„Langar ekki lengur að deyja“

Linda Rós Helgadóttir hefur háð hatramma baráttu við kvíða og þunglyndi í tuttugu ár. Faðir hennar fyrirfór sér fyrir rúmum sex árum síðan og sjálf var Linda afar nálægt því að taka sitt eigið líf.

Þegar blaðamaður Bleikt svipaðist um eftir Lindu á kaffihúsi, hafði hann ekki grænan grun um hvernig hún liti út. Margt var um manninn á kaffihúsinu en blaðamaður tók bara eftir einni manneskju. Stelpa sem geislaði eins og sjálf sólin. Það reyndist vera Linda Rós.

Líðan sést ekki endilega utan á fólki


Linda verður 31 árs eftir nokkra daga. Síðan hún var um 11 ára hefur hana langað til að deyja. Kvíðinn hefur þjakað hana í 26 ár, þunglyndið í 20 ár og bakverkir vegna brjóskloss hafa plagað hana í 16 ár. Linda hefur ekki verið á vinnumarkaðinum í rúm 2 ár en vonast til að geta farið að vinna í haust. Það er ekki að sjá að eitthvað þjaki þessa fallegu stelpu:

„Það sést sjaldnast á fólki að það þjáist af kvíða eða þunglyndi,“ segir Linda. Jafnframt upplýsir hún blaðamann um að hún hafi verið komin mjög tímanlega á kaffihúsið og sé alltaf á undan áætlun – aldrei of sein.

„Ég er með eindæmum samviskusöm, ég mæti alltaf, mæti á réttum tíma og legg mig fram, sama hve lítið mig langar til þess. Þetta er partur af fullkomnunaráráttunni og þeirri þörf að þurfa alltaf að standa mig. Þetta er líka bara stress, stress yfir að þurfa að mæta, stress yfir að vera of sein, stress yfir hvað fólk myndi halda ef ég yrði of sein, stress um að það verði mikil umferð og tafir, stress yfir að finna ekki bílastæði og svo framvegis og framvegis og framvegis.“

Hefur ekki langað að lifa síðustu 20 árin

Síðan árið 2009 hefur líf Lindu tekið vissum breytingum. Hún hefur virkilega þráð að fá að deyja í tuttugu ár. Snemma árs 2009 tók hún ákvörðunina:

„Ég reyndi að fremja sjálfsmorð því ég var algjörlega búin að gefast upp á lífinu. Ég undirbjó þetta vel og var meira að segja búin að setja upp vinnuaðstöðuna fyrir arftaka minn [Linda er tölvunarfræðingur]. Ég fór upp í sumarbústað og skrúfaði frá gasinu, en þetta tók svo langan tíma og ég fór að hugsa um alla í kring um mig og tók ákvörðun í miðju ferlinu að hætta við og í kjölfarið fór ég að vinna í mínum málum. Ég hætti að vinna og byrjaði í meðferð hjá sálfræðingi uppi á geðdeild sem var með mig í hugrænni atferlismeðferð og byrjaði í sjúkraþjálfun vegna baksins. En ég endaði svo í brjósklosaðgerð í febrúar 2010.“

„Í tvær vikur og þrjá daga hefur mig langað að lifa“

Hreyfing er mikilvæg. Um það eru flestir sammála. Þó er ekki sama hvers eðlis hreyfingin er. Víðir Þór Þrastarson, einkaþjálfari, nuddari og íþróttafræðinemi, og einn nánasti vinur Lindu, leiddi Lindu inn í magnaðan heim þolþjálfunar og loftfirrtra æfinga:

„Loftfirrtar æfingar örva myndun taugaboðefna eins og serótóníns og endorfíns í miðtaugakerfinu. Það er einmitt það sem þunglynt fólk þarfnast. Eftir að ég fór að stunda þolæfingarnar hefur mig allt í einu langað að lifa, í fyrsta skipti í hátt í 20 ár. Það er ekki bara mikil hreyfing og hollt mataræði sem er aðalatriðið heldur er það markviss þolþjálfun. Ég ákvað að gefa þolæfingum séns og á 30 dögum fór ég á 26 æfingar. Á þrítugasta degi birti til í höfðinu á mér. Ég viðurkenni reyndar að ég er ekki mannanna best varðandi mataræði en kvíðinn veldur oft langvarandi lystarleysi og ógleði,“ segir Linda.

Víðir hefur verið Lindu stoð og stytta í þessu ferli:

„Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa kynnst Víði. Án hans væri ég pottþétt ekki að stunda þessar loftfirrtu þolæfingar og væri ekki komin á þennan góða stað í lífinu. Hann mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“

Að endurmeta hugsanirnar og að vera í „núinu“

„Ég tel að hugræn atferlismeðferð hafi bjargað lífi mínu á sínum tíma. Ég hef lært að endurmeta hugsanir mínar þó svo að allt hringsnúist í höfðinu á mér þá get ég unnið betur úr hugsununum en áður.“

Með árvekniæfingum einbeitir einstaklingurinn sér að núinu og með þeim hætti má læra að temja hugann svo hann reiki ekki um víðan völl. Þetta hefur hjálpað Lindu mikið og hún stefnir að því að stunda hugleiðslu á markvissan hátt innan skamms.

