að árið eftir var ákveðið að endurtaka leikinn og safna um leið peningum fyrir fjölskyldu í okkar heimabæ, Hafnarfirði,“ sagði Linda Björk í viðtali við Vísir fyrr í nóvember.

Þeim sem taka þátt í Hressleikunum er skipt í átta lið, sem hvert klæðist sínum lit. Síðan er stöðvaþjálfun og hver og einn tekur þátt á sínum forsendum til styrktar góðu málefni.

Söfnunarféð er komið til Steinvarar og birti Hress í dag þakkarbréf frá henni á Facebooksíðu sinni:

Þegar Linda, kona sem ég hafði aldrei hitt og þekkti ekki neitt, hringdi í mig og sagði mér frá Hressleikunum sem árlega styrkja eina hafnfirska fjölskyldu og að núna vildu þau styrkja mig og dæturnar, var ég virkilega slegin út af laginu. Kristjón, maðurinn minn sem lést úr krabbameini sumarið 2016, hafði ekki skrifað mikið um sín veikindi á samfélagsmiðla og ég ekki heldur eftir að ég fékk greiningu sumarið 2017. Fáir vissu af mínum veikindum og ég var ennþá að átta mig á því höggi. Ég vissi að okkar saga færi í fjölmiðla og á samfélagsmiðla og við fengjum mikla athygli á nokkrum vikum, og það var ekki auðveld tilhugsun. En ég ákvað að láta slag standa. Linda náði að sannfæra mig og peppa mig upp en hún er líka alveg einstök manneskja. Elsku Linda, þú ert það. Ég vissi að þessi styrkur myndi þýða mjög mikið fyrir mig og dæturnar. Ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa tekið þátt, því ég hef verið umvafin ást og kærleika síðan Hress tilkynnti um styrktarfjölskylduna fyrir leikana 2017.

Það var stórkostlegt að koma í Hress þegar leikarnir voru í gangi og sjá allt fólkið að púla og það á laugardagsmorgni til að styðja við bakið á okkur! Ég var svo glöð og hrærð og allt þar á milli, þetta var alveg ótrúleg upplifun. Þarna voru vinnufélagar, ættingjar, vinir og síðast en ekki síst allt fólkið sem að þekkti okkur ekkert en vill styðja ókunnungt fólk úr firðinum sínum. Þetta verður stund sem við mæðgurnar munum aldrei gleyma. Hress er greinilega alveg sérstök líkamsræktarstöð sem að lætur sig bæinn sinn og fólkið í honum varða. Hafnarfjörður er svo sannarlega heppinn að hafa þetta fyrirtæki í bænum.
Við erum tíunda fjölskyldan sem fær veglegan styrk í veikindum í gegnum þeirra framtak.

Við mæðgurnar viljum þakka öllum sem að tóku þátt, Lindu og Nonna í Hress, þeim sem bentu á okkur (og ég veit ekki ennþá hver það var!), starfsfólki Hress fyrir að gefa vinnuna sína fyrir verkefnið, Heklu sem að sá um að safna gjöfum og vinningum, ættingjum okkar Kristjóns, vinum, skólafélögum, vinnufélögum, kennurum stelpnanna, Ljósinu og öllum þeim ókunnugu sem tóku þátt í leikunum, lögðu inn á styrktarreikninginn eða keyptu happdrættismiða. Einnig öllum fyrirtækjunum sem að gáfu okkur rausnarlegar gjafir og gáfu happdrættismiða.
Við mæðgurnar opnuðum gjafirnar hérna heima og þetta var eins og á jólunum! Við erum enn að skoða vinningana og njóta þeirra og munum gera næstu mánuði 🙂

Svo er gaman að geta sagt frá því að fyrir stuttu fór ég í fyrstu myndatökuna eftir að hafa tekið krabbameinslyfin í þrjá mánuði. Og vitið þið hvað! Krabbameinið hafði minnkað aðeins og sumt staðið í stað! Allavega virðast lyfin vera að virka og það er alveg stórkostlegt. Ég er viss um að svona mikill kærleikur eins og ég hef fundið fyrir í gegnum allt Hress dæmið hefur hjálpað til!
Styrkurinn gerir mér kleift að vera lengur heima en ég ætlaði. Stefnan er að vera dugleg að byggja mig upp og hugsa vel um dæturnar. Nú er ég þrisvar í viku á Reykjalundi og seinasti dagurinn þar er 8. desember og svo ætla ég að auðvitað mæta í Hress en ég var svo heppin að fá árskort frá þeim!
Ég hlakka svo til að geta sinnt okkur mæðgunum almennilega og það er allt ykkur að þakka sem að tóku þátt.

