Láttu vaða! Út úr þægindahringnum!

Það er alveg merkilegt hvað það er erfitt fyrir okkur flest að tjá huga okkar og sækjast eftir því sem við viljum. Þetta ætti að vera svo auðvelt fyrir alla, í hinum fullkomna heimi.

Höfnun og sárindi er eitthvað sem enginn vill upplifa. Með því að fara út fyrir þægindahringinn og sækjast eftir því sem við viljum erum við að opna fyrir þeim möguleika að upplifa höfnun og sárindi. En lífið er þannig að höfnun og sárindi er partur af lífinu. Höfnun og sárindi eru ekki alslæm, þetta er eitt af því sem þroskar okkur mest.

“Out of suffering have emerged the strongest souls; the most massive characters are seared with scars.”

En svona okkar á milli þá væri ég alveg til í líf þar sem þessi fyrirbrigði fyrirfyndust ekki, og get alveg ímyndað mér að þú sért á sama máli.

En staðreyndin er sú að:

“Lífið byrjar fyrir utan þægindahringinn þinn.”

Ég bjó inni í þægindahringnum ca. fyrstu 29 ár ævi minnar og ég missti af svo miklu. Ég eyddi lífinu í að vera of hrædd við að mistakast. Í að vera of hrædd við höfnun og sárindi.

“The greatest mistake you can make in life is to continually be afraid you will make one.”

Í dag er svo margt sem mig langar til að gera sem ég gerði ekki á þessum fyrstu 29 árum ævi minnar og sem mér hefði ekki einu sinni dottið í hug að setja á to-do listann. Ég byrjaði að gera lista hérna yfir þetta en færslan myndi verða kílómetra löng! En í meginatriðum langar mig að verða ástfangin, eignast börn, vera ánægð í starfi, læra nýja hluti og gera reglulega hluti sem eru fyrir utan þægindahringinn minn og lifa virkilega lífinu!

“Be bold and courageous. When you look back on your life, you’ll regret the things you didn’t do more than the ones you did”

Ég var hrædd öll þessi 29 ár. Þægindahringurinn minn var eins lítill og hann mögulega getur verið og ég gerði allt sem ég gat til að halda mig inni í honum. Ég var fangi í mínum eigin litla þægindahring og upplifði bara innilokunarkennd. Ég lifði ekki lífinu. Enda var ég stútfull af kvíða, depurð og reyndi á endanum að binda enda á líf mitt.

Ég er ekki hrædd lengur, eða jú, ég er skíthrædd, en ég þori núna að fara út fyrir þægindahringinn minn og það mjög reglulega! Ég hef út ævina til að gera allt sem mig langar til að gera, ég þarf ekki að gera allt í dag, ég þarf ekki einu sinni að gera allt. En ég þarf bara að hafa kjark og þor til að fara út fyrir þægindahringinn og til að lifa lífinu!

“One day your life will flash before your eyes. Make sure it’s worth watching.”

Ert þú ánægður í þínum þægindahring? Líður þér vel og er lífið eins og þú vilt hafa það? Ef ekki. Hvað er það versta sem getur gerst? Þú upplifir sárindi og höfnun, og lærir af því. Hvað er það besta sem gæti gerst? Þú gætir upplifað eitthvað svo stórkostlegt að þú gætir ekki trúað því.

Spurðu sjálfa/n þig, hvað er það sem þú myndir gera ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist?

„Við erum þau sem fáum að heyra að þessi geðfatlaði sé bara úrhrak“

Langar þig að skipta við mig? Ég skrifa þetta nafnlaust. Ég skrifa þetta sem móðir, faðir, sonur og dóttir. Hver erum við? Jú við erum aðstandendur geðfatlaða fólksins. Við erum búin að eiga í stanslausum baráttum við geðheilbrigðiskerfið. Við erum þau sem höfum þurft að berjast, tapa, vera reið, gráta og syrgja. Við erum þau sem þurfa að flýja heimilin sín af því að það má ekki brjóta á réttindum þess geðfatlaða. Við erum þau sem kippast til í hvert sinn sem síminn hringir, af því að við vitum ekki hvenær það komi að þessu. Við erum þau sem að… Lesa meira

