Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson á Stóra sviði Borgarleikhússins

Síðast unnu þeir Jón Gnarr og Benedikt saman undir hatti F’óstbræðra. Jón Gnarr samdi leikritið Hótel Volkswagen sem leikskáld Borgarleikhússins áður en hann settist í stól borgarstjóra.

 

Þetta nýja íslenska verk eftir borgarstjórann verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhúsisns nk laugardag 24. mars kl 20.  Jón Gnarr skrifaði verkið í embætti sínu sem leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári áður en hann lét af því embætti til að taka við embætti borgarstjóra Reykjavíkur.

Hótel Volkswagen er leikrit um brjóstumkennanlega gesti á hóteli þar sem ekkert er eins og af er látið og allt getur gerst. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttunum Fóstbræðrum sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Sex leikarar og tveir þýskir fjárhundar eru í verkinu. Stóra salnum í Borgarleikhúsinu hefur verið breytt fyrir sýninguna, því sviðið er byggt út í salinn og öðrum áhorfendasvæðum bætt við á sviðinu, þannig er leikið með áhorfendur á tvo vegu. Með þessu skapast meiri nálægð við leikara og dýr en vaninn er.

 

Sagan: Hótel VolksWagen

 

Pálmi og Siggi litli eru á ferðalagi. Bíllinn bilar, en til allrar hamingju er Hótel Volkswagen í næsta nágrenni og þar er ekki einasta gistiaðstaða heldur er Svenni móttökustjóri líka bifvélavirki. Svenni er bjartsýnn tómhyggjumaður og hann lofar þeim að gera við bílinn. Á meðan feðgarnir bíða eftir að gert verði við bílinn þurfa þeir að gista á hótelinu og smám saman kynnast þeir gestum hótelsins. Paul Jenkins er kona og breskur séntilmaður. Hún er gift Adrian Higgins. Þeir Paul og Adrian geta ekki eignast börn en eru alltaf að reyna. Svo er það Ludwig Rosenkranz, kumpánlegur nasisti með fortíðarþrá. En hann, eins og flestir gesta hótelsins, uppgötva að það er hægara sagt en gert að yfirgefa Hótel Volkswagen. Við fylgjumst með hinum brjóstumkennanlegu gestum á hóteli þar sem allt getur gerst og allir eiga sér vafasama fortíð.

Jón er afkastamikill höfundur og hefur samið mikið efni fyrir útvarp og sjónvarp ásamt því að skrifa kvikmyndahandrit. Hann er einn af höfundum Vakta-seríanna og kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson þar sem hann sló rækilega í gegn og hlaut Edduverðlaunin 2010 fyrir leik sinn í myndinni. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur réði hann sem hússkáld Borgarleikhússins árið 2010 og er Hótel Volkswagen afrakstur af starfi hans þar. Benedikt Erlingsson (1969) leikstýrir verkinu en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttum Fóstbræðra sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Benedikt er einn af okkar þekktustu leikhúsmönnum og leikstýrði m.a. Jesú litla sem hlaut Grímuna árið 2010 sem sýning ársins.

 

 

thumb image

Hrafnhildur stefnir á úrslit í Ríó: „Allt getur gerst“

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði stórkostlegum árangri á Evrópumótinu í sundi í London um helgina en þar komst hún þrisvar á verðlaunapall og sló einnig Íslandsmet í þremur keppnisgreinum. Hrafnhildur vann silfurverðlaun í 50 metra bringusundi og 100 metra bringusundi. Auk þess vann hún bronsverðlaun í 200 metra bringusundi. Ég ræddi við þessa ótrúlega metnaðargjörnu og duglegu Lesa meira

thumb image

Emilia Clarke söng lagið MMMBop á Dothraki – Myndband

Það er ekki auðvelt að vera drekamóðir sem sölsar undir sig hvert ríkið á fætur öðru og afnemur þrælahald í leiðinni. Spurðu bara Emiliu Clarke sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Thrones. Hún þarf að auki að kunna fjölda tungumála sem samin eru sérstaklega fyrir þættina og er Dothraki eitt af þeim. Í spjallþætti Seth Lesa meira

thumb image

Amber Heard og Johnny Depp skilja eftir 15 mánaða hjónaband

Leikkonan Amber Heard hefur sótt um skilnað við Johnny Depp eftir aðeins 15 mánaða hjónaband. Ástæðan er sögð vera ágreiningur sem ekki er unnt að leysa úr. Heard sótti um skilnað á mánudaginn, stuttu eftir andlát móður Johnny Depp, sem lést þann 20. maí. Heard, sem er þrítug, og Depp, 52 ára, kynntust árið 2011 Lesa meira

thumb image

Þriðjungur myndi nauðga ef afleiðingarnar væru engar

Sláandi rannsókn sem gerð var meðal bandarískra háskólanema leiddi í ljós að þriðjungur karlmanna myndi nauðga konu ef þeir væru lausir við einhvers konar eftirmála eða afleiðingar sem kæmu þeim illa. Rannsóknin sýndi einnig fram á það að mikill fjöldi karlmanna gerði oft ekki skýran greinarmun á nauðgun og kynlífi. Rannsóknin var birt í vísindaritinu Lesa meira

thumb image

Hrafnhildur: „Stundum þarf maður bara að stoppa, líta til baka og sjá hversu langt maður er kominn“

„Alveg frá því að ég man eftir mér hef ég verið í stærra lagi þrátt fyrir það að vera algjör orkubolti og alltaf í íþróttum“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir en hún sagði frá árangri sínum í bloggi á síðunni Motivation.is í gær. Hrafnhildur er 22 viðskiptafræðinemi og breytti algjörlega lífsstíl sínum. Hún hefur náð miklum árangri Lesa meira

thumb image

Starbucks klúðraði drykkjarpöntun Helen Hunt eins og þeim einum er lagið

Starfsmenn kaffihúsakeðjunnar Starbucks eru þekktir fyrir að skrifa röng nöfn á drykkjarmál viðskiptavina sinna – oft með ótrúlega fyndnum afleiðingum. Stundum er það heyrnin sem bregst þeim og oft er það stafsetningin. En þegar leikkonan Helen Hunt keypti sér drykk á Starbucks var hún tekin í misgripum fyrir aðra leikkonu. Hún spurði kaffibarþjónninn hvort hann Lesa meira

thumb image

Réttað verður yfir Bill Cosby: Byrlaði konum ólyfjan og nauðgaði þeim

Dómari úrskurðaði í dag að réttað verði yfir Bill Cosby fyrir dómstóli í Pennsylvaníu. Leikarinn er meðal annars sakaður um nauðgun og önnur kynferðisbrot. Í málinu sem um ræðir er Bill ákærður fyrir að nauðga konu í Fíladelfíu fyrir tólf árum síðan. Þessi hugrakka kona var sú fyrsta sem steig fram og ásakaði Bill opinberlega en Lesa meira