Jessica Simpson eignaðist barn og fitnaði. Og hvað?

Agndofa er ég búin að fylgjast með fréttum á erlendum miðlum um aumingja Jessicu Simpson. Já, söngkonan varð ólétt af sínu fyrsta barni, dótturinni Maxwell Drew, sem hún átti þann 1. maí síðastliðinn. En vitið þið hvað? Hún fitnaði.

Þvílíkt reginhneyksli! Í gær voru heilar 109 fyrirsagnir á helstu kvennamiðlum og slúðurmiðlum helgaðar söngkonunni og þyngd hennar. Hún kom í nýja þættinum hennar Katie Couric, Katie,  í gær og afsakaði sig í bak og fyrir. Umfjöllunarefnið var ekki dóttir Jessicu, ferillinn eða fjölskyldulífið. Nei – þyngdin. Hún var semsagt að „sýna“ líkamann eftir barnsfæðinguna opinberlega í fyrsta skipti.

 

Jessica hjá Katie

 

„Ég hef fundið fyrir miklum þrýstingi að taka af mér „barnaspikið,““ sagði söngkonan í viðtalinu. Mér fannst hún afar fögur og glæsileg í svörtum kjól.

Í viðtalinu sem ég horfði á í heild sinni sagði Jessica að hún væri í samstarfi við megrunarbatteríið Weight Wathcers og hefði hún þegar misst um 18 kíló. Hún hafði ekki „réttar“ hugmyndir um hversu erfitt það væri að koma sér í form eftir barnsburð og það var erfiðara en hún áttaði sig á. Þetta væri heilmikil vinna og sagði Jessica afsakandi að hún hefði haldið að þetta væri bara vatn og hún myndi missa vatnið og þyngdina um leið. Eh…hehe…

 

Katie spurði hana hvernig það væri nú að hugsa um barnið og ná af sér þessari þyngd! Sagðist Jessica þá taka frá tíma á degi hverjum til að labba með vagninn en reyndi ekki mikið að hugsa um hvað heimurinn væri að velta sér upp úr þessu og frekar um nýfædda dótturina. „Ég tek ekki upp tímarit, hvað þá gúgla nafnið mitt. Ég reyni að forðast það þó ég viti að fólk er að tala. Þetta er erfitt.“

Eru einhverjar konur virkilega svona? Ég á bágt með að trúa þessum svakalega áhuga (og hneykslun) á því að kona hafi í raun og veru fitnað eftir að hafa gengið með barn! Gerum við það ekki flestar? Og hvað með það?

Hvert einasta barn er blessun og þó því fylgi slitinn magi, tóm brjóst og aukakíló er það bara ekki það sem máli skiptir. Skilaboðin sem verið er að senda til ungra kvenna er að þær eigi að „troða sér í gömlu gallabuxurnar“ á fæðingadeildinni og hugsa helst meira um þyngdina en velferð sína, barnsins og fjölskyldunnar.

Kommon!

thumb image

Nachos með aðeins 50 innihaldsefnum

Matarvefirnir vinsælu Epicurious og bon appétit héldu nýlega Nacho einvígi – þar sem fulltrúar frá báðum vefjum bjuggu til magnaða Nachos bakka. Flestir láta nægja dálítið af tómötum, salsa, kannski pínu kjöt, ost, sýrðan rjóma og guacamole ef fólk er í sérstöku stuði – en þessir Nacho réttir innihéldu hvorki meira né minna en 50 Lesa meira

thumb image

DIY: Dúskalengja til að hengja upp

Hafdís Hilmarsdóttir er með æðislega bloggsíðu sem heitir Hvítir Mávar. Þar birti hún fallegt DIY föndur í barnaherbergi sem okkur langaði svo að deila með ykkur hér á Bleikt. „Hver elskar ekki dúlludúska? Mér finnst þeir algjört æði og það er svo einfalt að búa þá til. Ég bjó til dúskalengju í herbergið hjá dóttur Lesa meira

thumb image

Allt að sex ár í fangelsi fyrir að sinna ekki húsverkum

Fertug kona gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm fyrir að sinna ekki húsverkunum. Að sögn Independent hefur eiginmaður konunnar lagt fram kæru á hendur henni. Í kærunni segir að konan hafi ekki sinnt húsverkunum að ráði og það hafi leitt til „vanrækslu fjölskyldunnar“ sem búsett er í Sonnino á Ítalíu. Enn Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Skinkuhorn – veisluútgáfa

Þessi 80 skinkuhorn eru ekki lengi að klárast skal ég segja ykkur en gott er að lauma strax hluta af þeim í frystinn og grípa svo með í nesti eða þegar gesti ber að garði. Skinkuhorn – veisluútgáfa 150gr brætt smjör 750ml mjólk 1 ½ pk þurrger (litlu pokarnir) 1250gr hveiti 90gr sykur 2 tsk Lesa meira

thumb image

Stúlkan sem snerti hjörtu um allan heim skotin til bana: Vakti heimsathygli fyrir myndband um sjálfsskaða

Danielle Jacobs hlaut heimsfrægð á síðasta ári þegar hún birti opinskátt myndband af sjálfri sér í alvarlegu kasti. Danielle var með Asperger-heilkenni og einhverfu en hafði þjálfað hundinn sinn, Samson, til að koma sér til bjargar þegar verst lá á henni. Í myndbandinu sem vakti athygli víða mátti sjá stúlkuna orga hástöfum og reyna að skaða Lesa meira

thumb image

Bataferlið hófst eftir að hún braut rifbein við að faðma kærastann

Georgia McGrath byrjaði að þjást af anorexíu árið 2012 en hún byrjaði að grenna sig eftir að vera kölluð feit í skólanum. Stríðnin var það mikil að hún hætti að borða, byrjaði að æfa gríðarlega mikið og léttist mjög hratt. Á stuttum tíma léttist hún um  helming líkamsþyngdar sinnar fyrir sjúkdóminn. Georgia borðaði aðeins 100 kaloríur Lesa meira

thumb image

Gagnrýnendur götunnar á allirlesa.is

Þegar tvær vikur eru liðnar af landsleiknum Allir lesa hefur skemmtileg tölfræði tekið að myndast á vefnum. Enn eru konur yfir 70% lesenda vefsins allirlesa.is en margir telja karlmenn lesa öllu meira af blöðum og tímaritum en bókum og útskýri það kynjahallann í keppninni. Lestrarhestar landsins hafa samanlagt lesið 21.000 klukkustundir, sem jafngildir 833 dögum, Lesa meira

thumb image

Þetta nota leikarar í stað sígaretta og eiturlyfja í kvikmyndum

Reykingar og eiturlyfjaneysla koma við sögu í fjölmörgum kvikmyndum en að gefur auga leið að margir leikarar eru ekki háðir sígarettum og gætu ekki staðið sig með sóma ef þeir væru uppdópaðir við tökur. En hvað nota þeir í staðinn? Independent leitaði svara. Sígarettur Þar til á tíunda áratugnum var yfirleitt notast við hefðbundnar sígarettur. Lesa meira

thumb image

Allt sem þú þarft að vita um Zíkaveiru

Zíkaveira telst til svokallaðra flaviveira en meðal þeirra eru beinbrunaveira og guluveira (yellow fever). Þær smitast með moskítóflugum og valda oftast litlum sem engum einkennum. Einkennin lýsa sér með hita, útbrotum, liðverkjum og tárubólgu. Þau vara frá nokkrum dögum til viku og leiða sjaldan til sjúkrahúsvistar. Zíkaveiran uppgötvaðist fyrst í Mið-Afríku á fimmta áratug síðustu Lesa meira