Nú skal segja, nú skal segja hvernig litlu börnin gera

Á síðu Huffington Post á Netinu er að finna mjög svo áhugaverða grein eftir konu að nafni Rachel Kramer Bussel. Greinin byrjar á bréfi sem hún sendi vinkonu sinni með gjöf ætluðum nýfæddum syni hennar. Í bréfinu bæði afsakar hún og útskýrir af hverju hún sendir drengnum bleikt leikfang.

Bussel segir að hún hafi fundið sig knúna til að láta bréfið fylgja gjöfinni þrátt fyrir að það hafi gengið gegn femínistanum í henni. Hún vissi að líkurnar væru litlar á því að mánaðargamall sonurinn tæki yfirhöfuð eftir dótinu en vildi ekki að foreldrarnir héldu að hún vissi ekki hvors kyns barnið þeirra væri. Það truflaði hana svo enn þá meira að það hefði aldrei hvarflað að henni að senda viðlíka bréf með bláa tuskubangsanum sem hún gaf dóttur vina sinna.

Af hverju „er í lagi“ að gefa stelpum blátt en ekki strákum bleikt? Af hverju eru litir flokkaðir eftir kynjum? Af því að kynin eru markaðssett mismunandi.

Af hverju gleypum við við þessari markaðssetningu? Af því þegar um uppeldi er að ræða vs. eðli er það uppeldið sem hefur vinninginn, samkvæmt tilvitnun í dr. Lindu Lindsay í grein Bussel. Kynin fá mismunandi skilaboð frá fæðingu. Báðum eru gefin tuskudýr en þegar börnin eldast er ekki ásættanlegt að drengirnir leiki sér áfram með dýrin þó svo að stelpurnar „megi“ það, strákunum er jafnvel strítt. Stelpur er mjúkar og leika sér með mjúk dýr. Strákar eru harðir og eiga að finna sér eitthvað annað til dundurs.

Bussel heldur áfram og bendir á að kyn skipti miklu máli í samfélagi okkar, svo miklu að eitt af því fyrsta sem við spyrjum tilvonandi foreldra er hvers kyns barnið sé. Einn faðir sagði frá því að þegar hann væri úti að ganga með kornunga dóttur sína vildi fólk á förnum vegi endilega annaðhvort ákveða hvers kyns hún væri eða gerði ráð fyrir því að hún væri strákur. Skiptir það nokkru máli? Já, það skiptir pabbann máli.

Mér finnst þetta allt athyglisvert. Svo athyglisvert að það kemur af stað ólgu innra með mér sem byrjar í maganum og vill út í öskri. Eða einhverri leið til að breyta heiminum.

Það eru eintómar stelpur á mínu heimili. Tvær dætur og tvær mæður og við mæður höfum verið í litastríði og kynjahlutverksstríði við samfélagið frá því að frumburðurinn fæddist. Í raun frá því að við sjálfar komumst til vits og ára. Við höfum alltaf valið föt í litum sem klæða litarhaft dætranna og seinna smekk (þeirrar eldri, yngri er smábarn sem kann ekki að tala). Við höfum líka reynt að velja leikföng sem hafa ekki verið „eignuð“ öðru hvoru kyninu eins og kubbar, bækur, púsl …

Mestu áhersluna leggjum við þó á frelsið til að velja. Ef börn vilja klæða sig í kjól, hræra í plastpotti með annarri og skipta á Baby born með hinni ættu þau að fá það burtséð frá því hvors kyns þau eru. Ef þau vilja vera með stutt hár (svo það þurfi helst ekkert að greiða), leika sér með riddara og sparka í bolta ættu þau að fá að gera það burtséð frá því hvors kyns þau eru. Flest myndu líklega gera sitt lítið af hverju af því það er skemmtilegast.

Stundum finnst mér þetta fjarlægur draumur. Það hefur að minnsta kosti aldrei nokkur einasta ókunnug manneskja giskað á að yngri dóttir mín sé stelpa af því að hún er yfirleitt í grænni úlpu og með græna húfu. Eða húfulaus með nokkur hárstrá sem erfitt er að binda bleikan borða í. Og eldri stelpan mín fær endalausar athugasemdir í skóla fyrir að velja sér helst alklæðnað í bláu, jafnvel með mynd af þyrlum eða bílum, áður en hún fer út úr húsi. Tölum ekki um þegar hún dirfist að fara í Spidermanbol í skólann. Frelsið til að velja verður ekki beint eftirsótt þegar það er sífellt sett út á valið.

Ég er ekki að segja að við ættum dubba alla stráka upp í bleikt frá toppi til táar eða neyða allar stelpur til að vera í bílaleik út í hið óendanlega í einhverju mótmælaskyni. Bara slaka aðeins á öllum skilgreiningum út frá kyni svo við getum öll leyft persónuleikanum að njóta sín.

Sigga Lena ætlar að eignast barn án maka: „Ég ætla mér að láta drauminn rætast“

Draumur, hver er draumurinn!?! Minn stærsti draumur er að stofna fjölskyldu, það er lítið annað sem kemst að hjá mér þessa dagana. En ég tók af sakarið og er byrjuð á undirbúnings vinnu fyrir komandi ár. Í byrjun árs tók ég þá ákvörðun að ég ætla mér að láta drauminn rætast. Til þess að þetta sé möguleiki þá þarf ég að plana mig vel. En að sjálfsögðu var fyrsta skrefið að panta tíma hjá IVF klíníkinni sem ég og gerði, fyrsti tími hjá lækni er í byrjun febrúar. Það sem ég er samt spennt að tala við lækninn og fá nákvæmari… Lesa meira

Hreinskilnar og sprenghlægilegar sögur af íslenskum krökkum

Að eiga barn getur verið mjög krefjandi verkefni. Þau þurfa umsjón allan sólarhringinn, líka þegar þú ert sofandi. Þau elska mat, bara ekki þann sem þú eldar fyrir þau. Þeim finnst nauðsynlegt að segja þér frá öllu því sem gerðist í leikskólanum/skólanum í smáatriðum, einmitt þegar þú situr á klósettinu. Þau eru virkilega léleg í feluleik, nema þegar kemur að því að fela fjarstýringarnar eða húslyklana og þau eru sérstaklega hreinskilin og forvitin, aðallega þegar þau eiga alls ekki að vera það. Þrátt fyrir að börnin geti átt sínar krefjandi stundir er foreldrahlutverkið þó það yndislegasta sem til er og ef ekki… Lesa meira

Fjölbreyttir og litríkir kjólar á SAG

Einungis örfáir dagar eru síðan að konurnar í Hollywood sameinuðust um að mæta allar í svörtum klæðnaði á Golden Globes verðlauna hátíðina til þess að sýna samstöðu gegn kynferðisafbrotum. Í gærkvöldi var hinsvegar mikið um litadýrð þegar SAG verðlaunin voru tilkynnt og má með sanni segja að fegurð og þokki hafi verið áberandi meðal kvennana.     Lesa meira

Ebba hefur alla sína tíð verið í megrun: „Að vera feitur var ógeð“

Ebba Sig hefur alla sína tíð verið í megrun, ekki vegna þess að móðir hennar hvatti hana til þess heldur einungis vegna þess að hún sá aldrei neinar konur í sjónvarpi, kvikmyndum eða tímaritum sem ekki voru grannar. Allir sem ég þekkti voru að reyna að grennast af því að markmiðið var að vera grannur. Að vera feitur var ógeð. Segir Ebba í einlægum pistli á Facebook. Ebba segist hafa prófað alla megrunarkúrana í bókinni nema að sauma saman á sér munninn til þess að geta ekki borðað. Einu sinni missti ég 30 kíló og fólk kom fram við mig eins og ég… Lesa meira

Ellen Pompeo fékk alltaf minna borgað en Patrick Dempsey í Grey‘s Anatomy

Það er ástæða af hverju Grey‘s Anatomy er einn vinsælasti þáttur sem sýndur hefur verið í sjónvarpi og stendur ennþá sterkur eftir 13 ár á skjánum. Fyrir þá sem ekki þekkja fjalla þeir um líf og störf lækna og læknanema á sjúkrahúsi í Seattle, Ellen Pompeo fer með aðalhlutverkið, Dr. Meredith Grey í þáttunum. Í viðtali við Hollywood Reporter ræddi Pompeo um erfiðleikana bak við myndavélina, þá helst baráttuna fyrir því fá jafn mikið borgað og karlkyns aðalleikarar, þá sérstaklega Patrick Dempsey sem lék McDreamy. „Þegar Patrick yfirgaf þættina árið 2015 þá opnaðist allt í samningaviðræðunum,“ segir Pompeo. Hún segir… Lesa meira

Guðlaug fékk ofsakvíðakast í fæðingu: „Ég öskraði og grátbað um að ég yrði svæfð“

Guðlaug Sif átti virkilega erfiða meðgöngu vegna fíkniefnaneyslu barnsföðurs og áttu hún því erfitt með að vera spennt fyrir fæðingunni og tengdist syni sínum ekki á meðan á meðgöngu stóð. Guðlaug fékk mikið fæðingarþunglyndi eftir að hún átti strákinn sinn en bæði hún ásamt barnsföður hennar höfðu verið í mikilli neyslu þegar Guðlaug varð ólétt. Þegar Guðlaug áttaði sig á því að hún gengi með barn hætti hún neyslu á öllum efnum og hefur haldið sér edrú síðan. Barnsfaðir hennar gerði því miður ekki hið sama og fór því gríðarleg orka frá Guðlaugu í barnsföður hennar alla meðgönguna. Bleikt.is greindi frá því á… Lesa meira

Barnsfaðir og unnusti Mörtu situr í fangelsi: „Það er mikil bið í afplánun og ég skil ekki afhverju það er verið að halda honum lengur inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir“

Marta Þórudóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 28. nóvember á síðasta ári sem kom í heimin með bráðakeisara eftir langt gangsetningarferli. Sonur Mörtu var skírður Stefán Þór og hefur Marta verið í sambúð með föður hans síðan árið 2014. Barnsfaðir hennar, Örn Stefánsson hefur þó einungis hitt son sinn fjórum sinnum síðan hann fæddist þar sem hann situr í fangelsi að afplána dóma sem hann hefur fengið. Við kynntumst í byrjun ágúst 2014 og höfum eiginlega verið saman síðan þá, en þá vorum við bæði í neyslu og límdumst við hvort annað. Við vorum bæði í harðri neyslu fyrsta árið… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

Auður Elín: „Ef þú kannast við það að vera komin með símann í hendurnar nokkrum mínútum eftir að þú lagðir hann frá þér þá er þetta fíkn“

Auður Elín Sigurðardóttir ákvað að skoða daglega símanotkun sína og kanna hversu miklum tíma hún var að eyða með skjáinn fyrir framan andlitið og fékk áfall þegar hún sá niðurstöðurnar. Vildi ekki vera þræll símans Einn daginn var ég þrjá klukkutíma á Facebook, eyddi fimm og hálfum klukkutímum í símanum sjálfum og opnaði kíkti á hann 97 sinnum yfir daginn. Eftir þetta ákvað ég að nú væri komið nóg, ég ætlaði ekki að vera þræll símans míns og allra samfélagsmiðlana, segir Auður í færslu á Belle.is Auður segir að hamingjuna sé ekki að finna á Facebook en þó sé alltaf gaman að kíkja inn á miðilinn.… Lesa meira

Gerður hjá Blush.is ræðir um kynlífstæki, erfið sambandsslit og ástarlífið: „Við getum allavegana sagt að ég sé ekki að leitast eftir því að kynnast neinum“

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var einungis tuttugu og eins árs gömul. Gerður réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda hefur hún alltaf verið ævintýragjörn og dreymin, en þegar kom að vali á fyrirtækjarekstri ákvað hún að stofna kynlífstækjaverslun. Blush.is, kynlífstækjaverslun Gerðar, er nú orðin sjö ára gömul og á þeim stutta tíma sem liðið hefur síðan fyrirtækið varð til hefur mikið breyst hvað varðandi viðhorf Íslendinga til kynlífs. Umræðan hefur aldrei verið opnari og ekki er lengur feimnismál að ganga inn í kynlífstækjaverslun og kaupa tæki.… Lesa meira

Aníta Kröyer upplifði kvalarfulla brjóstagjöf: „Ég var öll út í sárum og hægri geirvartan klofnaði hálf í sundur“

Aníta Kröyer var með dóttur sína, Ronju Líf, á brjósti í rúmlega sex mánuði. Af fjórum af þessum sex mánuðum kvaldist Aníta af miklum sársauka, vanlíðan og síendurteknum stíflum og sýkingum. Þegar ég gekk með Ronju Líf las ég mér lítið sem ekkert til um brjóstagjöf. Ástæðan var sú að ég hélt að þetta væri ekkert mál og að eina vesenið sem gæti mögulega fylgt þessu væri of lítil mjólk og þegar tennurnar kæmu, segir Aníta í einlægri færslu á síðunni Narnia.is Aníta átti þó eftir að komast að því að brjóstagjöf getur verið allt annað en dans á rósum og kom það… Lesa meira

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix. En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd. Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti. Before We Go Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans. Before We Go gerist öll á einni… Lesa meira