Húðkrabbamein og fæðingarblettir: Þessu þarftu að fylgjast með

Þekktasta orsök húðkrabbameina er útfjólublá geislun. Mikil útfjólublá geislun í skamman tíma í einu sem orsakar bruna eykur hættu á sortuæxli og líklega á grunnfrumukrabbameini. Jöfn og stöðug geislun yfir langan tíma orsakar flöguþekjukrabbamein. Grunnfrumu- og flöguþekjukrabbamein eru algengust hjá fólki með ljósa húð, sem brennur auðveldlega, á svæðum sem sólin skín helst á, eins og á höfði, handarbökum og framhandleggjum. Geislaskemmdirnar safnast saman yfir æviskeið hvers og eins, allt frá barnsaldri, en geislaskemmdir sem verða hjá börnum og unglingum eiga mikinn þátt í myndun sortuæxla. Fæðingarblettir sem eru óreglulegir eiga einnig þátt í myndun sortuæxla og því þarf fólk sem er með óreglulega fæðingarbletti að fylgjast vel með sínum blettum. Eins ganga sortuæxli stundum í erfðir og til eru fjölskyldur með aukna tíðni þeirra.

Mynd/Doktor.is

Forvörn

Forvörnin felst aðallega í að minnka geislunaráhrif sólar og útfjólublárra geislagjafa eins og ljósabekkja. Í sólskini er þetta gert með því að nota sólvörn sem er að minnsta kosti nr. 15 með UVB og UVA vörn, nota hatt eða skyggni og bol. Einnig skal forðast að vera lengi í sól um miðjan daginn, sérstaklega milli kl. 11 og 14. Munið að verja börnin, því slæmur sólbruni barna og unglinga veldur því að þau eru í aukinni hættu fyrir myndun sortuæxla seinna meir. Góð vörn gegn sortuæxli er að skoða alla bletti á líkama sínum reglulega og athuga hvort um er að ræða einkenni sem nefnd eru í kaflanum um sortuæxli. Ef slíkra breytinga verður vart er rétt að leita til læknis sem fyrst svo að meðferð geti hafist ef um húðkrabbamein er að ræða.

Áhættuhópar

Húðkrabbamein eru algengari í fólki sem er ljóst á hörund og er með blá, grá eða græn augu, vegna þess að það er síður varið frá náttúrunnar hendi gegn skaðlegum áhrifum útfjólublárrar geislunar. Einstaklingum sem hafa sólbrunnið illa undir 20 ára aldri er frekar hætt við að fá sortuæxli síðar á ævinni. Þeir sem hafa óreglulega fæðingarbletti, sérstaklega ef sortuæxli eru í ættinni, fá fremur sortuæxli en aðrir. Óvíst er hve mikil áhættuaukning er á sortuæxli hjá fólki með óreglulega fæðingarbletti ef sortuæxli eru ekki ættgeng í fjölskyldu þeirra. Þeir sem hafa fengið eitt sortuæxli eiga frekar á hættu að fá annað. Það er því mikilvægt að þetta fólk sé skoðað reglulega m.t.t. breytinga á blettum.

Tíðni

Húðkrabbamein eru algengust krabbameina en jafnframt hvað læknanlegust, ef þau greinast snemma. Árið 1998 greindust 148 grunnfrumukrabbamein, 38 sortuæxli og 29 flöguþekjukrabbamein á Íslandi, samtals 215 tilfelli.

Greining

Greining á húðkrabbameinum og óreglulegum fæðingarblettum byggist á læknisskoðun, sem er staðfest með sýnatöku og vefjarannsókn. Þess vegna er mikilvægt að fara til læknis ef fram koma breytingar á húð eins og blettir sem stækka, sem eru mjög dökkir, óreglulega litir, eða breyta um lit og sár sem ekki gróa. Eftir greiningu eru fleiri blettir fjarlægðir, ef grunur leikur á að um húðkrabbamein sé að ræða.

Meðferð

Ef vefjarannsókn leiðir í ljós að um húðkrabbamein er að ræða eru nokkrar leiðir til að eyða því og fer eftir atvikum hvaða aðferð er beitt. Oftast er þó notuð skurðaðgerð. Þó að óreglulegir fæðingarblettir séu líklegri en venjulegir til að breytast í sortuæxli er það ekki algengt. Það er því ekki þörf á að fjarlægja alla óreglulega fæðingarbletti, einungis þá sem líkjast sortuæxlum.

