Jólahugvekja Höllu Tómasdóttur vísar í íslensk dægurlög –

Hjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason ásamt börnum þeirra, Tómasi Bjarti og Auði Ínu.

Halla Tómasdóttir rekstarhagfræðingur og fyrrum forsetaframbjóðandi skrifaði jólahugvekju fyrir fullorðna þar sem hún vísar til íslenskra dægurlaga sem eru í uppáhaldi hjá henni.

Bréfið birtir Halla á heimasíðu sinni.

Þegar börnin mín voru ung, þá voru þau dugleg að skrifa jólasveinunum bréf og gefa þeim ýmiskonar góðgæti. Við foreldrarnir skemmtum okkur oft vel við að svara þeim. Við skrifuðum þeim bréf með vinstri hendi, bitum í kertin sem þau skildu eftir og borðuðum veigarnar. Oft náðum við að koma mikilvægum uppeldislexíum að í þessum bréfum, sem virkuðu, oft með ólíkindum vel.

Þegar börnin stálpuðust og trúin á jólasveinana dvínaði, þá saknaði ég þessara bréfaskrifta og hóf að skrifa þeim góð ráð frá mömmu á aðventunni. Þetta hefur fallið í ágætan jarðveg, svo ég ákvað nýlega að deila nokkrum þeirra í jólahugvekju með fullorðnum. Ég “poppaði” þau reyndar aðeins upp með því að vísa í íslensk dægurlög sem eru í sérlegu uppáhaldi hjá mér.

Ég byrja að sjálfsögðu á Reiðmanni Vindanna, sjálfum Helga Björns, sem söng á sínum tíma með SS Sól lagið Vertu þú sjálfur. Ég hef nær alla tíð haft það beint eða óbeint að atvinnu að efla leiðtoga og liðsheildir til góðra verka. Ef það er eitthvað eitt sem ég hef lært á þeirri vegferð, þá er það að við getum fyrst orðið öflugir leiðtogar og liðsmenn þegar við höfum eflt okkar eigin sjálfsþekkingu og öðlast hugrekki til að vera einlæglega við sjálf.

Við Íslendingar fengum nýlega nýjan forsætisráðherra. Ég hef heyrt marga hrósa Katrínu og lýsa yfir trú sinni og trausti á henni. En ég hef líka heyrt suma segja hluti eins og “Hún þarf að læra að klæða sig í takt við nýtt hlutverk” eða “Hún virkar of stelpuleg”. Ég þekki slík ráð sjálf, fékk ýmis óumbeðin ráð þegar ég bauð mig fram til forseta. Einn ágætur almannatengill hringdi t.d. í mig og sagði mér að ég yrði að vera brún, það væri svo illa talað um konur sem væru fölar. Þeir sem svona segja vilja líklega vel, og hafa mögulega sitthvað til síns máls, en við Katrínu og alla aðra vil ég engu að síður segja eins og Helgi Björns, Vertu þú sjálfur. Við getum eingöngu orðið sannir leiðtogar og besta útgáfan af okkur sjálfum með því að vera við sjálf, aldrei með því að leika aðra.

Helgi söng líka Gerðu það sem þú vilt. Ég er sannfærð um að hvert okkar býr yfir hæfileikum og eiginleikum sem eru einstakir og það er hlutverk okkar í lífinu að finna þeim réttan farveg. Það er sannarlega líka hlutverk okkar að hjálpa börnum okkar að vera þau sjálf og finna sér réttu hillu. Það er ekkihlutverk okkar að steypa afkomendur okkar í sama mót og alla aðra eða í okkar eigin mynd.

Stefán Hilmarsson söng Hvar er draumurinn og lýsti því hversu dapurlegt það er þegar maður tapar sjónum á draumum sínum, og hversu mikilvægt það er að leita undir hverjum steini til að öðlast lífið sem við þráum, gefast aldrei upp. Stebbi söng líka um Auði, sem þótti undarleg, og það þóttum við svo sannarlega, konurnar sem stofnuðum Auði Capital fyrir rúmum tíu árum síðan, á því herrans ári 2007. Við vorum margar aðdáendur Stefáns og slógum eins og Bibba á Brávallagötunni gjarnan tveimur hlutum saman og sungum iðulega Hvar er Auðurinn. Það var ekki bara til gamans gert, heldur fólst í þessari útfærslu okkar sú hugsun að Auður (og lífið yfirhöfuð ) snérist um fleira en fjárhagslega arðsemi. Við minntum okkur meðal annars á það með því að hengja upp í anddyri fyrirtækisins myndir af börnum okkar – við kölluðum þann vegg – hinn raunverulega Auð.

Fátt hef ég gert í lífinu sem mér finnst merkilegra eða mikilvægara en að eignast og ala upp börnin mín, því eins og Björgvin Halldórs söng Hvers virði er allt heimsins prjál, ef það er enginn hér?

Ég bjó í tíu ár í Bandaríkjunum og oft lögðum við Íslendingarnir sem þar bjuggum á okkur löng ferðalög til að mæta á Þorrablót Íslendinga og oftar en einu sinni sá sjálfur Bo Halldórs þar um að skemmta okkur og skapa með okkur heimþrá. Lag hans, Vetrarsól, hafði áhrif á ákvörðun mína um að snúa aftur heim. Vinkonur mínar komu í heimsókn, með geisladisk Bo í farteskinu. Ég hafði þá nýlega fengið atvinnutilboð frá Íslandi en laglínan Hvers virði er allt heimsins prjál ef þú átt engan vin, og krefjandi augnaráð vinkvenna minna gerði líklega útslagið um að ég tók af skarið og snéri heim.

Þegar hér er komið við sögu átta ég mig á því, að ég hef eingöngu vísað í vinsælar sönglínur karla og það get ég ekki verið þekkt fyrir því ég trúi því að viskan sé meiri þegar bæði kynin koma að málum.

Það er því við hæfi að ég vitni næst í mína uppáhaldssöngkonu, Sigríði Thorlacius, sem söng með hinum dásamlega Valdimar Líttu sérhvert sólarlag. Þar minna þau okkur á að njóta stundarinnar eins og hin hinsta væri, því að öðru göngum við ekki vísu. Öll þekkjum við missi og sorg af ýmsum toga og því er þessi annars fallegi árstími, jólahátíðin stundum tregablandinn. Haustið 2008, fáeinum vikum eftir að Ísland fór í gegnum sitt efnahagshrun og hrun á trausti og samfélagslegri sátt upplifði ég stærri missi. Pabbi, sem þá var rétt nýorðinn sjötugur greindist með krabbamein og féll frá viku síðar. Honum entist ekki ævin til að njóta þess sem hann ætlaði og átti skilið. Ég hef síðan reynt að leggja mig fram um að njóta lífsins núna, og taka því aldrei sem gefnu að ég fái allan þann tíma sem ég vil til að verða sú sem ég vil vera, til að gera það sem ég vil gera, og til að láta gott af mér leiða. Ég geri það ekki síst fyrir pabba.

Ég reyni að tileinka mér hugarfarið sem Magnús Kjartansson og Trúbrot fjalla um í laginu To be grateful. Ég er þakklát fyrir að vera á lífi og þegar mér tekst að nálgast lífið með hugarfari barnsins og með þakklæti fyrir litlu hlutina, þá er ég hamingjusömust. Og þegar á reynir, og líka þegar mér líður vel, þá hugleiði ég og allt verður betra.

