Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson á Stóra sviði Borgarleikhússins
20.03.2012 Ritstjórn

Síðast unnu þeir Jón Gnarr og Benedikt saman undir hatti F’óstbræðra. Jón Gnarr samdi leikritið Hótel Volkswagen sem leikskáld Borgarleikhússins áður en hann settist í stól borgarstjóra.

 

Þetta nýja íslenska verk eftir borgarstjórann verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhúsisns nk laugardag 24. mars kl 20.  Jón Gnarr skrifaði verkið í embætti sínu sem leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári áður en hann lét af því embætti til að taka við embætti borgarstjóra Reykjavíkur.

Hótel Volkswagen er leikrit um brjóstumkennanlega gesti á hóteli þar sem ekkert er eins og af er látið og allt getur gerst. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttunum Fóstbræðrum sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Sex leikarar og tveir þýskir fjárhundar eru í verkinu. Stóra salnum í Borgarleikhúsinu hefur verið breytt fyrir sýninguna, því sviðið er byggt út í salinn og öðrum áhorfendasvæðum bætt við á sviðinu, þannig er leikið með áhorfendur á tvo vegu. Með þessu skapast meiri nálægð við leikara og dýr en vaninn er.

 

Sagan: Hótel VolksWagen

 

Pálmi og Siggi litli eru á ferðalagi. Bíllinn bilar, en til allrar hamingju er Hótel Volkswagen í næsta nágrenni og þar er ekki einasta gistiaðstaða heldur er Svenni móttökustjóri líka bifvélavirki. Svenni er bjartsýnn tómhyggjumaður og hann lofar þeim að gera við bílinn. Á meðan feðgarnir bíða eftir að gert verði við bílinn þurfa þeir að gista á hótelinu og smám saman kynnast þeir gestum hótelsins. Paul Jenkins er kona og breskur séntilmaður. Hún er gift Adrian Higgins. Þeir Paul og Adrian geta ekki eignast börn en eru alltaf að reyna. Svo er það Ludwig Rosenkranz, kumpánlegur nasisti með fortíðarþrá. En hann, eins og flestir gesta hótelsins, uppgötva að það er hægara sagt en gert að yfirgefa Hótel Volkswagen. Við fylgjumst með hinum brjóstumkennanlegu gestum á hóteli þar sem allt getur gerst og allir eiga sér vafasama fortíð.

Jón er afkastamikill höfundur og hefur samið mikið efni fyrir útvarp og sjónvarp ásamt því að skrifa kvikmyndahandrit. Hann er einn af höfundum Vakta-seríanna og kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson þar sem hann sló rækilega í gegn og hlaut Edduverðlaunin 2010 fyrir leik sinn í myndinni. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur réði hann sem hússkáld Borgarleikhússins árið 2010 og er Hótel Volkswagen afrakstur af starfi hans þar. Benedikt Erlingsson (1969) leikstýrir verkinu en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttum Fóstbræðra sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Benedikt er einn af okkar þekktustu leikhúsmönnum og leikstýrði m.a. Jesú litla sem hlaut Grímuna árið 2010 sem sýning ársins.

 

 

Ritstjórn
24.4.2014

Skrifborð fyrir kattaeigendur

Mynd/Jezebel

Flestir sem eiga ketti kannast við þann vanda að koma engu í verk, enda kötturinn alltaf tilbúinn að leggjast á lyklaborðið, heimavinnuna eða bókina þegar mest lyggur á. Nú telur hönnuðurinn Ruan Hao sig hafa fundið lausn á vandanum; með því að hanna skrifborð sem sinnir þörfum kattarins á meðan þú notar tíman til að vinna eða...

Ritstjórn
24.4.2014

Sylvía hitti loksins blóðfjölskyldu sína: „Vildi ekki sleppa“

sylvía forsíða

Eins og í bíómynd: „Hún gekk í átt til mín hágrátandi, jók svo hraðan þangað til hún var komin i faðm minn og hélt virkilega fast og vildi ekki sleppa.“ Sylvía Magnúsdóttir var ættleidd ung frá Þýskalandi og vissi lítið um fjölskyldu sína og bakgrunn. Einu upplýsingarnar sem hún hafði var eftirnafnið sitt og fæðingarland. Henni fannst...

Ritstjórn
24.4.2014

Myndir þú kaupa 100.000 króna ís?

Mynd/Jezebel

Bakarí í New York hefur nú hafið sölu á ís sem kostar rúmar 100.000 krónur. Um er að ræða ís stútfullan af góðgæti en eitt furðulegasta meðlætið er skartgripur. Ísinn er kallaður „Malboussin Mega Sundae“ en skartið sem honum fylgir er tæplega 60.000 króna virði. Þessi gripur, sem smíðaður er úr svörtu stáli og hvítagulli,...

Ritstjórn
24.4.2014

Gleðilegt sumar!

sumar

Í dag er Sumardagurinn fyrsti og fögnum við því mikið. Það er alveg komið nóg af þessum kulda og snjó svo við látum okkur dreyma um gott veður og bjartari, skemmtilegri og lengri daga.   Það er alveg að koma sumar…  

Ritstjórn
23.4.2014

Dagur bókarinnar: Mest seldu bækur allra tíma

books

Í dag fögnum við hinum alþjóðlega degi bókarinnar. Þessi dagur hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 1995 í þeim tilgangi að fagna tilvist bókarinnar, rithöfundum, myndskreytum og ekki síst sjálfum lesendunum! Í tilefni dagsins birtum við lista yfir mest seldu skáldsögur allra tíma. Hversu margar hefur þú lesið?   1. A Tale of Two Cities eftir Charles Dickens (1859)  ...