Horfur

Sem betur fer eru húðkrabbamein auðsjáanleg (sbr. myndir). Lækningatíðni grunnfrumukrabbameina og flöguþekjukrabbameina er um 95% þegar rétt er að farið og þau greinast snemma. Ef sortuæxli er fjarlægt þegar það er á byrjunarstigi, og það hefur einungis vaxið grunnt niður í húðina, eru horfurnar svipaðar. Hins vegar ef það er ekki fjarlægt snemma og nær að vaxa dýpra í húðina eða jafnvel niður í fitu þá er mun meiri hætta á að það dreifi sér í önnur líffæri og valdi dauða.

Þrjár megingerðir húðkrabbameina

Grunnfrumukrabbamein er algengasta húðkrabbameinið í hvítu fólki. Fólk með þessa tegund húðkrabba er oftast ljóst á hörund, ljóshært eða rauðhært með blá, grá eða græn augu. Grunnfrumukrabbamein birtist oftast sem upphleyptur húðlitaður eða rauðleitur blettur á höfði eða hálsi, en stundum kemur það fram á búk og þá yfirleitt sem flatur, rauður blettur. Það getur tekið grunnfrumukrabbamein marga mánuði eða ár að verða einn sentímetri í þvermál. Ef æxlinu er leyft að vaxa blæðir oft úr því og hrúðrar á víxl. Þó að æxlið dreifi sér yfirleitt ekki til annarra staða í líkamanum (myndi ekki meinvörp) getur það vaxið djúpt í gegn um húðina t.d. inn í bein.

Sortuæxli er hættulegast allra húðkrabbameina. Sé það fjarlægt snemma, þegar það hefur aðeins vaxið grunnt í húðina, er það þó oftast læknanlegt. Sortuæxli er dökkt að lit enda á það uppruna sinn í frumum húðarinnar sem framleiða litkornin. Sortuæxlin eru oft mislit, ljósbrún eða dekkri, jafnvel svört og geta myndast á eðlilegri húð eða slímhúð, eða í eða við fæðingarblett. Æxli þessi hafa ríka tilhneigingu til að dreifa sér til ýmissa líffæra, sem gerir það að verkum að mun erfiðara verður að lækna krabbameinið ef það greinist seint. Þess vegna er mikilvægt að fylgjast með fæðingarblettum og breytingum sem á þeim verða.

Flöguþekjukrabbamein kemur yfirleitt fram sem upphleypt svæði eða rauður hreistraður blettur, en oft greinist það ekki fyrr en það hefur myndað sár. Flöguþekjukrabbamein myndast oftast á andliti, &t horn;.m.t. vörum, í munni, en einnig á utanverðum eyrum, handarbökum og framhandleggjum. Þetta krabbamein getur orðið að stórum hrauk og það getur dreift sér um líkamann, þó að það sé sjaldgæft.

Sortuæxli eru ósamhverf, þ.e. annar helmingurinn er ekki spegilmynd hins.

Jaðrar sortuæxla eru skörðóttir og oft ógreinilegir. Sortuæxli eru oft mislit. Liturinn er breytilegur frá ljósbrúnu í dökkbrúnt eða svart og stundum má sjá rauð, hvít og svört svæði. Stundum eru þau þó jafnlit og mjög dökk.

Þvermál flestra sortuæxla er stærra en 5 mm (u.þ.b. stærð á blýantsstrokleðri) þegar þau eru greind. Önnur sjaldgæfari einkenni sortuæxla eru breytingar á yfirborði þeirra, t.d. með upphleyptu svæði eða sári, dreifingu litar í húðinni umhverfis æxlin eða óeðlileg tilfinning í þeim.

Fæðingarblettir

Fæðingarblettir eru ljós- eða dökkbrúnir blettir á húð, sem eru samsettir úr svokölluðum nevusfrumum og litfrumum. Sortuæxli er litfrumukrabbamein, en litfrumur gefa húðinni lit eftir sólargeislun. Mikilvægt er að gera greinarmun á venjulegum og óreglulegum fæðingarblettum. Óreglulegir fæðingarblettir virðast frekar breytast og mynda sortuæxli en venjulegir fæðingarblettir. Hormónaáhrif geta valdið breytingum á fæðingarblettum t.d. meðan á meðgöngu stendur og er þá rétt að láta skoða þá bletti. Meiri hætta er á sortuæxlum í meðfæddum fæðingarblettum og rétt að leita læknis strax ef breytingar verða á þeim.

Venjulegir fæðingarblettir

Litur: Ljós- eða dökkbrúnir, jafnlitir. Allir blettir á sömu manneskju líkjast hver öðrum.
Yfirborð:
Flatt og jafnt þegar bletturinn myndast fyrst, en hann getur orðið upphækkaður eða myndað jafna bólu með aldrinum.

Lögun: Kringlóttir eða ávalir og skarpt afmarkaðir frá húðinni í kring.

Stærð: Yfirleitt smærri en 5 mm (stærð á strokleðri á blýanti).

Fjöldi: Fullorðið fólk hefur að meðaltali 10-40 fæðingarbletti dreifða um líkamann.

Staðsetning: Venjulega fyrir ofan mitti þar sem sólskin nær til. Hársvörður, brjóst og þjóhnappar eru yfirleitt fæðingarblettalaus svæði.

Óreglulegir fæðingarblettir

Litur: Blanda af ljósbrúnu, dökku og e.t.v. rauð/bleiku í hverjum bletti. Blettirnir eru oft ólíkir hver öðrum.
Yfirborð:
Getur ýmist verið jafnt, aðeins hreistrað eða hrjúft, óreglulegt og örðótt.Lögun: Óreglulegar og óljósar brúnir, þ.e. blandast stundum inn í húðina umhverfis.

Stærð: Oft stærri en 5 mm og stundum stærri en 10 mm.

Fjöldi: Sumir eru með 10-40, hins vegar eru aðrir með yfir 100 bletti.

Staðsetning: Geta verið hvar sem er á líkamanum en algengast er að þeir séu staðsettir á bakinu. Stundum eru þeir fyrir neðan mitti, í hársverði, á brjóstum og á þjóhnöppum.

Mánaðarleg sjálfsskoðun

Til sjálfsskoðunar þarf langan veggspegil og handspegil í vel lýstu herbergi.

1. Skoðið húðina framan og aftan á líkamanum og síðan til hliðanna með handleggina upprétta. Beygið síðan olnbogana og skoðið framhandleggi innanverða, upphandleggi og lófa.

2. Skoðið því næst fótleggina aftanverða og fæturna, iljarnar og milli tánna.

3. Skoðið hálsinn aftanverðan og hársvörðinn með handspegli. Skiptið hárinu eða notið hárþurrku til að lyfta því.

4. Skoðið loks bak og þjóhnappa með handspegli.

Ráð til að verja húðina gegn sólskini

Nota hatt eða skyggni og bol.

  • Vera ljósklæddur.
  • Nota sólvörn með UVA og UVB vörn nr. 15 eða meira.
  • Forðast að vera lengi úti í sól, sérstaklega um miðjan daginn.

Leita skal til læknis vegna bletta sem stækka, breytast eða eru mislitir og/eða vegna sára sem ekki gróa.

Fræðslurit Krabbameinsfélagsins. Krabb.is

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira

Hvenær má barnið hætta með sessu?

Ég á þrjú börn sem ég vil allt það besta fyrir og þar með talið er öryggi þeirra í umferðinni. ~Þau nota hjálma þegar þau fara út að hjóla. ~Ég fór með þau heim af fæðingardeildinni í ungbarnabílstól (reyndar hefði mér ekki verið hleypt heim með þau öðruvísi). ~Þegar þau voru vaxin upp úr ungbarnabílstólnum, þá fóru þau í bílstól við hæfi með 5 punkta belti í. ~Og þegar þau voru vaxin upp úr honum, þá fóru þauu í sessu með baki. Það eru allir sammála um að þetta sé það öruggasta fyrir börnin okkar. En svo kemur stóra spurningin,… Lesa meira

Girnilegt kjúklingasalat frá Tinnu Freys

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat. Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega 😉 Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur. Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta… Lesa meira

Bollakökur með rjómaostakremi að hætti Hrönn Bjarna

Hrönn Bjarnadóttir viðburðastjóri, bloggari og snappari (hronnbjarna) finnst fátt skemmtilegra en að baka og skreyta. Á dögunum bakaði Hrönn Red Velvet bollakökur með rjómaostakremi og fyrir fermingarmyndartöku og gaf hún Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að deila uppskriftinni með lesendum: Red velvet bollakökur með rjómaostakremi: Kökurnar 2,5 bolli hveiti 2 bollar sykur 1 msk kakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 2 egg 1,5 bolli matarolía 1 bolli súrmjólk 1 msk edik 1 tsk vanilludropar rauður gel matarlitur Hitið ofninn í 175°. Blandið þurrefnum saman og leggi til hliðar. Blandið vel saman eggjum, matarolíu, súrmjólk, edik og vanilludropum og hrærið… Lesa meira

Kolbrún er heyrnarlaus með langveikt barn: „Hún bar ekki veikindin utan á sér og það var ekki hlustað á mig“

Þegar Kolbrún Völkudóttir var einungis tveggja ára gömul fékk hún svæsna heilahimnubólgu og var vart hugað líf. Fljótlega eftir að Kolbrún komst á bataveg og heilsa hennar varð betri kom í ljós að hún hafði alveg misst heyrnina. Í dag, mörgum árum síðar, er Kolbrún einstæð tveggja barna móðir sem lítur björtum augum á lífið og segir heyrnarleysið ekki há sér. Ég man ekki eftir mér heyrandi og ég þekki ekkert annað en að vera heyrnarlaus. Auðvitað koma inn margar hindranir en mér finnst það ekkert mál, ég geri bara allt sem ég vil og finnst þetta frábært, segir Kolbrún… Lesa meira

Þórunn og börnin hennar þrjú tóku upp ofurhetjumynd

Þórunn Vignisdóttir á þrjú börn á aldrinum 4-7 ára sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að ofurhetjum. Strákarnir hennar tveir Úlfur og Bjartur leika sér daginn út og inn í hinum ýmsu ofurhetjuleikjum og skiptast á hlutverkum á meðan stelpan hennar, Saga, á erfitt með að finna ofurhetjur sem hún samsamar sig við. Hún hefur því tekið upp á því að búa til sínar eigin ofurhetjur sem hún blandar saman úr þeim ofurhetjum sem hafa verið stelpuvæddar. Strákarnir hafa þúsund sinnum fleiri valkosti og geta þess vegna valið sér eina ofurhetju fyrir hvern dag án þess að tæma… Lesa meira

Fór úr því að vera með hamlandi stoðkerfisvandamál í að mæta á æfingu sex sinnum í viku

Þegar Jóhanna Þorvaldsdóttir gekk með börnin sín varð hún virkilega slæm af grindargliðnun. Það slæm að hún lá rúmliggjandi á seinni hluta meðgöngunnar. Eftir meðgönguna var Jóhanna lengi mjög slæm í líkamanum og taldi læknirinn upphaflega að grindargliðnun væri um að kenna. Seinna kom í ljós að um var að ræða mjög slæmt tilfelli af vefjagigt. Ég gat lítið sem ekkert gengið og var skökk og skæld vegna verkja. Við þetta bættist svo slæm slitgigt og í kjölfarið fann ég fyrir töluverðu þunglyndi og kvíða. Ég fór að þyngjast mikið og leið virkilega illa, segir Jóhanna í viðtali við Bleikt.is… Lesa meira

Talan á vigtinni segir ekki allt – Þessar konur hafa ekki misst eitt kíló

Talan á vigtinni segir ekki allt. Hættu að einblína á kílófjölda og einbeittu þér frekar að því að lifa heilsusamlegum og hamingjusömum lífsstíl. Þessar konur hér að neðan eru í baráttu við vigtina. PopSugar greinir frá. Þær hafa deilt myndum á Instagram undir myllumerkinu #ScrewTheScale til að vekja athygli á að talan á vigtinni er einmitt bara tala og það eigi ekki að gefa henni þetta vald sem hún hefur. Á myndunum sem þær deila má sjá fyrir og eftir myndir, en þær hafa ekki misst eitt einasta kíló milli mynda. Hins vegar hafa þær breytt lífsstíl sínum, borða hollt… Lesa meira