Hrönn Bjarna situr fyrir svörum: Tryllt jólabarn sem var líklega páfagaukur í fyrra lífi

Hrönn Bjarna er 31 árs, býr í Kópavogi með manninum sínum, Sæþóri sem er lögmaður, dóttur þeirra Emblu Ýr sem er tíu mánaða og hundinum Gizmó. Hrönn er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hún er líka bloggari á fagurkerar.is og með opið snapchat: hronnbjarna.

Ég er búin að vera í fæðingarorlofi allt þetta ár með dóttur minni ásamt því að blogga á fagurkerar.is og snappa frá mínu daglega lífi sem er oft ansi skrautlegt þar sem ég tek hlutina yfirleitt alla leið alveg sama hvað ég er að gera.“

Áhugamálin mín eru skreytingar og veislur, skipulag og þrif, bakstur og eldamennska, og svo auðvitað að dúllast með fjölskyldunni,“ segir Hrönn sem svarar spurningum Bleikt.

Hrönn með dótturina Emblu Ýr.

Persónuleiki þinn í fimm orðum? Skipulögð, drífandi, skapandi, ákveðin og jákvæð.

Hver er þinn helsti veikleiki? Er kannski stundum aðeins of drífandi og tek hlutina dálítið of langt sem endar stundum í algjörri vitleysu!

Stíllinn þinn í fimm orðum? Klassískur, svartur, glitrandi og fjölbreyttur.

Hvernig eru þínar jólahefðir? Ég ELSKA jólin og er tryllt jólabarn. Ég er mjög vanaföst þegar kemur að jólunum og það eru nokkrir hlutir sem ég bara verð að gera áður en jólin koma. Ég verð að vera búin að taka stóru jólahreingerninguna mína og gera jólakonfektið mitt en ég geri konfekt á hverju ári og gef vinum og vandamönnum. Í ár verða þetta um 40 gjafaöskjur og um 720 molar í heildina.

Á aðfangadag erum við alltaf með sama prógrammið heima hjá mömmu og pabba. Við borðum alltaf kalkún á jólunum og því má sko alls ekki breyta. Við opnum pakkana öll saman og það er bara tekinn upp einn pakki í einu og allir fylgjast með hvað er í hverjum pakka sem mér finnst svo ótrúlega kósý. Í ár verður í fyrsta skiptið lítið kríli með okkur á jólunum þar sem þetta eru fyrstu jólin hennar Emblu og ég get sko ekki beðið eftir að upplifa fyrstu jólin hennar með henni og byrja með nýjar jólahefðir.

Hvað er best við jólin? Það er allt við jólin yndislegt, en ég held að það sem er best er hvað þetta er eitthvað ótrúlega töfrandi tími þar sem fjölskyldan nýtur þess að vera saman og allt er svo hátíðlegt og yndislegt. Svo er auðvitað alveg ótrúlega gaman að skreyta en ég tek þetta alla leið og er smá eins og jólasveinn á sterum í desember.

Ef þú ættir fimm milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir) Ég myndi kaupa mér nýjan bíl og fara í geggjaða utanlandsferð… jú og klárlega kaupa risa hnotubrjótinn í Costco, mig dreymir um hann .

Twitter/Facebook/Snapchat/Instagram? Allt nema Twitter – hef aldrei alveg skilið það glens.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Ég er ansi týnd án símans míns sem ég komst að í sumar þegar ég missti hann í klósettið! Skemmtilegt að segja frá því að svo missti ég símann sem ég fékk í staðinn líka í klósettið viku seinna  – lærði þá að það að setja símann í rassvasann er ekki sterkur leikur.

Hvað óttastu mest? Að missa fólkið mitt.

Hrönn með manninum Sæþóri.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum? Að sjálfsögðu jólatónlist !!! All I want for Christmas er í miklu uppáhaldi.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”? Lélegar jólamyndir á Netflix og Glee jólaþættir – finnst vandræðalega kósý að glápa á þetta aðeins fyrir jólin. Svo er ég svona nettur Harry Potter aðdáandi og hlusta stundum á Harry Potter hljóðbók áður en ég fer að sofa (ég er lúði, ég veit ).

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju? Ég væri til í að vera ljón, ég veit samt ekki alveg af hverju, held ég hafi bara horft aðeins of mikið á Lion King þegar ég var barn og langaði alltaf að vera Simbi.

Hvernig var fyrsti kossinn? Hann var nú hálfslappur.

