„Langar ekki lengur að deyja“

Linda Rós Helgadóttir hefur háð hatramma baráttu við kvíða og þunglyndi í tuttugu ár. Faðir hennar fyrirfór sér fyrir rúmum sex árum síðan og sjálf var Linda afar nálægt því að taka sitt eigið líf.

Þegar blaðamaður Bleikt svipaðist um eftir Lindu á kaffihúsi, hafði hann ekki grænan grun um hvernig hún liti út. Margt var um manninn á kaffihúsinu en blaðamaður tók bara eftir einni manneskju. Stelpa sem geislaði eins og sjálf sólin. Það reyndist vera Linda Rós.

Líðan sést ekki endilega utan á fólki


Linda verður 31 árs eftir nokkra daga. Síðan hún var um 11 ára hefur hana langað til að deyja. Kvíðinn hefur þjakað hana í 26 ár, þunglyndið í 20 ár og bakverkir vegna brjóskloss hafa plagað hana í 16 ár. Linda hefur ekki verið á vinnumarkaðinum í rúm 2 ár en vonast til að geta farið að vinna í haust. Það er ekki að sjá að eitthvað þjaki þessa fallegu stelpu:

„Það sést sjaldnast á fólki að það þjáist af kvíða eða þunglyndi,“ segir Linda. Jafnframt upplýsir hún blaðamann um að hún hafi verið komin mjög tímanlega á kaffihúsið og sé alltaf á undan áætlun – aldrei of sein.

„Ég er með eindæmum samviskusöm, ég mæti alltaf, mæti á réttum tíma og legg mig fram, sama hve lítið mig langar til þess. Þetta er partur af fullkomnunaráráttunni og þeirri þörf að þurfa alltaf að standa mig. Þetta er líka bara stress, stress yfir að þurfa að mæta, stress yfir að vera of sein, stress yfir hvað fólk myndi halda ef ég yrði of sein, stress um að það verði mikil umferð og tafir, stress yfir að finna ekki bílastæði og svo framvegis og framvegis og framvegis.“

Hefur ekki langað að lifa síðustu 20 árin

Síðan árið 2009 hefur líf Lindu tekið vissum breytingum. Hún hefur virkilega þráð að fá að deyja í tuttugu ár. Snemma árs 2009 tók hún ákvörðunina:

„Ég reyndi að fremja sjálfsmorð því ég var algjörlega búin að gefast upp á lífinu. Ég undirbjó þetta vel og var meira að segja búin að setja upp vinnuaðstöðuna fyrir arftaka minn [Linda er tölvunarfræðingur]. Ég fór upp í sumarbústað og skrúfaði frá gasinu, en þetta tók svo langan tíma og ég fór að hugsa um alla í kring um mig og tók ákvörðun í miðju ferlinu að hætta við og í kjölfarið fór ég að vinna í mínum málum. Ég hætti að vinna og byrjaði í meðferð hjá sálfræðingi uppi á geðdeild sem var með mig í hugrænni atferlismeðferð og byrjaði í sjúkraþjálfun vegna baksins. En ég endaði svo í brjósklosaðgerð í febrúar 2010.“

„Í tvær vikur og þrjá daga hefur mig langað að lifa“

Hreyfing er mikilvæg. Um það eru flestir sammála. Þó er ekki sama hvers eðlis hreyfingin er. Víðir Þór Þrastarson, einkaþjálfari, nuddari og íþróttafræðinemi, og einn nánasti vinur Lindu, leiddi Lindu inn í magnaðan heim þolþjálfunar og loftfirrtra æfinga:

„Loftfirrtar æfingar örva myndun taugaboðefna eins og serótóníns og endorfíns í miðtaugakerfinu. Það er einmitt það sem þunglynt fólk þarfnast. Eftir að ég fór að stunda þolæfingarnar hefur mig allt í einu langað að lifa, í fyrsta skipti í hátt í 20 ár. Það er ekki bara mikil hreyfing og hollt mataræði sem er aðalatriðið heldur er það markviss þolþjálfun. Ég ákvað að gefa þolæfingum séns og á 30 dögum fór ég á 26 æfingar. Á þrítugasta degi birti til í höfðinu á mér. Ég viðurkenni reyndar að ég er ekki mannanna best varðandi mataræði en kvíðinn veldur oft langvarandi lystarleysi og ógleði,“ segir Linda.

