Jessica Simpson eignaðist barn og fitnaði. Og hvað?

Agndofa er ég búin að fylgjast með fréttum á erlendum miðlum um aumingja Jessicu Simpson. Já, söngkonan varð ólétt af sínu fyrsta barni, dótturinni Maxwell Drew, sem hún átti þann 1. maí síðastliðinn. En vitið þið hvað? Hún fitnaði.

Þvílíkt reginhneyksli! Í gær voru heilar 109 fyrirsagnir á helstu kvennamiðlum og slúðurmiðlum helgaðar söngkonunni og þyngd hennar. Hún kom í nýja þættinum hennar Katie Couric, Katie,  í gær og afsakaði sig í bak og fyrir. Umfjöllunarefnið var ekki dóttir Jessicu, ferillinn eða fjölskyldulífið. Nei – þyngdin. Hún var semsagt að „sýna“ líkamann eftir barnsfæðinguna opinberlega í fyrsta skipti.

 

Jessica hjá Katie

 

„Ég hef fundið fyrir miklum þrýstingi að taka af mér „barnaspikið,““ sagði söngkonan í viðtalinu. Mér fannst hún afar fögur og glæsileg í svörtum kjól.

Í viðtalinu sem ég horfði á í heild sinni sagði Jessica að hún væri í samstarfi við megrunarbatteríið Weight Wathcers og hefði hún þegar misst um 18 kíló. Hún hafði ekki „réttar“ hugmyndir um hversu erfitt það væri að koma sér í form eftir barnsburð og það var erfiðara en hún áttaði sig á. Þetta væri heilmikil vinna og sagði Jessica afsakandi að hún hefði haldið að þetta væri bara vatn og hún myndi missa vatnið og þyngdina um leið. Eh…hehe…

 

Katie spurði hana hvernig það væri nú að hugsa um barnið og ná af sér þessari þyngd! Sagðist Jessica þá taka frá tíma á degi hverjum til að labba með vagninn en reyndi ekki mikið að hugsa um hvað heimurinn væri að velta sér upp úr þessu og frekar um nýfædda dótturina. „Ég tek ekki upp tímarit, hvað þá gúgla nafnið mitt. Ég reyni að forðast það þó ég viti að fólk er að tala. Þetta er erfitt.“

Eru einhverjar konur virkilega svona? Ég á bágt með að trúa þessum svakalega áhuga (og hneykslun) á því að kona hafi í raun og veru fitnað eftir að hafa gengið með barn! Gerum við það ekki flestar? Og hvað með það?

Hvert einasta barn er blessun og þó því fylgi slitinn magi, tóm brjóst og aukakíló er það bara ekki það sem máli skiptir. Skilaboðin sem verið er að senda til ungra kvenna er að þær eigi að „troða sér í gömlu gallabuxurnar“ á fæðingadeildinni og hugsa helst meira um þyngdina en velferð sína, barnsins og fjölskyldunnar.

Kommon!

thumb image

Scarlett Johannson: Á bakvið glamúrinn er bara venjuleg stelpa

Lítil færsla með fallegum skilaboðum hefur vakið gríðarlega athygli á Facebook síðasta sólarhring. Færslunni fylgir mynd af Scarlett Johannson, þó deilur ríki um það hvort hún sé raunverulega ómáluð á myndinni eða ekki. Myndinni var deilt á Facebook-síðu undir nafni Scarlett Johansson og hefur fengið tugþúsundir deilinga. Ekki er víst hvort síðan tengist leikkonunni beint, en skilaboðin Lesa meira

thumb image

Justin Bieber grét úr sér augun eftir flutning á VMA hátíðinni

Söngvarinn Justin Bieber hefur forðast sviðsljósið að undanförnu á meðan lagið hans Where Are You Now hefur skriðið upp á topp vinsældarlista í allt sumar. Hann mætti þó ferskur til leiks á VMA verðlaunaafhendinguna þar sem hann flutti tvö nýleg lög. Amazing performance. That’s how you get back up from a fall. Listen to the crowd. Just Lesa meira

thumb image

Kanye West ætlar að bjóða sig fram til forseta

Kosningaherferð Donald Trump virðist kæta ófáa repúblíkana á meðan aðrir fylgjast áhyggjufullir með. Það má segja að bæði sé hlegið og grátið, en líklega trompa tárin hláturinn eftir því sem fylgi hans eykst. Til að bæta gráu ofan á svart hefur rapparinn Kanye West lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til Lesa meira

thumb image

Ef samskipti fólks í raunveruleikanum væru eins og á Facebook

Í hvert skipti sem þú skrifar stöðuuppfærslu á Facebook er það eins konar fréttatilkynning; ávarp til allra sem eru á vinalistanum þínum. Þegar þetta er tekið úr samhengi virðist það dálítið undarlegt. Eins og í þessu myndbandi sem sýnir hvernig samskipti fólks væru ef við töluðum saman í stöðuuppfærslum.

thumb image

Það sem allir pabbar ættu að gera fyrir dætur sínar

„Ég er ekki faðir og mun aldrei verða faðir,“ skrifar ung kona sem nýlega deildi þessum góðu ráðum fyrir feður á vefsíðunni A plus. „Ég er hins vegar dóttir og á tvo pabba. Á mínum 23 árum hef ég lært að samband föður og dóttur er einstakt. Svo einstakt er það að ást og fordæmi feðra Lesa meira

thumb image

Fórnarlömb nauðgana eigi að skammast sín: „Ef þú vilt ekki tæla nauðgara, ekki vera í hælaskóm“

Flestir eru sammála því að kynferðisofbeldi sé gerandanum að kenna. Konur jafnt sem karlar berjast fyrir því að skila skömminni til gerenda og hætta fyrir fullt og allt að afsaka eða réttlæta gjörðir þeirra á kostnað þolenda. Flestir, en ekki allir. Söngkonan Chrissie Hynde, forsprakki The Pretenders, tjáði sig í viðtali við The Sunday Times Lesa meira

thumb image

Við nánari athugun kom í ljós að konur eru bara 30 prósent mannkyns

Femínismi er óþarfi. Jafnrétti er ekki lengur barátta, heldur sjálfsagður hlutur sem við búum við. Konur hafa sömu möguleika og karlar. Konur fá jafnhá laun og karlar. Konum eru gerð jöfn skil í öllum þáttum samfélagsins og þær metnar jafn mikils og karlar. Konur eru líka bara um 30 prósent mannkyns, ekki satt? Djók… Hér má sjá Lesa meira

thumb image

„Ef þú ert að lesa þetta er ég seinn í skólann“

Eins þurr og leiðinlegur og menntaskólinn á það til að vera gefst stundum svigrúm til að leyfa nemendum að gera eitthvað skapandi og skemmtilegt. Fyrrverandi menntaskólanemi sagði frá því á Reddit að kennarar hafi eitt sinn gefið nemendum frjálsar hendur til að skreyta bílastæði skólans. Það er skemmtileg leið til að lífga upp á umhverfið Lesa meira