Ég hef jafnframt áttað mig á því að Ellý Vilhjálms hafði rétt fyrir sér þegar hún söng á æskuárum mínum Vegir liggja til allra áttaenginn ræður för. Í vor var fótunum bókstaflega kippt undan mér. Ég margbraut á mér legginn og ökklann. Það þurfti 13 skrúfur og nagla, tvær stórar plötur og 44 spor til að tjasla mér saman. Þegar þetta gerðist var ég með allskonar plön, en það var augljóslega annað plan mínum plönum yfirsterkara, við ráðum nefnilega ekki alltaf för. Og þá skiptir seiglan sköpum. Mögulega er seiglan mikilvægasta lífshæfnin, og jafnframt sú hæfni sem við verðum að kenna börnum okkar betur en við erum að gera í dag. Í laginu Von, söng Gissur Páll um seigluna:

Við þekkjum flestöll fagran fugl

Sem flögrar um og geymir gull

Hann myrkri getur breytt í ljós

Til hjálpar hverjum hal og drós

Og ljós það lýsir langan veg

Um lönd og álfur víða fer

Og sannað hefur þúsundfalt

Að andans seigla sigrar allt

Það hefur ekki verið auðvelt að komast aftur á lappir, en ferlið hefur kennt mér margt og ég er betri og þolinmóðari manneskja eftir þessa lífsreynslu. Ég hef gert mér grein fyrir því að Ég er umvafin englum, því eins og Guðrún Gunnars syngur í því fallega lagi, þá erum við aldrei ein og þegar reynir á í lífinu þá finnum við sem betur fer flest svo vel hvað við eigum marga og góða að. Við slíka lífsreynslu kynnumst við líka bæði auðmýkt og æðruleysi og áttum okkur á því að við erum öll hluti af stórkostlegri heild sem veit iðulega betur en við sem gleymum okkur alltof oft í meðvitundarleysi og stressi hins daglega lífs.

Kæru vinir, þegar við Íslendingar syngjum saman texta Jóns Sigurðssonar Ég er kominn heim þá finnum við til og finnum líka til okkar. Lagið og textinn hefur öðlast einstakt gildi og sess í okkar samfélagi og fyllir okkur af bjartsýni og baráttugleði eins og fátt annað virðist gera. Þegar við syngjum það saman sýnum við styrk okkar, stolt og samtakamátt og okkur verða einhvern veginn allir vegir færir. Þannig er það nefnilega þegar við komum heim, verðum við sjálf, þá eru okkur allir vegir færir.

Já, tónlistin gefur lífinu sannarlega gildi og það má finna margar lífslexíur í dægurlögunum sem við elskum svo mörg. Ég gæti haldið lengi áfram en ég held ég hafi náð að snerta á þeim atriðum sem eru mér efst í huga nú í aðdraganda jóla. Lagalistann má finna á Spotify undir mínu nafni, ef einhverjir vilja rifja þessi einföldu ráð upp fyrir sig eða sína.

Lokatónninn kemur frá Ragnheiði Gröndal í lagi Magnúsar Þór Sigmundssonar Ást. Þau minna okkur á að við fæddumst til ljóssins og lífsins til þess að elska. Við finnum best fegurðina þegar við veljum ástina og kærleikann sem okkar leiðarljós því þegar við elskum, þá er ekkert í heiminum öllum, nema eilífðin, Guð og Við.

Gleðilega hátíð!

Fyrr í desember skrifaði Halla opinbert jólabréf til barna hennar, Tómasar Bjarts og Auðar Ínu.

Guðlaug fékk ofsakvíðakast í fæðingu: „Ég öskraði og grátbað um að ég yrði svæfð“

Guðlaug Sif átti virkilega erfiða meðgöngu vegna fíkniefnaneyslu barnsföðurs og áttu hún því erfitt með að vera spennt fyrir fæðingunni og tengdist syni sínum ekki á meðan á meðgöngu stóð. Guðlaug fékk mikið fæðingarþunglyndi eftir að hún átti strákinn sinn en bæði hún ásamt barnsföður hennar höfðu verið í mikilli neyslu þegar Guðlaug varð ólétt. Þegar Guðlaug áttaði sig á því að hún gengi með barn hætti hún neyslu á öllum efnum og hefur haldið sér edrú síðan. Barnsfaðir hennar gerði því miður ekki hið sama og fór því gríðarleg orka frá Guðlaugu í barnsföður hennar alla meðgönguna. Bleikt.is greindi frá því á… Lesa meira

Barnsfaðir og unnusti Mörtu situr í fangelsi: „Það er mikil bið í afplánun og ég skil ekki afhverju það er verið að halda honum lengur inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir“

Marta Þórudóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 28. nóvember á síðasta ári sem kom í heimin með bráðakeisara eftir langt gangsetningarferli. Sonur Mörtu var skírður Stefán Þór og hefur Marta verið í sambúð með föður hans síðan árið 2014. Barnsfaðir hennar, Örn Stefánsson hefur þó einungis hitt son sinn fjórum sinnum síðan hann fæddist þar sem hann situr í fangelsi að afplána dóma sem hann hefur fengið. Við kynntumst í byrjun ágúst 2014 og höfum eiginlega verið saman síðan þá, en þá vorum við bæði í neyslu og límdumst við hvort annað. Við vorum bæði í harðri neyslu fyrsta árið… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

Auður Elín: „Ef þú kannast við það að vera komin með símann í hendurnar nokkrum mínútum eftir að þú lagðir hann frá þér þá er þetta fíkn“

Auður Elín Sigurðardóttir ákvað að skoða daglega símanotkun sína og kanna hversu miklum tíma hún var að eyða með skjáinn fyrir framan andlitið og fékk áfall þegar hún sá niðurstöðurnar. Vildi ekki vera þræll símans Einn daginn var ég þrjá klukkutíma á Facebook, eyddi fimm og hálfum klukkutímum í símanum sjálfum og opnaði kíkti á hann 97 sinnum yfir daginn. Eftir þetta ákvað ég að nú væri komið nóg, ég ætlaði ekki að vera þræll símans míns og allra samfélagsmiðlana, segir Auður í færslu á Belle.is Auður segir að hamingjuna sé ekki að finna á Facebook en þó sé alltaf gaman að kíkja inn á miðilinn.… Lesa meira

Gerður hjá Blush.is ræðir um kynlífstæki, erfið sambandsslit og ástarlífið: „Við getum allavegana sagt að ég sé ekki að leitast eftir því að kynnast neinum“

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var einungis tuttugu og eins árs gömul. Gerður réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda hefur hún alltaf verið ævintýragjörn og dreymin, en þegar kom að vali á fyrirtækjarekstri ákvað hún að stofna kynlífstækjaverslun. Blush.is, kynlífstækjaverslun Gerðar, er nú orðin sjö ára gömul og á þeim stutta tíma sem liðið hefur síðan fyrirtækið varð til hefur mikið breyst hvað varðandi viðhorf Íslendinga til kynlífs. Umræðan hefur aldrei verið opnari og ekki er lengur feimnismál að ganga inn í kynlífstækjaverslun og kaupa tæki.… Lesa meira

Aníta Kröyer upplifði kvalarfulla brjóstagjöf: „Ég var öll út í sárum og hægri geirvartan klofnaði hálf í sundur“

Aníta Kröyer var með dóttur sína, Ronju Líf, á brjósti í rúmlega sex mánuði. Af fjórum af þessum sex mánuðum kvaldist Aníta af miklum sársauka, vanlíðan og síendurteknum stíflum og sýkingum. Þegar ég gekk með Ronju Líf las ég mér lítið sem ekkert til um brjóstagjöf. Ástæðan var sú að ég hélt að þetta væri ekkert mál og að eina vesenið sem gæti mögulega fylgt þessu væri of lítil mjólk og þegar tennurnar kæmu, segir Aníta í einlægri færslu á síðunni Narnia.is Aníta átti þó eftir að komast að því að brjóstagjöf getur verið allt annað en dans á rósum og kom það… Lesa meira

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix. En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd. Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti. Before We Go Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans. Before We Go gerist öll á einni… Lesa meira

Átt þú sanna og skemmtilega sögu af kynlífsævintýri? Eða viltu hlusta á slíkar?

Á morgun er einstakur viðburður í boði á Gauknum, SMUT SLAM. Um er að ræða viðburð sem hefur ferðast um allan heim og verður nú á Íslandi í fyrsta sinn. Þemað er fyrsta reynslan. Sannar og skemmtilegar sögur af kynlífsævintýrum. Gestum er boðið að skrá sig til leiks og deila sinni fyrstu kynlífsreynslu á fimm mínútum undir styrkri handleiðslu Cameryn Moore, sem er kynlífsfræðingur og kynlífs aktívisti, verðlaunað leikskáld/leikkona og fyrrum símavændisdama. Fimm gestastjörnudómarar, þau Atli Demantur, Bylgja Babýlon, Gerður Arinbjarnardóttir, Hugleikur Dagsson og Jonathan Duffy, munu einnig deila sinni sögu. Ef þú vilt ekki deila þinni sögu, ekkert mál,… Lesa meira

Fríða B: „Við vitum aldrei hvenær við erum að halda upp á afmælið okkar í síðasta sinn“

Jæja, það hlaut að koma að því. Fertug. já, ég verð fertug núna seinna í mánuðinum. Og í fyrsta sinn á ævinni er ég að upplifa það að mér finnst ég vera að eldast. Já, í fyrsta sinn, finnst mér erfitt að eiga afmæli. Ég veit ekki hversvegna, en það kom eitthvað yfir mig þegar ég fór að hugsa þetta og að ég verði fertug. Fjörtíu ára. Komin á fimmtugsaldurinn. Miðaldra. En hvað er svosem aldur? Segja árin allt? Nei, það held ég ekki. Ég er á þeirri skoðun að það sem mótar okkur sem manneskju, eru ekki hversu mörg… Lesa meira

Guðlaug Sif: „Mér fannst leiðinlegt að líf mitt snerist um kúkableyjur, brjóstagjöf og svefn. Ég var bara mjög veik á geði“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir greindist með alvarlegt fæðingarþunglyndi eftir að hún átti drenginn sinn en hún hafði átt virkilega erfiða meðgöngu og var illa stödd andlega vegna áfengis og fíkniefnaneyslu barnsföðurs síns. Hann var svo veikur vegna fíkniefna og áfengis að ég gat eiginlega ekkert hugsað um mína heilsu þar sem allar mínar áhyggjur og orka fóru í að pæla í því að gera aðstæðurnar sem bestar fyrir hann. Ég var svo gríðarlega meðvirk og ég trúði því alltaf þegar hann sagðist ætla að verða edrú en svo fóru feluleikirnir af stað, segir Guðlaug Sif í einlægri færslu á Amare.is Eftir að Guðlaug átti strákinn sinn… Lesa meira

Kaia Gerber hannar tískulínu í samstarfi við Karl Lagerfeld

Í hörðum heimi tískubransans þá er ljóst að fyrirsætur þurfa að gera eitthvað sérstakt til að skara fram úr fjöldanum. Að hanna tískulínu í samstarfi við þekktan hönnuð telst klárlega eitt af því. Kaia Gerber hefur tilkynnt að hún er að hanna línu í samstarfi við engan annan en Karl Lagerfeld. Fyrirsætan kom fram í fyrsta sinn á tískusýningarpöllunum síðastliðið haust og vakti bæði athygli og aðdáun. Fatalína hennar mun koma í verslanir í september næstkomandi. Hin 16 ára gamla Kaia hefur þegar komið fram í tveimur tískusýningum fyrir Chanel og opnaði hún þá fyrri, sem þykir mikill heiður fyrir… Lesa meira

Myndband: Frábær aðferð til að passa förðunina þegar þú borðar

Hefurðu lent í því að vera búin að farða þig óaðfinnanlega, fara síðan út að borða og/eða drekka og eiga þá í vandræðum og jafnvel eyðileggja förðunina sem þú hafðir mikið fyrir? Engar áhyggjur, daman í myndbandinu kennir þér frábæra aðferð til að nærast og á sama tíma halda förðuninni fullkominni! https://www.facebook.com/RussianFashionblogger/videos/1899915476703926/   Lesa meira