Íris skrifar um fæðingarþunglyndi – Engin glansmynd

Íris Bachmann er með bloggsíðuna irisbachmann.com. Nýlega skrifaði hún grein um eigin reynslu af fæðingarþunglyndi, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta.

„Vinkona mín Karitas Harpa byrjaði með myllumerkið #enginglansmynd á síðustu dögum og það var það sem hvatti mig til þess að segja mína sögu,“ segir Íris. „Mig langaði að taka þàtt í þessari herferð hjá henni og hefur fólk almennt tekið þátt með að senda Karitas myndir með #enginglansmynd.“

Reynslu Írisar má lesa hér fyrir neðan og við hvetjum þá sem vilja taka þátt að nota myllumerkið og/eða senda Karitas myndir á netfangið karitasharpa@gmail.com. Einnig má senda Írisi og Karitas Hörpu myndir á Snapchat: irisbachmann og karitasharpa.

Mér finnst magnað hvað það eru margir farnir að opna sig um til dæmis fæðingarþunglyndi og allskonar meira og það hvatti mig til þess að opna mig aðeins og skrifa niður mína sögu.

Mér sem sagt fór mjög snemma að líða illa á meðgöngunni og hætti að vinna á minnir mig 17 eða 18viku. Ég var með svo ótrúlegan kvíða og vanlíðan útaf mikillri ógleði og fannst mér ótrúlega erfitt að mæta í vinnu að snyrta og dekra við aðra þegar ég var bókstaflega í stress kasti yfir því hvenær ég myndi kasta upp næst, mun ég ná að lita&plokka eina konu án þess að þurfa hlaupa á klósettið! Mér leið svo illa, þá sérstaklega útaf því mér fannst ég ekki vera að sinna vinnunni minni 100%, ég þurfti lengri tíma fyrir snyrtimeðferðirnar, allan minn frítíma í vinnunni eyddi ég í að reyna koma eitthverjum mat niður eða á klósettinu að kasta upp, oft líka hringdi ég í mömmu og bara grét! Á hverju kvöldi gat ég varla sofnað því ég var svo stressuð fyrir morgun gubbinu og hvernig vinnudagurinn yrði. Auðvitað endaði þetta þannig að ljósmóðir sagði stopp og ég hætti að vinna! Mér leið strax aðeins betur að hafa tekið eitthverja ákvörðun um framhaldið í stað þess að vera föst á þessum ömurlega stað mikið lengur. Ógleðin hélt svo áfram alveg fram að fæðingardegi Andrésar, en í enda meðgöngu voru samt fleiri dagar betri en verri sem hjálpaði mér að ná að njóta örlítið að vera ólétt.

Með yndislega ljósmóður

En ég var með yndislega ljósmóður sem bókstaflega sá hvað mér leið hræðilega, hún lét mig taka allskonar próf til þess að reyna greina kvíðan, stressið og þunglyndið sem var að byrja myndast. Eftir fyrsta próf kom út rosa kvíði og þunglyndi, hún benti mér því á ýmsar leiðir sem væru í boði sem gætu hjálpað mér og leist mér best á þessa allavega til þess að byrja með -> Hún senti beiðni á Miðstöð foreldra & barna, þar vinna saman geðlæknar, hjúkrunar- og sálfræðingar með allskonar menntun og eru ótrúlega færar á sínu sviði. Það tók alveg 2-3 mánuði að komast inn hjá þeim, en ég fékk fyrst símtal og út frá því var bókaður tími og í þennan tíma mættum ég og kærastinn minn saman í og síðan höfum við mætt reglulega enn í dag með Andrés með okkur.