Ritstjórn
23.4.2014

Tinna: „Ert þú ekki þessi stelpa?”

tinna

„Þú varðst fyrir misnotkun Tinna.” Þetta sagði mamma mín við mig fyrir rétt rúmlega ári síðan. Mér hafði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að ég hefði orðið fyrir einhvers konar misnotkun. Ég tók bara vondar ákvarðanir og var hálfviti. Það var nefnilega búið að vara mig við, ég vissi alveg að ég ætti ekki að...

Ritstjórn
23.4.2014

Ódýrar og einfaldar lausnir fyrir heimilið

headphones1

Góð húsráð þurfa ekki að vera dýrkeypt. Hér má sjá nokkrar sniðugar lausnir á algengum vandamálum þar sem notast er við hversdagslega hluti sem ættu að vera til á heimilinu eða skrifstofunni. Ekki eru allar lausnirnar til þess gerðar að fegra umhverfið, en margar hverjar gætu reynst nytsamlegar.   Breyttu plastglösum í hátalara Þessir hátalarar vinna kannski...

Ritstjórn
23.4.2014

Gerir listaverk úr frauðplast bollum

williamhersey-7-620x

Ónefndur aðili gekk inn á bifreiðaskoðunarstöð dag nokkurn og rakst þar á kaffimál sem skilið hafði verið eftir af öðrum viðskiptavini. Í ljós kom að teiknað hafði verið á frauðplastmálið af mikilli listfengni með kúlupenna. Hann spurðist þá fyrir um hver hefði skilið málið eftir, en starfsmenn stöðvarinnar fundu þó ekki nafnið á listamanninum. Einn...

Aðsendar greinar
23.4.2014

Erna Kristín: Er danskan mikilvægari en táknmál?

erna forsíða

Af hverju er ekki öllum börnum í grunnskóla kennt táknmál? Ef ekki grunnskóla, af hverju er þetta ekki valgrein í framhaldsskólum? Er það kannski þannig? Af hverju velur þá enginn að læra þetta? Af hverju valdi ég ekki að læra þetta? Af hverju læri ég þetta ekki núna? Mér finnst að þetta eigi að vera...

Ritstjórn
23.4.2014

Nýtt lag með Beyoncé

beyonce

Nýtt lag frá lagahöfundinum og framleiðandanum Boots lak á netið í gær við mikla lukku margra aðdáenda söngkonunnar Beyoncé. Boots hjálpaði Beyoncé að gera nýjustu plötuna sína sem hún gaf óvænt út í lok síðasta árs. Er augljóst að samstarfið þeirra hefur gengið ótrúlega vel og syngur drottningin nú með honum í þessu nýja lagi...

Ritstjórn
23.4.2014

Þriðjungur hefur ekki efni á hollum mat

166499398

Hátt matarverð hefur þau áhrif að þriðjungur fullorðinna Breta hefur ekki efni á hollum mat. Í könnun sem bresku hjartaverndarsamtökin, BHF, gerðu kom í ljós að 39 prósent aðspurðra létu verð á mat en ekki hollustu ráða för þegar keypt var í matinn.     Fjórðungur aðspurðra hafði ekki keypt ávexti eða grænmeti vikuna áður...

Nafnlaust
23.4.2014

Játning: Ég elska hana en hún mun aldrei elska mig á sama hátt

Mynd/Getty

Ég er ungur maður, í góðri vinnu, á góða vini og er hrifinn af gullfallegri stelpu. Það gerðist bara nýlega að ég byrjaði að finna fyrir þessum tilfinningum gagnvart henni. En hún er dásamleg og ég hef þekkt hana lengi og veit hversu vel við myndum passa saman. Hún er samt sem áður óvinnanleg, ég...

Ritstjórn
23.4.2014

Múmín kaffihús býður gestum félagsskap

Allar myndir/Designtaxi.com

Moomin Café er lítið kaffíhús í Japan, en eins og nafnið gefur til kynna er þema staðarins Múmínálfarnir. Sögurnar um Múmínálfana eru úr smiðju hinnar finnsku Tove Jansson, en vinsælir teiknimyndaþættir byggðir á sögunum eiga rætur sínar að rekja til Japan. Sögurnar, þættirnir og ótal margar múmínvörur hafa notið vinsælda víða um heim, ekki síst á Íslandi,...

Ritstjórn
23.4.2014

Báðu internet notendur að velja nafn á dóttur sína

babyfeet

Í janúar síðastliðinn bjó Stephen McLaughlin, þá verðandi faðir, til vefsíðuna NameMyDaughter.com þar sem hann bað internet notendur að velja nafn á dóttur sína. Nú hafa hann og Alysha, konan hans, tilkynnt á vefnum að hin litla Amelia Savannah Joy McLaughlin hafi komið í heiminn þann 7. apríl. Nafnið „Amelia“ fékk um það bil 150.000...

Ritstjórn
23.4.2014

Matarsódi: 25 frábærar hugmyndir að notkun

Mynd/Getty

Vissir þú þetta?  Matarsódi er oft notaður í bakstur og margir nota hann einnig í heimilisþrifin eins og til dæmis þegar silfrið er pússað. Matarsódi ætti að vera til á hverju heimili þar sem hægt er að nota hann á ótrúlega marga vegu. Hér eru 25 leiðir til að nota matarsódann á heimilinu:    ...

Ritstjórn
22.4.2014

Þróunarsaga farsímans: Frá Snake til Snapchat

nokia

Tæknin þróast svo hratt að maður gleymir því að einu sinni, fyrir ekki svo löngu, var hún hreinlega ekki til staðar. Ef einhverjir skyldu hafa gleymt því var síminn upprunalega fundinn upp til þess að hringja og taka á móti símtölum. Þróunin hefur þó farið vel fram úr því á síðustu áratugum: Úr risavöxnum farsímum í örlitlar lófatölvur, frá...