Hún er horfin! Sumarsmellurinn er komin út

Hún er horfin_forsíða
Mynd/Bjartur

Bókaforlagið Bjartur hefur nú gefið út metsölubókina, Hún er horfin, eftir Gillian Flynn, í þýðingu Bjarna Jónssonar. Bókin er krimmi eins og þeir gerast bestir enda öruggt að um sumarsmell 2013 er að ræða.

Sagan fjallar um Nick og Amy sem eiga fimm ára brúðkaupsafmæli. Gjafirnar eru klárar og búið að panta borð fyrir kvöldið  en þá hverfur hin eldklára og fallega Amy sporlaust af heimili þeirra.

Lögreglan stendur ráðþrota og fjölmiðlar fara hamförum, enda kemur í ljós að Nick og Amy voru ekki jafn hamingjusöm og þau vildu vera láta. Draumaeiginmaðurinn reynist vera háll sem áll, þótt hann haldi stöðugt fram sakleysi sínu.

En er ekki eiginmaðurinn alltaf sá seki? Eða ef hann er saklaus: Hvar er hún þá?

Gillian Flynn er einn flottasti rithöfundur samtímans. Þessi þriðja skáldsaga höfundar kom út sumarið 2012 og hefur setið á metsölulista New York Times síðan þá. Bókin kom út á Bretlandi í vor og rauk beint á topp metsölulistans – og sömuleiðis í Noregi.

Nokkrar umsagnir um bókina í erlendum fjölmiðlum:

  • New York Times – ein af 10 bestu bókum ársins 2012
  • Entertainment Weekly’s – höfundur ársins 2012
  • Amazon og Barnes & Noble  – bók ársins 2012

 

thumb image

Merki um að þú berir þig of mikið saman við aðra

Flest allir hafa á einhverjum tímapunkti borið sig saman við aðra einstaklinga, hvort sem það er útlit, persónuleiki, hegðun, afrek eða eitthvað annað. Fólk ber sig oft saman við einstaklinga sem það heldur að eigi betra líf en þessi samanburður skilar okkur engu. Eina afleiðingin verður aukið óöryggi og óhamingja. MindBodyGreen tók saman 10 merki Lesa meira

thumb image

Svekktur aðdáandi: Kanye neitaði að árita mynd af Kim í brúðarkjól

Kanye West átti fyndið augnablik á flugvelli í Washingt­on í gær þegar aðdáandi bað hann að árita mynd af Kim frá brúðkaupsdeginum þeirra. Var fallega eiginkonan hans í brúðarkjól á myndinni en vandamálið var að þessi mynd var þó tekin þegar Kim giftist körfuboltakappanum Kris Humphries, Kanye er þriðji eiginmaður hennar. „Ég er ekki að Lesa meira

thumb image

Versta martröð foreldris: Getur aðeins bjargað annarri tvíburadóttur sinni

Foreldrar ungra tvíburasystra standa nú frammi fyrir einni þeirru verstu martröð sem nokkuð foreldri getur lent í. Systurnar þurfa báðar að fá nýja lifur og aðeins einn hentugur líffæragjafi hefur fundist, faðir þeirra. Hann getur hins vegar aðeins gefið annarri þeirra lifur og því þarf að taka ákvörðun um hvor fær lifrina. Systurnar, Binh og Lesa meira

thumb image

Tískan á SAG verðlaununum

Screen Actors Guild Awards voru afhent í gær við hátíðlega athöfn. Flestar stærstu stjörnurnar í kvikmyndum og sjónvarpi voru á staðnum og var mikið um flotta kjóla. Hér eru nokkrar stjörnur sem vöktu mikila athygli á rauða dreglinum í gær: Claire Danes í kjól frá Marc Jacobs.   Felicity Jones var í bleikum kjól frá Lesa meira

thumb image

Hugmyndir fyrir heimilið: Heimagerðir snagar

Við fengum ábendingu um þetta flotta verkefni á blogginu hjá Kristínu Valdemarsdóttur. Í heilt ár safnaði hún að sér allskyns hnúðum til þess að gera snaga í sumarbústaðinn sinn. Hugmyndina fékk hún á Pinterest og er útkoman virkilega skemmtileg svo við fengum að deila þessu með ykkur: Lét hún manninn sinn svo útbúa plötur fyrir Lesa meira

thumb image

Þyrnirós: „Átti ekki mikið félagslíf þar sem dagurinn minn fór bara í svefn“

Hún kallar sig Þyrnirós og hefur þjáðst af drómasýki frá því hún var barn. Hún hefur þurft að læra að lifa með hinum ýmsu afleiðingum sem fylgja þessum sjaldgæfa taugasjúkdómi. Hún sendi okkur á Bleikt þessa grein og langar að segja lesendum frá sjúkdóminum og reynslu sinni: Ég er 21 ára stelpa sem er með ævilangan taugasjúkdóm sem heitir Lesa meira

thumb image

Rihanna gengur til liðs við Kanye West og Paul McCartney

Rihanna gaf síðast út plötuna Unapologetic árið 2012 og hafa því margir beðið óþreyjufullir eftir nýju efni frá söngkonunni. Margir búast við því að söngkonan sendi frá sér plötu á árinu en nú hefur hún gefið út eitt splunkunýtt lag. pic.twitter.com/8EAjjf4yMy — Rihanna (@rihanna) January 25, 2015 Þar gengur hún til liðs við þá Kanye Lesa meira

thumb image

Brjóstagjöf nýbura: Kostir, áhrif og leiðbeiningar

Brjóstagjöf fyrstu vikurnar: Í þessu hraða samfélagi, sem við búum í, er tengslamyndun milli móður og barns, sem hefst strax við fæðingu, mjög mikilvæg. Brjóstagjöfin er ein sú besta gjöf, sem okkur hefur verið gefin og er óviðjafnanleg aðferð til samskipta milli móður og barns. Þegar litla barnið leggur höfuð sitt að brjósti móður sinnar og Lesa meira