Hún er horfin! Sumarsmellurinn er komin út

Hún er horfin_forsíða
Mynd/Bjartur

Bókaforlagið Bjartur hefur nú gefið út metsölubókina, Hún er horfin, eftir Gillian Flynn, í þýðingu Bjarna Jónssonar. Bókin er krimmi eins og þeir gerast bestir enda öruggt að um sumarsmell 2013 er að ræða.

Sagan fjallar um Nick og Amy sem eiga fimm ára brúðkaupsafmæli. Gjafirnar eru klárar og búið að panta borð fyrir kvöldið  en þá hverfur hin eldklára og fallega Amy sporlaust af heimili þeirra.

Lögreglan stendur ráðþrota og fjölmiðlar fara hamförum, enda kemur í ljós að Nick og Amy voru ekki jafn hamingjusöm og þau vildu vera láta. Draumaeiginmaðurinn reynist vera háll sem áll, þótt hann haldi stöðugt fram sakleysi sínu.

En er ekki eiginmaðurinn alltaf sá seki? Eða ef hann er saklaus: Hvar er hún þá?

Gillian Flynn er einn flottasti rithöfundur samtímans. Þessi þriðja skáldsaga höfundar kom út sumarið 2012 og hefur setið á metsölulista New York Times síðan þá. Bókin kom út á Bretlandi í vor og rauk beint á topp metsölulistans – og sömuleiðis í Noregi.

Nokkrar umsagnir um bókina í erlendum fjölmiðlum:

  • New York Times – ein af 10 bestu bókum ársins 2012
  • Entertainment Weekly’s – höfundur ársins 2012
  • Amazon og Barnes & Noble  – bók ársins 2012

 

thumb image

Kvartarinn: Smjattandi afgreiðslufólk og fordómafullir aular.

Biturleiki kvartarans snýr aftur og í þetta skipti hefur ég um tvennt að kvarta, smjattandi afgreiðslufólk og fordómafulla aula. Þegar ég hringi í fyrirtæki, búðir og þess háttar, og manneskjan sem svarar er að borða. Já borða, ég átta mig fullkomnlega á því að borða sé eitt af skilyrðum mannfólks til að halda lífsmörkum í Lesa meira

thumb image

Klám án samviskubits!

Klám er spes fyrirbæri. Fáir viðurkenna að nota það en eins og allir vita er 90% internetsins fullt af klámi og kattavídeóum (þessari prósentutölu er skellt fram algjörlega ábyrgðarlaust). Það segir okkur að einhver hlýtur nú að nota það! Við vitum líka mætavel að klám er kynörvandi, bæði fyrir konur og karla og meira að Lesa meira

thumb image

Faðir breytir teikningum 6 ára sonar síns í veruleika – Útkoman sprenghlægileg og smá óhugnaleg

Dom er sex ára gamall drengur sem hefur mjög gaman af því að teikna. Hann er einnig með sinn eigin Instagram aðgang þar sem hann deilir uppáhalds myndunum sínum. Þegar hann hefur lagt lokahönd á teikningu þá endurgerir pabbi hans teikningarnar með tölvuforritum þannig að myndirnar öðlast sitt eigið líf í veruleikanum. Þetta er bráðfyndið Lesa meira

thumb image

Bára Beauty förðunarfræðingur: Getur ekki verið án sælgætis, kaffi, förðunarvara, pole fitness og hundsins síns

Bára Jónsdóttir, eða Bára Beauty eins og hún er þekkt, er eins og töframaður með förðunarbursta. Hún heldur uppi vinsælum snapchat aðgangi, ásamt Instagram aðgangi, Facebook síðu og YouTube rás. Vinsælasta myndbandið hennar er komið yfir 300 þúsund áhorf og í nýjasta myndbandinu sýnir hún geggjaða hrekkjavökuförðun. Hún stundar einnig pole fitness af kappi, á Lesa meira

thumb image

Silja Björk baráttukona skrifar pistil um líkamsvirðingu; „Ég er á móti þeirri hugmynd að hægt sé að keppa í fegurð“

Silja Björk er baráttukona, verðandi rithöfundur og kaffibarþjónn. Silja Björk  og hefur látið til sín taka í að opna umræðuna um geðsjúkdóma en hún stofnaði facebook hópinn Geðsjúk. Silja Björk er einnig upphafsmanneskjan að internet herferðinni #égerekkitabú en sú herferð vakti mikla athygli en samfélagsmiðlar loguðu og fjöldi fólks tók þátt og opnaði sig um Lesa meira

thumb image

Var lögð í einelti vegna húðlitar – Starfar nú sem fyrirsæta

Hin 19 ára gamla Khoudia Diop var lögð í einelti í æsku og strítt vegna þess að hún var með dökka húð. Í dag starfar hún fyrirsæta sem hlustar ekki á fordómafulla leiðindarpúka og hefur safnað að sér hundruð þúsundum aðdáenda á netinu. „Mér var mikið strítt í æsku útaf húðlitum mínum,“ segir hún í viðtali við Lesa meira

thumb image

Tinna Brá: Töffari sem æfir MMA og borðar í baði

Tinna Brá Baldvinsdóttir er 32 ára verslunareigandi úr Stykkishólmi. Hún rekur þrjár verslanir í Reykjavík sem heita Hrím. „Þar fyrir utan er ég svo mamma 9 ára snillings sem heitir Indriði Hrafn og kona Einars Arnar síðustu 16 árin,‟ segir Tinna. Við vitum líka að hún er algjör töffari, fáránlega smekkleg og æfir af krafti í Lesa meira

thumb image

Kvennafrí: Konur leggja niður vinnu kl.14.38 í dag

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 í dag, mánudaginn 24. október, og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX! Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir stýra fundinum á AUsturvelli. Kynslóðir kvenna ávarpa fundinn, Guðrún Ágústsdóttir einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM, Una Torfadóttir Lesa meira