Íslenskir förðunarfræðingar sitja fyrir svörum: Náttúruleg og ljómandi húð vinsæl í sumar

Bleikt fékk nokkra þekkta íslenska förðunarfræðinga, bloggara og snappara til að svara nokkrum skemmtilegum spurningunum. Þær sögðu okkur meðal annars hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þeim þessa stundina og hvaða förðunartrend verða í tísku í sumar.

Sjáðu hvað Fanney Dóra, Guðrún Helga Sørtveit, Salóme Ósk, Gunnhildur Birna, Steinunn Ósk og Bára Jónsdóttir höfðu að segja hér fyrir neðan.

Fanney Dóra

 Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Teint Idole farðinn frá Lancome, Brow Fiber frá Maybelline, og I‘m Very Useful Makeup Boomer frá Touch In Sol.

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Það er engin snyrtivara sem maður gæti ekki verið án en gott sólapúður getur gert ansi margt fyrir þreytt andlit! T.d. give me sun.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Þessa dagana það oft haust smokey, semsagt svona rauðbrúnt/appelsínugult smokey.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Að mínu mati er það að allt sé aðeins minna, náttúruleg smokey og náttúruleg húð. Allt verður aðeins minna sem er líka bara eðlilegt á sumrin! Þótt ég muni öruglega ekki taka mínum eigin ráðum þar sem ég elska að vera all in máluð!

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Ég verð að fá að breyta spurningunni og segja Desi Perkins og LustreLux á Youtube. Finnst þær bara algjörir snillingar og fylgist með þeim á öllum þeirra miðlum. Ekki beint á bloggi kannski en allstaðar annarstaðar!

Hvaðan færðu innblástur?

Oft kemur innblásturinn frá öðrum, sjá hvað aðrir eru duglegir að búa til falleg makeup og dreg kraft frá þeim. Náttúran, tískustraumar og já bara allstaðar að!

www.fanneydora.com
Snapchat: Fanneydorav
Instagram: fanneydora.com_
YouTube: Fanney Dóra

Guðrún Helga Sørtveit

Fann bestu selfie birtuna heima hjá @hlinpalmars 👏🏻

A post shared by GUÐRÚN HELGA SØRTVEIT (@gudrunsortveit) on

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Þessa daga stendur Beached Bronzer frá Urban Decay, NYX Lingerie krem augnskuggi í litnum Sweet Cloud og skyggingarpallettan frá Body Shop. Ég er búin að nota þessar vörur endalaust í margar vikur núna!

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án augabrúna! Þannig augabrúnavörur eru must hjá mér en síðan elska ég líka góðan highlight-er.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Það er þessi basic skygging og eyeliner. Ég er yfirleitt alltaf með eyeliner ef ég geri förðun á mig og með kopar augnskugga.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Ég held að náttúrleg húð verði mjög vinsælt í sumar eða þetta „no makeup, makeup“. Síðan er ljómandi húð alltaf mjög vinsælt og fer bara vaxandi held ég með sumrinu.

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Vá þetta er erfið spurning! Ég á þá marga og fylgist með ótrúlega mikið af flottum íslenskum bloggurum. Ég get því miður ekki valið bara einn!

Hvaðan færðu innblástur?

Ég fæ innblástur bara af Pinterest og Instagram. Á Instagram er ég að fylgja ótrúlega mikið af erlendum förðunarfræðingum, t.d. Sir John, Makeupbymario, makeupbyariel, lisaeldridgemakeup og mörgum fleiri. Ég fæ oft innblástur frá þeim og það er endalaust hægt að læra eitthvað nýtt þegar að það kemur að förðun.

www.trendnet.is/gudrun-sortveit
Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

Salóme Ósk

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Ég keypti mér nýlega nýja farðann frá Bobbi Brown, skin foundation, og hef notað hann á hverjum degi síðan. Hann er rosalega náttúrulegur og fallegur á húðinni. Highlighterinn Rodeo Drive frá Ofra sem ég fékk frá Fotia er líka mjög ofarlega á listanum,  hann gefur húðinni fullkominn gylltan ljóma án þess að vera of hlýr. Svo hef ég verið að nota varalitinn Candy Floss frá Mellow Cosmetics sem ég fékk frá haustfjord.is non stop, hann er neon bleikur og mattur og ég bara fæ ekki nóg.

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Ég gæti ábyggilega ekki verið án sólarpúðurs, það frískar upp á mann sama hversu þreytt og sjúskuð maður er.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Undanfarið hef ég verið að grípa í einhvern fallegan sanseraðan augnskugga og setja á allt augnlokið og blanda út. Mjög einfalt og fallegt. Svo set ég annað hvort á mig áberandi varalit með eða nude, fer allt eftir því hvernig skapi ég er í.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Ég held það verði rosa mikið um litagleði, fólk er farið að prufa sig áfram með allskonar liti í augnförðun, varalitum og naglalökkum!

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Mér finnst rosa gaman að fylgjast með Nikkie Tutorials á youtube, svo er ég með þó nokkra bloggara/förðunarfræðinga á Instagram sem eru í uppáhaldi t.d. drac_makens, sam_makeup_art og emalovii

Hvaðan færðu innblástur?

Í gegnum Instagram helst, ótrúlega gaman að sjá hvað aðrir eru að gera.

www.salomeosk.com
Snapchat: salomeoskblogg
Instagram: salomeosk

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir

Hækkandi aldur kallar á minnkandi sjón, nýjar brillur og nýja selfie 👌🏻 #oliverpeoples

A post shared by G U N N H I L D U R B I R N A (@gunny_birna) on

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Þrjár snyrtivörurnar sem eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana eru án efa Monsieur Big maskarinn frá Lancome sem ég fèll alveg fyrir, Line Smoothing Concealer frá Clinique og Brow Wiz í litnum Taupe frá Anastasia Beverly Hills. Ég nota allar þessar vörur daglega.

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án þess að eiga góðan maskara og finnst hann ómissandi þegar ég farða mig.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Mitt „go to“ lúkk er frekar einfalt og eitthvað sem èg er oftast með. Falleg húð, smá skygging, eyeliner eða blýantur, maskari og gloss eða varalitur. Ég nota yfirleitt plómu-, brúna og ljósa liti á augun. Þegar ég fer út verður smokey augnförðun oftast fyrir valinu.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Í sumar er áherslan lögð á ljómandi, fallega húð (húðumhirða skiptir miklu) og frekar skærar varir en rauðir litatónar verða mjög áberandi. Hlýjir litir verða áfram áberandi í augnförðun en einnig minimalískur stíll og bláir eyelinerar.

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Uppáhalds beauty bloggarinn minn er Manny MUA sem mér finnst mjög skemmtilegur, en ég fylgist mikið með artistum eins og Pat McGrath og Charlotte Tilbury.

Hvaðan færðu innblástur?

Allstaðar frá! Ég horfi mikið í tískusýningar, tímarit, rauða dregilinn og nýjustu trendin hjá mínum uppáhalds artistum.

www.pigment.is
Instagram: gunny_birna

Steinunn Ósk Valsdóttir

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Fusion augnhár fra Sephora Collection, Naked Hyljarinn frá Urban Decay og Bronze pallettan frá Kylie Cosmetics.

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Hyljara.

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Brúnt létt smokey, falleg húð og nude varir.

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

No Makeup farðanir en svo eru líka trylltar glimmer fantasíu farðanir að taka yfir Instagram.

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Carli Bybel

Hvaðan færðu innblástur?

Instagram aðallega en mér finnst gaman að sja hvernig aðrir farða sig líka þá bara fólk sem ég umgengst og hitti hér og þar. Internetið er svo filterað og óraunhæft oft á tíðum

www.femme.is
Snapchat: steinunnov
Instagram: steinunnosk

Bára Jónsdóttir

SECRET SOLSTICE 2017 festival look – 💎💎💎 Makeup Details: Face – @tartecosmetics Rainforest of the sea foundation – @urbandecaycosmetics Naked skin concealer – @benefitcosmetics hoola bronzer – @toofaced Sweet peach glow palette @beccacosmetics Champagne pop highlight Eyes – Gorgeous l eyeshadow palette and lashes in style Aphrodite from @torutrix – @stilacosmetics Magnificent metal eyeshadow in style Kitten Karma on the lid – Diamonds/Stones are from @torutrix aswell! Lips – @hudabeauty liquid lipstick in Bombshell with @stilacosmetics kitten karma on the center #makeup #festivalmakeup #festivalfashion #secretsolstice #secretsolsticefestival #sfxmua #sfx_fantasy #sfxmakeup #sfx #beauty #beautyblogger #wakeupandmakeup #slave2beauty #slave2makeup #makeupslaves #makeupmurah #makeupmafia #makeupporn

A post shared by Bára Jóns🌹BáraBeauty makeup (@barabeautymakeup) on

Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana?

Stila cosmetics – magnificent metal eyeshadows – þeir eru sjúkir! Þetta eru augnskuggar í blautu formi sem þorna svo á manni. Þeir eru einstaklega fallega glitrandi með metal áferð og svo skemmir ekki fyrir hversu fallegar umbúðirnar eru. Því miður fást þeir ekki á Íslandi, ég keypti mína í Sephora úti í usa EN Touch in sol merkið er með mjög svipaða augnskugga sem ég er alveg jafn kreisi yfir – og þeir fást í shine.is.

Champagne pop highlighterinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og sérstaklega núna þegar sumarið kom, hann er svo fallega ljós gullitaður og alveg einstaklega auðvelt að byggja hann upp og gera mann jafn shiny og sólina. Einnig hef ég verið að nota hann á likamann – við beinið og axlirnar ef ég er í opnum bolum.

Törutrix augnharin eru búin að vera í uppáhaldi síðan ég prufaði þau fyrst! Þessi augnhár eru bara svo ótrúlega fíngerð og falleg en samt svo löng og flott. Auðvitað margar gerðir til en ég bara elska þau öll! Uppáhaldið eru samt 3 týpur og það eru Aphrodite – Audrey og Cleopatra

Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án hyljarans, augnharanna og highlighterins!

Hvað er þitt „to go“ lúkk? Förðunin sem þú grípur oftast til.

Ef ég ætla mála mig eins litið og hægt er set ég á mig hyljara, highlight á kinnbeinin og létt gerviaugnhár. Þá er ég komin með glowing húð og augun on point.

Mitt „to go“ look er klárlega glowing húð, létt meik og hyljari, smá bronzer og mikið af highlighter. Svo byrja ég alltaf á að setja peach litaða skyggingu á augun og Rose gold shimmer augnskugga á augnlokið, sem er oftast Stila metal augnskuggarnir eða Touch in Sol. Svo hendi ég á mig Winfed eyeliner og augnhárum! Minn al uppáhalds varalitur þetta sumarið er Bombshell frá merkinu Huda Beauty! Hann passar við gjörsamlega allt og er ljós brún peach litaður. Hann er einstaklega léttur á vörunum og of þornar ekki þó þetta sé mattur liquid varalitur

Hvað verður aðal trendið í förðunarheiminum í sumar að þínu mati?

Aðal förðunar trendið í sumar verður líklegast glowing skin, mikill highlighter og svona rose gold glitter. Það er allt í þessu rose gold og ég er gjörsamlega dolfallin fyrir því.

Hver er uppáhalds beauty bloggarinn þinn?

Minn uppahalds beauty bloggari… Ég get ekki valið á milli nokkra, það væri eins og að reyna velja á milli barnanna sinna eða eitthvað 😂 En ég elska Amrezy, hún er þekktust fyrir Instagrammið sitt. Nikkietutorials, hún er ein sú hæfileikaríkasta í heiminum í förðun! Hennar skills eru bara á öðru leveli! En ég fylgist með henni á YouTube, og er hún með rúmlega 6 milljónir fylgjenda þar. Síðan elska ég að horfa á Jeffree Star og Manny Mua, þeir tveir eru algjörir snillingar og að horfa á YouTube videoin þeirra getur endað á poppi og bjór bara þeir eru svo fyndnir! Desi Perkins er ótrúlega falleg og allt flott sem hún gerir, einnig Karen Sarahii sem heitir á instagram iluvsarahii, og hef ég fylgst með henni lengi og líka fengið að hitta hana þegar hún kom til Íslands og hélt námskeið a vegum Reykjavík Makeup School, það var geggjað námskeið og ég lærði mikið af henni.

Hvaðan færðu innblástur?

Ég dreg minn innblástur af þessum beauty bloggurum sem ég fylgist með. Amrezy, Nikkietutorials, Jeffree Star, Manny Mua, Desi Perkins og Iluvsarahii

Snapchat: barabeauty
Instagram: barabeautymakeup
YouTube: BáraBeauty

Svona virkar Colorista frá L’Oréal – Myndband

Colorista hárvörulínan frá L’Oréal er loksins komin til landsins.  Colorista er stórglæsileg hárvörulína sem inniheldur allt frá permanent litum yfir í svokallaða washout liti sem skolast út eftir nokkra þvotta ásamt spreyjum og æðislegum pökkum til að gera dásamlegar balayage strípur eða tryllt ombré. Colorista Washout litirnir skolast úr hárinu eftir um það bil eina eða tvær vikur. Það eru 10 æðislegir litir í boði svo því er hægt að leika sér með liti án skuldbindingar. Ásamt Washout litunum kemur einnig í sölu svokallað Fader shampó sem hjálpar hárinu að losna við litinn fyrr sé þess óskað. Hvaða lit hefur… Lesa meira

Hvað er ofþjálfun – rákvöðvarof?

Ofþjálfun er sjúklegt ástand sem hvaða manneskja, sem stundar einhversskonar íþrótt, getur lent í. Hvort sem um er að ræða byrjanda eða afreksmann. Of mikið álag í langan tíma getur leitt til ofþjálfunar. Við ofþjálfun verður til svokallað rákvöðvarof (rhabdomyolysis), en það verður þegar rákóttir vöðvaþræðir beinagrindavöðva brotna niður vegna utanaðkomandi skaða eða þegar orkubirgðir ná ekki að anna eftirspurn í rákvöðvafrumu. Lesa meira

Notalegur thai núðluréttur

Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel! Lesa meira

Górillan Zola slær í gegn með rosalega danstakta – Ný „Flashdance“ stjarna fædd

Górillan Zola hefur gjörsamlega heillað netverja upp úr skónum og slegið í gegn vegna danshæfileika sinna. Myndband af Zola dansa og snúa sér í hringi í stórum vatnsbala hefur vakið mikla athygli. En það vantaði eitthvað, lagið „Maniac“ úr kvikmyndinni „Flashdance“ sem kom út árið 1983. Útkoman er stórkostleg þegar laginu er bætt við dans Zola. Síðan þá hafa verið sett hin ýmsu lög við þessa glæsilegu danstakta. Hér geturðu horft á upprunalega myndbandið. Lesa meira

Endurgerðu yndislega mynd 24 árum seinna: „Við þurfum fleiri svona myndir svo ungt fólk geti átt jákvæðar fyrirmyndir“

„Er þetta ekki bara eitthvað tímabil?“ er því miður spurning sem LGBTQ einstaklingar og pör fá oft að heyra. Það er ástæðan fyrir því að Nick Cardello og eiginmaður hans Kurt English ákváðu að sýna heiminum ást sína með fallegri og áhrifamikilli mynd. Nick og Kurt hafa verið saman í 25 ár. Í síðustu viku fóru þeir í jafnréttisgöngu í Washington D.C. og endurgerðu mynd sem þeir tóku í sömu göngu árið 1993. Nick og Kurt búa í Tampa, Flórída og hafa verið giftir síðan 2008. Þeir kynntust fyrst í „LGBTQ-vænni“ kirkju 1992. Ástæðan fyrir því að þeir ákváðu að… Lesa meira

Ingibjörg: Að vera „þessi“ mamma

Ég fór í veislu síðustu helgi. Gullfallega skírnarveislu hjá yndislegri vinkonu, sem reyndar breyttist svo í brúðkaup (Til hamingju aftur elsku elsku HJÓN!). Salurinn, veitingarnar, vinkona mín og fjölskyldan hennar – allt óaðfinnanlegt. Svo, ætla ég að mála mynd fyrir ykkur. Þið farið í veislu, þið setjist niður með kaffibollann ykkar og fylgist spennt með því sem er að gerast, reynið að heyra hvert orð sem sagt er, taka þátt í söngnum – vera með. En þið getið það ekki almennilega, því hinum megin í salnum eru lítil sæt krakkagerpi hlaupandi, færandi stóla og með læti algjörlega grunlaus um að… Lesa meira

Tískan á BET-verðlaunahátíðinni

BET-verðlaunahátíðin var haldin hátíðlega í gærkvöldi. BET eru árleg verðlaun afríska-amerískra listamanna og íþróttamanna í Bandaríkjunum. Veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði sjónvarps, kvikmynda, tónlistar og íþrótta. Leslie Jones var kynnir hátíðarinnar sem var haldin í Microsoft Theater í Los Angeles. Beyoncé og Bruno Mars voru valin bestu R&B og popp listamennirnir. Beyoncé fékk verðlaun fyrir lagið „Sorry.“ Migos var valin besti hópurinn. Serena Williams og Stephen Curry voru valin íþróttafólk ársins. Taraji P. Henson og Mahershala Ali voru valin bestu leikararnir Sjáðu alla vinningshafana hér. Eins og venjan er í Hollywood þá mættu stjörnurnar á rauða dregillinn… Lesa meira

Dóttir kallar mömmu sína „feita“ – Svar móður hennar hefur vakið mikla athygli

Þegar Allison Kimmey sagði börnunum sínum að það væri kominn tími til að fara upp úr sundlauginni varð dóttir hennar svo fúl að hún sagði við bróður sinn „mamma er feit.“ Allison ákvað að kenna þeim lexíu. Eftir að þau komu heim þá vildi Allison spjalla aðeins við börnin. „Sannleikurinn er sá að ég er ekki feit. Það ER enginn feitur. Það er ekki eitthvað sem þú ERT. En ég er MEÐ fitu. Við erum ÖLL með fitu. Hún verndar vöðvana og beinin okkar og gefur okkur orku,“ sagði Allison við börnin sín. Hún kenndi börnunum sínum að „feitur er… Lesa meira

Meira kynlíf bjargar ekki endilega sambandinu

Pör í leit að aukinni hamingju í sambandinu gætu þurft að leita annarra leiða en að stunda meira kynlíf að því er fram kemur í nýrri rannsókn Carnegie Mellon-háskólans í Bandaríkjunum. Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sálfræðinga skólans benda til að auknu kynlífi í samböndum fylgi ekki endilega meiri hamingja, heldur raunar þvert á móti. 64 pör á aldrinum 35 til 65 ára voru beðin um að taka þátt í rannsókninni til að skoða hvort kynlíf hefði afgerandi áhrif á sambandið og hamingju fólks yfir þriggja mánaða tímabil. Fjallað er um niðurstöðuna í breska blaðinu Telegraph. Kynlífið varð að kvöð Helmingur hópsins… Lesa meira

Vísindamenn finna G-blettinn í konum

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Ítalskir vísindamenn hafa nú sett fram nýja kenningu, þess eðlis að G-bletturinn frægi, sé alls ekki lítið, afmarkað svæði, heldur hafi sumar konur óvenju þykkan skeiðarvegg og séu þar af leiðandi færar um að fá svonefnda skeiðarfullnægingu. Við rannsókn sína ómskoðuðu vísindamennirnir lítinn hóp kvenna. Tæplega helmingurinn hafði upplifað skeiðarfullnægingu en hinar konurnar fengu einungis fullnægingu við örvun snípsins. Rannsóknin leiddi í ljós greinilegan mun á þykkt skeiðarveggsins að framanverðu, sem sagt þeim hluta sem liggur upp að þvagrásinni og snípnum. Í… Lesa meira

Ljósmyndari geymdi allt rusl í fjögur ár fyrir áhrifamikið verkefni

Árið 2011 ákvað ljósmyndarinn Antoine Repessé að hætta að henda öllu endurvinnanlegu rusli. Fjórum árum seinna hefur hann gert áhrifamikla ljósmyndaseríu sem hann kallar „#365 Unpacked.“ Serían lætur okkur hugsa um hlutverk okkar sem neytendur. Yfir þessi fjögur ár safnaði Antoine yfir 70 rúmmetrum af rusli, 1.600 mjólkurflöskum, 4.800 klósettrúllum og 800 kg af dagblöðum. Hann flokkaði ruslið fyrir myndirnar sem gerir þær enn átakanlegri. „Ákvörðunin að flokka ruslið gefur grafísk áhrif. Ég reyndi að gera fullkomna mynd sem kallar fram eitthvað truflandi,“ segir Antoine. „Ég vona að verkefnið mitt geti hvatt fram breytingar.“ Sjáðu myndirnar hans hér fyrir neðan. #1… Lesa meira