Margrét Björk lifir minimalískum lífsstíl: „Ég var orðin svo leið á því að finnast aldrei neitt nógu gott, ég var neyslufíkill“

Margrét Björk Jónsdóttir var komin með leið á því að vera alltaf að taka til, alltaf að stressa sig á einhverju sem skipti engu máli, alltaf að týna hlutum og að hafa heimilið fullt af dóti sem enginn notaði. Hún tók sig því til og ákvað að hefja vegferð sína að minimaliskum lífsstíl.

En hvað er minimalískur lífsstíll?

Mínimalískur lífsstíll er að hafa í lífi þínu aðeins það sem þú þarft og *nýtur* þess að hafa. Laus við óþarfa. Það eru engar reglur um hvað á að eiga mikið af hinu eða þessu.Mínimalískur lífsstíll snýst ekki um að eiga eins lítið og maður getur eða að eiga bara nauðsynjar, heldur að það sem þú átt gefi lífi þínu gildi. Þess vegna er mínimalískur lífsstíl jafn ólíkur á milli einstaklinga og við erum mörg.

Skilgreiningin kemur frá Þórhildi Magnúsdóttur og fékk Margrét leyfi til þess að birta hana á vefsíðu sinni Minimalist.is.

Ég hef lengi vitað af þessum lífsstíl og haft hugmyndafræðina á bak við eyrað í um 3 ár. Hugmyndin um að eiga heimili laust við óþarfa og uppsafnað drasl heillaði mig mikið, og þegar ég byrjaði og fann hversu gott það var að losa sig við dót langaði mig að taka þetta skrefi lengra. Það var því rökrétt skref að hætta að kaupa sífellt nýtt dót í staðinn fyrir það sem ég losaði mig við.  Hugsunarhátturinn minn hefur breyst mikið í kjölfarið og ég er mun meira meðvituð um hvað það er sem raunverulega veitir manni hamingju, og það er klárlega ekki sending vikunnar í fatabúðir eða afsláttadagar í Kringlunni. Ekki þar með sagt að ég kaupi mér aldrei neitt lengur, en öll kaup eru meira úthugsuð og skynsamlegri. Annars hef ég hingað til ekki fundið neitt neikvætt við þennan lífsstíl. Því hver og einn aðlagar hann að sínu lífi. Fyrir okkur fjölskylduna er ávinningurinn meðal annars sá að fjárhagurinn er betri, minna drasl á heimilinu, betra skipulag og við leggjum meira upp úr því að eiga gæðastundir saman.

Margrét hefur nú unnið hörðum höndum að því að tileinka sér minimaliskan lífsstíl í rúmt ár og verður hún alltaf meira og meira heilluð af hugmyndinni.

Það sem heillaði mig í upphafi og heldur endalaust áfram að heilla mig er hugmyndin um það að eiga ekki neitt, og gera ekki neitt sem vekur ekki hjá mér gleði. Stelpurnar mínar eru 4 og 2 ára, og ég hef síðustu ár eitt allt of miklum tíma í að stressa mig á einhverju sem skiptir engu máli í staðin fyrir að slaka á og njóta þessa tíma sem líður svo allt of hratt.

„Ég var neyslufíkill“

Margrét hafði ákveðið að opna vefsíðu þar sem hún gæti leyft fólki að fylgjast með sér þegar hún væri búin að losa sig við allt drasl og hætt að kaupa hluti sem hún þyrfti ekki en viðurkennir að þá hefði hún þurft að bíða ansi lengi eftir að opna síðuna.

Ég viðurkenni það fúslega að það að opna síðuna var ekki auðvelt fyrir mig en fyrir um ári síðan var ég á smá tímamótum í lífinu. Ég var að klára fæðingarorlof, og var í einhverskonar tilvistarkreppu yfir því hversu hratt tíminn leið. Stelpurnar mínar voru þarna þriggja og eins árs og ég áttaði mig á hversu dýrmætum tíma ég hafði í raun eytt í ekki neitt. Í að taka til, í að hanga í símanum, á facebook, í búðum. Í stað þess að njóta. Ég var orðin svo leið á því að finnast aldrei neitt nógu gott. Sama hvað ég keypti mikið af fínum barna-merkjafötum, iittala vörum eða snyrtivörum. Það var aldrei nóg. „Notes” í símanum mínum var fullt af listum yfir vörur sem ég sá bloggara mæla með og ég “varð” að eignast, ég var með reminder um hvenær Ikea-bæklingurinn kæmi út. Ég var neyslufíkill.

Finnur ekki hamingjuna í hlutum

Margrét segir að það að verða minimalisti gerist ekki á einni nóttu og að margir myndu eflaust ekki telja hana lifa sérstaklega minimalískum lífsstíl.

En ég er samt sem áður í þessari vegferð, og ég ætla ekki að snúa til baka. Ég hefði ekki trúað því hversu mikið það gerir fyrir mann að minnka dót á heimilinu. Og hversu góð tilfinning það er að losa sig við allan óþarfa sem maður hefur haldið í af einhverjum ástæðum. Það er mun betri tilfinning en sú sem fylgir því að koma heim með nýtt dót. Fyrir utan þann augljósa ávinning sem fylgir þessum lífsstíl hvað varðar skipulag, þrif, fjármál, og svo framvegis að þá breyttist hugarfarið líka. Um leið og ég áttaði mig á því að ég fyndi ekki hamingjuna í einhverjum hlutum, þá ósjálfrátt fer maður að huga að því hvað raunverulega veitir manni hamingju. Í mínu tilfelli eru það gæðastundir með fjölskyldu og vinum, og það að ná markmiðum mínum. Hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá hef ég aldrei haft jafn skýra stefnu og unnið jafn skipulega að því að gera betur og ná lengra en undanfarna mánuði.

Margrét opnaði síðuna sína Minimalist til þess að halda utan um vegferð sína í átt að minimalískum lífsstíl og til þess að geta veitt öðrum góð ráð. Inn ásíðunni sinni sýnir Margrét meðal annars frá innliti á heimili sitt, ræðir um það hvernig minimalískur lífsstíll gerir hana að betri móður og gefur fólki góð ráð varðandi minimalisma og heimilisþrif.

Einn af helstu kostunum sem þetta hefur gert fyrir mig persónulega, er að ég er betri mamma stelpnanna minna. Ég er langt frá því að vera einhver fullkomin mamma, en betri að mörgu leiti en áður. Það er dýrmætt og mikilvægt að mínu mati að stelpurnar mínar alist upp við það hugarfar að vera þakklátur fyrir það sem maður á og vilji ekki endalaust meira og meira. Mér finnst þetta sérstaklega mikilvægt í dag þar sem markaðsherferðir herja sífellt meira á börn, og endalaust pressa um að eiga allt það nýjasta og flottasta.

Upplifði sig í ótta við að missa af einhverju

Margrét segir að hún hafi ekki notið þess nógu vel að eyða tíma með dætrum sínum áður en hún hóf að lifa minimalískum lífsstíl þar sem hún upplifði sig í ótta við að missa af einhverju.

Ég var alveg týpan sem fór á fullt að hugsa hvað mig vantaði og ég yrði bara að fara á helst alla svona daga. Þetta hljómar kannski eins og eitthvað klikkuð, en það var í alvöru farið að valda mér hálfgerðum kvíða að vera alltaf að “missa af” einhverju sem ég yrði að eignast. Til dæmis voru utanlandsferðir farnar að snúast nánast bara um það að finna hvar bestu búðirnar væru og hvort væri fljótlegra að taka strætó eða leigubíl.

Margrét segir síðuna sína hafa fengið frábærar viðtökur en tekur þó fram að þau séu bara venjuleg fjölskylda.

Stelpurnar mínar eiga ennþá fullt af óþarfa dóti, og alltof mikið af fötum. Þær horfa líka stundum á iPad og uppáhalds maturinn þeirra er stafasúpa. Mig langar að taka það fram að ég er á engan hátt að gefa í skyn að þær mæður sem aðhyllast minimalískan lífsstíl séu eitthvað betri en þær sem gera það ekki. Eins og allir sem eiga börn vita getur það verið ansi krefjandi, og því ekki að deila þeim ráðum sem hafa auðveldað manni lífið. En auðvitað finnur hver fyrir sig.

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira