Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson á Stóra sviði Borgarleikhússins

Síðast unnu þeir Jón Gnarr og Benedikt saman undir hatti F’óstbræðra. Jón Gnarr samdi leikritið Hótel Volkswagen sem leikskáld Borgarleikhússins áður en hann settist í stól borgarstjóra.

 

Þetta nýja íslenska verk eftir borgarstjórann verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhúsisns nk laugardag 24. mars kl 20.  Jón Gnarr skrifaði verkið í embætti sínu sem leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári áður en hann lét af því embætti til að taka við embætti borgarstjóra Reykjavíkur.

Hótel Volkswagen er leikrit um brjóstumkennanlega gesti á hóteli þar sem ekkert er eins og af er látið og allt getur gerst. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttunum Fóstbræðrum sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Sex leikarar og tveir þýskir fjárhundar eru í verkinu. Stóra salnum í Borgarleikhúsinu hefur verið breytt fyrir sýninguna, því sviðið er byggt út í salinn og öðrum áhorfendasvæðum bætt við á sviðinu, þannig er leikið með áhorfendur á tvo vegu. Með þessu skapast meiri nálægð við leikara og dýr en vaninn er.

 

Sagan: Hótel VolksWagen

 

Pálmi og Siggi litli eru á ferðalagi. Bíllinn bilar, en til allrar hamingju er Hótel Volkswagen í næsta nágrenni og þar er ekki einasta gistiaðstaða heldur er Svenni móttökustjóri líka bifvélavirki. Svenni er bjartsýnn tómhyggjumaður og hann lofar þeim að gera við bílinn. Á meðan feðgarnir bíða eftir að gert verði við bílinn þurfa þeir að gista á hótelinu og smám saman kynnast þeir gestum hótelsins. Paul Jenkins er kona og breskur séntilmaður. Hún er gift Adrian Higgins. Þeir Paul og Adrian geta ekki eignast börn en eru alltaf að reyna. Svo er það Ludwig Rosenkranz, kumpánlegur nasisti með fortíðarþrá. En hann, eins og flestir gesta hótelsins, uppgötva að það er hægara sagt en gert að yfirgefa Hótel Volkswagen. Við fylgjumst með hinum brjóstumkennanlegu gestum á hóteli þar sem allt getur gerst og allir eiga sér vafasama fortíð.

Jón er afkastamikill höfundur og hefur samið mikið efni fyrir útvarp og sjónvarp ásamt því að skrifa kvikmyndahandrit. Hann er einn af höfundum Vakta-seríanna og kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson þar sem hann sló rækilega í gegn og hlaut Edduverðlaunin 2010 fyrir leik sinn í myndinni. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur réði hann sem hússkáld Borgarleikhússins árið 2010 og er Hótel Volkswagen afrakstur af starfi hans þar. Benedikt Erlingsson (1969) leikstýrir verkinu en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttum Fóstbræðra sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Benedikt er einn af okkar þekktustu leikhúsmönnum og leikstýrði m.a. Jesú litla sem hlaut Grímuna árið 2010 sem sýning ársins.

 

 

thumb image

Uppskrift: Hvítlauksskonsur, gott og fljótlegt súpubrauðmeti

Það getur verið svo gott að fá nýbakað brauðmeti með súpunni. Skonsur þurfa ekki að hefast svo ilmandi og volg dásemdin er komin á borðið á innan við hálftíma! Sælkerapressan var að tilraunast með uppskriftina og orðatiltækið „neyðin kennir naktri konu að spinna“ átti svo sannarlega vel við þegar húsfreyjan uppgötvaði að mjólkin var búin. Svo Lesa meira

thumb image

Eldhúsumbætur: Óskhyggjan og raunveruleikinn

Draumaeldhúsið eða blákaldur, yndislegur og heimilislegur raunveruleikinn? Sælkerum þykir flestum einstaklega vænt um uppáhaldsherbergi heimilisins: eldhúsið. Þar geta flestir eytt löngum stundum við bakstur og matseld ýmiss konar. Búið til sultur og marmelaði með fallega svuntu um sig miðja. Útbúið veislumáltíðir í rúmgóðu en smekklegu rýminu. Steikt pönnukökur á sunnudögum við spanhelluborðið og vaskað upp meðan horft Lesa meira

thumb image

Taylor Swift, ert þetta þú?

Japönsk MacDonalds auglýsing er að rugla alla í ríminu. Ekki bara útaf því að japanskar auglýsingar eiga það til að vera eins og geimveruklám atað út í glimmeri. Í þetta sinn er það út af því að stúlkan í auglýsingunni þykir nauðalík Taylor Swift. Er þetta löngu týndur tvíburi, algjör tilviljun eða… Taylor Swift vélmenni sem Lesa meira

thumb image

„Fyrirheitna landið“ Svíþjóð

Bergljót Björk Halldórsdóttir er ritstjóri Sælkerapressunar, eiginkona og móðir. Hún bjó lengi í Stokkhólmi með manninum sínum, Ingólfi og synir þeirra fæddust báðir þar. Margir hafa haft orð á því, eftir að hún flutti heim, hvað heilbrigðiskerfi og dagvistunar- og skólakerfi Svíþjóðar hljóti nú að vera frábært. Þau hefðu nú aldrei átt að flytja heim, Lesa meira

thumb image

Einstök vinátta hests og íslensks drengs – Myndband

Þetta er án efa krúttlegasta myndband sem þú munt sjá í dag: Í þessu fallega myndbandi sem Andrés Már Logason deildi á Facebook má sjá einstaka og dýrmæta vináttu milli íslensks drengs og hests, en þeir leika saman af mikilli kæti. Drengurinn heitir Jörundur og er fjögurra ára gamall, en hesturinn Stópi er tveggja vetra. Gleðin skín af Lesa meira

thumb image

Íslendingar tjá sig um glataða Tinder-prófíla á Twitter

Ef marka má umræðuna þarf að róta sig í gegnum alls kyns vitleysu áður en maður finnur rétta aðilann á Tinder. Einhvern sem er þess verðugur að sitja með þér að minnsta kosti einn kvöldverð eða kannski kvikmynd. Um þessar mundir eru Íslendingar iðnir á Twitter þar sem kassamerkið #tilvinstrimeðþig er að slá í gegn, en Lesa meira

thumb image

5 ráð til þess að ná sumrinu aftur!

Ísland frussar éli og regni yfir þig til skiptis. Þessi jökull sem þú býrð á heldur að hann geti svindlað á þér og tekið sumarið þitt annað árið í röð. Já, NEI! Tökum aftur sumarið. Þú ræður þér sjálf/ur! Og þú ætlar sko víst að njóta sumarsins. 1. Tími til að grafa upp stuttbuxurnar Það Lesa meira

thumb image

10 hörmulegar framhaldsmyndir sem hefðu aldrei átt að líta dagsins ljós

Í tilefni þess að Mall Cop 2 hefur fengið svo hræðilega umfjöllun hjá gagnrínendum, hefur síðan Rotten Tomatoes sett saman lista af verstu framhaldsmyndum allra tíma. Síðan er tileinkuð kvikmyndagagnríni, en hjá þeim er einmitt umtöluð mynd með 0% í einkunn. Caddyshack 2 (1988) Einkunn: 4% Upprunalega Caddyshack, sem skartaði leikaranum Chevy Chase og Bill Lesa meira

thumb image

Justin Timberlake deilir fyrstu myndinni af nýfæddum syni sínum

Söngvarinn Justin Timberlake og leikkonan Jessica Biel eignuðust sitt fyrsta barn þann 11. apríl síðastliðinn. Að sögn dagblaðsins Mirror eru hjónin að aðlagast foreldrahlutverkinu í rólegheitum á heimili sínu í Montana, Bandaríkjunum. Margir hafa beðið spenntir eftir að sjá litla krílið, sem hlotið hefur nafnið Silas, og nú hefur Justin deilt fyrstu myndinni með fylgjendum Lesa meira

thumb image

Tóku óvænta poppsmellinn Gerðiþaðekki á kassagítar og fóru alveg á kostum

Félagarnir Haukur Halldórsson og Guðmundur Stefán Þorvaldsson fara alveg á kostum í þessu myndbandi þar sem þeir taka „unplugged“ útgáfu af óvænta poppsmellinum Gerðiþaðekki. Nútíminn fékk Þorstein Baldvinsson til að smíða þetta gríðarlega sniðuga popplag upp úr Kastljósviðtali við Sveinbjörgu Birnu, en það lag hefur þegar fengið tæp 70 þúsund áhorf á YouTube. Útgáfan sem Lesa meira