Keypti bara nauðsynjar í eitt ár: Sjáðu hvað hún sparaði mikið

Michelle McGagh var komin með nóg af því að eyða peningunum sínum í allskonar óþarfa. Fyrir rúmu ári brá hún því á það ráð að framkvæma tilraun; hún ákvað að verja heilu ári í að kaupa aðeins það sem hún þurfti á að halda og óhætt er að segja að Michelle hafi lært heilan helling af þessari tilraun sinni.

Michelle, sem er búsett í London, segist hafa eytt um 10 þúsund pundum, eða um einni og hálfri milljón króna, á ári í það sem hún kallar óþarfa; á hún þá við mat og drykki á veitingastöðum, almenningssamgöngur og dýrar snyrtivörur sem dæmi.

Michelle ákvað að fara allra sinna ferða á reiðhjóli í heilt ár. Með því tókst henni að spara umtalsvert

3,2 milljónir

Með því að hjóla hvert sem hún fór, eða því sem næst, og skera niður í útgjöldum á veitingastöðum tókst henni að ná þessum 10 þúsund pundum á ári niður í 846 pund, rúmar 100 þúsund krónur. Og á þessu eina ári sem tilraunin stóð yfir tókst Michelle og eiginmanni hennar að spara 3,2 milljónir króna. Michelle segist við Mail Online ekki vera óhamingjusamari fyrir vikið, þvert á móti sé hún hamingjusamari og heilsuhraustari.

Hlutirnir áttu hana, ekki öfugt

Michelle hefur skrifað bók, The No Spend Year: How I spent less and lived more, um þessa tilraun sína og það þarf ekki að koma á óvart að hún hvetur aðra til að feta í sín fótspor – þó það hljómi erfitt, að skera niður í útgjöldum á jafn róttækan hátt og hún gerði, sé það auðveldara en það hljómar. Michelle segir að hún hafi í raun haft um tvennt að velja; halda lífsstíl sínum áfram og eiga engan pening eða gera breytingar. Hún valdi seinni kostinn.

Eitt af því sem Michelle endurnýjaði eftir að tilrauninni lauk voru slitnar gallabuxur.
Eitt af því sem Michelle endurnýjaði eftir að tilrauninni lauk voru slitnar gallabuxur.

„Ég áttaði mig á því að það voru hlutirnir sem áttu mig – ég átti þá ekki,“ segir hún. Hún og eiginmaður hennar hafa verið áhugamenn um minimalískan lífsstíl um nokkurt skeið og hafa þau nú selt eða gefið stóran hluta af eigum sínum. Þau ákváðu að hefja tilraun sína á Black Friday árið 2015, daginn sem fjölmargar verslanir um heim allan bjóða viðskiptavinum sínum veglega afslætti. Reglurnar voru þannig að hún og eiginmaður hennar skiptu með sér föstum mánaðarlegum útgjöldum, svo sem afborgunum af íbúðarláni, interneti, síma og tryggingum, en mánaðarleg útgjöld fyrir allt þetta voru um 260 þúsund krónur. Allt annað, fyrir utan mat og aðrar nauðsynjar, svo sem salernispappír og tannkrem, máttu þau ekki kaupa. Þá máttu þau ekki fara í ferðalög og ekki þiggja gjafir frá vinum og vandamönnum meðan að á tilrauninni stóð. Er þá átt við mat og drykki á veitingastöðum meðal annars.

Erfitt fyrst en vel þess virði

Eins og fyrr segir tókst þeim hjónunum að spara rúmar þrjár milljónir króna. Michelle viðurkennir að til að byrja með hafi tilraunin verið erfið; breytingarnar höfðu veruleg áhrif á félagslíf hennar og skyndilega þurfti hún að hætta að fara út með vinkonum og vinum. Þetta vandist þó fljótt og þó að tilrauninni sé nú lokið ætla hún og eiginmaður hennar að halda í þau grunngildi sem lagt var upp með í byrjun.

„Það er dásamleg tilfinning að þurfa ekki að fylgja þessari gegndarlausu neysluhyggju. Ekki nóg með það heldur hef ég miklu meiri tíma fyrir sjálfa mig, til að gera hluti sem auðga líf mitt.“

Birtist fyrst á DV.is

Var 50 klst. að gera Wonder Woman búning úr jógadýnu og límbandi

Rhylee Passfield, ástralskur förðunarfræðingur, notaði jógadýnu, límband og hugmyndaflugið til að endurgera búning Wonder Woman. „Ég byrjaði á því að vefja sjálfa mig í límband. Síðan klippti ég límbandið í snið, límdi á jógadýnu og límdi aftur saman.“ Næst útbjó hún brynjuna með límbyssu og gervinöglum. Skóna fann hún á næsta flóamarkaði og beltið, hlífar og höfuðbúnaður eru úr þunnum föndursvampti Búningurinn var ekki dýr, 30 dollarar eða um 3.000 kr., en það tók hins vegar um 50 klukkustundir að búa hann til. Brynjað var síðan bæði spreyjuð og handmáluð. Pilsið er gert úr vínyldúk sem límdur er á nærbuxur.… Lesa meira

Jólakósífatalína Beyoncé er komin í sölu

Queen B er nú búin að spila út nýjasta trompinu í fatalínu sinni, jólafatnaði sem er bæði kósí og flottur. Línan samanstendur af peysum, heilgöllum og jólaskrauti og er til sölu á vefsíðu hennar. https://www.facebook.com/beyonce/posts/10159784105765601   Lesa meira

Sjáðu stórglæsilegan giftingarhring Serenu

Fylgjendur Serenu Williams á Instagram fengu að sjá glæsilegan giftingarhring hennar þegar hún póstaði mynd í gær af dótturinni, Alexis Olympia, sem er næstum þriggja mánaða. Williams giftist Alexix Ohanian í ævintýralegu brúðkaupi þann 16. nóvember síðastliðinn í New Orleans í Louisiana. Dagurinn var sérstaklega valinn þar sem hann er afmælisdagur Anke móður Ohanian, en hún er fallin frá. https://www.instagram.com/p/BbzVaZungU7/ https://www.instagram.com/p/Bbuw10mH_Tg/ Lesa meira

Myndband: The Retro Mutants gefa út jólalag í 80’s stíl

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið heitir Finally It´s Christmas eða Loksins eru jól og var það samið á einum degi. https://www.youtube.com/watch?v=cGy2EkDmtso&feature=share Hljómsveitina skipa Bjarki Ómarsson, Viktor Sigursveinsson og Arnar Hólm og gaf sveitin út sína fyrstu plötu í júní síðastliðnum, „The Retro Mutants.“  Lesa meira

Íslenskt handverk í boði á Óslóarsvæðinu fram að jólum

Tvær íslenskar handverkskonur, Hrafnhildur Brynjarsdóttir og Elísabet Steingrímsdóttir, bjóða nú framleiðslu sína til sölu á mörkuðum í Jessheim í Noregi, en íslenskt handverk er víða í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu í Noregi fram að jólum. Hrafnhildur og Elísabet hanna, framleiða og selja vörur sínar. Hrafnhildur hefur verið að framleiða sína eigin jakka í yfir sex ár og selur víða á mörkuðum. En hún er ekki bara með jakka því hjá henni má einnig finna hálsklúta (buff) og höfuðhandklæði sem hún kallar handklæðaturban. Í samtali við vefsíðuna Nýja Ísland segir Hrafnhildur að hún njóti þess að selja vöru sína á mörkuðum en þar… Lesa meira

Þau kynntust í leikskóla og giftu sig 20 árum seinna

Matt Grodsky var þriggja ára þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að giftast bekkjarsystur sinni, Laura Scheel. 20 árum seinna stóð hann við þá yfirlýsingu. „Ég man ekki hvenær ég sá hana fyrst, en hún leyfði mér alltaf að elta sig um allt,“ segir Grodsky. „Ég var alltaf að reyna að ganga í augun á henni með því að fara með línur úr Lion King og svoleiðis.“ Þau voru í sama leikskóla í Phoenix í Arizona, en gengu síðan í sitt hvorn barnaskólann. Að lokum misstu þau sambandið við hvort annað. Þau hittust ekki aftur furr en þau… Lesa meira

Megan Markle mun vera trúlofuð og að flytja inn til Harry

Megan Markle lauk tökum í og yfirgaf þættina Suits í síðustu viku og til hennar sást í London á mánudag. Flutningamenn voru í íbúð hennar í Toronto Kanada nýlega og sögur herma að hún sé að flytja inn til prins Harry í Kensingtonhöll. „Þetta er ekki spurning um hvort hún flytur inn, heldur hvenær,“ sagði heimildamaður við People. US Weekly gengur skrefinu lengra og segir parið nú trúlofað og að undirbúa sumarbrúðkaup í lok júní á næsta ári og að Markle sé að flytja inn til Harry, sem fyrst. Opinber tilkynning um trúlofun mun væntanleg í janúar. „Það gefur henni… Lesa meira

Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta. Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi. Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið. Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá… Lesa meira

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið. UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna. Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið. Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út… Lesa meira

Einstakur Múmínbolli seldur á góðgerðaruppboði

Múmínbollinn með Míu litlu hefur verið hluti af bolla úrvali Arabia síðan árið 2008 þegar bollinn kom út. Hann hefur verið mjög vinsæll meðal safnara og aðdáenda Múmínálfana og verið í framleiðslu í nærri tíu ár. Áður en bollinn kom á markað voru nokkrar útgáfur búnar til í verksmiðju Arabia í Finnlandi.  Og á meðan á hönnun bollans stóð þá voru nokkrir litir prófaðir þar sem lokaútkoman sést ekki fyrr en búið er að hita bollann upp í ákveðið hitastig. „Framleiðsla á hverjum Múmínbolla tekur eitt og hálft til tvö ár. Litatónarnir í keramikinu eru alltaf mismunandi eftir samblandi lita… Lesa meira

Bára Halldórsdóttir spyr: „Er ég byrði og einskis virði?“

Bára Halldórsdóttir er móðir, eiginkona, aktívisti, öryrki. Hún er einnig meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Í einlægum pistli á tabu.is skrifar Bára um hvernig afstaða og mat annarra gerir það að verkum að henni finnst hún skipta sífellt minna máli í samfélaginu. Við gefum Báru orðið: Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég hef verið í mörgum hlutverkum gegnum tíðina. Byrjaði eins og aðrir í… Lesa meira

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira