Ókunnug kona í Smáralind sagði Andreu að hún ætti ekki að vera móðir

Andrea Ísleifsdóttir var í Smáralind á dögunum þegar ókunnug kona kom upp að henni og byrjaði að spjalla við hana um son Andreu. Samræðurnar byrjuðu vel en tóku snögga beygju þegar konan sagði Andreu að hún ætti ekki að vera móðir ef hún ætlaði ekki að ala son sinn „rétt“ upp. Konan taldi Andreu ekki vera að ala son sinn „rétt“ upp þar sem Andrea skilgreinir hann sem „hann.“ Andrea segir frá þessu í grein sinni á Glam.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hér með lesendum. Hér að neðan má lesa alla grein Andreu í heild sinni.

Andrea Ísleifsdóttir og sonur hennar Heiðar Máni

Um daginn var ég á Facebook að skoða yfir newsfeedið mitt og sé þar konu pósta inná mömmugrúbbu myndbandi af barni sem er ekki skilgreint sem hún eða hann, foreldrarnir leyfa honum/henni að ráða því. Þau setja hann í pils og buxur og leyfa honum að leika sér með „stelpudót“ og „strákadót“ og skilgreina hann kynjalausan þangað til hann ákveður það sjálfur. Ég sagði mína skoðun á málunum eins og margir aðrir inni á þessari umræðu. Ekkert til að espa einn né neinn eða skapa vandræði.

Nokkrum dögum eftir að þessi umræða kom upp var ég í Smáralindinni með son minn. Hann sat í kerrunni sinni og lék sér að snuddubandinu sínu og babblaði út í eitt við það eins og börn gera flest. Kemur eldri kona upp að mér og segir mér hversu fallegt barnið mitt sé og hún þurfti bara að segja mér það. Ég þakka kærlega fyrir og er auðvitað 100% sammála henni eins og allar mömmur í heiminum – Börnin okkar eru falleg. Hún spyr mig hversu gamall hann er og þessar venjulegu spurningar sem maður fær. En ein spurningin sem hún spurði stóð svolítið í mér. Líklegast vegna umræðunnar á Facebook fyrr í vikunni. „Er hann hún eða hann?“ Mér bregður smá þegar hún spyr einfaldlega vegna þess að ég átti ekki von á þessari spurningu, er hann hún eða hann? – Jú auðvitað fæddi ég son og hann er HANN er það ekki. Hann er karlkyns. Þegar ég svara henni þá verður hún frekar pirruð og segir að ég eigi ekki að ala barnið mitt upp í kynjaskiptum heimi og ætti að ala hann rétt upp annars ætti ég nú ekki að vera móðir. Og síðan labbar hún í burtu.

Ég stóð eins og ég veit ekki hvað þarna hliðin á rúllustiganum hjá bíóinu og var orðlaus. Hvernig vogar þessi kona sér að segja að ég eigi ekki að vera móðir ef ég skilgreini barnið mitt sem HANN? Ég velti þessu aðeins meira fyrir mér og komst að niðurstöðu.

Ath! þetta er aðeins mín persónulega skoðun og finnst mér í lagi að fólk virði hana alveg eins og ég virði þeirra skoðun. Ég vil koma því einnig á framfæri að mér finnst allir flottir sama hvernig þeir kjósa að vera og lifa lífinu. Það eiga allir rétt á sér <3

Heiðar Máni er strákur. Hann er með typpi, hann er karlkyns. Hann mun fara í skóla og vera skilgreindur þar það sama, strákur. Hann mun eignast vini og vinkonur og munu þau skilgreina hann sem jú, strák. HINS VEGAR!

Þá er ég ekki að fara banna honum eitt né neitt um hvernig fötum hann mun klæðast, hvernig dóti hann leikur sér með, hvaða litur er uppáhalds eða hvernig hann lítur á hlutina.

Ef hann vill lakkaðar neglur, þá má hann það.

Ef hann vill klæðast kjólum eða pilsi, þá má hann það.

Ef hann vill leika sér með Barbie, fara í mömmó eða leika sér með „stelpu“ leikföng, þá má hann það.

