Ragga nagli: „Nærumst og njótum í núvitund“

 

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta pistli sínum á Facebook hvetur hún okkur til að nærast og njóta í núvitund:

Jón ákveður að bjóða vinum sínum í mat á laugardegi.
Hann planar matseðilinn viku fyrir matarboðið

Önd í appelsínusósu. Og humarsúpu í forrétt.

Jón keyrir í matvörubúðina á föstudagseftirmiðdegi.
Innan um þreyttar húsmæður og grenjandi börn á úlfatímanum.

Velur endurnar af kostgæfni. Potar og þreifar á holdum þeirra eins og í hrútaþukli. Þrjár íturvaxnar endur ættu að duga ofan í mannskapinn.

Appelsínur í poka. Rjómapelar í sósuna. Já og ekki má gleyma Waldorfsalatinu.

Þegar heim er komið er góssinu staflað á borðið. Troðið í hillur. Henda í skápa. Raða í ísskápinn.

Ræs eldsnemma á laugardagsmorgni.

Skera. Saxa. Steikja. Sjóða.

Humarinn sóttur hjá fisksalanum á horninu.

Skelfletta kvikindin. Kreista appelsínur. Þeyta rjóma.

Já og Ríkið maður… ná í nokkrar rauðvínsbokkur til að bleyta í tánum.

Leggja á borð. Pússa silfrið. Fægja kristalsglösin.

Hvar eru servéttuhringirnir? Og sprittkertin?

Gestirnir koma. Allir setjast.
Súpan sörveruð. Jón slurkar hana á fjórum mínútum með stóru skeiðinni sinni.

Næsti réttur á borð er aðalrétturinn sem er búinn að malla í ofninum í marga klukkutíma.

Önd a la órans.

Jón dúndrar stóru læri á diskinn, vænni bringu, slummu af Waldorf og öllu drekkt í sósu.

Hnífapörin munduð og hafist handa við verkefnið. Að tæma diskinn.
Jón sker hvern bitann af öðrum. Hendir þeim í túlann.
Og á fimm og hálfri mínútu er búið að ryksuga hverja örðu.

Annar eins skammtur ratar á diskinn og fyrra met slegið. Fjórar mínútur og diskurinn berrassaður.

Nú stendur Jón á blístri, með vélindað stútfullt. Hlammar sér í sófann og myndi hneppa frá brókinni ef það væri ekki félagslega óviðeigandi í selskap.

Eftir matinn er tekið af borðinu. Raðað í uppþvottavélina. Vaskað upp. Gengið frá diskum. Afgöngum pakkað. Sósuslettur þurrkaðar.

Hver er mórall sögunnar af Jóni okkar?

Að við eyðum fleiri klukkustundum, jafnvel sólarhringum og dögum í að hugsa um mat. Versla í matinn. Elda matinn. Skera. Preppa. Undirbúa. Leggja á borð. Ganga frá eftir mat.

En sjálf athöfnin að borða. Athöfnin sem við öll elskum. Athöfnin sem við erum búin að vesenast í kringum

Hún tekur innan við fimmtán mínútur.

Á hraða örbylgjunnar er matnum andað að sér.
Sópað af disknum upp í túlann. Tuggið nokkrum sinnum. Bitunum þrykkt niður vélindað á meðan næsti biti er mundaður með verkfærunum.

Máltíðin sem við eyddum öllum þessum tíma að nostra við er ekki greypt í harða drifið.

Minningin um bragðið, lyktina, upplifunina er í móðu.

Ef við erum ekki sálfræðilega södd og munum ekki eftir máltíðinni þá viljum við meira. Borðum meira seinna. Fáum okkur eitthvað slikk og sukk. Því það er tómarúm í sálinni sem er óuppfyllt.

Rannsóknir sýna að þeir sem hægja á sér og nærast í núvitund borða minna og hafa færri cravings en þeir sem borða hraðar og annars hugar.

Hér eru nokkur ráð til að hægja á sér fyrir dásamlegri kúlínarískri upplifun.

Sestu niður með disk fyrir framan þig.
Notaðu bæði hníf og gaffal
Skiptu í salatgaffal eða barnagaffal. Þá tekur lengri tíma að raða matnum á gaffalinn.
Ekki nota gaffal eins og skóflu til að moka upp í þig.
Leggðu frá þér hnífapörin um leið og þú hefur stungið bita upp í þig.
Taktu sopa af vatni milli bita.
Tyggðu allavega 15 sinnum. Prófaðu að tyggja hægar en þú ert vanur.
Virkjaðu skynfærin. Veltu fyrir þér bragðinu. Lyktinni. Áferðinni.
Settu hendur undir borð meðan þú tyggur.
Andaðu hægt frá þér. Þá finnurðu mesta bragðið.
Taktu upp hnífapörin þegar þú hefur kyngt og munnurinn er tómur.
Settu þá nýjan bita á gaffalinn.
Þú þarft ekki að hanga á gafflinum með hvíta hnúa eins og hann muni yfirgefa þig.
Nærumst og njótum í núvitund.

Facebooksíða Röggu nagla.

Kaia Gerber hannar tískulínu í samstarfi við Karl Lagerfeld

Í hörðum heimi tískubransans þá er ljóst að fyrirsætur þurfa að gera eitthvað sérstakt til að skara fram úr fjöldanum. Að hanna tískulínu í samstarfi við þekktan hönnuð telst klárlega eitt af því. Kaia Gerber hefur tilkynnt að hún er að hanna línu í samstarfi við engan annan en Karl Lagerfeld. Fyrirsætan kom fram í fyrsta sinn á tískusýningarpöllunum síðastliðið haust og vakti bæði athygli og aðdáun. Fatalína hennar mun koma í verslanir í september næstkomandi. Hin 16 ára gamla Kaia hefur þegar komið fram í tveimur tískusýningum fyrir Chanel og opnaði hún þá fyrri, sem þykir mikill heiður fyrir… Lesa meira

Myndband: Frábær aðferð til að passa förðunina þegar þú borðar

Hefurðu lent í því að vera búin að farða þig óaðfinnanlega, fara síðan út að borða og/eða drekka og eiga þá í vandræðum og jafnvel eyðileggja förðunina sem þú hafðir mikið fyrir? Engar áhyggjur, daman í myndbandinu kennir þér frábæra aðferð til að nærast og á sama tíma halda förðuninni fullkominni! https://www.facebook.com/RussianFashionblogger/videos/1899915476703926/   Lesa meira

Sjónvarpsmynd í vinnslu um samband Harry og Meghan

Aðdáendur Harry Bretaprins og Meghan Markle geta glaðst yfir nýjustu fréttum, en Lifetime mun vera að vinna að sjónvarpsmynd um ástir þeirra, sem ber titilinn Harry & Meghan: The Royal Love Story eða Harry og Meghan: Konungleg ástarsaga. Myndin mun fjalla um samband þeirra og ástarsögu allt frá því að sameiginlegur vinur kynnti þau þar til þau trúlofuðu sig í nóvember 2017. Myndin mun einnig skoða líf Meghan sem fráskilin bandarísk leikkona. Prufur standa yfir í hlutverk myndarinnar og enginn sýningardagur hefur verið gefinn upp. Lifetime sýndi hinsvegar myndina William & Kate: The Movie 11 dögum áður en þau giftu… Lesa meira

Ragga nagli: „Sit mjög oft ein eftir að borða“

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta tölublaði MAN er viðtal við hana um mataræði, hreyfingu, bætiefni, sem og bestu fötin og tækin í ræktina. Ragga fjallar þar meðal annars um hvernig mataræðið og máltíðir hafa breyst hjá henni: Það má segja Hvað, Hvernig, Hversu oft og Hversu mikið ég borða hafi breyst. Ég var mjög brennd af allskonar boðum og bönnum mjög lengi. Fékk skilaboð um að borða ekki brauð, lamb, svín, maís, banana, og fleira rugl. Nú borða ég allt sem að kjafti kemur og mér finnst gómsætt. Máltíðamynstrið hefur breyst hjá mér. Á einhverju matarplani átti ég að… Lesa meira

Myndband: Carrie Underwood og Ludacris syngja lag Super Bowl í ár

Carrie Underwood og Ludacris taka röddum saman í laginu The Champion sem er upphafslag útsendingar NBC sjónvarpsstöðvarinnar frá Super Bowl LII eða Ofurskálinni. Lagið mun einnig vera notað í umfjöllun stöðvarinnar um Vetrarolympíuleikana. Lagið er samið af Underwood og Ludacris ásamt Brett James og Chris DeStefano og er ansi grípandi, en þó ólíkt þeim lögum sem maður hefur heyrt hingað til frá Underwood. https://www.youtube.com/watch?v=Htu3va7yDMg Super Bowl fer fram 4. febrúar næstkomandi og auk stjarnanna á vellinum, þá munu stjörnur líka skemmta áhorfendum, Pink mun syngja þjóðsönginn og Justin Timberlake mun sjá um hálfleikssýninguna. Underwood er óðum að ná sér eftir… Lesa meira

