Jessica Simpson eignaðist barn og fitnaði. Og hvað?

Agndofa er ég búin að fylgjast með fréttum á erlendum miðlum um aumingja Jessicu Simpson. Já, söngkonan varð ólétt af sínu fyrsta barni, dótturinni Maxwell Drew, sem hún átti þann 1. maí síðastliðinn. En vitið þið hvað? Hún fitnaði.

Þvílíkt reginhneyksli! Í gær voru heilar 109 fyrirsagnir á helstu kvennamiðlum og slúðurmiðlum helgaðar söngkonunni og þyngd hennar. Hún kom í nýja þættinum hennar Katie Couric, Katie,  í gær og afsakaði sig í bak og fyrir. Umfjöllunarefnið var ekki dóttir Jessicu, ferillinn eða fjölskyldulífið. Nei – þyngdin. Hún var semsagt að „sýna“ líkamann eftir barnsfæðinguna opinberlega í fyrsta skipti.

 

Jessica hjá Katie

 

„Ég hef fundið fyrir miklum þrýstingi að taka af mér „barnaspikið,““ sagði söngkonan í viðtalinu. Mér fannst hún afar fögur og glæsileg í svörtum kjól.

Í viðtalinu sem ég horfði á í heild sinni sagði Jessica að hún væri í samstarfi við megrunarbatteríið Weight Wathcers og hefði hún þegar misst um 18 kíló. Hún hafði ekki „réttar“ hugmyndir um hversu erfitt það væri að koma sér í form eftir barnsburð og það var erfiðara en hún áttaði sig á. Þetta væri heilmikil vinna og sagði Jessica afsakandi að hún hefði haldið að þetta væri bara vatn og hún myndi missa vatnið og þyngdina um leið. Eh…hehe…

 

Katie spurði hana hvernig það væri nú að hugsa um barnið og ná af sér þessari þyngd! Sagðist Jessica þá taka frá tíma á degi hverjum til að labba með vagninn en reyndi ekki mikið að hugsa um hvað heimurinn væri að velta sér upp úr þessu og frekar um nýfædda dótturina. „Ég tek ekki upp tímarit, hvað þá gúgla nafnið mitt. Ég reyni að forðast það þó ég viti að fólk er að tala. Þetta er erfitt.“

Eru einhverjar konur virkilega svona? Ég á bágt með að trúa þessum svakalega áhuga (og hneykslun) á því að kona hafi í raun og veru fitnað eftir að hafa gengið með barn! Gerum við það ekki flestar? Og hvað með það?

Hvert einasta barn er blessun og þó því fylgi slitinn magi, tóm brjóst og aukakíló er það bara ekki það sem máli skiptir. Skilaboðin sem verið er að senda til ungra kvenna er að þær eigi að „troða sér í gömlu gallabuxurnar“ á fæðingadeildinni og hugsa helst meira um þyngdina en velferð sína, barnsins og fjölskyldunnar.

Kommon!

thumb image

Konur sem leggja lag sitt við talsvert yngri menn: Af hverju erum við hneyksluð

Í poppkúltúr nútímans hefur hugtakið Fjallaljón (e. cougar) verið notað um nokkurt skeið yfir konur á virðulegum aldri sem kjósa að leggja lag sitt við talsvert yngri menn. Stundum eru ungu mennirnir kallaðir bjarnarhúnar (e. cubs) – litlir varnarlausir loðboltar sem eiga sér einskis ills von þegar ástleitin fjallaljón læðast aftan að þeim. Hugtakið og Lesa meira

thumb image

Nú neyðumst við til að eyðileggja barnæsku ykkar: Skólarapp er ekkert nema lygi

Margir hafa dillað sér allhressilega við lagið Skólarapp í gegnum tíðina, en Sara Dís Hjaltested og Þorvaldur Davíð Kristjánsson fluttu þessa tímamótasnilld fyrir samlanda sína um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Áhugasamir geta rifjað upp lagið hér, en þín bíða svik og lygar… Skólarapp er nefnilega alls ekki íslenskt lag, heldur er því stolið beint Lesa meira

thumb image

Dwayne „The Rock“ Johnson kveður ömmu sína: „Ég sakna þín amma og ég vona að þú heyrir í mér“

Dwayne Johnson, betur þekktur sem „The Rock“ skrifaði hugnæma kveðju til ömmu sinnar sem lést nýlega. Dwayne er þekktur fyrir að leika ofurkarlmannlega karaktera og fyrir að vera byggður eins og myndalegur trukkur. En Dwayne er einlæg tifinningavera eins og við hin og voru aðdáendur hans gráti næst eftir lesa það sem karlinn hafði skrifað um Lesa meira

thumb image

Fjórar milljónir hafa nú horft á sprenghlægilegt myndband Óskars Arnarsonar

Kvikmyndaleikstjórinn Óskar Arnarson hefur slegið rækilega í gegn síðustu sólarhringa eftir að hann birti ótrúlega fyndið myndband á YouTube. Óskar deildi myndbandinu einnig á vefsíðunni Reddit þar sem notendur grenjuðu hreinlega úr hlátri. Myndbandið hefur fengið athygli úti um allan heim og erlendir miðlar hafa deilt því óspart. Á aðeins tveimur dögum var myndbandið komið Lesa meira

thumb image

Lítil stúlka ögraði górillu í dýragarðinum: Minnstu munaði að glerið brotnaði – Myndband

Lítil stúlka ögrar górillu í dýragarðinum. Þegar myndbandið er skoðað sést stúlkan berja sér á brjóst, en górillan virðist hafa tekið þessu sem ógnun. Í lok myndbandsins sést að margar sprungur mynduðust á gleri búrsins og munaði líklega litlu að stórslys hefði átt sér stað. Fólkið stendur hissa á svip er gríðarstór górillan kastar sér Lesa meira

thumb image

Allir brjálaðir út í Pippu Middleton: Sökuð um að tala fyrir „viðbjóðslegum“ málstað

Pippa, systir Kate Middleton, er umtöluð í breskum miðlum þessa stundina þar sem hún er sökuð um að tala fyrir „viðbjóðslegum“ málstað. Pippa skrifaði um það í pistli, sem hefur síðan verið fjarlægður, að hún hafi smakkað hvalasteik þegar hún var í heimsókn í Noregi. Dýraverndunarsamtök eru búin að tjá sig mikið um málið og Lesa meira

thumb image

Íslendingar hafa veitt F&F frábærar viðtökur: Opna glænýja verslun í Spönginni í dag

Fataverslunin F&F hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur hjá Íslendingum síðan fyrsta verslunin opnaði í nóvember á síðasta ári. Í mars síðastliðinn opnaði önnur verslun í Hagkaup í Garðabæ og þá kom til sögunnar fyrsta íslenska verslunin þar sem hægt er að versla tískufatnað allan sólarhringinn. Þriðja verslunin opnaði svo með pompi og prakt á Akureyri Lesa meira

thumb image

Hildur Eir: Að fara til kvensjúkdómalæknis

Ég var 17 ára gömul þegar ég fór fyrst til kvensjúkdómalæknis, sú ferð var ekki blandin sömu spennu og þegar ég fór  t.d. á fyrsta sveitaballið í Miðgarði í Skagafirði. Spennan við að fara til kvensjúkdómalæknis var frekar svona kvíðablandin á meðan spennan við að fara í Miðgarð var bundin þeirri  von að komast á Lesa meira