Fann ekki þessa brjáluðu ástartilfinningu

Mér fannst mér líða öðruvísi en mörgum öðrum nýbökuðum mæðrum, ég fann ekki þessa brjáluðu ástar tilfinningu, mér var bara alveg sama. Andrés Elí hefur aldrei sofið vel og sérstaklega ekki fyrstu mánuðina, ég bókstaflega vakti heilu sólarhringana og var orðin svo þung á mér andlega að ég veit ekki hvernig þetta hefði endað ef ég hefði ekki haft mömmu, Magnús og tengdamömmu hjá mér nánast 24/7!
Til dæmis Í fæðingunni grét ég ekki þegar ég fékk Andrés í hendurnar og eina sem ég þráði var að fá að hvílast (já frekar sjálfselskt en svona leið mér samt), ég var lengi alltaf að bíða eftir að fá pásu og var ekki alveg að nenna að sinna barninu alltaf þegar hann þurfti á mömmu sinni að halda. Ég rétti ömmunum hann og var pínu feginn að fá frið frá honum. Mér finnst ótrúlega erfitt að skrifa þetta því mér finnst þetta svo ljótt og mér líður alltaf eins og ég sé vanhæf móðir þegar ég hugsa úti hvernig mér leið, og þessi líðan kemur samt alveg enn upp af og til þótt ég sé á svo miklu betri stað núna og fer reglulega í viðtals tíma hjá yndislegu konunum í MFB (miðstöð foreldra & barna).
Þegar Andrés var að verða 2 mánaða eignaðist vinkona mín strák, litli strákurinn hennar fékk guluna og þurfti að vera í hitakassa alltaf þrjá tíma í senn, sem sagt var tekin út á sirka þriggja tíma fresti til þess að fá að drekka. Þegar vinkona mín sagði mér hvernig þetta væri allt þá var án djóks það eina sem ég hugsaði vá hvað ég hefði verið og væri til í að fá þriggja tíma pásu alltaf, ég var svo þreytt og andlega hliðin í algjöru rugli að ég öfundaði vinkonu mína að eiga barn sem þurfti að fara í hitakassa 3 tíma í senn. En í dag finnst mér þessi hugsun mjög brengluð og óviðeigandi en svona hugsaði ég samt á þessum tíma! Ég þráði bara að komast burt og burt frá þessari miklu ábyrgð! Mig langaði ekki í þessa ábyrgð & ég fann ekki löngunina í að sinna þessu móður hlutverki. Eina sem ég hugsaði var hvernig lífið var áður en ég eignaðist barn, mér fannst ég alltaf vera að missa af öllu! En í dag er ég að læra að njóta tímans sem ég hef með fjölskyldunni minni og er alltaf að átta mig meir og meir á því að það eru virkilega forréttindi að fá og geta orðið mamma!


En eins og ég tók fram áðan þá á ég góða að sem hjálpuðu mikið með Andrés Elí, tengdamamma gekk um gólf með Andrés og vakti með okkur heilu næturnar að hugsa um litla kút, ég náði líka að opna mig við mömmu mína og segja henni alltaf allt sem ég var að hugsa án þess að hún myndi dæma mig fyrir það sem ég var að segja, ég held ég geti líka alveg sagt að tímarnir niðrá MFB hjálpuðu mér svo sannarlega að tengjast Andrési betur og með tímanum höfum við og erum á fullu að byggja upp ótrúlega gott samband.

Þannig það sem ég vill segja þér er að ef þér líður illa hvort sem það er á meðgöngu, eftir fæðingu eða bara án barns í daglegu lífi þá er svo mikilvægt að taka það skref að leita sér hjálpar & viðurkenna að þú þurfir hjálp!

Ég get eiginlega ekki ímyndað mér hvernig þetta allt hefði endað ef ég hefði ekki hætt strax að vinna og farið að hugsa um sjálfan mig, ef ég hefði ekki lent á þessari yndislegu ljósmóður sem gerði allt sem hún gat til þess að koma mér til fagfólks sem hjálpaði svo sannarlega! Ef ég hefði þurft að byrgja allt inni og ekki getað tala við til dæmis mömmu mína eins og ég gerði!
Ég er allavega óendanlega þakklát fyrir allt fólkið í kringum mig, fjölskyldu og vinkonur!

Færslu Írisar má lesa í heild sinni hér.

Jólagjöfin fyrir þann sem á allt – Tebollar með móðgandi áletrun

Núna getur þú gefið gjöf (eða boðið gestum þínum upp á te/kaffi heima) og í leiðinni móðgað þá á fallegan máta. Miss Havisham hefur gefið út línu af tebollum sem eru hrein snilld og móðga gestina á fallegan, en um skemmtilegan hátt. „Hættu að tala,“ „Norn“ og „Þú dugar,“ eru dæmi um áletranir bollana. Það er þó rétt að hafa í huga að leggja bara slíka bolla á borð eða gefa að gjöf handa þeim sem kann að meta þennan bleksvarta húmor. Bollana má versla hér. Lesa meira

Föndraðu fyrir jólin: Bókamerki með dúskum

Hvað er skemmtilegra í desember en að föndra saman og búa til heimatilbúnar og persónulegar gjafir. Hvort sem það er fjölskyldan saman eða börnin að gera gjafir handa vinum og ættingjum eða þú að útbúa gjafir fyrir. Á vefsíðunni Hattifant.com er hægt að nálgast þessi skemmtilegu bókamerki, sem eru tilvalin gjöf með í jólapakkann, sérstaklega ef pakkinn inniheldur bók. Lítið mál er fyrir börnin að búa þau til með smá aðstoð. https://www.youtube.com/watch?v=f-93SvQejRU Lesa meira

Ævisaga á undan brúðkaupi

Konunglegi ævisöguritarinn Andrew Morton hefur tilkynnt að hann mun skrifa ævisögu Meghan Markle áður en hún gengur upp að altarinu að giftast harry Bretaprins næsta vor. Morton ritaði ævisögu Díöu prinsessu, Diana: Her True Story. „Spenntur að skrifa sögu Meghan Markle. Hún hefur mikla útgeislun. Konungleg stjarna sem mun hafa mikil áhrif á konunglegu fjölskylduna og heimin,“ skrifar Morton á Twitter. Bókin mun bera titilinn Meghan: A Hollywood Princess og koma út 19. Apríl 2018, um mánuði fyrir brúðkaupið. Morton segir Markle vera algjöra andstæðu þeirra feimnu, settlegu brúða sem fyrir hafa verið í konunglegu fjölskyldunni og lofar aðdáendum hennar… Lesa meira

Myndband: Sjáðu kitluna fyrir aðra seríu Jessica Jones

Marvel gaf um helgina út fyrstu kitluna fyrir aðra þáttaröð Jessicu Jones. Eins og sjá má geta aðdáendur farið að hlakka til, en þáttaröðin kemur á Netlix 8. mars 2018.   "Marvel's @JessicaJones" has unfinished business. Just don't get in her way. pic.twitter.com/nkHVmMNQRU— Marvel Entertainment (@Marvel) December 9, 2017 Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 11. desember – Gjöf frá Beint í mark

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 11. desember ætlum við að gefa tvö eintök af fótboltaspilinu Beint í mark, spilinu sem allir eru að tala um. Beint í mark er fótboltaspil sem allir geta spilað. Spurningunum er skipt upp í þrjá styrkleikaflokka og því eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir. Tæplega 3000 spurningar Í spilinu eru tæplega 3000 fótboltaspurningar úr öllum áttum. Um er að ræða… Lesa meira

Elka Long situr fyrir svörum: Hvatvís og athyglissjúk sex barna móðir og snappari

Elín Katrín Long Rúnarsdóttir er myndlistakona, hönnuður án réttinda, húsmóðir, dóttir, systir, vinkona og snappari. „Ég er alltaf kölluð Elka Long, sem er stytting sem sagt tveir fyrstu stafirnir úr báðum nöfnunum mínum. Ég á sex yndislega falleg og frábær börn.“ „Ég er búin að taka viðtöl við fullt af áhugaverðu fólki og panta viðtöl við enn fleiri, er að búa til poster, og að hanna og búa til kertastjaka, nag og snuddubönd. Ég er líka alltaf að finna leiðir til að auglýsa mig betur og koma mér og mínu á framfæri enda athyglissjúk með eindæmum. Ég hanna undir vörumerkinu… Lesa meira

Myndband: Notar „Faceswap“ til að líkja eftir söngvurum We Are The World

DJ Rhett heldur úti síðu á Facebook þar sem hann birtir reglulega myndbönd sem lífga upp á hversdaginn og gleðja. Í þeim leikur hann eftir fjölda þekktra einstaklinga á ýmsan máta, með því að nota filtera á Snapchat, gerist eftirherma eða annað. Í myndbandinu hér, sem er að vísu ekki nýtt af nálinni, notast hann við það „Faceswap live“ viðbótina og líkir eftir fjölda söngvara sem komu fram í laginu We Are The World frá árinu 1985. Hér má meðal annars sjá Stevie Wonder, Michael Jackson, Bruce Springsteen, Paul Simon, Diana Ross og Cindy Lauper. Einnig „skutlar“ hann með yngri… Lesa meira

Stjörnumerki: Hverjir eru eiginleikar þeirra?

Hverjir eru eiginleikar stjörnumerkjanna? Kannast þú við þig, maka, vini eða ættingja í þessari lýsingu á eiginleikum stjörnumerkjanna? Fiskarnir eru blíðir, fjölhæfir, fórnfúsir, hæfileikaríkir, klárir, listrænir, ljúfir, með sterkt ímyndunarafl, nærgætnir, óútreiknanlegir, skapandi, skilningsríkir, tilfinningaríkir, umburðarlyndir, viðkvæmir, vingjarnlegir, viðsýnir og þægilegir. Hrúturinn er athafnasamur, bráðþroska, duglegur, einlægur, fljótfær, framkvæmdaglaður, hreinskilinn, hvatvís, kappsfullur, kraftmikill, líflegur, orkumikill, sjálfstæður, skemmtilegur, stórtækur og uppátækjasamur. Nautið er áreiðanlegt, blítt, duglegt, framkvæmdaglatt, friðsamt, gæflynt,heimakært, hlédrægt, jarðbundið, með sterka einbeitingu, nautnabelgur, náttúrubarn, raunsætt, rólegt, skynsamt, trygglynt, varkárt, verndandi, vingjarnlegt og þrjóskt. Tvíburinn er bráðþroska í hugsun, félagslyndur, fjörugur, forvitinn, glaðlegur, glaðlyndur, hress, líflegur, málglaður, prakkari, skarpur, skemmtilegur… Lesa meira

Rihanna í sokkapari sem kostar yfir 100 þúsund krónur

Ert þú ein/n af þeim sem þolir ekki að fá mjúka pakka að gjöf, hvað þá ef pakkinn inniheldur sokkapar? Líklegt er að þú myndir þá breyta um skoðun ef pakkinn inniheldur sokkaparið sem Rihanna klæðist hér, því parið kostar 1340 dollara eða tæpar 140.000 kr. Um er að ræða hvíta sokka frá Gucci með kristöllum í og voru þeir fyrst sýndir á í Miami á tískusýningunni Resort fyrir árið 2018. https://www.instagram.com/p/BcXm-PFDKQm/ https://www.instagram.com/p/BcXgU6gDT3N/ Hver veit nema við munum fljótlega sjá Fenty sokkalínu frá Rihönnu, en Fenty snyrtivörulínan og Fenty Puma x Rihanna línan hafa þegar fengið frábærar viðtökur.     Lesa meira

Notendur Twitter lýsa árinu 2017 í fjórum orðum og það er ekki jákvætt

Það eru þrjár vikur eftir af árinu 2017 og fólk er þegar byrjað að taka saman yfirlit yfir það besta og versta sem árið færði okkur. Notendur Twitter eru þar engin undantekning en fjölmargir notendur hafa tekið sig til og dregið árið saman í aðeins fjórum orðum.   Is He Gone Yet? #2017In4Words pic.twitter.com/I0iTkVXQb1 — BrokenPromisedLand (@VoteAngryNow) November 18, 2017 Election of Ignorant Bully#2017In4Words pic.twitter.com/tHIG7zRRci — Jenius (@PersianCeltic) November 18, 2017 Too many terror acts 😔 #2017In4Words — Josh (@jaythashooter) November 18, 2017   Make Obama President Again! #2017In4Words pic.twitter.com/zbOWMjVdJU — Allyn Beake (@AllynBeake) November 18, 2017 #2017In4Words Your idol's… Lesa meira

Kæri jólasveinn: iPhone eða mandarína?

Nú eru jólasveinar á fullu að raða í pokann skógjöfum fyrir börnin og styttist í að þeir skelli pokanum á bakið og arki til byggða, einn af öðrum. Það er rétt að þeir lesi orð Davíðs Más Kristinssonar áður en þeir leggja í hann. Og ef að netsambandið til fjalla er eitthvað stirt, þá geta kannski foreldrar barnanna skilað þessu til þeirra. Jólin nálgast með öllu tilheyrandi og jólasveinarnir 13 verða bráðum reiðubúnir að koma til byggða með ýmislegt í pokum sínum fyrir að setja í alla þessa skó í gluggunum. Ef einhverjir af jólasveinunum eru í tölvufæri upp í… Lesa meira

Þessi mynd er sú vinsælasta á Instagram árið 2017

Það eru yfir 800 milljón manns sem nota Instagram í hverjum mánuði og með þær tölur í huga þá getur maður rétt ímyndað sér hversu mörk „like“ ein mynd getur fengið. En það er ein mynd sem notendum líkaði öðrum fremur árið 2017 og þegar þrjár vikur eru eftir af árinu hefur hún rakað inn yfir 11 milljón „like-um“ og 547 þúsund hafa skrifað athugasemdir við myndina. Það er engin önnur en drottningin Beyoncé sem á vinsælustu mynd Instagram og myndin er tilkynning hennar frá 1. febrúar síðastliðnum þegar hún sagði frá að hún ætti von á tvíburum. https://www.instagram.com/p/BP-rXUGBPJa/ „Við… Lesa meira