Hún er horfin! Sumarsmellurinn er komin út

Hún er horfin_forsíða
Mynd/Bjartur

Bókaforlagið Bjartur hefur nú gefið út metsölubókina, Hún er horfin, eftir Gillian Flynn, í þýðingu Bjarna Jónssonar. Bókin er krimmi eins og þeir gerast bestir enda öruggt að um sumarsmell 2013 er að ræða.

Sagan fjallar um Nick og Amy sem eiga fimm ára brúðkaupsafmæli. Gjafirnar eru klárar og búið að panta borð fyrir kvöldið  en þá hverfur hin eldklára og fallega Amy sporlaust af heimili þeirra.

Lögreglan stendur ráðþrota og fjölmiðlar fara hamförum, enda kemur í ljós að Nick og Amy voru ekki jafn hamingjusöm og þau vildu vera láta. Draumaeiginmaðurinn reynist vera háll sem áll, þótt hann haldi stöðugt fram sakleysi sínu.

En er ekki eiginmaðurinn alltaf sá seki? Eða ef hann er saklaus: Hvar er hún þá?

Gillian Flynn er einn flottasti rithöfundur samtímans. Þessi þriðja skáldsaga höfundar kom út sumarið 2012 og hefur setið á metsölulista New York Times síðan þá. Bókin kom út á Bretlandi í vor og rauk beint á topp metsölulistans – og sömuleiðis í Noregi.

Nokkrar umsagnir um bókina í erlendum fjölmiðlum:

  • New York Times – ein af 10 bestu bókum ársins 2012
  • Entertainment Weekly’s – höfundur ársins 2012
  • Amazon og Barnes & Noble  – bók ársins 2012

 

thumb image

Nærfatamódel fá „pabbalíkama“ – Myndir

Sumir vilja meina að tími vöðvastælta karlmannsins sé að líða undir lok og hinum svokallaða „pabbalíkama“ er fagnað víða. Það er þó ekki þar með sagt að líkami „pabbans“ þurfi að ýta hinum út af borðinu. Kannski er þetta bara enn önnur leið til að fagnafjölbreytni sem er enn of sjaldséð í auglýsingum. Hér má sjá hvenig „pabbalíkaminn“ tæki sig Lesa meira

thumb image

Vinsælustu þættirnir frá Netflix: Hvað er í uppáhaldi hjá þér?

Frá því að vinsældir Netflix fóru að aukast til muna hafa þeir framleitt sífellt meira af vönduðum þáttaröðum. Margar þeirra hafa notið griðarlegra vinsælda og fengið lof bæði áhorfenda og gagnrýnenda. Hér eru þeir þættir sem hlotið hafa hæstu einkunn áhorfenda – og eflaust er eitthvað þarna sem þú ættir alls ekki að láta framhjá þér Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Grillaðir súkkulaði & karamellu bananar

Líklega hafa flestir grillað súkkulaðifyllta banana á lífsleiðinni en mögulega með misgóðum árangri. Þessi eftirréttur er sívinsæll hjá okkur fjölskyldunni en ég verð að viðurkenna að mér þótti þessi réttur ekki góður fyrr en ég fann „hina fullkomnu leið“ til að hita bananana. Mér finnst þeir ekki mega vera hitaðir of mikið því þá verða Lesa meira

thumb image

Þetta hafa nokkrar ríkustu söngkonur heims á milli handanna

Það er ekki sama hvort maður heitir Madonna eða Katy Perry þegar kemur að því að synda í seðlunum. Þær eru báðar á lista yfir ríkustu poppstjörnur heims þó það muni nokkur hundruð milljónum á milli þeirra. En það er líka munur á að hafa 36 ára starfsferil að baki og ein 15 ár í Lesa meira

thumb image

Vandræðaleg þjónustustúlka eða ofurmódel? Þessum hrekk mun hann aldrei gleyma – Myndband

Dæmir þú eftir útlitinu einu saman? Það þarf kjark til að ganga upp að einhverjum að fyrrabragði, hefja samræður og jafnvel bjóða viðkomandi á stefnumót; flest óttumst við höfnun. Þegar þessi stúlka gekk upp að manninum í fyrra skiptið var hún lítið máluð, með gleraugu og klædd í einkennisbúning kaffihússins. Hún bað hann að sýna sér um bæinn og kíkja Lesa meira

thumb image

Íslensk ungmenni freistast þess að ná sambandi við mexíkóskan draug: Myndband

Nýtt æði virðist hafa gripið ungmenni víða um heim en það gengur út á að klófesta mexíkóskan draug sem sagður er heita Charlie. Taka þáttakendur tilraunina upp á myndskeið og pósta á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #charliecharliechallenge. Íslensk ungmenni hafa ekki farið varhluta af æðinu sem hófst á twitter. Til að ná sambandi við hinn meinta draug Lesa meira

thumb image

Táningsstúlka svarar fyrir sig: Refsað fyrir klæðaburð í skólanum – Þótti „rjúfa athygli“ strákanna

17 ára stúlka hafði ekkert illt í huga þegar hún vaknaði einn mánudagsmorgun; hún klæddi sig einfaldlega og hélt af stað í skólann. Áður en skóladeginum lauk hafði hún mætt stundvíslega í alla tíma og hagað sér eftir bestu samvisku – en þrátt fyrir allt tókst henni að komast í kast við skólayfirvöld. Ástæðan hafði Lesa meira