Íslenskir förðunarfræðingar sitja fyrir svörum: Náttúruleg og ljómandi húð vinsæl í sumar

Bleikt fékk nokkra þekkta íslenska förðunarfræðinga, bloggara og snappara til að svara nokkrum skemmtilegum spurningunum. Þær sögðu okkur meðal annars hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þeim þessa stundina og hvaða förðunartrend verða í tísku í sumar.

Sjáðu hvað Fanney Dóra, Guðrún Helga Sørtveit, Salóme Ósk, Gunnhildur Birna, Steinunn Ósk og Bára Jónsdóttir höfðu að segja hér fyrir neðan.

Fanney Dóra

 Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Teint Idole farðinn frá Lancome, Brow Fiber frá Maybelline, og I‘m Very Useful Makeup Boomer frá Touch In Sol.

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Það er engin snyrtivara sem maður gæti ekki verið án en gott sólapúður getur gert ansi margt fyrir þreytt andlit! T.d. give me sun.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Þessa dagana það oft haust smokey, semsagt svona rauðbrúnt/appelsínugult smokey.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Að mínu mati er það að allt sé aðeins minna, náttúruleg smokey og náttúruleg húð. Allt verður aðeins minna sem er líka bara eðlilegt á sumrin! Þótt ég muni öruglega ekki taka mínum eigin ráðum þar sem ég elska að vera all in máluð!

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Ég verð að fá að breyta spurningunni og segja Desi Perkins og LustreLux á Youtube. Finnst þær bara algjörir snillingar og fylgist með þeim á öllum þeirra miðlum. Ekki beint á bloggi kannski en allstaðar annarstaðar!

Hvaðan færðu innblástur?

Oft kemur innblásturinn frá öðrum, sjá hvað aðrir eru duglegir að búa til falleg makeup og dreg kraft frá þeim. Náttúran, tískustraumar og já bara allstaðar að!

www.fanneydora.com
Snapchat: Fanneydorav
Instagram: fanneydora.com_
YouTube: Fanney Dóra

Guðrún Helga Sørtveit

Fann bestu selfie birtuna heima hjá @hlinpalmars 👏🏻

A post shared by GUÐRÚN HELGA SØRTVEIT (@gudrunsortveit) on

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Þessa daga stendur Beached Bronzer frá Urban Decay, NYX Lingerie krem augnskuggi í litnum Sweet Cloud og skyggingarpallettan frá Body Shop. Ég er búin að nota þessar vörur endalaust í margar vikur núna!

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án augabrúna! Þannig augabrúnavörur eru must hjá mér en síðan elska ég líka góðan highlight-er.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Það er þessi basic skygging og eyeliner. Ég er yfirleitt alltaf með eyeliner ef ég geri förðun á mig og með kopar augnskugga.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Ég held að náttúrleg húð verði mjög vinsælt í sumar eða þetta „no makeup, makeup“. Síðan er ljómandi húð alltaf mjög vinsælt og fer bara vaxandi held ég með sumrinu.

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Vá þetta er erfið spurning! Ég á þá marga og fylgist með ótrúlega mikið af flottum íslenskum bloggurum. Ég get því miður ekki valið bara einn!

Hvaðan færðu innblástur?

Ég fæ innblástur bara af Pinterest og Instagram. Á Instagram er ég að fylgja ótrúlega mikið af erlendum förðunarfræðingum, t.d. Sir John, Makeupbymario, makeupbyariel, lisaeldridgemakeup og mörgum fleiri. Ég fæ oft innblástur frá þeim og það er endalaust hægt að læra eitthvað nýtt þegar að það kemur að förðun.

www.trendnet.is/gudrun-sortveit
Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

Salóme Ósk

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Ég keypti mér nýlega nýja farðann frá Bobbi Brown, skin foundation, og hef notað hann á hverjum degi síðan. Hann er rosalega náttúrulegur og fallegur á húðinni. Highlighterinn Rodeo Drive frá Ofra sem ég fékk frá Fotia er líka mjög ofarlega á listanum,  hann gefur húðinni fullkominn gylltan ljóma án þess að vera of hlýr. Svo hef ég verið að nota varalitinn Candy Floss frá Mellow Cosmetics sem ég fékk frá haustfjord.is non stop, hann er neon bleikur og mattur og ég bara fæ ekki nóg.

