Jessica Simpson eignaðist barn og fitnaði. Og hvað?

Agndofa er ég búin að fylgjast með fréttum á erlendum miðlum um aumingja Jessicu Simpson. Já, söngkonan varð ólétt af sínu fyrsta barni, dótturinni Maxwell Drew, sem hún átti þann 1. maí síðastliðinn. En vitið þið hvað? Hún fitnaði.

Þvílíkt reginhneyksli! Í gær voru heilar 109 fyrirsagnir á helstu kvennamiðlum og slúðurmiðlum helgaðar söngkonunni og þyngd hennar. Hún kom í nýja þættinum hennar Katie Couric, Katie,  í gær og afsakaði sig í bak og fyrir. Umfjöllunarefnið var ekki dóttir Jessicu, ferillinn eða fjölskyldulífið. Nei – þyngdin. Hún var semsagt að „sýna“ líkamann eftir barnsfæðinguna opinberlega í fyrsta skipti.

 

Jessica hjá Katie

 

„Ég hef fundið fyrir miklum þrýstingi að taka af mér „barnaspikið,““ sagði söngkonan í viðtalinu. Mér fannst hún afar fögur og glæsileg í svörtum kjól.

Í viðtalinu sem ég horfði á í heild sinni sagði Jessica að hún væri í samstarfi við megrunarbatteríið Weight Wathcers og hefði hún þegar misst um 18 kíló. Hún hafði ekki „réttar“ hugmyndir um hversu erfitt það væri að koma sér í form eftir barnsburð og það var erfiðara en hún áttaði sig á. Þetta væri heilmikil vinna og sagði Jessica afsakandi að hún hefði haldið að þetta væri bara vatn og hún myndi missa vatnið og þyngdina um leið. Eh…hehe…

 

Katie spurði hana hvernig það væri nú að hugsa um barnið og ná af sér þessari þyngd! Sagðist Jessica þá taka frá tíma á degi hverjum til að labba með vagninn en reyndi ekki mikið að hugsa um hvað heimurinn væri að velta sér upp úr þessu og frekar um nýfædda dótturina. „Ég tek ekki upp tímarit, hvað þá gúgla nafnið mitt. Ég reyni að forðast það þó ég viti að fólk er að tala. Þetta er erfitt.“

Eru einhverjar konur virkilega svona? Ég á bágt með að trúa þessum svakalega áhuga (og hneykslun) á því að kona hafi í raun og veru fitnað eftir að hafa gengið með barn! Gerum við það ekki flestar? Og hvað með það?

Hvert einasta barn er blessun og þó því fylgi slitinn magi, tóm brjóst og aukakíló er það bara ekki það sem máli skiptir. Skilaboðin sem verið er að senda til ungra kvenna er að þær eigi að „troða sér í gömlu gallabuxurnar“ á fæðingadeildinni og hugsa helst meira um þyngdina en velferð sína, barnsins og fjölskyldunnar.

Kommon!

thumb image

Nýjar myndir af Karlottu prinsessu: Ekki sést opinberlega síðan í júlí

Í morgun birti Katrín hertogaynja af Cambride tvær ljósmyndir af Karlottu prinsessu sem er orðin sex mánaða gömul. Sú stutta hefur ekki sést opinberlega frá því að hún var skírð í júlí.     Myndinar tvær birtust á vefsvæði Kensington hallar en þær eru þakklætisvottur, frá þeim Vilhjálmi og Katrínu, til breskra fjölmiðla fyrir gefa Lesa meira

thumb image

Nærbuxur sem gera túrtappa og dömubindi óþörf!

Ný tegund nærbuxna er talin geta bylt nærbuxnaveruleika kvenna og á sama tíma mögulega gert dömubindi og túrtappa hér um bil að óþarfa. Þrjár hugvitssamar konur Radha og Miki Agrawal og Antonia Dunbar, hafa sett á markað nýja tegund nærbuxna sem hafa einstaka eiginleika. Tíðablæðingar hafa mikil áhrif á konur um allan heim. Viða í heiminum Lesa meira

thumb image

Þegar dóttir mín var tilkynnt til barnaverndar

„Við getum ekki sagt neitt meira um málið að svo stöddu,“ sagði skólastýran við mig í símann. „Mikilvægast er að hlúa vel að henni núna.“ Auðvitað man ég þetta ekki orðrétt, en það var eitthvað á þessa leið. Hún var að tala um dóttur mína. Þetta örlagaríka símtal kom eins og ísköld gusa í andlitið Lesa meira

thumb image

Tara lenti í lífshættu vegna RS-veirusýkingar

Þórhildur Löve er 37 ára tveggja barna móðir sem ritaði nýlega sláandi pistil um reynslu sína og fjölskyldu sinnar af RS-vírusnum. Dóttir Þórhildar, Tara, sem í dag er tæplega eins árs, veiktist alvarlega af RS-vírusnum þegar hún var aðeins þriggja mánaða gömul. Þórhildur segir í pistlinum á opinskáan hátt frá þvi hvernig það var að Lesa meira

thumb image

Lítil hetja kom Juliu til varnar

Julia var úti að hlaupa, með tónlist í eyrunum, eins og gengur og gerist, þegar vel klæddur eldri maður sem hún mætti á götunni hóf upp raust sína. „Kynþokkafulla kona, hei hei hei kynþokkafulla kona!“ hrópaði maðurinn í gríð og erg. Julia ákvað að virða hann ekki viðlits, heldur hlaupa áfram. Julia ákvað að deila Lesa meira

thumb image

Ed Sheeran og James Blunt tilkynntu trúlofun sína

Þeir eru nú meiri karlarnir! Fyrir utan að syngja eins og englar báðir tveir, þó að einhverjir hafi látið þau orð falla að þeir séu álíka vælukjóar, eru þeir líka miklir húmoristar. Á áströlsku Aria tónlistarverðlaununum sem fóru fram í vikunni, drógu þeir að sér mikla athygli fyrir að ganga rauða dregilinn hönd í hönd og Lesa meira