Robbie Williams orðinn faðir – Tvítar myndum af nýfæddri dóttur sinni

Síðastliðinn þriðjudagur var stór dagur fyrir söngvarann vinsæla Robbie Williams en þann dag varð Robbie nýbakaður faðir í fyrsta sinn. Stelpuna, sem fengið hefur nafnið Theodora Rose, eignaðist Robbie með eiginkonu sinni Ayda Field.

Þessi 37 ára gamli stórsöngvari hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferli sínum en óhætt er að segja að í dag virðist allt vera í blóma hjá Robbie. Kvöldið sem Theodora kom í heiminn bloggaði Robbie á síðu sína:

„Lof sé Theodora Rose Williams, ástúðlega kölluð Teddy.“

Vinir Robbie á Twitter voru ekki lengi að óska honum til hamingju og má þar nefna Íslandsvininn Ronan Keating og fyrrverandi félagi hans í Take That, Gary Barlow. Í viðtali við útvarpsstöð áður en barnið var komið í heiminn sagðist Robbie vera með ákveðna hugmynd um hvernig barn hann vildi fá:

„Ég vil bara lítið og sætt barn. Á meðan barnið verður þægt og temur sér góða mannasiði þá höfum við engar áhyggjur. Ég get bara ekki hægt að hugsa, mamma hennar er skemmtikraftur og leikari og pabbi hennar er ég!“

Mynd: Twitter/RobbieWilliams
Mynd: Twitter/RobbieWilliams

Glowie gerir geggjaðan samning við plöturisa – Meikar það í útlöndum!

Söngkonan Glowie (Sara Pétursdóttir) var að undirrita samning við útgáfurisann Columbia í Bretlandi. Mbl greindi frá þessu í morgun. Glowie hefur unnið mikið að undanförnu með Pálma Ragnari Ásgeirssyni, lagahöfundi, sem er meðlimur StopWaitGo-teymisins. Lestu meira: Þegar Sara var að stíga sín fyrstu skref í tónlisinni birtum við á Bleikt viðtal við hana. Lestu það hér. Sindri Ástmarsson er umboðsmaður Glowie, en í samtali við Mbl segir hann að mörg plötufyrirtæki hafi sýnt söngkonunni áhuga og að hún hafi geta valið milli risanna. Sindri er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að slá í gegn á erlendri grundu, hann var… Lesa meira

Frumur og geldingar – Pétur Örn fer í herraklippingu – Sjáðu myndbandið

Söngvarinn, húmoristinn og þúsundþjalasmiðurinn Pétur Örn Guðmundsson, eða Pétur Jesú eins og hann er oft kallaður, fór í herraklippingu um daginn. Hann sem sagt lét aftengja sáðrásir sínar til að verða ófrjór. Pétur læðist venjulega ekki með veggjum og það árri heldur ekki við í þessu tilfelli - en hann birti myndband af ferlinu á facebook síðu sinni. Það var góðvinur Péturs, tökumaðurinn Benedikt Anes Nikulás Ketilsson, sem hjálpaði Pétri að vinna myndbandið - eins gott því hann var svæfður í aðgerðinni. Sagan birtist fyrst á geysivinsælu Snapchati Péturs - gramedlan. Ef þið eruð ekki nú þegar fylgjendur ættuð þið… Lesa meira

„Það er erfitt að lýsa hönnun sinni“ – Heiða og Cintamani á RFF 2017

Heiða Birgisdóttir yfirhönnuður hjá Cintamani situr fyrir svörum að þessu sinni í kynningum okkar á þátttakendum í Reykjavík Fashion Festival. RFF hátíðin er stærsti tískuviðburður á Íslandi í ár og verður haldin í Hörpu föstudaginn 24., og laugardaginn 25. mars. Ennþá er hægt að næla sér í miða á þennan glæsilega viðburð. Gefum Heiðu orðið! Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér? Ég væri örugglega með valkvíða fram á síðustu stundu, en kjóll frá Hildi Yeoman er á óskalistanum og ætli ég mundi ekki nota tækifærið og kaupa mér einn slíkan.… Lesa meira

