Margrét Erla Maack: „Ef fólk býst við einhverju niðurlægjandi strippsjóvi þá getur það farið annað“

Það má með sanni segja að reykvíska kabarettsenan hafi sprungið út á mettíma síðustu mánuðina. Þrátt fyrir að hafa varla slitið barnsskónum er senan orðin litrík og fjölbreytt og hefur dregið hingað til lands marga heimsfræga listamenn.

Margrét sjálf í atriði sem hún tileinkar öllum konum sem einhvern tíma hefur verið sagt að slappa af! Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Þeir sem njóta kabarettsýninga og ærslaláta af ýmsu tagi muna eflaust eftir Skinnsemi, fullorðinssirkúsnum sem spratt upp úr starfi Sirkus Íslands, þegar tjald þeirra er uppi. Konan á bak við kabarettagróskuna og gleðina er engin önnur en Margrét Erla Maack, sem varla er hægt að kalla annað en fjöllistakonu. Eða jú, það er líka hægt að kalla hana skemmtikraft, danskennara, plötusnúð, fjölmiðlakonu, pistlahöfund, og jú eina af þrettán kynþokkafyllstu konum Íslands að mati álitsgjafa Bleikt.

 

„Ég og Lárus Blöndal, töframaður og skemmtanaáhugamaður, stofnuðum kabarettinn síðasta haust þegar nokkrir erlendir kabarettavinir mínir voru á Íslandi í sömu viku. Ég hringdi í sirkusbossinn minn og hann sagði að þetta væri allt í góðu ef það væri utan sirkustíma, sem kannski telst samráð á þessum litla kabarettamarkaði,“ segir Margrét í samtali við Bleikt.

Þau fengu til liðs við sig hæfileikaríkar og þokkafullar konur með húmor, en það er akkúrat það sem þarf í kabarett. Þetta voru þær Þórdís Nadia, Margrét Arnar,Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Unnur María Bergsveinsdóttir, en hún hefur nýlokið við sirkusferðalag um Hjaltlandseyjar.

Þórdís Nadia í laufléttu atriði með selfístöng. Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Reykjavík Kabarett fór vel af stað og fyrstu sýningarnar seldust upp með hraði, að sögn Margrétar. „Eftir að hafa spriklað í kjallara Græna herbergisins fluttum við í byrjun mánaðarins á Rósenberg. Bæði er það stærra svið og salur og svo spilar líka inn í maturinn, fílingurinn og aðgengi fyrir hjólastóla.“

Í júní er Reykjavík Kabarett með vikulegar sýningar á Rósenberg, alla fimmtudaga, en hingað til hafa færri komast að en vilja. Margrét segir júnímánuð vera tilraun sem hópurinn vonast til að verði að hefð í bæjarlífinu.

„Draumurinn væri að hafa föst kvöld frá og með næsta vetri því ég fæ mörg skilaboð frá fólki í senunni víðs vegar um heim sem hefur áhuga á að skemmta á Íslandi – við erum búin að læna upp fólki fram á mitt sumar 2018, sem er ótrúlegt.“

Wilfredo hinn kynþokkafulli er einn erlendu gestanna sem sýnt hafa með Reykjavík Kabarett. Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Miðar á kabarettinn eru seldir í gegnum Tix.is en tölfræðin frá síðunni hefur komið Margréti á óvart.

„Það sem kemur á óvart að um 75% þeirra sem kaupa miða eru konur. Og kvenkyns áhorfendur segja að það sé mjög frelsandi að sjá kvenlíkamann ekki bara sexí eða viðkvæman – heldur fyndinn og fáránlegan. Við blöndum saman burlesque, sem er svona gamaldagsgrínstrípidans með brjóstadúskum við mikinn húmor, galdra og kabarettatriði, svo ef fólk býst við einhverju niðurlægjandi strippsjóvi þá getur það farið annað.“

Lalli töframaður er kynnir á flestum sýningunum en stundum getur hann ekki hamið sig og strippar. Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Áhugi Íslenskra skemmtikrafta á að koma fram hefur líka reynst heilmikill og Margrét segir að kabarettnum berist reglulega beiðnir og fyrirspurnir þess efnis.

„Við reynuma að verða við þeim þegar það er pláss – en annars viljum við frekar hvetja fólk til að skapa sínar eigin sýningar. Markmiðið okkar er að búa til senu, ekki bara að við sitjum ein að þessu ótrúlega teygjanlega formi. Ég hef verið að kenna burlesque í Kramhúsinu reglulega síðan í janúar og aðsóknin að þeim námskeiðum hefur sýnt mér að áhuginn er mikill. Sumir framhaldsnemendurnir koma fram með Reykjavík Kabarett, og svo var líka nemendasýning þann 6. júní síðastliðinn á Rósenberg. Þú sérð að burlesqueið er heldur betur að festa sig í sessi í Reykjavík.“

Dragdrottningin Gógó Starr er einn burlesque-nemenda Margrétar sem hefur stigið á svið með hópnum. Mynd: Leifur Wilberg Orrason.

En hverju má þakka þennan mikla áhuga og örskjótan uppgang kabarettsenunnar í Reykavík. ~Ég held að áhugann megi útskýra á marga vegu,“ segir Margrét, „í fyrsta lagi hafa margir Íslendingar séð svona sýningar á ferðalögum erlendis. Svo eru virðast þessar hliðarsviðslistir að vakna, spunasamfélagið, uppistandið og síðast en ekki síst dragið. Nýtilkominn stefnumótakúltur hjálpar líka til og að við erum bara farin að verða duglegri við að tríta okkur – kíkja á happy hour, og út að borða er ekki lengur spari spari… og okkur finnst öllum gaman að Reykjavík sé að verða meiri heimsborg.“

Engar tvær sýningar í júní verða eins, en hellingur af gestum kemur fram með Kabarettnum, bæði tilkynntir og leynigestir.

Hér er örlítil kitla sem ætti að æsa upp í ykkur kabarettunnandann:

Þeir sem hafa ekki ennþá farið í mat til hans Óla á Rósenberg ættu líka að nota tækifærið – því hann er mikill meistarasnillingur og hefur hannað nýjan og djúsí matseðil. Á fimmtudagskvöldum er líka sérstaklega djúsí og kynþokkafullan kabarettseðill í boði en á honum eru meðal annars ostruskot, uxabrjóst, rumpsteik, og eggaldin fyrir grænkerana.

Tryggðu þér miða á Reykjavík kabarett

Bróðir hennar er fyrirsæta – Hún lætur barnungan son sinn stæla hann

Aristotle Polites er fyrirsæta í New York og þrátt fyrir að vera einstaklega myndarlegur og efnilegur í fyrirsætubransanum, þá á hann nú í harðri samkeppni......við barnungan frænda sinn.   Eins og þú sérð þá er 18 mánaða frændi hans einstaklega krúttlegur og er farinn að stæla pósur frænda síns, með góðri aðstoð Katima Behn móður sinnar (sem er eldri systir Aristotle) og það er alveg spurning hvor er betri fyrirsæta. Þetta byrjaði allt þegar hún gat ekki fengið son sinn til að vera í köflóttu hnepptu skyrtunni hans. „Þegar hann var kominn í skyrtuna óhneppta með magann úti þá skellihló… Lesa meira

Sendiherrahjónin Edda og Pálmi trylltu fullan sal af áhorfendum

Risaeðlurnar, lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn föstudag. Uppselt var á sýninguna og beið fjöldi prúðbúinna gesta spenntur eftir verkinu, enda hafa fyrri verk Ragnars hlotið einróma lof bæði áhorfenda og gagnrýnenda.  Gullregn og Óskasteinar hlutu báðar fjölda tilnefninga til Grímunnar og Grímuverðlaun. Ragnar Bragason leikstýrir og skrifar handrit, Halfdan Pedersen er leikmyndahönnuður, tónlist er í höndum Mugison og í helstu hlutverkum eru Edda Björgvinsdóttir, Pálmi Gestsson, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Hallgrímur Ólafsson og María Thelma Smáradóttir. Viðtal við Ragnar um tilurð verksins: https://www.youtube.com/watch?v=Rty9CGdGKJc Sýningunni var vel tekið af frumsýningargestum. https://www.instagram.com/p/BafXrqwBsa4/?igref=ogexp   Lesa meira

Peningasería Odee til sýnis á Reyðarfirði – Frekari hugmyndir í vinnslu

Állistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig, hefur ávallt í nógu að snúast. Ritstjóri Bleikt var á ferðinni fyrir austan síðastliðna helgi og hitti á Odee þar sem hann var að hengja upp sýningu á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sómasetrinu á Reyðarfirði. Serían sem um ræðir er Peningaserían, en serían hefur vakið mikla athygli eftir að Odee frumsýndi hana á Ljósanótt í Keflavík árið 2016. Einnig fengu nokkrar vel valdar aðrar myndir að fylgja með. Odee lék á alls oddi og sagði ritstjóra frá næstu verkefnum sem eru í vinnslu og eru enn sem komið er bara… Lesa meira

Jafnréttishús býður upp á sundnámskeið fyrir innflytjendur og hælisleitendur

Sund er allra meina bót Við Íslendingar teljum það sjálfsagðan hlut að skella okkur í sund öðru hvoru allan ársins hring. Á góðvirðisdögum flykkjumst við í sundlaugarnar til að synda, flatmaga í sólinni, slaka á í heitu pottunum meðan börnin renna sér í rennibrautunum. Þvílíkur unaður svo ekki sé meira sagt. Þegar ég var yngri og ekki alveg synd setti mamma mig neðst á rennibrautina sem var ekki stór og sagði mér að hoppa niður. Þótt ég væri með stóran hringkút um mig, handakúta á báðum höndum og sundgleraugu sem tóku hálft andlitið, sem ekki nokkur maður myndi sjá sig… Lesa meira

Jake Gyllenhaal er besti pabbi í heimi

Leikarinn Jake Gyllenhaal er nýjasta andlit Eternity rakspíra Calvin Klein. Ásamt honum leika fyrirsætan Liya Kebode og hin fjögurra ára gamla Leila í auglýsingunni. Í auglýsingunni, sem er svarthvít, leikur Gyllenhaal umhyggjusaman föður og eiginmann, en Cary Fukunaga leikstýrir. https://www.youtube.com/watch?time_continue=6&v=aEcbuccnjLc   Lesa meira

„Ég gafst upp og leyfði honum að sofa hjá mér, eða réttara sagt, nauðga mér“

Ég var ekki nema 14 ára þegar ég eignaðist fyrsta kærastann minn, mér fannst þetta allt voða spennandi en alveg svakalega stressandi líka. Það má segja að þáverandi vinkona mín hafi ýtt mér að honum, hann var nefnilega frændi hennar og hún vildi endilega að við yrðum saman. Hann bjó fyrir sunnan og ég fyrir norðan svo við hittumst auðvitað ekki oft. En það var sennilega, ef mig minnir rétt, í annað eða þriðja skiptið sem við hittumst þegar hann byrjaði á að snerta mig á allskonar stöðum sem mér fannst óþægilegt og fljótlega fór hann að fara inn á… Lesa meira

Ísrétturinn Surtur & Pretzel í boði hjá Skúbb

Ísrétturinn Surtur & Pretzel frá Skúbb er fáanlegur næstu daga á meðan birgðir endast.  Eingöngu er hægt að nálgast hann í ísbúð Skúbb á Laugarásvegi 1, Reykjavík. „Okkur langaði að nota bjór í ís hjá okkur og settum okkur í samband við Borg Brugghús sem er þekkt fyrir bragðmikla bjóra og að leggja upp úr þessu samhengi bjórs og matar.  Eftir gott spjall var ákveðið að nota bjórinn Surtur Nr. 47 sem er bragðmikill 10% Imperial Stout bruggaður með sérmöluðu kaffi frá Te & Kaffi.  Með þessu passaði svo vel að nota pretzel og karmellu sem við gerum sjálfir og… Lesa meira

Britney kemst enn í skólabúninginn

Britney Spears er í fantaformi og nýlega birti hún stutt myndband á Instagram. Þar sést að hún kemst enn í skólabúninginn sem hún klæddist í myndbandi lagsins ...Baby One More Time titillagi fyrstu plötu hennar sem kom út árið 1999. https://www.instagram.com/p/BaeyD7wFYQ8/ Lesa meira

Dagný Rut er hryllileg á Hrekkjavökunni

Dagný Rut Ólafsdóttir hefur tekið þátt í hrekkjavökunni síðan árið 2008. „Ég sá hrekkjavökuball auglýst hér heima,“ segir Dagný, en hún býr í Grindavík, „og ég bara: Úhhhh! ég verð að vera með!“ Dagný Rut sér yfirleitt um gervi og förðun sjálf en hefur stundum leitað aðstoðar annarra. „Fyrir þremur árum var ég búin að vera klukkutíma að græja mig, leit svo í spegil og hugsaði: „Þetta er ekkert skeirí, þreif allt framan úr mér og byrjaði upp á nýtt,“segir Dagný Rur. Í það skipti var hún hjúkkan með vafningana. Dagný Rut velur oftast að vera ljót og skeirí og… Lesa meira

Hún var kölluð drusla – Þær sýndu henni samstöðu

Stelpurnar í 10. bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ mættu í hlýrabolum í skólann síðastliðinn fimmtudag. Það gerðu þær til að sýna samstöðu eftir að þær urðu vitni af því að nokkrir strákar í bekknum þeirra kölluðu aðra stelpu druslu á netinu. Stelpur úr skólanum hafa lent í því að vera beðnar um að „klæða sig betur“ í tíma þegar þær hafa verið á bolnum, og í þau skipti af karlkyns kennara. Þær eru því orðnar þreyttar á því að líkamar þeirra, 15 ára stelpna, séu hlutgerðir og að þeim beri einhver „skylda“ til að hylja sig til að vera ekki… Lesa meira

„Nauðgarinn var kærastinn minn – Ég kallaði hann besta vin minn“

Sú hugsun að kynferðislegt ofbeldi og áreitni gerist bara í partýum, í bænum eða þar sem flestir eru undir áhrifum. Að maður hafi verið að biðja um það, hefði ekki átt að vera svona klædd og allt það kjaftæði. Mín reynsla er ekki þannig. Nauðgarinn var kærastinn minn. Ég kallaði hann besta vin minn. Við vorum 17 ára, saman í framhaldsskóla á sömu braut. Við lærðum saman fyrir jólaprófin og fljótlega fórum við að hittast. Allt gerist frekar hratt og það leið ekki mánuður þegar hann sagðist elska mig. Þetta var svo nýtt fyrir mér og spennandi, ég hafði aldrei… Lesa meira