Hver væri titill ævisögu þinnar? Vá þetta eru rosalega erfiðar spurningar, haha… úff ég veit ekki – Margur er knár þótt hann sé smár? Er það ekki eitthvað? Eða kannski Risasmár eins og Yaris.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Ég er sjúklega góð að læra utan að, lærði til dæmis einu sinni 7 bls. ritgerð orðrétt utan að fyrir próf í viðskiptafræði og mundi hvert einasta orð í prófinu. Hef líklega verið páfagaukur í fyrra lífi.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Dóttir mín þegar hún keyrði á hásinina á mér á 1000km hraða í göngugrindinni sinni um daginn  – þetta er ekkert nema vopn á hjólum þessi göngugrind.

Fyrirmynd í lífinu? Bróðir minn hann Ragnar er mín fyrirmynd í lífinu og ég er alveg ótrúlega heppin að hafa hann í lífi mínu.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Hvað ég var rosalega þægilegt barn og hvað ég svaf mikið – Samkvæmt mömmu svaf ég í 12 tíma á nóttunni frá sex vikna aldri og tók blundi í gríð og erg allan daginn. Þvílíkur lúxus sem það hefur verið enda þykir mér enn í dag mjööög gott að sofa. Þetta er hinsvegar eitthvað sem dóttir mín hefur því miður alls ekki erft frá móður sinni.

Ertu með einhverja fobíu? Mér finnst pöddur einhver mesti viðbjóður í heimi og meika þær bara alls ekki.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Ætli það sé ekki bara að ákveða að fara í útilegu í Hallgeirsey sumarið 2010 þar sem ég nældi í manninn minn.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þau eru nú alveg nokkur haha – Einu sinni fór ég til dyra á nærfötunum af því ég hélt þetta væri bara mamma að dingla en þá var þetta óvart strákur sem var að koma að kaupa af mér kennslubók í viðskiptafræði sem ég gleymdi að ætlaði að koma. Það má fullyrða það að þessi stund var skemmtilegri fyrir hann heldur en mig!

Hver er fyrsta endurminning þín? Ætli það sé ekki fjögurra eða fimm ára afmælið mitt sem ég skipulagði alveg með harðri hendi foreldrum mínum til mikillar mæðu – man að ég gleymdi að merkja plastglös gestanna með sérstökum límmiðum með nafninu þeirra á og þaut inn á bað í miðju afmæli að reyna að redda þessu í þvílíku dramakasti!

Lífsmottó?Að muna að njóta lífsins og þá reddast allt.

Hvar er hægt að fylgjast með þér? Það er hægt að fylgjast með mér á snapchat og instagram: hronnbjarna. Ég er svo núna með jóladagatal fram að jólum á Facebooksíðunni minni þar sem ég gef jólagjöf á hverjum degi.

Hvað er framundan hjá þér á nýja árinu?  Embla dóttir mín er að byrja í ungbarnaleikskóla í byrjun janúar svo ég er á leiðinni út á vinnumarkaðinn og er að leita mér að vinnu þessa dagana.

Uppáhalds útvarpsmaður/stöð? Ég hlusta nú bara á útvarpið í bílnum og þar er ég með LéttBylgjuna og Fm957 til skiptis.

Uppáhalds matur/drykkur? Kók í dós og salat með parmaskinku og karmelliseruðum gullosti. Finnst reyndar gin og tónik líka ansi hreint fínn drykkur.

Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit ? Ómæ ég veit það ekki … Uuu má segja pass?

Uppáhalds kvikmynd/sjónvarpsþættir? Uppáhalds þættirnir mínir eru House, Greys Anatomy og Criminal Minds.

Uppáhalds bók? Englar og Djöflar eftir Dan Brown.

Uppáhalds stjórnmálamaður? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og vinkona mín.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? Ég vil bara hvetja alla til að kíkja á jóladagatalið mitt á Facebook.

Fylgjast má með Hrönn á Facebook, Fagurkerar og Snapchat: hronnbjarna.

Rihanna í sokkapari sem kostar yfir 100 þúsund krónur

Ert þú ein/n af þeim sem þolir ekki að fá mjúka pakka að gjöf, hvað þá ef pakkinn inniheldur sokkapar? Líklegt er að þú myndir þá breyta um skoðun ef pakkinn inniheldur sokkaparið sem Rihanna klæðist hér, því parið kostar 1340 dollara eða tæpar 140.000 kr. Um er að ræða hvíta sokka frá Gucci með kristöllum í og voru þeir fyrst sýndir á í Miami á tískusýningunni Resort fyrir árið 2018. https://www.instagram.com/p/BcXm-PFDKQm/ https://www.instagram.com/p/BcXgU6gDT3N/ Hver veit nema við munum fljótlega sjá Fenty sokkalínu frá Rihönnu, en Fenty snyrtivörulínan og Fenty Puma x Rihanna línan hafa þegar fengið frábærar viðtökur.     Lesa meira

Notendur Twitter lýsa árinu 2017 í fjórum orðum og það er ekki jákvætt

Það eru þrjár vikur eftir af árinu 2017 og fólk er þegar byrjað að taka saman yfirlit yfir það besta og versta sem árið færði okkur. Notendur Twitter eru þar engin undantekning en fjölmargir notendur hafa tekið sig til og dregið árið saman í aðeins fjórum orðum.   Is He Gone Yet? #2017In4Words pic.twitter.com/I0iTkVXQb1 — BrokenPromisedLand (@VoteAngryNow) November 18, 2017 Election of Ignorant Bully#2017In4Words pic.twitter.com/tHIG7zRRci — Jenius (@PersianCeltic) November 18, 2017 Too many terror acts 😔 #2017In4Words — Josh (@jaythashooter) November 18, 2017   Make Obama President Again! #2017In4Words pic.twitter.com/zbOWMjVdJU — Allyn Beake (@AllynBeake) November 18, 2017 #2017In4Words Your idol's… Lesa meira

Kæri jólasveinn: iPhone eða mandarína?

Nú eru jólasveinar á fullu að raða í pokann skógjöfum fyrir börnin og styttist í að þeir skelli pokanum á bakið og arki til byggða, einn af öðrum. Það er rétt að þeir lesi orð Davíðs Más Kristinssonar áður en þeir leggja í hann. Og ef að netsambandið til fjalla er eitthvað stirt, þá geta kannski foreldrar barnanna skilað þessu til þeirra. Jólin nálgast með öllu tilheyrandi og jólasveinarnir 13 verða bráðum reiðubúnir að koma til byggða með ýmislegt í pokum sínum fyrir að setja í alla þessa skó í gluggunum. Ef einhverjir af jólasveinunum eru í tölvufæri upp í… Lesa meira

Þessi mynd er sú vinsælasta á Instagram árið 2017

Það eru yfir 800 milljón manns sem nota Instagram í hverjum mánuði og með þær tölur í huga þá getur maður rétt ímyndað sér hversu mörk „like“ ein mynd getur fengið. En það er ein mynd sem notendum líkaði öðrum fremur árið 2017 og þegar þrjár vikur eru eftir af árinu hefur hún rakað inn yfir 11 milljón „like-um“ og 547 þúsund hafa skrifað athugasemdir við myndina. Það er engin önnur en drottningin Beyoncé sem á vinsælustu mynd Instagram og myndin er tilkynning hennar frá 1. febrúar síðastliðnum þegar hún sagði frá að hún ætti von á tvíburum. https://www.instagram.com/p/BP-rXUGBPJa/ „Við… Lesa meira

Heimili Meghan í Toronto er komið á sölu

Meghan Markle undirbýr sig nú fyrir nýtt líf sem prinsessa í Bretlandi og það má vel vera að fyrra heimili hennar í Toronto í Kanada jafnist ekki að stærð á við framtíðarheimili hennar í Kensingtonhöll en glæsilegt er það engu að síður. Húsið er á Yarmouth Road í hverfinu Seaton Village og það voru framleiðendur sjónvarpsþáttanna Suits, sem fundu það fyrir Meghan, en þættirnir eru teknir upp í nágrenninu. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, kvikmyndaherbergi, eldhús af dýrari gerð og tvö baðherbergi. Verðmiðinn er 925 þúsund evrur eða um 113 milljónir íslenskar.     Lesa meira

Jólabréf Höllu Tómasdóttur til barna hennar: „Verið ávallt meðvituð um orð ykkar og athafnir“

      „Nú langar mig að ræða mikilvægi þess að þið tileinkið ykkur sjálfsvirðingu. Þið eigið óumdeilanlegan rétt á að setja öðrum mörk og aðrir eiga engan rétt á hegðun eða gjörðum sem valda ykkur óþægindum og/eða vanlíðan. Elskið ykkur sjálf og líkama ykkar eins og þeir eru og látið strax vita ef einhver misbýður ykkur, veldur ykkur óþægindum, ótta eða óeðlilegri líðan,“ ritar Halla Tómasdóttir rekstarhagfræðingur og fyrrum forsetaframbjóðandi í opinberu jólabréfi til barna hennar, Tómasar Bjarts og Auðar Ínu. Bréfið birtir Halla á heimasíðu sinni. Í bréfinu sem ber heitið Virðing og heilbrigð samskipti, gefur Halla börnum sínum… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 10. desember – Gjöf frá Odee

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 10. desember ætlum við að gefa tvö plaköt frá állistamanninum Odee, eina Freyju og eina Oreö. Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America, sjá nánar hér. Oddur var í viðtali við DV í lok sumar þar sem hann sagði… Lesa meira

Gefðu táknræna jólagjöf – mömmupakki UN Women

Jólagjöf UN Women er mömmupakki fyrir nýbakaða móður í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Mömmupakkinn er táknræn jólagjöf, jólakort sem myndar eins konar tjald og stendur eitt og sér. Um 80 þúsund manns búa nú í Zaatari eftir að hafa flúið stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi. Yfir 64.000 íbúanna eru konur og börn þeirra og á bilinu 60-80 börn fæðast í búðunum á viku. UN Women starfrækir griðastaði fyrir konur og börn þeirra þar sem konurnar hljóta vernd, öryggi, atvinnutækifæri og börn þeirra fá daggæslu. Á griðastöðum UN Women hafa konur á flótta tækifæri til að afla sér tekna með því… Lesa meira

Tamar semur ljóð um Klevis Sula „Drengurinn lést í okkar fallegu borg þar sem dauðinn lá lævís í leyni“

Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín. Nýjasta ljóð hans fjallar um Klevis Sula, unga manninn frá Albaníu sem lét lífið eftir hnífstunguárás á Austurvelli um síðustu helgi.  Harmleikur seilast í hugann á mér í Reykjavík lést ungur maður skiptir það máli hvaðan hann er eða er Ísland auðmjúkur staður Fólkið hans berst nú við alla þá sorg sem hamrar sem sleggja á steini „Drengurinn lést í okkar fallegu borg þar sem dauðinn lá lævís í leyni“ Með hjarta sem hafði drauma og þrár og ást til að gefa okkur… Lesa meira

Stjörnumerkin: Hvað pirrar þau?

Hver er auðveldasta leiðin til að pirra einhvern eftir því hvaða stjörnumerki hann er í? HRÚTURINN – Truflaðu hann. Ef þú truflar hann við störf hans og leiðir til þess að hann kemur minna í verk, mun hann valta yfir þig af reiði. NAUTIÐ – Komdu því á óvart. Nautið þolir ekki hið skyndilega og óvænta og mun því fríka út og verða árásargjarnt. TVÍBURINN – Láttu hann bíða. Tvíburinn þolir ekki að vera lengi á sama stað. Honum líkar best að koma og fara þegar honum hentar og vera frjáls ferða sinna, allt annað er kvöl og pína fyrir… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 9. desember – Gjöf frá Burro Tapas + Steaks

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 9. desember ætlum við að gefa óvissuferð matseðil fyrir 2 á Burro Tapas + Steaks.   Veitingastaðurinn Burro og Pablo Discobar opnaði 10. nóvember 2016 við frábærar viðtökur. „Við félagarnir höfðum lengi gengið með þann draum í maganum að opna veitingastað hér heima með suðuramerísku þema. Þegar kom að því að velja nafn á veitingastaðinn vildum við ekki löng krúsídúllunöfn sem heimamenn ættu erfitt með að bera fram,… Lesa meira

Eva Ruza situr fyrir svörum: Frækinn flækjufótur sem elskar allt sem glitrar

Eva Ruza, mamma, eiginkona, og allskonar multitasker er nýkomin úr dásamlegri ferð til Miami með hennar heittelskaða þar sem hún sá um að vera aðstoðarbílstjóri með GPS-ið. „Við erum heppin að hafa komist óhult milli staða eftir mjög skrautlegar leiðbeiningar aðstoðarbílstjórans. Ég held samt að ég hafi náð að útskrifast en það tók verulega á andlegu hlið sjálfs bílstjórans,“ segir Eva. „Ég stunda líkamsrækt nánast alla virka daga vikunnar. Annars vegar læt ég pína mig áfram í Bootcamp eða læt Yesmine Olsen vinkonu mína um pyntingarnar. Það er eins gott að vera með harðstjóra yfir manni svo maður svindli ekki,“… Lesa meira