Ókunnug kona í Smáralind sagði Andreu að hún ætti ekki að vera móðir

Andrea Ísleifsdóttir var í Smáralind á dögunum þegar ókunnug kona kom upp að henni og byrjaði að spjalla við hana um son Andreu. Samræðurnar byrjuðu vel en tóku snögga beygju þegar konan sagði Andreu að hún ætti ekki að vera móðir ef hún ætlaði ekki að ala son sinn „rétt“ upp. Konan taldi Andreu ekki vera að ala son sinn „rétt“ upp þar sem Andrea skilgreinir hann sem „hann.“ Andrea segir frá þessu í grein sinni á Glam.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hér með lesendum. Hér að neðan má lesa alla grein Andreu í heild sinni.

Andrea Ísleifsdóttir og sonur hennar Heiðar Máni

Um daginn var ég á Facebook að skoða yfir newsfeedið mitt og sé þar konu pósta inná mömmugrúbbu myndbandi af barni sem er ekki skilgreint sem hún eða hann, foreldrarnir leyfa honum/henni að ráða því. Þau setja hann í pils og buxur og leyfa honum að leika sér með „stelpudót“ og „strákadót“ og skilgreina hann kynjalausan þangað til hann ákveður það sjálfur. Ég sagði mína skoðun á málunum eins og margir aðrir inni á þessari umræðu. Ekkert til að espa einn né neinn eða skapa vandræði.

Nokkrum dögum eftir að þessi umræða kom upp var ég í Smáralindinni með son minn. Hann sat í kerrunni sinni og lék sér að snuddubandinu sínu og babblaði út í eitt við það eins og börn gera flest. Kemur eldri kona upp að mér og segir mér hversu fallegt barnið mitt sé og hún þurfti bara að segja mér það. Ég þakka kærlega fyrir og er auðvitað 100% sammála henni eins og allar mömmur í heiminum – Börnin okkar eru falleg. Hún spyr mig hversu gamall hann er og þessar venjulegu spurningar sem maður fær. En ein spurningin sem hún spurði stóð svolítið í mér. Líklegast vegna umræðunnar á Facebook fyrr í vikunni. „Er hann hún eða hann?“ Mér bregður smá þegar hún spyr einfaldlega vegna þess að ég átti ekki von á þessari spurningu, er hann hún eða hann? – Jú auðvitað fæddi ég son og hann er HANN er það ekki. Hann er karlkyns. Þegar ég svara henni þá verður hún frekar pirruð og segir að ég eigi ekki að ala barnið mitt upp í kynjaskiptum heimi og ætti að ala hann rétt upp annars ætti ég nú ekki að vera móðir. Og síðan labbar hún í burtu.

Ég stóð eins og ég veit ekki hvað þarna hliðin á rúllustiganum hjá bíóinu og var orðlaus. Hvernig vogar þessi kona sér að segja að ég eigi ekki að vera móðir ef ég skilgreini barnið mitt sem HANN? Ég velti þessu aðeins meira fyrir mér og komst að niðurstöðu.

Ath! þetta er aðeins mín persónulega skoðun og finnst mér í lagi að fólk virði hana alveg eins og ég virði þeirra skoðun. Ég vil koma því einnig á framfæri að mér finnst allir flottir sama hvernig þeir kjósa að vera og lifa lífinu. Það eiga allir rétt á sér <3

Heiðar Máni er strákur. Hann er með typpi, hann er karlkyns. Hann mun fara í skóla og vera skilgreindur þar það sama, strákur. Hann mun eignast vini og vinkonur og munu þau skilgreina hann sem jú, strák. HINS VEGAR!

Þá er ég ekki að fara banna honum eitt né neitt um hvernig fötum hann mun klæðast, hvernig dóti hann leikur sér með, hvaða litur er uppáhalds eða hvernig hann lítur á hlutina.

Ef hann vill lakkaðar neglur, þá má hann það.

Ef hann vill klæðast kjólum eða pilsi, þá má hann það.

Ef hann vill leika sér með Barbie, fara í mömmó eða leika sér með „stelpu“ leikföng, þá má hann það.