Ég á ekki nógu stór orð til að þakka fyrir okkur, elsku þið öll yndislega fólk.
Ég verð alltaf hamingjusöm, þakklát og hrærð yfir þessu.
TAKK KÆRLEGA FYRIR OKKUR ÖLL SEM EITT.
Bestu kveðjur og munið að lífið er núna!
Steinvör, Kristín Jóna og Þórhildur.

Rihanna í sokkapari sem kostar yfir 100 þúsund krónur

Ert þú ein/n af þeim sem þolir ekki að fá mjúka pakka að gjöf, hvað þá ef pakkinn inniheldur sokkapar? Líklegt er að þú myndir þá breyta um skoðun ef pakkinn inniheldur sokkaparið sem Rihanna klæðist hér, því parið kostar 1340 dollara eða tæpar 140.000 kr. Um er að ræða hvíta sokka frá Gucci með kristöllum í og voru þeir fyrst sýndir á í Miami á tískusýningunni Resort fyrir árið 2018. https://www.instagram.com/p/BcXm-PFDKQm/ https://www.instagram.com/p/BcXgU6gDT3N/ Hver veit nema við munum fljótlega sjá Fenty sokkalínu frá Rihönnu, en Fenty snyrtivörulínan og Fenty Puma x Rihanna línan hafa þegar fengið frábærar viðtökur.     Lesa meira

Notendur Twitter lýsa árinu 2017 í fjórum orðum og það er ekki jákvætt

Það eru þrjár vikur eftir af árinu 2017 og fólk er þegar byrjað að taka saman yfirlit yfir það besta og versta sem árið færði okkur. Notendur Twitter eru þar engin undantekning en fjölmargir notendur hafa tekið sig til og dregið árið saman í aðeins fjórum orðum.   Is He Gone Yet? #2017In4Words pic.twitter.com/I0iTkVXQb1 — BrokenPromisedLand (@VoteAngryNow) November 18, 2017 Election of Ignorant Bully#2017In4Words pic.twitter.com/tHIG7zRRci — Jenius (@PersianCeltic) November 18, 2017 Too many terror acts 😔 #2017In4Words — Josh (@jaythashooter) November 18, 2017   Make Obama President Again! #2017In4Words pic.twitter.com/zbOWMjVdJU — Allyn Beake (@AllynBeake) November 18, 2017 #2017In4Words Your idol's… Lesa meira

Kæri jólasveinn: iPhone eða mandarína?

Nú eru jólasveinar á fullu að raða í pokann skógjöfum fyrir börnin og styttist í að þeir skelli pokanum á bakið og arki til byggða, einn af öðrum. Það er rétt að þeir lesi orð Davíðs Más Kristinssonar áður en þeir leggja í hann. Og ef að netsambandið til fjalla er eitthvað stirt, þá geta kannski foreldrar barnanna skilað þessu til þeirra. Jólin nálgast með öllu tilheyrandi og jólasveinarnir 13 verða bráðum reiðubúnir að koma til byggða með ýmislegt í pokum sínum fyrir að setja í alla þessa skó í gluggunum. Ef einhverjir af jólasveinunum eru í tölvufæri upp í… Lesa meira

Þessi mynd er sú vinsælasta á Instagram árið 2017

Það eru yfir 800 milljón manns sem nota Instagram í hverjum mánuði og með þær tölur í huga þá getur maður rétt ímyndað sér hversu mörk „like“ ein mynd getur fengið. En það er ein mynd sem notendum líkaði öðrum fremur árið 2017 og þegar þrjár vikur eru eftir af árinu hefur hún rakað inn yfir 11 milljón „like-um“ og 547 þúsund hafa skrifað athugasemdir við myndina. Það er engin önnur en drottningin Beyoncé sem á vinsælustu mynd Instagram og myndin er tilkynning hennar frá 1. febrúar síðastliðnum þegar hún sagði frá að hún ætti von á tvíburum. https://www.instagram.com/p/BP-rXUGBPJa/ „Við… Lesa meira

Heimili Meghan í Toronto er komið á sölu

Meghan Markle undirbýr sig nú fyrir nýtt líf sem prinsessa í Bretlandi og það má vel vera að fyrra heimili hennar í Toronto í Kanada jafnist ekki að stærð á við framtíðarheimili hennar í Kensingtonhöll en glæsilegt er það engu að síður. Húsið er á Yarmouth Road í hverfinu Seaton Village og það voru framleiðendur sjónvarpsþáttanna Suits, sem fundu það fyrir Meghan, en þættirnir eru teknir upp í nágrenninu. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, kvikmyndaherbergi, eldhús af dýrari gerð og tvö baðherbergi. Verðmiðinn er 925 þúsund evrur eða um 113 milljónir íslenskar.     Lesa meira

Jólabréf Höllu Tómasdóttur til barna hennar: „Verið ávallt meðvituð um orð ykkar og athafnir“

      „Nú langar mig að ræða mikilvægi þess að þið tileinkið ykkur sjálfsvirðingu. Þið eigið óumdeilanlegan rétt á að setja öðrum mörk og aðrir eiga engan rétt á hegðun eða gjörðum sem valda ykkur óþægindum og/eða vanlíðan. Elskið ykkur sjálf og líkama ykkar eins og þeir eru og látið strax vita ef einhver misbýður ykkur, veldur ykkur óþægindum, ótta eða óeðlilegri líðan,“ ritar Halla Tómasdóttir rekstarhagfræðingur og fyrrum forsetaframbjóðandi í opinberu jólabréfi til barna hennar, Tómasar Bjarts og Auðar Ínu. Bréfið birtir Halla á heimasíðu sinni. Í bréfinu sem ber heitið Virðing og heilbrigð samskipti, gefur Halla börnum sínum… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 10. desember – Gjöf frá Odee

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 10. desember ætlum við að gefa tvö plaköt frá állistamanninum Odee, eina Freyju og eina Oreö. Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America, sjá nánar hér. Oddur var í viðtali við DV í lok sumar þar sem hann sagði… Lesa meira

Gefðu táknræna jólagjöf – mömmupakki UN Women

Jólagjöf UN Women er mömmupakki fyrir nýbakaða móður í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Mömmupakkinn er táknræn jólagjöf, jólakort sem myndar eins konar tjald og stendur eitt og sér. Um 80 þúsund manns búa nú í Zaatari eftir að hafa flúið stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi. Yfir 64.000 íbúanna eru konur og börn þeirra og á bilinu 60-80 börn fæðast í búðunum á viku. UN Women starfrækir griðastaði fyrir konur og börn þeirra þar sem konurnar hljóta vernd, öryggi, atvinnutækifæri og börn þeirra fá daggæslu. Á griðastöðum UN Women hafa konur á flótta tækifæri til að afla sér tekna með því… Lesa meira

Tamar semur ljóð um Klevis Sula „Drengurinn lést í okkar fallegu borg þar sem dauðinn lá lævís í leyni“

Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín. Nýjasta ljóð hans fjallar um Klevis Sula, unga manninn frá Albaníu sem lét lífið eftir hnífstunguárás á Austurvelli um síðustu helgi.  Harmleikur seilast í hugann á mér í Reykjavík lést ungur maður skiptir það máli hvaðan hann er eða er Ísland auðmjúkur staður Fólkið hans berst nú við alla þá sorg sem hamrar sem sleggja á steini „Drengurinn lést í okkar fallegu borg þar sem dauðinn lá lævís í leyni“ Með hjarta sem hafði drauma og þrár og ást til að gefa okkur… Lesa meira

Stjörnumerkin: Hvað pirrar þau?

Hver er auðveldasta leiðin til að pirra einhvern eftir því hvaða stjörnumerki hann er í? HRÚTURINN – Truflaðu hann. Ef þú truflar hann við störf hans og leiðir til þess að hann kemur minna í verk, mun hann valta yfir þig af reiði. NAUTIÐ – Komdu því á óvart. Nautið þolir ekki hið skyndilega og óvænta og mun því fríka út og verða árásargjarnt. TVÍBURINN – Láttu hann bíða. Tvíburinn þolir ekki að vera lengi á sama stað. Honum líkar best að koma og fara þegar honum hentar og vera frjáls ferða sinna, allt annað er kvöl og pína fyrir… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 9. desember – Gjöf frá Burro Tapas + Steaks

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 9. desember ætlum við að gefa óvissuferð matseðil fyrir 2 á Burro Tapas + Steaks.   Veitingastaðurinn Burro og Pablo Discobar opnaði 10. nóvember 2016 við frábærar viðtökur. „Við félagarnir höfðum lengi gengið með þann draum í maganum að opna veitingastað hér heima með suðuramerísku þema. Þegar kom að því að velja nafn á veitingastaðinn vildum við ekki löng krúsídúllunöfn sem heimamenn ættu erfitt með að bera fram,… Lesa meira

Eva Ruza situr fyrir svörum: Frækinn flækjufótur sem elskar allt sem glitrar

Eva Ruza, mamma, eiginkona, og allskonar multitasker er nýkomin úr dásamlegri ferð til Miami með hennar heittelskaða þar sem hún sá um að vera aðstoðarbílstjóri með GPS-ið. „Við erum heppin að hafa komist óhult milli staða eftir mjög skrautlegar leiðbeiningar aðstoðarbílstjórans. Ég held samt að ég hafi náð að útskrifast en það tók verulega á andlegu hlið sjálfs bílstjórans,“ segir Eva. „Ég stunda líkamsrækt nánast alla virka daga vikunnar. Annars vegar læt ég pína mig áfram í Bootcamp eða læt Yesmine Olsen vinkonu mína um pyntingarnar. Það er eins gott að vera með harðstjóra yfir manni svo maður svindli ekki,“… Lesa meira