Bréf til Tinnu – „Ef ég og/eða konan mín byrjum að hitta annað fólk þá er það ekki framhjáhald“

Opið bréf til Tinnu: Góðan daginn Tinna Mér barst til augna pistill sem þú skrifaðir fyrir nokkrum árum. Á sama tíma og ég skildi hugsunina á bak við skrif þín þá stakk pistillinn mig. Hann sagði mér það sem svo margir segja mér aftur og aftur: Þú lifir lífi þínu ekki rétt! Mig langar til að byrja á því að nefna að ég er svo sammála þér með það að framhjáhald er skelfileg og ljót framkvæmd, sem því miður er allt of algengt í okkar samfélagi. En það sama á við fordóma eins og þú sýnir svo sterkt. Fordómar koma… Lesa meira

Sjáðu dragdrottningu verða til – Æðislegt myndband

Hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér hvað þarf til að slá í gegn sem dragdrottning? Það er greinilegt að þær eru með mikla kunnáttu því förðunin og hárið lítur alltaf svo guðdómlega út. Cosmopolitan fékk Alexis Michelle, þátttakanda í RuPaul‘s Drag Race, til að sýna hvernig hann breytir sér í stórglæsilega dragdrottningu. Til að sjá hvernig þessi töfrandi breyting á sér stað horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Lesa meira

Sunna „Tsunami“ Rannveig Davíðsdóttir fer í sinn annan atvinnubardaga á laugardaginn – Myndir frá æfingu

Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir, úr Mjölni, berst sinn annan atvinnubardaga næstkomandi laugardagskvöld á Invicta 22 bardagakvöldinu sem fram fer í hinu sögufræga húsi Scottish Rite Temple í Kansas City. Andstæðingur Sunnu heitir Mallory Martin. Martin þessi er 23 ára Bandaríkjamær sem hefur líkt og Sunna barist og sigrað einn atvinnubardaga til þessa. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er þriðji bardagi kvöldsins. Útsending hefst klukkan 12 á miðnætti og má gera ráð fyrir að Sunna stígi í búrið lauslega fyrir klukkan eitt. Sunna er fyrsta íslenska konan sem gerist atvinnumaður í MMA. Hún gekk til… Lesa meira

Gunnar og hundurinn hans Tígull björguðu litlum fugli sem sat í hnipri á svölunum þeirra

Það er alltaf gaman að heyra sögur af góðverkum mannfólks og dýra, sérstaklega þegar mannfólk og dýr koma saman til að hjálpa öðrum. Það gerðist í gær þegar Gunnar Kr. Sigurjónsson og hundurinn hans Tígull björguðu litlum fugli sem var í vanda staddur. Gunnar var með opið út á svalir og kom hundurinn hans, Tígull, að ná í hann og vældi þar til hann stóð upp. Tígull dró Gunnar svo út á svalir þar sem lítill fugl sat í hnipri og hreyfði sig ekki. Tígull rak bara aðeins trýnið í hann og var aðallega að sleikja tærnar á honum eftir að… Lesa meira

Rúrik og Birgitta hætt saman – Einn kynþokkafyllsti karlmaður landsins á lausu

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason – sem rataði meðal annars á lista Bleikt yfir kynþokkafyllstu karlmenn Íslands – er á lausu. Rúrik var í sambandi með Birgittu Líf Björnsdóttur en samkvæmt heimildum Bleikt eru þau ekki lengur saman. A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Jun 30, 2015 at 6:02am PDT Rúrik er fæddur árið 1988 og fagnaði nýverið 29 ára afmæli sínu. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu og lék með Kaupmannahafnarliðinu frá 2012, þar til hann var seldur til Nürnberg í þýsku B-deildinni árið 2015. Hann keppir enn með þýska liðinu. Birgitta er hins vegar einn erfingi World Class… Lesa meira

Brad Pitt og Angelina Jolie byrjuð að tala saman aftur: „Þetta er mikilvægt skref“

Skilnaður Brad Pitt og Angelinu Jolie var einn mest umtalaði skilnaður ársins 2016, slúðurpressan syrgði endalok „Brangelinu“ og fjallaði grimmt um skilnaðinn. Brad og Angelina sendu frá sér tilkynningu 5. janúar um að þau mundu halda upplýsingum um skilnaðinn frá fjölmiðlum og þá hefur slúðurpressan efllaust grátið aftur. Stjörnuparið var gift í tvö ár en saman í 12 ár samtals. Það eru komnir tveir mánuðir síðan fyrrum parið réði einkadómara til að sjá um skilnaðinn þeirra og forræðisdeilur. Samningaviðræður eru enn í gangi en það lítur út fyrir að þau séu að nálgast niðurstöðu, þar sem Brad og Angelina eru byrjuð að tala… Lesa meira

Brjálað fjör í útgáfufögnuði á vegum NÝTT LÍF og RFF – Myndir

Nýtt Líf og Reykjavík Fashion Festival héldu glæsilegan útgáfufögnuð á þriðjudag á Pablo Discobar. Tilefnið var að fyrsta tölublað ársins af tímaritinu Nýtt Líf er komið út, en það er að þessu sinni tileinkað RFF. Þetta er fyrsta Nýtt Líf blaðið frá Sylvíu Rut Sigfúsdóttir sem tók á dögunum við sem ritstjóri. Gestir fengu léttar veitingar frá veitingastaðnum Burro og hressir barþjónar Pablo Discobar sáu um að allir fengu RFF Campari kokteilinn og Kronenbourg Blanc. Viðburðurinn heppnaðist ótrúlega vel og fyrstu 150 gestirnir sem mættu fengu veglegan gjafapoka frá samstarfsaðilum Nýs Lífs. Í pokunum mátti meðal annars finna æðislega glæra… Lesa meira

Þess vegna ættir þú ekki að nota „highlighter“ fyrir passamyndir

Það er ekkert sem kallast of mikill „highlighter,“ eða það finnst að minnsta kosti förðunarsnillingnum og samfélagsmiðlastjörnunni Bretman Rock. https://www.instagram.com/p/BR4v-VUl3rz/ Við hjá Bleikt höfum áður fjallað um Bretman í grein um stráka sem eru að brillera í förðunarheiminum. Bretman notar highlighter óspart og ekki einungis bara á andlitið. Frá viðbeininu til eyrnanna, og að auki hluta líkamans sem manni hefði aldrei dottið í hug að gætu glansað. https://www.instagram.com/p/BH6Rr6bj6hv/ https://www.instagram.com/p/BPzUUOwAe_j/ Það kom hins vegar í ljós að highlighter er ekki alltaf sniðug hugmynd, sérstaklega þegar maður er að fara í passamyndatöku fyrir ökuskírteinið sitt. Léleg lýsing og myndavél fanga ekki beint glansinn… Lesa meira

Alpakadýr sem fá þig til að brosa

Það eru fá dýr sem fá okkur til að brosa eins mikið og alpakadýr. Það er bara eitthvað við þessi skemmtilegu og fyndnu dýrategund. Alpaka eru frekar klaufaleg, ótrúlega krúttleg og er nánast ómögulegt fyrir þau að líta út fyrir að vera fáguð á myndum. Margir eiga það til að rugla saman alpaka og lamadýrum, en þó svo að alpaka sé af lamaættum, þá eru alpaka og lama mjög ólík. Til að mynda eru lamadýr tvisvar sinnum stærri en alpaka. Sjáðu myndir af alpakadýrum sem eiga pottþétt eftir að láta þig brosa hér fyrir neðan: Bored Panda tók myndirnar saman,… Lesa meira