Margrét Erla Maack: „Ef fólk býst við einhverju niðurlægjandi strippsjóvi þá getur það farið annað“

Það má með sanni segja að reykvíska kabarettsenan hafi sprungið út á mettíma síðustu mánuðina. Þrátt fyrir að hafa varla slitið barnsskónum er senan orðin litrík og fjölbreytt og hefur dregið hingað til lands marga heimsfræga listamenn.

Margrét sjálf í atriði sem hún tileinkar öllum konum sem einhvern tíma hefur verið sagt að slappa af! Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Þeir sem njóta kabarettsýninga og ærslaláta af ýmsu tagi muna eflaust eftir Skinnsemi, fullorðinssirkúsnum sem spratt upp úr starfi Sirkus Íslands, þegar tjald þeirra er uppi. Konan á bak við kabarettagróskuna og gleðina er engin önnur en Margrét Erla Maack, sem varla er hægt að kalla annað en fjöllistakonu. Eða jú, það er líka hægt að kalla hana skemmtikraft, danskennara, plötusnúð, fjölmiðlakonu, pistlahöfund, og jú eina af þrettán kynþokkafyllstu konum Íslands að mati álitsgjafa Bleikt.

 

„Ég og Lárus Blöndal, töframaður og skemmtanaáhugamaður, stofnuðum kabarettinn síðasta haust þegar nokkrir erlendir kabarettavinir mínir voru á Íslandi í sömu viku. Ég hringdi í sirkusbossinn minn og hann sagði að þetta væri allt í góðu ef það væri utan sirkustíma, sem kannski telst samráð á þessum litla kabarettamarkaði,“ segir Margrét í samtali við Bleikt.

Þau fengu til liðs við sig hæfileikaríkar og þokkafullar konur með húmor, en það er akkúrat það sem þarf í kabarett. Þetta voru þær Þórdís Nadia, Margrét Arnar,Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Unnur María Bergsveinsdóttir, en hún hefur nýlokið við sirkusferðalag um Hjaltlandseyjar.

Þórdís Nadia í laufléttu atriði með selfístöng. Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Reykjavík Kabarett fór vel af stað og fyrstu sýningarnar seldust upp með hraði, að sögn Margrétar. „Eftir að hafa spriklað í kjallara Græna herbergisins fluttum við í byrjun mánaðarins á Rósenberg. Bæði er það stærra svið og salur og svo spilar líka inn í maturinn, fílingurinn og aðgengi fyrir hjólastóla.“

Í júní er Reykjavík Kabarett með vikulegar sýningar á Rósenberg, alla fimmtudaga, en hingað til hafa færri komast að en vilja. Margrét segir júnímánuð vera tilraun sem hópurinn vonast til að verði að hefð í bæjarlífinu.

„Draumurinn væri að hafa föst kvöld frá og með næsta vetri því ég fæ mörg skilaboð frá fólki í senunni víðs vegar um heim sem hefur áhuga á að skemmta á Íslandi – við erum búin að læna upp fólki fram á mitt sumar 2018, sem er ótrúlegt.“

Wilfredo hinn kynþokkafulli er einn erlendu gestanna sem sýnt hafa með Reykjavík Kabarett. Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Miðar á kabarettinn eru seldir í gegnum Tix.is en tölfræðin frá síðunni hefur komið Margréti á óvart.

„Það sem kemur á óvart að um 75% þeirra sem kaupa miða eru konur. Og kvenkyns áhorfendur segja að það sé mjög frelsandi að sjá kvenlíkamann ekki bara sexí eða viðkvæman – heldur fyndinn og fáránlegan. Við blöndum saman burlesque, sem er svona gamaldagsgrínstrípidans með brjóstadúskum við mikinn húmor, galdra og kabarettatriði, svo ef fólk býst við einhverju niðurlægjandi strippsjóvi þá getur það farið annað.“

Lalli töframaður er kynnir á flestum sýningunum en stundum getur hann ekki hamið sig og strippar. Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Áhugi Íslenskra skemmtikrafta á að koma fram hefur líka reynst heilmikill og Margrét segir að kabarettnum berist reglulega beiðnir og fyrirspurnir þess efnis.

„Við reynuma að verða við þeim þegar það er pláss – en annars viljum við frekar hvetja fólk til að skapa sínar eigin sýningar. Markmiðið okkar er að búa til senu, ekki bara að við sitjum ein að þessu ótrúlega teygjanlega formi. Ég hef verið að kenna burlesque í Kramhúsinu reglulega síðan í janúar og aðsóknin að þeim námskeiðum hefur sýnt mér að áhuginn er mikill. Sumir framhaldsnemendurnir koma fram með Reykjavík Kabarett, og svo var líka nemendasýning þann 6. júní síðastliðinn á Rósenberg. Þú sérð að burlesqueið er heldur betur að festa sig í sessi í Reykjavík.“

Dragdrottningin Gógó Starr er einn burlesque-nemenda Margrétar sem hefur stigið á svið með hópnum. Mynd: Leifur Wilberg Orrason.