„Heilbrigðiskerfið er ekki nógu gott“

Á þessum langa tíma sem Linda hefur barist við þá djöfla sem þunglyndi og kvíði eru, hefur hún reynt eitt og annað.

„Ég leitaði mér fyrst hjálpar 2002 en það var ekki fyrr en 7 árum seinna sem ég fékk almennilega hjálp. Ég hafði áður farið til margra geðlækna og heimilislækna en þeirra lausn voru bara lyf og samtalsmeðferð. Lyf hafa ekkert hjálpað mér og samtalsmeðferð lítið, mér hefur alltaf fundist betra að tala við vini mína sem þekkja þetta af eigin raun en við meðferðaraðila. Ég hefði viljað kynnast hugrænni atferlismeðferð, árvekni og þolþjálfun strax. Það benti mér enginn á Reykjalund, Hvítabandið eða geðdeild þar sem ég var í tæpt hálft ár í viðtölum hjá sálfræðingi. Það var ekki fyrr en ég hafði reynt að taka mitt eigið líf sem ég fór á námskeið í hugrænni atferlismeðferð [HAM] þar sem ég lærði að takast á við kvíðann.“

„Þolæfingar virka“

„Þrátt fyrir allt þá vakti ekkert af þessu löngun mína til að lifa. Það var ekki fyrr en núna, árið 2011 sem ég prófa þessar loftfirrtu æfingar sem hlutirnir fara að gerast. Þá er ég að vinna með púlsinn í yfir 80% af hámarkspúls [hámarkspúls: 220-aldur * 0.8] og þá fer í gang kerfið í líkamanum sem framleiðir þau boðefni sem mig vantar. Þetta hefur enginn sagt mér nema Víðir.“

Þó svo að Linda hafi alltaf hreyft sig, fór m.a í 23 hot yoga tíma á 30 dögum í haust, og alltaf gengið mikið þá skilaði sú hreyfing ekki neinu hvað þunglyndið varðar:

„Af því að púlsinn var alltaf lægri. Það gerist ekkert fyrr en maður er farinn að púla og þess vegna lætur Víðir mig taka lotuþjálfun. Sem dæmi að taka 30 sek á skíðagönguvél á fullu til að rífa púlsinn upp og taka síðan aðrar 30 sek rólega til að bremsa hann niður og þannig koll af kolli. Það að gera margar slíkar æfingar og fjölbreyttar er málið. Þá losnar um þessi boðefni.“

Langar til að hjálpa fólki


Linda hefur mikinn áhuga á því að hjálpa öðrum. Hún vill að fleiri kynnist þessari lausn. Þetta er nefnilega eins og lausn úr einhvers konar fangelsi og Linda upplifir ótrúlegt frelsi:

„Mér finnst oft mjög erfitt að vera svona opin og hreinskilin en ég veit að þetta hefur hjálpað fólki og það er ástæða þess að ég geri þetta. Ég er harður baráttumaður þess að hugræn atferlismeðferð, árvekni, næringafræði, mikilvægi hreyfingar og svo framvegis verði kennd í skólum í mun meiri mæli en núna.“ Víðir er sammála þessu og tekur í sama streng:

„Það er allt of algengt að geðlyf séu lausnin við öllu. Heilbrigðiskerfið er svo lokað fyrir að nota þolþjálfunina og loftfirrtu æfingarnar í meðferð þunglyndis og kvíða. Ég er sannfærður um að þessar aðferðir geta hjálpað mörgum alveg eins og þær hafa hjálpað Lindu. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar með það að markmiði að komast að, hversu mikla ákefð þarf til að vinna gegn þunglyndi. Niðurstöðurnar sýna tvímælalaust fram á að meiri ákefð leiðir til bættrar líðan er varðar þunglyndi. Þó er ráðlagt að þunglyndissjúklingar sem og aðrir ráðfæri sig við fagaðila áður en farið er að stað í líkamsrækt af hárri ákefð.“

Víðir sá um átak sem nefnist Skvísuform hjá okkur á Bleikt.is. Hann notaði sömu þolþjálfun og loftfirrtar æfingar á stelpurnar í átakinu: „Þær geta allar vitnað um það að þær fundu verulegan mun á lundarfari sínu. Þetta er einfalt, skemmtilegt og þægilegt.“

Það er því ljóst af sögu Lindu að maðurinn getur sjálfur haft mikil áhrif á sína eigin líðan, jafnvel þó kvillar séu líffræðilegs eðlis. Þó svo að lyf geti hjálpað mörgum erum við líka afar máttug sjálf, í eigin líkama og huga.

Hér er hlekkur á heimasíðu Lindu Rósar. Þar verður hægt að fylgjast með framvindu mála. Bleikt óskar Lindu Rós góðs gengis og við hlökkum til að sjá birtuna vaxa í kringum þessa kraftmiklu ungu konu.

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira

Hvenær má barnið hætta með sessu?

