Jessica Simpson eignaðist barn og fitnaði. Og hvað?

Agndofa er ég búin að fylgjast með fréttum á erlendum miðlum um aumingja Jessicu Simpson. Já, söngkonan varð ólétt af sínu fyrsta barni, dótturinni Maxwell Drew, sem hún átti þann 1. maí síðastliðinn. En vitið þið hvað? Hún fitnaði.

Þvílíkt reginhneyksli! Í gær voru heilar 109 fyrirsagnir á helstu kvennamiðlum og slúðurmiðlum helgaðar söngkonunni og þyngd hennar. Hún kom í nýja þættinum hennar Katie Couric, Katie,  í gær og afsakaði sig í bak og fyrir. Umfjöllunarefnið var ekki dóttir Jessicu, ferillinn eða fjölskyldulífið. Nei – þyngdin. Hún var semsagt að „sýna“ líkamann eftir barnsfæðinguna opinberlega í fyrsta skipti.

 

Jessica hjá Katie

 

„Ég hef fundið fyrir miklum þrýstingi að taka af mér „barnaspikið,““ sagði söngkonan í viðtalinu. Mér fannst hún afar fögur og glæsileg í svörtum kjól.

Í viðtalinu sem ég horfði á í heild sinni sagði Jessica að hún væri í samstarfi við megrunarbatteríið Weight Wathcers og hefði hún þegar misst um 18 kíló. Hún hafði ekki „réttar“ hugmyndir um hversu erfitt það væri að koma sér í form eftir barnsburð og það var erfiðara en hún áttaði sig á. Þetta væri heilmikil vinna og sagði Jessica afsakandi að hún hefði haldið að þetta væri bara vatn og hún myndi missa vatnið og þyngdina um leið. Eh…hehe…

 

Katie spurði hana hvernig það væri nú að hugsa um barnið og ná af sér þessari þyngd! Sagðist Jessica þá taka frá tíma á degi hverjum til að labba með vagninn en reyndi ekki mikið að hugsa um hvað heimurinn væri að velta sér upp úr þessu og frekar um nýfædda dótturina. „Ég tek ekki upp tímarit, hvað þá gúgla nafnið mitt. Ég reyni að forðast það þó ég viti að fólk er að tala. Þetta er erfitt.“

Eru einhverjar konur virkilega svona? Ég á bágt með að trúa þessum svakalega áhuga (og hneykslun) á því að kona hafi í raun og veru fitnað eftir að hafa gengið með barn! Gerum við það ekki flestar? Og hvað með það?

Hvert einasta barn er blessun og þó því fylgi slitinn magi, tóm brjóst og aukakíló er það bara ekki það sem máli skiptir. Skilaboðin sem verið er að senda til ungra kvenna er að þær eigi að „troða sér í gömlu gallabuxurnar“ á fæðingadeildinni og hugsa helst meira um þyngdina en velferð sína, barnsins og fjölskyldunnar.

Kommon!

thumb image

Til mannsins sem myndaði bílinn minn

Kæri ungi maður, þú sérð þetta kannski ef það fær nægilega mikla athygli, ég vona að svo verði. Fyrir nokkru síðan var ég á leið út úr verslun og sá þig taka mynd af bílnum mínum sem lagt var í fatlaðra stæði. Þú lést þig hverfa þegar þú sást mig nálgast. Ég vildi að þú Lesa meira

thumb image

Stórsigur íslenskra kvenna í Evrópu- og Afríkuleikunum í CrossFit

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á Evrópu- og Afríkuleikunum í CrossFit í dag. Björgvin Karl Guðmundsson sigraði í flokki karla. Alls voru 28 átta Íslendingar skráðir í þessa fjölmennu keppni og fóru yfirburðir okkar fólks ekki framhjá neinum. Björgvin stóð uppi sem hraustasti maðurinn og Ragnheiður sem hraustasta konan, en eins og fram Lesa meira

thumb image

Sýrlenskar mataruppskriftir Khattab: „Bragðið af íslenska matnum er öðruvísi“

„Bragðið af íslenska matnum er öðruvísi – líklega vegna veðursins og minni sólar. Í Sýrlandi var maturinn alltaf ferskur en hér þarf oft að fljúga honum til landsins eða frysta til lengri tíma,“ segir Khattab Al-Muhammad, enskukennari frá Sýrlandi, sem býr á Akureyri ásamt eiginkonu, sex börnum og móður, en Khattab féllst á að spjalla Lesa meira

thumb image

Quesadilla með salsa og heimagerðu guacamole

Kannist þú við þá tilfinningu að vita ekki hvað á að vera í matinn, nenna ekki að ákveða hvað á að hafa í matinn, langa ekki í neitt sérstakt og bölva því að náttúran skuli gera það óhjákvæmilegt að lifa á loftinu einu saman? Láttu mig þekkja það! En ég verð glaður í hvert skipti sem ég man að Lesa meira

thumb image

Að láta ungbörn gráta fyrir svefninn

Það getur verið mikið ys og þys í kringum svefntíma barna en sérfræðingar mæla með því að reyna að laga þau strax að ákveðnum svefnvenjum. Þetta reynist þrautin þyngri fyrir marga foreldra og ekki allir sem sammælast um hvaða aðferð þyki best. Sú hugmynd að leyfa ungbörnum að gráta þar til þau sofna sjálf hefur Lesa meira

thumb image

Þorir þú að taka áskorun Halldórs Fjallabróður? Kemst þú hærra en Sverrir Bergmann?

Eins og við sögðum frá í vikunni tóku nokkrir Fjallabræður þátt í tónhækkunaráskorun með Sverri Bergmann. Við ræddum við Halldór Gunnar Pálsson Fjallabróður og skoraði hann á fólk að reyna að toppa þá í tónhæð. „Það væri gaman að skora á aðra og sjá hvort einhverjir séu tilbúnir að sjá hvort þeir komist hærra en Lesa meira

thumb image

Anna Björg: „Ekkert eldir húðina eins mikið og sólin“

Ég ræddi um mikilvægi sólarvarna við Önnu Björgu Hjartardóttur. Hún starfar sem framkvæmdastjóri í eigin fyrirtæki með lækningavörur og lífræn næringarefni og hefur haldið fjölda fyrirlestra um heilbrigði og lífsstíl. Anna hefur kynnt sér vel skaðsemi sólar og vill að fólk hafi betri kunnáttu um mikilvægi þess að verja húðina,  Anna segir mikið um misskilning Lesa meira

thumb image

„Þegar þið finnið líkið mitt, getið þið hringt í manninn minn?“

Göngugarpurinn Geraldine Largay vissi að hún ætti ekki mikið eftir, en það voru liðnar um tvær vikur síðan hún týndi sjónum sínum af Applachian slóðinni, sem er leiðin upp Applachian fjallið í Bandaríkjunum, þegar hún var á leið á salerni. Hún týndist nokkru síðar. Í þessar tvær vikur hafði konan verið ráfandi um norðvestur hluta Lesa meira