Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson á Stóra sviði Borgarleikhússins

Síðast unnu þeir Jón Gnarr og Benedikt saman undir hatti F’óstbræðra. Jón Gnarr samdi leikritið Hótel Volkswagen sem leikskáld Borgarleikhússins áður en hann settist í stól borgarstjóra.

 

Þetta nýja íslenska verk eftir borgarstjórann verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhúsisns nk laugardag 24. mars kl 20.  Jón Gnarr skrifaði verkið í embætti sínu sem leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári áður en hann lét af því embætti til að taka við embætti borgarstjóra Reykjavíkur.

Hótel Volkswagen er leikrit um brjóstumkennanlega gesti á hóteli þar sem ekkert er eins og af er látið og allt getur gerst. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttunum Fóstbræðrum sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Sex leikarar og tveir þýskir fjárhundar eru í verkinu. Stóra salnum í Borgarleikhúsinu hefur verið breytt fyrir sýninguna, því sviðið er byggt út í salinn og öðrum áhorfendasvæðum bætt við á sviðinu, þannig er leikið með áhorfendur á tvo vegu. Með þessu skapast meiri nálægð við leikara og dýr en vaninn er.

 

Sagan: Hótel VolksWagen

 

Pálmi og Siggi litli eru á ferðalagi. Bíllinn bilar, en til allrar hamingju er Hótel Volkswagen í næsta nágrenni og þar er ekki einasta gistiaðstaða heldur er Svenni móttökustjóri líka bifvélavirki. Svenni er bjartsýnn tómhyggjumaður og hann lofar þeim að gera við bílinn. Á meðan feðgarnir bíða eftir að gert verði við bílinn þurfa þeir að gista á hótelinu og smám saman kynnast þeir gestum hótelsins. Paul Jenkins er kona og breskur séntilmaður. Hún er gift Adrian Higgins. Þeir Paul og Adrian geta ekki eignast börn en eru alltaf að reyna. Svo er það Ludwig Rosenkranz, kumpánlegur nasisti með fortíðarþrá. En hann, eins og flestir gesta hótelsins, uppgötva að það er hægara sagt en gert að yfirgefa Hótel Volkswagen. Við fylgjumst með hinum brjóstumkennanlegu gestum á hóteli þar sem allt getur gerst og allir eiga sér vafasama fortíð.

Jón er afkastamikill höfundur og hefur samið mikið efni fyrir útvarp og sjónvarp ásamt því að skrifa kvikmyndahandrit. Hann er einn af höfundum Vakta-seríanna og kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson þar sem hann sló rækilega í gegn og hlaut Edduverðlaunin 2010 fyrir leik sinn í myndinni. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur réði hann sem hússkáld Borgarleikhússins árið 2010 og er Hótel Volkswagen afrakstur af starfi hans þar. Benedikt Erlingsson (1969) leikstýrir verkinu en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttum Fóstbræðra sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Benedikt er einn af okkar þekktustu leikhúsmönnum og leikstýrði m.a. Jesú litla sem hlaut Grímuna árið 2010 sem sýning ársins.

 

 

thumb image

Ást í morgunmat á Valentínusardegi

Krakkar mínir! Valentínusardagurinn er á morgun og þá er vissara að hella sér út í rómantíkina alveg frá fyrsta hanagali. Þeir sem eru svo heppnir að vakna við hliðna á einhverjum sem þeir eru skotnir í ættu að læðast fram í eldhús og laga rómantískan morgunmat í tilefni dagsins. Hvað er til rómantískara en egg Lesa meira

thumb image

Ef Óskarsverðlaunamyndirnar í ár væru þýddar á íslensku

Hér áður fyrr voru Íslendingar duglegir við að þýða kvikmyndatitla líkt og tíðkast í mörgum löndum. Nú til dags þekkjum við kvikmyndirnar betur á erlendum heitum þeirra… þar til þær eru sýndar á RÚV og áhorfið verður ein stór óvissa. En þar sem RÚV sér iðulega um að sjónvarpa Óskarsverðlaunahátíðinni hér á landi fannst okkur tilvalið Lesa meira

thumb image

Draumur hvers prjónara: Hugh Jackman í hlutverki prjónaþjálfara

Hvaða prjónari væri ekki til í að hafa Hugh Jackman sem þjálfara, klappstýru, nuddara… ? Í þessu myndbandi, sem reyndar er hlutu af snjallri markaðssetningu fyrir bíómyndina Eddie the Eagle, rætist draumur eins prjónara. Hugh Jackman birtist okkur hér í fyrsta sinn sem heimsins besti prjónaþjálfari. Gjörið svo vel!   Hugh Jackman & Taron Egerton Lesa meira

thumb image

Valentínusarprófið: Finndu sálufélaga þinn

Ástin er rétt handan við hornið. Þetta próf hefur verið sannreynt af vísindamönnum* og tryggir þér farsælt ástarsamband ef þú leitar að rétta einstaklingnum á réttum stað. * Prófið hefur ekki verið sannreynt af vísindamönnum.

thumb image

Nýjasta trendið í hártísku karla

Nú er hreinlega spurning hvort tími manbunsins hafi runnið sitt skeið. Lokkaprúðir piltar með hárið í snúð hafa lagt sitt af mörkum til að fegra umhverfið undanfarin misseri, en nú eru blikur á lofti. Fléttur eru nýjasta trendið í hártísku karlmanna. Í þessu stórkostlega þokkafulla myndbandi er útskýrt hvernig nota má fléttur til að auka á Lesa meira

thumb image

Annað undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar: Hver fer áfram?

Í kvöld fer fram seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppninni og verða þrjú lög valin til þess að komast áfram á úrslitakvöldið eftir viku. Nú þegar eru lögin Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er komin áfram. Í kvöld keppa sex lög um þrjú sæti og verður spennandi að sjá hvaða lög fá flest atkvæði. Hvaða lag vilt þú sjá Lesa meira

thumb image

Magnaðar fæðingarljósmyndir sýna átök og fegurð lífsins

Sigurvegarar í ljósmyndakeppni á vegum alþjóðlegra samtaka fæðingarljósmyndara hafa verið tilkynntir og myndirnar eru alveg hreint magnaðar. Myndirnar sýna bæði þau átök og þá fegurð sem felst í því að skapa nýtt líf. Fyrsta sæti Sigurvegar í flokki: Hríðir Sigurvegari í flokki: Fæðing Sigurvegari í flokki: Eftir fæðingu Sérstök heiðursverðlaun

thumb image

Karen styrkti kraftaverkadrenginn Björgvin Unnar

Í síðasta mánuði sögðum við frá lítilli eins árs hetju sem hefur dvalið á sjúkrahúsi nánast allt sitt líf. Björgvin Unnar hefur nú þegar farið í margar aðgerðir og oft verið hætt komin. Eins og við sögðum frá á dögunum var stofnaður styrktarsjóður fyrir Björgvin Unnar þar sem hann þarf að fara aftur til Boston vegna veikindanna. Lesa meira