Ómerkilegur pappír

Ég fékk að heyra það um daginn að ég væri ómerkilegur pappír. Það var reyndar ekki sagt beint út við mig heldur var manneskja tekin fram yfir mig því „hún lítur svo vel út á pappír”. Ég ræddi þetta við vin minn sem sagði: „Þú ert ekki ómerkilegur pappír… þú ert lúxusfrímerki.” Ég ákvað að taka hans álit fram yfir hitt.

Það eru rosalega margir sem einblína á „pappírinn” og vilja líta vel út á „pappír” og búa til einhvern persónuleika sem þeir vilja vera, en eru ekki. Það er enginn fullkominn, það hafa allir sína styrkleika og veikleika (bannað að nota orðin kostir og gallar). Að vera að leika eitthvað sem maður er ekki gerir hvorki sjálfum manni gott né öðrum. Maður týnir sjálfum sér og veit ekki hver maður er eða hvað maður vill.

Ég faldi mín geðvandamál alltof lengi, en ég hef átt við kvíða og depurð að stríða frá barnsaldri. Ég skammaðist mín og reyndi að vera „fullkomin á pappír“. Einn góðan veðurdag ákveð ég hingað og ekki lengra og fór að blogga um þetta. Mér fannst rosalega erfitt að opna mig svona fyrir öllum en þegar ég var komin alveg út úr „skápnum” þá upplifði ég magnaða frelsistilfinningu.

Í staðinn fyrir að fela hlutina og skammast mín fyrir þá, básúna ég þá fyrir heiminum. Og viti menn, ég fæ miklu meiri jákvæða gagnrýni en neikvæða gagnrýni. Vandamálin verða líka svo mikið auðveldari viðureignar ef maður viðurkennir þau. Ef maður viðurkennir þau þá getur maður unnið úr þeim. Annars er maður bara fastur í sama vítahringnum (treystið mér, ég var mjög lengi í þessum vítahring).

Ég vildi alveg óska að ég væri gáfaðri, fallegri, betur vaxin, með stærri brjóst, með stinnari rass, með dekkri húð, með fallegri húð… Ég vildi alveg óska að ég væri í vel launaðri vinnu, að ég ætti mann og börn, einbýlishús, sumarbústað og bíl. Ég vildi alveg óska að ég væri góð í öllu og að ég gerði aldrei mistök…

Ég vildi alveg óska að ég væri andlega heilbrigð og líkamlega heilbrigð. Ég vildi alveg óska að ég væri „betri” að öllu leyti. Ég vildi alveg óska að ég væri fullkomin. Ég vildi alveg óska að ég væri fullkomin á „pappír”. En ég er það bara ekki en það sem ég er, er fullkomlega nógu gott! Mér myndi finnast ég vera að hafna sjálfri mér með að halda áfram að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki.

Ég fékk svo að heyra frá annarri manneskju sem ég er tiltölulega nýbúin að kynnast: „þetta kann að hljóma einkennilega… – en það sem ég þekki til þín so far bendir til að þú sért ein heilbrigðasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann hitt”. Mín fyrstu viðbrögð voru að hlæja að þessu en þegar ég fer að hugsa málið þá er kannski eitthvað til í þessu. Ég er farin að þekkja mig frekar vel, er hætt að felupokast inni í skáp, er opin og hreinskilin, og ég er alltaf að reyna að bæta andlega og líkamlega heilsu.

Gamli pappírinn minn var: tölvunarfræðingur í góðri og vel launaðri vinnu, og mjög vel metin í sínu starfi. Með mann, íbúð, sumarbústað og 2 bíla.

Nýi pappírinn minn er: einhleypur tölvunarfræðingur sem vinnur 33% vinnu á frístundaheimili, á helmingi ódýrari íbúð, engan sumarbústað, engan bíl og innkoma heimilisins er aðeins brotabrot af því sem hún var. Myndi ég vilja fara aftur í gamla pappírinn? Ekki séns. Á gamla pappírnum var ég Linda Rós 1.0. Á nýja pappírnum er ég Linda Rós 4.0.

Svo ég er kannski ekki fullkomin á pappír en ég er stolt af pappírnum! Og í framtíðinni, með áframhaldandi vinnu minni í að bæta andlega og líkamlega heilsu mun pappírinn bara verða flottari og flottari.

“The person who risks nothing, does nothing, has nothing, is nothing, and becomes nothing. He may avoid suffering and sorrow, but he simply cannot learn and feel and change and grow and love and live.”
-Leo Buscaglia

“Love yourself—accept yourself—forgive yourself—and be good to yourself, because without you the rest of us are without a source of many wonderful things.”
-Leo Buscaglia

“Manneskja með sjálfsvirðingu fílar að vera nákvæmlega eins og hún er. Það er mun skárra að vera frumeintakið af sjálfum sér, heldur en að vera léleg kópía af einhverjum öðrum.”
– Páll Óskar

„No one can make you feel inferior without your consent“
– Eleanor Roosevelt

„Það er ekki hegðun annarra sem raskar ró þinni, heldur eigin viðbrögð við þeirri hegðun“

„Stórkostlegasta ævintýri lífs míns“ segir Joe Manganiello um Ísland

Það má vel vera að hann hafi heillað okkur á hvíta tjaldinu með heillandi brosi, magavöðvum og leikhæfileikum, en það var náttúra Íslands sem heillaði leikarann Joe Manganiello í nýlegri ferð hans hingað til lands í byrjun nóvember. „Ég elska náttúruna og það eru fáir staðir í veröldinni sem eru með jafnóspillta náttúru og Ísland. Hann og nokkrir vinir hans héldu hingað til lands og ljóst er af myndum að þeir fóru sannkallaða ævintýraferð um landið. KC Deane, atvinnuskíðamaður og fjallahjólreiðakappi sá um að skipuleggja ferðina og með í för var ljósmyndari DV, Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem tók allar myndir… Lesa meira

