Hrönn Bjarna situr fyrir svörum: Tryllt jólabarn sem var líklega páfagaukur í fyrra lífi

Hrönn Bjarna er 31 árs, býr í Kópavogi með manninum sínum, Sæþóri sem er lögmaður, dóttur þeirra Emblu Ýr sem er tíu mánaða og hundinum Gizmó. Hrönn er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hún er líka bloggari á fagurkerar.is og með opið snapchat: hronnbjarna.

Ég er búin að vera í fæðingarorlofi allt þetta ár með dóttur minni ásamt því að blogga á fagurkerar.is og snappa frá mínu daglega lífi sem er oft ansi skrautlegt þar sem ég tek hlutina yfirleitt alla leið alveg sama hvað ég er að gera.“

Áhugamálin mín eru skreytingar og veislur, skipulag og þrif, bakstur og eldamennska, og svo auðvitað að dúllast með fjölskyldunni,“ segir Hrönn sem svarar spurningum Bleikt.

Hrönn með dótturina Emblu Ýr.

Persónuleiki þinn í fimm orðum? Skipulögð, drífandi, skapandi, ákveðin og jákvæð.

Hver er þinn helsti veikleiki? Er kannski stundum aðeins of drífandi og tek hlutina dálítið of langt sem endar stundum í algjörri vitleysu!

Stíllinn þinn í fimm orðum? Klassískur, svartur, glitrandi og fjölbreyttur.

Hvernig eru þínar jólahefðir? Ég ELSKA jólin og er tryllt jólabarn. Ég er mjög vanaföst þegar kemur að jólunum og það eru nokkrir hlutir sem ég bara verð að gera áður en jólin koma. Ég verð að vera búin að taka stóru jólahreingerninguna mína og gera jólakonfektið mitt en ég geri konfekt á hverju ári og gef vinum og vandamönnum. Í ár verða þetta um 40 gjafaöskjur og um 720 molar í heildina.

Á aðfangadag erum við alltaf með sama prógrammið heima hjá mömmu og pabba. Við borðum alltaf kalkún á jólunum og því má sko alls ekki breyta. Við opnum pakkana öll saman og það er bara tekinn upp einn pakki í einu og allir fylgjast með hvað er í hverjum pakka sem mér finnst svo ótrúlega kósý. Í ár verður í fyrsta skiptið lítið kríli með okkur á jólunum þar sem þetta eru fyrstu jólin hennar Emblu og ég get sko ekki beðið eftir að upplifa fyrstu jólin hennar með henni og byrja með nýjar jólahefðir.

Hvað er best við jólin? Það er allt við jólin yndislegt, en ég held að það sem er best er hvað þetta er eitthvað ótrúlega töfrandi tími þar sem fjölskyldan nýtur þess að vera saman og allt er svo hátíðlegt og yndislegt. Svo er auðvitað alveg ótrúlega gaman að skreyta en ég tek þetta alla leið og er smá eins og jólasveinn á sterum í desember.

Ef þú ættir fimm milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir) Ég myndi kaupa mér nýjan bíl og fara í geggjaða utanlandsferð… jú og klárlega kaupa risa hnotubrjótinn í Costco, mig dreymir um hann .

Twitter/Facebook/Snapchat/Instagram? Allt nema Twitter – hef aldrei alveg skilið það glens.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Ég er ansi týnd án símans míns sem ég komst að í sumar þegar ég missti hann í klósettið! Skemmtilegt að segja frá því að svo missti ég símann sem ég fékk í staðinn líka í klósettið viku seinna  – lærði þá að það að setja símann í rassvasann er ekki sterkur leikur.

Hvað óttastu mest? Að missa fólkið mitt.

Hrönn með manninum Sæþóri.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum? Að sjálfsögðu jólatónlist !!! All I want for Christmas er í miklu uppáhaldi.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”? Lélegar jólamyndir á Netflix og Glee jólaþættir – finnst vandræðalega kósý að glápa á þetta aðeins fyrir jólin. Svo er ég svona nettur Harry Potter aðdáandi og hlusta stundum á Harry Potter hljóðbók áður en ég fer að sofa (ég er lúði, ég veit ).

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju? Ég væri til í að vera ljón, ég veit samt ekki alveg af hverju, held ég hafi bara horft aðeins of mikið á Lion King þegar ég var barn og langaði alltaf að vera Simbi.

Hvernig var fyrsti kossinn? Hann var nú hálfslappur.

Hver væri titill ævisögu þinnar? Vá þetta eru rosalega erfiðar spurningar, haha… úff ég veit ekki – Margur er knár þótt hann sé smár? Er það ekki eitthvað? Eða kannski Risasmár eins og Yaris.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Ég er sjúklega góð að læra utan að, lærði til dæmis einu sinni 7 bls. ritgerð orðrétt utan að fyrir próf í viðskiptafræði og mundi hvert einasta orð í prófinu. Hef líklega verið páfagaukur í fyrra lífi.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Dóttir mín þegar hún keyrði á hásinina á mér á 1000km hraða í göngugrindinni sinni um daginn  – þetta er ekkert nema vopn á hjólum þessi göngugrind.

Fyrirmynd í lífinu? Bróðir minn hann Ragnar er mín fyrirmynd í lífinu og ég er alveg ótrúlega heppin að hafa hann í lífi mínu.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Hvað ég var rosalega þægilegt barn og hvað ég svaf mikið – Samkvæmt mömmu svaf ég í 12 tíma á nóttunni frá sex vikna aldri og tók blundi í gríð og erg allan daginn. Þvílíkur lúxus sem það hefur verið enda þykir mér enn í dag mjööög gott að sofa. Þetta er hinsvegar eitthvað sem dóttir mín hefur því miður alls ekki erft frá móður sinni.

Ertu með einhverja fobíu? Mér finnst pöddur einhver mesti viðbjóður í heimi og meika þær bara alls ekki.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Ætli það sé ekki bara að ákveða að fara í útilegu í Hallgeirsey sumarið 2010 þar sem ég nældi í manninn minn.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þau eru nú alveg nokkur haha – Einu sinni fór ég til dyra á nærfötunum af því ég hélt þetta væri bara mamma að dingla en þá var þetta óvart strákur sem var að koma að kaupa af mér kennslubók í viðskiptafræði sem ég gleymdi að ætlaði að koma. Það má fullyrða það að þessi stund var skemmtilegri fyrir hann heldur en mig!

Hver er fyrsta endurminning þín? Ætli það sé ekki fjögurra eða fimm ára afmælið mitt sem ég skipulagði alveg með harðri hendi foreldrum mínum til mikillar mæðu – man að ég gleymdi að merkja plastglös gestanna með sérstökum límmiðum með nafninu þeirra á og þaut inn á bað í miðju afmæli að reyna að redda þessu í þvílíku dramakasti!

Lífsmottó?Að muna að njóta lífsins og þá reddast allt.

Hvar er hægt að fylgjast með þér? Það er hægt að fylgjast með mér á snapchat og instagram: hronnbjarna. Ég er svo núna með jóladagatal fram að jólum á Facebooksíðunni minni þar sem ég gef jólagjöf á hverjum degi.

Hvað er framundan hjá þér á nýja árinu?  Embla dóttir mín er að byrja í ungbarnaleikskóla í byrjun janúar svo ég er á leiðinni út á vinnumarkaðinn og er að leita mér að vinnu þessa dagana.

Uppáhalds útvarpsmaður/stöð? Ég hlusta nú bara á útvarpið í bílnum og þar er ég með LéttBylgjuna og Fm957 til skiptis.

Uppáhalds matur/drykkur? Kók í dós og salat með parmaskinku og karmelliseruðum gullosti. Finnst reyndar gin og tónik líka ansi hreint fínn drykkur.

Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit ? Ómæ ég veit það ekki … Uuu má segja pass?

Uppáhalds kvikmynd/sjónvarpsþættir? Uppáhalds þættirnir mínir eru House, Greys Anatomy og Criminal Minds.

Uppáhalds bók? Englar og Djöflar eftir Dan Brown.

Uppáhalds stjórnmálamaður? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og vinkona mín.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? Ég vil bara hvetja alla til að kíkja á jóladagatalið mitt á Facebook.

Fylgjast má með Hrönn á Facebook, Fagurkerar og Snapchat: hronnbjarna.

