Magnaðir staðir sem þú hefur trúlega aldrei heyrt um

Jörðin okkar er ógnarstór og uppfull af ótrúlegum stöðum og frábæru landslagi. Breska blaðið Telegraph tók fyrir nokkru saman lista yfir nokkra magnaða staði sem fáir hafa ef til vill heyrt um en alla dreymir eflaust um að heimsækja.

Gunung Mulu-þjóðgarðurinn í Malasíu

Gunung Mulu-þjóðgarðurinn er sannkölluð paradís, en hann er á eyjunni Borneó. Helsta aðdráttaraflið í garðinum er stórbrotið hellakerfi sem er eitt það stærsta á jörðinni. Raunar eru hellarnir svo stórir að í minnst einum þeirra væri hægt að koma Boeing 747 þotu fyrir.

Ninh Binh-hérað í Víetnam

Ninh Binh-hérað er eitt helsta aðdráttaraflið fyrir þá ferðamenn sem heimsækja hið margbrotna land Víetnam í Suðaustur-Asíu. Héraðið er um kílómetra suður af höfuðborginni Hanoi en náttúrufegurðin þar á sér fáar hliðstæður. Einna fallegast er Tam Coc-gljúfrið þar sem stórir og miklir klettaveggir kallast á við ána Ngo Dong sem rennur um gljúfrið.

Naoshima í Japan

Eitt best geymda leyndarmál Japans er eyjan Naoshima sem liggur skammt suður af Honshu, en eins og kunnugir vita stendur Japan að mestu leyti á tveimur eyjum; Hokkaido og Honshu. Eyjan er ekki mjög stór, eða aðeins 14 ferkílómetrar og eru íbúar hennar liðlega þrjú þúsund. Naoshima er einna best þekkt fyrir fallegan arkitektúr og listaverk. Þá er stórt og mikið safn á eyjunni. The Chuchu Art Museum, en safnið á nokkurn fjölda verka eftir Claude Monet.

Rupununi-hérað í Gvæjana

Suður-Ameríka á að sjálfsögðu sinn fulltrúa á þessum lista. Gvæjana er land á norðurströnd Suður-Ameríku sem á meðal annars landamæri að Brasilíu og Venesúela. Landið er ægifagurt og þá einna helst Rupununi-héraðið sem er strjálbýlt votlendissvæði. Þá er einnig minnst á Kaieteur-fossana sem þykja í hópi þeirra fallegustu í heimi.

Los Haitises-þjóðgarðurinn í Dóminíska lýðveldinu

Dóminíska lýðveldið er falin perla, þá sérstaklega austurströnd þessarar næststærstu eyju Karíbahafsins. Þar er að finna Los Haitises-þjóðgarðinn sem er afskekktur og úr alfaraleið fyrir flesta þá sem heimsækja landið. Besta leiðin til að komast þangað er með báti og það í fylgd leiðsögumanna. Þeir sem láta verða af því að leggja ferðalagið á sig sjá ekki eftir því enda á náttúrufegurðin þar sér fáar hliðstæður. Þar sem erfitt er að komast á staðinn er hann strjálbýll og nánast algjörlega ósnortinn.

Ruaha-þjóðgarðurinn í Tansaníu

Ruaha-þjóðgarðurinn er stærsti þjóðgarður Tansaníu. Slétturnar þar eru fallegar og iða af lífi framandi dýra sem lifa þar frjáls. Þjóðgarðurinn er ekki jafn vinsæll og aðrir þjóðgarðar í Tansaníu, til að mynda Serengeti-þjóðgarðurinn. Það þýðir samt ekki að hann sé tilkomuminni, síður en svo. Í Ruaha-þjóðgarðinum má meðal annars sjá villta fíla og yfir 500 tegundir af fuglum.

Andy Warhol-safnið í Slóvakíu

Nafn Andy Warhol setja ef til vill flestir í samhengi við New York eða fæðingarstað hans í Pittsburgh þar sem finna má fallegt safn í hans nafni. Í Slóvakíu, nánar tiltekið í bænum Meszilaborce í norðausturhluta landsins, er að finna stórt og mikið safn þar sem finna má mörg af fallegustu verkum Warhol. Tengslin við Slóvakíu eru kannski ekki öllum ljós, en þess má geta að móðir hans, Julia Warhola, fæddist skammt frá Meszilaborce. Safnið var opnað árið 1991.

Birtist fyrst í DV.

Meghan Markle mun verja jólunum með Harry og Elísabetu drottningu

Formleg staðfesting hefur borist frá Kensingtonhöll um að Meghan Markle muni verja jólunum sem gestur Elísabetar drottningar í Sandringham, Norfolk, sveitaheimili drottningarinnar fyrir norðan London. Markle mun fara til kirkju ásamt Harry Bretaprinsi og öðrum fjölskyldumeðlimum konungsfjölskyldunnar á jóladag og taka þátt í jólamatnum og gjafaskiptum að kvöldi jóladags. Þessi tilkynning brýtur upp konunglega hefð því að þó að Markle og Harry séu trúlofuð þá eru þau ekki gift og hún því ekki orðinn meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Lesa meira

Stjörnumerkin: Hvaða merki mynda bestu vináttusamböndin?

Samkvæmt fræðum stjörnumerkjanna þá eiga sum merki betur saman en önnur og margoft hefur verið fjallað um hvaða merki eiga best saman þegar kemur að ástinni. En sama á við um vinasambönd, sum merki eiga betur saman þar en önnur. Það er líka mikilvægt að eiga gott samband við vini sína, þeir eru aðilar sem hlæja með manni, standa með manni þegar illa gengur og hlusta á mann tuða þegar illa gengur í ástarmálunum. Þetta eru stjörnumerkin sem eiga best saman sem vinir: Hrútur og Vatnsberi Þessi tvö merki saman eru frábær blanda. Merkin eru góð saman, Hrúturinn er heilinn… Lesa meira

Myndband: Barbara sýnir leikni sína í súludansi

Ungverska fyrirsætan Barbara Palvin sýnir leikni sína í súludansi í nýjasta myndbandi jóldagatals LOVE tímaritsins. Palvin var „nýliði ársins“ í sundfatablaði Sports Illustrated árið 2016, er einn af englum Victorias´s Secret. Hún kom einnig fram í dagatali LOVE í fyrra, þar sem hún stældi fræga senu Sharon Stone úr kvikmyndinni Basic Instinct. https://www.youtube.com/watch?v=r-8QAgvLgcY Lesa meira

Langir lokkar yngsta meðlims Beckhamfjölskyldunnar

Victoria Beckham deildi nýlega á Instagram mynd af eiginmanni hennar David Beckham og yngsta barni þeirra, dótturinni Harper, sem er sex ára. Á myndinni sést vel sítt og fallegt hár Harper, sem aldrei hefur farið í klippingu. Hjónin hafa verið gift síðan árið 1999 og eiga saman synina Brooklyn 18 ára, Romeo 15 ára og Cruz 12 ára, auk Harper. Lesa meira

Kardashian fjölskyldan – Nýtt púsl daglega í jólakortið fyrir 2017

Á jólum er það hefð hjá mörgum fjölskyldum að klæða sig í sitt fínasta púss og smella af jólamyndum og senda vinum og fjölskyldum jólakort. Kardashian fjölskyldan er þar engin undantekning og frá árinu 1987 þegar fyrsta myndatakan, hafa þau viðhaldið hefðinni að tveimur árum, 2014 og 2016, undanskildum. Kortin hafa verið eins fjölbreytt og þau eru mörg, sum eru einstaklega frábærlega hallærisleg í anda níunda áratugarins, en eftir að Kardashian fjölskyldan varð fræg á samfélagsmiðlum má segja að allt hafi verið gefið í botn og jólakortin rándýr og allir súberfínir og uppstrílaðir. Eftir pásu í fyrra þá er hefðin… Lesa meira

Biggi lögga „Ég mun líka gera allt í mínu valdi til að vernda dóttur mína frá þessu rótgróna samfélagsmeini sem kynferðislegt áreiti og ofbeldi er“

Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga, tók sér frí frá lögreglustarfinu fyrr á þessu ári og hóf störf sem flugþjónn hjá Icelandair. Í pistli sem hann skrifaði á Facebooksíðu sína í kvöld segir hann frá reynslu sinni í starfinu, sem enn í dag er nánast algjört kvennastarf og kemur inn á umræðuna um #METOO.   Eins og sumir vita þá ákvað ég að taka mér tímabundið frí frá löggunni fyrr á þessu ári og skella mér í flugfreyjuna. Ég fór sem sagt úr starfi sem hefur lengi verið mikið karlastarf og yfir í nánast algjört kvennastarf. Það var mjög áhugavert… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 12. desember – Gjöf frá Rubz Iceland

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 12. desember ætlum við að gefa tvö armbönd frá Rubz. Rubz armböndin eru dönsk hönnun, gerð úr stáli og náttúrulegu sílikoni, sem aðlagar sig og víkkar út með tímanum. Armböndin eru tímalaus og koma í einni stærð. Skoða má öll armböndin frá Rubz og fleiri tengdar vörur á glænýrri heimasíðu Rubz. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í… Lesa meira

Beyoncé óskar eftir lögbanni á bjór með hennar nafni

Beyoncé hefur lagt fram lögbannskröfu á hendur fyrirtækinu Lineup Brewing, fyrirtæki í Brooklyn sem setti á markað þýskan bjór með nafni söngkonunnar. Útlit dósarinnar líkist líka plötu hennar, Beyoncé, sem kom út árið 2013. Allt með ráðum gert til að selja vöruna út á nafn hennar. Bïeryoncé kom á markað 1. desember síðastliðinn og fékk góðar viðtökur, enda elska allir Beyoncé. Eigandi Lineup Brewing, Katarina Martinez, sagði vöruna ætlaða sem hrós. „Okkur finnst leitt að Beyoncé tók þessu ekki sem hrósi, en jæja, þetta var gaman meðan það entist.“ https://www.instagram.com/p/BcJS6CfHJTU/?taken-by=lineupbrewing Lesa meira

Stranger Things – Biðin er löng en verður þess virði

Ein vinsælasta þáttaröð ársins er önnur þáttaröð Stranger Things og þegar er búið að gefa grænt ljós á þá þriðju og fjórðu. Ljóst er þó að aðdáendur þurfa að bíða góða stund eftir þeirri næstu, en þriðja þáttaröð kemur ekki í sýningu fyrr en árið 2019. „Þetta pirrar aðdáendur okkar hvað það tekur langan tíma að gera hverja þáttaröð,“ segir David Harbour, sem leikur Hopper lögreglustjóra. Hann telur þó að sama hversu lög biðin verði, þá verði hún þess virði og Duffer bræður vinni eins hratt og þeir geti til að hún verði að veruleika. „Eins og allir góðir hlutir,… Lesa meira

Jólagjöfin fyrir þann sem á allt – Tebollar með móðgandi áletrun

Núna getur þú gefið gjöf (eða boðið gestum þínum upp á te/kaffi heima) og í leiðinni móðgað þá á fallegan máta. Miss Havisham hefur gefið út línu af tebollum sem eru hrein snilld og móðga gestina á fallegan, en um skemmtilegan hátt. „Hættu að tala,“ „Norn“ og „Þú dugar,“ eru dæmi um áletranir bollana. Það er þó rétt að hafa í huga að leggja bara slíka bolla á borð eða gefa að gjöf handa þeim sem kann að meta þennan bleksvarta húmor. Bollana má versla hér. Lesa meira

Föndraðu fyrir jólin: Bókamerki með dúskum

Hvað er skemmtilegra í desember en að föndra saman og búa til heimatilbúnar og persónulegar gjafir. Hvort sem það er fjölskyldan saman eða börnin að gera gjafir handa vinum og ættingjum eða þú að útbúa gjafir fyrir. Á vefsíðunni Hattifant.com er hægt að nálgast þessi skemmtilegu bókamerki, sem eru tilvalin gjöf með í jólapakkann, sérstaklega ef pakkinn inniheldur bók. Lítið mál er fyrir börnin að búa þau til með smá aðstoð. https://www.youtube.com/watch?v=f-93SvQejRU Lesa meira

Ævisaga á undan brúðkaupi

Konunglegi ævisöguritarinn Andrew Morton hefur tilkynnt að hann mun skrifa ævisögu Meghan Markle áður en hún gengur upp að altarinu að giftast harry Bretaprins næsta vor. Morton ritaði ævisögu Díöu prinsessu, Diana: Her True Story. „Spenntur að skrifa sögu Meghan Markle. Hún hefur mikla útgeislun. Konungleg stjarna sem mun hafa mikil áhrif á konunglegu fjölskylduna og heimin,“ skrifar Morton á Twitter. Bókin mun bera titilinn Meghan: A Hollywood Princess og koma út 19. Apríl 2018, um mánuði fyrir brúðkaupið. Morton segir Markle vera algjöra andstæðu þeirra feimnu, settlegu brúða sem fyrir hafa verið í konunglegu fjölskyldunni og lofar aðdáendum hennar… Lesa meira