KILROY býður þér upp á að flýja veturinn

Ferðaskrifstofan KILROY býður upp á spennandi og skemmtilegar ferðir og sérhæfir sig í þjónustu fyrir ungt fólk og námsmenn.

Á meðal ferða sem þeir bjóða upp á á nýju ári 2018 er Vetrarflótti til Asíu.

Ferðin er frá 15.03.2018 til 12.04.2018 og það er pláss fyrir 8 manns á aldrinum 18 til 30 ára. Innifalið í verðinu eru allar samgöngur, gisting og heill hellingur af spennandi afþreyingu.

Dagskrá er þéttskipuð af mögnuðum upplifunum en inn á milli hafa ferðafélagar einnig nægan tíma fyrir slökun. Það er enginn farastjóri í ferðinni. Hópurinn ferðast á eigin vegum á milli staða en svo á hverjum áfangastað er skipulögð dagskrá þar sem leiðsögumenn eða kennarar taka á móti hópnum og sjá um allt skipulag.

Nokkrir hápunktar ferðarinnar:

  • Eyðimerkursafarí og skoðunarferð í Dubaí
  • Köfunarnámskeið á Maldíveyjum
  • Surfskóli á Sri Lanka
  • 10 daga ævintýraferð um Sri Lanka

Ein af þeim sem farið hefur í ferðina er Guðrún Marín Viðarsdóttir sem var tilbúin að segja frá reynslu sinni og upplifun.

„Ég fór með Kilroy í ferð sem heitir Vetrarflóttinn í mars á þessu ári. Þetta árið var farið í mánaðarferð og voru viðkomustaðirnir Dubai, Maldíveyjar og Sri Lanka,“ segir Guðrún Marín. „Við byrjuðum ferðina í Dubai í fjóra daga og þar fórum við í skoðunarferð um borgina og í eyðimerkursafarí sem var algjör snilld. Á Maldíveyjum vorum við svo í átta daga og þar lærðum við að kafa. Í lok vikunnar fengum við svo köfunarréttindi. Síðasti áfangastaðurinn í vetrarflóttanum var Sri Lanka. Þar vorum við í 17 daga.  Fyrstu tíu dagana vorum við í skoðunarferð um landið og svo viku í surfcamp.

Lengdi ferðina um tæplega mánuð

Guðrúnu Marín líkaði svo vel að hún lengdi ferðina um tæplega mánuð ásamt tveim öðrum stelpum sem voru með henni í Vetrarflóttanum. „Við fórum í geggjaða ferð til Tælands í 18 daga og enduðum ferðina á Bali í viku í surfcampi.“

En af hverju ákvað hún að fara í Asíu reisu? „Mig langaði að ferðast til staða sem væru allt öðruvísi en Ísland og íslensk menning. Svo er Asía bæði ódýr og með fullt af spennandi áfangastöðum.“

Guðrún Marín segir að upplifunin hafi verið alveg frábær í alla staði. „Ég kynntist fullt af æðislegu fólki allsstaðar að úr heiminum og get ekki beðið þangað til að ég fer í næstu reisu!“

Guðrún Marín var 23 ára þegar hún fór í ferðina sem hún segir hafa verið fínan aldur fyrir hana. Mér finnst þó aldur ekki skipta neinu máli þegar þú ert að láta drauma þína rætast.

„Ég fór ein, en það var ekkert mál því maður kynntist öllum í hópnum strax. Það er líka ekkert mál að kynnast öðrum á ferðalagi, það voru svo líka mun fleiri að ferðast einir en ég bjóst við.“

Hún segir ferðina hafa verið peningana virði og ekki sjá eftir krónu. Aðspurð um hvað standi upp úr eftir ferðina, segir hún að það sé Thailand. „Ég féll alveg fyrir landinu og menningunni. Þetta er mjög brosmild þjóð. Síðan voru báðar vikurnar í sörfcampinu alveg geggjaðar. Ég sörfaði sem sagt bæði í Sri Lanka og á Bali, og á báðum stöðum á vegum Lapoint, en það er fyrirtæki sem ég mæli klárlega með.“

En myndi hún ferðast á þennan hátt aftur og hvaða ferð yrði þá fyrir valinu? „Já ég ætla klárlega að ferðast meira í framtíðinni. Næst myndi ég líklega hanna mína eigin ferð með hjálp Kilroy. Þau eru svo miklir snillingar að plana fyrir mann!“

„Ég lærði það af ferðinni að bara njóta augnabliksins.. eins cheesy og það hljómar. Síðan má maður ekki gleyma að vera þakklátur fyrir það sem maður á, en á nokkrum af þessum stöðum varð ég vör við mikla fátækt.“

Guðrúnu Marín fannst það skipta öllu máli að versla ferðina í gegnum Kilroy, þar sem hún hafði aldrei ferðast á þessum slóðum áður. „Það var því mjög þægilegt að geta treyst á Kilroy, þar sem þetta var í fyrsta skiptið sem ég ferðaðist ein svona langt og lengi.“

„Ég fékk aðstoð við allt í rauninni. Þau panta allt fyrir þig ef þú þarft þá hjálp. Flug, gistingu og alls konar ferðir. Ég mæli hiklaust með að panta bara tíma hjá ferðaráðgjafa og þau hjálpa þér að plana þína draumaferð.“

Allar nánari upplýsingar um ferðina má fá hjá KILROY.

Á heimasíðunni, í síma 517-7010 eða á skrifstofunni sjálfri, en KILROY er á Lækjartorgi 5, 3. hæð.

 

 

 

 

Merkismenn í útgáfuboði Manns nýrra tíma

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út. Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.   Lesa meira

Þraut: Ert þú einn af fáum sem fær rétta niðurstöðu?

Meðfylgjandi þraut hefur vakið mikla athygli á Facebook á undanförnum dögum og sitt sýnist hverjum um hvert rétt svar er. Á myndinni má sjá hamborgara, bjór og vínflöskur, sem öll hafa sitt tölugildi og liggja fyrir ákveðnar upplýsingar sem eiga að hjálpa einstaklingum að finna hvert rétt svar er. En sitt sýnist hverjum um hvert rétta svarið er.  Ert þú með lausnina? Tjáðu þig hér að neðan. Lesa meira

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi. „Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“ Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft. „Þetta veldur… Lesa meira

Stælir fræga fólkið með hlutum sem hann á heima

Tom Lenk er best þekktur fyrir hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer, sem sýndir voru á árunum 1997 – 2003, en þar var hann í hlutverki Andrew Wells. Leikarinn er í dag 41 árs og núna vekur hann mikla athygli á Instagram þar sem hann líkir eftir stíl og myndum sem teknar eru af fræga fólkinu, fyrirsætum og tískusýningarmódelum. Wells notar hluti sem hann á heima hjá sér til að líkjast fyrirmyndinni sem best og úr verður bráðfyndin myndasería.   Lesa meira

Ljósmynd Finns vekur athygli á Daily Mail – Hesturinn tvífari Sia

Vefsíðan Dailymail í Bretlandi birti í byrjun nóvember hestamynd sem Finnur Andrésson áhugaljósmyndari tók og sagði hestinn líkjast mjög áströlsku söngkonunni Sia. Bæði væru með sömu hárgreiðsluna sem hyldi augu þeirra. Finnur er búsettur á Akranesi og tók myndirnar þar, segir að hesturinn skemmtilegi hafi svo sannarlega lífgað upp á daginn hjá honum. Hesturinn bæði ullaði og „hló“ svo sást í tennurnar þegar Finnur smellti af. „Íslenski hesturinn er með einstakan karakter,“ er haft eftir Finni á Dailymail. „Ég var á rúntinum með myndavélina á Akranesi að leita að dýrum til að mynda. Ég sá hestinn við veginn og byrjaði… Lesa meira

Björn Lúkas með silfur á heimsmeistaramóti í MMA

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson endaði með silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA, en hann keppti til úrslita núna fyrir stuttu í millivigt. Úrslitabardaginn var á móti svíanum Khaled Laallam. Björn Lúkas er búinn að klára fimm bardaga á sex dögum, fjóra bardagana sem hann vann vann hann í 1. lotu. Úrslitabardaginn fór hinsvegar í þrjár lotur. Björn Lúkas er 22 ára. Björn Lúkas sló út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Svíþjóð. Hann mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferð vann Björn Lúkas Fionn… Lesa meira

Inga Hlín hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards fyrir konur í viðskiptum

Verðlaunin eru veitt konum sem hafa skarað fram úr í viðskiptum eða sem stjórnendur í atvinnulífi um allan heim og voru nú veitt í 14 sinn. Inga Hlín hlaut gullverðlaun sem frumkvöðull ársins, silfurverðlaun sem stjórnandi ársins, og silfur sem kona ársins í flokki stjórnvalda og stofnanna fyrir störf sín hjá Íslandsstofu síðustu ár. „Ég er ótrúlega þakklát og glöð með þennan heiður en ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á þeim árangri sem við höfum náð með samtakamætti allra þeirra sem koma að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Undanfarin ár hafa fyrirtæki og hið opinbera… Lesa meira

Maggý sýnir hestamyndir í Reiðhöllinni

Listakonan Maggý Mýrdal heldur nú málverkasýningu í Reiðhöllinni Víðidal. Og á morgun, laugardaginn 18. nóvember býður hún í vöfflupartý. Titill sýningarinnar er viðeigandi miðað við umhverfið: Ég er hestur. „Ég ætla að hafa heitt kakó, kaffi og vöfflur. Það væri gaman að sjá sem flesta,“ segir Maggý. „Það eru allir velkomnir, verður mikið fjör. Gaman að koma og kíkja á glæsilega myndlistasýningu og fá sér heitt kakó í kuldanum.“ Allir eru velkomnir. Húsið opnar kl. 14 og er opið til kl. 18. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 19. nóvember. Viðburður á Facebook. Lesa meira

Gigi Hadid verður ekki með í tískusýningu Victoria´s Secret

Fyrirsætan Gigi Hadid hefur gefið út þá tilkynningu að hún verður ekki með í tískusýningu Victoria´s Secret, sem í ár fer fram í Shanghai í Kína. Tískusýningin er jafnan gríðarlega stór og flottur viðburður og frægustu fyrirsætur hvers tíma ganga tískupallinn. „Ég er svo fúl yfir að geta ekki farið með til Kína í ár,“ skrifar Hadid á Twitter. „Ég elska VS fjölskylduna mína og ég mun verða með öllum stelpunum mínum í anda. Get ekki beðið eftir að sjá þessa flottu sýningu og get ekki beðið eftir næsta ári.“   I’m so bummed I won’t be able to make… Lesa meira

Matur: Kúrbíts ostabrauð girnilegt í partýið

Innihald: 3 meðalstórir kúrbítar (um það bil 4 bollar skorið) 2 stór egg 2 pressaðir hvítlauksgeirar ½ teskeið oregano 3 bollar parmesan ½ bolli maíssterkja salt malaður svartur pipar rauðar piparflögur 2 teskeiðar fersk steinselja marinara sósa, sem ídýfa Leiðbeiningar: 1) Hitaðu ofninn í 200°C. Skerðu kúrbítana niður eða maukaðu þá í matvinnsluvél.  Pressaðu allan aukavökva úr blöndunni. 2) Settu kúrbít, egg, hvítlauk, oregano, 1 bolla af mozzarella, parmesan og maíssterkju saman í skál og kryddaðu með salt og pipar. Hrærðu saman. 3) Færðu „deigið“ yfir á bökunarpappír og flettu út. Bakaðu í um það bil 25 mínútur. 4) Dreifðu… Lesa meira

Serena Williams og Alexis Ohanian eru búin að gifta sig

Serena Williams og Alexis Ohanian eru búin að gifta sig Parið sem er búið að vera saman í tvö ár tilkynnti trúlofun sína í desember 2016 og dóttirin, Alexis Olympia Ohanian Jr., fæddist 1. september síðastliðinn. Ohanian, einn af stofnendum Reddit og Williams, ein þekktasta tennisstjarna allra tíma, giftu sig í New Orleans að viðstöddum nánustu vinum og ættingjum, þar á meðal Beyoncé, Kim Kardashian, Eva Longoria og eiginmanni hennar José Bastón og tennisstjarnan Caroline Wozniacki og unnusti hennar, NBA leikmaðurinn David Lee. Lesa meira