Jessica Simpson eignaðist barn og fitnaði. Og hvað?

Agndofa er ég búin að fylgjast með fréttum á erlendum miðlum um aumingja Jessicu Simpson. Já, söngkonan varð ólétt af sínu fyrsta barni, dótturinni Maxwell Drew, sem hún átti þann 1. maí síðastliðinn. En vitið þið hvað? Hún fitnaði.

Þvílíkt reginhneyksli! Í gær voru heilar 109 fyrirsagnir á helstu kvennamiðlum og slúðurmiðlum helgaðar söngkonunni og þyngd hennar. Hún kom í nýja þættinum hennar Katie Couric, Katie,  í gær og afsakaði sig í bak og fyrir. Umfjöllunarefnið var ekki dóttir Jessicu, ferillinn eða fjölskyldulífið. Nei – þyngdin. Hún var semsagt að „sýna“ líkamann eftir barnsfæðinguna opinberlega í fyrsta skipti.

 

Jessica hjá Katie

 

„Ég hef fundið fyrir miklum þrýstingi að taka af mér „barnaspikið,““ sagði söngkonan í viðtalinu. Mér fannst hún afar fögur og glæsileg í svörtum kjól.

Í viðtalinu sem ég horfði á í heild sinni sagði Jessica að hún væri í samstarfi við megrunarbatteríið Weight Wathcers og hefði hún þegar misst um 18 kíló. Hún hafði ekki „réttar“ hugmyndir um hversu erfitt það væri að koma sér í form eftir barnsburð og það var erfiðara en hún áttaði sig á. Þetta væri heilmikil vinna og sagði Jessica afsakandi að hún hefði haldið að þetta væri bara vatn og hún myndi missa vatnið og þyngdina um leið. Eh…hehe…

 

Katie spurði hana hvernig það væri nú að hugsa um barnið og ná af sér þessari þyngd! Sagðist Jessica þá taka frá tíma á degi hverjum til að labba með vagninn en reyndi ekki mikið að hugsa um hvað heimurinn væri að velta sér upp úr þessu og frekar um nýfædda dótturina. „Ég tek ekki upp tímarit, hvað þá gúgla nafnið mitt. Ég reyni að forðast það þó ég viti að fólk er að tala. Þetta er erfitt.“

Eru einhverjar konur virkilega svona? Ég á bágt með að trúa þessum svakalega áhuga (og hneykslun) á því að kona hafi í raun og veru fitnað eftir að hafa gengið með barn! Gerum við það ekki flestar? Og hvað með það?

Hvert einasta barn er blessun og þó því fylgi slitinn magi, tóm brjóst og aukakíló er það bara ekki það sem máli skiptir. Skilaboðin sem verið er að senda til ungra kvenna er að þær eigi að „troða sér í gömlu gallabuxurnar“ á fæðingadeildinni og hugsa helst meira um þyngdina en velferð sína, barnsins og fjölskyldunnar.

Kommon!

thumb image

Soffía: Stórkostlegur DIY bakki

Soffíu Dögg Garðasdóttur sem heldur úti heimasíðunni Skreytum hús ættu flestir íslenskir fagurkerar að þekkja. Í gær birtum við DIY pistil eftir Soffíu þar sem hún kennir lesendum að gera ótrúlega fallega páskaskreytingu. Nú bætir hún um betur og býr til bakka undir herlegheitin. Soffía notar eingöngu föndurvörur frá A4 til að prýða bakkann.    

thumb image

5 keppendur um verstu næringarráð sögunnar

Saga næringarfræðinnar er lituð af rangfærslum. Fólki hefur verið ráðlagt að gera alls kyns undarlega hluti, þvert á almenna skynsemi. Sumar þessara hugmynda eru ekki aðeins gagnslausar, heldur mögulega skaðlegar. Það sem er þó allra verst … er að enn er verið að halda mörgum þessara hugmynda að fólki.

thumb image

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!

Hæ Ragga: Ég er 23ja ára strákur, einhleypur og vel vaxinn. Á ekki í neinum vandræðum með að ná í stelpur og sef yfirleitt hjá um helgar þegar ég hitti einhverja spennandi píu á djamminu. Ég held að ég sé frekar góður elskhugi, að minnsta kosti tekst mér yfirleitt að fullnægja dömunum.

thumb image

Svona getur þú breytt þinni eigin rithönd í tölvutækt letur: Leiðbeiningar

Það er ótrúlega skemmtilegt að eiga alveg einstakt og persónulegt letur til taks í tölvunni. Ef þig hefur einhvern tíma langað að breyta rithönd þinni í tölvutækt letur er ferlið er svo miklu einfaldara en þú heldur. Á vefsíðunni MyScriptFont.com getur þú sóttu eyðublað sem þú prentar út og fyllir í með penna að eigin vali. Síðan skannar þú Lesa meira

thumb image

Voru mistök að frelsa geirvörtuna?

Brjóstin kalla eftir frelsi og geirvartan vill vera sýnilegri í hversdagsleikanum óháð kyni. Íslenskar konur birta sjálfviljugar myndir af brjóstunum sínum og taka þátt í byltingu sem margir fagna en aðrir óttast. Engin veit hvort breyting tekur fótfestu eða hvort ríkjandi hugmyndafræði feðraveldisins nær að lokum að halda sínu striki.

thumb image

Af hverju eru fyrirsætur ekki af öllum stærðum, gerðum og kynþáttum: #Droptheplus

Ef þú hefur fylgst með fréttum úr tískuheiminum upp á síðkastið hefur þú væntanlega tekið eftir hinu umdeilda hugtaki „pluz size.“ Það sem tísku-iðnaðurinn kallar að vera í „pluz size” eða í yfirstærð eru líkamar í stærð 8 (36 eða s í evrópskum stærðum) og uppúr. Þegar við hugsum um manneskju í „yfirstærð“ sjáum við ósjálfrátt Lesa meira

thumb image

Estragon kjúlli = bernaisesósu kjúlli – UPPSKRIFT

Kært krydd hefur mörg nöfn… það á vissulega við um estragon sem einnig er kallað dragon, tarragon og á okkar ylhýra fáfnisgras. Held að þetta krydd þekkist kannski betur sem „bernaise-sósu-kryddið“. Það er bæði til ferskt og sem þurrkrydd og hægt að nota hvoru tveggja í þessa uppskrift.

thumb image

María: „Skortur á klæðnaði á djamminu kemst ekki með tærnar þar sem óhulin brjóst á almannafæri hafa hælana“

Ég vil byrja á því að taka það fram að ég persónulega er 100% með umræðunni sem hefur hlotið nafnið ,, Free the nipple’’. Ég hins vegar get ekki talað fyrir neinn annan en mig sjálfa. Ég er búin að vera að fylgjast með umræðunni um þetta feminíska málefni á vefmiðlum landsins síðustu daga frá Lesa meira

thumb image

Eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni: Myndir

Flest börn, elska, dýrka og dá feður sína. Þessi krúttlegu smábörn, sem birtast á myndunum hér að neðan taka aðdáunina þó á næsta stig. Þau eru ekki bara lík pabba sínum heldur sýna svart á hvítu að eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni.