Jessica Simpson eignaðist barn og fitnaði. Og hvað?

Agndofa er ég búin að fylgjast með fréttum á erlendum miðlum um aumingja Jessicu Simpson. Já, söngkonan varð ólétt af sínu fyrsta barni, dótturinni Maxwell Drew, sem hún átti þann 1. maí síðastliðinn. En vitið þið hvað? Hún fitnaði.

Þvílíkt reginhneyksli! Í gær voru heilar 109 fyrirsagnir á helstu kvennamiðlum og slúðurmiðlum helgaðar söngkonunni og þyngd hennar. Hún kom í nýja þættinum hennar Katie Couric, Katie,  í gær og afsakaði sig í bak og fyrir. Umfjöllunarefnið var ekki dóttir Jessicu, ferillinn eða fjölskyldulífið. Nei – þyngdin. Hún var semsagt að „sýna“ líkamann eftir barnsfæðinguna opinberlega í fyrsta skipti.

 

Jessica hjá Katie

 

„Ég hef fundið fyrir miklum þrýstingi að taka af mér „barnaspikið,““ sagði söngkonan í viðtalinu. Mér fannst hún afar fögur og glæsileg í svörtum kjól.

Í viðtalinu sem ég horfði á í heild sinni sagði Jessica að hún væri í samstarfi við megrunarbatteríið Weight Wathcers og hefði hún þegar misst um 18 kíló. Hún hafði ekki „réttar“ hugmyndir um hversu erfitt það væri að koma sér í form eftir barnsburð og það var erfiðara en hún áttaði sig á. Þetta væri heilmikil vinna og sagði Jessica afsakandi að hún hefði haldið að þetta væri bara vatn og hún myndi missa vatnið og þyngdina um leið. Eh…hehe…

 

Katie spurði hana hvernig það væri nú að hugsa um barnið og ná af sér þessari þyngd! Sagðist Jessica þá taka frá tíma á degi hverjum til að labba með vagninn en reyndi ekki mikið að hugsa um hvað heimurinn væri að velta sér upp úr þessu og frekar um nýfædda dótturina. „Ég tek ekki upp tímarit, hvað þá gúgla nafnið mitt. Ég reyni að forðast það þó ég viti að fólk er að tala. Þetta er erfitt.“

Eru einhverjar konur virkilega svona? Ég á bágt með að trúa þessum svakalega áhuga (og hneykslun) á því að kona hafi í raun og veru fitnað eftir að hafa gengið með barn! Gerum við það ekki flestar? Og hvað með það?

Hvert einasta barn er blessun og þó því fylgi slitinn magi, tóm brjóst og aukakíló er það bara ekki það sem máli skiptir. Skilaboðin sem verið er að senda til ungra kvenna er að þær eigi að „troða sér í gömlu gallabuxurnar“ á fæðingadeildinni og hugsa helst meira um þyngdina en velferð sína, barnsins og fjölskyldunnar.

Kommon!

thumb image

Matur sem skemmist aldrei

Áður en við gæðum okkur á hinum ýmsu matvælum kíkjum við á dagsetninguna og könnum hvort varan sé nokkuð útrunnin. Það er hins vegar ekki alltaf að marka dagsetninguna, líkt og fjallað er um í annarri grein, og þá getur borgað sig að nota augu og nef til að meta stöðuna. Svo má ekki gleyma Lesa meira

thumb image

Sökkvandi sundkappi: Ryan Lochte yfirgefinn af styrktaraðilum eftir skandalinn í Ríó

Ryan Lochte fór heim af Ólympíuleikunum í Ríó með skottið á milli lappanna, eftir að hafa unnið ein gullverðlaun, en tapað trausti og virðingu stuðningsmanna og styrktaraðila. Sundfataframleiðandinn Speedo tilkynnti á mánudag að þeir myndu rifta langtímasamningi sínum við sundkappann. Fleiri fyrirtæki fylgdu því fordæmi, svo sem Ralph Lauren, Syneron-Candela og Airweave. Lochte hefur mestar Lesa meira

thumb image

Ása Lind hefur reynt í sex ár að verða ófrísk: „Búin að byrgja þetta inni alltof lengi“

„Ég hafði alltaf séð fyrir mér að ég myndi opna mig um þetta þegar ég væri orðin ólétt eða búin að eignast barn. En núna eru komin næstum því sex ár síðan við hættum á getnaðarvörnum og ekkert barn komið,“ skrifar förðunarbloggarinn Ása Lind Elíasdóttir í einlægum pistli á heimasíðu sinni. Hún segir að ófrjósemi eigi Lesa meira

thumb image

Rannveig Jónína: Útlitsdýrkunarheilkennið

Útlitsdýrkun: Samfélagið í hnotskurn. Þú ert ekki maður með mönnum nema að lúkka eða svo segja þeir. Gagnrýnisraddirnar eru alls staðar, komdu þér í form, misstu svona mörg kíló fyrir jólin, í kjólinn fyrir jólin og ég veit ekki hvað og hvað. Nú er ég nýkomin heim frá Krít þar sem ég átti yndislega tíu daga Lesa meira

thumb image

Dóttir bað um hjálp við að byggja völundarhús fyrir hamsturinn – Mamma tók það alla leið

Eitt af því skemmtilega við að eiga hamstur er að sjá þá klifra, klöngrast og skríða í gegnum þrautabrautir. Margir hamstravinir hafa því skemmt sér við að útbúa völundarhús handa þeim. Þegar ung stúlka í Japan bað mömmu sína um aðstoð bjóst hún ekki við því að stuttu síðar yrði hamsturinn heimsfrægur. Mamma hennar tók Lesa meira

thumb image

Keisaraskurður er ekki „auðvelda leiðin“

Hver einasta fæðing er einstök upplifun. Sú upplifun getur verið yndisleg, skelfileg og allt þar á milli. Það er því engin ástæða fyrir mæður að gagnrýna hver aðra byggt á aðstæðum eða ákvörðunum sem teknar eru á fæðingardeildinni. Raye Lee, frá Bandaríkjunum, eignaðist sitt fyrsta barn fyrir um viku síðan og var drengurinn hennar tekinn Lesa meira

thumb image

Svona lítur þú út með hundrað lög af gervibrúnku: Myndband

Margir hafa notað gervibrúnku til að ná sér í smá lit. Sumir þeirra hafa lent í óhöppum í kjölfarið. Lesendur Bleikt ættu að vita að það er ekki heppilegt að gráta rétt eftir brúnkusprautun (sjá hér). Aðdáendur Friends vita að það er ekki sniðugt að láta úða mörgum lögum af brúnku beint framan á sig… Lesa meira

thumb image

Frumsamið ljóð Kanye West um McDonalds: Það furðulegasta sem þú munt lesa í dag

Undur og stórmerki virðast eiga sér stað í hvert skipti sem Kanye West tekur til hendinni. Þessi umdeildi tónlistarmaður vakti athygli nú um helgina fyrir frumsamið ljóð sem hann kallar „McDonald‘s Man“. Ljóðið er hluti af 360 blaðsíðna tímariti sem Frank Ocean gaf út samhliða glænýrri plötu sinni, Blond. Tímaritið heitir Boys Don‘t Cry og Lesa meira