Jessica Simpson eignaðist barn og fitnaði. Og hvað?

Agndofa er ég búin að fylgjast með fréttum á erlendum miðlum um aumingja Jessicu Simpson. Já, söngkonan varð ólétt af sínu fyrsta barni, dótturinni Maxwell Drew, sem hún átti þann 1. maí síðastliðinn. En vitið þið hvað? Hún fitnaði.

Þvílíkt reginhneyksli! Í gær voru heilar 109 fyrirsagnir á helstu kvennamiðlum og slúðurmiðlum helgaðar söngkonunni og þyngd hennar. Hún kom í nýja þættinum hennar Katie Couric, Katie,  í gær og afsakaði sig í bak og fyrir. Umfjöllunarefnið var ekki dóttir Jessicu, ferillinn eða fjölskyldulífið. Nei – þyngdin. Hún var semsagt að „sýna“ líkamann eftir barnsfæðinguna opinberlega í fyrsta skipti.

 

Jessica hjá Katie

 

„Ég hef fundið fyrir miklum þrýstingi að taka af mér „barnaspikið,““ sagði söngkonan í viðtalinu. Mér fannst hún afar fögur og glæsileg í svörtum kjól.

Í viðtalinu sem ég horfði á í heild sinni sagði Jessica að hún væri í samstarfi við megrunarbatteríið Weight Wathcers og hefði hún þegar misst um 18 kíló. Hún hafði ekki „réttar“ hugmyndir um hversu erfitt það væri að koma sér í form eftir barnsburð og það var erfiðara en hún áttaði sig á. Þetta væri heilmikil vinna og sagði Jessica afsakandi að hún hefði haldið að þetta væri bara vatn og hún myndi missa vatnið og þyngdina um leið. Eh…hehe…

 

Katie spurði hana hvernig það væri nú að hugsa um barnið og ná af sér þessari þyngd! Sagðist Jessica þá taka frá tíma á degi hverjum til að labba með vagninn en reyndi ekki mikið að hugsa um hvað heimurinn væri að velta sér upp úr þessu og frekar um nýfædda dótturina. „Ég tek ekki upp tímarit, hvað þá gúgla nafnið mitt. Ég reyni að forðast það þó ég viti að fólk er að tala. Þetta er erfitt.“

Eru einhverjar konur virkilega svona? Ég á bágt með að trúa þessum svakalega áhuga (og hneykslun) á því að kona hafi í raun og veru fitnað eftir að hafa gengið með barn! Gerum við það ekki flestar? Og hvað með það?

Hvert einasta barn er blessun og þó því fylgi slitinn magi, tóm brjóst og aukakíló er það bara ekki það sem máli skiptir. Skilaboðin sem verið er að senda til ungra kvenna er að þær eigi að „troða sér í gömlu gallabuxurnar“ á fæðingadeildinni og hugsa helst meira um þyngdina en velferð sína, barnsins og fjölskyldunnar.

Kommon!

thumb image

Hið fullkomna „nude“ naglalakk

Nude naglalakk passar við öll föt og við öll tilefni. Ég nota mikið af ljósum nude litum á neglurnar því mér finnst það stílhreint og fallegt og svo fæ ég síður leið á því dagsdaglega. Ég keypti á dögunum naglalakkið go go geisha úr nýju haustlínunni frá essie og að mínu mati er það hið Lesa meira

thumb image

Auður Alfa er ákveðin með athyglisbrest og brennandi áhuga á pólitík!

Auður Alfa Ólafsdóttir  er 27 ára stjórnmálahagfræðingur. Hún situr í fjórða sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Samfylkinguna, þannig að þessa dagana á kosningabaráttan hug hennar allan. Við fengum Auði til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Geturðu lýst persónuleika þínum í fimm orðum? Ákveðin, einlæg, uppátækjasöm,  hugrökk kona með athyglisbrest Hvað veitir þér innblástur? Lesa meira

thumb image

Sólveig Rós fræðslustýra samtakanna ’78 er „Súlufimidrottning og eilífðarstúdent sem er illa bitin af ferðalagabólunni“

Sólveig Rós er fræðslustýra  samtakanna ’78 en hún hefur starfað innan samtakanna í mörg ár. Hún sér um ungliðahreyfingu samtakanna ásamt fleirum og hefur verið virk í jafningjafræðari síðast liðin ár. Sólveig Rós er með mastersgráðu í stjórnmálafræði frá University of Victoria og er í mastersnámi í kynjafræðum í Háskóla Íslands. Við fengum Sólveigu Rós til að Lesa meira

thumb image

Svakaleg Halloween förðun -þetta eru listaverk

Listakonan Tal Peleg elskar Halloween, hún býr til dimm listaverk og notar sín eigin augu sem striga. Hún segir að hvert verk taki langan tíma og mikla þolinmæði. Hún segist ekki fara mikið út með þessi listaverk en bendir á að Halloween hátíðin sé kjörin fyrir andlitsmálningu sem þessa. Tal fær innblástur allstaðar að en Lesa meira

thumb image

6 bestu stellingarnar fyrir munngælur – Íslenskar konur tala!

Munnlega ástarleiki er endalaust hægt að þróa og leika sér með. Munnmök þurfa alls ekki að vera bara tunga á sníp, því það er svo óendanlega margt sem hægt er að gera tilraunir með. Konum finnst (já, konum sem ég hef talað við, íslenskum konum) allt of algengt að karlkyns elskhugar þeirra noti klámmyndir sem Lesa meira

thumb image

Mínar uppáhalds vörur í Name It og óskalisti!

Um helgina á barnafataverslunin Name It afmæli og fór ég og verslaði aðeins á strákana mína. Ullarfötin hafa lengi verið mínar uppáhalds vörur í Name It. Ullarfötin eru mátulega þunn svo auðvelt er að vera í þeim undir venjulegum fötum á köldum dögum. Þau eru líka góð undir kuldagallann og svo læt ég strákana oft Lesa meira

thumb image

Heim til míns hjarta, nýtt lag úr smiðju Marteins Sindra, hugljúft lag sem flest allir tengja við

Heim til míns hjarta er nýtt lag eftir tónlistarmanninn Martein Sindra, lagið hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum síðastliðna viku. Marteinn Sindri samdi lagið, hann spilar á píanó í laginu og syngur en hann fékk söngkonuna Örnu Margréti til að syngja lagið sem hún gerir lista vel. Þau Marteinn Sindri og Arna Margrét eru bæði Lesa meira

thumb image

Ragnar nýtur lífsins í ferðaþjónustu: „Við búum á stórkostlegri jörð sem við þurfum að skoða og fræðast um“

Ragnar Unnarsson hefur haft í nógu að snúast undanfarið ár þar sem ferðamannastraumur hingað til lands hefur verið í algjöru hámarki. Einnig hefur hann fylgt Íslendingum í ferðalög erlendis þar sem útskriftarnemar og fleiri hópar halda á vit ævintýranna. Hver einasta upplifun er einstök. „Flestir útlendingar sem koma hingað eru mjög ánægðir með ísland og Lesa meira