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Ég gæti ábyggilega ekki verið án sólarpúðurs, það frískar upp á mann sama hversu þreytt og sjúskuð maður er.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Undanfarið hef ég verið að grípa í einhvern fallegan sanseraðan augnskugga og setja á allt augnlokið og blanda út. Mjög einfalt og fallegt. Svo set ég annað hvort á mig áberandi varalit með eða nude, fer allt eftir því hvernig skapi ég er í.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Ég held það verði rosa mikið um litagleði, fólk er farið að prufa sig áfram með allskonar liti í augnförðun, varalitum og naglalökkum!

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Mér finnst rosa gaman að fylgjast með Nikkie Tutorials á youtube, svo er ég með þó nokkra bloggara/förðunarfræðinga á Instagram sem eru í uppáhaldi t.d. drac_makens, sam_makeup_art og emalovii

Hvaðan færðu innblástur?

Í gegnum Instagram helst, ótrúlega gaman að sjá hvað aðrir eru að gera.

www.salomeosk.com
Snapchat: salomeoskblogg
Instagram: salomeosk

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir

Hækkandi aldur kallar á minnkandi sjón, nýjar brillur og nýja selfie 👌🏻 #oliverpeoples

A post shared by G U N N H I L D U R B I R N A (@gunny_birna) on

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Þrjár snyrtivörurnar sem eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana eru án efa Monsieur Big maskarinn frá Lancome sem ég fèll alveg fyrir, Line Smoothing Concealer frá Clinique og Brow Wiz í litnum Taupe frá Anastasia Beverly Hills. Ég nota allar þessar vörur daglega.

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án þess að eiga góðan maskara og finnst hann ómissandi þegar ég farða mig.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Mitt „go to“ lúkk er frekar einfalt og eitthvað sem èg er oftast með. Falleg húð, smá skygging, eyeliner eða blýantur, maskari og gloss eða varalitur. Ég nota yfirleitt plómu-, brúna og ljósa liti á augun. Þegar ég fer út verður smokey augnförðun oftast fyrir valinu.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Í sumar er áherslan lögð á ljómandi, fallega húð (húðumhirða skiptir miklu) og frekar skærar varir en rauðir litatónar verða mjög áberandi. Hlýjir litir verða áfram áberandi í augnförðun en einnig minimalískur stíll og bláir eyelinerar.

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Uppáhalds beauty bloggarinn minn er Manny MUA sem mér finnst mjög skemmtilegur, en ég fylgist mikið með artistum eins og Pat McGrath og Charlotte Tilbury.

Hvaðan færðu innblástur?

Allstaðar frá! Ég horfi mikið í tískusýningar, tímarit, rauða dregilinn og nýjustu trendin hjá mínum uppáhalds artistum.

www.pigment.is
Instagram: gunny_birna

Steinunn Ósk Valsdóttir

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Fusion augnhár fra Sephora Collection, Naked Hyljarinn frá Urban Decay og Bronze pallettan frá Kylie Cosmetics.

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Hyljara.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Brúnt létt smokey, falleg húð og nude varir.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

No Makeup farðanir en svo eru líka trylltar glimmer fantasíu farðanir að taka yfir Instagram.

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Carli Bybel

Hvaðan færðu innblástur?

Instagram aðallega en mér finnst gaman að sja hvernig aðrir farða sig líka þá bara fólk sem ég umgengst og hitti hér og þar. Internetið er svo filterað og óraunhæft oft á tíðum

www.femme.is
Snapchat: steinunnov
Instagram: steinunnosk

Bára Jónsdóttir

SECRET SOLSTICE 2017 festival look – 💎💎💎 Makeup Details: Face – @tartecosmetics Rainforest of the sea foundation – @urbandecaycosmetics Naked skin concealer – @benefitcosmetics hoola bronzer – @toofaced Sweet peach glow palette @beccacosmetics Champagne pop highlight Eyes – Gorgeous l eyeshadow palette and lashes in style Aphrodite from @torutrix – @stilacosmetics Magnificent metal eyeshadow in style Kitten Karma on the lid – Diamonds/Stones are from @torutrix aswell! Lips – @hudabeauty liquid lipstick in Bombshell with @stilacosmetics kitten karma on the center #makeup #festivalmakeup #festivalfashion #secretsolstice #secretsolsticefestival #sfxmua #sfx_fantasy #sfxmakeup #sfx #beauty #beautyblogger #wakeupandmakeup #slave2beauty #slave2makeup #makeupslaves #makeupmurah #makeupmafia #makeupporn

