Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson á Stóra sviði Borgarleikhússins

Síðast unnu þeir Jón Gnarr og Benedikt saman undir hatti F’óstbræðra. Jón Gnarr samdi leikritið Hótel Volkswagen sem leikskáld Borgarleikhússins áður en hann settist í stól borgarstjóra.

 

Þetta nýja íslenska verk eftir borgarstjórann verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhúsisns nk laugardag 24. mars kl 20.  Jón Gnarr skrifaði verkið í embætti sínu sem leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári áður en hann lét af því embætti til að taka við embætti borgarstjóra Reykjavíkur.

Hótel Volkswagen er leikrit um brjóstumkennanlega gesti á hóteli þar sem ekkert er eins og af er látið og allt getur gerst. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttunum Fóstbræðrum sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Sex leikarar og tveir þýskir fjárhundar eru í verkinu. Stóra salnum í Borgarleikhúsinu hefur verið breytt fyrir sýninguna, því sviðið er byggt út í salinn og öðrum áhorfendasvæðum bætt við á sviðinu, þannig er leikið með áhorfendur á tvo vegu. Með þessu skapast meiri nálægð við leikara og dýr en vaninn er.

 

Sagan: Hótel VolksWagen

 

Pálmi og Siggi litli eru á ferðalagi. Bíllinn bilar, en til allrar hamingju er Hótel Volkswagen í næsta nágrenni og þar er ekki einasta gistiaðstaða heldur er Svenni móttökustjóri líka bifvélavirki. Svenni er bjartsýnn tómhyggjumaður og hann lofar þeim að gera við bílinn. Á meðan feðgarnir bíða eftir að gert verði við bílinn þurfa þeir að gista á hótelinu og smám saman kynnast þeir gestum hótelsins. Paul Jenkins er kona og breskur séntilmaður. Hún er gift Adrian Higgins. Þeir Paul og Adrian geta ekki eignast börn en eru alltaf að reyna. Svo er það Ludwig Rosenkranz, kumpánlegur nasisti með fortíðarþrá. En hann, eins og flestir gesta hótelsins, uppgötva að það er hægara sagt en gert að yfirgefa Hótel Volkswagen. Við fylgjumst með hinum brjóstumkennanlegu gestum á hóteli þar sem allt getur gerst og allir eiga sér vafasama fortíð.

Jón er afkastamikill höfundur og hefur samið mikið efni fyrir útvarp og sjónvarp ásamt því að skrifa kvikmyndahandrit. Hann er einn af höfundum Vakta-seríanna og kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson þar sem hann sló rækilega í gegn og hlaut Edduverðlaunin 2010 fyrir leik sinn í myndinni. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur réði hann sem hússkáld Borgarleikhússins árið 2010 og er Hótel Volkswagen afrakstur af starfi hans þar. Benedikt Erlingsson (1969) leikstýrir verkinu en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttum Fóstbræðra sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Benedikt er einn af okkar þekktustu leikhúsmönnum og leikstýrði m.a. Jesú litla sem hlaut Grímuna árið 2010 sem sýning ársins.

 

 

thumb image

Fólk er að missa sig yfir hamingjusama trommuleikaranum á Júróvisjón: Myndband

Það fylgdust margir spenntir með Júróvisjón í gær, en nú er hálfur heimurinn að missa sig yfir tónlistaratriði Austurríkismanna sem sýnt var þegar keppnin var um það bil hálfnuð. Þá er það sérstaklega ákveðinn trommuleikari sem vakið hefur athygli; en gleðin skín af honum með slíkum hætti að menn trúa ekki sínum eigin augum. Þessi Lesa meira

thumb image

Yndislegir hundar sem þykir fátt skemmtilegra en bílferðir: Myndir

Stundum þykir besta vini mannsins ekkert betra en að fara á rúntinn. Þegar vel viðrar og lífið leikur við mann stingur maður auðvitað hausnum út um gluggann og nýtur þess að láta vindinn blása framan í sig. Þetta vita allir lífsglaðir hundar. Hér eru nokkrar frábærar myndir af hundum sem njóta sín vel í bílferðum. Lesa meira

thumb image

Öðlaðist frægð í sænska Idolinu: Sjáðu Måns Zelmerlöw koma fram í fyrsta sinn

Sænski söngvarinn Mås Zelmerlöw vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann tryggði sér sigur í Júróvisjón í gærkvöldi. „Þetta var alveg ótrúlegt. Ég heyrði ekki þegar þau sögðu það fyrst. Eg hét að Rússland eða Ítalía myndu vinna.“ Måns var skiljanlega í skýjunum yfir sigrinum þegar blaðamenn ræddu við hann eftir keppnina. „Tilfinningarnar Lesa meira

thumb image

Þjóðin vildi Ítalíu: Sigruðu símakosninguna á Íslandi

Ítölsku sjarmatröllin höfnuðu í þriðja sæti í Júróvisjón, en lagið Grande Amore snerti hjörtu margra. Það er ljóst að lagið snerti hjörtu íslensku þjóðarinnar, enda hefur komið í ljós að Ítalir sigruðu símakosninguna hér á landi; þeir kolféllu hins vegar í mati dómnefndar. Þegar allt hafði verið talið saman fengu Ítölsku piltarnir 6 stig frá Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Einfaldur eftirréttur – Bláber og rjómi

Það þarf ekki alltaf að vera flókið að útbúa góðan eftirrétt og eru bláber, þeyttur rjómi og súkkulaðispænir hin fullkomna blanda af einum slíkum! Undanfarið hefur verið hægt að kaupa stórar öskjur af ótrúlega girnilegum og góðum bláberjum í Bónus og hafa þær ófáar ratað hingað í ísskápinn. Ég átti afgang af þeyttum rjóma frá Lesa meira

thumb image

Íslendingar æstir á Twitter – en meira að segja Russell Crowe horfði á Júróvisjón!

Íslendingar tístu eins og enginn væri morgundagurinn á meðan þeir fylgdust með Júróvisjónkeppninni í kvöld og ekki dró úr æsingnum þegar úrslitin voru ráðin! Keppnin hefur vakið athygli víða um heim og meira að segja leikarinn Russell Crowe fylgdist með í ár. Það er ef til vill ekki skrítið, þar sem þessi nýsjálenski leikari hefur búið Lesa meira

thumb image

Svíþjóð sigurvegarar Júróvisjón 2015!

Þá eru úrslit Júróvisjónkeppninnar árið 2015 ráðin og það er Svíþjóð sem bar sigur úr býtum. Baráttan var hörð í fyrstu, en þá sérstaklega á milli Rússlands, Svíþjóðar og Ítalíu. Í byrjun virtist sem Rússar myndu fara með sigur af hólmi og voru þeir með mikla forystu í fyrstu. Svíar tóku þó góðan sprett í lokinn Lesa meira