Lindex og UNICEF fagna samstarfi um Sannar gjafir

Skimað eftir vannæringu á ungu barni.

Þriðja árið í röð taka Lindex og UNICEF höndum saman og bjóða viðskiptavinum upp á Sannar Gjafir sem bæta hag barna um heim allan.

Sannar gjafir eru hjálpargögn fyrir börn í neyð og eru seld í verslunum Lindex sem falleg jólakort. Kortin eru skreytt með myndum af íslensku jólasveinunum sem Brian Pilkington teiknaði. Hvert jólakort inniheldur hjálpargögn sem UNICEF sendir til barna í neyð. Dæmi um þær gjafir sem eru í boði er til dæmis næringarmjólk Askasleikis fyrir vannærð börn, en í hverri 1.500 kr. gjöf eru 10 skammtar af orkuríkri þurrmjólk sem notuð er til að meðhöndla allra veikustu börnin á næringarmiðstöðvum og sjúkrahúsum sem UNICEF starfar með.

Kertasníkir sendir barni í neyð hlýtt teppi, Stekkjastaur útvegar 20 skammta af jarðhnetumauki og Pottaskefill tryggir 7.500 lítra af hreinu vatni með vatnshreinsitöflum. Þessar gjafir eru allar til sölu í verslunum Lindex um allt land. Einnig er hægt að versla Sannar gjafir á Lindex og Sannar gjafir.

UNICEF dreifðu námsgögnum karíbaeyjunum eftir að fellibylurinn Irma reið þar yfir.

Okkur þykir rosalega vænt um þetta samstarf og erum viðskiptavinum og starfsfólki Lindex ævinlega þakklát fyrir að hjálpa okkur að útvega hjálpargögn fyrir börn sem búa nú við erfiðar aðstæður segir Vala Karen Viðarsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Strax eftir jólin sér UNICEF síðan til þess að koma hjálpargögnunum til þeirra barna sem á þurfa að halda.

Jarðhnetumauk, teppi og vatnshreinsitöflur.

Viðskiptavinir Lindex stutt dyggilega við UNICEF- um 20 milljónir frá upphafi

Nú þegar hafa viðskiptavinir Lindex verið duglegir í baráttunni fyrir bættum hag barna og hafa um 4.000 Sannar gjafir selst hjá Lindex frá upphafi. Jafngildir það að 40.000 skömmtum af næringarmjólk eða 80.000 skömmtum af jarðhnetumauki sem UNICEF hefur getað notað í þágu barna þar sem þörfin er mest vegna þessa einstaka samstarfs.

Að auki hefur Lindex á Íslandi og UNICEF starfað saman að öðrum verkefnum í gegnum tíðina eins og uppbyggingu menntastarfs í sumum af fátækustu löndum heims, stuðning við Dag Rauða nefsins, neyðarviðbrögð við náttúruhamförum og sérstakar barnafatalínur tileinkaðar baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum.

Á þessum tíma hefur Lindex á Íslandi, í krafti viðskiptavina sinna, stutt baráttu UNICEF samtals um tæplega 20 milljónir króna fyrir bættum hag barna í heiminum.

Hjálpargögnum dreift í Mósúl, Írak.

Samstarf okkar við UNICEF hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsverkefnum sem við látum okkur varða hér hjá Lindex og við erum sérlega stolt og ánægð að þessi jól munum við fara kyrfilega yfir 20 milljóna króna markið í baráttunni fyrir bættum hag barna í heiminum segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Vítamínbætt jarðhnetumauk gegnir lykilhlutverki í að lækna börn sem eru lífshættulega veik sökum vannæringar. Jarðhnetumaukið gerir kraftaverk og oftast ná börnin sér á örfáum vikum.

UNICEF dagur Lindex

Til að undirstrika samstarfið fagna UNICEF og Lindex saman í Smáralind kl. 13-16 í dag.  Í boði verður kynning frá UNICEF þar sem gestum og gangandi gerist kleift að setja á sig sýndarveruleikagleraugu þar sem skyggnst er í veruleika barna í flóttamannabúðum. Hildur, tónlistarkona mun taka nokkur vel valin lög í anda jólanna auk þess sem jólasveinninn verður á staðnum og börnum og fjölskyldum þeirra boðið að taka mynd með sveinka.

Lindex á Íslandi styður baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum og Krabbameinsfélag Íslands. Frekari upplýsingar má finna á Lindex.is og á Facebooksíðu Lindex.

Emmanuel John er 1,5 árs. Hann fær hér næringarmjólk við vannæringu í Suður Súdan 2017.

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira