Hrönn Bjarna situr fyrir svörum: Tryllt jólabarn sem var líklega páfagaukur í fyrra lífi

Hrönn Bjarna er 31 árs, býr í Kópavogi með manninum sínum, Sæþóri sem er lögmaður, dóttur þeirra Emblu Ýr sem er tíu mánaða og hundinum Gizmó. Hrönn er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hún er líka bloggari á fagurkerar.is og með opið snapchat: hronnbjarna.

Ég er búin að vera í fæðingarorlofi allt þetta ár með dóttur minni ásamt því að blogga á fagurkerar.is og snappa frá mínu daglega lífi sem er oft ansi skrautlegt þar sem ég tek hlutina yfirleitt alla leið alveg sama hvað ég er að gera.“

Áhugamálin mín eru skreytingar og veislur, skipulag og þrif, bakstur og eldamennska, og svo auðvitað að dúllast með fjölskyldunni,“ segir Hrönn sem svarar spurningum Bleikt.

Hrönn með dótturina Emblu Ýr.

Persónuleiki þinn í fimm orðum? Skipulögð, drífandi, skapandi, ákveðin og jákvæð.

Hver er þinn helsti veikleiki? Er kannski stundum aðeins of drífandi og tek hlutina dálítið of langt sem endar stundum í algjörri vitleysu!

Stíllinn þinn í fimm orðum? Klassískur, svartur, glitrandi og fjölbreyttur.

Hvernig eru þínar jólahefðir? Ég ELSKA jólin og er tryllt jólabarn. Ég er mjög vanaföst þegar kemur að jólunum og það eru nokkrir hlutir sem ég bara verð að gera áður en jólin koma. Ég verð að vera búin að taka stóru jólahreingerninguna mína og gera jólakonfektið mitt en ég geri konfekt á hverju ári og gef vinum og vandamönnum. Í ár verða þetta um 40 gjafaöskjur og um 720 molar í heildina.

Á aðfangadag erum við alltaf með sama prógrammið heima hjá mömmu og pabba. Við borðum alltaf kalkún á jólunum og því má sko alls ekki breyta. Við opnum pakkana öll saman og það er bara tekinn upp einn pakki í einu og allir fylgjast með hvað er í hverjum pakka sem mér finnst svo ótrúlega kósý. Í ár verður í fyrsta skiptið lítið kríli með okkur á jólunum þar sem þetta eru fyrstu jólin hennar Emblu og ég get sko ekki beðið eftir að upplifa fyrstu jólin hennar með henni og byrja með nýjar jólahefðir.

Hvað er best við jólin? Það er allt við jólin yndislegt, en ég held að það sem er best er hvað þetta er eitthvað ótrúlega töfrandi tími þar sem fjölskyldan nýtur þess að vera saman og allt er svo hátíðlegt og yndislegt. Svo er auðvitað alveg ótrúlega gaman að skreyta en ég tek þetta alla leið og er smá eins og jólasveinn á sterum í desember.

Ef þú ættir fimm milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir) Ég myndi kaupa mér nýjan bíl og fara í geggjaða utanlandsferð… jú og klárlega kaupa risa hnotubrjótinn í Costco, mig dreymir um hann .

Twitter/Facebook/Snapchat/Instagram? Allt nema Twitter – hef aldrei alveg skilið það glens.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Ég er ansi týnd án símans míns sem ég komst að í sumar þegar ég missti hann í klósettið! Skemmtilegt að segja frá því að svo missti ég símann sem ég fékk í staðinn líka í klósettið viku seinna  – lærði þá að það að setja símann í rassvasann er ekki sterkur leikur.

Hvað óttastu mest? Að missa fólkið mitt.

Hrönn með manninum Sæþóri.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum? Að sjálfsögðu jólatónlist !!! All I want for Christmas er í miklu uppáhaldi.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”? Lélegar jólamyndir á Netflix og Glee jólaþættir – finnst vandræðalega kósý að glápa á þetta aðeins fyrir jólin. Svo er ég svona nettur Harry Potter aðdáandi og hlusta stundum á Harry Potter hljóðbók áður en ég fer að sofa (ég er lúði, ég veit ).

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju? Ég væri til í að vera ljón, ég veit samt ekki alveg af hverju, held ég hafi bara horft aðeins of mikið á Lion King þegar ég var barn og langaði alltaf að vera Simbi.

