Jessica Simpson eignaðist barn og fitnaði. Og hvað?

Agndofa er ég búin að fylgjast með fréttum á erlendum miðlum um aumingja Jessicu Simpson. Já, söngkonan varð ólétt af sínu fyrsta barni, dótturinni Maxwell Drew, sem hún átti þann 1. maí síðastliðinn. En vitið þið hvað? Hún fitnaði.

Þvílíkt reginhneyksli! Í gær voru heilar 109 fyrirsagnir á helstu kvennamiðlum og slúðurmiðlum helgaðar söngkonunni og þyngd hennar. Hún kom í nýja þættinum hennar Katie Couric, Katie,  í gær og afsakaði sig í bak og fyrir. Umfjöllunarefnið var ekki dóttir Jessicu, ferillinn eða fjölskyldulífið. Nei – þyngdin. Hún var semsagt að „sýna“ líkamann eftir barnsfæðinguna opinberlega í fyrsta skipti.

 

Jessica hjá Katie

 

„Ég hef fundið fyrir miklum þrýstingi að taka af mér „barnaspikið,““ sagði söngkonan í viðtalinu. Mér fannst hún afar fögur og glæsileg í svörtum kjól.

Í viðtalinu sem ég horfði á í heild sinni sagði Jessica að hún væri í samstarfi við megrunarbatteríið Weight Wathcers og hefði hún þegar misst um 18 kíló. Hún hafði ekki „réttar“ hugmyndir um hversu erfitt það væri að koma sér í form eftir barnsburð og það var erfiðara en hún áttaði sig á. Þetta væri heilmikil vinna og sagði Jessica afsakandi að hún hefði haldið að þetta væri bara vatn og hún myndi missa vatnið og þyngdina um leið. Eh…hehe…

 

Katie spurði hana hvernig það væri nú að hugsa um barnið og ná af sér þessari þyngd! Sagðist Jessica þá taka frá tíma á degi hverjum til að labba með vagninn en reyndi ekki mikið að hugsa um hvað heimurinn væri að velta sér upp úr þessu og frekar um nýfædda dótturina. „Ég tek ekki upp tímarit, hvað þá gúgla nafnið mitt. Ég reyni að forðast það þó ég viti að fólk er að tala. Þetta er erfitt.“

Eru einhverjar konur virkilega svona? Ég á bágt með að trúa þessum svakalega áhuga (og hneykslun) á því að kona hafi í raun og veru fitnað eftir að hafa gengið með barn! Gerum við það ekki flestar? Og hvað með það?

Hvert einasta barn er blessun og þó því fylgi slitinn magi, tóm brjóst og aukakíló er það bara ekki það sem máli skiptir. Skilaboðin sem verið er að senda til ungra kvenna er að þær eigi að „troða sér í gömlu gallabuxurnar“ á fæðingadeildinni og hugsa helst meira um þyngdina en velferð sína, barnsins og fjölskyldunnar.

Kommon!

thumb image

Mörg hundruð mættu í útför smábarns sem fannst látið í yfirgefinni íbúð

Mörg hundruð manns mættu í útför lítillar stúlku sem fannst látin í yfirgefinni íbúð. Fólkið mætti til að fagna lífi stúlkunnar og til að sýna henni og örlögum hennar samúð. Þetta er eitt af þeim augnablikum sem ylja  fólki um hjartaræturnar því það sýnir að fólki, að minnsta kosti sumum, er ekki sama um náungann.

thumb image

Svona verða kvikmyndastiklurnar til: Myndband

Kvikmyndastiklur eru til þess gerðar að heilla fólk á örfáum mínútum og draga það í kvikmyndahúsin. Að mörgu leyti gegnir stiklan mikilvægara hlutverki en kvikmyndin sjálf – allavega í huga framleiðenda. Þess vegna er mikið lagt í þessar stiklur og oft á tíðum reynast þær betri en kvikmyndirnar sem verið er að auglýsa. Hversu marga smelli Lesa meira

thumb image

Svona breytist líf þitt þegar þú verður móðir

Hvort sem þér líkar það eða ekki þá breytist margt þegar þú verður móðir. Það skiptir engu hvort þú sért útivinnandi, heimavinnandi, sinnir vinnunni að heiman eða hvort þú átt líka hund. Lífið breytist. Hér eru 16 atriði sem breytast að eilífu þegar þú verður móðir. Innihald handtöskunnar þinnar sýnir að þú ert undir ALLT Lesa meira

thumb image

50 ár af brúðarhárgreiðslum á tveimur mínútum

Það er ýmis konar undirbúningur sem fylgir brúðkaupinu. Það er ekki allt klappað og klárt þó að brúðurin hafi valið rétta kjólinn. Flestar vilja vanda valið þegar kemur að förðun – og auðvitað hárgreiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Rétt eins og brúðarkjólatískan breytist á milli áratuga, breytast brúðarhárgreiðslur líka. Hér má sjá myndband sem stílistinn Kayley Lesa meira

thumb image

Sama hvað „hann“ er stór muntu aldrei geta þetta: Myndband

Þetta myndband hefur vakið gríðarlega athygli. Enginn karlmaður getur keppt við þennan tignarlega tapír. Tapírinn hefur gríðarstóran lim en í myndbandinu má sjá hvar hann notar hann til að klóra sér í síðunni. Eitt er víst fyrir alla karlmenn – að sama hvað hann er stór muntu aldrei geta þetta.

thumb image

Göbbuð til að borða hundamat: Þótti smakkast nokkuð vel

Hópur fólks var fenginn til að smakka nokkra rétti sem bornir voru fram af færum kokki. Maturinn leit vel út og ilmurinn var öllum að skapi. Viðbrögðin við matnum voru misjöfn en flestum þótti hann bragðast nokkuð vel. Sumir voru jafnvel svo hrifnir að þeir sögðu þetta með því besta sem þau höfðu borðað. Síðan var þeim Lesa meira

thumb image

Þessar myndir eru of fullkomnar til að vera tilviljun

Það er dálítið vandræðalegt þegar kjóllinn er í stíl við gólfið eða gluggatjöldin. Hvað þá þegar hárið á þér er í stíl við föt manneskjunnar sem stendur fyrir aftan þig í röðinni. Þessar myndir eru eiginlega of fullkomnar til að vera tilviljun. Hárið í stíl við föt konunnar fyrir aftan   Nöglin í stíl við Lesa meira

thumb image

Sumarlegar ávaxtaísskálar sem þú verður að prófa

Þegar sumarveðrið leikur við mann er um að gera að fá sér ís. Þessar sumarlegu ávaxtaísskálar eru ótrúlega skemmtileg leið til að poppa aðeins upp á eftirréttinn. Þetta verður þú að prófa! Ice Cream Fruit Bowls Posted by SOML on 29. júlí 2015