„Ég sturtaði litla barninu mínu niður“ – Inga Berta missti fóstur

Inga Berta Bergsdóttir er 21 árs gömul og er penni á vefsíðunni Ariamom.com. Nýlega sagði hún frá eigin reynslu um fósturmissi, sem er umræða sem hún vill opna. Inga Berta gaf Bleikt.is góðfúslega leyfi til að birta greinina. Við gefum Ingu Bertu orðið: Að missa fóstur er eitthvað sem fólk vill oft ekki tala um. Margir upplifa eflaust skömm, þar sem maður gerir sér miklar vonir en fannst þetta svo „ekki vera neitt“. Mín upplifun er sú að eftir að þú veist að þú er barnshafandi er þetta svo mikið stærra, og er fósturmissir umræða sem ég vil opna. Þessi… Lesa meira

Guðný hafði bara efni á að leigja herbergi – Datt aldrei í hug að hún gæti lent í þessari stöðu

„Mér leið eins og það væri ekki pláss fyrir mig á Íslandi,“ sagði Guðný Helga Grímsdóttir, þrítug kona, sem hélt erindi á húsnæðisþingi í dag. Guðný var ein fjögurra kvenna sem stigu í pontu og sögðu frá reynslu sinni af leigumarkaðnum hér á landi. Guðný Helga er með sveinspróf í húsgagnasmíði og B.A.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Hún var á leigumarkaði í sjö ár; var lengi á stúdentagörðum, leigði svo af skyldfólki en nú stendur henni aðeins almennur leigumarkaður til boða. „Í febrúar skrifaði ég undir eins árs leigusamning en honum var sagt upp eftir fimm mánuði þar sem leigusalinn… Lesa meira

Kate Middleton mætti óvænt og dansaði við Paddington

Katrín hertogaynja af Cambridge, mætti óvænt í dag ásamt manni sínum, Vilhjáæmi Bretaprins og bróður hans Harry, á Paddington lestarstöðina. Tilefnið var að hitta leikara og starfslið kvikmyndarinnar Paddington 2. Þetta er aðeins í annað sinn sem Katrín sést opinberlega eftir að tilkynnt var að hún ætti von á sínu þriðja barni, en hún þjáist af sjúklegri ógleði líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur. Eftir að hafa stigið dans við Paddington sjálfan, stigu þau um borð og hittu unga farþega, börn sem tilnefnd voru á vegum góðgerðarsamtaka þeirra, The Royal Highnesses´Charities Forum.   Their Royal Highnesses meet cast and crew… Lesa meira

Þórhallur komst upp að Steini – Gengur á Esjuna til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum

Grínistinn Þórhallur Þórhallsson lauk áðan fyrstu göngunni af fimm sem hann ætlar að fara í þessari viku á Esjuna. Þórhallur ætlar að ganga fimm daga í röð upp að Steini til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum á Íslandi. „Ég vil opna umræðuna, útrýma fordómum og koma á heimsfriði,“ segir Þórhallur, sem sjálfur hefur glímt við kvíða og verið opinskár með það. „Að labba upp á Esjuna er eins og reyna að laga kvíða og þunglyndi. Þú ert ekki viss um að þú getir það. En með því að láta bara vaða þá er ekkert sem getur stoppað þig.“ Þórhallur var… Lesa meira

Tara Mobee gefur út nýtt lag – Almenningur stjórnaði myndbandinu

Söngkonan Tara Mobee gaf nýlega út nýtt lag, Do Whatever. „Lagið fjallar um að hafa gaman, lifa lífinu, gera flippaða hluti og skemmta sér,“ segir Tara og þegar kom að því að taka upp myndbandið við lagið ákvað Tara að biðja almenning að aðstoða sig. Tara keyrði hringinn í kringum Ísland á 24 klukkustundum núna í september og áður en lagt var af stað var hún ekki búin að ákveða hvert hún ætlaði að fara, hvar hún ætlaði að stoppa, hvað hún ætlaði að gera, hvern hún myndi hitta, hvað sem er, almenningur átti að ákveða það. Tara lagði af… Lesa meira

Sigraði krabbamein tvisvar sem barn – Er nú komin aftur á spítalann

Tuttugu og fjögurra ára gömul kona sem hefur sigrast á krabbameini tvisvar sinnum sem barn er nú komin enn eina ferðina á spítalann en í þetta skiptið er ástæðan þó önnur. Montana Brown greindist fyrst með sjaldgæfa tegund af bandvefskrabbameini þegar hún var einungis tveggja ára gömul. Gekkst hún undir lyfjameðferð og sigraði krabbameinið en þegar hún var orðin fimmtán ára gömul kom krabbameinið aftur. En og aftur sigraði Montana krabbameinið eftir erfiða baráttu og það var þá sem hún ákvað að hún vildi verða hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingarnir voru svo ótrúlega ástríkar, umhyggjusamar og miskunnsamar. Kærleikurinn sem þær sýndu mér og fjölskyldu minni á þei tíma sem við… Lesa meira

Zara fyllti Höllina af ungum aðdáendum

Sænska söngkonan Zara Larsson hélt tónleika í Laugardalshöll á föstudagskvöld. Þrátt fyrir að vera ung að árum, nítján ára, á Larsson sér fjölmarga aðdáendur um allan heim og líka hér á landi, en uppselt var á tónleikana. Meðalaldur tónleikagesta var ekki hár, en gleðin var í fyrirrúmi og tóku aðdáendur vel undir í helstu lögum Larsson. Tónleikarnir hófust á Never Forget You, en myndband lagsins, sem kom út í september árið 2015, var einmitt tekið upp hér á landi. Önnur þekktra og vinsælla laga Larsson eru Lush Life, So Good og This One´s For You, sem var opinbert lag EM… Lesa meira

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – MEYJAN

Við höldum áfram með skemmtilegar og frekar hreinskilnar lýsingar á stjörnumerkjunum. Nú er það Meyjan (23. ágúst – 22. september). Meyjan er óþolandi. Hún stjórnar öndun sinni og litasamræmir fötin í fataskápnum. Meyjan hvorki prumpar né ropar. Meyjan hreinsar hvern fermeter af öllu sem hún á, með tannbursta, tvisvar á dag. Allt á sinn stað og tíma og hjá Meyjunni er það á gólfinu með stækkunargler að leita að bakteríum. Þráhyggjusjúkdómur er fínt samheiti fyrir Meyjuna. Meyjan notar ábendingar og vandaðar töflur til að lýsa heimspekilegum hugtökum. Það er auðvelt að fá Meyjuna til að fríka út. Segðu henni að… Lesa meira

Sprenghlægilegar myndir af hræddu fólki

Nú er hrekkjavakan á næsta leiti og margir farnir að undirbúa hrekkjavökupartý og búninga. Því er tilvalið að skoða nokkrar sprenghlægilegar myndir af fólki sem heimsótti draugahús sem heitir Nightmares Fear Factory og er staðsett í Kanada. Falin myndavél var sett upp í húsinu og náði hún myndum af fólki einmitt á því augnabliki sem hræðslan var sem mest.   Hægt er að skoða fleiri myndir inn á heimasíðu Nightmares Fear Factory. Lesa meira

Myndbönd: Hrekkjavöku farðanir – sjöundi hluti

Það styttist óðum í Hrekkjavökuna, sem verður alltaf vinsælli og vinsælli hér á landi. Fólk klæðir sig upp í búninga, margir umturna heimilinu til að skreyta það á viðeigandi hátt og halda partý og aðrir bregða sér á ball. Hér er sjöundi skammtur af kennslumyndböndum af YouTube til að aðstoða þig við valið. https://www.youtube.com/watch?v=ookRHSaNGPU https://www.youtube.com/watch?v=BeOO4ja6-S4 https://www.youtube.com/watch?v=hIzr7xeh9GU https://www.youtube.com/watch?v=2QiMOXHQmd0 https://www.youtube.com/watch?v=EvDtLEEJTS4 Hér má finna hin myndböndin: Fyrsti hluti Annar hluti  Þriðji hluti Fjórði hluti  Fimmti hluti Sjötti hluti Sjöundi hluti Lesa meira