En hverju má þakka þennan mikla áhuga og örskjótan uppgang kabarettsenunnar í Reykavík. ~Ég held að áhugann megi útskýra á marga vegu,“ segir Margrét, „í fyrsta lagi hafa margir Íslendingar séð svona sýningar á ferðalögum erlendis. Svo eru virðast þessar hliðarsviðslistir að vakna, spunasamfélagið, uppistandið og síðast en ekki síst dragið. Nýtilkominn stefnumótakúltur hjálpar líka til og að við erum bara farin að verða duglegri við að tríta okkur – kíkja á happy hour, og út að borða er ekki lengur spari spari… og okkur finnst öllum gaman að Reykjavík sé að verða meiri heimsborg.“

Engar tvær sýningar í júní verða eins, en hellingur af gestum kemur fram með Kabarettnum, bæði tilkynntir og leynigestir.

Hér er örlítil kitla sem ætti að æsa upp í ykkur kabarettunnandann:

Þeir sem hafa ekki ennþá farið í mat til hans Óla á Rósenberg ættu líka að nota tækifærið – því hann er mikill meistarasnillingur og hefur hannað nýjan og djúsí matseðil. Á fimmtudagskvöldum er líka sérstaklega djúsí og kynþokkafullan kabarettseðill í boði en á honum eru meðal annars ostruskot, uxabrjóst, rumpsteik, og eggaldin fyrir grænkerana.

Tryggðu þér miða á Reykjavík kabarett

Guðlaug fékk ofsakvíðakast í fæðingu: „Ég öskraði og grátbað um að ég yrði svæfð“

Guðlaug Sif átti virkilega erfiða meðgöngu vegna fíkniefnaneyslu barnsföðurs og áttu hún því erfitt með að vera spennt fyrir fæðingunni og tengdist syni sínum ekki á meðan á meðgöngu stóð. Guðlaug fékk mikið fæðingarþunglyndi eftir að hún átti strákinn sinn en bæði hún ásamt barnsföður hennar höfðu verið í mikilli neyslu þegar Guðlaug varð ólétt. Þegar Guðlaug áttaði sig á því að hún gengi með barn hætti hún neyslu á öllum efnum og hefur haldið sér edrú síðan. Barnsfaðir hennar gerði því miður ekki hið sama og fór því gríðarleg orka frá Guðlaugu í barnsföður hennar alla meðgönguna. Bleikt.is greindi frá því á… Lesa meira

Barnsfaðir og unnusti Mörtu situr í fangelsi: „Það er mikil bið í afplánun og ég skil ekki afhverju það er verið að halda honum lengur inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir“

Marta Þórudóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 28. nóvember á síðasta ári sem kom í heimin með bráðakeisara eftir langt gangsetningarferli. Sonur Mörtu var skírður Stefán Þór og hefur Marta verið í sambúð með föður hans síðan árið 2014. Barnsfaðir hennar, Örn Stefánsson hefur þó einungis hitt son sinn fjórum sinnum síðan hann fæddist þar sem hann situr í fangelsi að afplána dóma sem hann hefur fengið. Við kynntumst í byrjun ágúst 2014 og höfum eiginlega verið saman síðan þá, en þá vorum við bæði í neyslu og límdumst við hvort annað. Við vorum bæði í harðri neyslu fyrsta árið… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

Auður Elín: „Ef þú kannast við það að vera komin með símann í hendurnar nokkrum mínútum eftir að þú lagðir hann frá þér þá er þetta fíkn“

Auður Elín Sigurðardóttir ákvað að skoða daglega símanotkun sína og kanna hversu miklum tíma hún var að eyða með skjáinn fyrir framan andlitið og fékk áfall þegar hún sá niðurstöðurnar. Vildi ekki vera þræll símans Einn daginn var ég þrjá klukkutíma á Facebook, eyddi fimm og hálfum klukkutímum í símanum sjálfum og opnaði kíkti á hann 97 sinnum yfir daginn. Eftir þetta ákvað ég að nú væri komið nóg, ég ætlaði ekki að vera þræll símans míns og allra samfélagsmiðlana, segir Auður í færslu á Belle.is Auður segir að hamingjuna sé ekki að finna á Facebook en þó sé alltaf gaman að kíkja inn á miðilinn.… Lesa meira

Gerður hjá Blush.is ræðir um kynlífstæki, erfið sambandsslit og ástarlífið: „Við getum allavegana sagt að ég sé ekki að leitast eftir því að kynnast neinum“

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var einungis tuttugu og eins árs gömul. Gerður réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda hefur hún alltaf verið ævintýragjörn og dreymin, en þegar kom að vali á fyrirtækjarekstri ákvað hún að stofna kynlífstækjaverslun. Blush.is, kynlífstækjaverslun Gerðar, er nú orðin sjö ára gömul og á þeim stutta tíma sem liðið hefur síðan fyrirtækið varð til hefur mikið breyst hvað varðandi viðhorf Íslendinga til kynlífs. Umræðan hefur aldrei verið opnari og ekki er lengur feimnismál að ganga inn í kynlífstækjaverslun og kaupa tæki.… Lesa meira

Aníta Kröyer upplifði kvalarfulla brjóstagjöf: „Ég var öll út í sárum og hægri geirvartan klofnaði hálf í sundur“

Aníta Kröyer var með dóttur sína, Ronju Líf, á brjósti í rúmlega sex mánuði. Af fjórum af þessum sex mánuðum kvaldist Aníta af miklum sársauka, vanlíðan og síendurteknum stíflum og sýkingum. Þegar ég gekk með Ronju Líf las ég mér lítið sem ekkert til um brjóstagjöf. Ástæðan var sú að ég hélt að þetta væri ekkert mál og að eina vesenið sem gæti mögulega fylgt þessu væri of lítil mjólk og þegar tennurnar kæmu, segir Aníta í einlægri færslu á síðunni Narnia.is Aníta átti þó eftir að komast að því að brjóstagjöf getur verið allt annað en dans á rósum og kom það… Lesa meira

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix. En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd. Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti. Before We Go Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans. Before We Go gerist öll á einni… Lesa meira

Átt þú sanna og skemmtilega sögu af kynlífsævintýri? Eða viltu hlusta á slíkar?

Á morgun er einstakur viðburður í boði á Gauknum, SMUT SLAM. Um er að ræða viðburð sem hefur ferðast um allan heim og verður nú á Íslandi í fyrsta sinn. Þemað er fyrsta reynslan. Sannar og skemmtilegar sögur af kynlífsævintýrum. Gestum er boðið að skrá sig til leiks og deila sinni fyrstu kynlífsreynslu á fimm mínútum undir styrkri handleiðslu Cameryn Moore, sem er kynlífsfræðingur og kynlífs aktívisti, verðlaunað leikskáld/leikkona og fyrrum símavændisdama. Fimm gestastjörnudómarar, þau Atli Demantur, Bylgja Babýlon, Gerður Arinbjarnardóttir, Hugleikur Dagsson og Jonathan Duffy, munu einnig deila sinni sögu. Ef þú vilt ekki deila þinni sögu, ekkert mál,… Lesa meira

Fríða B: „Við vitum aldrei hvenær við erum að halda upp á afmælið okkar í síðasta sinn“

Jæja, það hlaut að koma að því. Fertug. já, ég verð fertug núna seinna í mánuðinum. Og í fyrsta sinn á ævinni er ég að upplifa það að mér finnst ég vera að eldast. Já, í fyrsta sinn, finnst mér erfitt að eiga afmæli. Ég veit ekki hversvegna, en það kom eitthvað yfir mig þegar ég fór að hugsa þetta og að ég verði fertug. Fjörtíu ára. Komin á fimmtugsaldurinn. Miðaldra. En hvað er svosem aldur? Segja árin allt? Nei, það held ég ekki. Ég er á þeirri skoðun að það sem mótar okkur sem manneskju, eru ekki hversu mörg… Lesa meira

Guðlaug Sif: „Mér fannst leiðinlegt að líf mitt snerist um kúkableyjur, brjóstagjöf og svefn. Ég var bara mjög veik á geði“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir greindist með alvarlegt fæðingarþunglyndi eftir að hún átti drenginn sinn en hún hafði átt virkilega erfiða meðgöngu og var illa stödd andlega vegna áfengis og fíkniefnaneyslu barnsföðurs síns. Hann var svo veikur vegna fíkniefna og áfengis að ég gat eiginlega ekkert hugsað um mína heilsu þar sem allar mínar áhyggjur og orka fóru í að pæla í því að gera aðstæðurnar sem bestar fyrir hann. Ég var svo gríðarlega meðvirk og ég trúði því alltaf þegar hann sagðist ætla að verða edrú en svo fóru feluleikirnir af stað, segir Guðlaug Sif í einlægri færslu á Amare.is Eftir að Guðlaug átti strákinn sinn… Lesa meira

Kaia Gerber hannar tískulínu í samstarfi við Karl Lagerfeld

Í hörðum heimi tískubransans þá er ljóst að fyrirsætur þurfa að gera eitthvað sérstakt til að skara fram úr fjöldanum. Að hanna tískulínu í samstarfi við þekktan hönnuð telst klárlega eitt af því. Kaia Gerber hefur tilkynnt að hún er að hanna línu í samstarfi við engan annan en Karl Lagerfeld. Fyrirsætan kom fram í fyrsta sinn á tískusýningarpöllunum síðastliðið haust og vakti bæði athygli og aðdáun. Fatalína hennar mun koma í verslanir í september næstkomandi. Hin 16 ára gamla Kaia hefur þegar komið fram í tveimur tískusýningum fyrir Chanel og opnaði hún þá fyrri, sem þykir mikill heiður fyrir… Lesa meira

Myndband: Frábær aðferð til að passa förðunina þegar þú borðar

Hefurðu lent í því að vera búin að farða þig óaðfinnanlega, fara síðan út að borða og/eða drekka og eiga þá í vandræðum og jafnvel eyðileggja förðunina sem þú hafðir mikið fyrir? Engar áhyggjur, daman í myndbandinu kennir þér frábæra aðferð til að nærast og á sama tíma halda förðuninni fullkominni! https://www.facebook.com/RussianFashionblogger/videos/1899915476703926/   Lesa meira