Hann er samt strákur. Þangað til hann hefur vit fyrir sjálfum sér og ákveður hvort hann vilji halda áfram sem strákur eða skilgreina sig sem stelpu. Auðvitað mun ég útskýra fyrir honum hvernig þetta er allt saman þegar hann er eldri og hefur vit fyrir því. Strákar geta orðið stelpur og stelpur geta orðið strákar, ef þau vilja það. En Heiðar er aðeins 9 mánaða gamall og finnst mér því í fínu lagi að skilgreina hann sem kynið sem hann er og sem ég fæddi.

Mér finnst ég skyldug til þess að ala strákinn minn upp að bera virðingu fyrir hommum, lessum, transkonum eða körlum. Hann mun læra það einn daginn og þegar hann lærir það þá auðvitað virði ég það ef hann ætlar sér að verða stelpa eða vera strákur. Karlkyns og kvenkyns eru læknisfræðileg hugtök, fólk er skilgreint sem kvenkyns og karlkyns þar og hefur það alltaf verið þannig í öllu. Heiðar er 9 mánaða gamall! Hann veit ekki hvað stelpa eða strákur er enn þá.

Börn eru börn, kannski er einhver þarna úti sem á strák/stelpu sem vill skilgreina sjálfan sig sem stelpu/strák. Kannski verður það þannig að eilífu, kannski eldist þetta af þeim og þau hætta að skilgreina sig eitthvað annað en þau eru fædd eins og. En ef þau vilja enn vera hitt kynið þegar þau eru komin með vit og þekkingu á því sem þau eru að gera þá á ekki að fara stoppa einn né neinn sem vill það. En samkvæmt mér þá á ég strák og leikur sér með „stelpu“ og „stráka“ dót. Ég set þetta í sviga vegna þess að ég sjálf vil ekki skilgreina dótið sem kvenkyns eða karlkyns en að orða þetta svona lýsir því vel hvað ég er að reyna segja.

Mér langaði endilega að segja frá þessari reynslu ekki bara til að útskýra hvernig ég ætla ala upp barnið mitt heldur langar mér að koma skilaboðum þarna út til þess að fólk viti að það er hægt að ala barnið upp eins og maður vill. Það er ekkert bara leyfilegt að strákar séu með stráka dót eða stelpur með stelpu dót. Börn eru allskonar eins og þau eru rosalega mörg. Margir munu örugglega vera reiðir eða pirraðir úti mig að skilgreina þetta svona og þetta sé mín skoðun á hlutunum. En málið er að mín skoðun er alveg jafn gild og mikilvæg eins og ykkar. Fólk kýs sjálft hvað það gerir þegar það er fullorðið en börn eru börn og við sem foreldrar eigum að ala þau upp eins og við viljum.

Þanng kæra kona sem sagði þetta við mig í Smáralindinni:

Takk fyrir að tjá þig um mína skoðun en ég stend föst á henni eins og þú á þinni skoðun. Mér finnst samt ekki rétt að segja að ég eigi ekki að vera móðir ef ég er ekki sömu skoðunar og þú eða aðrir eflaust þarna úti. Það er ekkert foreldri betra en annað þegar það kemur að umhyggju og ást til barnanna sinna. En ég vona að þú hafir fengið sálar-ró við það að hreyta þessu svona framan í mig. Og þakka ég þér hreinlega fyrir því ég var ekkert byrjuð að pæla í þessu almennilega fyrr en þú komst upp að mér í Smáranum. Og er ég búin að pæla í þessu bak og fyrir og er komin að niðurstöðu. Heiðar er HANN, karlkyns. En hann fær að ráða kynhneigð sinni og öllu sem kemur að því í framtíðinni – ég elska hann alveg jafn mikið.

Virðum skoðanir annara eins og við virðum okkar eigin skoðanir. Þær eiga allar rétt á sér og enginn vitlausari en önnur. Það fer bara eftir því hvernig maður lítur á hlutina. Þannig ég stóð stolt og stuðningsmikil á GayPride með Heiðar Mána og dáðist af öllu glimmerinu og flotta fólkinu <3

Kveðja, Mamman sem elskar RuPaul’s Drag Race, Gaypride, tjáningarfrelsi og stoltur stuðningsaðili samkynhneigðra og transfólks.

