Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson á Stóra sviði Borgarleikhússins

Síðast unnu þeir Jón Gnarr og Benedikt saman undir hatti F’óstbræðra. Jón Gnarr samdi leikritið Hótel Volkswagen sem leikskáld Borgarleikhússins áður en hann settist í stól borgarstjóra.

 

Þetta nýja íslenska verk eftir borgarstjórann verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhúsisns nk laugardag 24. mars kl 20.  Jón Gnarr skrifaði verkið í embætti sínu sem leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári áður en hann lét af því embætti til að taka við embætti borgarstjóra Reykjavíkur.

Hótel Volkswagen er leikrit um brjóstumkennanlega gesti á hóteli þar sem ekkert er eins og af er látið og allt getur gerst. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttunum Fóstbræðrum sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Sex leikarar og tveir þýskir fjárhundar eru í verkinu. Stóra salnum í Borgarleikhúsinu hefur verið breytt fyrir sýninguna, því sviðið er byggt út í salinn og öðrum áhorfendasvæðum bætt við á sviðinu, þannig er leikið með áhorfendur á tvo vegu. Með þessu skapast meiri nálægð við leikara og dýr en vaninn er.

 

Sagan: Hótel VolksWagen

 

Pálmi og Siggi litli eru á ferðalagi. Bíllinn bilar, en til allrar hamingju er Hótel Volkswagen í næsta nágrenni og þar er ekki einasta gistiaðstaða heldur er Svenni móttökustjóri líka bifvélavirki. Svenni er bjartsýnn tómhyggjumaður og hann lofar þeim að gera við bílinn. Á meðan feðgarnir bíða eftir að gert verði við bílinn þurfa þeir að gista á hótelinu og smám saman kynnast þeir gestum hótelsins. Paul Jenkins er kona og breskur séntilmaður. Hún er gift Adrian Higgins. Þeir Paul og Adrian geta ekki eignast börn en eru alltaf að reyna. Svo er það Ludwig Rosenkranz, kumpánlegur nasisti með fortíðarþrá. En hann, eins og flestir gesta hótelsins, uppgötva að það er hægara sagt en gert að yfirgefa Hótel Volkswagen. Við fylgjumst með hinum brjóstumkennanlegu gestum á hóteli þar sem allt getur gerst og allir eiga sér vafasama fortíð.

Jón er afkastamikill höfundur og hefur samið mikið efni fyrir útvarp og sjónvarp ásamt því að skrifa kvikmyndahandrit. Hann er einn af höfundum Vakta-seríanna og kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson þar sem hann sló rækilega í gegn og hlaut Edduverðlaunin 2010 fyrir leik sinn í myndinni. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur réði hann sem hússkáld Borgarleikhússins árið 2010 og er Hótel Volkswagen afrakstur af starfi hans þar. Benedikt Erlingsson (1969) leikstýrir verkinu en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttum Fóstbræðra sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Benedikt er einn af okkar þekktustu leikhúsmönnum og leikstýrði m.a. Jesú litla sem hlaut Grímuna árið 2010 sem sýning ársins.

 

 

thumb image

Fórnarlömb nauðgana eigi að skammast sín: „Ef þú vilt ekki tæla nauðgara, ekki vera í hælaskóm“

Flestir eru sammála því að kynferðisofbeldi sé gerandanum að kenna. Konur jafnt sem karlar berjast fyrir því að skila skömminni til gerenda og hætta fyrir fullt og allt að afsaka eða réttlæta gjörðir þeirra á kostnað þolenda. Flestir, en ekki allir. Söngkonan Chrissie Hynde, forsprakki The Pretenders, tjáði sig í viðtali við The Sunday Times Lesa meira

thumb image

Við nánari athugun kom í ljós að konur eru bara 30 prósent mannkyns

Femínismi er óþarfi. Jafnrétti er ekki lengur barátta, heldur sjálfsagður hlutur sem við búum við. Konur hafa sömu möguleika og karlar. Konur fá jafnhá laun og karlar. Konum eru gerð jöfn skil í öllum þáttum samfélagsins og þær metnar jafn mikils og karlar. Konur eru líka bara um 30 prósent mannkyns, ekki satt? Djók… Hér má sjá Lesa meira

thumb image

„Ef þú ert að lesa þetta er ég seinn í skólann“

Eins þurr og leiðinlegur og menntaskólinn á það til að vera gefst stundum svigrúm til að leyfa nemendum að gera eitthvað skapandi og skemmtilegt. Fyrrverandi menntaskólanemi sagði frá því á Reddit að kennarar hafi eitt sinn gefið nemendum frjálsar hendur til að skreyta bílastæði skólans. Það er skemmtileg leið til að lífga upp á umhverfið Lesa meira

thumb image

Töfralausnin við þynku er einföld en hún mun ekki gleðja þig

Spurningin sem brennur á vörum allra þegar þeir vakna á sunnudagsmorgni er einföld – Hvað á ég til bragðs að taka? – því höfuðverkurinn er yfirgnæfandi, sviminn er slæmur, þú hefur þorsta sem ekkert fær svalað, og ef þú ældir ekki kvöldið áður vildirðu óska þess að þú gætir lokið því af núna. Sumir leita í skyndibita, aðrir Lesa meira

thumb image

Leikarar sem afþökkuðu stórbrotin hlutverk í kvikmyndasögunni

Stórleikarar hafa oft margt á sinni könnu og þurfa að velja og hafna hlutverkum reglulega. Stundum forðast þeir stórslys, en stöku sinnum gera þeir mistök. Hér má sjá dæmi um nokkra leikara sem höfnuðu stórbrotnum hlutverkum í kvikmyndasögunni. Við getum þó ekki kvartað yfir neinu – enda lentu hlutverkin að sjálfsögðu í réttum höndum fyrir Lesa meira

thumb image

Myndir af stjörnunum frá æskuárunum: Ótrúleg breyting

Taylor Swift, Beyoncé og Jennifer Lawrence hafa ekki alltaf verið með fullkomið hár, fallega húð og beinar tennur. Á myndunum sem birtast hér að neðan, og voru teknar af heimsþekktum stjörnum á unglingsárunum fyrir skóla árbókina, má sjá að þær hafa breyst töluvert í útliti frá því áður en þær urðu frægar. Kim Kardashian:   Lesa meira