Hvernig var fyrsti kossinn? Hann var nú hálfslappur.

Hver væri titill ævisögu þinnar? Vá þetta eru rosalega erfiðar spurningar, haha… úff ég veit ekki – Margur er knár þótt hann sé smár? Er það ekki eitthvað? Eða kannski Risasmár eins og Yaris.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Ég er sjúklega góð að læra utan að, lærði til dæmis einu sinni 7 bls. ritgerð orðrétt utan að fyrir próf í viðskiptafræði og mundi hvert einasta orð í prófinu. Hef líklega verið páfagaukur í fyrra lífi.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Dóttir mín þegar hún keyrði á hásinina á mér á 1000km hraða í göngugrindinni sinni um daginn  – þetta er ekkert nema vopn á hjólum þessi göngugrind.

Fyrirmynd í lífinu? Bróðir minn hann Ragnar er mín fyrirmynd í lífinu og ég er alveg ótrúlega heppin að hafa hann í lífi mínu.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Hvað ég var rosalega þægilegt barn og hvað ég svaf mikið – Samkvæmt mömmu svaf ég í 12 tíma á nóttunni frá sex vikna aldri og tók blundi í gríð og erg allan daginn. Þvílíkur lúxus sem það hefur verið enda þykir mér enn í dag mjööög gott að sofa. Þetta er hinsvegar eitthvað sem dóttir mín hefur því miður alls ekki erft frá móður sinni.

Ertu með einhverja fobíu? Mér finnst pöddur einhver mesti viðbjóður í heimi og meika þær bara alls ekki.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Ætli það sé ekki bara að ákveða að fara í útilegu í Hallgeirsey sumarið 2010 þar sem ég nældi í manninn minn.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þau eru nú alveg nokkur haha – Einu sinni fór ég til dyra á nærfötunum af því ég hélt þetta væri bara mamma að dingla en þá var þetta óvart strákur sem var að koma að kaupa af mér kennslubók í viðskiptafræði sem ég gleymdi að ætlaði að koma. Það má fullyrða það að þessi stund var skemmtilegri fyrir hann heldur en mig!

Hver er fyrsta endurminning þín? Ætli það sé ekki fjögurra eða fimm ára afmælið mitt sem ég skipulagði alveg með harðri hendi foreldrum mínum til mikillar mæðu – man að ég gleymdi að merkja plastglös gestanna með sérstökum límmiðum með nafninu þeirra á og þaut inn á bað í miðju afmæli að reyna að redda þessu í þvílíku dramakasti!

Lífsmottó?Að muna að njóta lífsins og þá reddast allt.

Hvar er hægt að fylgjast með þér? Það er hægt að fylgjast með mér á snapchat og instagram: hronnbjarna. Ég er svo núna með jóladagatal fram að jólum á Facebooksíðunni minni þar sem ég gef jólagjöf á hverjum degi.

Hvað er framundan hjá þér á nýja árinu?  Embla dóttir mín er að byrja í ungbarnaleikskóla í byrjun janúar svo ég er á leiðinni út á vinnumarkaðinn og er að leita mér að vinnu þessa dagana.

Uppáhalds útvarpsmaður/stöð? Ég hlusta nú bara á útvarpið í bílnum og þar er ég með LéttBylgjuna og Fm957 til skiptis.

Uppáhalds matur/drykkur? Kók í dós og salat með parmaskinku og karmelliseruðum gullosti. Finnst reyndar gin og tónik líka ansi hreint fínn drykkur.

Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit ? Ómæ ég veit það ekki … Uuu má segja pass?

Uppáhalds kvikmynd/sjónvarpsþættir? Uppáhalds þættirnir mínir eru House, Greys Anatomy og Criminal Minds.

Uppáhalds bók? Englar og Djöflar eftir Dan Brown.

Uppáhalds stjórnmálamaður? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og vinkona mín.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? Ég vil bara hvetja alla til að kíkja á jóladagatalið mitt á Facebook.

Fylgjast má með Hrönn á Facebook, Fagurkerar og Snapchat: hronnbjarna.

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira

Hvenær má barnið hætta með sessu?

Ég á þrjú börn sem ég vil allt það besta fyrir og þar með talið er öryggi þeirra í umferðinni. ~Þau nota hjálma þegar þau fara út að hjóla. ~Ég fór með þau heim af fæðingardeildinni í ungbarnabílstól (reyndar hefði mér ekki verið hleypt heim með þau öðruvísi). ~Þegar þau voru vaxin upp úr ungbarnabílstólnum, þá fóru þau í bílstól við hæfi með 5 punkta belti í. ~Og þegar þau voru vaxin upp úr honum, þá fóru þauu í sessu með baki. Það eru allir sammála um að þetta sé það öruggasta fyrir börnin okkar. En svo kemur stóra spurningin,… Lesa meira

Girnilegt kjúklingasalat frá Tinnu Freys

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat. Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega 😉 Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur. Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta… Lesa meira

Bollakökur með rjómaostakremi að hætti Hrönn Bjarna

Hrönn Bjarnadóttir viðburðastjóri, bloggari og snappari (hronnbjarna) finnst fátt skemmtilegra en að baka og skreyta. Á dögunum bakaði Hrönn Red Velvet bollakökur með rjómaostakremi og fyrir fermingarmyndartöku og gaf hún Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að deila uppskriftinni með lesendum: Red velvet bollakökur með rjómaostakremi: Kökurnar 2,5 bolli hveiti 2 bollar sykur 1 msk kakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 2 egg 1,5 bolli matarolía 1 bolli súrmjólk 1 msk edik 1 tsk vanilludropar rauður gel matarlitur Hitið ofninn í 175°. Blandið þurrefnum saman og leggi til hliðar. Blandið vel saman eggjum, matarolíu, súrmjólk, edik og vanilludropum og hrærið… Lesa meira

Kolbrún er heyrnarlaus með langveikt barn: „Hún bar ekki veikindin utan á sér og það var ekki hlustað á mig“

Þegar Kolbrún Völkudóttir var einungis tveggja ára gömul fékk hún svæsna heilahimnubólgu og var vart hugað líf. Fljótlega eftir að Kolbrún komst á bataveg og heilsa hennar varð betri kom í ljós að hún hafði alveg misst heyrnina. Í dag, mörgum árum síðar, er Kolbrún einstæð tveggja barna móðir sem lítur björtum augum á lífið og segir heyrnarleysið ekki há sér. Ég man ekki eftir mér heyrandi og ég þekki ekkert annað en að vera heyrnarlaus. Auðvitað koma inn margar hindranir en mér finnst það ekkert mál, ég geri bara allt sem ég vil og finnst þetta frábært, segir Kolbrún… Lesa meira

Þórunn og börnin hennar þrjú tóku upp ofurhetjumynd

Þórunn Vignisdóttir á þrjú börn á aldrinum 4-7 ára sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að ofurhetjum. Strákarnir hennar tveir Úlfur og Bjartur leika sér daginn út og inn í hinum ýmsu ofurhetjuleikjum og skiptast á hlutverkum á meðan stelpan hennar, Saga, á erfitt með að finna ofurhetjur sem hún samsamar sig við. Hún hefur því tekið upp á því að búa til sínar eigin ofurhetjur sem hún blandar saman úr þeim ofurhetjum sem hafa verið stelpuvæddar. Strákarnir hafa þúsund sinnum fleiri valkosti og geta þess vegna valið sér eina ofurhetju fyrir hvern dag án þess að tæma… Lesa meira

Fór úr því að vera með hamlandi stoðkerfisvandamál í að mæta á æfingu sex sinnum í viku

Þegar Jóhanna Þorvaldsdóttir gekk með börnin sín varð hún virkilega slæm af grindargliðnun. Það slæm að hún lá rúmliggjandi á seinni hluta meðgöngunnar. Eftir meðgönguna var Jóhanna lengi mjög slæm í líkamanum og taldi læknirinn upphaflega að grindargliðnun væri um að kenna. Seinna kom í ljós að um var að ræða mjög slæmt tilfelli af vefjagigt. Ég gat lítið sem ekkert gengið og var skökk og skæld vegna verkja. Við þetta bættist svo slæm slitgigt og í kjölfarið fann ég fyrir töluverðu þunglyndi og kvíða. Ég fór að þyngjast mikið og leið virkilega illa, segir Jóhanna í viðtali við Bleikt.is… Lesa meira

Talan á vigtinni segir ekki allt – Þessar konur hafa ekki misst eitt kíló

Talan á vigtinni segir ekki allt. Hættu að einblína á kílófjölda og einbeittu þér frekar að því að lifa heilsusamlegum og hamingjusömum lífsstíl. Þessar konur hér að neðan eru í baráttu við vigtina. PopSugar greinir frá. Þær hafa deilt myndum á Instagram undir myllumerkinu #ScrewTheScale til að vekja athygli á að talan á vigtinni er einmitt bara tala og það eigi ekki að gefa henni þetta vald sem hún hefur. Á myndunum sem þær deila má sjá fyrir og eftir myndir, en þær hafa ekki misst eitt einasta kíló milli mynda. Hins vegar hafa þær breytt lífsstíl sínum, borða hollt… Lesa meira

Bjarna var ýtt inn í skápinn: ,,Bæði sem samkynhneigður karlmaður og tilfinningavera“

Þessi ljósmynd er frá því ég var 11 ára. Bjart, jákvætt og kærleiksríkt barn sem elskaði lífið. Ég hef alltaf verið tilfinningabúnt. Alinn upp í fallega Tálknafirði þar sem ég átti yndislega æsku með góða vini og elskandi fjölskyldu. Ég lék mér með mikið með stelpunum í dúkkó og föndri, notaði orð eins og „yndislegt” og var góður í leiklist og dansi. Ég tengdi ekkert við bíla eða fótbolta. Mér var líka strítt fyrir að vera stelpustrákur. Það var skammarlegt að vera stelpulegur. Með þessum orðum hefst einlæg facebook færsla Bjarna Snæbjörnssonar, leikara og skemmtikrafts. Bjarni greinir frá því að… Lesa meira

Guðrún Helga fékk átkastaröskun í kjölfar þátttöku sinnar í fitness: „Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað tæki við eftir mótið“

Guðrún Helga Fossdal Reynisdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á fitness og hefur sjálf tekið þátt í keppninni. Það sem hún gerði sér þó ekki grein fyrir var að í kjölfar þátttöku hennar þróaði hún með sér átkastaröskun sem hefur eyðilagt frama hennar í íþróttinni og mun hún vera í mörg ár að koma jafnvægi á líkamann aftur. Ég á yfir höfði mér margra ára meðferð til þess að fá allt í jafnvægi aftur. Ef ég hefði hlustað á sjálfa mig frá byrjun og viðurkennt um leið að ég ætti vð átröskun að stríða og hefði byrjað að tækla það áður en ég tók þátt… Lesa meira

Dóttir Sigrúnar fæddist andvana eftir fulla meðgöngu: ,,Það að ganga út af sjúkrahúsinu með tómt fangið var hræðilegt“

Sigrún Ásta Brynjarsdóttir varð ólétt að dóttur sinni í júní árið 2016. Meðgangan gekk vel, dóttir þeirra stækkaði mikið og allt stefndi í að lífið yrði fullkomið fyrir þau hjónin. Við maðurinn minn tókum ákvörðun í maí 2016 að okkur langaði að eignast barn eftir að hafa talað um það í nokkur ár að við ætluðum sko aldrei að eignast barn. Þann 1. júlí tek ég svo óléttupróf og það kemur blússandi jákvætt, segir Sigrún Ásta í viðtali við Bleikt.is Sigrún er nemi við Háskólann á Bifröst þar sem hún er að klára BS í viðskiptalögfræði. Um kvöldið 28. febrúar árið… Lesa meira

Hvenær mega börn sinna húsverkum? Flottur húsverkalisti fyrir börn á öllum aldri

Að sinna heimilisverkum er ekkert alltaf það skemmtilegasta, en er þó eitt af mikilvægustu verkunum sem við sinnum. Það þarf jú að passa að allir heimilismenn eigi hrein föt, fái mat á diskinn sinn og líði vel heima hjá sér. Foreldrar eiga það til að halda að börnin þeirra séu ekki tilbúin til þess að hjálpa til við heimilisstörfin en staðan er sú að börn allt niður í tveggja ára aldur eiga auðvelt með að læra og hjálpa til á heimilinu. Því fyrr sem börn læra að heimilisstörfin séu eitthvað sem allir heimilismenn eigi að hjálpast til við að sinna… Lesa meira