Sjónvarpsmynd í vinnslu um samband Harry og Meghan

Aðdáendur Harry Bretaprins og Meghan Markle geta glaðst yfir nýjustu fréttum, en Lifetime mun vera að vinna að sjónvarpsmynd um ástir þeirra, sem ber titilinn Harry & Meghan: The Royal Love Story eða Harry og Meghan: Konungleg ástarsaga. Myndin mun fjalla um samband þeirra og ástarsögu allt frá því að sameiginlegur vinur kynnti þau þar til þau trúlofuðu sig í nóvember 2017. Myndin mun einnig skoða líf Meghan sem fráskilin bandarísk leikkona. Prufur standa yfir í hlutverk myndarinnar og enginn sýningardagur hefur verið gefinn upp. Lifetime sýndi hinsvegar myndina William & Kate: The Movie 11 dögum áður en þau giftu… Lesa meira

Ragga nagli: „Sit mjög oft ein eftir að borða“

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta tölublaði MAN er viðtal við hana um mataræði, hreyfingu, bætiefni, sem og bestu fötin og tækin í ræktina. Ragga fjallar þar meðal annars um hvernig mataræðið og máltíðir hafa breyst hjá henni: Það má segja Hvað, Hvernig, Hversu oft og Hversu mikið ég borða hafi breyst. Ég var mjög brennd af allskonar boðum og bönnum mjög lengi. Fékk skilaboð um að borða ekki brauð, lamb, svín, maís, banana, og fleira rugl. Nú borða ég allt sem að kjafti kemur og mér finnst gómsætt. Máltíðamynstrið hefur breyst hjá mér. Á einhverju matarplani átti ég að… Lesa meira

Myndband: Carrie Underwood og Ludacris syngja lag Super Bowl í ár

Carrie Underwood og Ludacris taka röddum saman í laginu The Champion sem er upphafslag útsendingar NBC sjónvarpsstöðvarinnar frá Super Bowl LII eða Ofurskálinni. Lagið mun einnig vera notað í umfjöllun stöðvarinnar um Vetrarolympíuleikana. Lagið er samið af Underwood og Ludacris ásamt Brett James og Chris DeStefano og er ansi grípandi, en þó ólíkt þeim lögum sem maður hefur heyrt hingað til frá Underwood. https://www.youtube.com/watch?v=Htu3va7yDMg Super Bowl fer fram 4. febrúar næstkomandi og auk stjarnanna á vellinum, þá munu stjörnur líka skemmta áhorfendum, Pink mun syngja þjóðsönginn og Justin Timberlake mun sjá um hálfleikssýninguna. Underwood er óðum að ná sér eftir… Lesa meira

Myndband: Ný Harry Potter mynd „um þann sem við nefnum ekki á nafn“ er komin út

Sjö mánuðum eftir að Warner Bros gaf aðdáendum Harry Potter leyfi til að gera nýja mynd um þann sem við nefnum ekki á nafn, er myndin komin á netið. Í myndinni, Voldemort: Origins of the Heir, er sögð sama Grisha McLaggen, erfingja Gryffindor, sem leitar að Tom Riddle, sem hvarf eftir að erfingi Hufflepuff var myrtur. „Við veltum fyrir okkur: Hvað varð til þess að Tom Riddle varð Voldemort? Hvað gerðist á þessum árum og hvað gerðist í Hogwart þegar hann kom til baka? Það er margt ósagt,“ segir Gianmaria Pezzato leikstjóri myndarinnar. „Þetta er saga sem vð viljum segja:… Lesa meira

Uppskrift: Ómótstæðilegur prótein súkkulaðibúðingur Hönnu Þóru

Hanna Þóra er 29 ára Hafnfirðingur sem hefur brennandi áhuga á veisluskreytingum, bakstri og dúlleríi. Hún er líka snyrtifræðingur og viðskiptafræðingur, flugfreyja, i sambúð og tveggja barna móðir. Hanna Þóra er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is. Hér útbýr hún prótein súkkulaðibúðing, sem er tilvalinn til að halda sykurpúkanum frá, sérstaklega núna í janúar. Uppskriftin Hálfur desilítri chia fræ Ein skeið súkkulaðipróftein 1-2 dl Mjólk  (Möndlu,kasjú,soya eða venjuleg allt eftir smekk) Ég nota double rich chocolate sem ég keypti í prótín.is sem er í síðumúla og er einnig með vefverslun www.protin.is Við höfum keypt þetta prótein í tæp… Lesa meira

Myndband: Lærðu að brjóta þvottinn á nýjan hátt og sparaðu pláss

Það er eitt sem yfirgefur okkur aldrei, sama hversu heitt við viljum það: þvottahrúgan. Í meðfylgjandi myndbandi eru kennar sex aðferðir til að brjóta þvottinn saman sem eiga það sameiginlegt að spara pláss í skápnum, myndbandið lofar líka að maður spari tíma með þessu. Ég ætla að prófa næst þegar ég ræðst á þvottafjallið. https://www.facebook.com/FirstMediaBlossom/videos/10155894084094586/ Lesa meira

Kim Kardashian er með rándýrar ruslatunnur

Kim Kardashian hendir sko ruslinu með stæl, en hún er með ruslatunnur frá engum öðrum en tískuhönnuðinum Louis Vuitton. Af því að þegar maður er metinn á 220 milljónir dollara þá veit maður ekkert hvað maður á að eyða aurunum í, er það nokkuð? Fylgjendum hennar á Instagram sýndist sitt hvað um tunnurnar þegar Kim póstaði mynd af þeim. Nefndi einn þeirra að þær kostuðu meira en húsið hans. Ekki er vitað hvað tunnurnar kostuðu Kim, en sú minni kostar allavega um 3000 dollara á Ebay eða um 300 þúsund íslenskar krónur. Lesa meira

Myndband: Snemma beygist krókurinn

Krútt dagsins í dag er ungabarnið sem gefur sjálfum Rocky lítið eftir, en barnið virðist búið að ná helstu æfingum boxarans. Ert þú búin/n að fara í ræktina í dag eða á leiðinni þangað eftir vinnu? https://www.facebook.com/nerdingoutloud/videos/484454691914052/ Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Bogmaður

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Bogmanninn 22. nóvember - 21. desember. Bogmaður Kæri bogmaður, byrja á því að segja þér að spáin fyrir þig er mögnuð og 3 stór spil sem komu úr bunkanum. Til að byrja með þá skoða ég árið sem er að líða undir lok. Það mætti segja mér að þú hafir upplifað einhverja togstreitu á árinu og svörin sem þú… Lesa meira

Myndband: Fólk er frábært – Blanda af því besta frá 2017

Í meðfylgjandi myndbandi sem er af Facebook síðunni People are awesome má finna blöndu af því besta frá árinu 2017. Fólk í hinum ýmsu íþróttagreinum af framkvæma ótrúlegustu hluti sem margir virðast ögra þyngdarlögmálinu all verulega. Ísland á meira að segja fulltrúa. https://www.facebook.com/peopleareawesome/videos/1542174665831706/ Facebooksíða People are awesome. Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Sporðdreki

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Sporðdreka 23. október - 21. nóvember. Sporðdreki Kæri sporðdreki, byrja á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Þú getur verið svo þakklátur fyrir margt í lífi þínu kæri dreki – svona eins og þú sért með allt sem þú þarfnast. Peningamálin hafa blessast á árinu og áhyggjur þínar minni vegna þeirra. Þú lifir lífinu ríkulega… Lesa meira

Bíó: Tvær íslenskar myndir vinsælastar árið 2017 – Aðsókn dregst saman

Í fyrsta skipti síðan mælingar hófust eru tvær íslenskar kvikmyndir sem tróna á toppnum sem stærstu kvikmyndir á árinu. Þetta eru kvikmyndirnar Ég man þig sem þénaði tæpar 76,6 milljónir kr. (47.368 gestir) og Undir trénu sem þénaði 67,7 milljónir kr. (42.427 gestir). Nýjasta Star Wars myndin, The Last Jedi, var svo í þriðja sæti með 67,5 milljónir kr. í tekjur en sú kvikmynd er jafnframt sú eina þar sem aðsókn var yfir 50 þúsund manns á árinu en heildaraðsókn ársins að henni var 50.645 enda þótt kvikmyndin hafi einungis verið í sýningu frá 12. desember. Á síðustu fjórum árum… Lesa meira