Víðir hefur verið Lindu stoð og stytta í þessu ferli:

„Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa kynnst Víði. Án hans væri ég pottþétt ekki að stunda þessar loftfirrtu þolæfingar og væri ekki komin á þennan góða stað í lífinu. Hann mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“

Að endurmeta hugsanirnar og að vera í „núinu“

„Ég tel að hugræn atferlismeðferð hafi bjargað lífi mínu á sínum tíma. Ég hef lært að endurmeta hugsanir mínar þó svo að allt hringsnúist í höfðinu á mér þá get ég unnið betur úr hugsununum en áður.“

Með árvekniæfingum einbeitir einstaklingurinn sér að núinu og með þeim hætti má læra að temja hugann svo hann reiki ekki um víðan völl. Þetta hefur hjálpað Lindu mikið og hún stefnir að því að stunda hugleiðslu á markvissan hátt innan skamms.

„Heilbrigðiskerfið er ekki nógu gott“

Á þessum langa tíma sem Linda hefur barist við þá djöfla sem þunglyndi og kvíði eru, hefur hún reynt eitt og annað.

„Ég leitaði mér fyrst hjálpar 2002 en það var ekki fyrr en 7 árum seinna sem ég fékk almennilega hjálp. Ég hafði áður farið til margra geðlækna og heimilislækna en þeirra lausn voru bara lyf og samtalsmeðferð. Lyf hafa ekkert hjálpað mér og samtalsmeðferð lítið, mér hefur alltaf fundist betra að tala við vini mína sem þekkja þetta af eigin raun en við meðferðaraðila. Ég hefði viljað kynnast hugrænni atferlismeðferð, árvekni og þolþjálfun strax. Það benti mér enginn á Reykjalund, Hvítabandið eða geðdeild þar sem ég var í tæpt hálft ár í viðtölum hjá sálfræðingi. Það var ekki fyrr en ég hafði reynt að taka mitt eigið líf sem ég fór á námskeið í hugrænni atferlismeðferð [HAM] þar sem ég lærði að takast á við kvíðann.“

„Þolæfingar virka“

„Þrátt fyrir allt þá vakti ekkert af þessu löngun mína til að lifa. Það var ekki fyrr en núna, árið 2011 sem ég prófa þessar loftfirrtu æfingar sem hlutirnir fara að gerast. Þá er ég að vinna með púlsinn í yfir 80% af hámarkspúls [hámarkspúls: 220-aldur * 0.8] og þá fer í gang kerfið í líkamanum sem framleiðir þau boðefni sem mig vantar. Þetta hefur enginn sagt mér nema Víðir.“

Þó svo að Linda hafi alltaf hreyft sig, fór m.a í 23 hot yoga tíma á 30 dögum í haust, og alltaf gengið mikið þá skilaði sú hreyfing ekki neinu hvað þunglyndið varðar:

„Af því að púlsinn var alltaf lægri. Það gerist ekkert fyrr en maður er farinn að púla og þess vegna lætur Víðir mig taka lotuþjálfun. Sem dæmi að taka 30 sek á skíðagönguvél á fullu til að rífa púlsinn upp og taka síðan aðrar 30 sek rólega til að bremsa hann niður og þannig koll af kolli. Það að gera margar slíkar æfingar og fjölbreyttar er málið. Þá losnar um þessi boðefni.“

Langar til að hjálpa fólki


Linda hefur mikinn áhuga á því að hjálpa öðrum. Hún vill að fleiri kynnist þessari lausn. Þetta er nefnilega eins og lausn úr einhvers konar fangelsi og Linda upplifir ótrúlegt frelsi:

„Mér finnst oft mjög erfitt að vera svona opin og hreinskilin en ég veit að þetta hefur hjálpað fólki og það er ástæða þess að ég geri þetta. Ég er harður baráttumaður þess að hugræn atferlismeðferð, árvekni, næringafræði, mikilvægi hreyfingar og svo framvegis verði kennd í skólum í mun meiri mæli en núna.“ Víðir er sammála þessu og tekur í sama streng:

„Það er allt of algengt að geðlyf séu lausnin við öllu. Heilbrigðiskerfið er svo lokað fyrir að nota þolþjálfunina og loftfirrtu æfingarnar í meðferð þunglyndis og kvíða. Ég er sannfærður um að þessar aðferðir geta hjálpað mörgum alveg eins og þær hafa hjálpað Lindu. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar með það að markmiði að komast að, hversu mikla ákefð þarf til að vinna gegn þunglyndi. Niðurstöðurnar sýna tvímælalaust fram á að meiri ákefð leiðir til bættrar líðan er varðar þunglyndi. Þó er ráðlagt að þunglyndissjúklingar sem og aðrir ráðfæri sig við fagaðila áður en farið er að stað í líkamsrækt af hárri ákefð.“

Víðir sá um átak sem nefnist Skvísuform hjá okkur á Bleikt.is. Hann notaði sömu þolþjálfun og loftfirrtar æfingar á stelpurnar í átakinu: „Þær geta allar vitnað um það að þær fundu verulegan mun á lundarfari sínu. Þetta er einfalt, skemmtilegt og þægilegt.“

Það er því ljóst af sögu Lindu að maðurinn getur sjálfur haft mikil áhrif á sína eigin líðan, jafnvel þó kvillar séu líffræðilegs eðlis. Þó svo að lyf geti hjálpað mörgum erum við líka afar máttug sjálf, í eigin líkama og huga.

