Hún er horfin! Sumarsmellurinn er komin út

Hún er horfin_forsíða
Mynd/Bjartur

Bókaforlagið Bjartur hefur nú gefið út metsölubókina, Hún er horfin, eftir Gillian Flynn, í þýðingu Bjarna Jónssonar. Bókin er krimmi eins og þeir gerast bestir enda öruggt að um sumarsmell 2013 er að ræða.

Sagan fjallar um Nick og Amy sem eiga fimm ára brúðkaupsafmæli. Gjafirnar eru klárar og búið að panta borð fyrir kvöldið  en þá hverfur hin eldklára og fallega Amy sporlaust af heimili þeirra.

Lögreglan stendur ráðþrota og fjölmiðlar fara hamförum, enda kemur í ljós að Nick og Amy voru ekki jafn hamingjusöm og þau vildu vera láta. Draumaeiginmaðurinn reynist vera háll sem áll, þótt hann haldi stöðugt fram sakleysi sínu.

En er ekki eiginmaðurinn alltaf sá seki? Eða ef hann er saklaus: Hvar er hún þá?

Gillian Flynn er einn flottasti rithöfundur samtímans. Þessi þriðja skáldsaga höfundar kom út sumarið 2012 og hefur setið á metsölulista New York Times síðan þá. Bókin kom út á Bretlandi í vor og rauk beint á topp metsölulistans – og sömuleiðis í Noregi.

Nokkrar umsagnir um bókina í erlendum fjölmiðlum:

  • New York Times – ein af 10 bestu bókum ársins 2012
  • Entertainment Weekly’s – höfundur ársins 2012
  • Amazon og Barnes & Noble  – bók ársins 2012

 

thumb image

20 vandamál sem fylgja því að búa með karlmanni

Það er ekki alltaf auðvelt fyrir tvo einstaklinga að flytja inn saman. Stundum kemur upp ágreiningur. Nýlega birtist á Cosmopolitan listi yfir algeng vandamál sem fylgja því að búa með karlmanni. Þó gæti sitt hvað af þessum lista hæglega átt við um hvort kynið sem er. 1. Þegar hann vaskar upp þarft þú að vaska Lesa meira

thumb image

Besta uppsagnar sms allra tíma: 11 ára stúlka stendur fyrir sínu

Madi Nickens, 17 ára stúlka frá Texas, deildi skjáskotunum sem birtast hér að neðan með umheiminum eftir að 11 ára systir hennar tók trylling á fyrrverandi kærastann sinn. Myndirnar hafa vakið gríðarlega athygli enda búa þau, mögulega, yfir bestu uppsagnar skilaboðum allra tíma.

thumb image

Skemmtileg sjónhverfing: Sérð þú dökkhærðu konuna?

Nokkrir mánuðir eru liðnir frá því að veraldarvefurinn tapaði sér yfir kjólnum sem birtist í tveimur litbrigðum. Því er kominn tími á að kynna til leiks nýja sjónhverfingu sem ber heitið Draugakonan. Myndin af konunni breiðst hratt um samfélagsmiðla vegna þess að ef þú starir á hvíta blettinn á nefinu á henni í 15 sekúndur Lesa meira

thumb image

Þúsundir mættu í jarðarför kattar

Sumir halda jarðarfarir fyrir gæludýrin á meðan aðrir láta dýraspítala um að leggja þau til hinstu hvílu. Það er þó sjaldnast að jarðarfarir heimiliskatta séu fjölsóttar, en heiðvirður köttur var jarðaður nú á dögunum og voru gestirnir í þúsunda tali. Læðan Tama hafði hlotið frægð og frama í Japan þar sem hún er sögð hafa Lesa meira

thumb image

Höfundur Fimmtíu grárra skugga sat fyrir svörum á Twitter og það endaði með ósköpum

Vinsældir bókasyrpunnar Fimmtíu gráir skuggar hefur ekki farið framhjá neinum en heiftarleg gagnrýni á þessar bækur höfundarins E. L. James hafa verið álíka áberandi. Nýlega sat hún fyrir svörum á Twitter þar sem hún bauðst til að svara spurningum lesenda, en gramir lesendur stýrðu umræðunni í óheppilegan farveg sem féll ekki kramið hjá höfundi. Hér Lesa meira

thumb image

10 launahæstu skemmtikraftar heims

Nýlega birti tímaritið Forbes lista yfir tíu launahæstu skemmtikrafta heims. Þar má finna íþróttamenn, tónlistarmenn, útvarpsmann, leikara og rithöfund. Ekki eru það amalegar tekjur sem þau þiggja og ljóst að margir vildu glaðir eiga sæti á þessum lista. 1. Floyd Mayweather Boxari, 300 milljónir dollara 2. Manny Pacquiao Boxari, 160 milljónir dollara 3. Katy Perry Lesa meira