Myndband: Ný Harry Potter mynd „um þann sem við nefnum ekki á nafn“ er komin út

Sjö mánuðum eftir að Warner Bros gaf aðdáendum Harry Potter leyfi til að gera nýja mynd um þann sem við nefnum ekki á nafn, er myndin komin á netið. Í myndinni, Voldemort: Origins of the Heir, er sögð sama Grisha McLaggen, erfingja Gryffindor, sem leitar að Tom Riddle, sem hvarf eftir að erfingi Hufflepuff var myrtur. „Við veltum fyrir okkur: Hvað varð til þess að Tom Riddle varð Voldemort? Hvað gerðist á þessum árum og hvað gerðist í Hogwart þegar hann kom til baka? Það er margt ósagt,“ segir Gianmaria Pezzato leikstjóri myndarinnar. „Þetta er saga sem vð viljum segja:… Lesa meira

Uppskrift: Ómótstæðilegur prótein súkkulaðibúðingur Hönnu Þóru

Hanna Þóra er 29 ára Hafnfirðingur sem hefur brennandi áhuga á veisluskreytingum, bakstri og dúlleríi. Hún er líka snyrtifræðingur og viðskiptafræðingur, flugfreyja, i sambúð og tveggja barna móðir. Hanna Þóra er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is. Hér útbýr hún prótein súkkulaðibúðing, sem er tilvalinn til að halda sykurpúkanum frá, sérstaklega núna í janúar. Uppskriftin Hálfur desilítri chia fræ Ein skeið súkkulaðipróftein 1-2 dl Mjólk  (Möndlu,kasjú,soya eða venjuleg allt eftir smekk) Ég nota double rich chocolate sem ég keypti í prótín.is sem er í síðumúla og er einnig með vefverslun www.protin.is Við höfum keypt þetta prótein í tæp… Lesa meira

Myndband: Lærðu að brjóta þvottinn á nýjan hátt og sparaðu pláss

Það er eitt sem yfirgefur okkur aldrei, sama hversu heitt við viljum það: þvottahrúgan. Í meðfylgjandi myndbandi eru kennar sex aðferðir til að brjóta þvottinn saman sem eiga það sameiginlegt að spara pláss í skápnum, myndbandið lofar líka að maður spari tíma með þessu. Ég ætla að prófa næst þegar ég ræðst á þvottafjallið. https://www.facebook.com/FirstMediaBlossom/videos/10155894084094586/ Lesa meira

Kim Kardashian er með rándýrar ruslatunnur

Kim Kardashian hendir sko ruslinu með stæl, en hún er með ruslatunnur frá engum öðrum en tískuhönnuðinum Louis Vuitton. Af því að þegar maður er metinn á 220 milljónir dollara þá veit maður ekkert hvað maður á að eyða aurunum í, er það nokkuð? Fylgjendum hennar á Instagram sýndist sitt hvað um tunnurnar þegar Kim póstaði mynd af þeim. Nefndi einn þeirra að þær kostuðu meira en húsið hans. Ekki er vitað hvað tunnurnar kostuðu Kim, en sú minni kostar allavega um 3000 dollara á Ebay eða um 300 þúsund íslenskar krónur. Lesa meira

Myndband: Snemma beygist krókurinn

Krútt dagsins í dag er ungabarnið sem gefur sjálfum Rocky lítið eftir, en barnið virðist búið að ná helstu æfingum boxarans. Ert þú búin/n að fara í ræktina í dag eða á leiðinni þangað eftir vinnu? https://www.facebook.com/nerdingoutloud/videos/484454691914052/ Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Bogmaður

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Bogmanninn 22. nóvember - 21. desember. Bogmaður Kæri bogmaður, byrja á því að segja þér að spáin fyrir þig er mögnuð og 3 stór spil sem komu úr bunkanum. Til að byrja með þá skoða ég árið sem er að líða undir lok. Það mætti segja mér að þú hafir upplifað einhverja togstreitu á árinu og svörin sem þú… Lesa meira

Myndband: Fólk er frábært – Blanda af því besta frá 2017

Í meðfylgjandi myndbandi sem er af Facebook síðunni People are awesome má finna blöndu af því besta frá árinu 2017. Fólk í hinum ýmsu íþróttagreinum af framkvæma ótrúlegustu hluti sem margir virðast ögra þyngdarlögmálinu all verulega. Ísland á meira að segja fulltrúa. https://www.facebook.com/peopleareawesome/videos/1542174665831706/ Facebooksíða People are awesome. Lesa meira