Hér er hlekkur á heimasíðu Lindu Rósar. Þar verður hægt að fylgjast með framvindu mála. Bleikt óskar Lindu Rós góðs gengis og við hlökkum til að sjá birtuna vaxa í kringum þessa kraftmiklu ungu konu.

„Við erum þau sem fáum að heyra að þessi geðfatlaði sé bara úrhrak“

Langar þig að skipta við mig? Ég skrifa þetta nafnlaust. Ég skrifa þetta sem móðir, faðir, sonur og dóttir. Hver erum við? Jú við erum aðstandendur geðfatlaða fólksins. Við erum búin að eiga í stanslausum baráttum við geðheilbrigðiskerfið. Við erum þau sem höfum þurft að berjast, tapa, vera reið, gráta og syrgja. Við erum þau sem þurfa að flýja heimilin sín af því að það má ekki brjóta á réttindum þess geðfatlaða. Við erum þau sem kippast til í hvert sinn sem síminn hringir, af því að við vitum ekki hvenær það komi að þessu. Við erum þau sem að… Lesa meira

„Ég sturtaði litla barninu mínu niður“ – Inga Berta missti fóstur

Inga Berta Bergsdóttir er 21 árs gömul og er penni á vefsíðunni Ariamom.com. Nýlega sagði hún frá eigin reynslu um fósturmissi, sem er umræða sem hún vill opna. Inga Berta gaf Bleikt.is góðfúslega leyfi til að birta greinina. Við gefum Ingu Bertu orðið: Að missa fóstur er eitthvað sem fólk vill oft ekki tala um. Margir upplifa eflaust skömm, þar sem maður gerir sér miklar vonir en fannst þetta svo „ekki vera neitt“. Mín upplifun er sú að eftir að þú veist að þú er barnshafandi er þetta svo mikið stærra, og er fósturmissir umræða sem ég vil opna. Þessi… Lesa meira

Guðný hafði bara efni á að leigja herbergi – Datt aldrei í hug að hún gæti lent í þessari stöðu

„Mér leið eins og það væri ekki pláss fyrir mig á Íslandi,“ sagði Guðný Helga Grímsdóttir, þrítug kona, sem hélt erindi á húsnæðisþingi í dag. Guðný var ein fjögurra kvenna sem stigu í pontu og sögðu frá reynslu sinni af leigumarkaðnum hér á landi. Guðný Helga er með sveinspróf í húsgagnasmíði og B.A.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Hún var á leigumarkaði í sjö ár; var lengi á stúdentagörðum, leigði svo af skyldfólki en nú stendur henni aðeins almennur leigumarkaður til boða. „Í febrúar skrifaði ég undir eins árs leigusamning en honum var sagt upp eftir fimm mánuði þar sem leigusalinn… Lesa meira

Kate Middleton mætti óvænt og dansaði við Paddington

Katrín hertogaynja af Cambridge, mætti óvænt í dag ásamt manni sínum, Vilhjáæmi Bretaprins og bróður hans Harry, á Paddington lestarstöðina. Tilefnið var að hitta leikara og starfslið kvikmyndarinnar Paddington 2. Þetta er aðeins í annað sinn sem Katrín sést opinberlega eftir að tilkynnt var að hún ætti von á sínu þriðja barni, en hún þjáist af sjúklegri ógleði líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur. Eftir að hafa stigið dans við Paddington sjálfan, stigu þau um borð og hittu unga farþega, börn sem tilnefnd voru á vegum góðgerðarsamtaka þeirra, The Royal Highnesses´Charities Forum.   Their Royal Highnesses meet cast and crew… Lesa meira

Þórhallur komst upp að Steini – Gengur á Esjuna til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum

Grínistinn Þórhallur Þórhallsson lauk áðan fyrstu göngunni af fimm sem hann ætlar að fara í þessari viku á Esjuna. Þórhallur ætlar að ganga fimm daga í röð upp að Steini til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum á Íslandi. „Ég vil opna umræðuna, útrýma fordómum og koma á heimsfriði,“ segir Þórhallur, sem sjálfur hefur glímt við kvíða og verið opinskár með það. „Að labba upp á Esjuna er eins og reyna að laga kvíða og þunglyndi. Þú ert ekki viss um að þú getir það. En með því að láta bara vaða þá er ekkert sem getur stoppað þig.“ Þórhallur var… Lesa meira

Tara Mobee gefur út nýtt lag – Almenningur stjórnaði myndbandinu

Söngkonan Tara Mobee gaf nýlega út nýtt lag, Do Whatever. „Lagið fjallar um að hafa gaman, lifa lífinu, gera flippaða hluti og skemmta sér,“ segir Tara og þegar kom að því að taka upp myndbandið við lagið ákvað Tara að biðja almenning að aðstoða sig. Tara keyrði hringinn í kringum Ísland á 24 klukkustundum núna í september og áður en lagt var af stað var hún ekki búin að ákveða hvert hún ætlaði að fara, hvar hún ætlaði að stoppa, hvað hún ætlaði að gera, hvern hún myndi hitta, hvað sem er, almenningur átti að ákveða það. Tara lagði af… Lesa meira

Sigraði krabbamein tvisvar sem barn – Er nú komin aftur á spítalann

Tuttugu og fjögurra ára gömul kona sem hefur sigrast á krabbameini tvisvar sinnum sem barn er nú komin enn eina ferðina á spítalann en í þetta skiptið er ástæðan þó önnur. Montana Brown greindist fyrst með sjaldgæfa tegund af bandvefskrabbameini þegar hún var einungis tveggja ára gömul. Gekkst hún undir lyfjameðferð og sigraði krabbameinið en þegar hún var orðin fimmtán ára gömul kom krabbameinið aftur. En og aftur sigraði Montana krabbameinið eftir erfiða baráttu og það var þá sem hún ákvað að hún vildi verða hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingarnir voru svo ótrúlega ástríkar, umhyggjusamar og miskunnsamar. Kærleikurinn sem þær sýndu mér og fjölskyldu minni á þei tíma sem við… Lesa meira

Zara fyllti Höllina af ungum aðdáendum

Sænska söngkonan Zara Larsson hélt tónleika í Laugardalshöll á föstudagskvöld. Þrátt fyrir að vera ung að árum, nítján ára, á Larsson sér fjölmarga aðdáendur um allan heim og líka hér á landi, en uppselt var á tónleikana. Meðalaldur tónleikagesta var ekki hár, en gleðin var í fyrirrúmi og tóku aðdáendur vel undir í helstu lögum Larsson. Tónleikarnir hófust á Never Forget You, en myndband lagsins, sem kom út í september árið 2015, var einmitt tekið upp hér á landi. Önnur þekktra og vinsælla laga Larsson eru Lush Life, So Good og This One´s For You, sem var opinbert lag EM… Lesa meira

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – MEYJAN

Við höldum áfram með skemmtilegar og frekar hreinskilnar lýsingar á stjörnumerkjunum. Nú er það Meyjan (23. ágúst – 22. september). Meyjan er óþolandi. Hún stjórnar öndun sinni og litasamræmir fötin í fataskápnum. Meyjan hvorki prumpar né ropar. Meyjan hreinsar hvern fermeter af öllu sem hún á, með tannbursta, tvisvar á dag. Allt á sinn stað og tíma og hjá Meyjunni er það á gólfinu með stækkunargler að leita að bakteríum. Þráhyggjusjúkdómur er fínt samheiti fyrir Meyjuna. Meyjan notar ábendingar og vandaðar töflur til að lýsa heimspekilegum hugtökum. Það er auðvelt að fá Meyjuna til að fríka út. Segðu henni að… Lesa meira

Sprenghlægilegar myndir af hræddu fólki

Nú er hrekkjavakan á næsta leiti og margir farnir að undirbúa hrekkjavökupartý og búninga. Því er tilvalið að skoða nokkrar sprenghlægilegar myndir af fólki sem heimsótti draugahús sem heitir Nightmares Fear Factory og er staðsett í Kanada. Falin myndavél var sett upp í húsinu og náði hún myndum af fólki einmitt á því augnabliki sem hræðslan var sem mest.   Hægt er að skoða fleiri myndir inn á heimasíðu Nightmares Fear Factory. Lesa meira

Myndbönd: Hrekkjavöku farðanir – sjöundi hluti

Það styttist óðum í Hrekkjavökuna, sem verður alltaf vinsælli og vinsælli hér á landi. Fólk klæðir sig upp í búninga, margir umturna heimilinu til að skreyta það á viðeigandi hátt og halda partý og aðrir bregða sér á ball. Hér er sjöundi skammtur af kennslumyndböndum af YouTube til að aðstoða þig við valið. https://www.youtube.com/watch?v=ookRHSaNGPU https://www.youtube.com/watch?v=BeOO4ja6-S4 https://www.youtube.com/watch?v=hIzr7xeh9GU https://www.youtube.com/watch?v=2QiMOXHQmd0 https://www.youtube.com/watch?v=EvDtLEEJTS4 Hér má finna hin myndböndin: Fyrsti hluti Annar hluti  Þriðji hluti Fjórði hluti  Fimmti hluti Sjötti hluti Sjöundi hluti Lesa meira