Fallegar fitnessdrottningar á bikarmóti

Bikarmótið í fitness fór fram síðustu helgi í Háskólabíói. 96 keppendur kepptu á stórglæsilegu móti. Konurnar kepptu í 12 flokkum og sigurvegari mótsins verður að teljast Bára Jónsdóttir, sem var að keppa í fyrsta sinn í módelfitness, en hún fór heim með þrenn verðlaun: hún byrjaði á að sigra byrj­enda­flokk­inn, síðan yfir 168 cm flokkinn og að lokum hún verðlaun sem sigurvegari yfir heildarkeppnina. Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki. Alda Ósk Hauksdóttir varð sigurvegari í olympíufitness. Bára Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness yfir 168 sm, Sunneva Torres í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í… Lesa meira

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis er ómetanlegt. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.     Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum… Lesa meira

Merkismenn í útgáfuboði Manns nýrra tíma

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út. Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.   Lesa meira

Þraut: Ert þú einn af fáum sem fær rétta niðurstöðu?

Meðfylgjandi þraut hefur vakið mikla athygli á Facebook á undanförnum dögum og sitt sýnist hverjum um hvert rétt svar er. Á myndinni má sjá hamborgara, bjór og vínflöskur, sem öll hafa sitt tölugildi og liggja fyrir ákveðnar upplýsingar sem eiga að hjálpa einstaklingum að finna hvert rétt svar er. En sitt sýnist hverjum um hvert rétta svarið er.  Ert þú með lausnina? Tjáðu þig hér að neðan. Lesa meira

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi. „Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“ Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft. „Þetta veldur… Lesa meira

Stælir fræga fólkið með hlutum sem hann á heima

Tom Lenk er best þekktur fyrir hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer, sem sýndir voru á árunum 1997 – 2003, en þar var hann í hlutverki Andrew Wells. Leikarinn er í dag 41 árs og núna vekur hann mikla athygli á Instagram þar sem hann líkir eftir stíl og myndum sem teknar eru af fræga fólkinu, fyrirsætum og tískusýningarmódelum. Wells notar hluti sem hann á heima hjá sér til að líkjast fyrirmyndinni sem best og úr verður bráðfyndin myndasería.   Lesa meira

Ljósmynd Finns vekur athygli á Daily Mail – Hesturinn tvífari Sia

Vefsíðan Dailymail í Bretlandi birti í byrjun nóvember hestamynd sem Finnur Andrésson áhugaljósmyndari tók og sagði hestinn líkjast mjög áströlsku söngkonunni Sia. Bæði væru með sömu hárgreiðsluna sem hyldi augu þeirra. Finnur er búsettur á Akranesi og tók myndirnar þar, segir að hesturinn skemmtilegi hafi svo sannarlega lífgað upp á daginn hjá honum. Hesturinn bæði ullaði og „hló“ svo sást í tennurnar þegar Finnur smellti af. „Íslenski hesturinn er með einstakan karakter,“ er haft eftir Finni á Dailymail. „Ég var á rúntinum með myndavélina á Akranesi að leita að dýrum til að mynda. Ég sá hestinn við veginn og byrjaði… Lesa meira

Björn Lúkas með silfur á heimsmeistaramóti í MMA

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson endaði með silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA, en hann keppti til úrslita núna fyrir stuttu í millivigt. Úrslitabardaginn var á móti svíanum Khaled Laallam. Björn Lúkas er búinn að klára fimm bardaga á sex dögum, fjóra bardagana sem hann vann vann hann í 1. lotu. Úrslitabardaginn fór hinsvegar í þrjár lotur. Björn Lúkas er 22 ára. Björn Lúkas sló út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Svíþjóð. Hann mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferð vann Björn Lúkas Fionn… Lesa meira

Inga Hlín hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards fyrir konur í viðskiptum

Verðlaunin eru veitt konum sem hafa skarað fram úr í viðskiptum eða sem stjórnendur í atvinnulífi um allan heim og voru nú veitt í 14 sinn. Inga Hlín hlaut gullverðlaun sem frumkvöðull ársins, silfurverðlaun sem stjórnandi ársins, og silfur sem kona ársins í flokki stjórnvalda og stofnanna fyrir störf sín hjá Íslandsstofu síðustu ár. „Ég er ótrúlega þakklát og glöð með þennan heiður en ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á þeim árangri sem við höfum náð með samtakamætti allra þeirra sem koma að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Undanfarin ár hafa fyrirtæki og hið opinbera… Lesa meira

Maggý sýnir hestamyndir í Reiðhöllinni

Listakonan Maggý Mýrdal heldur nú málverkasýningu í Reiðhöllinni Víðidal. Og á morgun, laugardaginn 18. nóvember býður hún í vöfflupartý. Titill sýningarinnar er viðeigandi miðað við umhverfið: Ég er hestur. „Ég ætla að hafa heitt kakó, kaffi og vöfflur. Það væri gaman að sjá sem flesta,“ segir Maggý. „Það eru allir velkomnir, verður mikið fjör. Gaman að koma og kíkja á glæsilega myndlistasýningu og fá sér heitt kakó í kuldanum.“ Allir eru velkomnir. Húsið opnar kl. 14 og er opið til kl. 18. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 19. nóvember. Viðburður á Facebook. Lesa meira