A post shared by Bára Jóns🌹BáraBeauty makeup (@barabeautymakeup) on

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Stila cosmetics – magnificent metal eyeshadows – þeir eru sjúkir! Þetta eru augnskuggar í blautu formi sem þorna svo á manni. Þeir eru einstaklega fallega glitrandi með metal áferð og svo skemmir ekki fyrir hversu fallegar umbúðirnar eru. Því miður fást þeir ekki á Íslandi, ég keypti mína í Sephora úti í usa EN Touch in sol merkið er með mjög svipaða augnskugga sem ég er alveg jafn kreisi yfir – og þeir fást í shine.is.

Champagne pop highlighterinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og sérstaklega núna þegar sumarið kom, hann er svo fallega ljós gullitaður og alveg einstaklega auðvelt að byggja hann upp og gera mann jafn shiny og sólina. Einnig hef ég verið að nota hann á likamann – við beinið og axlirnar ef ég er í opnum bolum.

Törutrix augnharin eru búin að vera í uppáhaldi síðan ég prufaði þau fyrst! Þessi augnhár eru bara svo ótrúlega fíngerð og falleg en samt svo löng og flott. Auðvitað margar gerðir til en ég bara elska þau öll! Uppáhaldið eru samt 3 týpur og það eru Aphrodite – Audrey og Cleopatra

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án hyljarans, augnharanna og highlighterins!

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Ef ég ætla mála mig eins litið og hægt er set ég á mig hyljara, highlight á kinnbeinin og létt gerviaugnhár. Þá er ég komin með glowing húð og augun on point.

Mitt „to go“ look er klárlega glowing húð, létt meik og hyljari, smá bronzer og mikið af highlighter. Svo byrja ég alltaf á að setja peach litaða skyggingu á augun og Rose gold shimmer augnskugga á augnlokið, sem er oftast Stila metal augnskuggarnir eða Touch in Sol. Svo hendi ég á mig Winfed eyeliner og augnhárum! Minn al uppáhalds varalitur þetta sumarið er Bombshell frá merkinu Huda Beauty! Hann passar við gjörsamlega allt og er ljós brún peach litaður. Hann er einstaklega léttur á vörunum og of þornar ekki þó þetta sé mattur liquid varalitur

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Aðal förðunar trendið í sumar verður líklegast glowing skin, mikill highlighter og svona rose gold glitter. Það er allt í þessu rose gold og ég er gjörsamlega dolfallin fyrir því.

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Minn uppahalds beauty bloggari… Ég get ekki valið á milli nokkra, það væri eins og að reyna velja á milli barnanna sinna eða eitthvað 😂 En ég elska Amrezy, hún er þekktust fyrir Instagrammið sitt. Nikkietutorials, hún er ein sú hæfileikaríkasta í heiminum í förðun! Hennar skills eru bara á öðru leveli! En ég fylgist með henni á YouTube, og er hún með rúmlega 6 milljónir fylgjenda þar. Síðan elska ég að horfa á Jeffree Star og Manny Mua, þeir tveir eru algjörir snillingar og að horfa á YouTube videoin þeirra getur endað á poppi og bjór bara þeir eru svo fyndnir! Desi Perkins er ótrúlega falleg og allt flott sem hún gerir, einnig Karen Sarahii sem heitir á instagram iluvsarahii, og hef ég fylgst með henni lengi og líka fengið að hitta hana þegar hún kom til Íslands og hélt námskeið a vegum Reykjavík Makeup School, það var geggjað námskeið og ég lærði mikið af henni.

Hvaðan færðu innblástur?

Ég dreg minn innblástur af þessum beauty bloggurum sem ég fylgist með. Amrezy, Nikkietutorials, Jeffree Star, Manny Mua, Desi Perkins og Iluvsarahii

Snapchat: barabeauty
Instagram: barabeautymakeup
YouTube: BáraBeauty

Guðlaug fékk ofsakvíðakast í fæðingu: „Ég öskraði og grátbað um að ég yrði svæfð“

Guðlaug Sif átti virkilega erfiða meðgöngu vegna fíkniefnaneyslu barnsföðurs og áttu hún því erfitt með að vera spennt fyrir fæðingunni og tengdist syni sínum ekki á meðan á meðgöngu stóð. Guðlaug fékk mikið fæðingarþunglyndi eftir að hún átti strákinn sinn en bæði hún ásamt barnsföður hennar höfðu verið í mikilli neyslu þegar Guðlaug varð ólétt. Þegar Guðlaug áttaði sig á því að hún gengi með barn hætti hún neyslu á öllum efnum og hefur haldið sér edrú síðan. Barnsfaðir hennar gerði því miður ekki hið sama og fór því gríðarleg orka frá Guðlaugu í barnsföður hennar alla meðgönguna. Bleikt.is greindi frá því á… Lesa meira

Barnsfaðir og unnusti Mörtu situr í fangelsi: „Það er mikil bið í afplánun og ég skil ekki afhverju það er verið að halda honum lengur inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir“

Marta Þórudóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 28. nóvember á síðasta ári sem kom í heimin með bráðakeisara eftir langt gangsetningarferli. Sonur Mörtu var skírður Stefán Þór og hefur Marta verið í sambúð með föður hans síðan árið 2014. Barnsfaðir hennar, Örn Stefánsson hefur þó einungis hitt son sinn fjórum sinnum síðan hann fæddist þar sem hann situr í fangelsi að afplána dóma sem hann hefur fengið. Við kynntumst í byrjun ágúst 2014 og höfum eiginlega verið saman síðan þá, en þá vorum við bæði í neyslu og límdumst við hvort annað. Við vorum bæði í harðri neyslu fyrsta árið… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

Auður Elín: „Ef þú kannast við það að vera komin með símann í hendurnar nokkrum mínútum eftir að þú lagðir hann frá þér þá er þetta fíkn“

Auður Elín Sigurðardóttir ákvað að skoða daglega símanotkun sína og kanna hversu miklum tíma hún var að eyða með skjáinn fyrir framan andlitið og fékk áfall þegar hún sá niðurstöðurnar. Vildi ekki vera þræll símans Einn daginn var ég þrjá klukkutíma á Facebook, eyddi fimm og hálfum klukkutímum í símanum sjálfum og opnaði kíkti á hann 97 sinnum yfir daginn. Eftir þetta ákvað ég að nú væri komið nóg, ég ætlaði ekki að vera þræll símans míns og allra samfélagsmiðlana, segir Auður í færslu á Belle.is Auður segir að hamingjuna sé ekki að finna á Facebook en þó sé alltaf gaman að kíkja inn á miðilinn.… Lesa meira

Gerður hjá Blush.is ræðir um kynlífstæki, erfið sambandsslit og ástarlífið: „Við getum allavegana sagt að ég sé ekki að leitast eftir því að kynnast neinum“

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var einungis tuttugu og eins árs gömul. Gerður réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda hefur hún alltaf verið ævintýragjörn og dreymin, en þegar kom að vali á fyrirtækjarekstri ákvað hún að stofna kynlífstækjaverslun. Blush.is, kynlífstækjaverslun Gerðar, er nú orðin sjö ára gömul og á þeim stutta tíma sem liðið hefur síðan fyrirtækið varð til hefur mikið breyst hvað varðandi viðhorf Íslendinga til kynlífs. Umræðan hefur aldrei verið opnari og ekki er lengur feimnismál að ganga inn í kynlífstækjaverslun og kaupa tæki.… Lesa meira

Aníta Kröyer upplifði kvalarfulla brjóstagjöf: „Ég var öll út í sárum og hægri geirvartan klofnaði hálf í sundur“

Aníta Kröyer var með dóttur sína, Ronju Líf, á brjósti í rúmlega sex mánuði. Af fjórum af þessum sex mánuðum kvaldist Aníta af miklum sársauka, vanlíðan og síendurteknum stíflum og sýkingum. Þegar ég gekk með Ronju Líf las ég mér lítið sem ekkert til um brjóstagjöf. Ástæðan var sú að ég hélt að þetta væri ekkert mál og að eina vesenið sem gæti mögulega fylgt þessu væri of lítil mjólk og þegar tennurnar kæmu, segir Aníta í einlægri færslu á síðunni Narnia.is Aníta átti þó eftir að komast að því að brjóstagjöf getur verið allt annað en dans á rósum og kom það… Lesa meira

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix. En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd. Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti. Before We Go Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans. Before We Go gerist öll á einni… Lesa meira

Átt þú sanna og skemmtilega sögu af kynlífsævintýri? Eða viltu hlusta á slíkar?

