Hrönn Bjarnadóttir byrjaði að skipuleggja eins árs afmæli dóttur sinnar áður en hún varð ólétt

Embla Ýr dóttir mín varð 1 árs 10. janúar síðastliðinn og því varð að sjálfsögðu að halda upp á þann stóra áfanga. Ég held að ég hafi varla verið orðin ólétt þegar ég byrjaði að plana eins árs afmælið hennar og pæla í hvaða þema ég vildi hafa og búa til allskonar lista og skipuleggja.

Ég byrjaði svo fyrir alvöru að skipuleggja afmælið í október en þá ákvað ég að einhyrningarþema yrði fyrir valinu. Ég pantaði mest allt af skrautinu erlendis.

Ég bjó allar veitingarnar til sjálf en málið flæktist aðeins þar sem við Embla greindumst báðar með lungnabólgu mánudaginn fyrir afmælið sem var ekki alveg inn í tímaskipulaginu mínu. Það var því nóg af panodil, nocco og kaffi sem hélt mér gangandi þessa viku og ótrúlega góðir vinir sem komu kvöldið fyrir afmælið og hjálpuðu mér að skreyta. Ég hefði aldrei klárað þetta án þeirra !

Skreytingarnar

IMG_0856

 • Veisluborðið

Ég lagði aðal áhersluna á veisluborðið en ég var búin að finna mynd af mjög svipuðu borði inná pinterest. Tjullpilsið keypti ég tilbúið á amazon.co.uk og það var bara límt á borðið. Það var reyndar svo krumpað þegar að kom úr pakkningunni að ég þurfti að renna yfir það nokkrar umferðir með gufugæjanum mínum. Blöðruboginn er búinn til úr blöðrum í nokkrum tónum af bleikum, fjólubláum og bláum sem er blásið mismikið til að þær séu allar í mismunandi stærðum. Allar blöðrurnar eru svo þræddar uppá band, þétt saman og svo er öll lengjan fest við vegginn með bandi og límbandi. Gylltu stafirnir voru líklegast mesta föndrið. Ég byrjaði á því að fara í Pixel og láta þá prenta út nafnið hennar með svörtum stöfum á risastórt hvítt blað. Ég klippti svo stafina út og notaði sem skapalón á gylltan stífan glimmerpappír sem ég fékk í Söstrene og klippti loks út stafina á gyllta glimmerpappírnum og límdi stafina á vegginn.

IMG_0878

 • Drykkjarbarinn

Drykkjarbarinn var skreyttur með pompoms í bleiku, fjólubláu, bláu og hvítu í mismunandi stærðum og litatónum. Pompoms fékk ég í bæði í Partýbúðinni og á aliexpress.

Ég var svo bæði með kók og kók zero í gleri og tómar froosh flöskur sem ég skreytti í einhyrningaþema. Ég keypti gyllta einhyrninga caketoppers á ebay og lét senda til Íslands. Hér er hægt að skoða þá.  Ég var svo með lituð blöð í bleiku, fjólubláu og bláu og mjóa satínborða í sömu litum. Ég skreytti líka drykkjarflöskurnar með sömu skreytingum.

IMG_0870""

Í drykkjarkönnunum var ég svo með Ribena sólberjasaft, bleika einhyrningamjólk (mjólk og matarlitur) og sódavatn með sítrónu.

""

 

Veitingarnar

IMG_0837

 • Einhyrningakakan

Það var alveg ótrúlega skemmtilegt að gera þessa köku, held hún sé ein sú skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég var með köku undir skrautinu sem heitir Hindberjadraumur. Ég bjó hornin og eyrun til úr sykurmassa og lét þorna í 3 daga og málaði svo gyllt með gylltu luster dust. Makkinn hans er búinn til úr smjörkremi í 5 mismunandi litatónum í bláu, fjólubláu og bleiku. Ég notaðist við 6 mismunandi sprautustúta og sprautaði sitt á hvað ofaná kökunni, aðeins fram á “ennið” og svo niður aðra hliðina. Ég notaði svo örmjóan sprautustút og þykkt svart smjörkrem til að gera augun.

IMG_0840

 • Einhyrninga bollakökur

Bollakökurnar voru gulrótakökur með rjómaostkremi og voru gerðar á svipaðan hátt og stóra kakan. Hornin og eyrun búin til úr sykurmassa og máluð og kremið litað í bleiku, fjólubláum og bláum og sprautað á með 5 mismunandi sprautustútum

IMG_0829

 • Einhyrninga kökupinnar

Kökupinnarnir eru búnir til úr súkkulaðiköku frá Betty Crocker sem er mulin niður og blandað saman við 3/4 dós af Betty Crocker hvítri frosting. Kúlur eru svo mótaðar og dýft í hvítt súkkulaði. Hornin og eyrun eru búin til úr sykurmassa og makkinn úr smjörkremi í nokkrum litum með nokkrum mismunandi sprautustútum. Ég málað svo augun með mjóum pensli og gylltu málningunni sem ég notaði til að mála hornin.

""

 • Stjörnukaka

Stjörnukakan er red velvet kaka með rjómaostakremi sem er mín uppáhalds kaka. Ég lenti í miklum vandræðum með skreytinguna en kremið var svo lint að ég þurfti að sprauta smá og henda kökunni og kreminu svo inní ísskáp í smástund á milli til að kæla af því þetta var allt að leka útum allt. Þetta varð því ekki alveg jafn fallegt og til stóð en hún er svo litrík og falleg að það breytir svosem engu ! Ég notaðist við smjörkrem í 3 litum sem ég setti saman í einn sprautupoka og setti svo stjörnustút á endann og þá sprautaðist smá af hverjum lit í hverri stjörnu.

""

 • Ávaxtabox

Ég vil alltaf hafa líka eitthvað hollt og gott í afmælum svona til að vega uppá móti öllum sykrinum. Ég límdi á boxin gyllta einhyrninga en þetta eru þeir sömu og ég notaði á drykkjarbarnum. Ég var svo með litla glæra gaffla ofaní. Ég var með jarðaber, bláber, mangó og græn epli til að vera með þetta í öllum litum.

IMG_0841

 • Gylltar franskar makkarónur

Ég bakaði hvítar franskar makkarónur og spray-aði þær gylltar með gullsprayi og stakk svo svona kökupinna ofaná þær sem ég fékk á aliexpress. Hér er hægt að finna uppskrift af frönskum makkarónum.

IMG_0850

 • Candyfloss

Ég er að sjálfsögðu tækjaóð og eitt af þeim mörgu óþarfa tækjum sem ég á er candyfloss vél. Hún er til af því ég var einu sinni með Sirkusmorðgátu partý og þá fannst mér það algjört möst að bjóða uppá candyflott. Ég fékk þá svona litríka með því að lita venjulegan hvítan sykur með gelmatarlitum og láta hann svo þorna alveg. Með þessari leið er hægt að gera þá hvernig sem er á litinn. Þetta er eitt af því sem er meira sem skraut heldur en matur en krökkunum í afmælinu fannst þetta þó mikið sport.

IMG_0845

 • Snakkbox

Ég var með nokkrar tegundir af snakki í boxum. Boxin eru hvít box sem ég keypti á amazon.co.uk og skreytti svo með einhyrningi og satínborða í þemalitunum. Ég var með paprikuskrúfur, stjörnupopp og saltkringur.

""

 • Grænmetisbox

Í viðbót við ávaxtaboxin var ég líka með grænmetisbox. Þetta eru einnota plaststaup sem ég sprauta voga ídýfu í botninn á og set svo gúrku, gulrætur og papriku í strimlum ofaní. Ótrúlega einfalt og þægilegt auk þess að vera fallegt á veisluborðinu.

IMG_0861

 • Salöt, pestó, hummus og brauð

Ég var með nokkrar tegundir af salati og smyrjum með góðu súrdeigsbrauði. Ég var með pastasalat og ostasalat en hér er hægt að skoða uppskrift af því. Eins var ég með heimagert túnfisksalat, pestó og jalapeno hummus.

Ég var líka með mini pizzur fyrir krakkana sem ég keypti tilbúnar.

""

 

Afmælisbarnið naut sín vel í afmælinu með alla að dúllast í kringum sig og mamman var himinlifandi yfir því að ná loksins að skella slaufu í hárið á barninu. Hún fékk reyndar ekki að vera þar lengi en það breytir engu – myndin er til ! Um kvöldið buðum við svo fjölskyldunni í mexíkó kjúklingasúpu og brauð og kökur á eftir. Yndislega vel heppnaður dagur að baki með litla gullinu okkar og öllum sem okkur þykir vænt um. Lífið er yndislegt :)

Færslan birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira