Robbie Williams orðinn faðir – Tvítar myndum af nýfæddri dóttur sinni

Síðastliðinn þriðjudagur var stór dagur fyrir söngvarann vinsæla Robbie Williams en þann dag varð Robbie nýbakaður faðir í fyrsta sinn. Stelpuna, sem fengið hefur nafnið Theodora Rose, eignaðist Robbie með eiginkonu sinni Ayda Field.

Þessi 37 ára gamli stórsöngvari hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferli sínum en óhætt er að segja að í dag virðist allt vera í blóma hjá Robbie. Kvöldið sem Theodora kom í heiminn bloggaði Robbie á síðu sína:

„Lof sé Theodora Rose Williams, ástúðlega kölluð Teddy.“

Vinir Robbie á Twitter voru ekki lengi að óska honum til hamingju og má þar nefna Íslandsvininn Ronan Keating og fyrrverandi félagi hans í Take That, Gary Barlow. Í viðtali við útvarpsstöð áður en barnið var komið í heiminn sagðist Robbie vera með ákveðna hugmynd um hvernig barn hann vildi fá:

„Ég vil bara lítið og sætt barn. Á meðan barnið verður þægt og temur sér góða mannasiði þá höfum við engar áhyggjur. Ég get bara ekki hægt að hugsa, mamma hennar er skemmtikraftur og leikari og pabbi hennar er ég!“

Mynd: Twitter/RobbieWilliams
Mynd: Twitter/RobbieWilliams
thumb image

Barnið mitt vill ekki sofa! Hvað er til ráða?

Svefn er öllum manneskjum mikilvægur. Svefninn veitir hvíld og endurnýjaða orku fyrir nýjan dag. En svefninn hefur meiri þýðingu. Með draumum vinnur manneskjan úr þeim áreitum og áhrifum sem hún verður fyrir í lífinu. Eftir svefnlausa nótt er fólk þreytt, úrvinda og ergilegt en eftir góðan nætursvefn er manneskjan úthvíld og full orku. Því er Lesa meira

thumb image

Um tippamyndasendingar íslenskra karla

Ég er svona kona sem skrifa um kynlíf. Svona kyn-eitthvað kona. Sú nafnbót hlotnaðist mér fyrir hér um bil einum og hálfum áratug þegar stjörnukokkur spurði verðandi eiginmann minn (og nú fyrrverandi) hvernig það væri eiginlega að vera með konu sem væri „svona kyn-eitthvað“. Iðja mín vekur forvitni,  sérstaklega núna þegar ég er aftur orðin Lesa meira

thumb image

Kári Björn ljósmyndanemi í NY, gerði ljósmyndaverkefni með Bandaríska fanganum Otis sem sat í fangelsi í tæplega 40 ár

Kári Björn Þorleifsson er menntaður kokkur og starfaði sem slíkur áður en eiginkonan dró hann í ævintýraför til New York. Þar búa þau hjón núna og hafa gert síðastliðin ár. Kári Björn hefur lagt stund á ljósmyndun í Parsons School of Design í New York en hann hefur brennandi áhuga á ljósmyndun. Kári Björn hefur Lesa meira

thumb image

Hlutir bráðna – Dáleiðandi myndband!

Varst þú ein/n af þeim sem fiktaði með eldspýtur sem krakki? Ertu kannski ennþá týpan sem getur ekki látið bráðið kertavax í friði? Ef svo er gæti þetta myndband verið akkúrat það sem þú þarft í dag. Alls konar hlutir sem bráðna… í nærmynd! Njótið!

thumb image

Pólitískt partí í Hinu Húsinu: „þú getur mætt með þær pólitísku spurningar sem brenna á þér“

Í kvöld, fimmtudaginn 27.oktober verður haldið pólitískt partí í Hinu Húsinu. Húsið verður opið öllum á aldrinum 16-25 ára en það er aldurinn sem Hitt Húsið þjónustar, þó engum verði fleygt út þó hann passi ekki nákvæmlega inn í þetta aldursbil. Partíið mun hefjast kl19:00 og er aðgangur ókeypis og góð stemmning í boði. Við Lesa meira

thumb image

Íslenskir hönnuðir sýna á stærstu sölusýningu í Mið-Austurlöndum „ Viðtökurnar hafa verið alveg hreint frábærar“

Um þessar mundir eru þrjú íslensk hönnunarteymi að sýna hönnun sína á Dubai Design Week fyrir hönd HönnunarMars. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskir hönnuðir taka þátt í þessari sýningu en þetta er stærsta sölusýning Mið-Austurlanda. Við hjá Bleikt heyrðum í hönnuðunum og forvitnuðumst um hvernig gengi Hvernig er stemmningin í hópnum? Stemmningin í hópnum Lesa meira

thumb image

Einhverfur drengur sem vill ekki láta snerta sig nær fallegri tengingu við hund

Kainoa Niehaus er fimm ára einhverfur drengur sem á erfitt með samskipti og snertingu við aðra hefur náð langþráðri tengingu við hund. Hundurinn er þjónustuhundur á vegum 4 Paws For Ability í Ohio í Bandaríkjunum. Góðgerðasamtökin sjá um að útvega fötluðum börnum og hermönnum sem hafa misst útlimi eða heyrnina þjónustuhunda. Á myndinni sést móðir drengs Lesa meira