Hann er samt strákur. Þangað til hann hefur vit fyrir sjálfum sér og ákveður hvort hann vilji halda áfram sem strákur eða skilgreina sig sem stelpu. Auðvitað mun ég útskýra fyrir honum hvernig þetta er allt saman þegar hann er eldri og hefur vit fyrir því. Strákar geta orðið stelpur og stelpur geta orðið strákar, ef þau vilja það. En Heiðar er aðeins 9 mánaða gamall og finnst mér því í fínu lagi að skilgreina hann sem kynið sem hann er og sem ég fæddi.

Mér finnst ég skyldug til þess að ala strákinn minn upp að bera virðingu fyrir hommum, lessum, transkonum eða körlum. Hann mun læra það einn daginn og þegar hann lærir það þá auðvitað virði ég það ef hann ætlar sér að verða stelpa eða vera strákur. Karlkyns og kvenkyns eru læknisfræðileg hugtök, fólk er skilgreint sem kvenkyns og karlkyns þar og hefur það alltaf verið þannig í öllu. Heiðar er 9 mánaða gamall! Hann veit ekki hvað stelpa eða strákur er enn þá.

Börn eru börn, kannski er einhver þarna úti sem á strák/stelpu sem vill skilgreina sjálfan sig sem stelpu/strák. Kannski verður það þannig að eilífu, kannski eldist þetta af þeim og þau hætta að skilgreina sig eitthvað annað en þau eru fædd eins og. En ef þau vilja enn vera hitt kynið þegar þau eru komin með vit og þekkingu á því sem þau eru að gera þá á ekki að fara stoppa einn né neinn sem vill það. En samkvæmt mér þá á ég strák og leikur sér með „stelpu“ og „stráka“ dót. Ég set þetta í sviga vegna þess að ég sjálf vil ekki skilgreina dótið sem kvenkyns eða karlkyns en að orða þetta svona lýsir því vel hvað ég er að reyna segja.

Mér langaði endilega að segja frá þessari reynslu ekki bara til að útskýra hvernig ég ætla ala upp barnið mitt heldur langar mér að koma skilaboðum þarna út til þess að fólk viti að það er hægt að ala barnið upp eins og maður vill. Það er ekkert bara leyfilegt að strákar séu með stráka dót eða stelpur með stelpu dót. Börn eru allskonar eins og þau eru rosalega mörg. Margir munu örugglega vera reiðir eða pirraðir úti mig að skilgreina þetta svona og þetta sé mín skoðun á hlutunum. En málið er að mín skoðun er alveg jafn gild og mikilvæg eins og ykkar. Fólk kýs sjálft hvað það gerir þegar það er fullorðið en börn eru börn og við sem foreldrar eigum að ala þau upp eins og við viljum.

Þanng kæra kona sem sagði þetta við mig í Smáralindinni:

Takk fyrir að tjá þig um mína skoðun en ég stend föst á henni eins og þú á þinni skoðun. Mér finnst samt ekki rétt að segja að ég eigi ekki að vera móðir ef ég er ekki sömu skoðunar og þú eða aðrir eflaust þarna úti. Það er ekkert foreldri betra en annað þegar það kemur að umhyggju og ást til barnanna sinna. En ég vona að þú hafir fengið sálar-ró við það að hreyta þessu svona framan í mig. Og þakka ég þér hreinlega fyrir því ég var ekkert byrjuð að pæla í þessu almennilega fyrr en þú komst upp að mér í Smáranum. Og er ég búin að pæla í þessu bak og fyrir og er komin að niðurstöðu. Heiðar er HANN, karlkyns. En hann fær að ráða kynhneigð sinni og öllu sem kemur að því í framtíðinni – ég elska hann alveg jafn mikið.

Virðum skoðanir annara eins og við virðum okkar eigin skoðanir. Þær eiga allar rétt á sér og enginn vitlausari en önnur. Það fer bara eftir því hvernig maður lítur á hlutina. Þannig ég stóð stolt og stuðningsmikil á GayPride með Heiðar Mána og dáðist af öllu glimmerinu og flotta fólkinu <3

Kveðja, Mamman sem elskar RuPaul’s Drag Race, Gaypride, tjáningarfrelsi og stoltur stuðningsaðili samkynhneigðra og transfólks.

