Konur þjást líka af klámfíkn: Missti vinnuna og hætti að borða

„Ég var hætt að borða og átti enga vini. Steininn tók úr þegar ég var rekinn úr vinnunni eftir að ég sofnaði við skrifborðið,“

segir hin 29 ára Jessie Maegan frá Devon á Englandi. Jessie þjáðist af klámfíkn. Sjálf segist hún hafa talið niður mínúturnar í að hún kæmist heim úr vinnu til að horfa á klámefni.

Klám í kaffipásunni

Jessie steig fram í viðtali við breska blaðið The Sun til að vara aðrar konur – og karla – við afleiðingum klámfíknar. Jessie, sem áður starfaði sem ritari, segir að hún hafi verið langt leiddur klámfíkill þegar henni tókst loks að snúa við blaðinu. Hún segist hafa átt það til að skoða klám í símanum sínum í kaffipásum í vinnunni og skoðaði það svo eftir vinnu, jafnvel langt fram á nótt.

Jessie dró hægt og rólega úr klámnotkun sinni. Í dag horfir hún aldrei á klám.

Klámnotkun og klámfíkn

Hversu algeng er klámfíkn?
  • Talið er að 72 milljónir internetnotenda horfi á klám í hverjum mánuði.
  • 30 prósent þeirra eru konur
  • Tíu prósent þeirra sem horfa á klám að staðaldri viðurkenna að vera haldnir fíkn, þriðjungur þeirra eru konur.
  • 70 prósent klámnotenda halda klámnotkun sinni leyndri.
  • 40 prósent klámnotenda vilja minnka klámnotkun sína eða hætta henni.

Heimild: helpaddictions.org

Vildu lífga upp á kynlífið

Jessie þróaði með sér þessa áráttu þegar kærasti hennar stakk upp á því þau myndu horfa á klám saman til að lífga upp á kynlífið. Þegar þau hættu saman hélt Jessie áfram að horfa á klám og ágerðist fíknin í kjölfarið. Í fyrstu segist Jessie hafa verið efins um að það væri rétt skref að horfa á klám til að lífga upp á kynlífið. Hún ákvað þó að slá til og í fyrstu horfðu þau aðeins saman á klám um helgar. Ekki leið á löngu þar til parið var farið að horfa á klámefni nánast öll kvöld vikunnar saman. Sem fyrr segir hættu þau saman og þá ágerðist klámfíkn Jessie sem fórnaði nætursvefninum fyrir klámáhorf.

800 þúsund krónur

Fyrst um sinn nýtti Jessie sér þjónustu vefsíðna sem bjóða upp á ókeypis klámefni en síðan færði hún sig yfir á síður sem rukka fyrir aðgang. Klámið sem hún horfði á varð sífellt grófara. Innan átta mánaða hafði hún keypt aðgang að klámsíðum fyrir 4000 pund, eða 800 þúsund krónur. Hún hafði varla efni á húsaleigu og hafði auk þess einangrað sig frá vinum og fjölskyldu. Hún segir að henni hafi verið „alveg sama“ vegna þess að klámið gerði hana hamingjusama.

Snéri við blaðinu

Jessie er langt því frá sú eina sem þjáist af klámfíkn. Klámáhorf eykur dópamínframleiðslu í heilanum, en dópamín er taugaboðefni sem veitir ánægju, til dæmis eftir át eða kynlíf. Dópamín kemur einnig við sögu í öðrum fíknum sem tengjast til dæmis áfengi, tóbaki og eiturlyfjum.

Þegar Jessie varð ljóst að hún þyrfti að snúa við blaðinu ákvað hún að leita sér hjálpar. Hún dró hægt og rólega úr klámnotkuninni og tveimur mánuðum síðar var átta tíma klámáhorf á dag komið niður í einn tíma á dag. Í dag horfir Jessie aldrei á klám en hún er komin í fasta í vinnu.

Einkenni klámfíknar

Í Bretlandi eru starfrækt samtök sem kallast HeLP Porn Addiction. Samtökin hafa tekið saman nokkur einkenni klámfíknar sem gott er að hafa í huga. Klámfíklar vilja oft hætta að horfa á klám en telja sig ekki geta það. Þeir eiga það til að skammast sín vegna notkunar sinnar og halda henni leyndri. Að sama skapi óttast þeir sífellt að upp komist um þá. Annað merki um klámfíkn er að efnið sem fíklar leita í verður sífellt grófara, alveg eins og eiturlyfjafíklar þurfa oft sífellt sterkari efni eða stærri skammta. Að sama skapi vekur það ótta hjá fíklum hvaða efni (klámefni) örvar þá. Samtökin segja að í stað þess að bæta kynlífið geti klámfíkn og óhóflegt klámáhorf skemmt fyrir góðu og heilbrigðu kynlífi.

Birtist fyrst í DV.

Sigurður rekur íslenskan fjölmiðil í Noregi – Nýja Ísland

Sigurður Rúnarsson stóð uppi atvinnulaus árið 2013 eftir 15 ára starf í upplýsingatæknigeiranum. Hann leitaði að vinnu hér heima, sem tengdist námi hans og atvinnu, en þegar honum bauðst starf í Noregi ákvað hann að slá til og flutti út í janúar árið 2014, og starfar í dag sem forstöðumaður tölvurekstrar hjá reiknistofu samgönguráðuneytisins í Osló. „Ég er að upplagi mikill félagsmálamaður og hef starfað að þeim, var einn af stofnendum íbúasamtaka í Norðlingaholti og síðar varaformaður og formaður og þar ritstýrði ég vef samtakanna,“ segir Sigurður. „Þegar ég flutti til Noregs bauð ég fram starfskrafta mína í Íslendingafélaginu í… Lesa meira

Taylor Swift tilkynnir tónleikadaga í Bretlandi 2018

Taylor Swift hefur tilkynnt tónleikadaga hennar í Bretlandi fyrir árið 2018. Tónleikaferðalagið ber heitið Reputation líkt og nýútkomin plata hennar. Þrír tónleikar eru fyrirhugaðir, 8. júní í Manchester, 15. júní í Dublin og 22. júní á Wembley í London. Fyrsta lag plötunnar, Look What You Made Me Do, varð mest streymda lagið á 24 klukkustundum, eftir að textamyndband blaðsins náði 19 milljón áhorfum. Þegar opinbera myndbandið kom út náði það 43,2 milljón áhorfum á einum sólarhring. Miðar fara í sölu þann 1. desember næstkomandi. En þeir sem skrá sig á heimasíðu Swift fá tækifæri til að versla í forsölu sem… Lesa meira

Bára er þrefaldur fitnessmeistari eftir að hafa æft í fimm mánuði

Bára Jónsdóttir kom, sá og sigraði þegar hún keppti á bikarmótinu í fitness þann 18. nóvember síðastliðinn. Þar gerði Bára sem lítið fyrir og vann þrjá titla á mótinu og er hún fyrst kvenna til að ná þeim árangri. Árangur Báru er einnig afar athyglisverður í ljósi þess að hún var að keppa á sínu fyrsta fitnessmóti eftir að hafa æft íþróttina í aðeins fimm mánuði. Lesa meira

12 töfrandi áfangastaðir um jólin – Ísland efst á lista

Heimasíðan Simplemost tekur í nýlegri grein saman 12 staði víðsvegar um heim, staði sem eru töfrandi og góðir til að heimsækja um jólin, staði sem bjóða um á jólaskreytingar ásamt náttúrulegri fegurð. Og hvaða áfangastaður ætli lendi efst á listanum? Jú Reykjavík. Rennum stuttlega yfir hvaða 12 áfangastaðir ná á listann, en lesa má nánar um þá alla hér. 1) Reykjavík - Ísland Komdu um jólin og vertu fram yfir áramótin! Jólin á Íslandi eru einstaklega kósí, þegar fjölskyldur sameinast í matarboðum og skiptast á bókum að gjöf. Á gamlárskvöldi þá er venjan að sprengja flugelda. Báðir hátíðisdagarnar eru frábærir… Lesa meira

Var 50 klst. að gera Wonder Woman búning úr jógadýnu og límbandi

Rhylee Passfield, ástralskur förðunarfræðingur, notaði jógadýnu, límband og hugmyndaflugið til að endurgera búning Wonder Woman. „Ég byrjaði á því að vefja sjálfa mig í límband. Síðan klippti ég límbandið í snið, límdi á jógadýnu og límdi aftur saman.“ Næst útbjó hún brynjuna með límbyssu og gervinöglum. Skóna fann hún á næsta flóamarkaði og beltið, hlífar og höfuðbúnaður eru úr þunnum föndursvampti Búningurinn var ekki dýr, 30 dollarar eða um 3.000 kr., en það tók hins vegar um 50 klukkustundir að búa hann til. Brynjað var síðan bæði spreyjuð og handmáluð. Pilsið er gert úr vínyldúk sem límdur er á nærbuxur.… Lesa meira

Jólakósífatalína Beyoncé er komin í sölu

Queen B er nú búin að spila út nýjasta trompinu í fatalínu sinni, jólafatnaði sem er bæði kósí og flottur. Línan samanstendur af peysum, heilgöllum og jólaskrauti og er til sölu á vefsíðu hennar. https://www.facebook.com/beyonce/posts/10159784105765601   Lesa meira

Sjáðu stórglæsilegan giftingarhring Serenu

Fylgjendur Serenu Williams á Instagram fengu að sjá glæsilegan giftingarhring hennar þegar hún póstaði mynd í gær af dótturinni, Alexis Olympia, sem er næstum þriggja mánaða. Williams giftist Alexix Ohanian í ævintýralegu brúðkaupi þann 16. nóvember síðastliðinn í New Orleans í Louisiana. Dagurinn var sérstaklega valinn þar sem hann er afmælisdagur Anke móður Ohanian, en hún er fallin frá. https://www.instagram.com/p/BbzVaZungU7/ https://www.instagram.com/p/Bbuw10mH_Tg/ Lesa meira

Myndband: The Retro Mutants gefa út jólalag í 80’s stíl

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið heitir Finally It´s Christmas eða Loksins eru jól og var það samið á einum degi. https://www.youtube.com/watch?v=cGy2EkDmtso&feature=share Hljómsveitina skipa Bjarki Ómarsson, Viktor Sigursveinsson og Arnar Hólm og gaf sveitin út sína fyrstu plötu í júní síðastliðnum, „The Retro Mutants.“  Lesa meira

Íslenskt handverk í boði á Óslóarsvæðinu fram að jólum

Tvær íslenskar handverkskonur, Hrafnhildur Brynjarsdóttir og Elísabet Steingrímsdóttir, bjóða nú framleiðslu sína til sölu á mörkuðum í Jessheim í Noregi, en íslenskt handverk er víða í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu í Noregi fram að jólum. Hrafnhildur og Elísabet hanna, framleiða og selja vörur sínar. Hrafnhildur hefur verið að framleiða sína eigin jakka í yfir sex ár og selur víða á mörkuðum. En hún er ekki bara með jakka því hjá henni má einnig finna hálsklúta (buff) og höfuðhandklæði sem hún kallar handklæðaturban. Í samtali við vefsíðuna Nýja Ísland segir Hrafnhildur að hún njóti þess að selja vöru sína á mörkuðum en þar… Lesa meira

Þau kynntust í leikskóla og giftu sig 20 árum seinna

Matt Grodsky var þriggja ára þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að giftast bekkjarsystur sinni, Laura Scheel. 20 árum seinna stóð hann við þá yfirlýsingu. „Ég man ekki hvenær ég sá hana fyrst, en hún leyfði mér alltaf að elta sig um allt,“ segir Grodsky. „Ég var alltaf að reyna að ganga í augun á henni með því að fara með línur úr Lion King og svoleiðis.“ Þau voru í sama leikskóla í Phoenix í Arizona, en gengu síðan í sitt hvorn barnaskólann. Að lokum misstu þau sambandið við hvort annað. Þau hittust ekki aftur furr en þau… Lesa meira

Megan Markle mun vera trúlofuð og að flytja inn til Harry

Megan Markle lauk tökum í og yfirgaf þættina Suits í síðustu viku og til hennar sást í London á mánudag. Flutningamenn voru í íbúð hennar í Toronto Kanada nýlega og sögur herma að hún sé að flytja inn til prins Harry í Kensingtonhöll. „Þetta er ekki spurning um hvort hún flytur inn, heldur hvenær,“ sagði heimildamaður við People. US Weekly gengur skrefinu lengra og segir parið nú trúlofað og að undirbúa sumarbrúðkaup í lok júní á næsta ári og að Markle sé að flytja inn til Harry, sem fyrst. Opinber tilkynning um trúlofun mun væntanleg í janúar. „Það gefur henni… Lesa meira