Íslenskir förðunarfræðingar sitja fyrir svörum: Náttúruleg og ljómandi húð vinsæl í sumar

Bleikt fékk nokkra þekkta íslenska förðunarfræðinga, bloggara og snappara til að svara nokkrum skemmtilegum spurningunum. Þær sögðu okkur meðal annars hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þeim þessa stundina og hvaða förðunartrend verða í tísku í sumar.

Sjáðu hvað Fanney Dóra, Guðrún Helga Sørtveit, Salóme Ósk, Gunnhildur Birna, Steinunn Ósk og Bára Jónsdóttir höfðu að segja hér fyrir neðan.

Fanney Dóra

 Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Teint Idole farðinn frá Lancome, Brow Fiber frá Maybelline, og I‘m Very Useful Makeup Boomer frá Touch In Sol.

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Það er engin snyrtivara sem maður gæti ekki verið án en gott sólapúður getur gert ansi margt fyrir þreytt andlit! T.d. give me sun.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Þessa dagana það oft haust smokey, semsagt svona rauðbrúnt/appelsínugult smokey.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Að mínu mati er það að allt sé aðeins minna, náttúruleg smokey og náttúruleg húð. Allt verður aðeins minna sem er líka bara eðlilegt á sumrin! Þótt ég muni öruglega ekki taka mínum eigin ráðum þar sem ég elska að vera all in máluð!

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Ég verð að fá að breyta spurningunni og segja Desi Perkins og LustreLux á Youtube. Finnst þær bara algjörir snillingar og fylgist með þeim á öllum þeirra miðlum. Ekki beint á bloggi kannski en allstaðar annarstaðar!

Hvaðan færðu innblástur?

Oft kemur innblásturinn frá öðrum, sjá hvað aðrir eru duglegir að búa til falleg makeup og dreg kraft frá þeim. Náttúran, tískustraumar og já bara allstaðar að!

www.fanneydora.com
Snapchat: Fanneydorav
Instagram: fanneydora.com_
YouTube: Fanney Dóra

Guðrún Helga Sørtveit

Fann bestu selfie birtuna heima hjá @hlinpalmars 👏🏻

A post shared by GUÐRÚN HELGA SØRTVEIT (@gudrunsortveit) on

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Þessa daga stendur Beached Bronzer frá Urban Decay, NYX Lingerie krem augnskuggi í litnum Sweet Cloud og skyggingarpallettan frá Body Shop. Ég er búin að nota þessar vörur endalaust í margar vikur núna!

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án augabrúna! Þannig augabrúnavörur eru must hjá mér en síðan elska ég líka góðan highlight-er.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Það er þessi basic skygging og eyeliner. Ég er yfirleitt alltaf með eyeliner ef ég geri förðun á mig og með kopar augnskugga.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Ég held að náttúrleg húð verði mjög vinsælt í sumar eða þetta „no makeup, makeup“. Síðan er ljómandi húð alltaf mjög vinsælt og fer bara vaxandi held ég með sumrinu.

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Vá þetta er erfið spurning! Ég á þá marga og fylgist með ótrúlega mikið af flottum íslenskum bloggurum. Ég get því miður ekki valið bara einn!

Hvaðan færðu innblástur?

Ég fæ innblástur bara af Pinterest og Instagram. Á Instagram er ég að fylgja ótrúlega mikið af erlendum förðunarfræðingum, t.d. Sir John, Makeupbymario, makeupbyariel, lisaeldridgemakeup og mörgum fleiri. Ég fæ oft innblástur frá þeim og það er endalaust hægt að læra eitthvað nýtt þegar að það kemur að förðun.

www.trendnet.is/gudrun-sortveit
Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

Salóme Ósk

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Ég keypti mér nýlega nýja farðann frá Bobbi Brown, skin foundation, og hef notað hann á hverjum degi síðan. Hann er rosalega náttúrulegur og fallegur á húðinni. Highlighterinn Rodeo Drive frá Ofra sem ég fékk frá Fotia er líka mjög ofarlega á listanum,  hann gefur húðinni fullkominn gylltan ljóma án þess að vera of hlýr. Svo hef ég verið að nota varalitinn Candy Floss frá Mellow Cosmetics sem ég fékk frá haustfjord.is non stop, hann er neon bleikur og mattur og ég bara fæ ekki nóg.

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Ég gæti ábyggilega ekki verið án sólarpúðurs, það frískar upp á mann sama hversu þreytt og sjúskuð maður er.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Undanfarið hef ég verið að grípa í einhvern fallegan sanseraðan augnskugga og setja á allt augnlokið og blanda út. Mjög einfalt og fallegt. Svo set ég annað hvort á mig áberandi varalit með eða nude, fer allt eftir því hvernig skapi ég er í.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Ég held það verði rosa mikið um litagleði, fólk er farið að prufa sig áfram með allskonar liti í augnförðun, varalitum og naglalökkum!

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Mér finnst rosa gaman að fylgjast með Nikkie Tutorials á youtube, svo er ég með þó nokkra bloggara/förðunarfræðinga á Instagram sem eru í uppáhaldi t.d. drac_makens, sam_makeup_art og emalovii

Hvaðan færðu innblástur?

Í gegnum Instagram helst, ótrúlega gaman að sjá hvað aðrir eru að gera.

www.salomeosk.com
Snapchat: salomeoskblogg
Instagram: salomeosk

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir

Hækkandi aldur kallar á minnkandi sjón, nýjar brillur og nýja selfie 👌🏻 #oliverpeoples

A post shared by G U N N H I L D U R B I R N A (@gunny_birna) on

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Þrjár snyrtivörurnar sem eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana eru án efa Monsieur Big maskarinn frá Lancome sem ég fèll alveg fyrir, Line Smoothing Concealer frá Clinique og Brow Wiz í litnum Taupe frá Anastasia Beverly Hills. Ég nota allar þessar vörur daglega.

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án þess að eiga góðan maskara og finnst hann ómissandi þegar ég farða mig.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Mitt „go to“ lúkk er frekar einfalt og eitthvað sem èg er oftast með. Falleg húð, smá skygging, eyeliner eða blýantur, maskari og gloss eða varalitur. Ég nota yfirleitt plómu-, brúna og ljósa liti á augun. Þegar ég fer út verður smokey augnförðun oftast fyrir valinu.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Í sumar er áherslan lögð á ljómandi, fallega húð (húðumhirða skiptir miklu) og frekar skærar varir en rauðir litatónar verða mjög áberandi. Hlýjir litir verða áfram áberandi í augnförðun en einnig minimalískur stíll og bláir eyelinerar.

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Uppáhalds beauty bloggarinn minn er Manny MUA sem mér finnst mjög skemmtilegur, en ég fylgist mikið með artistum eins og Pat McGrath og Charlotte Tilbury.

Hvaðan færðu innblástur?

Allstaðar frá! Ég horfi mikið í tískusýningar, tímarit, rauða dregilinn og nýjustu trendin hjá mínum uppáhalds artistum.

www.pigment.is
Instagram: gunny_birna

Steinunn Ósk Valsdóttir

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Fusion augnhár fra Sephora Collection, Naked Hyljarinn frá Urban Decay og Bronze pallettan frá Kylie Cosmetics.

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Hyljara.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Brúnt létt smokey, falleg húð og nude varir.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

No Makeup farðanir en svo eru líka trylltar glimmer fantasíu farðanir að taka yfir Instagram.

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Carli Bybel

Hvaðan færðu innblástur?

Instagram aðallega en mér finnst gaman að sja hvernig aðrir farða sig líka þá bara fólk sem ég umgengst og hitti hér og þar. Internetið er svo filterað og óraunhæft oft á tíðum

www.femme.is
Snapchat: steinunnov
Instagram: steinunnosk

Bára Jónsdóttir

SECRET SOLSTICE 2017 festival look – 💎💎💎 Makeup Details: Face – @tartecosmetics Rainforest of the sea foundation – @urbandecaycosmetics Naked skin concealer – @benefitcosmetics hoola bronzer – @toofaced Sweet peach glow palette @beccacosmetics Champagne pop highlight Eyes – Gorgeous l eyeshadow palette and lashes in style Aphrodite from @torutrix – @stilacosmetics Magnificent metal eyeshadow in style Kitten Karma on the lid – Diamonds/Stones are from @torutrix aswell! Lips – @hudabeauty liquid lipstick in Bombshell with @stilacosmetics kitten karma on the center #makeup #festivalmakeup #festivalfashion #secretsolstice #secretsolsticefestival #sfxmua #sfx_fantasy #sfxmakeup #sfx #beauty #beautyblogger #wakeupandmakeup #slave2beauty #slave2makeup #makeupslaves #makeupmurah #makeupmafia #makeupporn

A post shared by Bára Jóns🌹BáraBeauty makeup (@barabeautymakeup) on

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Stila cosmetics – magnificent metal eyeshadows – þeir eru sjúkir! Þetta eru augnskuggar í blautu formi sem þorna svo á manni. Þeir eru einstaklega fallega glitrandi með metal áferð og svo skemmir ekki fyrir hversu fallegar umbúðirnar eru. Því miður fást þeir ekki á Íslandi, ég keypti mína í Sephora úti í usa EN Touch in sol merkið er með mjög svipaða augnskugga sem ég er alveg jafn kreisi yfir – og þeir fást í shine.is.

Champagne pop highlighterinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og sérstaklega núna þegar sumarið kom, hann er svo fallega ljós gullitaður og alveg einstaklega auðvelt að byggja hann upp og gera mann jafn shiny og sólina. Einnig hef ég verið að nota hann á likamann – við beinið og axlirnar ef ég er í opnum bolum.

Törutrix augnharin eru búin að vera í uppáhaldi síðan ég prufaði þau fyrst! Þessi augnhár eru bara svo ótrúlega fíngerð og falleg en samt svo löng og flott. Auðvitað margar gerðir til en ég bara elska þau öll! Uppáhaldið eru samt 3 týpur og það eru Aphrodite – Audrey og Cleopatra

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án hyljarans, augnharanna og highlighterins!

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Ef ég ætla mála mig eins litið og hægt er set ég á mig hyljara, highlight á kinnbeinin og létt gerviaugnhár. Þá er ég komin með glowing húð og augun on point.

Mitt „to go“ look er klárlega glowing húð, létt meik og hyljari, smá bronzer og mikið af highlighter. Svo byrja ég alltaf á að setja peach litaða skyggingu á augun og Rose gold shimmer augnskugga á augnlokið, sem er oftast Stila metal augnskuggarnir eða Touch in Sol. Svo hendi ég á mig Winfed eyeliner og augnhárum! Minn al uppáhalds varalitur þetta sumarið er Bombshell frá merkinu Huda Beauty! Hann passar við gjörsamlega allt og er ljós brún peach litaður. Hann er einstaklega léttur á vörunum og of þornar ekki þó þetta sé mattur liquid varalitur

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Aðal förðunar trendið í sumar verður líklegast glowing skin, mikill highlighter og svona rose gold glitter. Það er allt í þessu rose gold og ég er gjörsamlega dolfallin fyrir því.

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Minn uppahalds beauty bloggari… Ég get ekki valið á milli nokkra, það væri eins og að reyna velja á milli barnanna sinna eða eitthvað 😂 En ég elska Amrezy, hún er þekktust fyrir Instagrammið sitt. Nikkietutorials, hún er ein sú hæfileikaríkasta í heiminum í förðun! Hennar skills eru bara á öðru leveli! En ég fylgist með henni á YouTube, og er hún með rúmlega 6 milljónir fylgjenda þar. Síðan elska ég að horfa á Jeffree Star og Manny Mua, þeir tveir eru algjörir snillingar og að horfa á YouTube videoin þeirra getur endað á poppi og bjór bara þeir eru svo fyndnir! Desi Perkins er ótrúlega falleg og allt flott sem hún gerir, einnig Karen Sarahii sem heitir á instagram iluvsarahii, og hef ég fylgst með henni lengi og líka fengið að hitta hana þegar hún kom til Íslands og hélt námskeið a vegum Reykjavík Makeup School, það var geggjað námskeið og ég lærði mikið af henni.

Hvaðan færðu innblástur?

Ég dreg minn innblástur af þessum beauty bloggurum sem ég fylgist með. Amrezy, Nikkietutorials, Jeffree Star, Manny Mua, Desi Perkins og Iluvsarahii

Snapchat: barabeauty
Instagram: barabeautymakeup
YouTube: BáraBeauty

Bróðir hennar er fyrirsæta – Hún lætur barnungan son sinn stæla hann

Aristotle Polites er fyrirsæta í New York og þrátt fyrir að vera einstaklega myndarlegur og efnilegur í fyrirsætubransanum, þá á hann nú í harðri samkeppni......við barnungan frænda sinn.   Eins og þú sérð þá er 18 mánaða frændi hans einstaklega krúttlegur og er farinn að stæla pósur frænda síns, með góðri aðstoð Katima Behn móður sinnar (sem er eldri systir Aristotle) og það er alveg spurning hvor er betri fyrirsæta. Þetta byrjaði allt þegar hún gat ekki fengið son sinn til að vera í köflóttu hnepptu skyrtunni hans. „Þegar hann var kominn í skyrtuna óhneppta með magann úti þá skellihló… Lesa meira

Sendiherrahjónin Edda og Pálmi trylltu fullan sal af áhorfendum

Risaeðlurnar, lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn föstudag. Uppselt var á sýninguna og beið fjöldi prúðbúinna gesta spenntur eftir verkinu, enda hafa fyrri verk Ragnars hlotið einróma lof bæði áhorfenda og gagnrýnenda.  Gullregn og Óskasteinar hlutu báðar fjölda tilnefninga til Grímunnar og Grímuverðlaun. Ragnar Bragason leikstýrir og skrifar handrit, Halfdan Pedersen er leikmyndahönnuður, tónlist er í höndum Mugison og í helstu hlutverkum eru Edda Björgvinsdóttir, Pálmi Gestsson, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Hallgrímur Ólafsson og María Thelma Smáradóttir. Viðtal við Ragnar um tilurð verksins: https://www.youtube.com/watch?v=Rty9CGdGKJc Sýningunni var vel tekið af frumsýningargestum. https://www.instagram.com/p/BafXrqwBsa4/?igref=ogexp   Lesa meira

Peningasería Odee til sýnis á Reyðarfirði – Frekari hugmyndir í vinnslu

Állistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig, hefur ávallt í nógu að snúast. Ritstjóri Bleikt var á ferðinni fyrir austan síðastliðna helgi og hitti á Odee þar sem hann var að hengja upp sýningu á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sómasetrinu á Reyðarfirði. Serían sem um ræðir er Peningaserían, en serían hefur vakið mikla athygli eftir að Odee frumsýndi hana á Ljósanótt í Keflavík árið 2016. Einnig fengu nokkrar vel valdar aðrar myndir að fylgja með. Odee lék á alls oddi og sagði ritstjóra frá næstu verkefnum sem eru í vinnslu og eru enn sem komið er bara… Lesa meira

Jafnréttishús býður upp á sundnámskeið fyrir innflytjendur og hælisleitendur

Sund er allra meina bót Við Íslendingar teljum það sjálfsagðan hlut að skella okkur í sund öðru hvoru allan ársins hring. Á góðvirðisdögum flykkjumst við í sundlaugarnar til að synda, flatmaga í sólinni, slaka á í heitu pottunum meðan börnin renna sér í rennibrautunum. Þvílíkur unaður svo ekki sé meira sagt. Þegar ég var yngri og ekki alveg synd setti mamma mig neðst á rennibrautina sem var ekki stór og sagði mér að hoppa niður. Þótt ég væri með stóran hringkút um mig, handakúta á báðum höndum og sundgleraugu sem tóku hálft andlitið, sem ekki nokkur maður myndi sjá sig… Lesa meira

Jake Gyllenhaal er besti pabbi í heimi

Leikarinn Jake Gyllenhaal er nýjasta andlit Eternity rakspíra Calvin Klein. Ásamt honum leika fyrirsætan Liya Kebode og hin fjögurra ára gamla Leila í auglýsingunni. Í auglýsingunni, sem er svarthvít, leikur Gyllenhaal umhyggjusaman föður og eiginmann, en Cary Fukunaga leikstýrir. https://www.youtube.com/watch?time_continue=6&v=aEcbuccnjLc   Lesa meira

„Ég gafst upp og leyfði honum að sofa hjá mér, eða réttara sagt, nauðga mér“

Ég var ekki nema 14 ára þegar ég eignaðist fyrsta kærastann minn, mér fannst þetta allt voða spennandi en alveg svakalega stressandi líka. Það má segja að þáverandi vinkona mín hafi ýtt mér að honum, hann var nefnilega frændi hennar og hún vildi endilega að við yrðum saman. Hann bjó fyrir sunnan og ég fyrir norðan svo við hittumst auðvitað ekki oft. En það var sennilega, ef mig minnir rétt, í annað eða þriðja skiptið sem við hittumst þegar hann byrjaði á að snerta mig á allskonar stöðum sem mér fannst óþægilegt og fljótlega fór hann að fara inn á… Lesa meira

Ísrétturinn Surtur & Pretzel í boði hjá Skúbb

Ísrétturinn Surtur & Pretzel frá Skúbb er fáanlegur næstu daga á meðan birgðir endast.  Eingöngu er hægt að nálgast hann í ísbúð Skúbb á Laugarásvegi 1, Reykjavík. „Okkur langaði að nota bjór í ís hjá okkur og settum okkur í samband við Borg Brugghús sem er þekkt fyrir bragðmikla bjóra og að leggja upp úr þessu samhengi bjórs og matar.  Eftir gott spjall var ákveðið að nota bjórinn Surtur Nr. 47 sem er bragðmikill 10% Imperial Stout bruggaður með sérmöluðu kaffi frá Te & Kaffi.  Með þessu passaði svo vel að nota pretzel og karmellu sem við gerum sjálfir og… Lesa meira

Britney kemst enn í skólabúninginn

Britney Spears er í fantaformi og nýlega birti hún stutt myndband á Instagram. Þar sést að hún kemst enn í skólabúninginn sem hún klæddist í myndbandi lagsins ...Baby One More Time titillagi fyrstu plötu hennar sem kom út árið 1999. https://www.instagram.com/p/BaeyD7wFYQ8/ Lesa meira

Dagný Rut er hryllileg á Hrekkjavökunni

Dagný Rut Ólafsdóttir hefur tekið þátt í hrekkjavökunni síðan árið 2008. „Ég sá hrekkjavökuball auglýst hér heima,“ segir Dagný, en hún býr í Grindavík, „og ég bara: Úhhhh! ég verð að vera með!“ Dagný Rut sér yfirleitt um gervi og förðun sjálf en hefur stundum leitað aðstoðar annarra. „Fyrir þremur árum var ég búin að vera klukkutíma að græja mig, leit svo í spegil og hugsaði: „Þetta er ekkert skeirí, þreif allt framan úr mér og byrjaði upp á nýtt,“segir Dagný Rur. Í það skipti var hún hjúkkan með vafningana. Dagný Rut velur oftast að vera ljót og skeirí og… Lesa meira

Hún var kölluð drusla – Þær sýndu henni samstöðu

Stelpurnar í 10. bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ mættu í hlýrabolum í skólann síðastliðinn fimmtudag. Það gerðu þær til að sýna samstöðu eftir að þær urðu vitni af því að nokkrir strákar í bekknum þeirra kölluðu aðra stelpu druslu á netinu. Stelpur úr skólanum hafa lent í því að vera beðnar um að „klæða sig betur“ í tíma þegar þær hafa verið á bolnum, og í þau skipti af karlkyns kennara. Þær eru því orðnar þreyttar á því að líkamar þeirra, 15 ára stelpna, séu hlutgerðir og að þeim beri einhver „skylda“ til að hylja sig til að vera ekki… Lesa meira

„Nauðgarinn var kærastinn minn – Ég kallaði hann besta vin minn“

Sú hugsun að kynferðislegt ofbeldi og áreitni gerist bara í partýum, í bænum eða þar sem flestir eru undir áhrifum. Að maður hafi verið að biðja um það, hefði ekki átt að vera svona klædd og allt það kjaftæði. Mín reynsla er ekki þannig. Nauðgarinn var kærastinn minn. Ég kallaði hann besta vin minn. Við vorum 17 ára, saman í framhaldsskóla á sömu braut. Við lærðum saman fyrir jólaprófin og fljótlega fórum við að hittast. Allt gerist frekar hratt og það leið ekki mánuður þegar hann sagðist elska mig. Þetta var svo nýtt fyrir mér og spennandi, ég hafði aldrei… Lesa meira