Greinin birtist fyrst á Glam.is

Meðlimir Right Said Fred taka upp blöndu af eigin lagi og lagi Taylor Swift

Taylor Swift gaf út fyrsta lag sitt, Look What You Made Me Do, af væntanlegri plötu þann 24. ágúst síðastliðinn. Lagið sló rækilega í gegn, en einhverjum fannst takturinn líkjast lagi Right Said Fred, I´m Too Sexy, frá árinu 1992. Sem er vissulega rétt því Swift notaði hluta af lagi þeirra í sínu og með tvíti þökkuðu meðlimir Right Said Fred henni fyrir að hafa endurskapað lag þeirra.   Meðlimir Right Said Fred hafa nú gefið út blöndu af lögunum. „Við vorum í stúdíóinu með nýjan trommara og bassaleikara og vorum bara að prófa nýjar hugmyndir og nýja takta,“ segir Fred… Lesa meira

Pennywise að dansa er mögulega það besta á netinu í dag

Kvikmyndin It eftir sögu Stephen King hefur slegið í gegn um allan heim og eru flestir á því að hér sé um góða hryllingsmynd að ræða. Í einu atriði myndarinnar má sjá trúðinn Pennywise dansa fyrir Beverly og nú hefur einhver húmoristinn útbúið aðgang á Twitter þar sem notendur hafa sett inn myndskeiðin í nýjum búningum. Einhvern veginn er trúðurinn ekki lengur hræðilegur.   https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907716659359690753 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/910974535209496576 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907750193738723329 Í júní síðastliðnum tvítaði Stephen King um að ef hann þyrfti að hlusta bara á eitt lag það sem eftir væri þá yrði það lag Mambo5 og auðvitað var því tvíti svarað núna með… Lesa meira

Ellý heldur sýningu, selur allt og flytur til Slóvakíu

Söngkonan Elínborg Halldórsdóttir, eða Ellý í Q4U eins og hún er best þekkt, hefur búið á Akranesi í 15 ár. Síðustu níu ár hefur hún búið í húsi að Skólabraut, þar sem hún var búin að hreiðra vel um sig og dætur sínar, en núna hyggst hún breyta um stefnu í lífinu og flytja til Slóvakíu. Lesa meira

Tveggja ára prófar snyrtivörulínu Rihönnu

Samia er aðeins tveggja ára, en þrátt fyrir það er hún með 114 þúsund fylgjendur á Instagram. í nýjasta myndbandinu prófar hún Fenty snyrtivörulínu Rihönnu og hefur það slegið í gegn sökum krúttheita, Rihanna sjálf hefur sagt að það myndbandið sé uppáhalds förðunarmyndbandið með snyrtivörulínu hennar. https://www.youtube.com/watch?v=cXe5Xrg_hCw   Rihanna póstaði myndbandinu meira að segja aftur á eigið Instagram. Samia á ekki langt að sækja áhugann á athyglinni, Instagram og fylgjendum (þó að hún viti kannski ekkert enn þá hvað neitt af þessu er), en móðir hennar, LaToya Forever gerði sitt eigið myndband fyrir sína 1,3 milljón fylgjendur. https://www.youtube.com/watch?v=VAyDE-It8zo Lesa meira

Ágúst Borgþór með útgáfupartý Afleiðinga

Út er komið smásagnasafnið Afleiðingar eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni en fjalla gjarnan um þær stundir þegar mannfólkið þarf að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Á miðvikudag hélt hann útgáfupartý í Eymundsson Skólavörðustíg þar sem höfundur las upp úr bókinni og boðið var upp á veitingar. Lesa má nánar um bókina hér.     Lesa meira

Karen með myndlistarsýningu og opnunarpartý í Energia

Listakonan Karen Kjerúlf hefur opnað sýningu í Energia Smáralind. Í gær var opnunarpartý þar sem fjöldi góðra gesta, vinir og ættingjar Karenar þar á meðal, mættu.   Viðtal/innlit til Karenar má lesa hér. Sýningin verður opin út október á opnunartíma Smáralindar.       Lesa meira

Safnað fyrir útför Gunnars

„Elsku besti pabbi minn fyrst var það systir mín og dóttir þín sem fór frá okkur fyrir 3 mánuðum og núna þú. Ég veit ekkert hvernig mér á að líða , allt er í móðu og eg get ekki lýst því hversu sárt var að heyra í morgun að þú hafir fengið hjartaáfall í nótt. Þú besti vinur minn og besti pabbi í heimi.“ Þetta segir Sara Dís Gunnarsdóttir um föður sinn Gunnar Gunnarsson sem lést aðfaranótt 18. september. Lesa meira

„Fæðubótarefni geta hjálpað við að ná árangri“ – Rannveig setur saman startpakka

Nú er haustið komið og er það löngu orðin óskrifuð regla að þá sé tíminn til að huga að ræktinni. Nú byrjar átakið, námskeiðin að hefjast og allir taka matarræðið í gegn. Rannveig Hildur Guðmundsdóttir æfir allt árið og æfir að jafnaði fimm sinnum í viku. „Ég reyni að vera dugleg að æfa hvenær sem tími gefst til. Ég var alltaf mun skipulagðari með æfingatímana mína þegar ég var að keppa í módelfitness. Þá var ég að mæta um sex til tíu sinnum í viku. Ætli ég sé ekki að mæta um fimm skipti í viku núna. Það kemur nú… Lesa meira

Heimasíða Reykjavík Fashion Festival etur kappi við heimasíðu breska Vogue

Heimasíða Reykjavík Fashion Festival (RFF) keppir til úrslita sem besta evrópska heimasíðan á móti heimasíðu breska Vogue. Kosningin er opin til 5. október næstkomandi. „Þegar ég tók við RFF haustið 2016 þá fórum  í „rebranding“ í samstarfi við hönnunarfyrirtækið Serious Business. Við fórum í stefnumótun og ákváðum að taka græna stefnu í takt við tímann,“ segir Kolfinna Von Arnardóttir framkvæmdastjóri RFF. Serious Business er staðsett í Munchen í Þýskalandi. „Þetta er skemmtilegt og hugmyndaríkt teymi, fimm einstaklingar frá mismunandi löndum sem vinna saman. Þau vildu nota vefsíðuna sem sitt besta verkfæri til að ná náttúruímyndinni og miðla henni áfram. Við… Lesa meira

Spennubækur Angelu Marsons – við gefum þrjár bækur

Bækur Angelu Marsons um lögreglufulltrúann Kim Stone hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi sem og erlendis. Þrjár bækur eru komnar út á íslensku: fyrsta bókin var Þögult óp, þá kom Ljótur leikur og nú er þriðja bókin, Týndu stúlkurnar komin út. Drápa gefur bækur Marsons út á Íslandi og hefur þegar samið um að halda áfram að gefa þær út. Þannig mun fjórða bókin, Play Dead, fara í þýðingu nú í haust og koma út í byrjun árs 2018. Í samstarfi við Drápu gefur Bleikt einum heppnum vinningshafa bækurnar þrjár sem komnar eru út á íslensku. Það sem þú þarft að… Lesa meira

Lísbet Freyja 10 ára – Besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Ástralíu

Canberra stuttmyndahátíðin fór fram í 22. sinn 10. – 17. september síðastliðinn í Canberra í Ástralíu. Á meðal mynda sem kepptu var mynd Ragnars Snorrasonar, Engir draugar eða No Ghosts og uppskar myndin tvenn verðlaun á hátíðinni. Magnús Atli Magnússon fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku og Lísbet Freyja Ýmisdóttir var valin besta leikkonan. Verður það að teljast frábær árangur, því Lísbet Freyja er aðeins 10 ára og keppti við leikkonur bæði eldri að árum og reyndari í leiklistinni. Rut 8 ára mætir með föður sínum í afmælisveislu. Hin börnin biðja hana um að vera með í feluleik. Rut fer hinsvegar í… Lesa meira

Komdu í Kringluna í dag og styrktu Pieta Ísland

Góðgerðardagurinn AF ÖLLU HJARTA fer fram í Kringlunni í dag Á hverju ári standa rekstraraðilar í Kringlunni fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Af öllu hjarta“ en þá taka verslanir og veitingastaðir hússins sig saman og gefa 5% af veltu dagsins til góðgerðarmálefnis. Í ár er málefnið Pieta samtökin og verður dagurinn helgaður málefninu með uppákomum, glæsilegum tilboðum og kynningum. Pieta samtökin safna fyrir meðferðarhúsi, húsi sem bjargar mannslífum. Söfnunarfé sem safnast í Kringlunni mun fjármagna meðferðir sem boðið verður upp á til stuðnings þeim sem eru í sjálfsvígshættu. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Pieta, bjóða fjölda verslana glæsileg tilboð. Opið verður… Lesa meira