Jessica Simpson eignaðist barn og fitnaði. Og hvað?

Agndofa er ég búin að fylgjast með fréttum á erlendum miðlum um aumingja Jessicu Simpson. Já, söngkonan varð ólétt af sínu fyrsta barni, dótturinni Maxwell Drew, sem hún átti þann 1. maí síðastliðinn. En vitið þið hvað? Hún fitnaði.

Þvílíkt reginhneyksli! Í gær voru heilar 109 fyrirsagnir á helstu kvennamiðlum og slúðurmiðlum helgaðar söngkonunni og þyngd hennar. Hún kom í nýja þættinum hennar Katie Couric, Katie,  í gær og afsakaði sig í bak og fyrir. Umfjöllunarefnið var ekki dóttir Jessicu, ferillinn eða fjölskyldulífið. Nei – þyngdin. Hún var semsagt að „sýna“ líkamann eftir barnsfæðinguna opinberlega í fyrsta skipti.

 

Jessica hjá Katie

 

„Ég hef fundið fyrir miklum þrýstingi að taka af mér „barnaspikið,““ sagði söngkonan í viðtalinu. Mér fannst hún afar fögur og glæsileg í svörtum kjól.

Í viðtalinu sem ég horfði á í heild sinni sagði Jessica að hún væri í samstarfi við megrunarbatteríið Weight Wathcers og hefði hún þegar misst um 18 kíló. Hún hafði ekki „réttar“ hugmyndir um hversu erfitt það væri að koma sér í form eftir barnsburð og það var erfiðara en hún áttaði sig á. Þetta væri heilmikil vinna og sagði Jessica afsakandi að hún hefði haldið að þetta væri bara vatn og hún myndi missa vatnið og þyngdina um leið. Eh…hehe…

 

Katie spurði hana hvernig það væri nú að hugsa um barnið og ná af sér þessari þyngd! Sagðist Jessica þá taka frá tíma á degi hverjum til að labba með vagninn en reyndi ekki mikið að hugsa um hvað heimurinn væri að velta sér upp úr þessu og frekar um nýfædda dótturina. „Ég tek ekki upp tímarit, hvað þá gúgla nafnið mitt. Ég reyni að forðast það þó ég viti að fólk er að tala. Þetta er erfitt.“

Eru einhverjar konur virkilega svona? Ég á bágt með að trúa þessum svakalega áhuga (og hneykslun) á því að kona hafi í raun og veru fitnað eftir að hafa gengið með barn! Gerum við það ekki flestar? Og hvað með það?

Hvert einasta barn er blessun og þó því fylgi slitinn magi, tóm brjóst og aukakíló er það bara ekki það sem máli skiptir. Skilaboðin sem verið er að senda til ungra kvenna er að þær eigi að „troða sér í gömlu gallabuxurnar“ á fæðingadeildinni og hugsa helst meira um þyngdina en velferð sína, barnsins og fjölskyldunnar.

Kommon!

thumb image

Katie Price búin að láta fjarlægja sílíkonpúðana

Katie Price hefur um árabil verið þekkt fyrir ægistóran barm í bland við flókið fjölskyldu- og ástarlíf, glamúr, partýstand og fyrirsætustörf. Fyrir nokkru gaf Katie út að hún ætlaði að fjarlæga sílikonpúðana úr brjóstunum sínum en svo virðist að hún hafi látið slag standa ef marka má myndirnar sem hún birti á Instagram síðu sinni Lesa meira

thumb image

Ragga nagli: Spurði pendúlinn hvort ég ætti að fara út að hlaupa, hann sagði já svo ég fór út að hlaupa

„Beikon, egg og mæjó í morgunverð því kolvetni eru Satans og spika mann eins og aligæs.“ Þetta skrifar Ragga Nagli en hún birti í kvöld stórskemmtilegan pistil sem ber heitið, „Dagur í lífi naglans.” Undanfarin ár hefur hin hreinskilna Ragga Nagli fjallað um ýmiss málefni er falla undir heilsu, hreyfingu og hollt matarræði. Hún er Lesa meira

thumb image

Dagrún fæddist með skarð í vör: „Ég fékk oft að heyra hvað ég væri ljót og var farin að trúa því.“

Dagrún Þórný fæddist með skarð í vör og þurfti að gangast undir fjölmargar aðgerðir frá því hún var nokkurra daga gömul og alveg fram á fullorðinsárin. Ferðir hennar inn og út af spítalanum stóðu yfir í um tuttugu og fimm ár. Hún greindi nýlega frá sögu sinni og hefur hún vakið mikla athygli. „Ég fór Lesa meira

thumb image

Vigdís Hauks selur nýju stígvélin: „Hællinn er töff“

Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, splæsti fyrir nokkru í splunkuný, eldrauð og skrautleg stígvél – en hefur nú sett þau á sölu. Það var ekki sökum þess að liturinn hafi ekki verið henni að skapi, né heldur að skrautlegur hællinn hafi ekki gert henni til geðs. Stígvélin reyndust einfaldlega of stór þegar heim var komið. Vigdís Lesa meira

thumb image

Það trúir því enginn að þær séu systur – hvað þá tvíburar!

Þær eru átján ára gamlar, búsettar í Bretlandi og eiginlega eins ólíkar í útliti og hugsast getur. Þegar Lucy og Maria Aylmer segja fólki að þær séu tvíburar fá þær oft einkennilegt augnaráð, enda eiga flestir erfitt með að trúa því. Af fimm systkinum hafa þrjú þeirra einkenni frá báðum foreldrum; hvítum föður og móður Lesa meira

thumb image

Svona færðu hvítar tennur: „Beauty tip“ frá Bylgju Babýlons

Í dag birti grínistinn Bylgja Babýlons splunkunýtt myndband. Þar færir hún áhorfendum ómissandi „beauty tip“ – svar við spurningu sem allir spyrja sig á einhverjum tímapunkti; Hvernig fæ ég hvítar tennur? Myndbandið er á ensku að þessu sinni, en Bylgja útskýrir ástæðu þess á Facebook síðu sinni: „Beautytip dagsins er á útlensku því í því felast ráðleggingar við Lesa meira

thumb image

Mystery cake = safarík tómatakaka! – UPPSKRIFT

Þessi kaka er dulítið safaríkari og öðruvísi útgáfa af gulrótarkökunni stórgóðu. Í Bandaríkjunum kallast hún stundum Mystery Cake (Leyndarmálskakan) því í henni eru tómatar sem er nær ógerlegt að giska á við að bragða á henni. Grænmeti í kökum er alltaf dálítið sérstakt og næstum því hægt að halda því fram að þar með sé Lesa meira