Á morgun er einstakur viðburður í boði á Gauknum, SMUT SLAM. Um er að ræða viðburð sem hefur ferðast um allan heim og verður nú á Íslandi í fyrsta sinn. Þemað er fyrsta reynslan. Sannar og skemmtilegar sögur af kynlífsævintýrum. Gestum er boðið að skrá sig til leiks og deila sinni fyrstu kynlífsreynslu á fimm mínútum undir styrkri handleiðslu Cameryn Moore, sem er kynlífsfræðingur og kynlífs aktívisti, verðlaunað leikskáld/leikkona og fyrrum símavændisdama. Fimm gestastjörnudómarar, þau Atli Demantur, Bylgja Babýlon, Gerður Arinbjarnardóttir, Hugleikur Dagsson og Jonathan Duffy, munu einnig deila sinni sögu. Ef þú vilt ekki deila þinni sögu, ekkert mál,… Lesa meira

Fríða B: „Við vitum aldrei hvenær við erum að halda upp á afmælið okkar í síðasta sinn“

Jæja, það hlaut að koma að því. Fertug. já, ég verð fertug núna seinna í mánuðinum. Og í fyrsta sinn á ævinni er ég að upplifa það að mér finnst ég vera að eldast. Já, í fyrsta sinn, finnst mér erfitt að eiga afmæli. Ég veit ekki hversvegna, en það kom eitthvað yfir mig þegar ég fór að hugsa þetta og að ég verði fertug. Fjörtíu ára. Komin á fimmtugsaldurinn. Miðaldra. En hvað er svosem aldur? Segja árin allt? Nei, það held ég ekki. Ég er á þeirri skoðun að það sem mótar okkur sem manneskju, eru ekki hversu mörg… Lesa meira

Guðlaug Sif: „Mér fannst leiðinlegt að líf mitt snerist um kúkableyjur, brjóstagjöf og svefn. Ég var bara mjög veik á geði“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir greindist með alvarlegt fæðingarþunglyndi eftir að hún átti drenginn sinn en hún hafði átt virkilega erfiða meðgöngu og var illa stödd andlega vegna áfengis og fíkniefnaneyslu barnsföðurs síns. Hann var svo veikur vegna fíkniefna og áfengis að ég gat eiginlega ekkert hugsað um mína heilsu þar sem allar mínar áhyggjur og orka fóru í að pæla í því að gera aðstæðurnar sem bestar fyrir hann. Ég var svo gríðarlega meðvirk og ég trúði því alltaf þegar hann sagðist ætla að verða edrú en svo fóru feluleikirnir af stað, segir Guðlaug Sif í einlægri færslu á Amare.is Eftir að Guðlaug átti strákinn sinn… Lesa meira

Kaia Gerber hannar tískulínu í samstarfi við Karl Lagerfeld

Í hörðum heimi tískubransans þá er ljóst að fyrirsætur þurfa að gera eitthvað sérstakt til að skara fram úr fjöldanum. Að hanna tískulínu í samstarfi við þekktan hönnuð telst klárlega eitt af því. Kaia Gerber hefur tilkynnt að hún er að hanna línu í samstarfi við engan annan en Karl Lagerfeld. Fyrirsætan kom fram í fyrsta sinn á tískusýningarpöllunum síðastliðið haust og vakti bæði athygli og aðdáun. Fatalína hennar mun koma í verslanir í september næstkomandi. Hin 16 ára gamla Kaia hefur þegar komið fram í tveimur tískusýningum fyrir Chanel og opnaði hún þá fyrri, sem þykir mikill heiður fyrir… Lesa meira

Myndband: Frábær aðferð til að passa förðunina þegar þú borðar

Hefurðu lent í því að vera búin að farða þig óaðfinnanlega, fara síðan út að borða og/eða drekka og eiga þá í vandræðum og jafnvel eyðileggja förðunina sem þú hafðir mikið fyrir? Engar áhyggjur, daman í myndbandinu kennir þér frábæra aðferð til að nærast og á sama tíma halda förðuninni fullkominni! https://www.facebook.com/RussianFashionblogger/videos/1899915476703926/   Lesa meira