Robbie Williams orðinn faðir – Tvítar myndum af nýfæddri dóttur sinni

Síðastliðinn þriðjudagur var stór dagur fyrir söngvarann vinsæla Robbie Williams en þann dag varð Robbie nýbakaður faðir í fyrsta sinn. Stelpuna, sem fengið hefur nafnið Theodora Rose, eignaðist Robbie með eiginkonu sinni Ayda Field.

Þessi 37 ára gamli stórsöngvari hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferli sínum en óhætt er að segja að í dag virðist allt vera í blóma hjá Robbie. Kvöldið sem Theodora kom í heiminn bloggaði Robbie á síðu sína:

„Lof sé Theodora Rose Williams, ástúðlega kölluð Teddy.“

Vinir Robbie á Twitter voru ekki lengi að óska honum til hamingju og má þar nefna Íslandsvininn Ronan Keating og fyrrverandi félagi hans í Take That, Gary Barlow. Í viðtali við útvarpsstöð áður en barnið var komið í heiminn sagðist Robbie vera með ákveðna hugmynd um hvernig barn hann vildi fá:

„Ég vil bara lítið og sætt barn. Á meðan barnið verður þægt og temur sér góða mannasiði þá höfum við engar áhyggjur. Ég get bara ekki hægt að hugsa, mamma hennar er skemmtikraftur og leikari og pabbi hennar er ég!“

Mynd: Twitter/RobbieWilliams
Mynd: Twitter/RobbieWilliams
thumb image

Ást í morgunmat á Valentínusardegi

Krakkar mínir! Valentínusardagurinn er á morgun og þá er vissara að hella sér út í rómantíkina alveg frá fyrsta hanagali. Þeir sem eru svo heppnir að vakna við hliðna á einhverjum sem þeir eru skotnir í ættu að læðast fram í eldhús og laga rómantískan morgunmat í tilefni dagsins. Hvað er til rómantískara en egg Lesa meira

thumb image

Ef Óskarsverðlaunamyndirnar í ár væru þýddar á íslensku

Hér áður fyrr voru Íslendingar duglegir við að þýða kvikmyndatitla líkt og tíðkast í mörgum löndum. Nú til dags þekkjum við kvikmyndirnar betur á erlendum heitum þeirra… þar til þær eru sýndar á RÚV og áhorfið verður ein stór óvissa. En þar sem RÚV sér iðulega um að sjónvarpa Óskarsverðlaunahátíðinni hér á landi fannst okkur tilvalið Lesa meira

thumb image

Draumur hvers prjónara: Hugh Jackman í hlutverki prjónaþjálfara

Hvaða prjónari væri ekki til í að hafa Hugh Jackman sem þjálfara, klappstýru, nuddara… ? Í þessu myndbandi, sem reyndar er hlutu af snjallri markaðssetningu fyrir bíómyndina Eddie the Eagle, rætist draumur eins prjónara. Hugh Jackman birtist okkur hér í fyrsta sinn sem heimsins besti prjónaþjálfari. Gjörið svo vel!   Hugh Jackman & Taron Egerton Lesa meira

thumb image

Valentínusarprófið: Finndu sálufélaga þinn

Ástin er rétt handan við hornið. Þetta próf hefur verið sannreynt af vísindamönnum* og tryggir þér farsælt ástarsamband ef þú leitar að rétta einstaklingnum á réttum stað. * Prófið hefur ekki verið sannreynt af vísindamönnum.

thumb image

Nýjasta trendið í hártísku karla

Nú er hreinlega spurning hvort tími manbunsins hafi runnið sitt skeið. Lokkaprúðir piltar með hárið í snúð hafa lagt sitt af mörkum til að fegra umhverfið undanfarin misseri, en nú eru blikur á lofti. Fléttur eru nýjasta trendið í hártísku karlmanna. Í þessu stórkostlega þokkafulla myndbandi er útskýrt hvernig nota má fléttur til að auka á Lesa meira

thumb image

Annað undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar: Hver fer áfram?

Í kvöld fer fram seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppninni og verða þrjú lög valin til þess að komast áfram á úrslitakvöldið eftir viku. Nú þegar eru lögin Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er komin áfram. Í kvöld keppa sex lög um þrjú sæti og verður spennandi að sjá hvaða lög fá flest atkvæði. Hvaða lag vilt þú sjá Lesa meira

thumb image

Magnaðar fæðingarljósmyndir sýna átök og fegurð lífsins

Sigurvegarar í ljósmyndakeppni á vegum alþjóðlegra samtaka fæðingarljósmyndara hafa verið tilkynntir og myndirnar eru alveg hreint magnaðar. Myndirnar sýna bæði þau átök og þá fegurð sem felst í því að skapa nýtt líf. Fyrsta sæti Sigurvegar í flokki: Hríðir Sigurvegari í flokki: Fæðing Sigurvegari í flokki: Eftir fæðingu Sérstök heiðursverðlaun

thumb image

Karen styrkti kraftaverkadrenginn Björgvin Unnar

Í síðasta mánuði sögðum við frá lítilli eins árs hetju sem hefur dvalið á sjúkrahúsi nánast allt sitt líf. Björgvin Unnar hefur nú þegar farið í margar aðgerðir og oft verið hætt komin. Eins og við sögðum frá á dögunum var stofnaður styrktarsjóður fyrir Björgvin Unnar þar sem hann þarf að fara aftur til Boston vegna veikindanna. Lesa meira