Greinin birtist fyrst á Glam.is

Kaia Gerber hannar tískulínu í samstarfi við Karl Lagerfeld

Í hörðum heimi tískubransans þá er ljóst að fyrirsætur þurfa að gera eitthvað sérstakt til að skara fram úr fjöldanum. Að hanna tískulínu í samstarfi við þekktan hönnuð telst klárlega eitt af því. Kaia Gerber hefur tilkynnt að hún er að hanna línu í samstarfi við engan annan en Karl Lagerfeld. Fyrirsætan kom fram í fyrsta sinn á tískusýningarpöllunum síðastliðið haust og vakti bæði athygli og aðdáun. Fatalína hennar mun koma í verslanir í september næstkomandi. Hin 16 ára gamla Kaia hefur þegar komið fram í tveimur tískusýningum fyrir Chanel og opnaði hún þá fyrri, sem þykir mikill heiður fyrir… Lesa meira

Myndband: Frábær aðferð til að passa förðunina þegar þú borðar

Hefurðu lent í því að vera búin að farða þig óaðfinnanlega, fara síðan út að borða og/eða drekka og eiga þá í vandræðum og jafnvel eyðileggja förðunina sem þú hafðir mikið fyrir? Engar áhyggjur, daman í myndbandinu kennir þér frábæra aðferð til að nærast og á sama tíma halda förðuninni fullkominni! https://www.facebook.com/RussianFashionblogger/videos/1899915476703926/   Lesa meira

Sjónvarpsmynd í vinnslu um samband Harry og Meghan

Aðdáendur Harry Bretaprins og Meghan Markle geta glaðst yfir nýjustu fréttum, en Lifetime mun vera að vinna að sjónvarpsmynd um ástir þeirra, sem ber titilinn Harry & Meghan: The Royal Love Story eða Harry og Meghan: Konungleg ástarsaga. Myndin mun fjalla um samband þeirra og ástarsögu allt frá því að sameiginlegur vinur kynnti þau þar til þau trúlofuðu sig í nóvember 2017. Myndin mun einnig skoða líf Meghan sem fráskilin bandarísk leikkona. Prufur standa yfir í hlutverk myndarinnar og enginn sýningardagur hefur verið gefinn upp. Lifetime sýndi hinsvegar myndina William & Kate: The Movie 11 dögum áður en þau giftu… Lesa meira

Ragga nagli: „Sit mjög oft ein eftir að borða“

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta tölublaði MAN er viðtal við hana um mataræði, hreyfingu, bætiefni, sem og bestu fötin og tækin í ræktina. Ragga fjallar þar meðal annars um hvernig mataræðið og máltíðir hafa breyst hjá henni: Það má segja Hvað, Hvernig, Hversu oft og Hversu mikið ég borða hafi breyst. Ég var mjög brennd af allskonar boðum og bönnum mjög lengi. Fékk skilaboð um að borða ekki brauð, lamb, svín, maís, banana, og fleira rugl. Nú borða ég allt sem að kjafti kemur og mér finnst gómsætt. Máltíðamynstrið hefur breyst hjá mér. Á einhverju matarplani átti ég að… Lesa meira

Myndband: Carrie Underwood og Ludacris syngja lag Super Bowl í ár

Carrie Underwood og Ludacris taka röddum saman í laginu The Champion sem er upphafslag útsendingar NBC sjónvarpsstöðvarinnar frá Super Bowl LII eða Ofurskálinni. Lagið mun einnig vera notað í umfjöllun stöðvarinnar um Vetrarolympíuleikana. Lagið er samið af Underwood og Ludacris ásamt Brett James og Chris DeStefano og er ansi grípandi, en þó ólíkt þeim lögum sem maður hefur heyrt hingað til frá Underwood. https://www.youtube.com/watch?v=Htu3va7yDMg Super Bowl fer fram 4. febrúar næstkomandi og auk stjarnanna á vellinum, þá munu stjörnur líka skemmta áhorfendum, Pink mun syngja þjóðsönginn og Justin Timberlake mun sjá um hálfleikssýninguna. Underwood er óðum að ná sér eftir… Lesa meira

