Öðruvísi fæðingarsaga Guðlaugar Sifjar

Við mæðgin að hittast í fyrsta skiptið.

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir er bloggari á síðunni mædur.com.

Í nýjustu færslu sinni skrifar hún um fæðingu sonar síns, en Guðlaug Sif fór í keisara. Hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta færsluna og við gefum Guðlaugu Sif orðið.

Öðruvísi fæðingarsaga?

Ástæðan fyrir því að ég kalla þessa færslu öðruvísi fæðingarsaga er sú að ég fór í planaðan keisara. Ég fór í planaðan keisara því Óliver minn var í sitjandi stöðu í mallanum. Fyrri færslan sem ég skrifaði er um það hvernig ég upplifði mína meðgöngu, þar sem mér leið mjög illa á meðgöngu átti ég erfitt með að vera spennt fyrir komandi tímum og tengdist Óliveri lítið á meðgöngu, það fór svo gríðaleg orka í barnsfaðir minn að ég gat lítið hugsað um mig og barnið á meðgöngu, ég byrjaði hjá FMB teyminu þegar ég var komin rúmlega 36 vikur á leið eftir að vera búin að berjast við að fá pláss þar í rúmlega 20 vikur. Ég var í reglulegu eftirliti síðustu vikurnar því Óliver var sitjandi, ef að hann skildi snúa sér þá hefði ég ekki farið í keisara. Það sem hræddi mig líka mikið er að EF ég skildi missa vatnið þyrfti ég að leggjast í gólfið og hringja á sjúkrabíl, ég var skíthrædd fyrir komandi tímum því ég gat varla tekið ábyrð á sjálfri mér, var hrædd um að ég yrði ömurleg móðir og barnsfaðir minn í tómu tjóni.

3D sónar.

Ég flutti aftur til foreldra minna þegar ég var komin rúmlega 36-38 vikur á leið og það var besta ákvörðun sem ég hefði getað tekið á þessum tíma!
Þannig síðustu vikuna var ég að gera og græja allt fyrir son minn, 13. september á sunnudegi 2015 fer ég og barnsfaðir minn upp á spítala, ég var tengd í monitor og fór í sónar til að athuga hvort að hann væri ekki örugglega ennþá í sitjandi stöðu, ég hef aldrei verið jafn stressuð eins og þarna, ég var að fara í keisara næsta morgun og ég var orðin svo ótrúlega hrædd við allt þetta ferli þrátt fyrir að vera búin að hitta fæðingarlækni sem leiðbeindi mér í gegnum allt nokkrum dögum áður.
Allt var í góðu hjá litla stráknum mínum og okkur var úthlutað geðveikt herbergi (Akranesi), var með 2 rúmum sem við gátum ýtt saman, flatskjá, lazyboy og allt til taks!
Ég var svo „heppin“ að lenda á þeirri ljósmóður sem ég talaði um í meðgöngufærslunni þarna uppá spítala, frábært alveg hreint…. Hún var á næturvaktinni mér til mikillar „ánægju“.
Við vorum auðvitað með ferðatösku að reyna að vera tilbúin fyrir komandi barn en ég gat ekki tekið hausinn á mér frá þessari hræðslu við mænudeyfinguna…. JÁ mænudeyfinguna?, ég var ekkert að spá í því að ég væri að vera skorinn upp neinei ég var hrædd við að geta ekki hreyft á mér lappirnar í X langan tíma, já ég hlæ pínu af þessari hræðslu í dag….

Komin 39 vikur á leið , mætt á spítala degi fyrir keisara.

Ég þurfti að fasta fyrir aðgerðina, enda passaði ég mig vel á því að borða alveg þangað til klukkan sló á miðnætti, eins og flest allir vita þá verður maður rosalega þyrstur á meðgöngu og ég var vön að hafa fulla vatnsflösku við rúmið á nóttunni til þess að grípa í en ég mátti það auðvitað ekki þessa nótt, en sem betur fer mátti ég taka inn Rennie við brjóstsviða!
Ég gat ómögulega fest svefn þessa nótt, ég var stressuð , kvíðin og hrædd fyrir morgundeginum, ég var einhvernveginn búin að bíða svo lengi eftir að meðgangan kláraðist og ég fengi barnið mitt í hendurnar…. En á þessum tímapunkti langaði mig bara að fara heim, hafa áhyggjur af sjálfri mér og sleppa við þetta allt saman. Ég gat ekki fundið fyrir ánægju né spenningi , kvíði og hræðslan tóku öll völd.
Þarna lá ég á sjúkrahúsinu að reyna að sofa en ég bara gat það ekki, á meðan var barnsfaðir minn sofandi eins og værasta ungabarn , ég man hvað ég var reið og pirruð út í hann fyrir að geta sofið en ekki ég.

Núna var kominn morgun og mamma var komin upp á spítala , hún ætlaði að bíða inn á herbergi meðan ég færi í keisara, gat ekki hugsað mér að gera þetta án mömmu…
Ég labbaði bara í hringi að deyja úr stressi og gat bara ekki andað… Ég vildi svo mikið klára þetta af en samt ekki, mér langaði bara heim að kúra í mínu rúmi og bíða með þetta aaaaaðeins lengur.
Ljósmóðirin kom svo inn og sagði mér að leggjast í rúmið því við værum að fara núna á skurðstofuna, ég fór að hágrenja, vissi ekki hvert ég ætlaði, ég var búin að mikla þetta svo mikið fyrir mér, var gjörsamlega búin að ímynda mér það versta!
Ég grenjaði alla leið upp á skurðstofu og ég bara gat ekki hætt, var komin með ekka ég grét svo. Barnsfaðir minn var tekinn í annað herbergi til að fara í svona „læknaföt“ og á meðan að ég fengi mænudeyfingu. Ég vildi það ekki? ég grátbað um að við gætum bara frestað þessu pínu lengur, bara smá plís?

Það var sjö manna teymi inn á skurðstofu hjá mér, kvensjúkdómalæknir sem skar mig upp, aðstoðarkona hjá honum, svæfingalæknir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingar minnir mig.
Ég hefði aldrei geta’ gert þetta án þeirra, þau voru svo góð og voru svo mikið að hvetja mig áfram.
Þegar ég fann fyrir því að mænudeyfingin var að virka fékk ég ofsakvíðakast, þetta var svo óþægileg tilfinning, ég öskraði um og grátbað um að láta svæfa mig en það var ekki hægt, Elísabet sem var ljósmóðirinn þarna hjá mér , tók í höndina á mér og talaði mig niður, hún náði alveg til mín, hélt í höndina mína og spjallaði, ég róaðist alveg niður en mér leið samt óþægilega, ég var orðin svo svöng og svo þyrst og gerði ekki annað en að tala um það allan keisarann.

Glænýr snúður að fá brjóst hjá mömmu sinni í fyrsta skiptið.

Klukkan 09:32 kom svo fallegi sonur minn í heiminn, ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að láta, ég var svo upptekin af sjálfri mér og mínum kvíða og stressi. Ég var mjög ánægð og bara í áfalli að hann væri kominn til mín!
Aldrei hef ég séð neitt fallegra en hann! En á sama tíma var ég svo hrædd við þessa miklu ábyrgð og skuldbindingu. Ég fékk samviskubit fyrir það að gráta ekki þegar hann kom í heiminn. Þetta var besti og erfiðasti dagur lífs míns!

Ég greindist seinna meir með alvarlegt fæðingarþunglyndi sem ég gerði mér engan veginn grein fyrir strax. Ég fékk mikla hjálp við að tengjast elsku stráknum mínum og ég á sem betur fer gott bakland!

Tveggja daga gamall.
Nokkurra daga gamall.

Merkismenn í útgáfuboði Manns nýrra tíma

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út. Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.   Lesa meira

Þraut: Ert þú einn af fáum sem fær rétta niðurstöðu?

Meðfylgjandi þraut hefur vakið mikla athygli á Facebook á undanförnum dögum og sitt sýnist hverjum um hvert rétt svar er. Á myndinni má sjá hamborgara, bjór og vínflöskur, sem öll hafa sitt tölugildi og liggja fyrir ákveðnar upplýsingar sem eiga að hjálpa einstaklingum að finna hvert rétt svar er. En sitt sýnist hverjum um hvert rétta svarið er.  Ert þú með lausnina? Tjáðu þig hér að neðan. Lesa meira

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi. „Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“ Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft. „Þetta veldur… Lesa meira

Stælir fræga fólkið með hlutum sem hann á heima

Tom Lenk er best þekktur fyrir hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer, sem sýndir voru á árunum 1997 – 2003, en þar var hann í hlutverki Andrew Wells. Leikarinn er í dag 41 árs og núna vekur hann mikla athygli á Instagram þar sem hann líkir eftir stíl og myndum sem teknar eru af fræga fólkinu, fyrirsætum og tískusýningarmódelum. Wells notar hluti sem hann á heima hjá sér til að líkjast fyrirmyndinni sem best og úr verður bráðfyndin myndasería.   Lesa meira

Ljósmynd Finns vekur athygli á Daily Mail – Hesturinn tvífari Sia

Vefsíðan Dailymail í Bretlandi birti í byrjun nóvember hestamynd sem Finnur Andrésson áhugaljósmyndari tók og sagði hestinn líkjast mjög áströlsku söngkonunni Sia. Bæði væru með sömu hárgreiðsluna sem hyldi augu þeirra. Finnur er búsettur á Akranesi og tók myndirnar þar, segir að hesturinn skemmtilegi hafi svo sannarlega lífgað upp á daginn hjá honum. Hesturinn bæði ullaði og „hló“ svo sást í tennurnar þegar Finnur smellti af. „Íslenski hesturinn er með einstakan karakter,“ er haft eftir Finni á Dailymail. „Ég var á rúntinum með myndavélina á Akranesi að leita að dýrum til að mynda. Ég sá hestinn við veginn og byrjaði… Lesa meira

Björn Lúkas með silfur á heimsmeistaramóti í MMA

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson endaði með silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA, en hann keppti til úrslita núna fyrir stuttu í millivigt. Úrslitabardaginn var á móti svíanum Khaled Laallam. Björn Lúkas er búinn að klára fimm bardaga á sex dögum, fjóra bardagana sem hann vann vann hann í 1. lotu. Úrslitabardaginn fór hinsvegar í þrjár lotur. Björn Lúkas er 22 ára. Björn Lúkas sló út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Svíþjóð. Hann mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferð vann Björn Lúkas Fionn… Lesa meira

Inga Hlín hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards fyrir konur í viðskiptum

Verðlaunin eru veitt konum sem hafa skarað fram úr í viðskiptum eða sem stjórnendur í atvinnulífi um allan heim og voru nú veitt í 14 sinn. Inga Hlín hlaut gullverðlaun sem frumkvöðull ársins, silfurverðlaun sem stjórnandi ársins, og silfur sem kona ársins í flokki stjórnvalda og stofnanna fyrir störf sín hjá Íslandsstofu síðustu ár. „Ég er ótrúlega þakklát og glöð með þennan heiður en ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á þeim árangri sem við höfum náð með samtakamætti allra þeirra sem koma að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Undanfarin ár hafa fyrirtæki og hið opinbera… Lesa meira

Maggý sýnir hestamyndir í Reiðhöllinni

Listakonan Maggý Mýrdal heldur nú málverkasýningu í Reiðhöllinni Víðidal. Og á morgun, laugardaginn 18. nóvember býður hún í vöfflupartý. Titill sýningarinnar er viðeigandi miðað við umhverfið: Ég er hestur. „Ég ætla að hafa heitt kakó, kaffi og vöfflur. Það væri gaman að sjá sem flesta,“ segir Maggý. „Það eru allir velkomnir, verður mikið fjör. Gaman að koma og kíkja á glæsilega myndlistasýningu og fá sér heitt kakó í kuldanum.“ Allir eru velkomnir. Húsið opnar kl. 14 og er opið til kl. 18. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 19. nóvember. Viðburður á Facebook. Lesa meira

Gigi Hadid verður ekki með í tískusýningu Victoria´s Secret

Fyrirsætan Gigi Hadid hefur gefið út þá tilkynningu að hún verður ekki með í tískusýningu Victoria´s Secret, sem í ár fer fram í Shanghai í Kína. Tískusýningin er jafnan gríðarlega stór og flottur viðburður og frægustu fyrirsætur hvers tíma ganga tískupallinn. „Ég er svo fúl yfir að geta ekki farið með til Kína í ár,“ skrifar Hadid á Twitter. „Ég elska VS fjölskylduna mína og ég mun verða með öllum stelpunum mínum í anda. Get ekki beðið eftir að sjá þessa flottu sýningu og get ekki beðið eftir næsta ári.“   I’m so bummed I won’t be able to make… Lesa meira

Matur: Kúrbíts ostabrauð girnilegt í partýið

Innihald: 3 meðalstórir kúrbítar (um það bil 4 bollar skorið) 2 stór egg 2 pressaðir hvítlauksgeirar ½ teskeið oregano 3 bollar parmesan ½ bolli maíssterkja salt malaður svartur pipar rauðar piparflögur 2 teskeiðar fersk steinselja marinara sósa, sem ídýfa Leiðbeiningar: 1) Hitaðu ofninn í 200°C. Skerðu kúrbítana niður eða maukaðu þá í matvinnsluvél.  Pressaðu allan aukavökva úr blöndunni. 2) Settu kúrbít, egg, hvítlauk, oregano, 1 bolla af mozzarella, parmesan og maíssterkju saman í skál og kryddaðu með salt og pipar. Hrærðu saman. 3) Færðu „deigið“ yfir á bökunarpappír og flettu út. Bakaðu í um það bil 25 mínútur. 4) Dreifðu… Lesa meira

Serena Williams og Alexis Ohanian eru búin að gifta sig

Serena Williams og Alexis Ohanian eru búin að gifta sig Parið sem er búið að vera saman í tvö ár tilkynnti trúlofun sína í desember 2016 og dóttirin, Alexis Olympia Ohanian Jr., fæddist 1. september síðastliðinn. Ohanian, einn af stofnendum Reddit og Williams, ein þekktasta tennisstjarna allra tíma, giftu sig í New Orleans að viðstöddum nánustu vinum og ættingjum, þar á meðal Beyoncé, Kim Kardashian, Eva Longoria og eiginmanni hennar José Bastón og tennisstjarnan Caroline Wozniacki og unnusti hennar, NBA leikmaðurinn David Lee. Lesa meira