Ég á þrjú börn sem ég vil allt það besta fyrir og þar með talið er öryggi þeirra í umferðinni. ~Þau nota hjálma þegar þau fara út að hjóla. ~Ég fór með þau heim af fæðingardeildinni í ungbarnabílstól (reyndar hefði mér ekki verið hleypt heim með þau öðruvísi). ~Þegar þau voru vaxin upp úr ungbarnabílstólnum, þá fóru þau í bílstól við hæfi með 5 punkta belti í. ~Og þegar þau voru vaxin upp úr honum, þá fóru þauu í sessu með baki. Það eru allir sammála um að þetta sé það öruggasta fyrir börnin okkar. En svo kemur stóra spurningin,… Lesa meira

Girnilegt kjúklingasalat frá Tinnu Freys

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat. Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega 😉 Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur. Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta… Lesa meira

Bollakökur með rjómaostakremi að hætti Hrönn Bjarna

Hrönn Bjarnadóttir viðburðastjóri, bloggari og snappari (hronnbjarna) finnst fátt skemmtilegra en að baka og skreyta. Á dögunum bakaði Hrönn Red Velvet bollakökur með rjómaostakremi og fyrir fermingarmyndartöku og gaf hún Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að deila uppskriftinni með lesendum: Red velvet bollakökur með rjómaostakremi: Kökurnar 2,5 bolli hveiti 2 bollar sykur 1 msk kakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 2 egg 1,5 bolli matarolía 1 bolli súrmjólk 1 msk edik 1 tsk vanilludropar rauður gel matarlitur Hitið ofninn í 175°. Blandið þurrefnum saman og leggi til hliðar. Blandið vel saman eggjum, matarolíu, súrmjólk, edik og vanilludropum og hrærið… Lesa meira

Kolbrún er heyrnarlaus með langveikt barn: „Hún bar ekki veikindin utan á sér og það var ekki hlustað á mig“

Þegar Kolbrún Völkudóttir var einungis tveggja ára gömul fékk hún svæsna heilahimnubólgu og var vart hugað líf. Fljótlega eftir að Kolbrún komst á bataveg og heilsa hennar varð betri kom í ljós að hún hafði alveg misst heyrnina. Í dag, mörgum árum síðar, er Kolbrún einstæð tveggja barna móðir sem lítur björtum augum á lífið og segir heyrnarleysið ekki há sér. Ég man ekki eftir mér heyrandi og ég þekki ekkert annað en að vera heyrnarlaus. Auðvitað koma inn margar hindranir en mér finnst það ekkert mál, ég geri bara allt sem ég vil og finnst þetta frábært, segir Kolbrún… Lesa meira

Þórunn og börnin hennar þrjú tóku upp ofurhetjumynd

Þórunn Vignisdóttir á þrjú börn á aldrinum 4-7 ára sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að ofurhetjum. Strákarnir hennar tveir Úlfur og Bjartur leika sér daginn út og inn í hinum ýmsu ofurhetjuleikjum og skiptast á hlutverkum á meðan stelpan hennar, Saga, á erfitt með að finna ofurhetjur sem hún samsamar sig við. Hún hefur því tekið upp á því að búa til sínar eigin ofurhetjur sem hún blandar saman úr þeim ofurhetjum sem hafa verið stelpuvæddar. Strákarnir hafa þúsund sinnum fleiri valkosti og geta þess vegna valið sér eina ofurhetju fyrir hvern dag án þess að tæma… Lesa meira

Fór úr því að vera með hamlandi stoðkerfisvandamál í að mæta á æfingu sex sinnum í viku

Þegar Jóhanna Þorvaldsdóttir gekk með börnin sín varð hún virkilega slæm af grindargliðnun. Það slæm að hún lá rúmliggjandi á seinni hluta meðgöngunnar. Eftir meðgönguna var Jóhanna lengi mjög slæm í líkamanum og taldi læknirinn upphaflega að grindargliðnun væri um að kenna. Seinna kom í ljós að um var að ræða mjög slæmt tilfelli af vefjagigt. Ég gat lítið sem ekkert gengið og var skökk og skæld vegna verkja. Við þetta bættist svo slæm slitgigt og í kjölfarið fann ég fyrir töluverðu þunglyndi og kvíða. Ég fór að þyngjast mikið og leið virkilega illa, segir Jóhanna í viðtali við Bleikt.is… Lesa meira

Talan á vigtinni segir ekki allt – Þessar konur hafa ekki misst eitt kíló

Talan á vigtinni segir ekki allt. Hættu að einblína á kílófjölda og einbeittu þér frekar að því að lifa heilsusamlegum og hamingjusömum lífsstíl. Þessar konur hér að neðan eru í baráttu við vigtina. PopSugar greinir frá. Þær hafa deilt myndum á Instagram undir myllumerkinu #ScrewTheScale til að vekja athygli á að talan á vigtinni er einmitt bara tala og það eigi ekki að gefa henni þetta vald sem hún hefur. Á myndunum sem þær deila má sjá fyrir og eftir myndir, en þær hafa ekki misst eitt einasta kíló milli mynda. Hins vegar hafa þær breytt lífsstíl sínum, borða hollt… Lesa meira