Myndband: Ný Harry Potter mynd „um þann sem við nefnum ekki á nafn“ er komin út

Sjö mánuðum eftir að Warner Bros gaf aðdáendum Harry Potter leyfi til að gera nýja mynd um þann sem við nefnum ekki á nafn, er myndin komin á netið. Í myndinni, Voldemort: Origins of the Heir, er sögð sama Grisha McLaggen, erfingja Gryffindor, sem leitar að Tom Riddle, sem hvarf eftir að erfingi Hufflepuff var myrtur. „Við veltum fyrir okkur: Hvað varð til þess að Tom Riddle varð Voldemort? Hvað gerðist á þessum árum og hvað gerðist í Hogwart þegar hann kom til baka? Það er margt ósagt,“ segir Gianmaria Pezzato leikstjóri myndarinnar. „Þetta er saga sem vð viljum segja:… Lesa meira

Uppskrift: Ómótstæðilegur prótein súkkulaðibúðingur Hönnu Þóru

Hanna Þóra er 29 ára Hafnfirðingur sem hefur brennandi áhuga á veisluskreytingum, bakstri og dúlleríi. Hún er líka snyrtifræðingur og viðskiptafræðingur, flugfreyja, i sambúð og tveggja barna móðir. Hanna Þóra er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is. Hér útbýr hún prótein súkkulaðibúðing, sem er tilvalinn til að halda sykurpúkanum frá, sérstaklega núna í janúar. Uppskriftin Hálfur desilítri chia fræ Ein skeið súkkulaðipróftein 1-2 dl Mjólk  (Möndlu,kasjú,soya eða venjuleg allt eftir smekk) Ég nota double rich chocolate sem ég keypti í prótín.is sem er í síðumúla og er einnig með vefverslun www.protin.is Við höfum keypt þetta prótein í tæp… Lesa meira

Myndband: Lærðu að brjóta þvottinn á nýjan hátt og sparaðu pláss

Það er eitt sem yfirgefur okkur aldrei, sama hversu heitt við viljum það: þvottahrúgan. Í meðfylgjandi myndbandi eru kennar sex aðferðir til að brjóta þvottinn saman sem eiga það sameiginlegt að spara pláss í skápnum, myndbandið lofar líka að maður spari tíma með þessu. Ég ætla að prófa næst þegar ég ræðst á þvottafjallið. https://www.facebook.com/FirstMediaBlossom/videos/10155894084094586/ Lesa meira

Kim Kardashian er með rándýrar ruslatunnur

Kim Kardashian hendir sko ruslinu með stæl, en hún er með ruslatunnur frá engum öðrum en tískuhönnuðinum Louis Vuitton. Af því að þegar maður er metinn á 220 milljónir dollara þá veit maður ekkert hvað maður á að eyða aurunum í, er það nokkuð? Fylgjendum hennar á Instagram sýndist sitt hvað um tunnurnar þegar Kim póstaði mynd af þeim. Nefndi einn þeirra að þær kostuðu meira en húsið hans. Ekki er vitað hvað tunnurnar kostuðu Kim, en sú minni kostar allavega um 3000 dollara á Ebay eða um 300 þúsund íslenskar krónur. Lesa meira

Myndband: Snemma beygist krókurinn

Krútt dagsins í dag er ungabarnið sem gefur sjálfum Rocky lítið eftir, en barnið virðist búið að ná helstu æfingum boxarans. Ert þú búin/n að fara í ræktina í dag eða á leiðinni þangað eftir vinnu? https://www.facebook.com/nerdingoutloud/videos/484454691914052/ Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Bogmaður

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Bogmanninn 22. nóvember - 21. desember. Bogmaður Kæri bogmaður, byrja á því að segja þér að spáin fyrir þig er mögnuð og 3 stór spil sem komu úr bunkanum. Til að byrja með þá skoða ég árið sem er að líða undir lok. Það mætti segja mér að þú hafir upplifað einhverja togstreitu á árinu og svörin sem þú… Lesa meira

Myndband: Fólk er frábært – Blanda af því besta frá 2017

Í meðfylgjandi myndbandi sem er af Facebook síðunni People are awesome má finna blöndu af því besta frá árinu 2017. Fólk í hinum ýmsu íþróttagreinum af framkvæma ótrúlegustu hluti sem margir virðast ögra þyngdarlögmálinu all verulega. Ísland á meira að segja fulltrúa. https://www.facebook.com/peopleareawesome/videos/1542174665831706/ Facebooksíða People are awesome. Lesa meira