Margrét Erla Maack: „Ef fólk býst við einhverju niðurlægjandi strippsjóvi þá getur það farið annað“

Það má með sanni segja að reykvíska kabarettsenan hafi sprungið út á mettíma síðustu mánuðina. Þrátt fyrir að hafa varla slitið barnsskónum er senan orðin litrík og fjölbreytt og hefur dregið hingað til lands marga heimsfræga listamenn.

Margrét sjálf í atriði sem hún tileinkar öllum konum sem einhvern tíma hefur verið sagt að slappa af! Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Þeir sem njóta kabarettsýninga og ærslaláta af ýmsu tagi muna eflaust eftir Skinnsemi, fullorðinssirkúsnum sem spratt upp úr starfi Sirkus Íslands, þegar tjald þeirra er uppi. Konan á bak við kabarettagróskuna og gleðina er engin önnur en Margrét Erla Maack, sem varla er hægt að kalla annað en fjöllistakonu. Eða jú, það er líka hægt að kalla hana skemmtikraft, danskennara, plötusnúð, fjölmiðlakonu, pistlahöfund, og jú eina af þrettán kynþokkafyllstu konum Íslands að mati álitsgjafa Bleikt.

 

„Ég og Lárus Blöndal, töframaður og skemmtanaáhugamaður, stofnuðum kabarettinn síðasta haust þegar nokkrir erlendir kabarettavinir mínir voru á Íslandi í sömu viku. Ég hringdi í sirkusbossinn minn og hann sagði að þetta væri allt í góðu ef það væri utan sirkustíma, sem kannski telst samráð á þessum litla kabarettamarkaði,“ segir Margrét í samtali við Bleikt.

Þau fengu til liðs við sig hæfileikaríkar og þokkafullar konur með húmor, en það er akkúrat það sem þarf í kabarett. Þetta voru þær Þórdís Nadia, Margrét Arnar,Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Unnur María Bergsveinsdóttir, en hún hefur nýlokið við sirkusferðalag um Hjaltlandseyjar.

Þórdís Nadia í laufléttu atriði með selfístöng. Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Reykjavík Kabarett fór vel af stað og fyrstu sýningarnar seldust upp með hraði, að sögn Margrétar. „Eftir að hafa spriklað í kjallara Græna herbergisins fluttum við í byrjun mánaðarins á Rósenberg. Bæði er það stærra svið og salur og svo spilar líka inn í maturinn, fílingurinn og aðgengi fyrir hjólastóla.“

Í júní er Reykjavík Kabarett með vikulegar sýningar á Rósenberg, alla fimmtudaga, en hingað til hafa færri komast að en vilja. Margrét segir júnímánuð vera tilraun sem hópurinn vonast til að verði að hefð í bæjarlífinu.

„Draumurinn væri að hafa föst kvöld frá og með næsta vetri því ég fæ mörg skilaboð frá fólki í senunni víðs vegar um heim sem hefur áhuga á að skemmta á Íslandi – við erum búin að læna upp fólki fram á mitt sumar 2018, sem er ótrúlegt.“

Wilfredo hinn kynþokkafulli er einn erlendu gestanna sem sýnt hafa með Reykjavík Kabarett. Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Miðar á kabarettinn eru seldir í gegnum Tix.is en tölfræðin frá síðunni hefur komið Margréti á óvart.

„Það sem kemur á óvart að um 75% þeirra sem kaupa miða eru konur. Og kvenkyns áhorfendur segja að það sé mjög frelsandi að sjá kvenlíkamann ekki bara sexí eða viðkvæman – heldur fyndinn og fáránlegan. Við blöndum saman burlesque, sem er svona gamaldagsgrínstrípidans með brjóstadúskum við mikinn húmor, galdra og kabarettatriði, svo ef fólk býst við einhverju niðurlægjandi strippsjóvi þá getur það farið annað.“

Lalli töframaður er kynnir á flestum sýningunum en stundum getur hann ekki hamið sig og strippar. Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Áhugi Íslenskra skemmtikrafta á að koma fram hefur líka reynst heilmikill og Margrét segir að kabarettnum berist reglulega beiðnir og fyrirspurnir þess efnis.

„Við reynuma að verða við þeim þegar það er pláss – en annars viljum við frekar hvetja fólk til að skapa sínar eigin sýningar. Markmiðið okkar er að búa til senu, ekki bara að við sitjum ein að þessu ótrúlega teygjanlega formi. Ég hef verið að kenna burlesque í Kramhúsinu reglulega síðan í janúar og aðsóknin að þeim námskeiðum hefur sýnt mér að áhuginn er mikill. Sumir framhaldsnemendurnir koma fram með Reykjavík Kabarett, og svo var líka nemendasýning þann 6. júní síðastliðinn á Rósenberg. Þú sérð að burlesqueið er heldur betur að festa sig í sessi í Reykjavík.“

Dragdrottningin Gógó Starr er einn burlesque-nemenda Margrétar sem hefur stigið á svið með hópnum. Mynd: Leifur Wilberg Orrason.

En hverju má þakka þennan mikla áhuga og örskjótan uppgang kabarettsenunnar í Reykavík. ~Ég held að áhugann megi útskýra á marga vegu,“ segir Margrét, „í fyrsta lagi hafa margir Íslendingar séð svona sýningar á ferðalögum erlendis. Svo eru virðast þessar hliðarsviðslistir að vakna, spunasamfélagið, uppistandið og síðast en ekki síst dragið. Nýtilkominn stefnumótakúltur hjálpar líka til og að við erum bara farin að verða duglegri við að tríta okkur – kíkja á happy hour, og út að borða er ekki lengur spari spari… og okkur finnst öllum gaman að Reykjavík sé að verða meiri heimsborg.“

Engar tvær sýningar í júní verða eins, en hellingur af gestum kemur fram með Kabarettnum, bæði tilkynntir og leynigestir.

Hér er örlítil kitla sem ætti að æsa upp í ykkur kabarettunnandann:

Þeir sem hafa ekki ennþá farið í mat til hans Óla á Rósenberg ættu líka að nota tækifærið – því hann er mikill meistarasnillingur og hefur hannað nýjan og djúsí matseðil. Á fimmtudagskvöldum er líka sérstaklega djúsí og kynþokkafullan kabarettseðill í boði en á honum eru meðal annars ostruskot, uxabrjóst, rumpsteik, og eggaldin fyrir grænkerana.

Tryggðu þér miða á Reykjavík kabarett

Ókunnug kona í Smáralind sagði Andreu að hún ætti ekki að vera móðir

Andrea Ísleifsdóttir var í Smáralind á dögunum þegar ókunnug kona kom upp að henni og byrjaði að spjalla við hana um son Andreu. Samræðurnar byrjuðu vel en tóku snögga beygju þegar konan sagði Andreu að hún ætti ekki að vera móðir ef hún ætlaði ekki að ala son sinn "rétt" upp. Konan taldi Andreu ekki vera að ala son sinn "rétt" upp þar sem Andrea skilgreinir hann sem "hann." Andrea segir frá þessu í grein sinni á Glam.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hér með lesendum. Hér að neðan má lesa alla grein Andreu í heild sinni. Um… Lesa meira

Fólk er að missa sig yfir gömlum myndum af Emiliu Clarke og Kit Harrington

Gamlar myndir af Emiliu Clarke og Kit Harrington eru að ganga eins og eldur í sinu um netheima. Myndirnar voru teknar fyrir Rolling Stones tímaritið árið 2012 og eru hreint út sagt guðdómlegar! Alfie Allen og Lena Headey voru einnig í myndatökunni. Bored Panda greinir frá þessu. Horfðu á myndbandið neðst í greininni frá myndatökunni og sjáðu tíst frá netverjum. „Þetta augnablik var ógleymanlegt,“ sagði ljósmyndarinn Peggy Sirota um myndina af þeim kyssast. „Ég bað þau um að kyssast og ætli ástin hafi ekki verið í loftinu og ég var bara nógu heppinn að vera þarna.“ Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. Fólk var… Lesa meira

Mel B rauk af sviði eftir kvikindislegan brandara Simon Cowell um brúðkaupsnóttina hennar

Melanie „Mel B“ Brown, fyrrum kryddpía og dómari í America‘s Got Talent, rauk af sviði síðastliðið þriðjudagskvöld eftir að meðdómari hennar Simon Cowell sagði grófan og klúran brandara um brúðkaupsnóttina hennar. Mel B stendur nú í skilnaði við eiginmann sinn til tíu ára, Stephen Belafonte. Simon sagði „brandarann“ eftir tækniklúður í sýningu töframanns í America's Got Talent. „Ég get eiginlega ímyndað mér að þetta sé eins og brúðkaupsnótt Mel B. Mikil eftirvænting, lofar miklu, skilar litlu,“ sagði Simon. Mel B var ekki hrifin af þessum ummælum og kastaði yfir hann vatnsglasinu sínu áður en hún rauk af sviðinu í beinni… Lesa meira

Fíknin drap næstum Sunju: „Það líður ekki sá dagur sem ég er ekki skíthrædd við þennan sjúkdóm“

Ótti, kvíði, hræðsla, þunglyndi, lélegt sjálfsálit, lélegt sjálfstraust, félagsfælni, ofsareiði, mikil gremja, sjálfsmorðshugsanir, sjálfsmorðstilraunir, sjálfsvorkunn, meðvirkni á mjög háu stigi, föðurmissir og margir aðrir veikleikar og brestir meðal annars út frá miklu einelti (líkamlegu og andlegu), kynferðislegri misnotkun og ofbeldi (líkamlegu og andlegu) og mörgu öðru. Deyfði þessu eða sleppti öllu út í allskonar vímuefni í 17 ár. Drap mig næstum á endanum. Ég er núna edrú og búin að vera það í 3 ár og tæpan mánuð þegar ég skrifa þennan pistil, eða síðan 26. júlí 2014. Hver dagur telur og ég hefði ekki getað það án AA samtakanna og stuðninginn… Lesa meira

Ofurkrúttlegir hundar með sólgleraugu skynsamari en Donald Trump

Samfélagsmiðlar hafa logað af myndum frá sólmyrkvanum sem átti sér stað í gær og fjöldi fólks ferðaðist langar leiðir til Bandaríkjanna til þess að verða vitni að honum, enda eitt af ótrúlegustu undrum náttúrunnar. Til þess að sjá sólmyrkvan var nauðsynlegt að nota sérstök sólgleraugu sem vernda augun gegn hættulegum geislum sólarinnar. Forseti Bandaríkjanna virti þó þær viðvaranir ekki og ákvað að taka af sér sólgleraugun í miðjum sólmyrkva. Hinsvegar mátti sjá skynsama hunda víðsvegar um heiminn sem fylgdu fyrirmælum og pössuðu vel upp á sjónina. https://www.instagram.com/p/BYEh_hqlb3y/ https://www.instagram.com/p/BYE3M_GlZhX/ https://www.instagram.com/p/BYEW7QSgg6y/ https://www.instagram.com/p/BYESnoOjW10/ https://www.instagram.com/p/BYER1L-Bo_i/ https://www.instagram.com/p/BYEIhw3luBI/ https://www.instagram.com/p/BYD0_suHVsP/ https://www.instagram.com/p/BYESMlLjS1w/ https://www.instagram.com/p/BYEQo1LFTAS/ https://www.instagram.com/p/BYEBgZ1DC4_/ https://www.instagram.com/p/BYDhZlLht0V/ https://www.instagram.com/p/BYEk7FUAtgh/ Lesa meira

Karen Kjartansdóttir: „Íslenskar sundlaugar eru dásamleg blanda frjálsræðis og regludýrkunar“

„Íslenskar sundlaugar eru dásamleg blanda frjálsræðis og regludýrkunar. Mögulega í ætt við nektarmenningu Austur-Þýskalands,“ svona hefst pistill Karenar Kjartansdóttur um sundlaugar á Íslandi. Karen fór í sund um daginn með son sinn sem er að byrja í 1. bekk í grunnskóla. Honum var meinaður aðgangur að kvennaklefanum með Karen vegna aldurs, en hann þótti of gamall. Í kjölfarið kom ýmislegt upp í huga Karenar á meðan sundferðinni stóð, bæði varðandi reglur í íslenskum sundlaugum og skort á þeim. Eins og regluleysi varðandi eftirlitslausar rennibrautir. Karen skrifaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún deildi vangaveltum sínum. Hún segir í samtali… Lesa meira

Friðrik Dór fékk ryk í augun á Dalvík – Myndband

Fiskidagstónleikarnir á Dalvík voru haldnir 12. ágúst síðastliðinn en talið er að yfir 30 þúsund manns hafi sótt tónleikana. Margar af skærustu stjörnum landsins stigu á stokk ásamt hljómsveit Rigg viðburða í glæsilegri umgjörð eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Friðrik Dór Jónsson flutti lagið Í síðasta skipti með miklum ágætum og tóku gestir tónleikanna virkan þátt í söng og leik. Friðrik Dór lét hafa það eftir sér baksviðs eftir flutninginn að hann hefði fengið eitthvað ryk í augun í miðju lagi. „Ég er búinn að syngja þetta lag þúsund og tíu sinnum. Það gerðist eitthvað sérstakt þarna á… Lesa meira

Svona ræktarðu þitt eigið avókadó tré skref fyrir skref – Myndband

Avókadó, eða lárpera, nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi sem og víðar. Fyrir þá sem ekki þekkja er þetta græni ávöxturinn sem bragðast örlítið eins og kartafla. Inni í lárperu er steinn sem flestir henda en margir hafa prófað að setja steinn í mold eða vatn og sjá hann spíra. En hvað svo? Er hægt að rækta sitt eigið avókadó tré? Svarið má sjá hér að neðan í myndbandi frá Mr Eastcostman. Myndbandið hans hefur fengið rúmlega fjögur milljón áhorf og sýnir hann í því hvernig á að rækta sitt eigið avókadó tré skref fyrir skref. Lesa meira

Getur þú giskað hver er með hverjum? – Myndband

Cut gerðu skemmtilegt verkefni á dögunum en þau fengu nokkra einstaklinga til að giska á hverjir eru par úr hópi tíu einstaklinga. Einstaklingarnir þekkja ekki fólkið og eiga að giska á hvaða tveir einstaklingar eru par út frá því að horfa á einstaklingana og spyrja þá spurninga. Fólkið sem er að giska segir svo af hverju fólkið heldur að þessir tveir einstaklingar séu saman. Eins og svipaður fatasmekkur eða daðurslegt augnaráð. Myndbandið er mjög skemmtilegt og áhugavert! Horfðu á það hér fyrir neðan. Lesa meira

Kendall Jenner húðskömmuð fyrir að nota þennan emoji-kall

Það er ekkert nýtt að Kardashian-Jenner fjölskyldan sé undir smásjá þegar kemur að öllu því sem þau gera. Allt frá klæðnaði, orðavali þeirra á Twitter og meira að segja notkun þeirra á emoji-köllum. Í maí var Kim Kardashian harðlega gagnrýnd fyrir tíst sitt um Manchester árásina. Hún deildi mynd af sér og Ariönu Grande með tístinu. Netverjar gagnrýndu hana fyrir að nota þetta sem tækifæri til að deila mynd af sér sjálfri. Kim eyddi upprunalega tístinu og deildi fljótlega tveimur öðrum tístum sem voru ekki með mynd. Sjá einnig: Kim Kardashian gagnrýnd harðlega fyrir þetta tíst um Manchester árásina Nú er… Lesa meira

Kylie Jenner útskýrir af hverju hún hætti með Tyga: „Við munum alltaf hafa einstök tengsl“

Kylie Jenner og Tyga hættu saman í mars á þessu ári eftir næstum þriggja ára samband. Öll slúðurpressan var á nálum í kjölfarið en Kylie og Tyga tjáðu sig hvorug um sambandsslitin opinberlega. Nú hefur Kylie loksins tjáð sig um þau, en hún gerði það í raunveruleikaþættinum sínum „Life of Kylie.“ Hún segir ástæðuna fyrir því að hún hætti með honum ekki vera út af einhverju stóru rifrildi eða að það hafi verið eitthvað slæmt á milli þeirra. „Það var alls ekki neitt að sambandinu okkar. Hann og ég munum alltaf, alltaf hafa einstök tengsl,“ segir Kylie. „Það var ekkert… Lesa meira